Exista, Vís og viðbjóður !

Lífeyrissjóður Verslunarmanna var og er einn stærsti hluthafi Exista sem er eigandi VÍS. Hlutur LV í Exista var í 4,53% og Bakkavör í 6,77% þann 6. október rétt fyrir hrunið.

Í boði hvers eru þessar lánveitingar til fyrrverandi forstjóra Kaupþings? Það er alveg merkilegt að ekki hefur heyrst hóst né stuna frá forstjóra LV né stjórn LV um þá vafasömu gjörnunga sem enn þrífast innan stærstu fjárfestinga sjóðsins. Bakkavararbræður hafa reynt að sölsa undir sig verðmætum úr rústum Exista og þurfti ríkið að skerast í leikinn. Nú eru Exista félög að lána þessum fjárglæpamönnum stórar fjárhæðir fyrir hinum og þessum ævintýrum sem þessir aðilar hafa verið í.

Þessi viðbjóður ætlar engan endi að taka. Maður getur aðeins ímyndað sér hvað fer fram á bakvið luktar dyr stjórnarherbergja þessara félaga í skjóli getuleysis fjármálaeftirlitsins sem starfar eins og höfuðlaus her.

 


mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Vá Sukkið....þetta er að verða eins og 12 ára gömul sápuópera, þar sem allir hafa sofið með öllum....siðleysið er algert....

Haraldur Baldursson, 2.4.2009 kl. 11:06

2 identicon

Manni fallast alveg hendur yfir allri þessari spillingu, og farin að halda að þetta taki bara ekki enda, því ekkert virðist ætla að breytast. Fólk ætlar að kjósa sama hroðann yfir sig aftur samkv skoðannakönnunum, því að mínu áliti er það að kjósa einhvern fjórflokkinn aftur, þá jafngildir óbreyttu ástandi, því þó að innanum sé gott og heiðarlegt fólk er það bara orðið of samdauna þessu kerfi.

(IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Lífið er eitt samfellt ævintýri

Arinbjörn Kúld, 3.4.2009 kl. 13:05

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

FME er upptekið. Þeir eru á eftir fjölmiðlafólkinu núna.

Glæpamennina og hagsmunatengslin á að skoða bara síðar líklega.

Baldvin Jónsson, 3.4.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband