Sannleikur eða Húmor ?

Ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá þetta fyrst... Svo áttaði ég mig á því að það er meiri sannleikur í þessu en húmor. 

Fékk þetta sent frá bloggvini mínum Magnúsi Sigurðssyni.

Takk Magnús

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er rétt að þetta er einhvern veginn of satt til að vera fyndið en framsetningin er þó grátbrosleg. Sagðist þú ekki líka hafa „grenjað úr hlátri“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 18:35

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Tær snilld.  Ég er farinn að velta alvarlega fyrir mér hvers vegna þurfi að endurreisa kerfi sem virkar ekki.

Fractional reserve banking: A leggur inn kr. 100, bankinn lánar B 900, fer svo með skuldabréfið í Seðlabankann sem prentar seðla fyrir mismuninum.  Þarna eru komnar kr. 800 sem eru í raun ekki til.

Er skrýtið að heilu þjóðirnar séu orðnar skuldsettar upp fyrir haus?  Fyrir hverja miljón í eign er 8 miljóna skuld. Svona kerfi getur ekki annað en hrunið á reglulegu millibili svo hvað er alltaf verið að endurreisa það?

Snorri Hrafn Guðmundsson, 6.4.2009 kl. 20:15

3 identicon

Komið þið sæl; gott fólk !

Ragnar Þór - Rakel og Snorri Hrafn ! Biðjum; til almættisins, að börn okkar, sem þeirra afsprengi, þurfi ekki, að upplifa þessa tíma, á þeirra fullorðins árum.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:34

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ragnar, ég gat þess ekki þegar ég setti slóðina á þetta You Tube video í færslunni þinni hér á undan, með athugasemdinni "fólk er 12% fífl", hvaðan það kemur.  Slóðinni af þessu videoi stal ég af síðunni hjá Ingu Jessen. 

Ég biðst afsökunar á að hafa ekki getið þess, en í fljótfærni minni sá ég hvað þessi South Park saga passaði vel við þegar við treystum vörsluaðilum fyrir sparnaði okkar í blindni og þá komu þín skrif um lífeyrissjóðina upp í hugann.

En það er semsagt Inga Jessen "atvinnulausa konan" sem á heiðurinn af því að setja þetta video á mbl bloggið.  Það hafa fáir bloggarar gert töpuðum sparnaði eins góð skil og hún með eigin reynslusögum á blogginu sínu. 

Ég ítreka að ég biðst afsökunar á því að hafa ekki getið þessa í athugasemdinni sem ég lét þessa slóð fylgja með. 

Magnús Sigurðsson, 7.4.2009 kl. 06:14

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Rakel, sammála!

Snorri eins og þessi lánamál bankanna þróuðust þá er ekkert skrýtið hvernig fór.

Hefur einhver athugað hvort þetta eigi við erlendu lánin þ.e. hvort bankarnir hafi framleitt 90% af því sem var lánað og því aðeins 10% lánsins með gengistryggingu.

Sammála Óskari að við skulum vona að afkomendur okkur þurfi ekki að ganga í gegnum svona hluti, í framtíðinni.

Magnús

Ekkert að afsaka. Þegar maður heyrir góðan brandara eða sögu þá deilir maður honum með góðum félaga!

Hvaðan sem þetta kemur fékk ég það sent frá þér og ákvað ég að deila þessu með fleiri bloggvinum.

Takk fyrir mig Magnús.

Ragnar Þór Ingólfsson, 7.4.2009 kl. 07:29

6 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Ragnar, ég þarf bara að kanna það.  Gætir haft gaman af þessu: Modern Money Mechanics: Kafli: Bank deposits - How they expand or contract

Gefið út af Federal Reserve.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 18:07

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gott myndband og goð kennsla i fjarmálum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.4.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband