Færsluflokkur: Bloggar

Starfslokasamningur VR formanns.

Hvað eru ofurlaun? Hvað er starfslokasamningur?Hvar drögum við mörkin?

Kanski er maður svo vitlaus að skilja ekki þessi hugtök sem svo oft hafa hljómað undanfarin ár. Maður verður að staldra aðeins við og setja hlutina í samhengi. Enda verðum við öll hálf meðvirk og aftengd í öllu þessu milljóna tali daginn út og daginn inn.

Ég man þegar pabba var sagt upp vinnu fyrir um 13árum síðan en þá hafði hann unnið fyrir sama fyrirtækið í yfir 25 ár. Aldrei veikur,aldrei of seinn og fékk launahækkanir samkvæmt kjarasamningum enda hugtakið markaðslaun ekki til í þá daga. Eftir 25ára starf hjá sama fyrirtæki fékk hann að hætta samdægurs en fékk 3 mánaða uppsagnarfrest greiddan.Mér fannst þetta alltaf eitthvað svo ósanngjarnt en svona var þetta nú bara.

Í dag er fólk að missa vinnu í stórum stíl og verður fyrir meiriháttar kjaraskerðingu. Þeir sem missa vinnu þurfa í flestum tilfellum að vinna sinn upsagnarfrest hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Hún var því merkileg fréttin sem ég las í DV um starfslokasamning við Gunnar Pál fráfarandi formann VR. Ekki ætla ég að fara sérstaklega yfir hans störf en vildi staldra aðeins við þennan samning ef hann er á rökum reistur sem ég reikna passlega með.

Eftir að hafa setið aukaársfund Samfylkingari..... ég meina ASÍ sem áheyrnarfulltrúi og hlusta á ESB predikun í nokkra klukkutíma sem er eitt helsta kosningamál samfylkingarinnar var eitt mál sem stóð uppúr á þesum fundi sem var ályktun sem ALLIR fundargestir,sama úr hvaða flokkum þeir komu, voru algerlega sammála um. Yfirlýsingin var svohljóðandi "Tími Ofurlauna og starfslokasamninga er liðinn".

Hvað eru ofurlaun og hvað eru starfslokasamningar? Semja menn um starfslok þegar þeir byrja að vinna? Hvar er línan sem skilur á milli?

Samkvæmt fréttum DV var starfslokasamningurinn sem fráfarandi stjórn gerði við Gunnar Pál eitthvað um 7 milljóna króna virði. Þetta virkar kanski ekki svo brjálæðislegt miðað við alla geðveikina sem í gangi var á góðæristímum. Setjum þetta samt í samhengi sem við venjulega fólkið skiljum.

Verkamaður með um 200.000 kr. á mánuði er 3 ár að vinna sér inn fyrir þessari upphæð.  

Með þessari upphæð er hægt að greiða 4 einstaklingum atvinnuleysisbætur í heilt ár.

Hvernig getur verkalýðsforystan barist á móti ofurlaunum og starfslokasamningum þegar hún er sjálfri sér verst í þeim efnum.Ofurlaun í lífeyrissjóðskerfinu hafa verið mikið í umræðunni enda sitja forkálfar verkalýðsforystunnar þar í stjórnum og ákveða forstjóra og stjórnarlaun. Mál Gunnars er því ekkert einsdæmi. Sem stjórnarformaður í lífeyrissjóði verslunarmanna fær hann 172.500 krónur á mánuði fyrir að sitja stjórnarfundi. Þetta er 20% hærri upphæð en við ætlumst til að sjóðsfélagi lifi mánuðinn af eftir atvinnumissi.

Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur? Af hverju eiga þessir menn svo miklu betra skilið en við hin?       

Verkalýðsforystan þarf að fara í alvarlega naflaskoðun.

 


Tengslanet valda á Íslandi.

Var að setja inn tengil á Networks of power eftir Herdísi Dröfn Baldvinsdóttur. En þar er hægt að hlaða þessu meistaraverki á pdf. formi.

Ritgerðin sem er síðan 1998 er á ensku og fjallar um sögu valda á íslandi frá aldamótum og tengsl þessara valda frá pólitík inn í fyrirtækin,bankana,verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóðina.

Einnig er farið ítarlega í myndun valdanetsins og hlutverk hvers og eins.

Hvalreki ! þeirra sem hafa áhuga á að kynna sér valdastrúktúr íslands fyrr og síðar.

Skyldulesning fyrir þá sem þjást af frjálsri hugsun.

 

 

 


Hefur FME krafið ASÍ um skýringar á HB-Granda ummælum ?

Fjármálaeftirlitið hlýtur að skoða bókhaldið hjá HB-Granda í kjölfar yfirlýsinga Gylfa Arnbjörnssonar um að eigendur fegri stöðu félagsins til að fá arðgreiðslur.

Hvað finnst Gylfa um ótrúlega góða afkomu lífeyrissjóðanna miðað við allt sem er hrunið í kringum þá.

Eru þetta ekki sömu snillingarnir og stjórnuðu í bönkunum ?

 


Hvað með lífeyrissjóðina Gylfi ?

Hvernig væri að skoða ruglið í lífeyrissjóðunum herra hagsmunagæsla Alþýðunnar?

Eftir að hagfræðingar og bankamenn hafa margbent á að mikið ofmat á eignum eigi sér stað innan lífeyrissjóðanna er það til skammar að okkar helsta hagsmunagæsla, stingur hausnum í sandinn.

Hvernig væri að hlusta á menn eins og Robert Wade hagfræðiprófessor sem telur að eignir lífeyrissjóðanna hafi rýrnað um minnst helming.

Saka stjórn HB-Granda um að fegra bókhaldið

mynd
Gylfir Arnbjörnsson forseti ASÍ.

Miðstjórn ASÍ telur tillögu stjórnar HB-Granda um hundruð milljón króna arðgreiðslur til eigenda siðlausa við núverandi aðstæður og skorar á stjórnina að draga tillöguna til baka ella greiða starfsfólki áður umsamdar launahækkanir án tafar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir ennfremur að tillagan setji samning um frestun endurskoðunar kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í uppnám en rökstuðningur Samtaka atvinnulífsins standi við umsamda tímasetningar launahækkana.

„Verkalýðshreyfingin hefur lýst vilja sínum til að ræða við fulltrúa atvinnurekenda um alvarlega stöðu atvinnulífsins til að fresta þess að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og kaupmáttarskerðingu en það kemur ekki til greina að launafólk taki á sig byrðar til þess að skapa svigrúm fyrir eigendur fyrirtækjanna til að taka út svimandi háan arð."

Þá segir að það vekji ugg að í ársreikningum HB-Granda sé beitt sömu aðferðum við að blása út eignir og beitt var í fjölmörgum fyrirtækjum og fjármálastofnunum, sem hrunið hafa á síðustu mánuðum.

Óefnislegar eignir séu metnar langt um fram raunverulegt verðmæti, sem verði til þess að verðmæti og eignastaða fyrirtækisins líti út fyrir að vera mun betri en raun sé.

„Miðstjórn ASÍ áréttar sérstaklega að verkalýðshreyfingin mun ekki líða að engu sé breytt í siðferðilegri og samfélagslegri ábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna, þrátt fyrir hrun efnahagslífsins, né að fyrirtæki haldi áfram að draga upp ranga mynd af afkomu sinni og skapa þannig möguleika á að taka út arð. Fylgst verður með reikningsskilum fyrirtækja en spurningin er hver ábyrgð löggiltra endurskoðenda er á slíkum reikningsskilum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð og verða að axla hana."


Nú fer vonandi að draga til tíðinda.

Fjármálaráðherra skipar umsjónaraðila með lífeyrissjóðum í rekstri og eignastýringu hjá Landsbankanum.
 
Það sem gerðist í Landsbankanum var að sjóðirnir fóru ekki að lögum um dreifingu fjárfestinga og virðast hafa fjárfest umfram leyfilegar hámarks heimildir í einstökum félögum.
 
Það sem á vonandi eftir að koma í ljós við rannsókn sjóðanna er að þeir voru vísvitandi látnir taka á sig tap annara "deilda" bankans sem ég hef heimildir fyrir.
 
Nú er lag að Ríkisstjórnin skipi tímabundið umsjónaraðila yfir rekstur allra hinna lífeyrissjóðanna svo FME og sérstakur saksóknari geti tekið af allan vafa um rekstur lífeyrissjóða í heild sinni. 
 
Það er alveg á hreinu miðað við þær "Nafnlausu" upplýsingar sem ég hef fengið um þessi mál að þetta mál Landsbankans eru aðeins smámunir miðað við það sem hefur viðgengist í lífeyrissjóðskerfinu undanfarin ár og áratugi. 
 
"Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað Íslenska lífeyrissjóðnum, Lífeyrissjóði Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands, Eftirlaunasjóði FÍA og Kili lífeyrissjóði umsjónaraðila sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þessir lífeyrissjóðir eru í reksti og eignastýringu Landsbankans.

Tillögur Fjármálaeftirlitsins um skipan umsjónaraðila eru fram komnar í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á því hvort viðkomandi sjóðir hafi gerst brotlegir við lög nr. 129/1997 varðandi starfsemi á árinu 2008. Fjármálaeftirlitið hefur vísað málinu til frekari rannsóknar sérstaks saksóknara sem í dag hóf opinbera rannsókn á hinum meintu brotum."

 Hér getur þú tekið þátt í skemmtilegum leik um áróðursherferð lífeyrissjóðanna.


Viltu vinna milljarð!

Þetta er alvöru herferð lífeyrissjóðanna sem keppast við að kaupa trúverðuleika með heilsíðuauglýsingum dag eftir dag.

Lífeyrissjóður verslunarmanna byrjaði daginn fyrir kosningar í VR með heilsíðuauglýsingu í Mogganum.

Gildi er með heilsíðuauglýsingu í fréttablaðinu mánudaginn 16 mars. 

Stafir er með heilsíðauglýsingu í fréttablaðinu þriðjudaginn 17 mars.

Og stóra spurningin er:

Hvaða sjóður kemur næst.

A. Frjálsi Lífeyrissjóðurinn

B. Stapi Lífeyrissjóður

C. Sameinaði Lífeyrissjóðurinn

D. Lífeyrissjóður Verslunarmanna "aftur"

 

Ekki þarf að auglýsa neitt um réttindi Lífeyrssjóðs starfsmanna ríkisins því að lífeyrir þeirra er ríkistryggður.

Hér er dæmi um rekstrarkostnað nokkura stærstu Lífeyrissjóðanna.

 

 

Rekstrarkostn.

Launakostn.

Stöðugildi

Forstj.laun

Lsj. starfsmanna ríkisins 

815.281.000

245.000.000

38,4

19.771.000

Lífeyrissj. Verslunarmanna

424.426.000

269.000.000

27,5

30.000.000

Gildi lífeyrissjóður

367.750.000

188.373.000

23

21.534.000

Sameinaði Lífeyrissjóðurinn

237.346.000

135.463.000

16

16.768.000

Stapi Lífeyrissjóður

173.494.000

86.000.000

11,6

12.917.000

Stafir

153.420.084

94.290.790

10,5

19.048.011

 

 

 

 

 

Samtals.

2.171.717.084

1.018.126.790

127

120.038.011

 

Þetta eru 6 sjóðir af 37 sjóðum sem taka við iðgjaldi. Hafa ber í huga að margir þeirra eru smáir og umsýsla þeirra er í höndum bankanna.

 

 

Hvert er svarið ?


Blekkingar Lífeyrissjóða kafli 2.

Það virðist allt vera hrunið nema eignir lífeyrissjóðanna.

Nú keppast lífeyrissjóðir við að lýsa yfir óbreyttum lífeyrisréttindum eða smávægilegum skerðingum lífeyrisréttinda. Þetta má lesa úr heilsíðuauglýsingaherferð þeirra, sem er í fullum gangi, fyrst lífeyrissjóður verslunarmanna, svo Gildi sem birtir heilsíðu auglýsingu í blöðunum í dag.

Miðað við framsetningu auglýsingana er um að ræða ótrúlega góða afkomu miðað við ástand markaða vegna bankahrunsins. Áberandi er í málflutningi þeirra að erlendar eignir lífeyrissjóðanna séu vel tryggðar í hinum ýmsu fjárfestingasjóðum um allan heim en hafa þó aðallega orð á þessari meintu gæfu sjálfir. Einnig virðist innlend skuldabréfaeign sjóðanna í tæknilega gjaldþrota fyrirtækjum og gjaldþrota bönkum vera afskrifaðar lítið sem ekkert.

Hvernig er þetta hægt?

Jú við getum tekið dæmi með upphæðum sem við asnarnir skiljum.

Lífeyrissjóðurinn á 20.000kr. króna ávísun í bókhaldinu. Þeir vita hinsvegar að sá sem gaf út tékkan á ekki fyrir honum. þ.e. innistæðan er líklega ekki nema um 3.500kr.

Hvað er hægt að gera? Ef sjóðurinn afskrifar tékkan strax og lágmarkar tapið með því að fá það litla sem hægt er að fá út úr honum, lækka heildareignir þeirra stórlega.Þar sem lífeyrissjóðirnir eru í mikilli sjóðssöfnun og fá mun meira inn í sjóðina en þeir greiða út, geta þeir beðið með þessar afskriftir eins og þeim sýnist eða svo lengi og þurfa þykir. Alveg þangað til að útgreiðslur verða hærri en iðgjöld sem má ætla að gæti orðið eftir um 15-20 ár.

Það er því betra að sleppa því að afskrifa tékkan og geyma í bókhaldinu sem 20.000 kr. meðan innistæðan fyrir honum lækkar og lækkar, eða þar til á endanum að hún verður verðlaus. Svo verður hann afskrifaður þegar hagnaður af hlutabréfum eða öðrum fjárfestingum verður nægilega mikill til að ná jafnvægi í bókhaldinu og tapinu þar með dreift án þess að sjóðsfélagar taki eftir.

Af hverju að standa í þessum feluleik?

Lífeyrissjóðirnir standa nú í mikilli trúverðuleika og álits herferð til að missa ekki mjólkurkýrnar sem við sjóðsfélagar erum, og greiðum í þessar peningahýtur sem aldrei fyrr.

Lífeyrissjóðirnir hafa verið valdamestir í íslensku viðskiptalífi undanfarin áratug. Þeir sem þar stjórna vilja með öllum ráðum halda fengnum hlut enda sjóðunum til helminga stjórnað af hákörlum atvinnulífsins.Sjóðirnir eru enn mjög valdamiklir enda þeir einu sem hafa eitthvað laust fé í formi iðgjalda til að fjárfesta í gjörspilltu og siðlausu atvinnulífi. Það er því eðlilegt að þessi völd verða varin með kjafti og klóm hvað sem það kostar, enda skiptir kostnaður ekki máli þar sem hann kemur úr vösum sjóðsfélaga.

Framsetning auglýsinga eru að upplagi eins þ.e. sýna fram á að eignir í dag séu litlu minni en eignir í fyrra sem er eitt helsta efni herferðarinnar. Þetta er gert með mjög villandi hætti.

Gildi.

Eignir í árslok 2007   238 milljarðar Eignir í árslok 2008   209 milljarðar.

Lífeyrissjóður Verslunarmanna.

Eignir í árslok 2007   269 milljarðar Eignir í árslok 2008   249 milljarðar.

Þetta hljómar sem frekar lítill munur og kanski það fyrsta sem manni dettur í hug að sjóðirnir hafi bara sloppið nokkuð vel frá þessu öllu saman. En við skulum skoða hvernig þetta er gert.

Fegrun bókhaldsins.

Inn í þessum tölum eru iðgjöld sjóðsfélaga fyrir árið 2008 sem eru sett fram sem bankainnistæður og sundurliðað síðar. þetta eru um 5 milljarða munur hjá Gildi en 12,1 milljarður hjá LV.Síðan taka þeir sjóðsfélagalánin og skrifa upp verðbætur á þeim í botn. Þannig að stór hluti af fegrun bókhaldsins kemur úr okkar eigin vösum.  

Hlutabréf er ekki hægt að afskrifa á morgum árum. Eftir að sjóðirnir töpuðu um 95% af öllu innlendu hlutafé, enda fjárfestu þeir nær eingöngu í fjármálalífinu og fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir vafasama kaupréttarsamninga ofurlaun og ofurlán án ábyrgða, þurfa þeir að beyta allri sinni talna og bókhaldsþekkingu og auglýsa svo með okkar peningum til að hylma yfir þetta glórulausa sukk og er það gert á okkar kostnað.

Verðbréf og skuldabréf er hægt að afskrifa á mörgum árum.  

Séreignarsjóðir hjá lífeyrissjóðunum voru reknir á sama hátt og uppsafnaður lífeyrir vegna áunna réttinda við 67 ára aldur og eiga þær eignir að vera vel tryggar í hinum ýmsu sjóðum. 

Á sama tíma tala þessir sömu menn um hversu erfiðlega gangi að losa um eignirnar vegna „markaðsaðstæðna” því lítið fáist fyrir þessar annars svo mjög „verðmætu” eignir við núverandi aðstæður og seljanleiki á mörkuðum sé lítill sem enginn. Á meðan keyra þeir upp verðbætur á húsnæðislánum sjóðsfélaga til að fegra tapið á innlendum hlutabréfum.

Úr yfirlýsingu frá Landssamtökum Lífeyrissjóða:

 

„Tillögur um fyrirframgreiðslu á séreignarsparnaði þurfi að taka mið af því að ekki sé hægt að greiða séreignarsparnað út nema búið sé að selja verðbréf sem fjárfest hefur verið í.  Til þess að hægt sé að selja fjárfestingar og breyta í laust fé þurfi einhver kaupandi að vera til staðar. Í dag sé seljanleiki á verðbréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóðanna.

Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfestingum í laust fé sé hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki, þó að ekki takist að selja nema lítinn hluta þeirra. Raunveruleg hætta sé á að eignaverð myndi lækka verulega og ekki væri hægt að greiða sjóðfélögum séreign sína út. Inneign allra sjóðfélaga myndi skerðast, óháð því hvort þeir óski eftir fyrirframgreiðslu.”

Úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2009 eftir þá Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins,  Marinó Örn Tryggvason, forstöðumann eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi og Tryggva Guðbrandsson, framkvæmdastjóra íslenska lífeyrissjóðsins,  

 

 Við erum fremst í skrúðgöngu alheimsefnahagshrunsins

Alls staðar blasir sama ástandið við. Hrun á olíu,álverði og stálverði vegna þess að framleiðendur í Asíu sem og annars staðar í heiminum eru farnir að draga til baka fyrirframpantanir á hráefni og eru að búa sig undir það versta.Fraktskip heimsflotans sem áður voru yfirfull eru farin að sigla á milli hafna heimsins hálf tóm. Svissneska bankakerfið er á barmi hruns með öllu tilheyrandi, og svo mætti lengi telja.

Meðan á þessu stendur  prenta Bandaríkjamenn peninga eins og enginn sé morgundagurinn, dæla fjármagni í góðar og mis vonlausar peningahýtur, til að halda þegnum sínum uppi á kostnað allra þeirra sem eiga eitthvað undir með dollaranum. Með hverjum prentuðum peningaseðli, rýrnar verðgildi þeirra seðla sem fyrir eru í umferð. Með öðrum orðum „verðbólga” í sinni tærustu mynd sem er jú vel þekkt fyrirbrigði á Íslandi.

Nýjasti björgunarpakki Bandaríkjamanna samanstóð af litlum 90.000 milljörðum og hvetja bandarísk stjórnvöld nú framleiðendur til að kaupa sem minnst af hráefni erlendis frá. Hættan  er sú að þegar markaðir í Asíu, sem eiga allt undir í framleiðslu, hrynja gæti dollarinn þar af leiðandi hrunið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ekki hafa Kínverjar nú verið svo ýkja hrifnir af Kananum nema þá helst vegna þeirra gríðarlegu viðskipta sem dollarinn færir þeim.

Hvað hefur allt þetta að gera með Lífeyrissjóði á Íslandi?

Hin eiginlega stoð pappírspeninga- og bréfa hagkerfisins þ.e.framleiðsla, verslun,vinnuframlag o.s.frv. er að hruni komin um gjörvalla heimsbyggðina hljóta böndin að beinast að sýndarveruleikahagkerfinu sem trónir yfir hinni eiginlegu vermætasköpun. Ef rétt reynist þá er sú stoð afar veik, ef framleiðslan á að vera hinn margfrægi gullfótur þessa sýndarmennskubrjálæðis, þá væri nær að nota orð eins og líkþorn. Í besta falli tánögl.

Hvað gerist þegar kemur að skuldadögum og innlausna þessara sýndareigna?

Á einhverjum tímapunkti þarf að núllstilla og leiðrétta sýndarmennskubrjálæðið sem pappírs- og bréfa hagkerfið er orðið. Hagkerfi sem byggir á hugmyndafræðinni: þú skuldar mér og ég skulda þér í formi samninga og bréfa sem einskis virði eru þegar á reynir.

Þegar hrunið á hlutabréfum, sem eru hlutir í fyrirtækjum sem fyrir utan bankana eru þau einu sem skila einhverjum eiginlegum verðmætum eru ekki lengur verðmæt hversu mikil raunveruleg verðmæti eru þá eftir í sýndarveruleikahagkerfinu?

Eru Lífeyrissjóðirnir að „Brenna Inni” með eigur okkar og ævisparnað til að kaupa sér frið og tiltrú svo viðhalda megi völdum útvaldra sem viðgengist hefur um áratuga skeið í kringum þessar peningahýtur?

Er það sama að gerast með erlendar eigur sjóðanna, (sem telja um 30% af uppsöfnuðum ævisparnaði okkar eða um 480 milljarða króna) og gerðist þegar lífeyrissjóðirnir lögðu nær allt hlutafé sitt undir í fjármálasukk bankanna með tilheyrandi óbjóði og töpuðu yfir 340 milljörðum króna eða yfir 95% af öllu innlendu hlutafé. „Sparifé” launþega sem var nýtt til að veðja á rangan hest.

Veðmálin með íslensku krónuna komu svo endanlega í veg fyrir að gríðarlegur gengishagnaður yrði innleystur með sölu erlendra eigna við fall fjármálakerfisins á Íslandi. Nú þegar stoðir fjármálakerfa annarra landa eru að hruni komnar, verða erlendar eigur okkar líklega á endanum verðlausar ef ekki verður gripið til aðgerða strax ef það er ekki orðið of seint nú þegar.

Hvert er raunverulegt verðgildi innlendra og erlendra eigna lífeyrissjóðanna?

Bankarnir voru helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna.Það vita allir hvernig fór fyrir þeim.

Hversu lengi eigum við að trúa og trúa ?

Hversu miklu þarf að tapa svo fólk átti sig á alvarleika málsins ?

Margt af því sem við erum mötuð á í dag er hafið yfir alla almenna skynsemi.

Miðað við þann gríðarlega kostnað sem kostar að reka kerfið ásamt því hvernig er fjárfest, gengur dæmið ekki upp.

Avöxtun sjóðanna hefur verið eins og flóð og fjara undanfarin ár eða allt frá því að lágmarks trygging launa var bundin í lög árið 1998. Árið 2000-2001 var síðasta stóra hrun, hið svokallaða .com hrun og var gríðarlegt tap á eignum sjóðanna afskrifað á tveimur til þremur árum. Nú 2008 er hrunið margfalt stærra en tapið virðist minna ???

Hvað gerist næst? Hvenær verður næsta hrun? 

Er ekki betra að losna við verðtrygginguna og fá að eignast fasteignir okkar, sem er okkar mikilvægasti lífeyrir, í friði fyrir þeim sem stjórna okkar eigin peningum. Þetta getur einungis endað á einn veg við óbreytt ástand.

Við endum okkar ævikvöld, búin að greiða fasteignir okkar upp mörgum sinnum á lífsleiðinni, fáum lífeyrisgreiðslur með viðbættum greiðslum frá tryggingastofnun þar sem lágmarksréttindi geta ekki dugað fyrir lágmarks framfærslu á sama tíma verðum við enn að borga af íbúðarlánum. 

Er þetta það sem við viljum?

Ragnar Þór Ingólfsson

Er asni sem enga prófgráðu hefur en með kjánaskap sínum gleypir ekki við öllu sem forstjórarnir segja.

 

 

 


Hver svíkur hvern?

Það er ekki laust við að fari um mann kaldur hrollur þegar tryggingafélögin byrja. Áróðurinn fyrir stórfelldum iðgjaldahækkunum er byrjaður. Þetta er alveg fáránleg framsetning því að tryggingafélögin eru með eldklára tryggingastærðfræðinga sem "of" reikna þessa hluti og fleiri til, inn í hinar ýmsu formúlur sem verða svo að "iðgjaldi" sem alltaf verður hærra en bótagreiðslur. Ekki veitir þessum títtnefndu tryggingafélögum af samúð vegna þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp m.a. vegna tekjutenginga skaðabóta osfrv.

Ekki fá þau samúð mína, enda skulu þau fara í aðra vasa eftir fjármagni til að borga fyrir tap á bréfabraski undanfarina ára.    

 


mbl.is Fjórðungur vissi um svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk kærlega fyrir mig.

Þakka öllum þeim sem kusu í VR kosningunni kærlega fyrir stuðninginn og vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni, meðstjórnendum og L-lista, innilega til hamingju.

Þetta þýðir að litla lífeyrissjóðsmálið fékk góða kosningu til stjórnar í VR og er því baráttan rétt að byrja.

Kær kveðja og bestu þakkir fyrir mig.

Ragnar 

 

Kosning um formann í einstaklingsbundinni kosningu

 

 

Fjöldi atkvæða

% af greiddum atkvæðum

Kristinn Örn Jóhannesson

2651

41,9 %

Lúðvík Lúðvíksson

1904

30,1 %

Gunnar Páll Pálsson

1774

28,0 %

Tek ekki afstöðu

409

 

Kosning um þrjá stjórnarmenn í einstaklingsbundinni kosningu

 

 

Fjöldi atkvæða

% af greiddum atkvæðum

Ragnar Þór Ingólfsson

2394

59,6 %

Óskar Kristjánsson

1774

44,2 %

Ágúst Guðbjartsson

1695

42,2 %

Hallur Eiríksson

1690

42,1 %

Jón Hrafn Guðjónsson

1633

40,7 %

Kristófer Jónsson

1484

37,0 %

Gunnar Böðvarsson

1372

34,2 %

Tek ekki afstöðu

2724

 

(Rétt er að geta þess að þegar niðurstaðan var kynnt framboðum/frambjóðendum var hlutfall atkvæða þeirra sem voru í einstaklingskjöri til stjórnar ranglega reiknað. Það breytti þó engu um niðurstöðuna.  Þessi mistök hafa verið lagfærð hér að framan.)

Kosning um lista með framboðum 4 stjórnarmanna og 82 í trúnaðarráð

 

 

Fjöldi atkvæða

% af greiddum atkvæðum

L listi lýðræðis fyrir VR

3189

62,9 %

A listi trúnaðarráðs og trúnaðarm. VR

1879

37,1 %

Tek ekki afstöðu

1670

 

    

Samkvæmt framanskráðu og niðurstöðu sem varð á Nýársfundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna VR vegna kosningar varamanna í stjórn teljast eftirtalin vera réttkjörin skv. 20. gr. laga félagsins og hefst kjörtímabil þeirra á aðalfundi VR fyrir árið 2009 sem haldinn verður 2. apríl nk.

 

 


Þeir ættu að hafa samband við Þorgeir Eyjólfsson.

Þeir ættu að hafa samband við Þorgeir Eyjólfsson forstjóra lífeyrissjóðs verslunarmanna en sjóðurinn undir hans stjórn slapp vel undan hruninu á einhvern undraverðan hátt sem fáir skilja. Hvert er leyndarmálið Þorgeir ?

 


mbl.is Tap norska olíusjóðsins 633 milljarðar norskra króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband