150 milljarðar frá heimilum til lífeyrissjóða.

Mikið er talað um gróða bankanna og heimtur þeirra vegna vildarkjara á skuldum heimilanna.

Það vill gleymast í umræðunni að íslenskir lífeyrissjóðir hafa eignafært yfir 150 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings frá ársbyrjun 2008. Og hafa þar af leiðandi stórlagað eignastöðu sína eftir glórulaust útrásarsukkið á kostnað eigin sjóðfélaga.

Það er ekki nóg með að sjóðfélagar horfi á eftir eftirlaunum sínum í svarthol meingallaðs fjármálakerfis heldur horfum við á vafasamar verðbæturnar notaðar til endurreisnar sömu kerfisvillunnar og hrundi eins og spilaborg á haustmánuðum 2008.

Að halda því fram að verðtrygging fjárskuldbindinga ein og sér tryggi sjóðsfélögum verðtryggðan lífeyri er einfaldlega galið.Það eru gæði fjárfestinganna sem tryggja afkomu sjóðanna og sjálfbærni okkar eftir að vinnuskyldu líkur sem tryggir áhyggjulaust ævikvöld.

Það er vert að skoða málflutning varðhunda lífeyriskerfisins sem kalla það hornstein íslensks samfélags og finna lífeyriskerfum nágrannaríkjanna, sem kennd eru við gegnumstreymiskerfi, allt til foráttu. Gegnumstreymiskerfi gengur í stuttu máli út á að skattkerfið stendur undir lífeyri þar sem lítil söfnun og sjalfbærni á sér stað.

Í því samhengi hlýtur maður að spyrja sig hvort skylduaðild að lífeyrissjóðum sé eitthvað annað en skattur og þegar horft er til eigna lífeyrissjóðanna sem samanstendur af stærstum hluta af skuldum sjóðsfélaganna sjálfra.

Af um 2.000 milljarða meintum eignum lífeyrissjóðanna liggja um 900 milljarðar í verðtryggðum okurvaxta húsnæðislánum almennings og skuldabréfum ríkisins, bæjar og sveitarfélaga.Mikil óvissa ríkir svo um raunverulegt virði þeirra eigna sem eftir standa sem eru margar vafasamar í meira lagi.

það er ekki svo að sá sem þetta skrifar sé á móti lífeyrissjóðum og því þarfa verki að sjóðsfélagar standi sem best að vígi eftir að vinnuskyldu líkur.

Kerfið í þeirri mynd eins og það er í dag gengur einfaldlega ekki upp. Við sjáum fram á að stór hluti lífeyrisþega framtíðarinnar fara stórskuldugir og eignalausir á lífeyri og þurfa að reiða sig á Ponzi uppbyggingu meingallaðs kerfis sem aftur reiðir sig á meingallað fjármála og markaðskerfi sem er dæmt til að hrynja með kerfisbundnum hætti.

Væri ekki ráð að koma þröngum sérhagsmunaklíkum og afætum frá kerfinu þar sem rekstrarkostnaður er að lágmarki 5 milljarðar á ári og huga að framtíðinni með hag sjóðsfélaga að leiðarljósi.

Þeir sjóðsfélagar sem standa best í dag fóru skuldlausir á lífeyri með þak yfir höfuðið sem árangur ævistarfsins í stað innihaldslausra loforða.

Það er með ólíkindum að í svo litlu landi skuli vera rekin tvö almannatryggingakerfi, annað af ríkinu og hitt af aðilum vinnumarkaðarins í gegnum yfir 30 lífeyrissjóði sem haga sér eins og ósnertanlegir mafíósar þegar sjóðfélagar voga sér að benda á augljósa annmarka kerfisins.  

Ragnar Þór Ingólfsson 

Stjórnarmaður í VR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er hnitmiðaður og góður pistill hjá þér. Þetta er einmitt kjarni málsins með lífeyrissjóðskerfið okkar.

Ég vil bæta því við að núverandi kerfi er ekkert annað en sýndarveruleiki því lífeyrissjóðsgreiðslur framtíðarinnar munu ávallt byggjast á framleiðslu og efnhagsástandi hvers tíma.

Eini munurinn á gegnumstreymiskerfi og söfnunarkerfi er að í söfnunarkerfi geta milliliðir hagnast á að liggja á slíkum sjóðum en í gegnumstreymiskerfi er það ekki hægt. Við höfum mýmörg dæmi þess hérlendis að klíkan á bakvið þessa sjóði er að nota þá til eigin vegsældar, fyrir sig og sína. Þetta er orðið ríki í ríkinu. Innan þessarar klíku er ekkert sem heitir lýðræði.

Sumarliði Einar Daðason, 20.9.2011 kl. 15:20

2 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þú talar mikið um "glórulaust" hitt og þetta. Ég sé ekki betur en þessi pistill þinn sé eitt allsherjar glórulaust samansafn af innihaldslausum fullyrðingum, sem hvorki eru studdar rökum né staðreyndum, og þversögnum.

Þú talar um að 150 milljarðar fari í lífeyrissjóðina frá heimilunum, en svo gerirðu lítið úr þeim fjármunum þegar þú segir að þeir skipti engu máli í ávöxtun sjóðanna og getu þeirra til að greiða lífeyri?  Hvert fara þá þessir 150 milljarðar?

Þú velur starfsfólki og srtjórnendum lífeyrissjóðanna hin verstu nöfn, jafnvel mafíósa, hvað áttu við? Hvað hefurðu fyrir þér í að þetta sé óheiðarlegt fólk? 

Þú reynir að gera lítið úr sjóðkerfinu sem við höfum hér, en dásamar gegnumstreymiskerfið. Það er nú það, hvað hefurðu eiginlega fyrir þér í því? Ég veit ekki betur en gegnumstreymiskerfi í Evrópu séu að sligast undan halla, vegna fólksfækkunar. Færri skattgreiðendur bera uppi lífeyri fleiri lífeyrisþega, ár frá ári. Hér ber þó hver kynslóð uppi sinn eigin lífeyri og þarf ekki að treysta á misvitra stjórnmálamenn framtíðarinnar að standa við að heimta skatt af framtíðarkynslóðum til að greiða lífeyrinn.

Vinsamlega reyndu nú að styðja mál þitt einhverjum rökum og staðreyndum þegar þú ætlar að gagnrýna. Og - það kostar ekkert að sleppa því að væna venjulegt launafólk um óheiðarleika.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 20.9.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit Sumarliði þetta eru svo sannarlega ríki í ríki.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.9.2011 kl. 15:54

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gæta grunn hagsmuna 80% félaga er lágmark.   Sjóðirnir hér  voru stofnaði að erlendri fyrirmynd gegnum streymissjóðir.

Þetta voru stéttarfélagssjóðir:  Lífeyrisjóður  verzlunarmanna voru 10% af ársinnstreymi heildartekna félagsmann fyrir skatta og þetta streymdi út til þeirra starfandi sem voru hætti störfum vegna aldurs. Forsendur voru IRR. Tekjur stafandi skyldu alltaf vera það hára að þeir eldri gætu lifað með reisn.

Samtrygging ein sér tryggir að slíkur sjóður stendur af sér allar kreppur og aldrei þarf að afskrifa.

Sjóðir erlendis sem geta ekki tryggt sér félagsmenn með lögum eru líka 80 % -100% gegnumstreymis til að lækka langtíma veltu fjármagnskostað.

Íslenska uppfinningin hér um 1970 er hugmyndafræði gullgrafara, stenst ekki í framkvæmd í langan tíma. Sannanir liggja fyrir hrun og kreppa raunvirð lífeyris er skert.

Júlíus Björnsson, 20.9.2011 kl. 15:59

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Þórhallur Birgir Jósepsson, 20.9.2011 kl. 15:45:

Ragnar er ekki að saka venjulega starfsmenn lífeyrissjóða um óheiðarleika. Það starfsfólk er bara að vinna sína vinnu og hefur engu um það ráðið hvað stjórnendur þessara sjóða eru að gera. Rétt eins og lögreglan fær engu um það ráðið hvað ríkisstjórnin er að gera. Það sama á við um flesta starfsmenn í banka, þeir hafa ekkert um það að segja hvað stjórnendur eru að gera.

Kjarni málsins er að eignir lífeyrissjóðanna eru að mestu bundnar í skuldabréfum, hlutabréfum og öðru álíka. Þessari eign er haldið á lofti með ímynduðum tölum. Ef það verður alvarlegt greiðslufall hjá almenningi (nú þegar hrunið er loks farið að bíta í veski almennings eftir dempun krónunnar) þá geta þessar eignir nánast gufað upp á skömmum tíma.

Lífeyrissjóðir eiga mikið í skuldabréfum útgefnum af ríkissjóði. Það verður aldrei greitt til baka nema með skattgreiðslum framtíðarinnar.

Lífeyrissjóðirnir hafa verið að kaupa hin og þessi hlutabréf (sem kallast áhættu fjárfesting) - það verður aldrei greitt til baka nema með tekjum framtíðarinnar.

Fasteignamarkaðurinn var blásinn upp og er langt yfir markaðsvirði (eða getu kaupenda í dag miðað við verðmætasköpun í landinu). Stór hluti eigna lífeyrissjóðanna er haldið uppi af þeirri bólu.

Það er hægt að koma með fleiri dæmi ef þörf er á.

Sumarliði Einar Daðason, 20.9.2011 kl. 16:04

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Mjög góður punktur hjá Júlíusi:

"Íslenska uppfinningin hér um 1970 er hugmyndafræði gullgrafara, stenst ekki í framkvæmd í langan tíma. Sannanir liggja fyrir hrun og kreppa raunvirð lífeyris er skert."

Sumarliði Einar Daðason, 20.9.2011 kl. 16:06

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Þórhallur

í fyrsta lagi er ég að benda á að í gegnumstreymiskerfi standa skattgreiðendur undir velferð og lífeyri þeirra sem lokið hafa vinnuskyldu.

Það verður ekki betur séð að í gegnum verðtrygginguna eru skattgreiðendur/sjóðsfélagar að standa undir nákvæmlega sama hlutnum og það sem ég er einmitt að benda á að þessir 150 milljarðar sem teknir eru eignarnámi af þeim sjóðfélögum sem skulda til að hygla þeim sjóðfélögum sem skuldlausir eru munu tapast eins og sagan sýnir í kerfisbundnumáföllum fjármálamarkaða og skapa stærri vandamál fyrir þær kynslóðir en okkur órar fyrir þegar stórskuldugar og eignalausar kynslóðir fara á lífeyri, vandamál sem eiga sér líklega ekki hliðstæðu ef við berum okkur saman við þau lönd sem eru með gegnumstreymi og við erum að gagnrýna.

Hver er grundvallarmunur gegnumstreymiskerfi sem skattpínir þegna sína og kerfis sem vaxtapínir sömu þegna þá sérstaklega þá sem verst standa?

Í öðru lagi er ég ekki að gera lítið úr starfsfólki lífeyrissjóðanna. Ég er hinsvegar að líkja fjölmörgum smákóngum kerfisins og STJÓRNA því og haga sér eins og mafíósar þegar venjulegir sjóðfélagar vilja fá að vita hvernig farið er með fé vort og leyfa sér að gagnrýna meingallað kerfi.

Þetta eru afætur kerfisins ef við tökum saman gríðarlegan kostnað við kerfi í kerfi eða ríki í ríki. 

Í þriðja lagi er ég ekki að lofa gegnumstreymiskerfið og ef þú lest greinna betur er ég hlyntur grunnhugmyndafræðinni á bakvið lífeyrissjóðakerfið og tel einmitt nauðsymlegt að safna í búið til að hlífa framtíðarskattgreiðendum þessa lands við augljósum vandamálum sem blasa við þeim ríkjum sem einmitt eru með slík kerfi eins og gegnumstreymið er þó flest þeirra safni í sjóði samhliða. Þar getum við verið sammála.

Þú fullyrðir að hver kynslóð standi undir eigin lífeyri sem er einfaldlega rangt og útilokað að kerfið standi undir lífeyrisskuldbindingum sínum þegar fram í sækir. Þetta sjáum við meðal annars með heimtum sjóðsfélaga sem hafa greitt í kerfið frá 1969 eða þegar kerfið varð til í núverandi mynd þó tilvist þess eigi sér lengri sögu eða frá 1950.

Ég er að benda á að þegar kerfið reiðir sig að stærstum hluta með skuldbindingum ríkis og sveitarfélaga og okurvöxtum sem sjóðsfélagar sjálfir þurfa standa undir með stórfelldri kerfisbundinni eignaupptöku til að standa undir óraunhæfum loforðum sjóðanna á meðan þeir tapa kerfisbundið, gríðarlegum fjármunum og gjörspilltu fjármála og viðskiptalífi, verður ekki betur séð að íslensku lífeyrissjóðirnir stóli eimnitt á að sömu skattgreiðendur standi að stórum hluta undir núverandi kerfi og myndu standa undir títtnefndu gegnumstreymiskerfi.   

Ég get stutt allar tölulegar framsetningar með bæði opinberum gögnum og tölum og er hvergi að saka venjulegt fólk um óheiðarleika, bara sirkusapana sem stýra kerfinu og neita að horfast í augu við staðreyndir.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.9.2011 kl. 16:21

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Almennir starfsmenn stéttarfélags er mannsjóður hluti af sameiginlegu neytendamarkaðarsjóði  allra stétta, starfandi og óstarfandi.

Lögaðilar og fyrirtæki er sinn eigin sjálfbæri tryggingarsjóður sem sjá um sínar útborgnarir til að tryggja sínar innheimtur: þau þurfa banka[sjóði] sem sér hæfa sig í að greiðlu jafna afskriftir lögaðila vegna meðalverðlaghækkana á mörkuðu CIP, viðhald rekstralegra eigna: fasta kostnað sem ekki er jafn í árstilliti það er í skattalegu samhengi.

Þeir sem skildu þetta þurfa ekki, þurfa ekki að hafa verið óheiðarlegir en þeir eru sannaralega vanhæfir ef þeir geta ekki skilið heildar samhengið í því ég set fram. Sumir hafa altaf verið óheiðarlegir og sumir hafa aldrei vitað betur.

Júlíus Björnsson, 20.9.2011 kl. 16:30

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit Júlíus

Góðir punktar!

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.9.2011 kl. 16:35

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er frjás hrein greining  á grunn frjálSmarkaðar, með foréttingum sem byggðu á gömlum gildum: Gildi: kaupmanna, Prentara, Slátrara,....

Ef við erum að tala um Mann-Auð sem skilur ekki sitt eigið mál bókstaflegum skilningi, þá skilur sami Auð-ur líti í öðrum tungum : efnahagslega og fjármálalega.  Stærðfræði sem ég mjög góður í er þjónustgrein í eðili sínu.  Það er ekki hægt að reikna tekjur sem ekki eru til í raunverulegar eignir í framtíðninni, í rökréttu og því löglegu tvíhliða bókaldi, sem er eins í grunni allra vestrænna lýðræðis ríkja, og þótt bókhaldskylda haf verið sett hér í lög, þá hafa önnur ríki ekki raskað sínum  langtíma grunni eins og Íslendingar með lögum til breytinga.

VR er dæmi um lífeyrissjóð sem er tryggður framtíðar innstreymismarkaður með lögum: sem er bundin við heildartekjur starfandi félaga í framtíðinni, því fleiri sem þeir eru og jafnar skuldbindingar sem þeir bera því öruggari er innborgunar tryggingin samkvæmt lögmálum frjálsmarkaðar. Allir nýir félagar óháð kynslóð eða eiginfé eru jafnir hvað varðar að axla skuldbindingar. Borga fyrir þeir tekjur sem eldri kynslóður tryggðu þeim áður en þeir telja sig hafa unnið fyrir þeim.

VR ekki getur ekki tryggt framtíðar auka tekju sína örugglega á öðrum lífeyrisjóðs mörkuðum Íslandmarkaðar. Þeir sem hrópa hér hæst um að þeir geti tryggt þær inn á annarra ríkja mörkuðum  [hafa ekki gert það síðustu 30 ár] þar sem stöðuleika er löngu búið að festa í grunni, hljóta að vera Íslenskt sérfræðimenntaðir og ómarktækir. Þegar breskir lífeyrir sjóðir fá áskorun frá Íslenskri afætu  þá er þeir ekki lengi að afgreiða hana á langtímaforsendum, til tryggja sjálfan sig sem best. Veðja á hæfi Íslenskra fjárfestinga með langtíma 3,5 % raunvaxtakröfu umfram CIP í erlendum ríkjum þar sem sjóðir í grunni fylgja langtíma, miðað við starfsaldur félaga, CIP [meðalað tekjuhækkunum á mörkuðu:geirum í keppni um hlutdeild, án raunvaxtakröfu.  1,99% raunvaxta er vegna nýrar köku [stækkunar geira innan sömu köku] er fórnar kostnaður í byrjun.  Þetta þarf ekkert að reikna tryggingastæðrfræðilega.  Menn geta ekki tryggt örugglega annað en sínar eigin eignir. Íslenskir tyggingar stærðfræðingar geta verið illa að sér í fjármálum og byggt sín mótel á sandi. Að sannast eftir á. EF félagar trúa ekki staðreyndum sem birtast í framkvæmd hljóta þeir að vera á lyfjum. 

VR gegnstreymi lífeyrissjóður 2010 skilað talsvert meira í hreinu eigin-reiðu-fé enn þurfti í í lífeyrissjóðs skuldbindingar.  Ef ég man rétt þá voru hlutföll hreinnar lífeyrissjóðs reiðu-fjársstreymis út/inn 6/15  þetta er 60% of hátt. Í augum þeirra sem vilja öryggi í stað áhættu um að græða 3,5% til eilífaðar. Græða á hverju og hverjum.  Íslenskri tryggingar stærðfræði. Það er lítill markaður.

Júlíus Björnsson, 20.9.2011 kl. 19:48

11 identicon

Heill og sæll Ragnar Þór; sem og aðrir gestir, þínir !

Um leið; og ég vil þakka þér fyrir skýrleika grein, verð ég að mótmæla þér Ragnar minn, um framtíðar hlutverk Lífeyrissjóðanna.

Eftir það; sem á undan er gengið, er tilvist þeirra, óforsvaranleg með öllu - og eigum við iðgjaldendur; hver og einn, að fá ALLA fjármuni okkar, sem við höfum lagt í þessa Andskotans æfintýra hít, endurgreidda, að fullu.

Það er okkar; að ráðstafa þeim fjármunum - ekki spila Gosanna, í glerhöllum Reykjavíkur.

Napur sannleikur; en raunverulegur, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem æfinlega /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 20:44

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Orðsifjafræðilega : þá fer vel á að tengja saman Líf, eyri og sjóð.   Líf er lif-andi og í  sjóði er suða, eyrir er eins og "pennies" lítið en nauðsynlegt eitt sér en "pretty" í heildar samhengi: sjóðsamhengi. Eyru er á pottum, þannag fer [spari] grísinn huglægt þegar þú fullorðnast.  Pottur og pannan í öllu saman er neyt-endmarkaðurinn í huga þeirra fullorðnu. Best er að ekki sjóði ekki upp úr, til að halda jafnri suðu. Ég er mjög góður kokkur, og það gildir út allan heim [ég hef komið víða við]  að hagstæðir réttir sem eru langbestir tekur langtíma að elda: enda of dýrir jafnvel á bestu veitinga húsum tímanlega séð. Við grillum á kvöldin, vitum öll að það er varsamt að grilla sjálfan sig.  Eyru eru til "obey" hlusta [á aðra]  og kallast líka höldur, sem eru nauðsynlegar við mikla eldamennsku.  Það eru margar greiningar til fyrir utan kyngreiningar og Íslenskra tryggingafræði stæðrfræðinga. Eðlilegt eignar jafnvægis bókhald nægir mér, þar sem Vogin er uppgjörstímabilið sem byggt er á. Kröfur á tekjur framtíðar eru eignir sem Íslenskir dómstólar eiga ekki lögsögu í dag. Framtíðar tekjur eru kallað hér framtíðar og metnar þannig til að ræna þá sem kaupa bullið. Tekjur breyst ekki í eignir nema búið sé greiða af þeim skatta í reiðfé. Metast því eignir eftir á. Þetta gildir víða erlendis og ég kanna meta þennan skilning.

Ef ég man rétt þá hafa uppúrsjóðendur hér sett upp líkingu eina mörgum hugmyndasmíðu þeirra, að aldur samsetning markaðarins væri að breytast vegna náttúrurleysis og getnaðvarna.  Þetta kemur ekkert sjóðstreymi við. Eldri félagar þurfa ekki að minnka geirann, ef þeir gera það þá þurfa þeir ekki eins mikið. Aðalatriði er að vera ekki borga of mikið á hverju ári í sjóðinn til sjóði ekki upp úr, fleiri pottar eru meira val og fjölbreytni.   Setja allt í veislunni í hakkvél og mata þá sem ekki geta varið sig finnst mér ógeðslegt, þótt það spari vinnu tíma.

Íslenski þríhöfðinn telur víst að hægt sé að gera súpu úr líkistunöglum, sem verði vinsæl á almennum mörkuð framtíðar. Hugtakið "uppsöfnursjóður" er ekki skilgreint í bókhaldi utan Íslands.   Hinsvegar er talað um fasteignaveltu sjóði, miðað 5 ára, 10 ára, .... 50 ár [Eignar] Vogir.  Þetta fellur undir grunnverðtryggingar að viðhalda rúmmáli pottsins: sem er öruggur og í lagi.  Svo smíða menn nýjan pott úr nýjum efnum. Ef tekur 30 ára að sjóða er súpan metinn eftir 30 ár og gæði pottsins.  Fjárfestingar til að auka tekjuafgang allra félaga sama lífeyrissjóðs. Varasjóðir til flytja góðæri yfir í kreppur. Menn geta beðið með fasteigna kaup lengur en fæðiskaup, þjónustukaup,... .   Þettta er hliðar sjóðstarfsemi hjá lífeyrissjóðum, Lægri nafnvextir fasteignveltusjóða tryggir fleiri félaga og innborganir framtíðar í alla sjóði. Þetta er ekkert vafamál.  

Júlíus Björnsson, 20.9.2011 kl. 22:03

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

10 ungir menn 16 ára [þroskin var hraði hér áður] ákveða stofna lifandi sjóð fullir bjartsýni. Þeir er með svipað tekjur fyrir skatt, 40% í húsnæði, 40 % í neyslu[brennivín og tóbak innifalið: þetta eru ekki munkar] þá er 20% eftir.  Þeir reikna út af þeir slái saman í pott 20.000 þá fari í pottinn 200.000.  Þett nægir þá einu í einn mánuð eftir 35 ár: [meðalaldur var styttri].   Þá gildir að meðalverlagshækkanir á mörkuðum sem opnuðu klukka 6 ámorgnanna, eru um minnt 100 % á 300 árum. Þarna kom fram fyrsta vandamálið 200.000 eru eru ekki nema 100.000 kr. eftir 30  ár.  [Annað siðferðismál var hvað með eldri félaga sem gerðu úr okkur menn og eiga ekkert í dag og fá enga vinnu, þar sem þykir langsótt í lögfræðumlegum skilningi og nemar til dæmis í Danmörku fengu svínfæði og voru barðir reglulega þá vegur þetta ekki þungt þar].

þá datt einum í hug að Palli væri að hugsa um að byggja eða kaupa og frændi hans væri búinn redda dýru láni til 30 í viðskiptabanka, upp lagt væri að byrja á því að treysta Palla fyrir 200.000 kalli.  Þá er hægt að byrja rúlla, aldrei leggja á okurkröfur því það væri til einskyns að hætta að lifa til að njóta lífsins þegar maður væri óvinnufær.   Síðan er bara að fjölga félögum og lána ekki of mikið til fjárfestinga.  Halda jafnvægi. Enda gildir um 30 ára þrösku veðsöfn að Úborgað eigin reiðufé er bundið við framtíðar tekjur er 1/30 á heildar ótækum eignum [í reiðfé] veðsafnsins.   Ódýrast veðasafn sem fylgir veðalagashækkun síðust 30 ár, og skilar reiðfé fé á raunvirði er bundið við 3,33% útborgunarskyldu.  Ótækar eignir framtíðar eru fyrir hvern milljarða í reiðufé til útborganna  að upphæð í langtíma bókhaldi [eðlilegt að afskrifa í skattalegu tilliti], 300 milljarðar: hvort þetta verða eignir er bundið við örugga markaðsetningu framtíðar: lífeyrirsjóð hér er tryggð markað hlutdeild með skildu áskrift: sem hámarkar verðmætið í augum allra annarra markaða.   Útlendingar fengu engu afslátt, eldri lánadrottnar hafa aldrei eignfært áhættu vexti gagnvart Íslandi. Allir bóka bréf á markaðsverði, raunvirði eftir eðlileg afföll af heildar skuld: sem á að vera í samræmi við nafnvexti í hausi bréfa. Matsverð tákna vafa sama pappíra erlendis, og uppsöfnursjóðir vísa í sérvitringa sem eru til í bakherbergjum allra ríkja, þverir eins og þursar í sinni barna speki.     Sýndar eignir [JÓKERAr] eru ekki gefnar, engin ríkistjórn sýnir alla ása á hendi nema vera barnaleg. Ofmat á eigin ágæti er skylda í nokkru ríki utan Íslands. Hátt hreykir heimskur sér. Það gellur hæst í tómri tunnu. Aðrar fjáfestingar eru ekki eðlilegar í samtryggingarfélögum almennra starfsmanna. Danski Læknar eru með 1,0%  raunvexti á fasteignum frá 1970 til 2000, til sinna félaga. Verkfræðingar hér eru ekki eins vel að sér.   

Júlíus Björnsson, 21.9.2011 kl. 02:33

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvernig verða eignir til samkvæmt alþjóðlegum Opinberum hefðum frá upphafi siðmenningar í fjámálalegri skilgreiningu.

Það eru staðfest tölugildi  heildartekna umfram staðfest heildar tölugildi heildar útgjalda, á allsherjar markaðgengi, innan tilteknar efnahagslögssögu á ársgrundvelli.  

Sé þessi munur raunverulega jákæður, þetta er ekki matsatriði heldur birting á heildar samtektum kvittanna vegna tekna og gjalda í Höfuðbók, þá er tölugildi tekna stærra eða sama sem tölu gildi útgjalda.  Flutt til hækkunar eiginreiðufjárs tölugildis í Höfuðbók.  EF tölugildið er 1000 er umfram ársins þá er höfuðbuninn.  Kred:Umfram eiginfé  [1000] <= > Deb: umfram sjóður [1000].

Íslendingar í framkvæmd síðan 1911 virðast ekki hafa þetta á hreinu.

Umfram eiginfé er jafngilt hrein eign  og því búið að skattleggja á uppgjörsárinu [sjá strafsmanna skattar og söluskattar(vsk) eða laun hins opinbera fyrir tryggja jafnvægið í heildar samhengi: sanngjörnu rekstrar skilyrðin]. 

Tvískattlanging er í mínum huga sú sama og hjá flestum menntamönnum í frjálsum markaða ríkum  ótækt.

Það er markmið í sjálfum sér að skila umframi sem er hlutfallslega í samræmi við meðal hækkanir á öllum mörkuðum sömu efnahagslögssögu, færa það til hækkunar eiginfjár síðast uppgjörs árs. Til að eiga fyrir t.d. útgjaldaskuldbindgum næsta árs.  Það sem meira en verðtrygginar umfram, er frjálst til ráðstöfunar til arðs, eða í varsjóðs vegna útvíkkunnar [þar sem grisja á tilteknum keppnismarkaði] eða útrásar [inn á annarra ríkja markaði].

Tekjur fjámálstofnanna kallast vextir á Íslensku og eru umframið hreinar  eignir.  1,99% max skattar á allar eignir fastar og frjálsar er eðlilegt.  Gera meiri kröfu hærri eignarskattshlutfall kallar á meiri reiðufé í umferð til að verðtryggja það, skila meiri tekjum um fram gjöld til að eignfæra til að skila hærri heildareignarsköttum.  Þótt 1,99% sé þúfa í samburði við 19,9% þá er þetta þúfa sem veltir hlassi að jafnaði og mjúklega.   Höfuðbókunar skilningur var hruninn hér um 1980 sannanlega, nýlega hefur Alþjóðsamfélagið AGS í meirihluta eign USA og EU, bent á gloppur í bókhaldi hér í samburði við staðilinn gullnu höfuðbókunarreglunar sem hafa gilt í ríkjum og milli þeirra sannanlega frá um 1454  og nýjust afhjúpanir á skjölum Forn-Egypta gefa til kynna að þær hafi verið grunnur þar fyrir um 3700. Balance  eða Vog er merkjum dýrahringsins.  Þetta að hér séu "gloppur" er mjög alvegleg kurteislega orðuð ákæra að mínu mati.  Þegar apar hér kynna sýna sín  jákvæðu  "Balance sheed" og staðfestingu á eignarauka[tekjum umfram gjöld]  og eignarhalds möppu sem sýnir mat á marksverðum [staðgreiðslu söluverðum] passive eigna í höfuðbókum fá þeir viðbrögð í samræmi, góð ef aðilar telja sig græða á sýningunni.   Angela er verkfræðingur en Jóhanna er Flugfreyja, hvort Össur og Streingrímur eru ágætis fræðingar á sínu svið veit ég ekkert um, enn þetta lið talar ekki samræmi við þau skili gullnu höfuðbókunarreglurnar.     Eignarhald á uppgjörstímabili er alltaf  jafnt og eiginfé  + skuldbindingar á sama uppgjörstímabili. Alþjóðfjámála markaðurinn þarf ekki að láta meta eignarhald fyrir sig: Þegar skuldbindingar eru þekktar og Heildartekjur í alþjóða samburði. Með því að hækka eignhald upp úr öll valdi þá er verið að biðja erlenda lána drottna að hækka skuldbindingar eða minnka rekstrartekjur. Það sem stenst ekki heildina, aðlalatriði, getur staðist sértækt í smá atriði.  Þess vegna er betra að stýra eftir höfuðbókunum.

Ég tel og held, trúi, hlýtur, fullvissa ,.... er allt einkenni nema á fyrsta ári. Rekstur er ekkert vafa mál , nema gera ráð náttúrlegum aðstæðum  og tryggt sé að allir sitji við samborðið og að reglur sem hægt er að uppfylla séu virtar.     

Júlíus Björnsson, 29.9.2011 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband