Færsluflokkur: Bloggar

Ársfundur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna 1 hluti.

Stjórnarformaður sjóðsins spurði mig þar sem ég hef gagnrýnt bókhald sjóðsins hvort ég teldi ekki að stjórnendur norska olíusjóðsins væru glæpamenn líka enda hefðu þeir tapað um 25% af eignum sínum rétt eins og LV. Mér gafst ekki kostur á að svara honum en geri það hér með.

Kæri Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna,

Það er með hreint ólíkindum að stjórnarformaður lífeyrissjóðs skuli leyfa sér að líkja saman tveimur svo ólíkum hlutum og sýnir kannski best hversu nauðsynlegt er að skipta út forystu sjóðsins.

Olíusjóður Norðmanna tapaði gríðarlega háum upphæðum sem er vissulega rétt en þeir höfðu ekki möguleika á að fegra tapið með eignaupptöku þeirra sem standa að sjóðnum eins og LV gerir í bókum sínum með eignarnámi í formi verðbóta á fasteignum sjóðsfélaga.

Þetta sér íslenska fyrirbrigði kallast verðtrygging og skilur sjóðina að í öllum samanburði.

Það sem fólk almennt á erfitt með að lesa út úr, mjög svo villandi framsetningu sjóðsins, er í megin þáttum tvennt. Hversu miklu var tapað og hvaðan koma peningarnir á móti tapinu. Tapið er staðreynd en hver borgar? Fólk þarf að átta sig á því, að þó svo að lífeyrissjóðirnir fái skuldajöfnun tapaðra skuldabréfa á móti tapi á gjaldeyrissamningum þá greiðum við fyrir tapið. Hvort sem við gerum það í formi skertra lífeyrissréttinda eða í formi skatta á meðan fjármagnseigendur kúra í skjóli innistæðutrygginga gömlu bankanna sem voru tryggðar að fullu á kostnað fasteigna okkar.Er engin sem hefur bent á það óréttlæti að sá hópur fólks sem ákvað að binda sparnað sinn með þaki yfir höfuðið sæti eignaupptöku.

Tökum dæmi með tölum úr ársreikningum og setjum tölurnar upp á þann hátt sem við skiljum örlítið betur þegar þær hafa verið teknar út úr frumskógi villandi framsetninga.

Opinberar tölur úr ársreikningum lífeyrissjóðs Verslunarmanna 2007 og 2008.

Tapið

Staðan 2008

Staðan 2007

Mismunur

Innlend hlutabréf

3.628.000.000

56.886.000.000

-53.258.000.000

Gjaldeyrissamningar

-15.674.000.000

Eignir

Veðskuldabréf Sjóðsfélga

Eign með verðbótum.

39.363.000.000

32.340.000.000

7.023.000.000

Íbúðarlán

Eign með verðbótum.

46.403.000.000

36.357.000.000

10.046.000.000

Tekjur

Iðgjöld

Greiddur lífeyrir

Mismunur

Iðgjöld sjóðsfélaga

17.100.000.000

-5.021.000.000

12.079.000.000

Óvissuþættir.

Skuldabréfaeignir

2008

2007

Bókfærð eign.

Gjaldþrota

Tapaðar kröfur.

Bankar og Sparisjóðir

16.865.000.000

17.399.000.000

16.865.000.000

Tapið færist yfir á skattgreiðendur og er fært sem eign í bókhaldi sjóðsins.

Sjóðurinn skuldajafnar tapi á gjaldeyrirssamningum á móti tapi á skuldabréfunum.

Óvissuþættir.

2008

2007

Bókfærð eign.

Skuldabréf í fyrirtækjum

14.809.000.000

17.408.000.000

14.809.000.000

Mikil óvissa ríkir um raunverulegt verðmæti þessara bréfa.

Verðmæti þeirra er líklega aðeins brot af því sem er eignafært.

Tap

-68.932.000.000

Tekjur

60.822.000.000

Mismunur

Samtals

-8.110.000.000

Ársreikningur 2008

Bls.13,33 og 34

Ársreikningur 2007

Það hlýtur að vera hverjum þeim ljóst sem les úr þessum tölum hvaðan peningarnir koma sem vinna upp tapið á glórulausu fjármálasukki sjóðsins þar sem útrásarvíkingar eru í aðalhlutverki.

Frá áramótum hafa síðan Straumur, Sparisjóðabankinn og SPRON fallið. Áætluð áhrif þess á lífeyrissjóðinn leiðir til þess að tryggingafræðileg staða sjóðsins versnar um 1,6% úr -7,2% í -8,8%.

Einnig getur Bakkavör ekki staðið skil á 20 milljarða skuldabréfaútgáfu BAKK03 1 sem féll á gjalddaga þann 15.maí síðastliðinn og var sektað af kauphöll Íslands fyrir brot á upplýsingaskyldu í kjölfarið. Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur ekki séð ástæðu til að færa niður skuldabréfaeign sína í félaginu.

 

Ekki hefur fengist trúverðug úttekt á erlendum eignum sjóðsins.

 

Sjóðurinn notar greiðslur vegna jöfnunar á örorkubyrgði frá tryggingastofnun til að koma betur út úr tryggingafræðilegri úttekt sem er klárt brot á framsetningu gagna.

Til að varpa skýrari mynd á það sem er að gerast með fyrirtækjabréfin set ég tengil á frétt morgunblaðsins þann 26.máí síðastliðinn.

“Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfuhafarnir treysti ekki núverandi stjórnendum Exista til að upplýsa um raunverulega stöðu félagsins. Kröfuhafarnir sem um ræðir eru skilanefndir gömlu bankanna þriggja auk Nýja Kaupþings. Saman hafa þessir aðilar myndað óformlegt kröfuhafaráð innlendra kröfuhafa Exista ásamt þremur lífeyrissjóðum; Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórnendum Exista við stýrið. Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu.”

Á góðri íslensku á að dreifa tapinu yfir eins langan tíma og hægt er til þess eins að fegra stöðuna.

Þar sem innstreymi iðgjalda er margfalt hærra en útgreiðslur lífeyris þurfa sjóðirnir ekki að selja eignir til að standa við lífeyris skuldbindingar sínar vegna mikillar söfnunar sem á sér stað næstu 10-15 árin.

En hver á raunveruleg staða sjóðsins að vera miðað við 3,5% raunávöxtunar kröfu samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda?

Eignastaða sjóðsins í árslok 2007 var 269 milljarðar.

Eignastaða í árslok 2008 ætti því að vera um 326 milljarðar miðað við 3,5% Raunávöxtunarkröfu með mismun á iðgjöldum og útgreiðslum.

Eignastaða samkvæmt “bráðabirgðauppgjöri” sjóðsins þegar búið er að reikna inn mismun á greiddum iðgjöldum og útgreiðslum er 249 milljarðar í árslok 2008.

Samkv. 11,8% neikvæðri nafnávöxtun þýðir það rýrnun frá 269 milljörðum í 237 milljarða. Mismunurinn á 249m og 237m eru greidd iðgjöld sjóðsfélaga 2008.

Þetta er mismunur upp á 77 milljarða ef við uppreiknum með ávöxtunar kröfu en er aðeins 32 milljarðar að nafnvirði. Þegar búið er að reikna inn iðgjöld sjóðsfélaga 2008 fer eignarýrnun í aðeins 20 milljarða sem er tala sem mikið er notuð í auglýsingaherferðum sjóðsins svo er bókhaldið fegrað enn frekar með þekktum bókhaldsbrellum og hugtaka flækjum.

 

Það er bókhaldsskekkja upp á 77 milljarða og lífeyrissjóðurinn segir að ekki sé ástæði til að skerða réttindin þrátt fyrir að raunávöxtun síðastliðin 10 ár sé rétt við lögbundin mörk þ.e.3,5%.

 

Þetta hlýtur að renna stoðum undir grunsemdir mínar að við séum að fá allt of lítið út úr þessu kerfi miðað við það sem við greiðum inn.

 


Ársfundur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Kæru sjóðsfélagar,

Ársfundur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna verður haldin á Grand Hótel kl.18:15 í kvöld.

Þetta er líklega einn mikilvægasti fundur lífeyrissjóðsins til þessa og hvet ég alla sjóðsfélaga að mæta enda gríðarlegir hagsmunir í húfi.

Ég mun leggja fram nokkur mál á fundinum og bið um stuðning ykkar enda ársfundurinn æðsta vald sjóðsins þar sem félagsmenn geta krafist svara.

 

Helstu mál:

1. Að sett verði launaþak á æðstu stjórnendur sjóðsins.

2. Að bækur sjóðsins verði opnaðar og skuldabréfaeign sjóðsins verði sundurliðuð og gerð opinber.

3. Að laggður verði fram eignalista yfir öll hlutabréf, skuldabréf og aðrar eignir LIVE þann 1. janúar 2008, 3. október 2008 og 1. janúar 2009 (á við bæði innlendar sem og erlendar fjárfestingar). Jafnframt yfirlit yfir þóknanir við eignatilfærslur.

4. Að fundurinn samþykki ekki ársreikning fyrr en upplýsingar um í 2. lið liggur fyrir.

5. Að óháðir aðilar (erlendir) sem fulltrúar sjóðsfélaga utan stjórnar tilnefna til að endurskoða bækur sjóðsins.

Sýnum Samstöðu og mætum öll.

 


Fyrstu merkin um gegnsæi komin fram.

Loksins! Lífeyrissjóður sem kemur fram með mat á innlendum skuldabréfaeignum sínum sem mark er takandi á.

Vonandi að þetta verði til þess að aðrir sjóðir komi hreint fram við sjóðsfélaga sína um stöðu mála, þó hún sé ömurleg, þá er hún að minnsta kosti rétt.

 


mbl.is Stafir ákveða að skerða réttindi lífeyrisþega um 6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurlaun forstjóramafíu lífeyrissjóðanna.

Forstjórar lífeyrissjóða eru allt í einu dottnir úr umræðunni og því tímabært að skerpa á því máli örlítið.Nú fara sjóðirnir að halda aðalfundi og því mikilvægt fyrir sjóðsfélaga að mæta og láta þessa huldumenn "forstjóra sjóðanna" svara fyrir glórulausar fjárfestingar og peningamokstur í útrásarvitleysuna ásamt því að svara fyrir ofurlaun,lúxusferðir,mútur og ábyrgð stjórnenda á því ástandi sem blasir við landsmönnum sem þurfa að hreinsa upp brunarústirnar með ævisparnaði sínum einan að vopni.

Það er með hreint ólíkindum að það þurfi 33 lífeyrissjóði til að sinna 330 þúsund manna samfélagi.þ.e. einn lífeyrissjóð með tilheirandi kostnaði á hverja 10.000 einstaklinga sem hér búa.

Það er því ekki úr vegi að tilkynna að umræddur bloggari og stjórnarmaður í VR ætlar að leggja fram tillögu á aðalfundi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem haldin verður mánudaginn 25. maí næstkomandi um að laun forstjóra sjóðsins verði lækkuð niður fyirir laun forsætisráðherra sem eru um 995 þús.kr. á mánuði sem verði launaþak æðstu stjórnenda sjóðsins. Einnig að bílafríðindi verði afnumin enda óþolandi að ofurlaunaþegar geti ekki borgað rekstur á eigin bifreið. Einnig þarf að gera grein fyrir öllum þeim lúxusferðum sem farið var í, sem og "einstökum laxveiðitúrum hingað og þangað"eða eins og Þorgeir Eyjólfsson orðaði það svo skemmtilega:

Á árunum 2005 til og með 2008 tóku forstjóri og starfsmenn eignastýringar LV alls þátt í fjórtán kynnisferðum fyrirtækja. Um jól hafa forstjóri og starfsmenn eignastýringar þegið eftir atvikum minniháttar tækifærisgjafir frá sumum viðskiptaaðilum sjóðsins. Hvað aðrar ferðir varðar hefur forstjóri sjóðsins í undantekningartilvikum, einu sinni til tvisvar á ári, þegið boð í veiði innanlands.

Það verður afar fróðlegt að heyra hvað forstjórinn telur vera minniháttar tækifæris gjafir enda laxveiðtúrar tvisvar á ári "undantekningartilvik" og ofurlaunin eðlilegasta mál.

Forstjóra laun lífeyrissjóða. 

1. Þorgeir Eyjólfsson framkv.stjóri   LV                                              30.000.000

2. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri                                               21.534.000

3. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri  LSR og LH                             19.771.000

4. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Stafa var með                       19.048.011

Í ljósi þess að ábyrgð stjórnenda var á endanum akkúrat engin þá væri ráð að endurskoða laun þeirra í samræmi við valdamestu stöðu þjóðarinnar enda eru það völdin sem þessir gæðingar sækjast eftir. VÖLDIN sem þeir hafa í skjóli eftirlaunasjóða okkar.

Það sem fer óendanlega í taugarnar á mér er að við sem eigum þessa peninga höfum ekkert með það að segja hvernig þeim er varið. Það er litið á okkur sem gagnrýnum kerfið sem ÓVINI og með ólíkindum hvernig gagnrýni á sjóðina er svarað af þeim sem þar stjórna enda ítökin í atvinnulífinu gríðarleg. Stærstu sjóðirnir vinna svo saman í skjóli Landsambands Lífeyrissjóða með diggum stuðningi SA og ASÍ okkar helstu hagsmunagæslu.

Í ljósi þessa þarf að taka þetta kerfi og endurskoða það rækilega enda erfitt að sjá út frá hagfræðilegum sjónarmiðum hvernig þetta söfnunarkerfi gengur upp, þá sér í lagi út frá því að raunávöxtunarkrafa er 3,5% til 40ára sem einfaldlega gengur ekki upp miðað við sveiflur á markaði, framleiðslu og verðmætasköpun ef tekið er mið af þeim lagalega fjárfestingaramma sem sjóðirnir starfa eftir.

Setjum kostnað við forstjóra Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í samhengi við raunveruleikan sem blasir við hinum almenna sjóðsfélaga og í samhengi sem við skiljum.

Þorgeir Eyjólfsson keyrir um á Cadillac Jeppa í boði sjóðsfélaga lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Cadillac-escalade
Jeppinn 2008 Áætlað á mánuði. 
Jeppi Cadillac á rekstrarleigu84 mánuði247.200
Tryggingar  16.666
Eldsneyti  m.v. 15þús.km. 31.666
Viðhaldskostnaður 10.000
Samtals 305.532
Fjöldi láglaunafólks til að greiða Jeppan16,21 

það þarf 16 einstaklinga sem gera ekkert annað en að borga lúxusjeppan undir rassgatið á forstjóranum.

Árslaunin eru 30.000.000 fyrir utan fríðindi þ.e. 2,5 milljónir á mánuði.

 

Lágmarks laun verkafólks í dagvinnu 157.000
Greiðsla í Lífeyrissjóð á mánuði 12%.
18.840

 

Fjöldi láglaunafólks til að greiða forstjóralauni. 132,72.500.068
   
   
Það þarf 133 einstaklinga á lágm.launum  
sem gera ekkert annað en að greiða launakostnað 
forstjórans í stað þess að safna sér fyrir lágm.framfærslu 
eftir að vinnuskyldu líkur og aðra 16 til að greiða af Jeppanum og rekstur á honum.
  

 

 

 

  

Í dag ætla ég að kjósa fyrir börnin mín.

Í dag ætla ég að kjósa nýja framtíðarsýn byggða á almennri skynsemi og er laus við flokkshagsmuni, laus við hagsmuni útvaldra og laus við fortíðina.

Í dag ætla ég að kjósa fyrir börnin mín og framtíð þeirra. 

Í dag ætla ég að kjósa Borgarahreyfinguna.


Yfirtaka á Exista í uppnámi?

Brunaútsala!

Það er alveg á hreinu að stoppa þarf þessa yfirtöku.

Það væri afar fróðlegt að fá afstöðu lífeyrissjóðana við þessari yfirtöku þá sérstaklega Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem var meðal stærstu hluthafa Exista og tengdra félaga.Hlutur LV í Exista var  4,53% og í Bakkavör 6,77% þann 6. október 2008 rétt fyrir hrunið. Gildi var með rúm 4%, Lífeyrissjóðir Bankastræti 1,5% Stafir 0,9% aðrir mun minna. Ekki hefur heyrst hóst né stuna vegna þessa máls frá LV né öðrum lífeyrissjóðum. Óhætt er að áætla að lífeyrissjóðirnir hafi átt beint og óbeint yfir 15% hlut í Exista og því hagsmunir okkar gríðarlegir.

Það er klárt mál að svona samninga á ekki að gera við menn sem áttu stóran þátt í að koma landinu á hliðina. Hagsmunum okkar væri best borgið með því að láta þetta rúlla þó svo að lífeyrissjóðirnir tapi smávægilegum upphæðum í viðbót ,miðað við tilboð BBR 0,02 krónur á hlut, þá verður það klárlega minni birgði á okkur skattborgara ef bankinn tekur þetta yfir og hámarki það sem hægt er að fá fyrir eignirnar næstu árin.

Eru þetta þeir sömu og tala og mala um óseljanleika á mörkuðum og hversu glórulaust sé að selja eignir við núverandi aðstæður osfrv. Hlestu rökin eru óbilandi trú á að ástandið skáni og verðlaus bréf verði vermæt aftur.

 

Frétt af Visi.is  

mynd

Stjórn Kaupþings mun á næstu dögum ákveða hvort að yfirtökutilboði Bakkabræðra á Exista verði tekið. Tilboðið gerir ráð fyrir að hluthafar fái 0,02 krónur fyrir hvern hlut. Rán segir hluthafi.

Í lok síðasta árs skráði BBR, félag í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona sig fyrir nýju hlutafé í Exista sem nam 50 milljörðum hluta. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings en auk þess á félagið VÍS, Lífís, Lýsingu og Skipti sem er móðurfélag Símans. BBR hefur nú sent yfirtökutilboð til hlutahafa í Exista. Með undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu var ákveðið að kaupverðið sé 0,02 krónur á hvern hlut. Kaupþing á 10,4% í félaginu en stjórn bankans hafnaði samskonar yfirtökutilboði í desember. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, segir að ákvörðun um hvort að gengið verði að tilboðinu verði tekin á allra næstu dögum.

Fréttastofa ræddi í dag við nokkra hluthafa sem eru mjög ósáttir við yfirtökutilboðið. Einn þeirra fjárfesti fyrir rúma eina milljón í félaginu yfir nokkurra mánaða tímabil. Honum eru boðnar 36.000 krónur fyrir sinn hlut. Hann segir þetta rán og að hann ætli ekki gefa hlutinn sinn. Hann vilji frekar tapa honum.

Ekki er þó víst að af yfirtökunni verði þar sem fjárhagsleg endurskipulagning á Exista er nú í gangi. Um 20 erlendir bankar, lífeyrissjóðir og íslenskar fjármálastofnanir sem eiga kröfur á félagið koma að þeirri vinnu. Ekki liggur fyrir hvenær þeirri henni verði lokið.


Sannleikur eða Húmor ?

Ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá þetta fyrst... Svo áttaði ég mig á því að það er meiri sannleikur í þessu en húmor. 

Fékk þetta sent frá bloggvini mínum Magnúsi Sigurðssyni.

Takk Magnús

 


Guðmundur blindi.

Engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá. Er máltæki sem prýðir forsíðu eyjubloggarans Guðmundar Gunnarssonar frænda míns og verkalýðsleiðtoga. Guðmundur hefur með skeleggum hætti varið lífeyrissjóðskerfið og má engu illu upp á það trúa, ekki frekar en Gunnar í krossinum á biblíuna.

Guðmundur segir meðal annars:

"Það er búið að skaða almenna lífeyriskerfið gríðarlega mikið með allskyns sleggjudómum. T.d hefur nokkrum sinnum komið fram í Silfri Egils ungur maður með fullyrðingar studdar með Ecxeltöflum um lífeyrissjóðina, sem bera þess merki að hann hefur nákvæmlega enga þekkingu á kerfinu. Egill hefur ásamt útvarpsstjóra algjörlega hafnað því að einhver með þokkalega þekkingu fái að koma og sýna fram á að hversu rangar forsendur eru í útreikningum hins unga manns. Hverra hagsmuna voru þeir að gæta?"

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðmundur kemur fram með fullyrðingar á borð við þessa þar sem hann segir þá sem gagnrýna lífeyrissjóðina, fyrir eitthvað annað en það augljósa, hafi nákvæmlega enga þekkingu á kerfinu. Af þessum ummælum að dæma mætti ætla að sá mikli fjöldi einstaklinga sem ég hef rætt við sem tengst hafa mörgum af þessum sjóðum,bæði beint og óbeint,innan úr bankakerfinu,osfrv. þjáist af sama þekkingaskorti og Guðmundur vísar til. Það virðist einnig fara rosalega í taugarnar á Guðmundi að sælgætissali sé að gagnrýna sjóðina. Sami sælgætissali selur líka kjúkling. Hvað með þá sem reka sjoppur eða bari, hamborgarabúllur, skyndibitastaði, eða jafnvel þeir sem reykja gætu fallið undir sömu skilgreiningu Guðmundar. Ég sé ekki hvað það komi málinu við enda setur Guðmundur málið upp þannig og alhæfir að Helgi í Góu ætli að taka eignarnámi sparifé okkar til að fjárfesta í hjúkrunarheimilum. Ég er nú ekki sérstakur talsmaður Helga í Góu en eg hef hlustað á karlinn og ekki heyrt betur en að hann sé að mælast til að sjóðirnir noti lítið brot af fjárfestingum sínum fyrir hag sjóðsfélaga í formi þjónustuíbúða. Guðmundur ætti að lesa hugmyndir manna á borð við Sigurð Oddsson verkfræðings um "Lífbygg" en trúlega er hann of  blindur til þess.     

Excell æfingar ofl.

Ég hef bent á gríðarlegan rekstrarkostnað sjóðanna og bent á að kerfið kosti okkur um 4 milljarða á ári. Ég hef fengið meðal annars ákúrur fyrir að taka fjárfestingargjöld inn sem rekstrarkostnað ofl. Ef við snúum orðalaginu og segjum kostnaður við rekstur sjóðanna og tökum fjárfestingargjöldin með í reikningin því Það er umtalað í bankakerfinu varðandi lúxusferðir almennu sjóðanna að það hafi margborgað sig að standa í þessum rándýru "vinnuferðum" fyrir forstjórana vegna þess að bankarnir fengu það margfalt til baka í formi umsýslugjalda vegna fjárfestinga þeirra. Úr hvaða vösum kemur þessi kostnaður Guðmundur ????

Allar tölur úr mínum útreikningum eru opinberar tölur og gögn úr ársreikningum,FME, Kauphöll Íslands ofl. og því gaman að fá frekari rökstuðning frá Guðmundi um málið. Hann telur mig t.d. ekki reikna með almannatryggingakerfinu osfrv. sem var jú ástæðan fyrir því að ég byrjaði að gagnrýna sjóðina á sínum tíma. Ég hef vissulega gefið mér ákveðnar forsendur því að kerfið er harðlokað eigendum peningana "okkur" og hvað eftir annað vísað á ársreikninga og upplýsingaskyldur samkv.lögum þegar ég hef reynt að fá t.d. sundurliðun á skuldabréfaeignum, upphæðir gjaldeyrissamninga osfrv.

Hafa ber í huga að Guðmundur er varastjórnarmaður lífeyrissjóðsins Stafa og því eðlilegt að hann verji sig og sína með kjafti og klóm enda þekktur baráttujaxl. Guðmundur talar um þekkingaleysi sjóðsfélaga á málefnum lífeyrissjóða og get ég tekið undir það með honum að kerfið er ákaflega óaðgengilegt og illskiljanlegt þeim sem borga í það. Það er því enn einn áfellisdómur á stjórnendur sjóðanna að kynna ekki betur starf þeirra fyrir sjóðsfélögum á þeirri íslensku sem við skiljum í stað þess að notast við þung og villandi hugtök og framsetningar á stöðu þeirra sem venjulegt fólk á í erfiðleikum með að skilja og rangtúlkar vegna þess að það þekkir ekki löggiltar forsendur á framsetningum samanborið við rekstrarkostnað sem hlutfall af eignum sem er í engu samræmi við raunverulegan heildar kostnað við kerfið  osfrv.

Engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá. Og dæmi hver fyrir sig.

Hér eru einfaldar hugmyndir um betra kerfi, hugmyndir ungs manns sem nákvæmlega enga þekkingu hefur á líferyissjóðunum. 

 


Exista, Vís og viðbjóður !

Lífeyrissjóður Verslunarmanna var og er einn stærsti hluthafi Exista sem er eigandi VÍS. Hlutur LV í Exista var í 4,53% og Bakkavör í 6,77% þann 6. október rétt fyrir hrunið.

Í boði hvers eru þessar lánveitingar til fyrrverandi forstjóra Kaupþings? Það er alveg merkilegt að ekki hefur heyrst hóst né stuna frá forstjóra LV né stjórn LV um þá vafasömu gjörnunga sem enn þrífast innan stærstu fjárfestinga sjóðsins. Bakkavararbræður hafa reynt að sölsa undir sig verðmætum úr rústum Exista og þurfti ríkið að skerast í leikinn. Nú eru Exista félög að lána þessum fjárglæpamönnum stórar fjárhæðir fyrir hinum og þessum ævintýrum sem þessir aðilar hafa verið í.

Þessi viðbjóður ætlar engan endi að taka. Maður getur aðeins ímyndað sér hvað fer fram á bakvið luktar dyr stjórnarherbergja þessara félaga í skjóli getuleysis fjármálaeftirlitsins sem starfar eins og höfuðlaus her.

 


mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgeir Eyjólfsson telur fólk vera fífl !

 

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna heldur því fram að tap sjóðsins sé ekki eins mikið og menn vildu vera láta. Umfjöllun um fegrun bókhalds eigi ekki við um LV. Hann telur sjóðinn hafin yfir þá gagnrýni sem er í þjóðfélaginu, og að tap LV vegna hrunsins sé óverulegt miðað við ástandið hér heima og erlendis. Hann segir ekki þurfa að koma til skerðingar lífeyrisréttinda. Gagnrýni á lúxus boðsferðir eiga heldur ekki við rök að styðjast um starfsemi LV þar sem einungis hafi verið um 14 slíkar ferðir að ræða hjá sjóðnum. 

Kjarni málsins er samt hin 11,8% neikvæða ávöxtun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna.

Á heimasíðu sjóðsins er reynt að sannfæra almenning um að búið sé að reikna með öllum afskriftum á skuldabréfa eign sjóðsins, sem er rakalaus þvættingur að mínu mati enda vantar allar upphæðir inn í rökstuðning þeirra, og hver sem er getur lesið úr þessari samantekt að staðhæfingar hans standast engan veginn. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar  þekktar stærðir úr ársreikningi Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna frá 2007.

Tekið skal fram að upplýsingar um verðbréfaumsýslu LV árið 2008 eru frá kauphöll Íslands “tuttugu stærstu” en þá var hlutur LV í Exista komin í 4,53% og Bakkavör í 6,77% þann 6. október rétt fyrir hrunið. Staða Kaupþings 4 sept.2008 var 3,2%. Það er því ekkert sem bendir til þess að Þorgeir hafi með einhverjum undraverðum hætti gert ráðstafanir vegna slæmrar stöðu bankanna rétt fyrir hrun.

Kanna þarf vel hverjum var selt og af hverjum var keypt mánuðina fyrir hrunið enda er skyndileg aukning í t.d. Exista bréfum grunsamleg svo ekki sé meira sagt. Enda slíkar fjárfestingar ekki til þess fallnar að vera “ráðstafanir gegn slæmri stöðu bankanna” eins og Þorgeir Eyjólfsson forstjóri LV komst að orði. 

Er það tilviljun að Guðrún Þorgeirsdóttir dóttir Þorgeirs er framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista?

 

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar úr grein sem ég skrifaði 12 Des.2008 og versnaði staðan lítillega til áramóta og enn meira til dagsins í dag með falli Straums og Sparisjóðanna svo lítið eitt sé nefnt.

 

Innlend Hlutabréfaeign LV

 

Bókfærð eign  

Lækkun í %

 

 Staða 9.12 2008

 

Hlutur í %

árslok 2007

frá áramótin.

Núvirði.

Tap

Alfesca HF

0,9

369.533.000

42

214.329.140

155.203.860

Bakkavör Group

5,6

7.055.553.000

93

493.888.710

6.561.664.290

Century Alumnium Company

0,8

1.086.113.000

76

260.667.120

825.445.880

Exista HF

1,8

3.970.085.000

99

39.700.850

3.930.384.150

FL Group HF

0,6

1.138.976.000

100

0

1.138.976.000

Flaga Group HF

2,2

12.750.000

0

12.750.000

0

Glitnir Banki HF

0,8

2.470.348.000

100

0

2.470.348.000

Eimskipafélag Íslands

0,6

362.126.000

96

14.485.040

347.640.960

Icelandair Group HF

1,2

322.347.000

53

151.503.090

170.843.910

Kaupþing Banki HF

3,3

21.334.515.000

100

0 kr.

21.334.515.000

Landsbanki Íslands HF

3,2

11.612.675.000

100

0

11.612.675.000

Marel HF

2,4

988.063.000

21

780.569.770

207.493.230

Straumur Burðarás HF

1,7

2.586.952.000

81

491.520.880

2.095.431.120

Teymi HF

0,3

62.311.000

100

0

62.311.000

Össur HF

2

775.223.000

2

790.727.460

15.504.460

Verðbréfaþing ehf

12,9

1.556.000

0

1.556.000

0

Skipti ehf. Tap því bréfunum var skipt í bréf Existu.

8

2.475.000.000

100

0

2.475.000.000

VBS Fjárfestingarbanki H.F.

3,3

258.552.000

0

258.552.000

0

 

 

56.882.678.000

 

3.510.250.060

53.372.427.940

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

 

21,70%

 

 

19,80%

Heimildir

 

 

 

 

Tap

Euroland.com

 

 

 

 

 

Landsbankinn.is

 

 

 

 

 

Tap LV 2008 á innlendum hlutabréfum voru rúmir 53 milljarðar eða 20% af heildareignum sjóðsins.

Tap LV 2008 á gjaldeyrissamningum/afleiðusamningum var 15,7 milljarðar eða um 6% af heildareignum.

Þessir tveir liðir þurkuðu út 26% af öllum eignum sjóðsins.

Í þessar tölur vantar upplýsingar um tap á skuldabréfaeignum sjóðsins í hálfgjaldþrota atvinnulífi og skuldabréfaeign sjóðsins í gjaldþrota bönkum sem voru samtals 35 milljarðar. Lífeyrissjóður Verslunarmanna á líklega eftir að afskrifa um 15-17 milljarða á tapaðri skuldabréfaeign sjóðsins í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þeir segjast hafa skrifað niður tap á skuldabréfaeign sjóðsins í fyrirtækjum en hafa klárlega ekki skrifað niður verðlaus bréf í bönkunum.

Tap LV 2008 á Skuldabréfaeignum sjóðsins gæti hæglega numið 26 milljörðum eða um 10% af heildareignum.

Með þessum þriðja lið gætu um 36% af öllum eignum sjóðsins hafa þurkast út.

Einnig vantar trúverðuga úttekt á erlendum eignum sjóðsins sem eru líklega verðlitlar miðað við spár sérfræðinga á borð við Robert Wade hagfræðiprófessors ofl. sem telja að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé tapaður.

Það kæmi mér ekki á óvart að tap LV sé að lágmarki 30-40% af heildareignum sjóðsins eða 80 - 110 milljarðar króna að nafnvirði.

Eignastaða sjóðsins í árslok 2007 var 269 milljarðar.

Eignastaða í árslok 2008 ætti því að vera um 326 milljarðar með 3,5% Raunávöxtunarkröfu með mismun á iðgjöldum og útgreiðslum.

Eignastaða samkvæmt “bráðabirgðauppgjöri” sjóðsins þegar búið er að reikna inn mismun á greiddum iðgjöldum og útgreiðslum er 249 milljarðar í árslok 2008.

Samkv. 11,8% neikvæðri nafnávöxtun þýðir það rýrnun frá 269 milljörðum í 237 milljarða. Mismunurinn á 249m og 237m eru greidd iðgjöld sjóðsfélaga 2008.

Þetta er mismunur upp á 77 milljarða ef við uppreiknum með ávöxtunar kröfu en er aðeins 32 milljarðar að nafnvirði. Þegar búið er að reikna inn iðgjöld sjóðsfélaga 2008 fer eignarýrnun í aðeins 20 milljarða sem er tala sem mikið er notuð í auglýsingaherferðum sjóðsins.

Það hljóta allir sem þjást af rökhugsun og almennri skynsemi að sjá að þessar tölur eru úr öllu sambandi við það sem gerst hefur á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis.

Raunveruleg eignastaða sjóðsins í árslok 2008, uppreiknuð af almennri skynsemi er í besta falli 188-195 milljarðar. Sem gerir mismun frá ætlaðri stöðu um 135 milljarða Neikvæða raunávöxtun.

Tap LV 2008 á gjaldeyrissamningum/afleiðusamningum var 15,7 milljarðar eða um 6% af heildareignum.

Voru gjaldeyrisskiptasamningar óþarfa áhættusækni eða varnir?

Af hverju var verið að gera slíka samninga sem mótvægi við gengis hagnað/tap sem erlendar fjárfestingar áttu að bera umfram ávöxtunar kröfu í ljósi þess að innlend ríkisskuldabréf báru mun betri raunávöxtun en almennt þekkist.

Af hverju voru slíkir samningar gerðir við bankana sem allir veðjuðu gegn krónunni? Bankarnir voru helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna.

Til að Ólafur Ólafsson & co. Kjalar hf. hafi getað tekið framvirkan gjaldeyris afleiðusamning gegn krónunni (að krónan lækkaði), sem Kjölur gerði 190 milljarða kröfu á að væri uppfylltur, þá þurfti einhver að veðja á móti þeim sömu upphæð með krónunni (að krónan hækkaði). Lífeyrissjóðirnir tóku það hlutverk að sér - Gunnar Páll stjórnarformaður LV og formaður VR var einnig í stjórn Kaupþings og sat þar líka í lánanefnd.

Annað hvort var Gunnar Páll með í gjaldeyris svikamyllu Ólafs Ól eða GP var nytsami LV skósveinnin, sem Kjalar hf. þurfti á að halda til að geta nýtt sér fyrirfram vitneskju bankans um yfirvofandi hrun krónunnar. Allt saman bakkað upp af Þorgeiri Eyjólfssyni forstjóra LV enda góður vinur Bakkabræðra,Hreiðars, Sigurðar og Ólafs Ó.

Það er með öllu óskiljanlegt að nokkur maður hafi veðjað á hækkun krónunnar vegna gjalddaga jöklabréfa haustið 2008. Vitað var með löngum fyrirvara að krónan mundi hrynja á þeim tímapunkti miðað við hvað henna var haldið hátt uppi sem vekur upp ákveðnar spurningar.

Það má því ætla að Þorgeir Eyjólfsson hafi ekki hlustað á helstu ráðgjafa sína, starfsmenn áhættustýringar bankanna sem hafa þurft að reikna út áhættuna og vitað fyrirfram að fé LV í stöðutöku með hækkun krónunnar á jöklabréfa gjalddögum væri glatað fé.

Er það tilviljun að Guðrún Þorgeirsdóttir dóttir Þorgeirs Eyjólfssonar forstjóra LV er framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista?

Af hverju hafa Bakkavararbræður gengið óáreittir til verks með að sölsa undir sig helstu verðmætum Exista og tengdra félaga meðan Þorgeir Eyjólfsson lýtur undan. Það þurfti aðra til að stoppa þá gjörninga af.

Er Þorgeir Eyjólfsson snillingur sem á meira undir en hagsmuni sjóðsfélaga eða gjörsamlega vanhæfur í starfi?

Hvað eru menn að sýsla bakvið tjöldin og hvað er það sem þolir ekki dagsljósið? Gæti það tengst Kaupþing Lúxemborg?

Hvers vegna þessi feluleikur með raunverulega stöðu sjóðsins? Hvað er raunverulega verið að fela?

Óhætt er að fullyrða að tap LV á Kaupþingi,Bakkavör og Exista. hafi ekki verið undir 70 milljörðum króna ef með eru talin áætlað tap á skuldabréfaeign, innlendu hlutafé, afleiðusamninga og erlendra verðbréfasjóða þeim tengdum.

Úr yfirlýsingu frá Landssamtökum Lífeyrissjóða:

„Tillögur um fyrirframgreiðslu á séreignarsparnaði þurfi að taka mið af því að ekki sé hægt að greiða séreignarsparnað út nema búið sé að selja verðbréf sem fjárfest hefur verið í.  Til þess að hægt sé að selja fjárfestingar og breyta í laust fé þurfi einhver kaupandi að vera til staðar. Í dag sé seljanleiki á verðbréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóðanna.

Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfestingum í laust fé sé hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki, þó að ekki takist að selja nema lítinn hluta þeirra. Raunveruleg hætta sé á að eignaverð myndi lækka verulega og ekki væri hægt að greiða sjóðfélögum séreign sína út. Inneign allra sjóðfélaga myndi skerðast, óháð því hvort þeir óski eftir fyrirframgreiðslu.”

Úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2009 eftir þá Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins,  Marinó Örn Tryggvason, forstöðumann eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi og Tryggva Guðbrandsson, framkvæmdastjóra íslenska lífeyrissjóðsins,  

Þetta eru sömu mennirnir og segja okkur að tap lífeyrisjóðanna séu í mesta lagi 2,3% að nafnvirði á meðan eignir gömlu bankanna ná um 25-30% upp í skuldir. Hafa ofmetnar eignir þeirra þá rýrnað um minnst 75-80%? Bankarnir voru jú helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna og voru staðnir að stórfelldu ofmati á eignum sínum. Fjárfestingar sjóðanna voru ekki aðskildar fyrir séreignina að öðru leiti sem reikningslykill í bókhaldi. Þannig að ætla má að verðmæti heildareigna sjóðsins falli undir sömu verðmætagreiningu.

Endurskoðunarfyrirtækin hafa verið uppvís um að kvitta án athugasemda undir bókhald banka og Stór fyrirtækja sem svo skemmtilega hafa komið okkur inn í framtíðina með bókhaldsbrellum og svindli.

Hver sem er getur lesið út úr þessum tölum heildartap LV er ekkert í líkingu við yfirlýsingar sjóðsins.

Ósmekklegast við þetta allt saman er hversu einhliða fjárfestingarstefna LV var í fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir ofurlaun, glórulausa kaupréttar- og starfslokasamninga, innherjaviðskipti á dökkgráum svæðum, fjöldaframleiðslu á eigin fé og mútur sem síðan má krydda með einkaþotum, þyrluferðum, skemmtisnekkjum, sögusögnum um rándýrar skemmti- og fótboltaferðir með góðum slatta af dýrustu og flottustu hótelum heims.

Það sem verra er, er að verkalýðsforystan gekk fylktu liði með bros á vör og kvittaði undir þetta glórulausa bull enda nokkrir verkalýðsforkálfar í stjórnum stærstu lífeyrissjóðanna.

Það sem ergir mann samt mest er þegar stærstu lífeyrissjóðirnir með SA fremst í flokki hlaupa eins og hræddar rottur frá sökkvandi skipi fjármálageirans inn á Alþingi til að fá auknar heimildir til fjárfestinga í hálfgjaldþrota atvinnulífi, sem þeir áttu góðan þátt í að skuld setja upp fyrir haus með stjórnarsetu í bönkunum og glórulausri útlánastarfsemi til eigenda og vildarvina. 

Hvernig í ósköpunum getur ríkisstjórn Íslands fært sama fólki og hefur sturtað niður stórum hluta lífeyris okkar ofan í klósett fjármálgeirans, auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Þetta er eins og að rétta dauðadrukknum manni bíllykla.

Steininn tekur síðan úr þegar ríkisstjórnin og ASÍ kvitta undir næsta ævintýri þessara sömu aðila með bros á vör og ætlast til þess að við tökum því þegjandi og hljóðalaust að gefin verði út óútfyllt ávísun á ævisparnað okkar. Síðan á að skella inn eignaupptökuliðnum í kaupæti svo hægt sé að leigja okkur fasteignirnar eftir að við missum þær.

Hvernig í ósköpunum getur þetta kerfi sem kostar okkur sjóðsfélaga um 4 milljarða á ári gengið upp?

Það er ömurlegt til þess að vita að flestir þeir sem koma að eftirliti og fjárfestingum LV vita að staðan er margfalt verri en Þorgeir hefur lýst yfir en þegja yfir því. Þegar Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta og gerir ekki athugasemdir er fokið í flest skjól.

Þeir ættu að segja frá fundi sem var haldin með lífeyrissjóðunum og var boðaður til að fá sameiginlega várúðarniðurfærslu á tapi sjóðanna en Þorgeir Eyjólfsson sagði það ekki koma til greina og rak menn á dyr.

Hverjir borga brúsan meðan bókhaldið er fegrað?

Á hvaða pláhnetu er stjórn sjóðsins sem ekkert heyrist í?

Í umboði hvers starfar þetta fólk?

Fyrir hverja vinna stjórnendur lífeyrissjóðanna?

Þeir eru a.m.k. ekki að vinna fyrir mig!

Er ekki kominn tími á að ríkistjórnin nýti sér lagalegan rétt sinn og bjargi því sem eftir er af sparifé okkar úr höndum þessara aðila?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband