Hrikaleg áhættusækni Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Voru gjaldeyrisskiptasamningar (afleiðusamningar) óþarfa áhættusækni eða varnir?

Af hverju var verið að gera slíka samninga sem mótvægi við gengis hagnað/tap sem erlendar fjárfestingar áttu að bera umfram ávöxtunarkröfu í ljósi þess að innlend ríkisskuldabréf báru mun betri raunávöxtun en almennt þekkist í heiminum.

Af hverju voru slíkir samningar gerðir við bankana sem allir veðjuðu gegn krónunni. Bankarnir voru helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna.

Lífeyrissjóður Verslunarmanna skuldar gömlu bönkunum 93.175.000.000 vegna gjaldeyrissamninga. Þetta er skuld sem nemur 38% af öllum eignum sjóðsins.

Skoðum málið frá sjónarhorni sjóðsfélagans.

Hafa einhverjir þessara aðila notið vildarkjara umfram hinn hefðbundna félagsmann í VR eða LV á Tímabilinu frá 1.Janúar 2000 til 1. Janúar 2009 eða fengu þau niðurfellingu á ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa?

Áttu tengdir aðilar í fjárfestingafélögum?

Lífeyrissjóðurinn virðist hafa verið rekin sem fjölskyldufyrirtæki frekar en eftirlaunasjóður.

Gunnar Páll Pálsson Formaður VR, Stjórnarformaður LV og Stjórnarmaður gamla Kaupþings.

Ásta Pálsdóttir eiginkona Gunnars og Starfsmaður Kaupþings er skráður lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi þann 21.07.2003 hjá FME er nr.23 á listanum.

Samkvæmt því er Ásta eitthvað meira heldur en almennur starfsmaður eins og Þorgeir og Gunnar hafi marglýst yfir.

Þorgeir Eyjólfsson Forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna (fyrrverandi).

Sigríður Kristín Lýðsdóttir eiginkona Þorgeirs og starfsmaður Kaupþings.

Börn þeirra

Lýður Þorgeirsson hjá fyrirtækjasviði Kaupþings. Hann kallar sig VP investment banking hjá Kaupthing. Hann starfar sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði Kaupþings.

Guðrún Þorgeirsdóttir Starfar sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista stærsta eiganda Kaupþings. En Lífeyrissjóður Verslunarmanna var meðal stærstu eiganda Exista og Kaupþings. Hún er á fruminnherjalista hjá Lýsingu þar sem hún er varastj.maður.

Guðmundur B.Ólafsson Lögmaður VR, Guðmundur starfaði frá 1989-2002 hjá VR en starfar nú sem verktaki fyrir félagið.

Nanna E. Harðardóttir eiginkona Guðmundar er forstöðumaður við útlánaeftirlit Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.

Til að Ólafur Ólafsson & co Kjalar hf. hafi getað tekið framvirkan gjaldeyris afleiðusamning gegn krónunni (að krónan lækkaði) upp á 110 milljarða, sem Kjalar gerði 180 milljarða kröfu á gamla Kaupþing að væri uppfylltur, þá þurfti einhver að veðja á móti þeim sömu upphæð með krónunni (að krónan hækkaði). Lífeyrissjóður Verslunarmanna tók það hlutverk að sér - Gunnar Páll stjórnarformaður LV og formaður VR var einnig í stjórn Kaupþings og sat líka í lánanefnd. Eru því miklar líkur á að hann hafi veðjað með og á móti eftir því hvoru megin borðsins hann sat.

Fleiri útrásarfyrirtæki léku sama leikin þar með talin Bakkavör og Exista sem voru að stórum hluta í eigu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Það er með öllu óskiljanlegt að nokkur maður hafi veðjað á hækkun krónunar fyrir gjalddaga jöklabréfanna haustið 2008. Vitað var með margra ára fyrirvara að krónan mundi hrynja á þeim tímapunkti.

Bls.36 í ársreikningi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Framvirkir gjaldmiðlavarnarsamningar

14. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum verið í viðskiptum við innlenda banka vegna gjaldmiðlavarnarsamninga, í

þeim tilgangi að draga úr áhættu vegna misvægis á gjaldmiðlasamsetningu erlendrar verðbréfaeignar sjóðsins

gagnvart gengisvísitölu íslensku krónunnar og til að draga úr gjaldeyrisáhættu sjóðsins. Gerðir hafa verið framvirkir

gjaldmiðlavarnarsamningar að fjárhæð 93.175 mkr.

Í tengslum við fall viðskiptabankanna í október 2008 telur sjóðurinn að forsendur þessara samninga hafi brostið og byggir þar m.a. á ytri og innri sérfræðiálitum. Sjóðurinn hefur lagt fram tilboð til skilanefnda bankanna um uppgjör samninganna byggt á forsendum fyrrgreindra sérfræðiálita og er metin nettóskuld sjóðsins í árslok 15.674

mkr. og er sú fjárhæð færð í efnahagsreikninginn. Sjóðurinn telur að framangreint mat á áhrifum samninganna sé byggt á bestu vitneskju, miðað við stöðu við gerð ársreikningsins en bendir á óvissu um endanlega niðurstöðu um uppgjör samninganna. Verði niðurstaðan frábrugðin mati sjóðsins getur það leitt til breytinga á hreinni eign og haft áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins.

Við gerð ársreikningsins hefur sjóðurinn gert ráð fyrir að geta skuldajafnað skuldabréfum og öðrum kröfum gagnvart þeim viðskiptabönkum sem kröfur eiga á sjóðinn vegna skuldastöðu framvirkra gjaldmiðlavarnarsamninga.

Þetta þýðir að Lífeyrissjóður verslunarmanna ætlar að moka yfir hátt í 17 milljarða tap á verðlausum skuldabréfum gömlu bankanna í skiptum fyrir að þurfa ekki að borga rúmlega 93 milljarða tap á veðmálum með íslensku krónuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Verður hægt að kæra þetta fólk?

Margrét Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 10:00

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef haldið þessu fram og hvika ekki frá því, TAP LÍFEYRISSJÓÐANNA VEGNA BANKAHRUNSINS ER MUN MEIRA EN FORSSVARSMENN LÍFEYRISSJÓÐANNA VILJA VIÐURKENN OPINBERLEGA og það kæmi mér ekki á óvart að það yrði tilkynnt um ALL VERULEGA SKERÐINGU lífeyris á næstunni.

Jóhann Elíasson, 19.6.2009 kl. 10:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er skelfilegt. Sem betur fer er maður ekki á leiðinni á eftirlaun á næstunni og vonandi verður búið að vinna tapið upp að einhverju leyti þegar þar að kemur. Ég tek undir með Margréti, verður hægt að kæra þetta fólk?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Maður fær hroll við þessa lesningu. Það þarf að rannsaka hvernig lífeyrissjóðirnir voru blóðmjólkaðir í þágu útrásarglæpamannanna. Það kemur alltaf betur og betur í ljós að allar auðlindir og eignir landsmanna voru undir í þessari græðgisvæðingu fjárglæframanna sem einskis svifust.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 10:50

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Því miður er frekar augljóst að VR lífeyrissjóðurinn & Kaupþing voru rekin sem gróf SVIKAMYLLA og hagnaðurinn af slíkum rekstri tengist því að Kaupþing kom því þannig fyrir að "handvalið fólk" útvegaði þeim viðskipti frá útgerðarfélögum & lífeyrissjóðunum til að veðja á að krónan myndi styrkjast - það vissu allir að slíkt gat ekki GERST....-...svo veðjuðu auðvitað aðaleigendur Kaupþings (Exista & Bakkabræður) á að krónan myndi veikjast...!  Þarna er fjöldi fólks að taka þátt í VIÐBJÓÐSELGRI svikamyllu sem felst aðallega í því að færðir eru til PENINGAR frá þeim sem eiga pening (fólkið í landinu sem leggur inn í þessa lífeyrissjóði sem eru margir reknir eins og fjölskyldu svikamylla) yfir til þeirra sem VILJA eignast pening upp úr engu.....!

Þetta fólk sem þú nefnir á að skammast sýn - skömm þeirra er ævarandi og ég vona innilega að bæði stjórnvöld (gjörspilt & gagnlaus) & ný stjórn VR lífeyrissjóðsins fari fram á RANNSÓKN á þessum siðblindu gjörningum!  Haltu áfram Ragnar, það þarf að moka burtu mikinn skít sem tengist lífeyrissjóðunum og þeirra ótrúlegum gjörningum...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 19.6.2009 kl. 12:49

6 identicon

Frábær samantekt.

Það er svo mikils virði fyrir þjóðina að halda uppi baráttu gegn svona hlutum.  Er LV ekki örugglega kominn með tilsjónarmann ? Frá ríkisendurskoðun. Ef ekki þá verðum við að fá hann skipaðann. Verum í bandi. 

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 14:19

7 identicon

Heill og sæll; Ragnar - sem, og þið önnur, hér á síðu hans !

Rándýrir forstjórar; - skrifstofuhald, og annað snatt, útilokar áframhaldandi  tilveru þessarra fyrirbæra, sem Lífeyrissjóðirnir eru, gott fólk.

Einn þátta; afætu menningarinnar, hér á landi.

Svo einfalt; er það, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 16:08

8 Smámynd: Elfur Logadóttir

Örlítil og frekar smávægileg ábending. Fyrirtæki Ólafs Ólafssonar heitir Kjalar en ekki Kjölur.

Elfur Logadóttir, 19.6.2009 kl. 16:55

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl öll sem hér skrifa, þakka innlit og athuasemdir. Fæ aldrei leið á því að fá þig í heimsókn Óskar vinur minn.

Elfur búinn að kippa þessu í liðinn, einhver meinloku klaufavilla

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.6.2009 kl. 17:01

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Margrét

Ég held því miður að það verði seint kært í þessum málum. Enda mikið af þessu framkvæmt innan lagaramma þó algjörlega siðlaust og skítlegt sé.

hinsvegar eru til lög og reglugerð um áhættusækni lífeyrissjóða ásamt því að líklegt verður að teljast að stjórnarmenn í gamla Kaupþingi verði ákærðir fyrir störf í lánanefnd bankans sem og með því að mismuna skuldurum.

Jóhann

Hárrétt! sjóðirir eru miklu verr farnir en þeir gefa upp. Það sjá allir sem ekki láta blekkjast af nýju fötum keisarans.

Guðmundur og Ævar

Einhversstaðar komu allir þessir peningar.

Veðsetning kvóta, Úr lífeyrissjóðum, og með skuldsetningu barna og barnabarna okkar.

Jakob

Eins og við ræddum um þá snýst þetta ekki um persónur heldur leikendur. Svikamyllan er vægast sagt viðbjóðsleg.

Takk Villi

Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér.

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.6.2009 kl. 17:10

11 identicon

Það reiknuðu allir með að krónan ætti eftir að veikjast, enda var hún allt of sterk. Seðlabankinn var t.d. alltaf að spá lækkun:

"Raungengi krónunnar er á ný orðið mjög hátt og felur í sér auknar líkur á gengislækkun þegar fram líða stundir."

Þetta er því alveg óskiljanlegt hjá lífeyrissjóðunum og fáránlegt að kalla þetta gjaldmiðlavarnir. Vörnin hefði falist í því að treysta á fleiri en einn gjaldmiðil, en þeir lögðu allt undir minnsta gjaldmiðil heims, sem þar að auki var vitað að var allt of hátt skráður.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 17:23

12 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Snilldar linkur Sveinn.

Menn hljóta nú að hafa gluggað í þessar spár ef þeir hafa verið að vinna vinnuna sína sem ég gerði ráð fyrir að þeir gerðu fyrir 34 milljónir á ári + fríðindi.

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.6.2009 kl. 17:41

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þarf ekki að koma á óvart að þessir snillingar hafi séð sér hag í því í gegnum lífeyrissjóðina að láta þá taka stöðu gegn sjálfum sér.

Ekki heyrist múkk í sömu verklíðsforustu vegna hverra skattahækkunarinnar á fætur annarrar sem trekkir upp verðbólguna.  Varla von rétt á meðan verið er að fela mest ósómann  og koma honum yfir á ábyrgð skattgreiðenda í formi einkaframkvæmda til atvinnuuppbyggingar. 

Þannig er nú stöðugleikasáttmáli þessara fursta.   

Magnús Sigurðsson, 19.6.2009 kl. 21:37

14 identicon

Get ég treyst því að farþeginn Ágúst Guðlaugsson í stjórn VR sé að taka á lífeyrissjóðunum?

Indverjamyndband kemur síðar.

Skál 

 Kv. S.Ragnar

S.Ragnar (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 22:44

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er nú meira drullusíkið.

Sigurjón Þórðarson, 20.6.2009 kl. 11:25

16 identicon

Ef þetta voru samantekin ráð til að hækka virði hlutabráf bankans(partur af svikamyllunni fyrir þá sem græddu á því persónulega) þá er hægt að rifta þessu fyrir hlutlausum dómstólum tel ég á þeim forsendum að um glæp sé að ræða ekki viðskifti.  

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 11:26

17 identicon

Ein ábending. Þú leggur kolrangt út af þessum tölum. Lífeyrissjóðurinn skuldar gömlu bönkunum 93 ma.kr. í erlendum myntum og á inni hjá þeim íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi LV er munur á þessari skuld og eign LV um 15 ma.kr. en eins og allir sem eiga bæði eignir og kröfu á gömlu bankanna mun LV líklega nota lagaheimild til að skuldajafna eignum og skuldum.

Annað, það getur verið algjörlega rökrétt hjá lífeyrissjóði að selja erlendan gjaldeyri framvirkt, þar sem lög heimila einungis ákveðið hlutfall sjóðsins megi bera gjaldeyrisáhættu. Miðað við efnahagshrunið á Íslandi er líklega gott að LV hafi átt hærra hlutfall í erlendum eignum og þurft að verja gengisáhættuna með framvirkum samningum

nafnlaus (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 12:31

18 identicon

Það hefur nú lengi vel verið deilt um það hvort lífeyrissjóðir eigi yfirhöfuð að verja erl. eignir sínar, þar sem að þeir eru langtímafjárfestar. Yfirleitt mun gengið jafna sig út ( á ensku kallast þetta mean reversion) og leita í eitthvað ákveðið jafnvægisgengi. Auðvitað verða alltaf einhverjar skammtímasveiflur en það er ekkkert sem langtímafjárfestir ætti að hafa einhverjar stórkostlegar áhyggjur af.

Hitt er aftur á móti ótrúlegt að þeir hafi yfirhöfuð verið með opna framvirka samninga þar sem ekkert benti til þess að krónan myndi styrkjast, þá hvorki miðað við sögulegt gengi og ekki heldur miðað við þáverandi efnahagsástand á íslandi....

Sauður (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 15:00

19 identicon

Sauður flottur!!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 15:27

20 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hef lúmskt gaman af fyrirsögninni í Peningamálum (tengillinn hans Sveins unga), þar sem segir:  Hægari hjöðnun verðbólgu tefur lækkun stýrivaxta.

Hafa skal í huga að 2. mars 2007 var útlánageta bankanna gegn veði aukin um 42% þegar áhættustuðull vegna eiginfjárkröfu var lækkaður úr 0,5 í 0,35.  Eins og áður þegar útlánageta bankanna jókst, þá fylgdi verðbólgan á eftir.

Marinó G. Njálsson, 20.6.2009 kl. 23:29

21 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég sé ekki að lífeyriris sjóðir þurfi að vera í braski. Eftirlaunaaldur ætti að taka mið af heildar lífeyrissjóðsgreiðlum starfandi launþega. 2/3 meðal mánaðralauna ævinnar á mánuði.  Jafnmikið fer inn og út.  Vextir húsnæðislána miða við aukningu eða fækkun félaga 1-2%. Sjálfbært.

Hægt er að búa til forrit sem sér um að halda utan um þetta. Launa kostnaður lítill sem enginn.

Hvað vill meiri hluti félagsmanna. Einfaldan öruggan launþega sjóð?

Innflutningsfyrir tæki sem önnur geta svo fjármagnið sig hjá þeim sem hafa efni á að  taka áhættu.

Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 01:53

22 identicon

Sæll Ragnar. Er með spurningu .. Getur fólk tekið sig saman og stofnað lífeyrissjóð ? Verð að segja að ég hef áhyggjur núna er verið að skerða og skerða . Var að tala við Afa gamla um daginn hann hefur verið að borga síðan 68 minnir mig ,það sem hann er að fá til baka er bara hluti af höfuðstól myndi ég ætla. Þetta er níðslega lítið Ef gamli hefði lagt þetta inná lokaðan bankareikning með lágmarks ávöxtun öll þessi ár þá væri hann í miklu betri málum. Þess vegna spyr ég hvort sé hægt fyrir t.d. nokkra aðila að stofna einhverskonar lífeyrissjóð sem væri bara byggður þannig upp að hver væri með sína lokuðu bankabók sem lífeyrisgreiðslur bærust inná milliliða laust.  

Hilmir B Auðunsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 11:25

23 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Nafnlaus: Það er rétt hjá þér að einhverjar krónur eru á bakvið þessa 93 milljarða skuld við bankana. En spurningin er hinsvegar sú,hversu margar? Ég hef ítrekað reynt að fá upplýsingar frá lífeyrissjóðnum mínum um stöðu gjaldmiðlasamninga, á hvaða gengi var samið og gjalddaga þeirra. Þeir hafa ávalt hafnað beiðnum mínum sem og beiðnum um upplýsingar um stærstu útgefendur fyrirtækjaskuldabréfa.

Hvað er verið að fela. Hverjir eiga þessa peninga og af hverju í ósköpunum get ég sem sjóðsfélagi og eigandi  ekki fengið upplýsingar um stöðu mála. 

 Miðað við upphæðina sem LV setur í bækur sínar sem tap eru þeir einfaldlega að skuldajafna á móti tapi á skuldabréfum punktur. þetta er í engu samræmi við hugsanlegt tap á þessum samningum og ekkert skrítið að skilanefndir bankanna hafi hafnað boði lífeyrissjóðanna. þú segir ekkert óeðlilegt við gjaldeyrisvarnir. Þessir samningar á þessum tímapunkti með þessum upphæðum er glæpsamleg áhættusækni og vanræksla.

Hvernig væri ef við smælingjarnir gætum skuldajafnað tapinu á lífeyri okkar og séreignasjóðum á móti skuldum á húsnæðislánum. Eða skuldajafnað eignaupptöku lífeyrissjóða og banka í fasteignum okkar í formi verðbóta á fasteignlánum okkar, ástand sem þeir sjálfir sköpuðu, í formi niðurfellinga skulda. Kanski væri best að skuldajafna lífeyrissjóðunum á móti öllum erlendum skuldum og losna við þetta mafíubatterí í eitt skipti fyrir öll.

Hverjir báru stóra ábyrgð á bankahruninu ??? Hverjir áttu sæti í stjórnum og lánanefndum bankanna ??? Hverjir kvittuðu upp á ofurlaun og kaupréttarsamninga stórfyrirtækja útrásarhálvitana með því að dæla fjármagni í þetta glórulausa bull ????

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.6.2009 kl. 22:04

24 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Hilmir Ég hef kannað þetta mjög vel. það sem við þurfum að gera er að fá löggiltan umsjónaraðila fyrir slíkan sjóð og safna 800 hundruð stofnfélögum. Þetta mál er búið að vera lengi á stefnuskránni hjá mér og mun ég halda leit minni áfram af aðila til að hýsa slíkan sjóð.Þar væri hægt að setja hluta af 12%iðgjaldi í séreign sem myndi erfast osfrv.

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.6.2009 kl. 22:11

25 identicon

ég skil takk fyrir þetta

kv. Hilmir

Hilmir B Auðunsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:36

26 identicon

Margir hérna hugsa um að betra hefði verið að leggja allan lífeyrir sinn inn á bankabók í stað þess að setja hann í lífeyrissjóð.

Ég vil benda á að ef ekki hefði verið fyrir neyðarlögin og allur lífeyrir inni á bankabók þá hefðu lífeyrishafar aðeins verið tryggðir upp að þremur milljónum króna á innlánsreikning. Restin af lífeyrirnum hefði líklegast horfið í bankahrunið.

Það er engin ávöxtunarleið áhættulaus. Í tilfelli lífeyrissjóðanna hérna heima var líklegast svikamilla sem brenndi upp eignirnar. En það voru álíka brellur í gangi í flestum fyrirtækjum á Íslandi sem sýsluðu með svipðaðar upphæðir og því líklegt að þetta hefði farið til andskotans hvort sem er. 

Það er ekkert til sem kallast frí máltíð. Að búast við því að maður geti bara lagt peningana til inn í sjóð og svo lifað áhyggjulaust upp frá því í tugi ára er að ég tel ekki módel sem gangi upp.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 19:00

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Launþegasamtök margra þjóða hanna kerfi þar sem greiðslur sem koma inn á hverju ári dekka þær sem fara út. Byggir á gamla samstöðuhugtakinu. Þetta er í sjálfsögðu engin áhætta þýskarar eru ágæt fyrirmynd. Enda bestir í Evrópu hvar varðar langtíma nákvæmismat.

Það eru ennþá til illa upplýstir Íslendingar sem eru að lofa sérstaka Íslenska lífeyriskerfið.  Þótt lofið hafi allt byggt á bókuðum fals væntingum hingað til.

Siðan geta þeir sem vilja verslað við einkalífeyrissjóði á sína ábyrgð.

Júlíus Björnsson, 22.6.2009 kl. 19:46

28 identicon

Hafið þið séð viðtalið við Bjarna Ármanns á www.hvitbok.vg ?

S.Ragnar (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 21:14

29 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Er búinn að vera að renna yfir tölvupóstana. Þeir eru með ólíkindum en upplýsa um leið hvernig öll verkalýðsbaráttan virðist vera orðin einkavinavædd.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2009 kl. 16:11

30 identicon

Þú, Ragnar Þór, ert einn af fáum vonarneistum okkar ágæta lands. Mikið óskaplega er ég ánægður yfir því að til séu áhrifamenn á Íslandi í dag sem virðast keyra á réttlæti og heiðarleika. Séu lifandi og raunverulegar persónur en eru ekki fígúrur í sögubókum sem maður les til að auðvelda sér skammdegið !!

Synd að fleiri eintök af þér séu ekki í umferð, spurning að taka "kindina Dollý" á þig.

Ég er stolltur af þér vinur !!!

runar (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:07

31 Smámynd: Haraldur Baldursson

váááá...

Haraldur Baldursson, 26.6.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband