Ætla lífeyrissjóðirnir að fjármagna MP banka?

Heyrst hafa fréttir af viðræðum forsvarsmanna MP banka við lífeyrissjóðina, í gegnum framtakssjóðinn, um endurfjármögnun bankans.

Hver eru þolmörk okkar sjóðsfélaga á fjárfestingaleikjum lífeyrissjóðanna sem nú hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum skuldugra félaga sinna.

Það er algerlega siðlaust að nota illa fengnar verðbætur á fasteignalánum okkar í enn eitt bullið.

Þorgeir Eyjólfsson sem var áður forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna starfar nú sem Framkvæmdastjóri Eignastýringarsviðs MP banka. Þorgeir fékk greiddar tæpar 33 milljónir frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna í fyrra.

Þorgeir tók allar meiriháttar ákvarðanir fyrir hönd sjóðsins árin fyrir hrun og gerði rannsóknarnefnd alþingis alvarlegar athugasemdir við náin tengsl í fjárfestingum. Undir stjórn Þorgeirs gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldmiðlasamninga upp á rúmlega 93 milljarða króna. Ekki sér fyrir endan á tapi sjóðsins á þeim gjörningi.

Hér getum við rifjað upp tengslin.

Hvenær segjum við Stop við þessari vitleysu sem virðist engan endi ætla að taka.

Tap MP banka voru 2 milljarðar á fyrri helmingi ársins.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég held að flestir hafi nú þegar sagt stopp við þessu rugli (a.m.k. í hljóði). Spurningin er hvaða úrræðum er hægt að beita til þess að stoppa þetta?

Sumarliði Einar Daðason, 30.11.2010 kl. 13:25

2 identicon

Það er enginn áhugi eða vilji til að stoppa þetta, né koma í veg fyrir sukkið í framtíðinni. Ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi, þá væri búið að stoppa þetta, ekki satt !!!

Okkur líður vel í skítnum og ríghöldum í þetta skíta samfélag, þar sem hópsál íslenzku þjóðarinnar rígheldur í gömlu vinnubrögðin og engu má breyta. Lengi lifi gamla góða íslenzka establishmentið !!!

Höskuldur Höskuldsson (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Ég hef setið tvo síðustu ársfundi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í háltómum sal þar sem varðhundar gamla kerfisins voru í miklum meirihluta. Við getum gert allt og breytt öllu ef við stöndum saman og látum okkur málin varða. Alveg eins og ég er að gera í pistlum mínum og með því að mæta á fundina og mótmælin.

Þessu stríði megum við alls ekki tapa. Við töpum því aldrei ef við gefumst aldrei upp. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 30.11.2010 kl. 13:45

4 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð. Það er svo satt að ekkerthefur breyst og ekkert á að breytast á þessu skeri. Ég bara trúi því ekki að þetta gangi í gegn og Þorgeir fái að halda áfram að stela úr okkar sjóðum.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 30.11.2010 kl. 14:04

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég sagði stopp í nóvember 2008, síðan þá hafa lífeyrissjóðir ekki fengið krónu frá mér.  Ég held að það verði einfaldlega að finna leið til að sniðganga hyskið, það er borin von að það skili krónu til baka það á aðeins eftir að ásælast meira.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2010 kl. 14:40

6 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Nú eru þeir komnir á fullt við að kæfa niður hugmyndir um aðkomu sjóðanna á skuldavanda heimilanna. Það er alveg á hreinu að stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa sagt sjóðsfélögum stríð á hendur.

Ragnar Þór Ingólfsson, 30.11.2010 kl. 15:54

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Aðalvandamálið í fjármálum Íslendinga er að hér gerir [expects] illa læs fjármálamannauðurinn ráð fyrir að verðbólga [ávöxtunarkarfa yfir raunvirðis hækkun á uppgjörstímabili til afskrifta á því næsta: erlendis]  vaxi á hraða  í öðru veldi.

Það er að ef hún er 3% á ári þá verði hún [(1,03 í  veldi 30) -1] x100% = 143% eftir 30 ár [samanber að hlutbréf seljast illa hér en skuldbréf geðveikislega vel í samanburði ].

Alþjóðlegu stöðugleika fræðin meir en 100 ár gömul gera ráð fyrir meiri rólegheitum eða hún vaxi línulega. Það er ef hún er 3% þá er hún 90% eftir 30 ár.

Mig grunar að þessi 53% vanafskriftir kost hér samsvarandi hrun gagnvart erlendum lánadrottnum á 25 ára fresti.

Sannarlega hefur CPI mælt verðbólgu í USA síðustu 30 ár um 96% eða um 3,2% línulegan vöxt. Einnig hefur CPI mælt verðbólgu í UK um 106% eða um 3,4% línulegan vöxt síðustu 30 ár.  UK hefur á tímabilinu farið niður í -5,0%

Nú er greinlega verið að stilla USA af um 6% og UK um 16%. Til að hltufallslegur stöðuleiki ruglist ekki á alþjóðlegan mælikvarða.

Ég get staðfest að til að stýra langtíma efnahagslegum gunn jafngreiðslu skuldbréfasjóðum. með til til þess að reikna út nafnvexti á hverjum tíma til afskrifa ekki og mikið eða ,lítið miðað við ávöxtunarkröfu, hefur ekki verið á færi Íslendinga hingað til.   

Seðlabankar gera ráð fyrir [expects]  stöðuleika, neytendur vænta [expect] hinsvegar þess sem þeir hafa ekki tól og tæki til stýra. 

Merkingin expect = hope tengist almennum neytendum í USA.

 Langtíma skuldabréfa lán eru kjölfestan í efnahagsgrunni allra þroskaðra samfélaga.  

Tossarnir í samburði er hér út um allt. Gylfi Magnússon segir að vextir á jafngreiðslulánum  sé mestir fyrst vegna formúlunar sem dreifir vöxtum á greiðslurnar.

Hinsvegar eru heildavextirnir fyrir dreifingu að mestu leyti afskriftir=verðbætur á alþjóðlega mælikvarða.

Þess ætti hann að skilgreina á vef Háskóla Íslands að afskriftir eru mestar til að byrja með þar sem þær bæta upp verðrýrnun á loka greiðslum greiðslum eldri lána sama þroskaða langtíma sjóðs.

Allavega að skilgreina grunn jafngreiðslu lánsins sem er að tala um.  Skammtíma áhætta er alls ekki sama og langtíma efnahagslegur stöðugleiki.  

Hlutverk sjóða vinnuaflsins er ekki að arðræna félaganna sem bera sjóðina uppi.  Heldur að tryggja þeim mannsæmandi kaupmátt alla ævina. Með hagstæðum lánum til þeirra eingöngu.

Efnameiri eiga sína vildarvini og geta bjargað sér sjálfir.

Júlíus Björnsson, 1.12.2010 kl. 01:37

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Pétur Blöndal segir Lántakendur hafa fengið sparimerkin mín í niðurgreiðslu á sínum lánum og arfinn minn sem afar mínir og  ömmur áttu inn á almennum reikningum.

Ég spyr því hvar eru þessir lántakendur í dag sem eru stela mínu eigin fé sem ég er búinn að borga niður af raunverði íbúðarinnar sem ég lét að veði fyrir fyrir eðlilega verðtryggðu jafngreiðslu láni?

Bankarnir hér hafa efnareikn frá á árunum eftir stríð sem sína að tekjur [vaxta] - gjöld [vaxta] =  raunveruleg eign á hverju ári.

Lántakendur í heildina litið geta ekki hafa fengið þessi eignarmyndun.

Lántakendur mun líka hafa verið sérstakir vildarvinar yfirleitt. 

Á þessum fengu íbúar í Evrópu 30 ára jafngreiðslu lán  sem ein fyrirvinna var tvær vikur að vinna fyrir á mánuði.  Mest lagi 15 árs laun.

Júlíus Björnsson, 1.12.2010 kl. 04:03

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér voru tvær fyrvinnur oft að vinna myrkanna á milli fram að fermingum til að koma sínum eignum í íbúðarhæft ástand.

Stundum þarf enga stærðfræði kunnáttu til að setja hlutina í samhengi. Heldur víðsýni í stað þröngsýni.

Júlíus Björnsson, 1.12.2010 kl. 04:06

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Júlíus,

Góðir punktar hjá þér eins og:

Hlutverk sjóða vinnuaflsins er ekki að arðræna félaganna sem bera sjóðina uppi.  Heldur að tryggja þeim mannsæmandi kaupmátt alla ævina. Með hagstæðum lánum til þeirra eingöngu.

Ég spyr því hvar eru þessir lántakendur í dag sem eru stela mínu eigin fé sem ég er búinn að borga niður af raunverði íbúðarinnar sem ég lét að veði fyrir fyrir eðlilega verðtryggðu jafngreiðslu láni?

Lántakendurnir í dag eru,  Efnameiri eiga sína vildarvini og geta bjargað sér sjálfir.

Þessir lántakendur sem þú spyrð um eru klíkurnar/afæturnar í kringum lífeyrssjóðina sem hafa óheftan aðgang að lánsfé með skuldabréfasölu til sjóðanna án nokkura fyrirvara eða veða. Á meðan sjóðsfélögum sjálfum eru boðin verðtryggð hávaxta lán með 1.flokks fasteignaveði og sjálfskuldarábyrgð.

Ragnar Þór Ingólfsson, 1.12.2010 kl. 08:42

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

 

 Eignir lífeyrissjóða í nokkrum löndum í árslok 1989  
BretlandBandaríkin JapanDanmörkSvissÍsland
Skuldabréf10%42%47%85%30%91%
Hlutabréf80%44%3300%7%9%1%
Fasteignir3%4%1%18%
Laust fé 7%7%19%11%3%
 Aðrar eignir 3%8%32%55%
100%100%100%100%100%100%
Heimild: Skýrsla Enskilda um íslenska hlutabréfamarkaðinn  

Júlíus Björnsson, 1.12.2010 kl. 14:27

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Markaðsskuldabréf nefnast þau skuldabréf sem ganga kaupum og sölum á verðbréfamarkaði. Hefðbundna markaðsskuldabréfið með vaxtagreiðslum tvisvar á ári og einni greiðslu höfuðstólsí lok lánstímans er einfalt og auðskilið vegna þess að eigandinn veit nákvæmlega hve háa peningagreiðslu hann á í vændum á gjalddögum vaxta og höfuðstóls. Við hefðbundna skuldabréfið eru tilfjöldamörg tilbrigði. Á Íslandi er algengast að ekki séu greiddir vextir af skuldabréfum á lánstímanum. Þess í stað leggjast vextir við höfuðstólinn og ávaxtast ásamt honum allt fram til loka lánstímans.

Þetta voru algengust skuldabréfin á Íslandi. Byggingasjóður Ríkisins var stærstur útgefenda um 30% og Húsnæðisstofnun ríkisins með um 17%. 

Síðan voru innleidd með til komu íbúðlánsjóðs óhefðbundin markasskuldabréf, með spennu vaka um hækkandi raunvexti ef verðbólga í samræmi við verðbólgu hraðann á lánstímanum. 

Kaupandi veit alls ekki hverju hann á von á, nema því í ljósi reynslunnar og menntunar Íslendinga vex verðbólga hér veldisvíslega í samanburði við efnahagslega stöðuga markaði.

Ég kann hinsvegar nægilega mikið til að nálga þess raunvexti betur en nokkur annar lifandi Íslendingur. 

Lið sem geri ráð fyrir veldisvísislegum hraða á verðbólgu eru fábjánar í Alþjóðlegum skilningi. Við sem erum það ekki skiptum  milljörðum.

Alþjóðleg Matsfyrirtæki meta bréf alfarið með tilliti til greiðslugetu bréfanna. Frá A til D. Fullvissu til algjörar óvissu.    

Fullvissu bréfin eru gullið á markaðinum. Langtíma Fjárfestar kasta ekki perlum fyrir svín.

Losum okkur við óvissu liðið og lækkum framtíðar skuldir þegnanna með því.

Júlíus Björnsson, 1.12.2010 kl. 14:57

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ekki eru til opinberar upplýsingar um það hver

raunveruleg skipting er á eignarhaldi skuldabréfa

hér á landi. Getum hefur þó verið leitt að því að

einstaklingar kunni að vera eigendur um þriðjungs

allra skuldabréfa á markaðnum sem samsvaraði

um 60 milljörðum króna í árslok 1993.

Afgangurinn er í eigu lífeyrissjóða, stofnana og

fyrirtækja.

Júlíus Björnsson, 1.12.2010 kl. 15:03

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Glósurnar eru úr kennslubókum sem ég náði í hjá Glitni  um 2007 áður en ég byrjaði að sjálfmennta mig í þessu. Ofan á sex ára Háskólanám í lélegum Háskóla á mörgum sviðum.  

Eitt er gott fyrir almenning að vita.

Innflutnings aðilar vöru og fjárfestinga, eru yfirleitt fjármagnaðir af erlendum lánadrottnum seljenda. 

Í samvinnu við Íslenska fjármálageirann.

Erlendis er afskrifað vegna verðbólgu áhættu og öruggra veða er krafist erlendis sem rýna ekki á lánstímanum.

Mismunur á verðbólgu  milli efnahagslögsaga  segir mikið um þetta. Ef raunvirði hækkar 30% meira hér en í UK  og USA á 30 árum. Þá er það ekki viðurkennt hjá þessum ríkjum. Heilbrigði ríki eru öll í samkeppni um að  hækka almennan lífstandard heima fyrir.

Allir bankar Bresku drottningarinnar er hennar skriðdrekar eingöngu. Því ef þeir eru það ekki fá þeir að kenna á bláu hendinni. Útskúfun.

Þjóðarhollusta er lykillinn að velgengni inn á innri samkeppni mörkuðum Evrópsku Sameiningarinnar og lykill að að hollustu í framhaldi við Evrópsku Sameininguna.

Launþegar látið ekki afæturnar mata ykkur á fölskum upplýsingum um Alþjóðsamfélagið. Sér í lagið ekki bullinu sem kemur úr flestum  íslenskum  ESB sérfræðingum.

Júlíus Björnsson, 1.12.2010 kl. 15:23

15 identicon

Heill og sæll Ragnar Þór; og aðrir gestir þínir !

Þorgeir Eyjólfsson; er eitt litríkra dæma, um siðferði það, sem Evrópu sambandið boðar, í sinni stjórnsýslu - klárt, og kvitt.

Ekki við öðrum framgangsmáta að búast, í hinu frumstæða 5. Heims ríki, Íslandi, og gufu stjórnarfari þess, að minnsta kosti, Ragnar minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 21:07

16 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Sæll Júlíus

Ertu kominn með útgáfu á blogginu hans Ragnars :)ágætir punktar inn á milli en mættu vera 10 sinnum styttri svo maður nenni að lesa þær.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 1.12.2010 kl. 21:59

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Expect þýðir Oxford og Boston ensku að gera ráð fyrir. Seðlabankar gera ráð fyrir verðbólgu framtíðarinnar og hafa til þess hagfræðileg tól og tæki. Almenningur [80%] í USA sem borgar einu sinni í mánuði af jafngreiðslu láni sem  íbúðar sinnar í 30 ár og veit að greiðslur léttast stöðugt  vegna verðbólgu væntir þess hinsvegar að verðbólga vaxi frekar en hitt. Þannig kemur "expect=hope" inn í Amerísku.

Flestir Íslendingar nenna ekki að lesa. Þess vegna er hér gert ráð fyrir að verðbólga vaxi á veldisvísislegum hraða næstu 30 ár. 

Leti sem hefur kostað um 70.000 manns  aleiguna. Flæmir fleiri og fleiri burt á hverjum degi. Sveltir fólki og framleiðir sjálfmorð. 

Litla Gula hænan nennti að baka brauðið.

10% íbúa eru að éta alla þjóðina að innan á hverjum degi.

Forgangsröðun björgunar fyrirtækja tekur mið af fermetrafjölda fasteigna í rekstri að mínu mati.

Tóm Risabygging sem ekki er í rekstri veldur veðtapi í bankakerfinu, en veð eru nauðsynleg til að halda áfram að fjármagna sig á vinnuaflinu hér fyrir erlenda lánadrottna fjárfesta. 

Júlíus Björnsson, 1.12.2010 kl. 22:57

18 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Tilvitnun í Ragnar: "Ég hef setið tvo síðustu ársfundi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í háltómum sal þar sem varðhundar gamla kerfisins voru í miklum meirihluta."

Málið er að það er ekkert hægt að segja á þessum fundum. Ég þekki til þess að í mínum lífeyrissjóði, sem er einn af þessum stóru, var fundur leystur upp þegar spurt var óþægilegar spurningar um tap sjóðsins og launakjör sem og fríðindi stjórnarmanna.

Í þeim sjóði hafa greiðendur ekki neinn rétt nema að koma sér upp atvinnuferil innan verkalýðsklíkunnar. Þeir sem eru ekki í verkalýðsfélagi, en eru skyldugir til þess að borga í lífeyrissjóð vegna landslaga, hafa engan rétt.

Þetta lífeyrissjóðkerfi hefur verið hannað þannig að það er klæðskerasaumað í gegnum vinaklíkur sem tengjast verkalýðsforystu, stjórnmálamönnum og merkum stjórnarformönnum í atvinnulífinu sem telja sig stjórna Íslandi. Bara til þess að þóknast þessu einstaklingum eins og engin væri morgundagurinn - þvert á hlutverk lífeyrissjóða.

Sumarliði Einar Daðason, 1.12.2010 kl. 23:57

19 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir.

Júlíus 

Það væri mjög fróðlegt að sjá yfirlit yfir eignarhald og skiptingu skuldabréfa á Íslandi. 

Ég er sannfærður um að ófáar spurningar myndu vakna við þann lestur.

Óskar

Nákvæmlega, það var svo sem ekki við öðru að búast, það kæmi mér ekki á óvart að Ísland verði notað sem kennslu efni í viðskipta og stjórnmálasiðfræði nafntogaðra Afríkuríkuríkja sem vilja læra skilvirkar aðferðir við að ræna almenning auð og æru.   

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.12.2010 kl. 08:55

20 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Guðrún

Hvenær fáum við fleiri hörkugóða pistla frá þér? 

Sæll Sumarliði

Lýsing þín á lífeyrissjóðakerfinu er svo nákvæm og rétt að það er engu við hana að bæta. Er að leggja lokahönd á grein um valdaklíkurnar á bakvið nokkra sjóði og hvernig þeir eru kerfisbundnið notaðir í að moka almannafé í félög þeirra með beinum og óbeinum hætti.

Miðað við þær upplýsingar sem ég hef safnað á þessi samantekt eftir að vekja umtalsverða athygli. Greinin mín staðfestir nákvæmlega það sem þú ert að segja. Ég ætlaði að birta hana í vikunni en hef verið að fá viðbótar gögn og þarf líklega á endanum að birta hana í tvennu lagi. 

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.12.2010 kl. 09:02

21 Smámynd: Bjarki Steingrímsson

Ágætur Þorgeir Eyjólfsson ætti að geta samið við Framtakssjóð Íslands. Þegar hann hætti hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna þá stýrði hann stofnun framtakssjóðsins og fór svo í MP. 

Bjarki Steingrímsson, 2.12.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband