VR Samsærið.

Hér má sjá fyrsta hlutan af tölvupóstsamskiptum "VR Skugga".

það alvarlegasta er að núverandi stjórnarmenn og nokkrir starfsmenn eru tengdir inn í hóp af fólki sem kallar sig "Skuggar". Þessi hópur hefur formann og ritara, hittist síðasta miðvikudag í mánuði í rúgbrauðsgerðinni og sér starfsmaður VR um að slá húsaskjóli yfir hópin.

Á póstlistanum má finna nokkra starfsmenn VR og Alla stjórnarmenn sem eiga seinna árið sitt eftir eða þann helming sem ekki var skipt út síðast.

Það er grafalvarlegt ef núverandi stjórnarmenn og nokkrir starfsmenn séu að grafa undan vilja félagsmanna sem sýndu með svo afgerandi hætti að þeir vildu breytingar.  Við nýja fólkið áttum greinilega ekki að fá tækifæri frá fyrsta degi, til að sanna okkur í starfi, hlýtur að gefa til kynna að þessir aðilar vinna gegn hagsmunum félagsins.

Fráfarandi stjórn kaus að standa og falla með sínum formanni og studdi hann fram í rauðan dauðan þrátt fyrir gjörninga hans hjá lánanenfd kaupþings. Félagsmönnum blöskraði umburðalindið gagnvart slíkri fjárglæframennsku sem þar var viðhöfð og felldu dóm sem fráfarandi stjórn á afar erfitt með að sætta sig við. 

Hér má lesa póst frá Stefaníu Magnúsdóttur sem er starfsmaður VR og á sæti í stjórn félagsins. Hún var Varaformaður félagsins þegar hún ritaði þetta, daginn eftir að ný stjórn tók við völdum.

Dæmi nú hver fyrir sig:

----- Áframsent skeyti -----

Frá: "Stefania Magnusdottir"

Sent: Föstudagur, 3. apríl, 2009 23:00:44 GMT +00:00 Casablanca / Monrovia

Efni: RE: Hittingur hjá Skuggum ???

 

Sæl öllsömul og takk fyrir síðast og eins vil ég þakka öllum fráfarandi stjórnar- og trúnaðarráðsmönnum frábært samstarf með von um að við eigum eftir að starfa aftur saman að ári - a.m.k. mörg okkar :-)

 

Það hefði auðvitað verið við hæfi að þakka í gærkvöldi - hátt og snjallt - en mér fannst salurinn svo niðurdrepandi að ég ákvað að sitja á mér.

 

Hugmyndin um að hittast yfir kaffibolla síðasta miðvikudag í mánuði finnst mér mjög góð - það er um að gera að setja það inn í dagatalaið eða sem áminningu í símann - því það er svo erfitt að muna allt ! Það þarf líka að hugsa fyrir stað sem auðvelt er að komast að og hann þarf að vera nokkuð rúmgóður. Mér dettur í hug kaffiterían í Perlunni en þið hafið kannski hugmyndir um betri stað og þá er um að gera að nefna hann og úmfram allt að ákveða stað og stund. Ég er líka með hugmynd um málefnahóp sem færi í þá vinnu að endurskoða lögin þannig að svona slys gerist aldrei aftur. Fyrst þurfum við að fá inn heilt og almennilegt trúnaðarráð en á næsta aðalfundi verður að breyta lögunum -- en þá verðum við búin að fá "okkar" fólk inn -- þótt það kosti aðrar allsherjarkosningar.

 

Vanti einhvern á þennan netfangalista vona ég að þið sendið þetta áfram á þau og setjið mig gjarnan í cc svo ég geti uppfært llistann hjá mér.

 

Með VR kveðju

Níní

 

 

>

> Subject: Fw: Hittingur hjá Skuggum ???

> Date: Fri, 3 Apr 2009 20:54:59 +0000

> ----- Original Message -----

> From: "Gunnar Böðvarsson"

> Sent: Friday, April 03, 2009 8:49 PM

> Subject: Hittingur hjá Skuggum ???

> > Sæl öll og takk fyrir síðast.

> >

> >

> > Jæja, þá er dælan farin að slá hægar ! ...en það er komin fram

> > frábær hugmynd um að "viðhalda VRfjölskyldunni" -og ekki síst

> > vinskapnum og samheldninni.

> >

> > Væri ekki sniðugt til að halda hópinn og hittast t.d. einu sinni í

> > mánuði eftir vinnu og fá okkur saman kaffibolla á einhverju kaffihúsi miðsvæðis.

> > Auðvitað komast ekki allir en þeir sem eru lausir koma kannski.

> >

> > Þetta mætti vera t.d. síðasti miðvikudagur í hverjum mánuði...til að

> > koma með hugmynd.

> >

> > Svona kaffihittingur er ekki hugsað til fá uppl. um nyja formanninn

> > eða stjórn ( nema menn vilji skemmta okkur !!) (grín).

> >

> >

> > Vinsaml. takið eftir að Benni er komin með heima-email.

> > jong@flugger.is gengur illa að komast í gegn og emailið hjá Stefaníu

> > líka.

> >

> > Ég var að reyna að "plata" Jóhönnu til að búa til svona hópa í

> > tölvunni hjá sér. Ég kann það ekki. Stjórn ( einn hópur) Trúnaðarráð

> > (einn hópur) .

> > Kannski einh.fleiri hugmyndir.

> >

> >

> > ......væri gaman að heyra frá ykkur með kaffihitting . Svo förum við

> > að fara rólega af stað. 12 mán. til stefnu að næstu kosningu !!!

> >

> >

> > kveðja

> > Gunnar B

 

Ég mun birta fleiri tölvupósta í vikunni.

Bylting þessara aðila er hafin og er búið að boða til félagsfundar á fimmtudagskvöldið þar sem fyrsta atlagan að nýja fólkinu verður gerð.

 

Ragnar Þór Ingólfsson 

Stjórnarmaður í VR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég á bara ekki til eitt einasta orð ! ætli þetta sé ekki svona í mörgum öðrum sjóðum, ég fæ súrt bakflæði á að lesa þetta *gubb*

Sævar Einarsson, 3.6.2009 kl. 08:42

2 identicon

Þetta er ansi skuggalegt lið.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 09:10

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

íslensk vinaspilling í hnotskurn.. kokoshnetuskurn kannski því þetta er stórt í sniðum.

Óskar Þorkelsson, 3.6.2009 kl. 11:30

4 Smámynd: Birgir Þórarinsson

þvílíkur viðbjóður. en það mátti náttúrulega gera ráð fyrir því að rotnar valdaklíkur fyrir hrun mundu nú ekki gefa eftir átakalaust.

Birgir Þórarinsson, 3.6.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst þetta satt best að segja með ólíkindum! Það er greinilegt að það eru miklir hagsmunir í húfi en hrædd er ég um að það séu einkahagsmunir á kostnað heildarhagsmuna

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.6.2009 kl. 12:16

6 identicon

Kæri Ragnar og aðrir frábærir nýir meðlimir í stjórn VR, þið eigið skilið mikið HRÓS fyrir ykkar HUGSJÓN tengt velferð VR félagsmanna. Því miður hafa völd spilt sumu liði innan VR og þeirra vegna vona ég að þau hætti að moka ávalt undir eigin rass. Þú nefnir athyglisverða punkta, m.a.: "Við nýja fólkið áttum greinilega ekki að fá tækifæri frá fyrsta degi, til að sanna okkur í starfi, hlýtur að gefa til kynna að þessir aðilar vinna gegn hagsmunum félagsins. Fráfarandi stjórn kaus að standa og falla með sínum formanni og studdi hann fram í rauðan dauðan þrátt fyrir gjörninga hans hjá lánanenfd kaupþings. Félagsmönnum blöskraði umburðalindið gagnvart slíkri fjárglæframennsku sem þar var viðhöfð og felldu dóm sem fráfarandi stjórn á afar erfitt með að sætta sig við. "

Ég óska þér og öllum VELUNNURUM VR velfarnaðar í starfi, ég vona að þetta "skuggalega lið" taki sig saman í andlitinu og þroskist, flestir VR félagsmenn vilja spillingu BURT, strax - það er engin þolinmæði í samfélaginu fyrir þessari sjálftöku & spillingu sem fjöldi aðila hefur tengst. Forza réttlæti & virðing...:).

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 12:33

7 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Nú verðið þið að standa klár á öllum leikfléttum. Þið þurfið að hafa lögfræðinga við hendina í hverju skrefi.

Sigurbjörn Svavarsson, 3.6.2009 kl. 15:07

8 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Það hlýtur að vanta ekki bara blaðsíður heldur kafla í höfuð svona fólks eins og hér um ræðir.

Þetta sýnir enn og aftur hversu rotin þessi " VR Mafía" er og hana verður að uppræta.

Það var gott að fá þessa lesningu því í henni kemur fram að á póstlistanum er skráður trúnaðarmaður þess fyrirtækis sem ég starfa hjá og sannar að hann var og er þarna inni fyrir sjálfan sig en ekki okkur samstarfsmenn hans sem kusu hann til starfans fyrir margt löngu og skýrir hversvegna hann situr sem fastast og vill ekki hleypa öðrum að.

Ég hvet VR félaga til að mæta á Loftleiðahótel á morgun kl: 19:30 og sína þessum skuggum að svona vinnubrögð verða ekki liðin.

Fulla ferð í átt til réttlætis og upprætingu spillingar.

Ragnar Borgþórs, 3.6.2009 kl. 15:21

9 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Sæll Ragnar

Við hvetjum alla VR félaga að koma á félagsfundinn.

VR boðar til félagsfundar fimmtudaginn 4. júní 2009 á hótel Loftleiðum. Fundurinn hefst kl. 19:30.

Það skiptir máli fyrir okkur sem komum inn með heiðarleika og réttsýni að leiðarljósi að VR félagar fjölmenni á fundinn.

Ágúst Guðbjartsson, 3.6.2009 kl. 16:18

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég verð að taka undir sjónarmið, að það sé með öllu óeðlilegt að starfsmenn sitji í stjórn félaga sem VR. Það er sjálfsagt að framkvæmdastjóri sitji stjórnarfundi og jafnvel að kallað sé í einstaka starfsmenn til glöggvunar um einstök mál, en að starfsmenn sitji í stjórn...það er annað mál.

Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 18:22

11 identicon

Það er með ólíkindum hvernig þetta fólk sem beið afhroð í kosningunum ætlar að taka ósigrinum,en þetta var nú kannski viðbúið þar sem þau héldu greinilega að þau ættu félagið skuldlaust.

Hallur Eiríksson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 20:41

12 identicon

Heyr...heyr...tek undir með öllum þessum athugasemdum hér á undan. Manni flökrar bara við þessu!!

Valgerður Lísa Gestsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 20:48

13 Smámynd: Einar Oddur Ólafsson

Sæll Ragnar.

Ég vil byrja á að þakka þér fyrir gott blogg og leifa okkur hinum óbreyttu félagsmönnum að fylgjast með.Frábært væri ef fleiri stjórnarmenn VR færu að þínu fordæmi og blogguð og leyfðu okkur að fylgjast með.Því einhvernvegin finnst mér að það sem fer fram í stjórn félagsins okkar eigi ekki að vera leyndarmál.Nema þá í einhverjum persónulegum málum.Og ef fleiri blogguðu og héldu okkur upplýstum þá væri verr fyrir kjaftasögur að fara á kreik.  Það að það sé lítill hópur fólks sem er með andstöðu við stjórnina er í raun bara eðlilegt.Ekki er hægt að ætlast til að allir séu sammála og stjórnarandstaða hefur aldrei þótt glæpur.En þessi nýi meirihluti sem var kosinn af okkur þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku ef hann kemur heiðarlega fram og leifir okkur að fylgjast með hvað verið er að gera og númer eitt hefur hagsmuni félaga að leiðarljósi.Það mun enginn vilja fella þá sem koma þannig fram.Þessi nýja stjórn fékk frábæra kosningu og ég neita að trúa því að fólk yfirgefi hana ef hún stendur sig vel.Enn og aftur Ragnar þakka þér fyrir frábært framlag með þessum skrifum þínum fáðu bara fleiri félaga þína til að gera það sama.

Einar Oddur Ólafsson, 3.6.2009 kl. 21:20

14 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eftri lestur á þessu bloggi hefur samviskubit mitt yfir úrsögn minni úr VR í janúar alveg horfið.

Arinbjörn Kúld, 3.6.2009 kl. 21:27

15 identicon

Það er ekkert að óttast þessar aðilar fá ekki aftur brautargengi hjá heiðarlegu fólki. Ég kem á fundinn með ánægju.  

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 21:42

16 identicon

Sæll Ragnar,

Það er satt að segja ótrúlegt að lesa þetta. Minnir ávinnubrögð sem tíðuðust í gömlu Sovét. Kannski er stéttarbaráttan hjá þeim rekin á þeim nótum sem tíðkuðust í Sovétríkjunum.

En það er sorglegt að sjá hvernig fólk getur hagað sér. 

Sé ekki betur en það sé best fyrir alla að í það minnsta Stefanía láti af störfum. Henni er varla stætt á að starfa þarna lengur.

Kveðja,
Hilmar

Hilmar Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 21:59

17 Smámynd: Magnús Bergsson

Hahaha...

Það er ekkert sem kemur manni lengur á óvart á þessum dásamlegu uppljóstrartímum.

Magnús Bergsson, 3.6.2009 kl. 22:13

18 Smámynd: Alli

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki ráðið í VR til þessa?

Þetta teljast eðlileg vinnubrögð á þeim bænum.

Alli, 3.6.2009 kl. 22:14

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er þetta eitt dæmi af mörgum um klíku eða mafíu samsæri ýmissa Íslenskra afæta sem leggjast á sjóði almennings í skjóli þess hve grandlaus hann er almennt. Margur hyggur mig sig. En almenning getur vissulega skjátlast.

Þetta skýrir greinlega að það er ekki greind og reynsla sem ræður úrslitun við mannaráðningar. Frekar náungavitneskja um ístöðuleysi og hjarðeðli þess er hneppir tækifærið til að maka krókinn með sínum líkum.  

Júlíus Björnsson, 3.6.2009 kl. 22:38

20 identicon

Gott hjá  þér nafni, en mig langar að spyrja veitir þér ekki af betri liðstyrk, sé að þú ert með Ágúst Guðbjartsson og Ástu úr Framsóknarflokknum og fleiri "farþega" í þinni sveit. Ef þú skipar ekki liðið betur en þetta nafni, þá mun Stefanía klára þetta með VR SKugga í janúar 2010. Liðið er veikt of mikið af farþegum hjá ykkur í L listanum en af tvennu frekar slæmu er kannski betra að L listinn haldi velli. En þá þarftu nafni að fá betri og hæfari einstaklinga en t.d. þau tvö. 

 Hvað geturðu sagt mér um Flugrekstrarfræðingin Kristinn Örn, formann VR eru töggur í honum? Ég hef stórar áhyggjur að maðurinn sé ekki bara "farþegi" heldur líka bara ekki nógu vel að sér í þetta starf.

 Var búið að lækka laun  formanns eins og talað var um í kosningabaráttunni? Ég studdi ykkur m.a. vegna þeirrar útfærslu að lækka laun formanns til samræmis við eðlileg laun stjórnenda.

En nafni ég styð þig gangi þér vel, þú átt þetta að Toggi er hættur Kveðja.

S.Ragnar (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:17

21 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Ragnar.

Þakka þér fyrir að birta þessa pósta frá þessu fólki.  En ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í því að hafa starfað með ykkur í þessari endurreisn í V.R. og ég mun styðja ykkur áfram til góðra verka.  Þetta er bara að gera sér lífið erfiðara og á sér ekki viðreisnar von meira innan félagsins.  Þetta fólk á að fara frá störfum í félaginu algerlega.  Það er ekki líðandi að fólk sem er í starfi hjá félaginu geti verið að láta svona pósta frá sér.  Hvernig í ósköpunum á fólk að getað unnið heiðarlega að framgangi félagsins með svona framkomu.  Kristinn á að vera maður að meiru og segja þessu fólki upp störfum strax þó ekki væri nema til þess að fá vinnufrið.

Ég ætla að mæta á morgun á fundinn ekki spurning.

Einar Vignir Einarsson, 3.6.2009 kl. 23:17

22 identicon

Sæll Ragnar og aðrir VR ingar ekkert illa meint með Ágúst Guðbjarnason og Ástu úr Framsóknarflokknum finnst bara einhvernveginn að gamla stéttafélagið mitt sé í frjálsu falli. En eins og ég sagði áðan þá er L-listinn þó betri kostur en A-listinn.

Þú ert að standa þig vel Ragnar, það þarf menn og eins og þig sem "þora" að standa upp ekki tækifærissinna aldna upp af þrælsótta. Bjarki varaformaður er góður lætur skoðanir sínar standa uppréttar.

 Hef mestar áhyggjur á að þú þurfir meiri liðstyrk, vonast til að þið hafið þetta.

Kveðja S.Ragnar

S.Ragnar (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:27

23 identicon

Voru þetta ekki bara póstar sem ein manneskja sendi,er hægt að dæma alla hina eftir þessum eina sendanda.Hugsa þaug öll einsog þessi kona sem sendi póstin.? Tek fram að ég er ekki í  VR og á engra hagsmuna þar að gæta.

Númi (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:27

24 identicon

Og þetta er örugglega bara toppurinn af ísjakanum.                                     Þessir menn reyna örugglega allt til að komast aftur að kjötkötlunum.

Ég vil hvetja alla til að mæta á fundinn á morgun.

Guðmundur F Eggertsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:39

25 identicon

Ragnar hvernig væri að stofna Ragnars félagið? Helst myndi ég vilja Ragnar Borgþórsson sem formann.

S.Ragnar (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:39

26 identicon

Þetta er ógeðslegt og minnir á einhverja mafíu, hvar er þetta fólk upp alið, á bláu heimili?

Valsól (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:51

27 identicon

Heill og sæll;  Ragnar Þór - líka, sem þið hin, hver geymið hans síðu og brúkið !

Stend; heilshugar með ykkur, í þeirri baráttu, sem framundan er, Ragnar, enda,........ gamall félagi, í Verzlunarmannafélagi Árnessýslu, sem víðar.

Þetta Stefaníu  hyski; hefir áskilið sér - maklegustu málagjöld, að verðleikum.

Verstur andskotinn; að gamall félagi minn og vinur, Valur Valtýsson, fyrrum sölustjóri í Ellingsen gamla, vildi ei, þegar ég talaði við hann, í vetur leið, taka fortölum mínum, það sinnið, um;; hvers lags ormagryfju síðasti formaður VR, hafði verið búinn að fóðra - ásamt fleirrum, með undirtökum þeirra, í þessu ágæta félagi.

Má vera; að Valur hafi látið segjast, síðar. Ég hefi ei; heyrt í pilti, um nokkra hríð. Tek fram; að Valur er vammlaus, sem hrekklaus og grandvar maður, í allri gerð, og einn minna beztu vina - árin um kring, gott fólk.

Svo; þurfum við, að halda áfram, baráttunni, gegn helvízkum Lifeyris sjóða sukkurunum, gott fólk.

Afsakið; hversu seinn ég er, til svaranna - sem yfirlestrar, hvar ég hefi verið í förum, millum frænda minna á Vesturlandi, og hér heima á Suðurlandi. 

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:54

28 Smámynd: Þór Saari

Sæll Ragnar.

Takk fyrir frábæra frammistöðu.  Haldiði áfram eins og þið mögulega getið.  Við þurfum svo að fara að hittast út af lífeyrissjóðunum og finna út hvað þeir töpuðu raunverulega miklu.  Hér er farinn stór hluti af ævisparnaði fólks og að mínu viti ekki ásættanlegt að búa við kerfi sem sparar ekki betur en þetta.

Baráttukveðja,

Þór Saari

Þór Saari, 4.6.2009 kl. 01:04

29 identicon

Já, Þór Saari evrópusinni,það er komin tími til þess að menn tali um lífeyrissjóðina.Spillingarmál í lífeyrissjóðum er engin nýlunda.Á árinu 2005,rændi Framkvæmdastjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum 43,milljónum í svokallaðan starfslokasamning,hann fékk hjálp frá Baugslögfræðingnum Gesti Jónssyni við það,og enn sitja sumir hverjir er jáuðu þessu í stjórn þessa sjóðs.Einnig tók þátt í þessu viðskiptaráðherran þá hún,Valgerður Sverrisdóttir.Þá má einnig benda á lífeyrissjóð Austurlands,en sjóðurin festi kaup á bréfum í enska knattspyrnuliðinu Stoke,og einn maður í stjórninni tók þá ákvörðun.Lífeyrissjóður Bænda,sá sjóður var allt að því þurrausin í Írskt flugfélag,og þar var ákvörðunartaka eins manns á ferðinni,svona má lengi telja upp,nóg í bili.

Númi (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 06:20

30 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Hversvegna er eingöngu búið að fjalla um þessa pósta í DV ?

Missti ég af greinunum hjá hinum fréttamiðlunum ?

kv,

Birgir Hrafn

Birgir Hrafn Sigurðsson, 4.6.2009 kl. 09:25

31 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Er þetta "gamla lið" innan VR ekkert nema forsíða og baksíða?
Vantar allt innihald i þetta?

Vá hvað ég er stoltur af þér og því nýja fólki sem ég tók þátt í að kjósa þarna inn.
Næsta skref ætti að vera tiltekt í lífeyrissjóðunum.

Lifi byltingin og vilji fólksins.

Freyr Hólm Ketilsson, 4.6.2009 kl. 10:50

32 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit,athugasemdir og öll hlýju orðin í garð okkar sem erum ný í stjórn VR.

Minni á félagsfund á hótel loftleiðum í kvöld kl.19:30

Ragnar Þór Ingólfsson, 4.6.2009 kl. 11:13

33 identicon

Ég neita að trúa því að fólk sem stóð sig ekki í starfi og missti þess vegna stöður sínar í stjórn VR ætli að þröngva sér þar í sæti aftur! Þau eiga ekki VR, við - almennir félagsmenn - eigum VR.

Guðrún (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband