Skrýtið hvernig hlutirnir þróast.

Það er skrýtið hvernig hlutirnir þróast þegar fréttaflutningur fer að snúast um allt annað en fréttina. Einnig er áhugavert að sjá hvernig hlutirnir geta undið upp á sig.

Málið sem ég vísa til er umræðan um siðfræðinginn Stefán Einar Stefánsson og hvernig umræðan fór að snúast um mig og hann. Fréttin og gagnrýni mín snérist fyrst og fremst um það hvernig meirihluti stjórnar VR og Stefán hafa stillt málum þannig upp að 15 manna stjórn félagsins sé óstarfhæf vegna 3 einstaklinga sem ekki hafa vikið frá baráttumálum sínum frá kosningunum 2009.

Ég spyr á móti hvort störf ríkisstjórnarinnar sé stjórnarandstöðunni að kenna?

Meirihlutinn ræður og þögnin frá félaginu og aðgerðarleysið verður aldrei heimfært á aðra en þá sem öllu ráða. Að halda öðru fram er í sjálfu sér ákveðin veruleika firra.

Kjarni málsins er sá að þessi virki meirihluti hefur verið með völdin í félaginu á heilanum síðan við komum ný inn í stjórn í mikilli óþökk þeirra sem stýrt hafa félaginu eins og einkahlutafélag síðustu áratugi. Skandallinn er sá, hvernig upp um hópinn kemst. Stefáni Einari er svo frjálst að gera það sem honum sýnist og verður hann dæmdur af verkum sínum og aðkomu að málinu af félagsmönnum. Það er hans lýðræðislegi réttur. Ég má svo hafa mína skoðun á manninum.

Þegar maður heyrir svo útúrsnúninga Stefáns um meintar kröfur okkar, við séum krabbameinið sem skera þurfi burt svo stjórnin og félagið verði starfhæft, hvernig við hyggjumst valda upplausn í lífeyrissjóðnum osfrv. sýnist mér Stefán vera mun betur inn í málefnum stjórnarinnar en hann hefur áður viðurkennt. Svo vel að hann hlýtur að hafa fylgst með gangi mála í skugga einhvers.

Helstu kröfur okkar eru ekkert leyndarmál en það eru sömu kröfur og tryggðu okkur afgerandi umboð til stjórnarsetu á sínum tíma.

Helstu kröfur:

Að félagsmenn VR njóti þeirra grundvallar mannréttinda að hafa beinan kosningarétt í félaginu.

Að Gjaldmiðlasamningar og lánveitingar lífeyrissjóðsins til tengdra aðila, sem rannsóknarnefnd Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við, verði rannsakaðar af hlutlausum aðilum. Þess má geta og sjá í fundargerðum sjóðsins að ég hef lagt fram tillögu á síðustu tveimur ársfundum lífeyrissjóðs Verslunarmanna, um að óháð rannsókn fari fram á fjárfestingum og rekstri sjóðsins. En allri skoðun hefur verið hafnað af stjórn VR og stjórn LV.

Við höfum barist fyrir lýðræðisumbótum við stjórnarkjör í lífeyrissjóðum og studdum tillögu Vilhjálms Birgissonar á ársfundi ASÍ þar sem hann lagði til að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóða.

Við viljum að Höfuðpaurinn í stærsta samkeppnislagabrotamáli íslandssögunnar, Ragnari Önundarson fari úr stjórn lífeyrissjóðsins .En hann situr í stjórn LV í umboði meirihlutans. Málið er kennt við stóra kreditkortasvindlið.

Við lögðum til að Stjórn VR ályktaði gegn verðtryggingunni og hún afnumin eða verðtrygging launa tekin upp.

Við höfum barist fyrir bættri stöðu heimilanna í landinu með því að lýsa yfir stuðningi við baráttu hagsmunasamtaka heimilanna, hafnað skattastefnu ríkisstjórnarinnar,hafnað aðgerðarleysi og meðvirkni Alþýðusambandsins og lýst yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson.

Við komum á launaþaki á æðstu stjórnendur lífeyrissjóðsins.

Við viljum að félagið biðji Bjarka Steingrímsson fyrrverandi varaformann VR afsökunar á því vantrausti sem honum var sýnt eftir ræðu sem hann hélt á austurvelli. En það hefur svo komið á daginn að allt sem hann sagði var satt og rétt. Ræðuna er hægt að sjá á heimasíðu Bjarka launafólk.blog.is. Bjarki gagnrýndi harðlega stuðning verkalýðshreyfingarinnar við Icesave samninginn.

Guðrún Jóhanna var svo áberandi í baráttunni sem talsmaður bílamótmælanna. Við höfum einnig gagnrýnt aðgerðarleysi verkalýðsforystunnar í baráttunni gegn ólögmætum gengistryggðum lánum.

Meirihluti stjórnar hefur snúið þessum kröfum upp í það að ég krefjist varaformanns sæti í lífeyrissjóði verslunarmanna og Bjarki krefjist þess að fá stöðu varaformanns aftur.

Við vorum tilbúin að sættast við meirihlutann eins og staðfestist í tölvupósti sem við sendum á stjórnina þann 8 des. með því einu að félagsmenn VR fái beinan kosningarétt. Þetta voru öll skilyrðin sem við settum fram, þrátt fyrir ömurlega framkomu þessa hóps í okkar garð. Framkomu sem verður rakin í annari færslu.

Málið snýst ekki um okkur eða Stefán Einar Stefánsson siðfræðing. Málið snýst um félagsmenn VR og hvernig unnið er á bakvið tjöldin í félaginu. Svo ég noti orð Marinós G. Njálssonar, Hvort er mikilvægara, völdin eða samviskan?


Vinnubrögð VR stjórnar 1.hluti.

Meirihlutinn undir forystu þeirra sem berjast um völdin í VR, höfnuðu tilraun minni og Rannveigar Sigurðardóttur, sem var í innsta koppi VR skugga, um að fá meirihlutann til að sættast og koma einhverju góðu frá félaginu sem ein heild. Þetta er aðeins ein af mörgum tilraunum til sátta og rekur frekari stoðum undir það að meirihluti stjórnar vill vísvitandi þagga niður í sátta og barátturöddum innan félagsins á meðan þau vinna hörðum höndum að lokatakmarki sínu.

Tillagan snérist um grundvallar mannréttindi, að hinn almenni félagsmaður fengi beinan kosningarétt í félaginu og afnám uppstillinga og lista fyrirkomulags við stjórnarkjör, meirihlutinn gat ekki sætt sig við að félagsmenn gæti kosið sér forystu í beinni og opinni kosningu. Fyrirkomulagið nú er að stjórnin skipar trúnaðarráð og trúnaðarráð skipar svo stjórn félagsins sem er lykilatriði meirihlutans í að viðhalda völdum innan félagsins.

Hér má svo sjá tilraun okkar Rannveigar til að ná sáttum í félaginu þann 8 des. síðastliðinn.
Eftir að mér bárust tölvupóstar sem staðfestu að meirihlutinn hafði verið að plotta á bakvið tjöldin, svo mánuðum skipti, um völd í félaginu án þess að sýna sáttatilraunum nokkurn áhuga var mér nóg boðið og ákvað að stíga fram.
Mun einnig birta fjölda góðra mála sem við höfum lagt fram en stjórnin alfarið hafnað að skoða eða taka afstöðu til.
Vil að lokum árétta að á skrifstofu VR vinnur frábært starfsfólk sem þarf að lýða fyrir ömurlega stöðu stjórnarinnar sem er öllum stjórnarmönnum VR til háborinnar skammar.

Kveðja.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR

________________________________________
Frá: Ragnar
Sent: 8. desember 2010 09:06
Viðtakandi:XXXXX
Efni: SV: 20. gr. laga VR ásamt greinagerð.

Sæl Öllsömul.

Ég vil nota tækifærið og þakka Rannveigu fyrir þessa óeigingjörnu og góðu vinnu.
Þessi tillaga er gríðarlega sterk fyrir félagið útávið ef við getum komið okkur saman um hana og farið sem ein heild til auka aðalfundarins, verður það til mikilla heilla fyrir félagið og okkur öll.

Það er gríðarlega hart sótt að launafólki og við verðum að standa í lappirnar næstu misserin. Ríkisstjórnin hefur sagt sitt síðasta varðandi skuldavanda heimilanna á meðan fólkið okkar horfir á hluthafafund Existu veita stjórnendum syndaaflausn og friðhelgi með veglegum kaupaukum. Óréttlætið í samfélaginu virðist engan endi ætla að taka og félagsmenn okkar verða nær daglega vitni að einhverju sem rýrir traust þeirra á slagorði félagsins.

Með því að sameinast um tillögu Rannveigar sláum við vopnin úr höndum þeirra sem sækja að félaginu og um leið sýnum við félagsmönnum okkar þá virðingu sem þeir eiga skilið, og vonarneista um að orkan fari nú í að stilla saman strengi stjórnar fyrir komandi átök þar sem eitt stærsta ágreiningsmál frá hallarbyltingunni sé nú til lyktar leitt og sami hópur fer nú fram sem ein heild sem málsvari félagsins.

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað við getum gert sameinuð útávið miðað við þá orku sem hefur farið í innbyrðis deilur.

Ég rak augun í eitt atriði, Fimm manna uppstillinganefnd, skipuð formanni og fjórum kosnum af trúnaðarráði og tveimur til vara, annast undirbúning kjörfundar.
Þarna er aftur vísað í kjörfund.

Með vinsemd og virðingu.
Ragnar Þór

________________________________________
Frá: Rannveig Sigurðardóttir [rannveig@XXX.is]
Sent: 7. desember 2010 15:12
Viðtakandi: XXX
Efni: 20. gr. laga VR ásamt greinagerð.

Sæl öll, lagaði aðeins 20. gr. þ.e. setti inn félagsfund í stað kjörfundar sem var gagnrýnt á trúnaðarráðsfundi. Setti einnig nokkrar línur niður til skýringa sem greinagerð. Ykkur er heimilt að leggja þetta fram á stjórnarfundi til samþykkis ef ykkur líst ekkert á greinina frá formanni og Guðmundi B. En ég bið alla að gera þetta sem mest í sátt og samlyndi, því nú ríður á að vernda VR fyrir ágangi Lúðvíks og félaga. Allt sem miður fer hjá VR er hagnaður fyrir LL, ef við missum félagsmenn vegna innbyrðis deilna þá fara þeir fljótt yfir í friðinn hjá LL og Guðmundi Franklín Jónssyni.
Ég held að það verði heillaráð að fá tillögu formanns og bera hana saman við þá sem ég er að senda og sjá hvort þær falli saman.
En eins og var sagt við okkur systur í gamla daga: “Elskið þið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn”. Ef einhverra útskýringa er þörf þá hafið samband.

Með bestu kveðju,
Rannveig Sig.

Opið bréf til félagsmanna VR.

Nú hefur komið í ljós hvernig gamla VR klíkan ætlar að viðhalda völdum sínum í félaginu.

Margir muna eflaust eftir máli VR skugganna sem var hópur fólks sem varð undir í hallarbyltingu félagsmanna VR árið 2009. Í kjölfarið byrjaði hópurinn ásamt nokkrum starfsmönnum félagsins að plotta um hvernig svona slys eins og niðurstaðan úr fyrstu lýðræðislegu kosningum félagsins sýndi, endurtaki sig ekki.

Ég birti þessa tölvupósta á sínum tíma þar sem markmið hópsins var skýrt. Að beita öllum ráðum til að loka félaginu og koma því fólki sem kom óvelkomið inn í leyniklúbbinn í burtu sem allra fyrst.

Við sem komum ný inn í stjórnina í apríl 2009 var gert ljóst frá byrjun að við værum í minnihluta og ekki stæði til að vinna með okkur. Hefur það gengið svo langt að hópurinn hefur loks viðurkennd að geta ekki stutt fjölda góðra mála sem við höfum lagt fram vegna þess eins að þau séu frá okkur komin.  Þessi virki meirihluti sem hefur stýrt félaginu undanfarna áratugi sem einskonar prívat einkavinafélag fékk til liðs við sig Kristinn Örn, formann VR. En Kristinn Örn ákvað að vinna með þessu fólki í von um að fá stuðning þeirra til góðra verka, þrátt fyrir viðvaranir okkar um að hann yrði stunginn í bakið við fyrsta tækifæri sem nú er raunin.

VR skuggarnir bera þar af leiðandi alla ábyrgð á vísvitandi aðgerðarleysi félagsins í kjölfar hrunsins þar sem öll orkan hefur farið í að viðhalda klíkunni og finna eftirmann Kristins á bakvið tjöldin og koma okkur sem höfum hafnað þessum vinnubrögðum út úr stjórninni.  

Þeir sem standa fremstir í flokki skugganna sem kerfisbundið hafa unnið gegn hagsmunum félagsins og félagsmanna VR með þaulskipulögðu aðgerðarleysi og leynimakki eru í innsta koppi verkalýðsmafíunnar og lífeyrissjóðunum þar sem valdasirkusinn kemst sjaldnast fyrir augu almennings.

Stefanía Magnúsdóttir gætir hagmuna hópsins á skrifstofu VR en hún er í stjórn lífeyrissjóðs verslunarmanna, miðstjórn ASÍ og gegnir fjölda trúnaðarstarfa fyrir mafíuna.Sigurður Sigfússon stjórnarmaður í VR og stjórnarmaður í Stöfum lífeyrissjóði er einn þeirra og eru tengsl hans og lífeyrissjóðsins Stafi athyglisverð. Hann og Óskar Kristjánsson varastjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna og miðstjórnarmaður ASÍ fara fyrir hópi sem ætlar að fella formann VR í næstu kosningum og koma í veg fyrir að hann hreinsi út rotnu eplin á skrifstofu félagsins með því að svipta hann framkv.stjóra stöðu sinni á fundi sem verður haldinn þann 29.12 næstkomandi.

Formannsefni VR skugganna er athyglisvert en það er engin annar en Stefán Einar Stefánsson Siðfræðingur. Sami siðfræðingur og stóð fyrir frægri smölun í sjálfstæðisflokknum ekki alls fyrir löngu. Þetta er líka sami siðfræðingur og lagði blessun sína á vinnubrögð VR skugganna með úttekt, sem meirihlutinn keypti af honum með peningum félagsmanna, sem staðfesti að hópurinn byrjaði á samsærisplottinu gegn nýja fólkinu áður en við tókum formlega sæti í stjórn félagsins.

Nú stefnir hann á formanns framboð undir forystu VR skugganna.

Það var því aldrei ætlunin að fara að vilja félagsmanna og hleypa nýju fólki að með nýjar hugmyndir.

Meðfylgjandi er síðasti tölvupóstur hópsins þar sem siðfræðingurinn og VR skuggarnir boða til leynifundar í Hallgrímskirkju, af öllum stöðum. Vonandi er siðfræðingurinn betur að sér í guðfræðinni.

Ég mun svo birta ítarlega úttekt á málinu og aðdraganda þess í fleiri færslum þar sem ég fer yfir þátt hvers og eins í þessu máli sem verður vonandi til þess að félagsmenn VR fái að vita hvað raunverulega gerist á bakvið tjöldin þegar hvað harðast er sótt að launafólki.

Það skal tekið fram að sá sem þetta skrifar er ekki í kosningabaráttu.  

Það skal einnig tekið fram að með þessum pistli fylgir ekki stuðningsyfirlýsing á formann VR þvert á móti mun ég að öllum líkindum leggja fram vantrausttillögu ef hann sýnir ekki félagsmönnum þann sóma að standa við eitthvað af því sem hann lofaði þegar hann náði kjöri á sínum tíma og fer að fara eftir stjórnarsamþykktum félagsins.Formaður VR ásamt ríkjandi meirihluta hafa hafnað allri skoðun á Lífeyrissjóði Verslunarmanna. 

Það skal einnig árétta að hjá félaginu er mikið af frábæru starfsfólki sem þarf að lýða fyrir viðbjóðinn sem kraumar inní bakherbergjum verkalýðsmafíunnar.

Nú reynir hópurinn eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að félagsmenn fái beinan kosningarétt í félaginu. En til þess þarf að halda auka aðalfund þar sem allir félagsmenn geta mætt og kosið um lagabreytingarnar sem framundan eru á kosningalögum félagsins, vonandi fer sá fundur ekki undir ratar þeirra félagsmanna sem hafa áhuga á að geta notið grundvallar mannréttinda sem er kosningaréttur.

Ragnar Þór Ingólfsson,Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Bjarki Steingrímsson.

Stjórnarmenn í VR.

 

Úr tölvupósti:

From: Óskar Kristjánsson [mailto:oskark@xxx.is]
Sent: 21. desember 2010 09:05
To: 'Bergur Steingrímsson'; birgir.gudmundsson@xxxxx; Jón Magnússon - Stjórn VR; bv@xxxxx; 'Asta Rut Jonasdottir'; Guðrún Helga Tómasdóttir; i.birgisdottir@xxxxx; Sigurður Sigfússon - Stjórn VR; Bjarni Þór Sigurðsson; 'hildurmo@xxxxxx.i'; Jóhanna Rúnarsdóttir; Bjarni Þór Sigurðsson
Cc: 'Stefán Einar Stefánssson'
Subject: Fundur

Sæl öll

Eins og áður hefur komið fram var meiningin að hittast og ræða málin ásamt Stefáni Einari.

Vonandi komast sem flestir svo að fundurinn verði sem bestur og málefnalegastur.

Fundarstaður er Hallgrímskirkja farið er inn að norðanverðu sem sagt Tækniskólamegin á gaflinum þar er inngangur og upp á 2 hæð í fundarsal.

Mæting kl.18:00

Kv.

ÓK


Hefur Alþýðusambandið glatað umboði sínu og tilgangi vegna lífeyrissjóðanna?

Greinin birtist í morgunblaðinu 17.12.2010

Við vitum hverjir bera ábyrgð á hruninu en það vill gleymast hverjir bera ábyrgð á ástandinu. Útför heimila í boði ríkisstjórnarinnar í skjóli ASÍ."

Hverjir eru kostir og gallar almennra skuldaleiðréttinga fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóða ef við hugsum út fyrir lýðskrum verkalýðskónganna sem pakksaddir ropa um að ekki megi nota allt sparifé launamanna í að afskrifa allar skuldir. Í fyrsta lagi þarf ekki að nota allt sparifé launafólks og í öðru lagi er ekki verið að tala um að afskrifa allar skuldir eins og gert er með ófá fyrirtækin og skuldabréfalán lífeyrissjóðanna til tengdra aðila.
Forsendubresturinn, skerðingar á lífeyri og slæm staða er fyrst og síðast vegna óráðsíu í fjárfestingum sjóðanna. Ekki vegna skuldavanda heimilanna. Forsendubresturinn er viðbótarskerðing á lífeyri þeirra sem skulda, því skerðing á lífeyri bitnar hlutfallslega jafnt á öllum sjóðsfélögum.
Ef við tökum beinan kostnað lífeyriskerfisins við að skila til baka helmingi verðbóta frá ársbyrjun 2008, hafa sjóðirnir eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings yfir sama tímabil. Það kostar því um 63 milljarða eða 3,3% af heildareignum að koma til móts við skulduga sjóðsfélaga sem hafa tapað sínum mikilvægasta lífeyri á verðbólgubáli síðustu ára. Í því samhengi er rétt að taka fram að lífeyrissjóðirnir töpuðu yfir 43% af öllum eignum sínum á útrásarsvindlinu. Lífeyrissjóðirnir hafa aðeins viðurkennt brot af því tapi og til að setja það í samhengi voru 20% af öllum eignum lífeyrissjóðanna, fyrir hrun, bundin í hlutabréfum en þær eignir þurrkuðust út á einu bretti við fall bankanna. Eftir standa óuppgerðir gjaldmiðlasamningar, verðlaus og veðlaus skuldabréf útrásarfyrirtækjanna pökkuð inn í grátbroslega nauðasamninga með gjalddögum langt inn í framtíðina.

 

Hver er ávinningur sjóðsfélaga af almennum leiðréttingum?

Með stofnun Framtakssjóðs og fréttum af nýjustu áhættufjárfestingum lífeyrissjóðanna hafa þeir bundið framtíðarávöxtunarkröfu sína í smásölurekstri og þjónustu. Væntingar sjóðanna um heimtur eru þar af leiðandi bundnar við aukna neyslu, hagvöxt og bjartsýni í þjóðfélaginu. Aukið svigrúm skuldugra heimila er því beintengt afkomu sjóðanna af nýlegum fjárfestingum sínum. Aukin bjartsýni og réttlætiskennd hefði vafalítið jákvæð áhrif á samfélagið, almennan greiðsluvilja og betri heimtur af nauðasamningum sjóðanna. Það er því nær öruggt að þeir fjármunir sem lífeyrissjóðirnir leggja til almennra leiðréttinga muni skila sér til baka og vel það á tiltölulega skömmum tíma. Ólíklegt er að skerða þurfi lífeyri ef ríkið, með einfaldri lagasetningu, hækkar tryggingafræðileg vikmörk sjóðanna, tímabundið.

 

Hvað kostar að gera ekki neitt?

Það er mikil og raunveruleg hætta á stórfelldum skerðingum lífeyrisréttinda, náist ekki samfélagsleg sátt um lausnir á skuldavanda heimilanna. Hvað kostar það sjóðina og hver verður staða þeirra ef upp úr sýður í þjóðfélaginu, sem allt stefnir í? Verkföll, óstöðugleiki og viðvarandi kaupmáttarrýrnun mun hafa gríðarlega neikvæð áhrif á ávöxtun sjóðanna og heimtur á skuldabréfalánum til fyrirtækja og einstaklinga. Greiðsluvilji þeirra sem greiða af full- og yfirveðsettum eignum er að fjara út með degi hverjum. Það er því ekki að undra að manni finnist þeir skjóta sig í fótinn í umræðunni um lausnir á skuldavandanum.

Hver króna í aukið svigrúm fyrir heimilin er eina næringin fyrir mergsogin fyrirtækin sem stjórnendur lífeyrissjóðanna reiða sig á til að vinna upp tapið á útrásarsukkinu.

Hver er staða sjóðanna í þessu samhengi þegar þeir réttlæta áhættufjárfestingar með samfélagslegri ábyrgð um endurreisn atvinnulífsins. Hver er þá samfélagsleg ábyrgð þeirra gagnvart sjóðsfélögum og samfélaginu í heild. Sjóðirnir eru jú í grunninn samtryggingarkerfi. Niðurstaðan er sú að kostnaður við almennar leiðréttingar fyrir skulduga sjóðsfélaga er aðeins brot af því að gera það ekki. Ávinningurinn er hins vegar augljós. Sjóðsfélagar sem nutu hagstæðra óverðtryggðra húsnæðislána fá nú greiddan lífeyri með verðbótum þeirra sem nú reyna að koma þaki yfir höfuðið.

Lífeyrissjóðirnir bera höfuð ábyrgð á því þensluástandi sem skapaðist í kringum útrásarvitleysuna og bera því höfuðábyrgð á þeim forsendubresti sem varð á fasteignalánum almennings. Að hjálpa bara þeim verst settu eru klæðskerasaumuð úrræði fyrir fjármálastofnanir og lífeyrissjóði til að réttlæta afskriftir á þegar töpuðum kröfum. ASÍ kóngarnir hafa sagt sitt síðasta í þessum efnum, hafnað almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar. Allt vegna lífeyrissjóðanna sem hlýtur að vera áhyggjuefni. Ætli þeir hafni svo verkföllum launafólks til að verja ávöxtun lífeyrissjóðanna í gjaldþrota atvinnulífi? ASÍ tók upp hanskann fyrir auðvaldið og afgreiddi skuldavandann með sama hætti og Icesave. Að bregðast umbjóðendum sínum svo algerlega er samfélaginu og launafólki til háborinnar skammar.

Nú á ég að sætta mig við tímabundna ölmusu frá ríkinu í gegnum vaxtabótakerfið sem sárabætur fyrir þjófnað á okkar mikilvægasta lífeyri, sem er þak yfir höfuðið, horfa bjartsýnn fram á veginn, setja strik í sandinn, þegar mig flökrar enn við fortíðinni og óréttlætinu sem engan enda virðist taka. Nei takk!

Höfundur er sölustjóri og stjórnarmaður í VR.


Konungar Lýðskrumsins?

Í stað þess að svara málefnalegum og gagnrýnum spurningum kjósa verkalýðskóngarnir (milljónaklúbburinn) að tala sig í kringum hlutina með slíkum hætti að umbjóðendur þeirra sitja ringlaðir eftir. Þeir kjósa að fela sig á bakvið þögnina sem umlikur handónýta verkalýðsforystuna og fílabeinsturninn sem þeir búa í. 

Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins og vara stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Stöfum fer hamförum gegn þeim sem opna á sér munninn gagnvart lífeyrissjóðunum og leyfa sér að gagnrýna þá. Hann talar um heilindi og vönduð vinnubrögð hjá stjórnendum lífeyrissjóðanna þá sérstaklega hjá sínum lífeyrissjóði,Stöfum, þar sem hann er vara stjórnarmaður. Allir sem halda öðru fram eru lýðskrumarar af verstu sort.

Af því tilefni er ég með spurningu til Guðmundar sem hann hefur fengið í athugasemda færslur sínar en eyðir spurningunni jafnharðan út og ég set hana inn. Reyndar hefur Guðmundur og aðrir samkóngar hans fengið ráðleggingar PR-þræla sinna séð að spurningum frá mér verði alls ekki svarað með opinberum hætti, hverjar sem þær kunna að vera. Því hef ég ákveðið að spyrja hann aftur á heimasíðu minni og þannig með áberandi og opinberum hætti. 

Af hverju eru starfsmenn N1 skyldaðir til að borga í lífeyrissjóðinn Stafi? Er það vegna þess að stærsti einstaki skuldari Stafa er N1?

Samkvæmt samtali mínu við stjórnarmann Stafa sem einnig er starfsmaður N1, þá fóru þessar stærstu lánveitingar sjóðsins ekki fyrir stjórn. Eru þetta faglegu vinnubrögðin með sparifé launafólks sem þú, Guðmundur Gunnarsson, ert alltaf að tala um? Getur þú sem varastjórnarmaður í Stöfum lífeyrissjóði svarað mér hvort samþykktir og vinnureglur sjóðsins voru brotnar og eru þetta vinnubrögðin sem tíðkast hjá lífeyrissjóðum almennt? Hver er skuldastaða N1 og hverjar eru tryggingar, ef einhverjar eru, í skuldabréfalánum sjóðsins til N1? N1 er skuldsett langt umfram verðmæti og samkvæmt mínum heimildum eru skuldabréfalán Stafa, aftast í kröfuröðinni.

Hverjar verða raunverulegar heimtur þessara lána?

Í ársskýrslu Stafaá bls.15 kemur fram að N1 er langstærsti skuldari sjóðsins, síðan er farið yfir afskriftir á skuldabréfum frá hruni sem sýnir að Stafir voru í nákvæmlega sömu fjárfestingavitleysunni og aðrir sjóðir. 

Úr Samþyktum og vinnureglum Stafa lífeyrissjóðs. 

5.5 Stjórn sjóðsins fer með yfirstjórn hans. Stjórnin skal fjalla um allar meiriháttar ákvarðanir varðandi stefnumótun og starfsemi sjóðsins. Hún skal annast um að nægjanlegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna sjóðsins. Stjórn sjóðsins ræður framkvæmdastjóra, ákveður laun hans og önnur starfskjör og setur honum starfsreglur. Stjórn sjóðsins ræður forstöðumann endurskoðunardeildar eða semur við sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila til að annast skipulagningu innri endurskoðunar. Stjórn skal einnig móta innra eftirlit lífeyrissjóðsins og skjalfesta eftirlitsferla.

5.5.2 Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sjóðsins í samræmi við mótaða stefnu og fyrirmæli sem stjórn hefur gefið. Framkvæmdastjóri ræður starfsmenn til sjóðsins. Framkvæmdastjórinn er ekki kjörgengur sem stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum. Ákvarðanir sem eru óvenjulegar eða mikils háttar skal framkvæmdastjóri aðeins taka með sérstakri ákvörðun stjórnar eða samkvæmt áætlun sem samþykkt hefur verið af stjórninni. Sé ekki unnt að bera meiriháttar ákvarðanir undir stjórnarfund, skal haft samráð við formann stjórnar og aðra stjórnarmenn eftir föngum. Slíkar ákvarðanir skal síðan taka fyrir á næsta stjórnarfundi.

5.7 Stjórnarmaður lífeyrissjóðs eða framkvæmdastjóri má ekki taka þátt í meðferð máls ef hann hefur hagsmuna að gæta sem kynnu að fara í bága við hagsmuni sjóðsins. Sama gildir ef um er að ræða ákvarðanir sem tengjast fyrirtæki þar sem stjórnarmaður kann að eiga umtalsverðra hagsmuna að gæta sem eigandi, stjórnarmaður eða starfsmaður. Skylt er þeim, sem í hlut á, að upplýsa um aðstæður sem valda kunna vanhæfi samkvæmt framansögðu.  

5.7.1 Stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru til þess fallnar að afla ákveðnum sjóðfélögum, fyrirtækjum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna, umfram aðra eða á kostnað sjóðsins.

Í stað þess að stappa stálinu í launafólk og standa í lappirnar, tala verkalýðskóngarnir um ábyrgar kröfur og hversu lítið sé til skiptanna. Í stað þess að efla samstöðu ala þeir á meðvirkni,uppgjöf og hræðslu.

Þeir eru Konungar Lýðskrumsins?

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR


Hefur launþegahreyfingin glatað umboði sínu og tilgangi vegna lífeyrissjóðanna?

Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnendur lífeyrissjóðanna telja sig umboðslausa þegar kemur að lausnum á skuldavanda heimilanna.

 

Ekki vantaði þeim umboð við að koma heimilunum í þann vanda sem nú blasir við svo mikið er víst.

 

Sömu aðilar og segjast umboðslausir, gagnvart þeim sjóðsfélögum sem skulda fasteignalán, hafa ansi frjálslegt umboð til afskrifta og fjárfestinga í fyrirtækjum, burt séð frá því hversu áhættusamar eða gáfulegar þær kunna að vera.

Þeir hafa einnig ótakmarkað umboð til að skerða lífeyri fólks ef ákvarðanir um geymslustaði ævistarfsins, á víðavangi fjármálalífsins, reynast of auðfundnir af fingralöngum hvítflibbum.

 

Við vitum hverjir bera ábyrgð á hruninu en það vill gleymast hverjir bera ábyrgð á ástandinu.

 

Aðkoma lífeyrissjóðanna á lausn vandans er fyrst og fremst vegna verðtryggðra lána.

Hverjir eru kostir og gallar almennra skuldaleiðréttinga og hvað kosta þær sjóðsfélaga í raun og veru ef við hugsum út fyrir lýðskrum verkalýðskónganna sem pakksaddir ropa um að ekki megi nota allt sparifé launamanna í að afskrifa allar skuldir.

 

Í fyrsta lagi þarf ekki að nota allt sparifé launafólks og í öðru lagi er ekki verið að tala um að afskrifa allar skuldir eins og gert er með ófá fyrirtækin og skuldabréfalán lífeyrissjóðanna til tengdra aðila.Niðurstaða mín er sú að kostnaður sjóðsfélaga við almennar leiðréttingar er aðeins brot af því að gera það ekki.

 

Þó svo að forystusveit alþýðusambandsins telji ekkert athugavert við að skófla sparifé launafólks í misgáfulegar áhættu fjárfestingar og finni því allt til foráttu að sjóðsfélagar hafi eitthvað um málin að segja, svo sem lýðræði við kjör stjórna og gegnsæi svo eitthvað sé nefnt, þá taka þeir ekki mark á einföldum rökum og staðreyndum. Það er aðeins pláss fyrir eina skoðun innan ASÍ og eina rökrétta skýringin á algeru sinnuleysi á vandanum, eru gríðarleg völd þessara aðila.

 

Hvað kostar almenn skuldaleiðrétting lífeyrissjóðina?

 

Fyrst er rétt að taka fram að forsendubresturinn sem um ræðir er að miklu leiti til kominn vegna óráðsíu lífeyrissjóðanna í fjárfestingum þar sem ævisparnaður almúgans var notaður sem eldiviður á bálköst útrásarinnar.

Skerðingar á lífeyri og slæm staða sjóðsfélaga er fyrst og síðast vegna óráðsíu í fjárfestingum sjóðanna. Ekki vegna skuldavanda heimilanna.   

Ef ég fer yfir beinan kostnað lífeyriskerfisins að skila til baka helming verðbóta frá ársbyrjun 2008, þá hafa lífeyrissjóðirnir eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings yfir sama tímabil. Það kostar því um 63 milljarða eða 3,3% af heildareignum að koma til móts við skulduga sjóðsfélaga, sem hafa tapað sínum mikilvægasta lífeyri á verðbólgubáli síðustu tveggja ára.

Forsendubresturinn er viðbótar skerðing á lífeyri þeirra sem skulda. 

Þessi upphæð sem um ræðir ætti að vera innan tryggingafræðilegra vikmarka flestra deilda þó nokkrar færu yfir 15% vikmörkin, tímabundið. Það er því ólíklegt að sjóðirnir þurfi að skerða áunnin réttindi sjóðsfélaga sinna með þessari leið en með einfaldri lagabreytingu væri hægt að auka tryggingafræðilegt svigrúm sjóðanna,tímabundið.

Í því samhengi er rétt að taka fram að lífeyrissjóðirnir töpuðu yfir 40% af öllum eignum sínum á útrásar svindlinu. Lífeyrissjóðirnir hafa aðeins viðurkennd brot af því tapi og til að setja það í samhengi voru 20% af öllum eignum lífeyrissjóðanna,fyrir hrun, bundnar í hlutabréfum en þær eignir þurrkuðust út á einu bretti við fall bankanna. Eftir standa óuppgerðir gjaldmiðlasamningar, verðlaus og veðlaus skuldabréf útrásarfyrirtækjanna pökkuð inn í grátbroslega nauðasamninga með gjalddögum langt inn í framtíðina. 

Hver er ávinningur sjóðsfélaga á almennum leiðréttingum? 

Með stofnun Framtakssjóðs og fréttum af nýjustu áhættufjárfestingum lífeyrissjóðanna hafa þeir bundið framtíðar ávinningur og ávöxtunar kröfu sína í smásölurekstri og þjónustugeiranum. Væntingar sjóðanna um heimtur eru þar af leiðandi bundnar við aukna neyslu, hagvöxt og bjartsýni í þjóðfélaginu. Aukið svigrúm skuldugra heimila til neyslu er því beintengd afkomu sjóðanna á nýlegum fjárfestingum sínum.

Reyndar er skuldavandi heimilanna svo gríðarlegur að ólíklegt er að leiðréttingar á stökkbreyttum lánum fari í neitt annað en að koma af stað, hluta þeirrar neyslu sem fyrirtækin þurfa til að lifa. Það eitt að koma henni af stað verður til mikilla hagsbóta fyrir fyrirtækin og hagkerfið í heild. Kostnaður við skuldaleiðréttingar mun því skila sér hratt og að stórum hluta til baka.

Aukin bjartsýni og réttlætiskennd mun hafa mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið og markaðinn sem hefði vafalítið jákvæð áhrif á almennan greiðsluvilja og heimtur af nauðasamningum sjóðanna í því samhengi.  Það er því nær öruggt að þeir fjármunir sem lífeyrissjóðirnir leggja til almennra leiðréttinga muni skila sér til baka og vel það á tiltölulega skömmum tíma. Því er mjög ólíklegt að skerða þurfi lífeyri vegna skulda leiðréttinga.  

Hvað kostar að gera ekki neitt? 

Það er mikil og raunveruleg hætta á stórfelldum skerðingum lífeyrisréttinda, náist ekki samfélagsleg sátt um lausnir á skuldavanda heimilanna. Hvað kostar sjóðina að gera ekki neitt og hver verður staða þeirra ef upp úr síður í þjóðfélaginu, sem allt stefnir í? Verkföll,óstöðugleiki og viðvarandi kaupmáttar rýrnun munu hafa gríðarlega neikvæð áhrif á ávöxtun sjóðanna og heimtur þeirra á skuldabréfalánum til fyrirtækja og einstaklinga. Greiðslu vilji þeirra sem greiða af full og yfirveðsettum eignum er að fjara út með degi hverjum. 

Með kaupum lífeyrissjóðanna í félögum eins og Vestia,Icelandair og áhuga þeirra á Högum, hafa sjóðirnir í auknum mæli lagt undir með stöðugleika, kaupmáttar aukningu, væntingum og bjartsýni. Það er því ekki að undra að manni finnist þeir skjóta sig í fótinn í umræðunni um lausnir á skuldavanda heimilanna.  Hver króna í aukið svigrúm fyrir heimilin mun skila sér í aukinni neyslu sem er eina næringin fyrir mergsogin fyrirtækin sem stjórnendur lífeyrissjóðanna reiða sig á til að vinna upp tapið á útrásar ævintýrinu og borga framtíðar lífeyri okkar. 

Hver er staða sjóðanna í þessu samhengi þegar þeir réttlæta áhættufjárfestingar með samfélagslegri ábyrgð á endurreisn atvinnulífsins. Hver er þá samfélagsleg ábyrgð þeirra gagnvart sjóðsfélögum og samfélaginu í heild. Sjóðirnir eru jú í grunninn samtryggingarkerfi. 

Niðurstaðan er sú að kostnaður við almennar leiðréttingar fyrir skulduga sjóðsfélaga er aðeins brot af því að gera það ekki. Ávinningurinn er hinsvegar augljós. 

Nokkrir mikilvægir punktar: 

Sjóðsfélagar sem nutu hagstæðra óverðtryggðra húsnæðislána fá nú greiddan lífeyri með verðbótum þeirra sem nú reyna að koma þaki yfir höfuðið.  

Almenn skerðing bitnar hlutfallslega jafnt á öllum sjóðsfélögum ekki bara ”aumingja gamla fólkinu” eins og forseti ASÍ kallar það um leið og hann gerir lítið úr kröfum fólksins. 

Skerðingar á lífeyri sjóðsfélaga er fyrst og síðast vegna óráðsíu í fjárfestingum sjóðanna. Ekki vegna skuldavanda heimilanna.   

Ekki heyrist hóst né stuna um glóruleysið í fjárfestingum lífeyrissjóðanna og aðkomu þeirra að útrásarvitleysunni. Ekki hafa aðilar vinnumarkaðarins krafist þess að sjóðirnir fari í skaðabótamál á hendur þeim sem léku sjóðina okkar svo grátt en hátt hrópa þeir á þá sem spyrja spurninga. 

Lífeyrissjóðirnir hafa eignafært í bækur sínar yfir 126 milljarða í verðbætur verðtryggðra fasteignalána frá ársbyrjun 2008. Þetta er fyrir utan viðskiptafléttu sjóðanna og SÍ með íbúðabréfin frá Lúx, á vildarkjörum til að laga ömurlega stöðu sjóðanna.  

Það kostar sjóðina um 3,3% eða um 63 milljarða af eignum sínum að koma til móts við skulduga sjóðsfélaga sína og skila til baka að hluta, illa fengnum, verðbótum. 

Lífeyrissjóðirnir bera höfuð ábyrgð á því þenslu ástandi sem skapaðist í kringum útrásar vitleysuna og bera því höfuð ábyrgð á þeim forsendubresti sem varð á fasteignalánum almennings.    

Fasteignir sjóðsfélaga er okkar mikilvægasti lífeyrir. Það sjáum við best þegar við berum saman þá sjóðsfélaga sem hafa greitt í sjóðina í 40 ár eða meira sem ná fæstir upp í lágmarks viðmið og þurfa því viðbótar greiðslu frá ríkinu ,tryggingastofnun. Svo vel hefur þetta frábæra kerfi staðið sig. 

Forsendubresturinn er viðbótar skerðing á lífeyri þeirra sem skulda. 

Lífeyrissjóðir hafa aukið réttindi sjóðfélaga í áföngum frá árinu 1997 um nær 20% að raungildi en skert um 10%.Þannig eftir standa 9%.

Lýðskrumið nær nýjum hæðum þegar smákóngar verkalýðselítunnar mala um að Lífeyrir hafi hækkað að raunvirði meira en skerðingum nemur. Það vantar hinsvegar inn í kattar þvottinn að iðgjöldin voru hækkuð um 20% eða úr 10 í 12% yfir sama tímabil. 

Nú fer að styttast í að verkalýðskóngarnir sjálfir fari á lífeyri og því ekki að undra að þeir vilji sem minnst af unga fólkinu vita. 

Lífeyrisiðgjöld verkalýðs kónganna eru ekki til að kvarta yfir. Lífeyrisiðgjöld þeirra sem hæst hafa launin, slaga ein og sér upp í atvinnuleysisbætur umbjóðenda þeirra.   

Að hjálpa bara þeim verst settu eru siðlaus og klæðskerasaumuð úrræði fyrir fjármálastofnanir og lífeyrissjóði til að hafa sem allra mest út úr þegar töpuðum kröfum.

Kveðja,

Ragnar Þór Ingólfsson 

Höfundur er stjórnarmaður í VR, hefur aldrei tekið bílalán né myntkörfulán og er í skilum með allar sínar skuldbindingar.

 


Hver lánaði hverjum og hvað mikið?

Endurbirti hér grein um lánveitingar Lífeyrissjóðs Verslunarmanna til Skipta, Móðurfélags Símans. Greinina skrifaði ég í júlí 2009, meðfylgjandi eru skuldabréfaútgáfurnar í þessum verðlausu félögum. 

Sama fólkið semur um skuldina og lánaði peningana okkar.

Eiga Bakkavararbræður eftir að standa skil á skuldabréfi sem þeir gáfu út fyrir Skiptum (síminn)? Bréfið heitir Simi 06 1 og er 15 milljarða kúlulán sem selt var í lokuðu útboði. Gjalddaginn er einn og er í apríl 2014. Sjá viðhengi.

Í viðhenginu má einnig sjá að óefnislegar eignir (viðskiptavild) félagsins er 58,5 milljarður.

Hverjar eru líkurnar á því að Skipti (Síminn) fari í nauðasamninga árið 2014 ?

Stjórnarmeirihluti VR hefur alfarið hafnað þeirri tillögu minni að skoða gjaldeyrissamninga og lánveitingar sjóðsins til félaga tengdum Bakkavararbræðrum. Formaður VR Kristinn Örn Jóhannesson telur þessi mál ekki koma okkur við.

Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna hefur einnig hafnað allri skoðun en Stjórnin er nú að ganga frá nauðasamningum við sömu menn og komu landinu okkar á hliðina.

Stjórnarmenn fyrir hönd félagsmanna VR eru: Ragnar Önundarson sem var annar höfuðpaurinn í einu stærsta samkeppnislagasvindli Íslandssögunnar sem kennt er við kreditkortasvindlið.

Ásta Rut Jónasdóttir varaþingmaður framsóknarflokksins, Varaformaður VR og stjórnarmaður í ISAVIA.Stefanía Magnúsdóttir Stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ og Benedikt Vilhjálmsson stjórnarmaður í VR.

Þau bera við þagnarskyldu og bankaleynd aðspurð um hversu mikið af lífeyri félagsmanna okkar var mokað í félög tengdum Bakkavararbræðrum. Stjórnarmeirihluti VR hefur einnig hafnað allri skoðun á málinu.

Það er svolítið skrítið í ljósi þess að sjóðurinn mátti aðeins fjárfesta í skráðum skuldasbréfum í kauphöll íslands. Heildar skuldir þessara félaga eru ekkert leyndarmál og eru aðgengilegar á netinu. Sjá viðhengi. En þar er hluti af skráningarlýsingum skuldabréfanna sem sjóðurinn fjárfesti í.

Við vitum hvað fyrirtækin skulda en megum ekki vita hversu mikið VIÐ lánuðum þeim af OKKAR peningum.

Hvað er verið að fela?

Bakkavararbræður hafa ekki staðið skil a einni einustu skuldabréfaútgáfu sem þeir hafa gefið út. Þær eru annað hvort í vanskilum,endurfjármögnuð eða breytt í (verðlaust) hlutafé.

Félög þeirra hafa svo verið margsektuð af kauphöll íslands fyrir gróf brot á upplýsingaskildu, Exista, Bakkavör.

Og enn voru þeir sektaðir sektir hér og Hér.

Hvað fær stjórn VR og stjórnarmenn okkar í lífeyrissjóðnum til að trúa því að þessir menn komi til með að standa við gerða nauðasamninga? Hvaða hagsmunir og sjónarmið liggja raunverulega að baki.

Sama fólkið semur um skuldina og lánaði peningana okkar.

Eiga Bakkavararbræður eftir að standa skil á skuldabréfi sem þeir gáfu út fyrir Skiptum (síminn)? Bréfið heitir Simi 06 1 og er 15 milljarða kúlulán sem selt var í lokuðu útboði. Gjalddaginn er einn og er í apríl 2014. Sjá viðhengi.

Í viðhenginu má einnig sjá að óefnislegar eignir (viðskiptavild) félagsins er 58,5 milljarður.

Hverjar eru líkurnar á því að Skipti (Síminn) fari í nauðasamninga árið 2014 ?

 

Tengslin.

Meðal stærstu skuldara Kaupþings voru félög tengd tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna. 

Getur verið að félög þeim tengdum hafi fengið ótakmarkaðan aðgang að fjármagni í staðin fyrir að lána stærstu eigendum Kaupþings,Existu,Bakkavarar og Skipta sem voru langstærstu skuldrara lífeyrissjóðs Verslunarmanna

Stærstu skuldarar LV eru sem hér segir.

1.Skipti (síminn)

2.Bakkavör 

3.Landsvirkjun

4.Exista ( búið er að afskrifa töluvert af skuldum Existu sem líklega útskýrir 4 sætið.)

Lífeyrissjóður Verslunarmanna gerir langstærstu kröfuna í Kaupþing af öllum lífeyrissjóðunum.

Krafan nemur kr. 13.537.201.848,- eða tæpir 13,6 milljarðar. Sem er helmingi hærri upphæð en kröfur næstu sjóða á eftir.

Tengslin:

Gunnar Páll Pálsson

Fyrrverandi:Formaður VR,Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.,Stjórnarmaður í Kaupþingi,Lánanefnd Kaupþings.

Eiginkona Gunnars Pals

Ásta Pálsdóttir

Er Lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi og er skráð á innherjalista hjá FME sem slíkur.

Fjölskylda hennar á og rekur Atafl, gömlu keflavíkurverktaka. Atafl samsteypan sem fékk 50 milljónir Evra eða yfir 9 milljarða lán í gegnum Íslandsverktaka og tengd félög fra Kaupþingi samkvæmt lánabók.

Ásta Pálsdóttir er systir Bjarna Páls stjórnarformanns Atafls sem er þá mágur Gunnars Páls sem sat í lánanefnd bankans, stjórn og var stórnarformaður LV og formaður VR.

Þorgeir Eyjólfsson

Fyrrv.forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Framkv.stjóri eða Managing Director, Nasdaq OMX Nordic Exchange group.

Eiginkona Þorgeirs er Sigríður Kristín Lýðsdóttir starfsmaður hjá Kaupþingi.

Sonur Þorgeirs Lýður Þorgeirsson er sérfræðingur á fyrirtækjasviði Kaupþings.

Dóttir Þorgeirs Guðrún Þorgeirsdóttir er framkv.stjóri áhættustýringar hjá Existu og vara stjórnarmaður hjá Lýsingu.

Þau voru á lista morgunblaðsins yfir þá aðila sem fengu niðurfellingu á ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa.

Víglundur Þorsteinsson

Fyrrv.stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og eigandi BM-Vallár.

Fékk 62,2 mlljónir Evra eða um 11.2 milljarða í lán frá Kaupþingi samkv. Lánabók.

BM-Vallá hefur ekki skilað inn ársreikningum til ríkisskattstjóra síðan 1995 og er komið í greiðslustöðvun.

Sjá ársreikningaskrá.

Er BM-Vallá í lánabókum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna?

En það hlýtur að vera ein af forsendum lánshæfi fyrirtækja ásamt því að þurfa að standa skil á slíkum gögnum samkv.lögum.

Helga Árnadóttir Forstöðumaður Rekstrar- og fjármálasviðs VR er tengdadóttir Víglundar Þorsteinssonar. Hún er varamaður í stjórn lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Fyrirtæki sem tengjast tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna fengu tug milljarða fyrirgreiðslur frá kaupþingi,stærstu fjárfestingu lífeyrissjóðsins. Hver voru veðin?

Er þetta skýringin á því að lífeyrissjóður verslunarmanna vill með öllum tiltækum ráðum ganga til nauðasamninga við Bakkavararbræður um stjórn Existu og Bakkavarar.

Hvað er að finna í bókum félaganna sem ekki þolir dagsljósið?

Fengu stjórnendur sjóðsins einhver hlunnindi fyrir að kaupa kúlu skuldabréf án veða af félögum tengdum Bakkavararbræðrum? Voru þetta skilyrðin fyrir lánveitingum til félaga þeim tengdum?

Stjórnendur Existu vildu 1 milljarð á ári fyrir umsýslu á brunarústum Existu. Í dag má ætla að það fáist aðeins um 1-7% upp í kröfur. Ekki hafa afskriftir LV verið í samræmi við þær heimtur svo mikið er víst.

Hvaðan koma peningarnir? Ætla Bakkabræður að blóðmjólka fyrirtækin sem eftir eru í samstæðunni og setja rekstrarkostnað Existu og Bakkavarar að sjálfsögðu í forgang. Neytendur borga svo brúsan í formi hækkana á vöru og þjónustu viðkomandi fyrirtækja innan samsteypunnar. Síðan lengja þeir endalaust í skuldafréfaútgáfum sínum sem lífeyrissjóðirnir eiga, sem geta svo í framhaldi dreift tapinu smá saman yfir langan tíma? Það er útilokað að þetta reikningsdæmi gangi upp hjá þessum mönnum.

Hvað veldur því að Lífeyrissjóður Verslunarmanna hugleiði slíka samninga við aðila þegar klárlega liggur fyrir að mest fáist upp í kröfurnar með að skera burt blóðsugurnar.

Hvernig í ósköpunum geta stjórnendur LV og meirihluti stjórnar VR samþykkt að gengið verði til nauðasamninga við ábyrgðamenn hrunsins.

Á hvaða forsendum,við hverja og á hvaða gengi gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldeyrissamninga upp á 93 milljarða? Af hverju er stjórnarmönnum VR og sjóðsfélögum neitað um þessar upplýsingar sem geta haft veruleg skerðingaráhrif á lífeyrisréttindi okkar.

Til að stærstu eigendur Kaupþings,Exista og kjalar gera kröfur í gamla kaupþing upp á 300 milljarða, fyrir það eitt að taka stöðu gegn krónunni.

Það þurfti samt einhvern til að veðja á móti.

Ef Exista tók stöðu gegn krónunni sem skilar þeim vel á annan hundruð milljörðum en á sama tíma létu viðskiptavini sína,Kaupþings og Lýsingar, taka stöðu með krónunni með því að fjármagna húsnæði og bílasamninga í erlendri mynt sem örugga fjármögnun.

Í mínum bókum er þetta ekkert annað en stöðutaka gegn íslensku krónunni,almenningi og heimilum landsins.

Lífeyrissjóður verslunarmanna þvertekur fyrir að birta yfirlit yfir gjaldeyrissamninga og forsendur þeirra þrátt fyrir mikla óvissu um uppgjör þeirra sem getur haft veruleg áhrif á lífeyrisréttindi sjóðsfélaga.

Sjóðurinn hefur harðneitað að gefa upp hverjir voru útgefendur fyrirtækjaskuldabréfa sem sjóðurinn keypti fyrir á annan tug milljarða.

Sjóðurinn bar fyrst fyrir sig Bankaleynd en svo þagnarskyldu eftri að FME sendi mér álit þess efnis að bankaleynd ætti alls ekki við og óskiljanlegt væri að upplýsingar sem þessar væru ekki gefnar sjóðsfélögum.

Er ekki skrýtið í því samhengi að ég fékk þessar upplýsingar uppgefnar hjá Almenna lífeyrissjóðnum þó svo ég borgi ekki í hann? Hvað er verið að fela? 

Var það hrein tilviljun að krafa sjóðsfélaga um breytingar og gegnsæi voru hafðar að engu þegar nýr framkv.stjóri sjóðsins var ráðin til starfa. En það var Guðmundur Þórhallson fyrrum framkvæmdastjóri eignastýringar sjóðsins sem bar meðábyrgð á fjárfestingum hans með Þorgeiri Eyjólfssyni sem þáði 34 milljónir í laun ásamt fríðindum fyrir árið 2008.

Var ráðningasamningur Guðmundar sem er leynilegur til 7 ára tilviljun? En í 7 ár þarf sjóðurinn að halda í bókhaldsgögn, eftir þann tíma má kveikja á pappírstætaranum. Með nauðasamningum Bakkavarar og Existu lokast bækur þessa félaga.

"Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfuhafarnir treysti ekki núverandi stjórnendum Exista til að upplýsa um raunverulega stöðu félagsins. Kröfuhafarnir sem um ræðir eru skilanefndir gömlu bankanna þriggja auk Nýja Kaupþings. Saman hafa þessir aðilar myndað óformlegt kröfuhafaráð innlendra kröfuhafa Exista ásamt þremur lífeyrissjóðum; Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórnendum Exista við stýrið. Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu."

Á góðri íslensku á að dreifa tapinu yfir eins langan tíma og hægt er til þess eins að fegra stöðuna.

Þar sem innstreymi iðgjalda er margfalt hærra en útgreiðslur lífeyris þurfa sjóðirnir ekki að selja eignir til að standa við lífeyris skuldbindingar sínar vegna mikillar söfnunar sem á sér stað næstu 10-15 árin.

Ef þetta reynist rétt þá eru sjóðsfélagar sem greiða í Lífeyrissjóð Verslunarmanna að greiða lífeyri þeirra sem taka út í stað þess að safna réttindum sjálfir.

Sjóðsfélagar eru varðir fyrir þessu með lögum og ættu því að leita réttar síns eins og ég ætla að gera.

Stærstu fjárfestingar lífeyrissjóðs Verslunarmanna voru í Kaupþingi, Skiptum,Existu og Bakkavör.

Tapið

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar úr grein sem ég skrifaði 12 Des.2008 og versnaði staðan lítillega til áramóta og enn meira til dagsins í dag með falli Straums og Sparisjóðanna svo lítið eitt sé nefnt.

Innlend Hlutabréfaeign LV

 

Bókfærð eign

Lækkun í %

 

Staða 9.12 2008

 

Hlutur í %

árslok 2007

frá áramótin.

Núvirði.

Tap

Alfesca HF

0,9

369.533.000

42

214.329.140

155.203.860

Bakkavör Group

5,6

7.055.553.000

93

493.888.710

6.561.664.290

Century Alumnium Company

0,8

1.086.113.000

76

260.667.120

825.445.880

Exista HF

1,8

3.970.085.000

99

39.700.850

3.930.384.150

FL Group HF

0,6

1.138.976.000

100

0

1.138.976.000

Flaga Group HF

2,2

12.750.000

0

12.750.000

0

Glitnir Banki HF

0,8

2.470.348.000

100

0

2.470.348.000

Eimskipafélag Íslands

0,6

362.126.000

96

14.485.040

347.640.960

Icelandair Group HF

1,2

322.347.000

53

151.503.090

170.843.910

Kaupþing Banki HF

3,3

21.334.515.000

100

0 kr.

21.334.515.000

Landsbanki Íslands HF

3,2

11.612.675.000

100

0

11.612.675.000

Marel HF

2,4

988.063.000

21

780.569.770

207.493.230

Straumur Burðarás HF

1,7

2.586.952.000

81

491.520.880

2.095.431.120

Teymi HF

0,3

62.311.000

100

0

62.311.000

Össur HF

2

775.223.000

2

790.727.460

15.504.460

Verðbréfaþing ehf

12,9

1.556.000

0

1.556.000

0

Skipti ehf. Tap því bréfunum var skipt í bréf Existu.

8

2.475.000.000

100

0

2.475.000.000

VBS Fjárfestingarbanki H.F.

3,3

258.552.000

0

258.552.000

0

  

56.882.678.000

 

3.510.250.060

53.372.427.940

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

 

21,70%

  

19,80%

Heimildir

    

Tap

Euroland.com

     

Landsbankinn.is

     

Tap LV 2008 á innlendum hlutabréfum voru rúmir 53 milljarðar eða 20% af heildareignum sjóðsins.

Tap LV 2008 á gjaldeyrissamningum/afleiðusamningum var 15,7 milljarðar eða um 6% af heildareignum. Sjóðurinn gat með neyðarlögunm bjargað sér fyrir horn með því að skuldajafna þessu tapi (losna við að greiða samninginn) á móti tapi á skuldabréfaeign í bönkunum upp á sömu upphæð. Gríðarleg óvissa ríkir hinsvegar um uppgjör þessa samninga sem voru upp á 93 milljarða króna. þessir 15,7 milljarðar eru hinsvegar túlkun sjóðsins á tapinu sem verður afgreitt fyrir dómstólum því skilanefnd gömlu bankanna tók ekki í mál að afgreiða málin með þessum hætti.

Þessir tveir liðir þurkuðu út 26% af öllum eignum sjóðsins.

Í þessar tölur vantar upplýsingar um tap á skuldabréfaeignum sjóðsins í hálfgjaldþrota útrásarfyrirtækjum og skuldabréfaeign sjóðsins í gjaldþrota bönkum sem voru samtals 35 milljarðar. Lífeyrissjóður Verslunarmanna á líklega eftir að afskrifa um 15-17 milljarða á tapaðri skuldabréfaeign sjóðsins í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þeir segjast hafa skrifað niður lítin hluta taps á skuldabréfaeign sjóðsins í fyrirtækjum en neyta að gefa upplýsingar um stöðu þessara eigna,útgefendur og bókfært verðmat í dag, sem væri algerlega ástæðulaust ef ekkert væri verið að fela.

Tap LV 2008 á Skuldabréfaeignum sjóðsins gæti hæglega numið 26 milljörðum eða um 10% af heildareignum.

Með þessum þriðja lið gætu um 36% af öllum eignum sjóðsins hafa þurkast út.

Einnig vantar trúverðuga úttekt á erlendum eignum sjóðsins sem eru líklega verðlitlar miðað við spár sérfræðinga á borð við Robert Wade hagfræðiprófessors ofl. sem telja að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé tapaður.

Það kæmi mér ekki á óvart að tap LV sé að lágmarki 30-40% af heildareignum sjóðsins eða 80 - 110 milljarðar króna að nafnvirði.

Eignastaða sjóðsins í árslok 2007 var 269 milljarðar.

Eignastaða í árslok 2008 hefði átt að vera um 326 milljarðar með 3,5% Raunávöxtunarkröfu sem er lögbundin ávöxtunarkrafa, með mismun á iðgjöldum og útgreiðslum.

Eignastaða í árslok 2008 samkvæmt uppgjöri sjóðsins þegar búið er að reikna inn mismun á greiddum iðgjöldum og útgreiðslum var 249 milljarðar.

þetta þýðir 11,8% neikvæða nafnávöxtun sem er eignarýrnun frá 269 milljörðum í 237 milljarða. Mismunurinn á 249m og 237m eru greidd iðgjöld sjóðsfélaga 2008.

Ef við reiknum raunverulegt raun-tap sjóðsins miðað við framsetningu ársreikninga sjóðsins þá var raunávöxtun neikvæð um 77 milljarða uppreiknað með ávöxtunar kröfu fyrir árið 2008 en aðeins 32 milljarðar að nafnvirði. Þegar búið er að reikna inn iðgjöld sjóðsfélaga 2008 fer eignarýrnun í aðeins 20 milljarða að nafnvirði sem er tala sem mikið er notuð í
auglýsingaherferðum sjóðsins.

Það hljóta allir sem þjást af rökhugsun og almennri skynsemi að sjá að þessar tölur eru úr öllu sambandi við það sem gerst hefur á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis.

Raunveruleg eignastaða sjóðsins í árslok 2008, uppreiknuð af almennri skynsemi er í besta falli 188-195 milljarðar. Sem gerir mismun frá ætlaðri stöðu um 135 milljarða Neikvæða raunávöxtun.

Ósmekklegast við þetta allt saman er hversu einhliða fjárfestingarstefna LV var í fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir ofurlaun, glórulausa kaupréttar- og starfslokasamninga, innherjaviðskipti á dökkgráum svæðum, fjöldaframleiðslu á eigin fé og mútur sem síðan má krydda með einkaþotum, þyrluferðum, skemmtisnekkjum, sögusögnum um rándýrar laxveiði,skemmti- og fótboltaferðir með góðum slatta af dýrustu og flottustu hótelum heims.

Það sem verra er, er að verkalýðsforystan gekk fylktu liði með bros á vör og kvittaði undir þetta glórulausa bull enda nokkrir verkalýðsforkálfar í stjórnum stærstu lífeyrissjóðanna.

Tekjurnar

Lífeyrissjóðirnir hafa stórlagað eignastöðu sína með verðbótum húsnæðislána. 

Sjóðirnir hafa fengið um 100 milljarða í formi verðbóta af fasteignum landsmanna sem er ekkert annað en lögvarinn þjófnaður.

Hver er okkar mikilvægasti lífeyrir? Hvað kostar það samfélagið þegar stórskuldugir árgangar fara á ellilífeyri. Hvernig geta eldri borgarar framtíðarinnar orðið virkir neytendur ef stærstur hluti lágmarks framfærslu þeirra fer í skuldir. 

Lífeyrissjóðirnir voru og eru stærstu eigendur íbúðabréfa þ.e. bréfa íbúðarlánasjóðs,íbúðabréfa bankanna og síðast en ekki síst sóðsfélagalánin sem eru líklega ein öruggasta fjárfestingin á jarðkringlunni.

Lífeyrissjóðirnir hafa notað mismun á eignastöðu á milli ára sem framsetningu á uppgjöri til sjóðsfélaga. það sem fólk áttar sig almennt ekki á að inn í þessum tölum eru verðbætur. Verðbætur þessara lána rýrir eignahlut okkar í eigin fasteignum í bland við lækkandi fasteignaverð, gerir það að verkum að sjóðirnir stórbæta stöðu sína með því að hirða einn mikilvægasta lífeyrin okkar sem er þak yfir höfuðið.

Það er ömurlegt til þess að vita að sjóðirnir sjálfir áttu stóran þátt í því ástandi sem við okkur blasir, sjóðirnir okkar.

Rekstrarkostnaður

Rekstrakostnaður Lífeyrissjóðanna með innlendum fjárfestingagjöldum er varlega áætlaður um 3,2 milljarðar á ári. Í þessar tölur vantar erlend fjárfestingagjöld sem eru yfirleitt hluti af fjárfestingunum sjálfum og gæti hæglega tekið heldarkostnað við kerfið og fjárfestingar þess í 5 milljarða árlega.

Dæmi um rekstrarkostnað með innlendum fjárfestingagjöldum fyrir árið 2007´.

Hér er dæmi um rekstrarkostnað nokkurra stærstu lífeyrissjóðanna.

 

Rekstrarkostn.

Launakostn.

Stöðugildi

Forstj.laun

Lsj. starfsmanna ríkisins

815.281.000

245.000.000

38,4

19.771.000

Lífeyrissj. Verslunarmanna

424.426.000

269.000.000

27,5

30.000.000

Gildi lífeyrissjóður

367.750.000

188.373.000

23

21.534.000

Sameinaði Lífeyrissjóðurinn

237.346.000

135.463.000

16

16.768.000

Stapi Lífeyrissjóður

173.494.000

86.000.000

11,6

12.917.000

Stafir

153.420.084

94.290.790

10,5

19.048.011

     

Samtals.

2.171.717.084

1.018.126.790

127

120.038.011

Þetta eru 6 af 37 sjóðum sem taka við iðgjaldi. Hafa ber í huga að margir þeirra eru smáir og umsýsla þeirra í höndum banka eða fjármálafyrirtækja sem taka veglegt umsýslugjald fyrir.

 

Hvað hafa sjóðirnir gert eftir hrunið?

ASÍ og SA stjórna sameiginlega lífeyrissjóðum okkar í gegnum landsamband lífeyrissjóða og hafa þvertekið fyrir að skattleggja lífeyrisgreiðslur fyrirfram sem gæti skilað ríkissjóði tekjum sem jafngilda um 5% hækkun á tekjuskattstofni frá fyrsta degi án þess að nokkur taki eftir því. Nema lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að losa vonlausar bréfaeignir mun fyrr til að standa undir lífeyrisskuldbindingum. Þá fyrst kæmi raunverulegt eignaverðmæti sjóðanna í ljós enda stórlega ofmetnar.Lífeyrissjóðirnir voru ekki með neinar sólarvarnir fyrir útrásarsólinni sem skilið hefur eftir sig rjúkandi brunarústir allstaðar sem hún skein og hún skein glatt á sjóðina svo mikið er víst.

Lífeyrissjóðirnir neituðu að koma að uppbyggingu og endurreisn samfélagsins eftir útrásarsukkið sem þeir áttu stóran hlut í að skapa og fjármagna. Þeir kúguðu Ríkið til að fallast á skuldajöfnun með neyðarlögunum til að breiða yfir eigin skít og reyndu ennfremur að fá ríkið til að ganga að kröfum þeirra um eigið mat á uppgjöri gjaldeyrissamninga sem síðar varð til þess að samkomulag náðist um að fara með samningana fyrir dómstóla. Það breytir þeirri staðreynd ekki að ef við greiðum ekki fyrir samningana með skertum lífeyri þá gerum við það í formi aukins kostnaðar sem fellur á ríkið.

Tapið er staðreynd úr hvorum vasanum kemur tapið.

Við vitum þó hverjir töpuð peningunum og við vitum líka hverjir eiga að borga. Við viljum hinsvegar vita hverjir eru ábyrgir. Þú skammar lítið barn sem komst í sælgætisskálina á stofuborðinu,einhver hlýtur ábyrgð þess sem skyldi skálina eftir að vera enda fékk barnið skyndilega óheftan aðgang að sælgæti, án eftirlits.

Sjóðirnir þvinguðu í gegn lagabreytingu í desember 2008, á hraða sem á sér vart fordæmi á alþingi, um breytingar á tryggingafræðilegum útreikningum vegna fráviks á eignum og skuldbindingum úr 10% í 15% sem þýðir að lífeyrissjóðirnir þurfa síður að skerða réttindi sjóðsfélaga og fá meira svigrúm til að vinna tapið til baka á kostnað þeirra sem nú greiða inn. Einnig fá lífeyrisjóðirnir miklu rýmri heimildir til að fjárfesta og þá sérstaklega í óskráðum félögum.

Þessar breytingar á tryggingafræðilegri úttekt sjóðanna er annaðhvort gerð til að kaupa sér tíma meðan sjóðirnir standa afar illa eða rennur stöðum undir þær gagnrýnisraddir m.a.greinarhöfundar um að við séum að fá allt of lítið úr kerfinu miðað við það sem við greiðum í það.

Tryggingastærðfræðingar hótuðu mér málsókn fyrir að halda því fram að við sjóðsfélagar fáum of lítið fyrir okkar snúð. Það er undarleg stærðfræði á bak við það að raunávöxtun sjóðsins hafi verið neikvæð um 77 milljarða eða um 27% á síðasta ári og ekki þurfi að koma til skerðingar. Ekki skrítið að títtnefndir tryggingastærðfræðingar séu afar viðkvæmir fyrir gagnrýni á sjóðina enda hafa þeir til hnífs og skeiðar vegna þeirra.

Þeir einfaldlega setja nægilega mikið af forsendum í formúluna til að fá út áunnin réttindi uppá 1.341 krónu fyrir hverjar greiddar 10.000kr. tryggingastærðfræði verður aldrei flóknari en forsendurnar í jöfnunni. Það er hægt að líkja þessu við vinningslíkur í spilakössum, það fer ákveðin hlutfallsleg upphæð út á móti því sem fer inn eftir þar til gerðum forsendum.

Ég vona svo sannarlega að tryggingastærðfræðingar standi við stóru orðin og fari í mál við mig. Hverjar forsendurnar verða er mér hulin ráðgáta.

Rétt eins og nafntoguð endurskoðendastórfyirtækin sem kvittuðu svo upp á allt saman og okkur sauðsvörtum almúganum talin trú um að blekið í pennum þeirra sé álíka heilagt og jesús kristur. Annað hefur nú komið á daginn.

Þeir voru séðir þegar greiða átti út séreignasparnaðinn. þ.e. þeir fengu ríkisstjórnina á einu sunnudagskvöldi til að setja þak á greiðslurnar. Hámark 1 milljón á mann, greitt út yfir 10 mánaða tímabil. Sjóðirnir gátu með þessu notað iðgjöldin til að greiða okkur út í stað þess að selja vonlausar bréfaeignir sínar.

Úr yfirlýsingu frá Landssamtökum Lífeyrissjóða:

„Tillögur um fyrirframgreiðslu á séreignarsparnaði þurfi að taka mið af því að ekki sé hægt að greiða séreignarsparnað út nema búið sé að selja verðbréf sem fjárfest hefur verið í. Til þess að hægt sé að selja fjárfestingar og breyta í laust fé þurfi einhver kaupandi að vera til staðar. Í dag sé seljanleiki á verðbréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóðanna.

Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfestingum í laust fé sé hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki, þó að ekki takist að selja nema lítinn hluta þeirra. Raunveruleg hætta sé á að eignaverð myndi lækka verulega og ekki væri hægt að greiða sjóðfélögum séreign sína út. Inneign allra sjóðfélaga myndi skerðast, óháð því hvort þeir óski eftir fyrirframgreiðslu."

Úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2009 eftir þá Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, Marinó Örn Tryggvason, forstöðumann eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi og Tryggva Guðbrandsson, framkvæmdastjóra íslenska lífeyrissjóðsins,

Þetta eru sömu mennirnir og segja okkur að eignarýrnun lífeyrisjóðanna séu í mesta lagi 2,3% að nafnvirði.

Í dag greiða sjóðirnir út lífeyri með inngreiðslum.

Stóra spurningin er: Ef sjóðirnir eiga erfitt með að koma eignum í verð miðað við markaðsaðstæður í dag, hvernig verður það eftir 25 ár þegar sjórðirnir þurfa að selja frá sér eignir í stórum stíl til að standa undir skuldbindingum sínum. Það er aðeins einn aðili sem á möguleika á því að leysa til sín svo mikið af eignum. Það erum við sjálf!  Ríkið.  


 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ætla lífeyrissjóðirnir að fjármagna MP banka?

Heyrst hafa fréttir af viðræðum forsvarsmanna MP banka við lífeyrissjóðina, í gegnum framtakssjóðinn, um endurfjármögnun bankans.

Hver eru þolmörk okkar sjóðsfélaga á fjárfestingaleikjum lífeyrissjóðanna sem nú hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum skuldugra félaga sinna.

Það er algerlega siðlaust að nota illa fengnar verðbætur á fasteignalánum okkar í enn eitt bullið.

Þorgeir Eyjólfsson sem var áður forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna starfar nú sem Framkvæmdastjóri Eignastýringarsviðs MP banka. Þorgeir fékk greiddar tæpar 33 milljónir frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna í fyrra.

Þorgeir tók allar meiriháttar ákvarðanir fyrir hönd sjóðsins árin fyrir hrun og gerði rannsóknarnefnd alþingis alvarlegar athugasemdir við náin tengsl í fjárfestingum. Undir stjórn Þorgeirs gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldmiðlasamninga upp á rúmlega 93 milljarða króna. Ekki sér fyrir endan á tapi sjóðsins á þeim gjörningi.

Hér getum við rifjað upp tengslin.

Hvenær segjum við Stop við þessari vitleysu sem virðist engan endi ætla að taka.

Tap MP banka voru 2 milljarðar á fyrri helmingi ársins.

  

Séreignastefnan og asninn ég.

Ef hugsunin nær ekki út fyrir sjúkan lagaramma sérhagsmuna er lítið um lausnir og úrræði. Eru valdhafar að vinna stríðið við almúgann?

Það mikilvægasta fyrir framtíðina er að byrði á framtíðarskattkerfið, sem afkomendur okkar koma til með að halda uppi, verði sem minnst.

Við rekum lífeyriskerfi sem byggist á þenslu, skuldaþrælkun og eignamyndun af stærðargráðu sem vonlaust er að geyma í svo litlu hagkerfi, hvað þá að losa þær. Er ekki kominn tími til að byggja upp nýtt kerfi á grunni þess gamla sem gerir ungu fólki kleift að koma þaki yfir höfuðið og safna lífeyri á sínum eigin forsendum?

Ástæða bágrar stöðu lífeyrisþega í dag er ekki eingöngu sú að eignir sjóðanna brunnu upp á einhverju ímynduðu verðbólgubáli heldur að stjórnendur sjóðanna, sem voru um 90 talsins þegar mest var, stóðu ekki undir væntingum um að geyma peningana sem nú á að nota.

Það er ekki einfalt að brauðfæða í framtíðinni með þessum hætti og virðist ekkert auðveldara að geyma peninga en mat. Er því ekki að undra að sveltandi lýðurinn horfir spyrjandi á troðfullar matarkistur lífeyrissjóðanna sem telja okkur trú að um ferskmeti sé að ræða og alls ekki megi nota. Er farið að rotna í matarkistunum nú þegar og í hvaða ástandi verður innihaldið eftir 20 ár?

Þeir lífeyrisþegar sem standa best í dag eiga skuldlausar eða skuldlitlar eignir og hafa jafnvel náð að spara lítilræði með því að leggja til hliðar framhjá lögbundna kerfinu. Þessi hópur fer á lífeyri sem virkur neytandi til mikilla hagsbóta fyrir hagkerfið. Þetta vitum við, en við vitum ekki hvernig ástand skapast þegar afkomendur okkar verða skattpíndir til að halda uppi félagslegu húsnæðiskerfi og lágmarksframfærslu þegar skuldaþrælar nútímans fara eignalausir á lífeyri.

Stjórnvöld tala um að séreignastefnan sé liðin undir lok.

Ég tel að séreignastefnan hafi kennt okkur hið gagnstæða og hversu mikilvægt er að við bindum lífeyri okkar og framtíð í séreign.

Rekstrarkostnaður lífeyriskerfisins með innlendum fjárfestingagjöldum er ekki undir 3,3 milljörðum á ári sem jafngildir því að iðgjöld 11.458 einstaklinga með 200.000 kr. á mánuði fara í ekkert annað en að standa undir rekstrarkostnaði sjóðanna. Við þennan kostnað bætast svo erlend fjárfestingagjöld.

Hvað verða sjóðirnir búnir að tapa lífeyri okkar mörgum sinnum áður en við þurfum á honum að halda?

Það verður að hugsa kerfið upp á nýtt, jafna réttindi og fækka sjóðunum. Umræðan undanfarnar vikur um lýðskrum og rangláta mótmælendur er það versta sem ég hef orðið vitni að frá hruni. Sorglegast af öllu þykir mér hvernig áróðursvélar valdhafa virðast ná heljartökum á samfélaginu.

Mikið er í húfi fyrir valdhafa þessa lands að vinna stríðið við almúgann og troða á öllu sem heitir réttlæti og almenn skynsemi.

Ef hugsunin nær ekki út fyrir sjúkan lagaramma sérhagsmuna er lítið um lausnir og úrræði. Það væri óskandi að forystusveit verkalýðsins mótmælti óréttlætinu eins kröftuglega og hún mótmælir lýðskrumi þeirra sem vilja raunverulegar breytingar í stað endurreisnar sömu kerfisvillunnar og hrundi, og mun hrynja kerfisbundið um ókomna tíð.

En vissulega þurfum við að vera raunsæ alveg eins og pistlahöfundur hugsar með raunsæislegum hætti um framtíð sína og fjölskyldu.

Ef ég á að koma með raunsæislegar lausnir verð ég að hugsa út fyrir rammann, út fyrir lagaramma sérhagsmuna, út fyrir regluverk græðgisvæðingar, út fyrir samtryggingu valda, út fyrir pólitíska hagsmuni og út fyrir raunsæi þeirra sem allt þykjast vita um raunsæi.

Hugtök eins og kjölfestufjárfestar hljóma óþægilega kunnuglega nú þegar hrægammarnir sem græddu, og bera ábyrgð á óförum þjóðar, eru komnir heim með þýfið og spila sig saklausa bjargvætti í gervi fagfjárfesta.

Þjófur er sá kallaður sem stelur sér til matar en þeir sem stela milljörðum á kostnað heillar þjóðar,fagfjárfestar.  

Raunsæi ríkisstjórnarinnar í skattamálum má líkja við klyfjaðan asna. Í stað þess að létta honum byrðina svo hann komist lengra og léttari inn í framtíðina, verði duglegur, framleiðinn, jákvæður og vinnusamur asni, er lausn ráðamanna á vandanum að skella meiri byrðum á asnann. Asninn fer hægar yfir með hverju pundi sem á hann er lagt, alveg þangað til hann örmagnast og allir hinir asnarnir sem eftir eru þurfa að taka við því sem sá örmagna réði ekki við.

Er skrýtið að manni líði stundum eins og asna við að hlusta á ropið í pakksöddum ráðamönnum.

Yfirfullt hagkerfi heimsins af bréfaeignum og pappírsskuldum þarf stöðugt að leiðrétta sig með gríðarlegum eignatilfærslum sem stjórnað er af öflum sem hafa sjálfskipaðan einkarétt á að framleiða peninga úr þunnu lofti á kostnað allra hinna sem fyrir eru. Spákaupmenn og braskarar sem veðja á allt frá nauðsynjavörum sveltandi ríkja til ríkisgjaldmiðla hinna ríku, maka svo krókinn á öllu saman í skjóli laga og leyndarhyggju.

Allt er þetta gert á kostnað alþýðu allra landa. Að réttkjörnir gæslumenn okkar skuli verja þetta sjúka kerfi sem verið er að reisa á sömu brauðfótum og það síðasta sem hrundi er ömurlegt og ólíðandi.

Hver er lausnin á vandamálum samfélags sem uppfullt er af réttmætri vantrú og reiði? Vandamálin eru í rituðu máli, orðum og tölum.

Það vantar sárlega til valda, kjarkmikið hugsjónafólk sem er tilbúið að breyta forsendum á blöðum með penna að vopni, tilbúið að strika út óréttlæti og skrifa inn réttlæti.


Lífeyrisstjórnendur í tilvistarkreppu.

Í grein eftir Ragnar Önundarson,Varafomann lífeyrissjóðs verlsunarmanna og framtakssjóðs íslands, bendir hann á að:

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafði aukið réttindi sjóðfélaga í áföngum frá árinu 1997 um nær 20% að raungildi. Á miðju þessu ári voru 10% tekin til baka með almennri skerðingu, sem er miður. Eftir stendur samt 9% raunhækkun lífeyris.

Ragnar Önundarson gleymir að geta þess að lífeyrisiðgjöld voru hækkuð um 20% yfir sama tímabil eða úr 10% í 12%. Maður verður stundum langþreyttur á að hlusta á bullið í þessum smákóngum sem eru í alvarlegri tilvistarkreppu.

RÖ heldur áfram. 

Fáeinir áhugamenn um skuldavanda heimilanna hafa beint spjótum sínum að lífeyrissjóðum sínum í von um vinsældir. Öll er sú umræða rammskökk. Munum að þeir sem skulda eru líka í lífeyrissjóðum. Þegar kreppan verður liðin hjá munu þeir aftur líta bjartsýnir fram á veginn í ljósi þess sparnaðar sem þeir eiga þar.

Það er spurning hver er skakkur í skrifum. 

Hafa ber í huga að aðilar vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðirnir hafa lagst mjög gegn afnámi verðtryggingar sem og almennum niðurfærslum skulda.
Sjóðirnir hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur húsnæðislána frá ársbyrjun 2008. Þessi gríðarlega eignartilfærsla hefur stórlagað eignastöðu sjóðanna eftir mikið tap á fjárfestingum í félögum kennd við útrásina.

Lykilatriði í þessu samhengi er að lífeyrir er ekki verðtryggður þar sem sjóðirnir hafa heimild, samkv. lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda frá 1997, til að skerða réttindi einhliða ef þeim tekst illa upp í fjárfestingum. Verðtryggingin er eingöngu viðmið þegar réttindi er reiknuð út.

1.Þegar forseti ASÍ talar um aumingja gamla fólkið þegar hagsmunasamtök berjast fyrir almennum leiðréttingum á hann að tala um alla sjóðsfélaga.
Skerðing á réttindum er alltaf flöt skerðing sem ALLIR sjóðsfélagar þurfa að taka á sig, hlutfallslega jafnt.

2.Verðbætur fasteignalána er því viðbótar skerðing á lífeyri þeirra sem skulda.
 
3.Verðbætur fasteignalána sem hafa verið yfir 126 milljarðar frá ársbyrjun 2008 og eru eignafærðar í bækur sjóðanna skiptast jafnt á milli allra þeirra sem eiga réttindi í lífeyrissjóðunum á kostnað þeirra sem skulda. Eftir því sem skuldir sjóðsfélaga eru hærri, meiri mismunun í kerfinu.Verðbæturnar eru svo notaðar til fjárfestinga í framtakssjóðum sem er nýyrði yfir áhættufjárfestingasjóði.

4.Sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum og framtíðar hagsmunum þeirra er því gróflega mismunað vegna verðtryggingarinnar.

Lífeyrissjóðir leita nú fjölbreyttra leiða til að endurheimta glataða ávöxtun. Ein þeirra er að stofna Framtakssjóð Íslands. Þessi almenningseign á að vera sá kjölfestufjárfestir sem kemur félögunum aftur á markað og í hendur nýrra eigenda til framtíðar. Honum er ætlað að taka við fyrirtækjum sem bankar hafa fengið í fangið og orðið að afskrifa á. Hlutverk hans er svo að vinna enn frekar úr málum, bæta reksturinn, auka verðmætin og selja loks félögin í fyllingu tímans. Þeir sem blogga og skrifa með svörtu galli hafa óskapast yfir því að keypt séu félög sem hafa átt í erfiðleikum. Einnig þetta snýr á haus, það eru einmitt slík félög sem mest er upp úr að hafa að endurskipuleggja.

Það þarf varla að taka það fram að Ragnar Önundarson var einn höfuðpaurinn í stærsta samkeppnissvikamáli íslandssögunnar og kostaði íslenska neytendur gríðarlegar fjárhæðir.RÖ er nú í lykilstöðu í íslensku viðskiptalífi eftir að hafa verið settur út í kuldann vegna samkeppnislagabrota kortafyrirtækjanna. Hann situr þar í umboði meirihluta stjórnar VR.

RÖ talar svo um hversu lítið sjóðurinn hafi tapað en gleymir að minnast á hvernig handónýtar bréfaeignir sjóðsins eru bókfærðar eftir skrautlega nauðasamninga við hrungerendur. Einnig hefur sjóðurinn bókfært gengishagnað af erlendum eignum en ekki tapið á gjaldmiðlasamningum.

Það er stundum erfitt að greina í bullið sem vellur upp úr stjórnendum kerfisins en ekki í þessu tilfelli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband