Gríðarlegt tap lífeyrissjóða og sjóðsfélagar girtir upp fyrir haus.

Eftir fall N1 er komið í ljós hversu vafasöm útlán lífeyrissjóða voru til fyrirtækja þar sem engir fyrirvarar eða kröfur um veð og hámarks skuldsetningu voru gerðar á meðan sjóðsfélagar sjálfir voru girtir upp yfir haus með greiðslumati, tryggu veði, verðtryggingu og sjálfskuldarábyrgð.
 
Milljarðar afskrifaðir vegna N1
 
Það er fróðlegt að lesa fréttatilkynningu sem fylgdi frá Lífeyrissjóði verslunarmanna sem gefur í skyn að sjóðsfélagar þeirra séu hólpnir vegna þess að sjóðurinn átti engar kröfur á N1 og verða því ekki fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa. Rétt er að benda á að íslenskir lífeyrissjóðir hafa raðað sér niður og tekið hver fyrir sig sterka stöðu með hinum ýmsu viðskiptablokkum sem í tilfelli Lífeyrissjóðs verslunarmanna var Síminn og tengd félög. Það kæmi ekki á óvart að tap N1 verði smávægilegt miðað við tap sjóðsins á skuldabréfaútgáfunni Simi 0601 en útboðslýsing þess fylgir með greininni sem viðhengi og má þar sjá hversu glórulausar lánveitingar þetta voru og er gott dæmi um lánveitingar lífeyrissjóða til fyrirtækja.
 
Í tilefni þess að Guðmundur Gunnarsson hefur nú verið kjörinn stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Stafa sem hlýtur að teljast áhugavert þar sem verkafólk sér aftur og aftur á eftir leiðtogum sínum í valdamestu stöðurnar í íslensku viðskiptalífi.  
 
Grein sem ég skrifaði í desember 2010 um lánveitingar lífeyrissjóðsins Stafa til N1.

Konungar Lýðskrumsins?

Í stað þess að svara málefnalegum og gagnrýnum spurningum kjósa verkalýðskóngarnir (milljónaklúbburinn) að tala sig í kringum hlutina með slíkum hætti að umbjóðendur þeirra sitja ringlaðir eftir. Þeir kjósa að fela sig á bakvið þögnina sem einkennir handónýta verkalýðsforystuna og fílabeinsturninn sem þeir búa í. 

Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins og vara stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Stöfum fer hamförum gegn þeim sem opna á sér munninn gagnvart lífeyrissjóðunum og leyfa sér að gagnrýna þá. Hann talar um heilindi og vönduð vinnubrögð hjá stjórnendum lífeyrissjóðanna þá sérstaklega hjá sínum lífeyrissjóði,Stöfum, þar sem hann er vara stjórnarmaður. Allir sem halda öðru fram eru lýðskrumarar af verstu sort.

Af því tilefni er ég með spurningu til Guðmundar sem hann hefur fengið í athugasemda færslur sínar en eyðir spurningunni jafnharðan út og ég set hana inn. Reyndar hefur Guðmundur og aðrir samkóngar hans fengið ráðleggingar PR-þræla sinna að spurningum frá mér verði alls ekki svarað með opinberum hætti hverjar sem þær kunna að vera. Því hef ég ákveðið að spyrja hann aftur á heimasíðu minni og þannig með áberandi og opinberum hætti. 

Af hverju eru starfsmenn N1 skyldaðir til að borga í lífeyrissjóðinn Stafi? Er það vegna þess að stærsti einstaki skuldari Stafa er N1?

Samkvæmt samtali mínu við stjórnarmann Stafa sem einnig er starfsmaður N1 og stjórnarmaður í VR,  fóru þessar stærstu lánveitingar sjóðsins ekki fyrir stjórn. Eru þetta faglegu vinnubrögðin með sparifé launafólks sem Guðmundur Gunnarsson er alltaf að tala um? Getur þú sem varastjórnarmaður í Stöfum lífeyrissjóði svarað mér hvort samþykktir og vinnureglur sjóðsins voru brotnar og eru þetta vinnubrögðin sem tíðkast hjá lífeyrissjóðum almennt? Hver er skuldastaða N1 og hverjar eru tryggingar, ef einhverjar eru, í skuldabréfalánum sjóðsins til N1? N1 er skuldsett langt umfram verðmæti og samkvæmt mínum heimildum eru skuldabréfalán Stafa, aftast í kröfuröðinni.

Hverjar verða raunverulegar heimtur þessara lána?

Í ársskýrslu Stafa á bls.15 kemur fram að N1 er langstærsti skuldari sjóðsins, síðan er farið yfir afskriftir á skuldabréfum frá hruni sem sýnir að Stafir voru í nákvæmlega sömu fjárfestingavitleysunni og aðrir sjóðir. 

Úr Samþyktum og vinnureglum Stafa lífeyrissjóðs. 

5.5 Stjórn sjóðsins fer með yfirstjórn hans. Stjórnin skal fjalla um allar meiriháttar ákvarðanir varðandi stefnumótun og starfsemi sjóðsins. Hún skal annast um að nægjanlegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna sjóðsins. Stjórn sjóðsins ræður framkvæmdastjóra, ákveður laun hans og önnur starfskjör og setur honum starfsreglur. Stjórn sjóðsins ræður forstöðumann endurskoðunardeildar eða semur við sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila til að annast skipulagningu innri endurskoðunar. Stjórn skal einnig móta innra eftirlit lífeyrissjóðsins og skjalfesta eftirlitsferla.

5.5.2 Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sjóðsins í samræmi við mótaða stefnu og fyrirmæli sem stjórn hefur gefið. Framkvæmdastjóri ræður starfsmenn til sjóðsins. Framkvæmdastjórinn er ekki kjörgengur sem stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum. Ákvarðanir sem eru óvenjulegar eða mikils háttar skal framkvæmdastjóri aðeins taka með sérstakri ákvörðun stjórnar eða samkvæmt áætlun sem samþykkt hefur verið af stjórninni. Sé ekki unnt að bera meiriháttar ákvarðanir undir stjórnarfund, skal haft samráð við formann stjórnar og aðra stjórnarmenn eftir föngum. Slíkar ákvarðanir skal síðan taka fyrir á næsta stjórnarfundi.

5.7 Stjórnarmaður lífeyrissjóðs eða framkvæmdastjóri má ekki taka þátt í meðferð máls ef hann hefur hagsmuna að gæta sem kynnu að fara í bága við hagsmuni sjóðsins. Sama gildir ef um er að ræða ákvarðanir sem tengjast fyrirtæki þar sem stjórnarmaður kann að eiga umtalsverðra hagsmuna að gæta sem eigandi, stjórnarmaður eða starfsmaður. Skylt er þeim, sem í hlut á, að upplýsa um aðstæður sem valda kunna vanhæfi samkvæmt framansögðu.  

5.7.1 Stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru til þess fallnar að afla ákveðnum sjóðfélögum, fyrirtækjum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna, umfram aðra eða á kostnað sjóðsins.

Í stað þess að stappa stálinu í launafólk og standa í lappirnar, tala verkalýðskóngarnir um ábyrgar kröfur og hversu lítið sé til skiptanna.

Í stað þess að efla samstöðu ala þeir á meðvirkni,uppgjöf og hræðslu.

Þeir eru Konungar Lýðskrumsins!

Þetta er einungis lítið brot af vafasömum útlánum lífeyrissjóðanna.

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður pistill hjá þér eins og venjulega. Skrípaleikurinn hér á Íslandi virðist engan enda ætla að taka.

Sumarliði Einar Daðason, 15.8.2011 kl. 13:15

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Rett hjá þer- væri ekki hægt að koma á einhverskonar líðræði með eftirlaun fólks- að ekki einn KÓNGUR geti lánað vinum sínum allann sjóðinn ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 15.8.2011 kl. 19:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Það er ekki logið á þá.Ég segi nú líka ætlar þetta engan enda að taka.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2011 kl. 21:34

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, svartur er mökkurinn. Mikið djöf. eru menn orðnir óskammfeilnir.

Árni Gunnarsson, 16.8.2011 kl. 20:13

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er búin að greiða í skammtíma áhættusjóði í 30 ár. Veðsöfn sem talin subprime erlendis eru þau sem fylgja skammtíma sveiflum á kauphallar brask mörkuðum, sem geta fylgt langt vexti á verðlagi, og skilað mest 100 % öruggt raunvirði til baka ef bréfinn samastanda af lágum nafnvöxtum  [breytilegun: max 5,0% ] og hlutbréfinn eru úr breiðum grunni stöndugra rekstrafyrirtækja sem lúta eftirspurn 80 % Neytenda sem er með meðatekjurnar.  Prime AAA + miða við verðbólgu í samræmi við lánstíma veðskuldarbréfanna og skila raunvirði 100%.  Allir vit að í Kauphöllum er það risar og innherjar sem eiga mesta séns á langtíma raunávöxtun umfram langtíma verðtryggingu.  Alþjóðlega byrjar langtíma verðtygging á bréf í jafnvægissjóði eftir 5 ár eða 60 mánuði: Medium term.   Til að ákveða 30 ára verðbætur  til dæmis í USA árið 2000 þá var verðbólga  [CIP hækkanir launþega] frá 1970 um 135 % UK fór upp 150%. 2000 er hægta ráðgera í max sömu verðbólgu til 2030, það er meða veðbætur á ári um 4,5% og 22,5% yfir öll fimm ára meðaltöl.  Þeir sem gera ráð fyrir  meir verðbólgu en í UK 150% næstu 30 ár eiga ekki að sækja um aðild að EU, því efnahagsrefsingar við að ráðgerð meiri verðbólgu er dýrar. Svo er það talið landráð og dauðsök að ráðgera til dæmis 180 % verðbólgu á 30 árum.   Þess vegna er gerð karfa að um reiðufjárgreiðlur úr sama fjölda lánsveða vaxi veldisvísilega að raunvirði næstu 30 ár, almennt er yfirleitt ráð gert að þær fylgi verðlagi eða minnki, Ráðagerðirnar er af 10 prósent valda mesa hópnum í hverju ríki. Til að veðsafn 1000 veðlána að upphæð að meðal tali 20.000.000  sé verðtyggt þarf að hækka nýja útgáfur ef nafnvextir eru  fastir, eða ef breytilega þá eru öllu lán með sömu nafnvöxtum hækkuð og lækkuð. Þetta er alþjóðlegi Prime langtímavertyggingar grunnurinn sem var aflagðu hér um 1980 og subPrime veðsöfn tekinn upp og kolólögleg nýfrjálhyggju form um  1989 Balloon sem hækka að raunvirði allan lánstímann í samræmi við veldislegu raunávunarkröfuna,  sem eiga að skila geðveika íbúðlána sjóði almennra neytenda hámarks kauphallar braslk raunávöxtum á öll tímum, svo Lífeyrsjóðakerfið geti keypt fimm ár bréf hans.   Allir geta reiknað út að þessu lán er reiknuð út þá fylgja þau ráðgerðu núvirðu sínu.   Hinvegar þurfa menn að ansi heimskir ef þeir telja sjóðasöfnin í heildina litið hafa fylgt núvirði sínu, sannanir fyrir hinu gagnstæða eru öllum ljósar. Þetta sub:form er talið öruggt til verðtrygginga í mest 24 mánuði erlendis. Enda mælir AGS með að kerfið hér sé tekið út á 24 mánaða fresti.      

Hér er margar lögleysur í bókhaldslögum.  Grunn skilningur á tvíhliða bókhaldi enginn og ísl.fræðingar læra fyrst sjoppu bókhaldi utan að og sérhæfa sig svo í óreglulegu hættum skammtíma brasks.

Ég lána þér mitt eigin fé [30 millur]<=>  reiðufé [30 millur]. Upphafs jafnvægisreikingur.  Reiðu fé mitt er bært Debit og skulding mín við að viðhalda því Kredit.   Þú sem um að borga mér til baka [60 millur] í 30 [2 milla] greiðlum : árlega.

Ég færi nýjan efnahags reikning eiginfé [30 millur] <=> jafngreiðsluskuld [60 millur] - afskriftir [30 millur].  

Þar sem raunvirði eiginfjár verður alltaf að vera verðtryggður mismunur á skuldum og eignum erlendis frá upphafi siðmenningar. 

Eftir 1 ára borgar þú fyrstu jöfnu greiðlu [2 millur].  Fyrst efnahagsreikningur verður eiginfé [30 millur] <=> reiðufé [2 millur] + jafngreiðluskuld[58 millur] - afskritir [30 millur].

Hér var gert ráð fyir 135% verðbólgu og við uppfærum því eiginfé til að gefa rétta mynd af ábyrgum rekstri um 4,5 % [1,35 millur]. Efnahags reikningur eftir langtíma raunmat verður: Eiginfé [31,35 millur] <=> reiðufé [2 millur] + jafgreiðsluskuld[58 millur] - afskriftir [ 28,65 millur].    

 Ef veðið í upphafi var 80% af nýbyggingarkostnaði eignar í grónu hverfi þar sem útstreymi veða er stöðugt í gegnum árin.  þá var eignin 37,5 milljónir. Ef verðbólga er engin þá verða engar hækkanir á skammtíma braskmörkuðum, þá tekur 15 ár að borga lánið [veðhluta eignar tilbaka].  

Þar sem þetta er ekki raunvaxtasjóður þá borgar þessi sjóður enga vaxtaskatta nema max 1,0% . Það geta verið velta  i milljarður og safn mjög gamalt  [8 kynslóða] með upphaflegt eigin fé 30 milljónir 10 milljónir eða 33% hagnaður af stofn eiginfé.

Hér á Íslandi voru sett lög þegar ég var ekki búinn að fá nóg af bullinu hér, lög sem sögðu að uppfæra skyllt eiginfé hjá öllum rekstri um verðbólgu síðast árs. Á langtíma forsendum  er þetta til að gefa of góð mynd að rekstri þegar verðbólga vex. 

Samanber ef verðbólga fyrst árið hefði verið 10%  [3 millur], þá liti falsaði efnhagsreiknurinn úr þannig.  eiginfé [33 millur] <=> reiðu fé [2 millur] + veðskuld [58 millur] - afskriftir[ 27 millur]   

Þessi villa gerir það að verkum að minna er talið vera í varasjóði og áhætta minni líka.

Venjulega til að villa um fyrir newbees: er þetta sett upp eiginfé[ 33 millur + 27 millur] <=> reiðfé [2 millur] + veðskuld [58 millur].  Þetta skýrir hversvegna lögleg jafngreiðlu lán verðtyggja best , engir eftir á greiddir okur vextir. Amoritization dreifing vegna veðaflosnar er lögfræðileg atrið ef kemur til uppboðs, slíkt gerst ekki ef sjóður er rekinn Prime AAA bara til að verðtryggja reiðfjármismun í sama verðtyggingar safni fjölda langtíma jafngreiðlulána. Hér í gamla dag var þetta fjöregg lítt áberandi innan bankanna,  í umsjón  mest eins ódýrs starfsamans.  Þetta er kallaðir Buffer hjá þeim. Lífeyrisjóðir halda sig hundrað prósent við að verðtryggja allt sitt eigið fé eingöngu, Þeir gera út beingreiðslur og tryggja með veðlánasjóðum meiri kaupmátt og auðvelda væntalegum elliþegum að borga iðgjöld.     Tókum upp Prime AAA+++, þá kostar mikið minna af varasjóðum. Tökum upp beingreiðlu lífeyrirsjóði, þá kostar ekkert að verðtryggja.  Reynsla mín síðustu 30 ár að treysta vitskertum bröskurum fyrir mínu æfi kvöldi er nóg, annað eins reiðfjár tap á 30 árum er víti til varnaðar.

Júlíus Björnsson, 19.8.2011 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband