Ársfundur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna 1 hluti.

Stjórnarformaður sjóðsins spurði mig þar sem ég hef gagnrýnt bókhald sjóðsins hvort ég teldi ekki að stjórnendur norska olíusjóðsins væru glæpamenn líka enda hefðu þeir tapað um 25% af eignum sínum rétt eins og LV. Mér gafst ekki kostur á að svara honum en geri það hér með.

Kæri Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna,

Það er með hreint ólíkindum að stjórnarformaður lífeyrissjóðs skuli leyfa sér að líkja saman tveimur svo ólíkum hlutum og sýnir kannski best hversu nauðsynlegt er að skipta út forystu sjóðsins.

Olíusjóður Norðmanna tapaði gríðarlega háum upphæðum sem er vissulega rétt en þeir höfðu ekki möguleika á að fegra tapið með eignaupptöku þeirra sem standa að sjóðnum eins og LV gerir í bókum sínum með eignarnámi í formi verðbóta á fasteignum sjóðsfélaga.

Þetta sér íslenska fyrirbrigði kallast verðtrygging og skilur sjóðina að í öllum samanburði.

Það sem fólk almennt á erfitt með að lesa út úr, mjög svo villandi framsetningu sjóðsins, er í megin þáttum tvennt. Hversu miklu var tapað og hvaðan koma peningarnir á móti tapinu. Tapið er staðreynd en hver borgar? Fólk þarf að átta sig á því, að þó svo að lífeyrissjóðirnir fái skuldajöfnun tapaðra skuldabréfa á móti tapi á gjaldeyrissamningum þá greiðum við fyrir tapið. Hvort sem við gerum það í formi skertra lífeyrissréttinda eða í formi skatta á meðan fjármagnseigendur kúra í skjóli innistæðutrygginga gömlu bankanna sem voru tryggðar að fullu á kostnað fasteigna okkar.Er engin sem hefur bent á það óréttlæti að sá hópur fólks sem ákvað að binda sparnað sinn með þaki yfir höfuðið sæti eignaupptöku.

Tökum dæmi með tölum úr ársreikningum og setjum tölurnar upp á þann hátt sem við skiljum örlítið betur þegar þær hafa verið teknar út úr frumskógi villandi framsetninga.

Opinberar tölur úr ársreikningum lífeyrissjóðs Verslunarmanna 2007 og 2008.

Tapið

Staðan 2008

Staðan 2007

Mismunur

Innlend hlutabréf

3.628.000.000

56.886.000.000

-53.258.000.000

Gjaldeyrissamningar

-15.674.000.000

Eignir

Veðskuldabréf Sjóðsfélga

Eign með verðbótum.

39.363.000.000

32.340.000.000

7.023.000.000

Íbúðarlán

Eign með verðbótum.

46.403.000.000

36.357.000.000

10.046.000.000

Tekjur

Iðgjöld

Greiddur lífeyrir

Mismunur

Iðgjöld sjóðsfélaga

17.100.000.000

-5.021.000.000

12.079.000.000

Óvissuþættir.

Skuldabréfaeignir

2008

2007

Bókfærð eign.

Gjaldþrota

Tapaðar kröfur.

Bankar og Sparisjóðir

16.865.000.000

17.399.000.000

16.865.000.000

Tapið færist yfir á skattgreiðendur og er fært sem eign í bókhaldi sjóðsins.

Sjóðurinn skuldajafnar tapi á gjaldeyrirssamningum á móti tapi á skuldabréfunum.

Óvissuþættir.

2008

2007

Bókfærð eign.

Skuldabréf í fyrirtækjum

14.809.000.000

17.408.000.000

14.809.000.000

Mikil óvissa ríkir um raunverulegt verðmæti þessara bréfa.

Verðmæti þeirra er líklega aðeins brot af því sem er eignafært.

Tap

-68.932.000.000

Tekjur

60.822.000.000

Mismunur

Samtals

-8.110.000.000

Ársreikningur 2008

Bls.13,33 og 34

Ársreikningur 2007

Það hlýtur að vera hverjum þeim ljóst sem les úr þessum tölum hvaðan peningarnir koma sem vinna upp tapið á glórulausu fjármálasukki sjóðsins þar sem útrásarvíkingar eru í aðalhlutverki.

Frá áramótum hafa síðan Straumur, Sparisjóðabankinn og SPRON fallið. Áætluð áhrif þess á lífeyrissjóðinn leiðir til þess að tryggingafræðileg staða sjóðsins versnar um 1,6% úr -7,2% í -8,8%.

Einnig getur Bakkavör ekki staðið skil á 20 milljarða skuldabréfaútgáfu BAKK03 1 sem féll á gjalddaga þann 15.maí síðastliðinn og var sektað af kauphöll Íslands fyrir brot á upplýsingaskyldu í kjölfarið. Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur ekki séð ástæðu til að færa niður skuldabréfaeign sína í félaginu.

 

Ekki hefur fengist trúverðug úttekt á erlendum eignum sjóðsins.

 

Sjóðurinn notar greiðslur vegna jöfnunar á örorkubyrgði frá tryggingastofnun til að koma betur út úr tryggingafræðilegri úttekt sem er klárt brot á framsetningu gagna.

Til að varpa skýrari mynd á það sem er að gerast með fyrirtækjabréfin set ég tengil á frétt morgunblaðsins þann 26.máí síðastliðinn.

“Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfuhafarnir treysti ekki núverandi stjórnendum Exista til að upplýsa um raunverulega stöðu félagsins. Kröfuhafarnir sem um ræðir eru skilanefndir gömlu bankanna þriggja auk Nýja Kaupþings. Saman hafa þessir aðilar myndað óformlegt kröfuhafaráð innlendra kröfuhafa Exista ásamt þremur lífeyrissjóðum; Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórnendum Exista við stýrið. Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu.”

Á góðri íslensku á að dreifa tapinu yfir eins langan tíma og hægt er til þess eins að fegra stöðuna.

Þar sem innstreymi iðgjalda er margfalt hærra en útgreiðslur lífeyris þurfa sjóðirnir ekki að selja eignir til að standa við lífeyris skuldbindingar sínar vegna mikillar söfnunar sem á sér stað næstu 10-15 árin.

En hver á raunveruleg staða sjóðsins að vera miðað við 3,5% raunávöxtunar kröfu samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda?

Eignastaða sjóðsins í árslok 2007 var 269 milljarðar.

Eignastaða í árslok 2008 ætti því að vera um 326 milljarðar miðað við 3,5% Raunávöxtunarkröfu með mismun á iðgjöldum og útgreiðslum.

Eignastaða samkvæmt “bráðabirgðauppgjöri” sjóðsins þegar búið er að reikna inn mismun á greiddum iðgjöldum og útgreiðslum er 249 milljarðar í árslok 2008.

Samkv. 11,8% neikvæðri nafnávöxtun þýðir það rýrnun frá 269 milljörðum í 237 milljarða. Mismunurinn á 249m og 237m eru greidd iðgjöld sjóðsfélaga 2008.

Þetta er mismunur upp á 77 milljarða ef við uppreiknum með ávöxtunar kröfu en er aðeins 32 milljarðar að nafnvirði. Þegar búið er að reikna inn iðgjöld sjóðsfélaga 2008 fer eignarýrnun í aðeins 20 milljarða sem er tala sem mikið er notuð í auglýsingaherferðum sjóðsins svo er bókhaldið fegrað enn frekar með þekktum bókhaldsbrellum og hugtaka flækjum.

 

Það er bókhaldsskekkja upp á 77 milljarða og lífeyrissjóðurinn segir að ekki sé ástæði til að skerða réttindin þrátt fyrir að raunávöxtun síðastliðin 10 ár sé rétt við lögbundin mörk þ.e.3,5%.

 

Þetta hlýtur að renna stoðum undir grunsemdir mínar að við séum að fá allt of lítið út úr þessu kerfi miðað við það sem við greiðum inn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mynni á að Gunnar Páll var þáttakandi í að lána starfsmönnum fé til hlutabréfakaupa. Með þessu var verið að falsa gengi hlutabréfanna og spurning hvort þetta hafi ekki verið kol ólöglegt.

Einnig var um markaðsmisnotkun að ræða þegar starfsmenn Kaupþings voru undanskildir ábyrgðum, en Gunnar Páll hefur sjálfur sagt að það hafi verið gert til að forða því að gengi hlutabréfanna félli. Sem sagt, ráðstöfun til að hafa áhrif á gengi hlutabréfa.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þar sem innstreymi iðgjalda er margfalt hærra en útgreiðslur lífeyris þurfa sjóðirnir ekki að selja eignir til að standa við lífeyris skuldbindingar sínar vegna mikillar söfnunar sem á sér stað næstu 10-15 árin.

Þá geta þeir líka boðið svipuð kjör á íbúðalánum til til félagsmanna á taxtakaupi og standa til boða í öðrum löndum. Lækka fasta vextir niður í 2,5%.

Umfjöllun um Verðbréfhöll á Íslandi má googla á netinu. Ég átti ættingja sem töpuð á Börsinum í Köben. Ísland þarf að vera með minns 3. milljóna heimamarkað til að þ

Svo er greinlega misnotkun að nota sjóð almennra launamanna til dæla fjármagni inn í að því er virðist illa rekin einkavina eða lepp fyrirtæki ónefndra skuldsetjara. Fyrirtæki sem hefur 30 ára sögu að skila að jafnaði 3 % raun ávöxtun, ætti að geta gefið út samkeppnifær hlutabréf.  

Fyrir hinn almenna launa mann  greiðir frá 30-60 ára 30% af útborguðum lánaum í íbúðalán. Frá 60-67 færan aukið ráðstöfunarfé. Lífeyris greiðslur sem er 2/3 af launum síðasta starfsárs eru raunhæfar.

Í heimabökunum eru væntingardæmi þar raunávöxtun lífeyris er minnst 3% eða 5% eða 7% : Svo er gefið skyn að fólk hafi mikið hærri tekjur eftir að vinnu lýkur.

Umfjöllun um Íslenska kauphöll má finna á netinu. Íslenskhlutabréf eru einskins virði  á 30 ára grunni. Vertðbréfa höll er fyrst áhættunar virði ef heimamarkaður er 3.000.000 í dag. Það eru bara 10% íbúa stóru ríkjanna á hverjum tíma sem hafa efni á að braska. Vanalega liggja 90% af sparnaðinum inn á öruggri ávöxtun 2,0% [Ríkisskuldabréf íbúðalán]. hin 10% fara svo í braskið.

Eins og ég sé þetta er kauphöll hluti af Evrópska Seðlabankakerfinu. Ríkisfyrirtæki eru sett í hendur einkavina. Til að geta skuldsett sig í sínu nafni en ekki ríkissjóðs. Nýja gervi einkafyrirtækið  gefur út skuldabréf til 30? ára á hverjum tíma. Það bréf er boðið út í Verðbréfaneti Evrópu. Þá er metið greiðsluhæfi gervi einkafyrirtækisins og  tekið tillit til þess  að það hefur fastar tekjur úr ríkissjóði viðkomandi lands. Ríkið verður skuldlaust, Stjórnmála mennirnir vinsælir en  einkafyrirtækin hötuð vegna þess hve þau er dýr. Síðan er markaði skipt í 3 [Fákeppni] og búið til samkeppni eftirlit svo almenningur  láti nú blekkjast. Þetta ER ES:EU Evrópu Sameiningin.  

Júlíus Björnsson, 28.5.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Allt RÉTT sem þú segir, það var enn einn ömurleg UPPLIFUN að þurfa að hlusta á þetta lið setja fram FALSKAR tölur (viljandi) - allt er gert til að fela raunverulega stöðu, ljúga & blekkja - þetta lið getur ekki komið heiðarlega fram.., það einfaldlega kan það ekki og hefur aldrei komið heiðarlega fram.  Svona lið svara svo auðvitað bara með "hroka & útúrsnúning", allt er gert til að koma umræðunni í vitlausan farveg.  Þetta lið sendi svo út fréttartilkynningu sem er síðan lesin upp "orð fyrir orð" eins og heilagur sannleikur af okkar AUMU fréttastofum....  Á meðan "fjórða valdið" íslenskir fjölmiðlar gera allt sem þeir geta til að hylma yfir SANNLEIKANN þá er ekki von á heilbrigðu samfélagi. 

Við höfum því miður búið við FJÁRSJÚKT samfélag, undir 18 ára stjórn RÁNFUGLSINS og nú sitjum við uppi með GAGNLAUSA stjórn í landinu!  En sem betur fer eruð þið að standa vaktina fyrir okkur félagsmenn í VR og fyrir það erum við ykkur mjög þakklát - "keep UP the GOOOOOOD work..!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 28.5.2009 kl. 21:12

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórnendum Exista við stýrið. Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu.” Á góðri íslensku á að dreifa tapinu yfir eins langan tíma og hægt er til þess eins að fegra stöðuna.

Mér segir svo hugur um að þessi aðferðafræði sé ekki einungis bundin við þrjá lífeyrissjóði.

Magnús Sigurðsson, 29.5.2009 kl. 07:57

5 identicon

Sæll Ragnar.

Afhverju er nafnið þitt ekki á þeim lista sem átti að koma inn sem ný stjórn í LV? Ég stóð í þeirri meiningu að aðalmarkmið þitt fyrir að fara í stjórn VR væri að komast í stjórn LV. Vildi nýja stjórnin ekki hleypa þér að? Ég er viss um að fleiri en ég urðu mjög undrandi að sjá ekki nafnið þitt.

Hildur Mósesdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 17:14

6 Smámynd: Einar Oddur Ólafsson

Er bara að velta fyrir mér hvort það sé rétt að í raun sé búið að ráða nýjan framkvæmdastjóra fyrir lífeyrissjóð VR og að auglýsing eftir manni í það starf sé bara leikaraskapur.Sá sem er nefndur sem næsti framkvæmdastjóri heitir Styrmir Þór Bragason.Er eitthvað til í þessu ?Ég hef neitað að trúa að spillingin sé svona fljót að leka inní nýja stjórn en hvað veit ég ?

Einar Oddur Ólafsson, 1.6.2009 kl. 22:34

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit og athugasemdir.

Júlíus, sammála, menn verða að setja hlutina í rétt samhengi áður en farið er af stað í fjárfestingum. Tel persónulega að gríðarleg ávöxtunarkrafa sé stór partur af því vandamáli sem við eigum við að etja í dag.

Hildur

Markmið mitt var að ná fram breytingum á starfsemi sjóðsins, þ.e. gegnsæi í fjárfestingum og betri tryggingar sjóðsfélaga ásamt því að hefja hagræðingar ferli með sameiningu sjóða.

Stjórnarseta í lífeyrissjóðnum er aukaatriði svo lengi sem ég get treyst þeim sem þar eiga sæti til að koma á þessum nauðsynlegu breytingum.

Það eina sem hefur breyst er að forstjórinn er farin og ný stjórn að taka við. Svo verður tíminn að leiða í ljós hvað gerist.

Ég gaf kost á mér í stjórn sjóðsins en var hafnað af eldri hluta stjórnar, kanski þyki ég of róttækur í starfið. Annars treysti ég því fólki 100% sem var valið til að koma á breytingum þangað til annað kemur í ljós.

Einar

Ef ekki heyrt um aðkomu Styrmis að málinu, ætli ég yrði ekki síðastur manna til að frétta af slíku.

Það verður fróðlegt að sjá hvort hann verði einn umsækjenda og mun ég taka fullt mark á þessari athugasemd þinni og krefjast svara hjá stjórnarmönnum.

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.6.2009 kl. 09:24

8 identicon

Ég skil nú ekki, frekar endranær, þessa gagnrýni Ragnars Þórs á Lífeyrissjóð verzlunarmanna.  Hann er með einhverjar heimatilbúnar tölur, dregur endurskoðendur eins og Pricewaterhouse Coopers hf í vafa og telur verið að falsta tölur.  Svo kemur Ragnar Örn með hverja steypuna á aðra varðandi tölur í ársreikningum Lífeyrissjóðsins - held að honum væri hollara að leasa aðeins meira í hvernig uppgjör eru gerð.

 Hefur maðurinn (Ragnar Örn) nokkra hugmynd um hver raunávöxtun annara lífeyrissjóða var á árinu 2008?  Og svo þessi heimskulega hugmynd um að láta fulltrúa atvinnulífsins hverfa úr stjórn sjóðanna?

 Að síðustu - Ragnar Örn:  Það er síðasta sort að sýna tölvupóst hóps sem vill VR vel og er ósátt -  (eða hvað gerðir þú sem varð þess valdandi að þú þurftir að skrifa ósæmileg skrif á bloggið þitt varðandi formanninn og tókst það svo út aftur þegar þú hafðir farið í fjölmiðla með bull?).  Því miður -stjórn VR hefur sett mikið niður.

 Hvet ykkur til að lesa þetta.

Samtök atvinnulífsins og stjórnir lífeyrissjóða
SAMTÖK atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin hafa á undanförnum áratugum byggt upp lífeyrissjóði sem eru í senn öflugir, faglega reknir og dæmi um svi...

Vilhjálmur Egilsson
SAMTÖK atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin hafa á undanförnum áratugum byggt upp lífeyrissjóði sem eru í senn öflugir, faglega reknir og dæmi um svið þar sem okkur Íslendingum hefur tekist sérlega vel til í samanburði við aðrar þjóðir. Hlutverk sjóðanna er að standa undir lífeyrisgreiðslum til þeirra einstaklinga sem iðgjöld eru greidd fyrir inn í þá bæði af einstaklingunum sjálfum og vinnuveitendum þeirra. Uppbygging sjóðanna hefur allan tímann verið samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins (og forvera þeirra) og verkalýðshreyfingarinnar þar sem taka hefur þurft á mörgum álitamálum og bregðast við síbreytilegum aðstæðum s.s. styttri starfsævi, meira langlífi og aukinni tíðni örorku. Einkenni þessa samstarfs hefur verið vilji beggja aðila til þess að takast á hendur mikla samfélagslega ábyrgð og hafa frumkvæði að nauðsynlegum breytingum. Almennt hefur verið mjög góð samstaða milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar um málefni sjóðanna.Lífeyrissjóðir eru ekki hafnir yfir gagnrýni frekar en aðrir aðilar í samfélaginu og þegar hún er sett fram með rökum og málefnalegum hætti verður að bregðast við henni og reyna að koma málum til betri vegar. Lífeyrissjóðir verða einnig fyrir ómálefnalegri og óvandaðri gagnrýni eins og gengur sem engu að síður þarf stundum að svara, ekki síst ef hún kemur frá aðilum sem vilja láta taka sig alvarlega. Í Morgunblaðinu hefur að undanförnu birst slík óvönduð og ómálefnaleg gagnrýni, jafnvel frá reyndum blaðamanni, Agnesi Bragadóttur, og því verður tæpast undir henni setið án þess að leggja orð í belg.Í grein Agnesar sl. sunnudag ræddi hún um það áhugamál sitt að Samtök atvinnulífsins ættu ekki að tilnefna í stjórnir lífeyrissjóða og sér í lagi taldi hún það tímaskekkju að við Helgi Magnússon (sem hún reyndar ranglega titlar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins) skulum sitja í stjórnum lífeyrissjóða. Til að leggja frekari áherslu á málið birtir hún af okkur myndir með grein sinni. Svo virðist sem Agnes telji meginsástæðuna fyrir þessari skoðun sinni að vera fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða leiði til verri meðferðar fjármuna en annars væri.Fagleg fjárfestingarstefna skilar árangriFjárfestingarstefna lífeyrissjóða á ábyrgð Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna er ákveðin á faglegum grunni sem byggist á því sem best er vitað á sviði fjármálafræði og reynslu innan lands sem utan. Fagfólk er fengið til að reka sjóðina sem tekur langflestar einstakar ákvarðanir um fjárfestingar á grunni markaðrar stefnu. Almennt hefur verið góð samstaða innan stjórna lífeyrissjóðanna um fjárfestingarstefnu þótt nokkur blæbrigðamunur geti verið milli einstakra sjóða.Lífeyrissjóðum á Íslandi má skipta í fjóra flokka. Auk sjóðanna sem Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin hafa byggt upp eru sjóðir sem reknir eru af opinberum aðilum og opinberum starfsmönnum, sjóðir sem reknir eru og byggðir upp af bönkum og svo sjóðir sem byggðir hafa verið upp af sjóðfélögum sjálfum (sem er væntanlega það fyrirkomulag sem Agnes telur að ætti að ríkja í sjóðunum sem Samtök atvinnulífsins koma að). Samanburður á ávöxtun sjóða eftir tegund þeirra er hagstæð fyrir þá sjóði sem Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin standa að og það er ekki á grundvelli neinna staðreynda sem þessi reyndi blaðamaður getur fullyrt að sjóðirnir næðu betri árangri án aðkomu Samtakanna. Einnig er íslenska lífeyriskerfið með mjög lágan kostnað miðað við lífeyrissjóði erlendis og stóru íslensku sjóðirnir standa sig mjög vel að þessu leyti.Lífeyrisréttindi verðtryggð og betur varin en launSamtök atvinnulífsins geta verið stolt af þátttöku sinni í uppbyggingu lífeyrissjóðanna og samstarfi við verkalýðshreyfinguna á því sviði. Íslenska þjóðin nýtur þess að aðilar vinnumarkaðarins skuli axla þessa samfélagslegu ábyrgð og hafa forystu í þróun lífeyriskerfisins. Vissulega hefur gefið á bátinn hjá lífeyrissjóðunum í þeim erfiðleikum sem íslenska þjóðin glímir nú við. En raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á síðasta ári er ekki svo frábrugðin sambærilegum sjóðum í öðrum löndum, eða neikvæð um 25% meðan talan fyrir OECD-ríkin er neikvæð um 23%. Sé hins vegar litið á árangur sjóðanna yfir lengra tímabil þá kemur í ljós að sjóðunum hefur almennt tekist að verðtryggja lífeyrisréttindi og gott betur. Og þrátt fyrir að sumir sjóðir hafi þurft að skerða réttindi vegna lakrar útkomu á síðasta ári er staðan samt sú að umframhækkanir á síðustu árum meira en vega það upp. Þannig hafa lífeyrisréttindi verið mun betur varin en laun í kreppunni og þau eru áfram verðtryggð. Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin hafa metnað til þess að verðtryggja áfram lífeyrisréttindin og bæta þau og því þýðir ekkert annað en gera áfram kröfur um faglega fjárfestingastefnu og faglega stjórnun og reyna að ná eins góðri ávöxtun á sjóðina og kostur er miðað við þá hóflegu áhættu sem er tekin.Ófaglegar ásakanir á stjórnarmenn lífeyrissjóðaAnnað atriði sem fjallað er um í grein Agnesar í Morgunblaðinu sl. sunnudag verður að flokka sem róg meðan hún sannar ekki mál sitt. Samtök atvinnulífsins vilja ekki sitja undir því að stjórnarmenn sem þau tilnefna hafi látið ginna sig til vonlausra og óarðbærra fjárfestinga með því að þiggja boðsferðir á vegum banka og fjárfestingarfélaga, bergja á lúxus, sitja í heiðursstúkum á knattspyrnuvöllum heimsliðanna, sigla á lúxussnekkjum og leika sér í einkaþotum og þyrlum stóru strákanna. Til hægðarauka fylgir hér listi yfir þá stjórnarmenn sem sitja í lífeyrissjóðum í umboði Samtaka atvinnulífsins og væri æskilegt að Agnes benti á hvar og hvenær þessir einstaklingar hafi í hlutverki sínu sem stjórnarmenn í lífeyrissjóði látið ginna sig með þeim hætti sem hún lýsir. Að öðrum kosti eru ummæli hennar marklaus og gagnrýni hennar á aðkomu Samtaka atvinnulífsins að lífeyrissjóðum ómálefnaleg og ófagleg.Lífeyrissjóðurinn Gildi:Heiðrún Jónsdóttir, Hf. Eimskipafélag ÍslandsVilhjálmur Egilsson, Samtök atvinnulífsinsFriðrik J. Arngrímsson, Landssamband íslenskra útvegsmannaSveinn Hannesson, Gámaþjónustan hf.Stafir lífeyrissjóður:Arnbjörn Óskarsson, A. Óskarsson verktaki ehf.Erna Hauksdóttir, Samtök ferðaþjónustunnarGuðsteinn Einarsson, Kaupfélag Borgfirðinga svf.Stapi lífeyrissjóður:Guðrún Ingólfsdóttir, Skinney-Þinganes hf.Anna María Kristinsdóttir, Samherji hf.Sigrún Björk Jakobsdóttir, AkureyrarbærLífeyrissjóður Rangæinga:Þorgils Torfi Jónsson, Sláturhús Hellu hf.Óskar Pálsson, Krappi ehf.Festa lífeyrissjóður:Magnea Guðmundsdóttir, Bláa lónið hf.Sigrún Helga Einarsdóttir, Set hf.Bergþór Guðmundsson, Norðurál ehf.Lífeyrissjóður verslunarmanna:Helgi Magnússon, Eignarhaldsfélag Hörpu ehf.Hrund Rúdolfsdóttir, Marel hf.Lífeyrissjóður Vestfirðinga:Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel ÍsafjörðurKristján G. Jóhannsson, Olíufélag útvegsmannaLífeyrissjóður Vestmannaeyja:Arnar Sigurmundsson, Samfrost hf.Ægir Páll Friðbertsson, Ísfélag Vestmannaeyja hf.Andrea Atladóttir, Vinnslustöðin hf.Sameinaði lífeyrissjóðurinn:Haraldur Þ. Ólason, Fura ehf.Auður Hallgrímsdóttir, Járnsmiðja Óðins ehf.Sveinbjörn Hjálmarsson, Umslag ehf.Svo sem sjá má á þessari upptalningu sitja 24 stjórnarmenn lífeyrissjóða undir þessari ásökun hins reynda rannsóknarblaðamanns, Agnesar Bragadóttur, 11 konur og 13 karlar, fólk búsett víðsvegar um landið. Hvorki þau né Samtök atvinnulífsins vilja una því að þau sem stjórnarmenn í lífeyrissjóðum hafi látið ginna sig til vonlausra og óarðbærra fjárfestinga á fjármunum sem þeim er trúað fyrir. Hér þarf því staðreyndir á borðið eða ætlar Morgunblaðið að vera vettvangur fyrir róg um þessa einstaklinga?


>> Samtök atvinnulífsins vilja ekki sitja undir því að stjórnarmenn sem þau tilnefna hafi látið ginna sig til vonlausra og óarðbærra fjárfestinga ...

Hlöðver Örn Ólason (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 21:22

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

SAMTÖK atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin hafa á undanförnum áratugum byggt upp lífeyrissjóði sem eru í senn öflugir, faglega reknir og dæmi um svið þar sem okkur Íslendingum hefur tekist sérlega vel til í samanburði við aðrar þjóðir.

Að mín á mati á kostnað 2/3 hluta Íslenskra launþega sem hafa farið aftur úr í lífskjörum og velferð síðustu 20 árum í samanburði við launþega þeirra þjóða með hæðstu þjóðartekjur á mann.

Íslensku lífeyrissjóðir eiga sér enga hliðstæðu hjá öðrum þjóðum heimsins. Felst í því vanhæfisyfirlýsing á dómgreind þeir þjóða sem herma ekki eftir Íslendingum. En sjóðir væru minni og laun hærri og vextir í búðalána lægri þá væri almenningur ekki að drukkna úr skuldum nú í dag.

Sennilega er þetta ein rót hrunsins, grunnur að Kauphöllinni, græðgiaflvakans: verðbréfabrasksins.   

Hjarðeðlið sem ræður vali manna hér á landi gefur okkur að ef einn sannast undir hágreind þá eru þeir það allir.  

Samtök atvinnulífsins er það  ES:EU innflutnings hlutinn? Skuldaþrælar ES-lánadrottna. Eiginfé uppurið: árinni kennir illur ræðari.

Júlíus Björnsson, 3.6.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband