Af hverju að velja Tal?

Í stað þess að borga meira fyrir samninginn við Vodafone gerir hann betri samning við símann. Klárlega til hagsbóta fyrir félagið og viðskiptavini þess.

Eru stjórnendur Teymis sem er eigandi Vodafone að brjóta samkeppnislög með því að þvinga stjórnendur Tals til að gera samning við Vodafone þó hann sé óhagstæðari fyrir félagið og neytendur. 

Ég er nokkuð viss um að eiga ekki viðskipti við Tal eða Vodafone í framtíðinni. Ég vil ekki versla við fyrirtæki sem telur sig selja ódýra og góða þjónustu til viðskiptavina þegar markmiðið er klárlega annað. 

Það er hið yndislega val sem ég hef sem neytandi þó svo hinir valkostirnir séu nú ekki ýkja merkilegir ef eigendasamsetning samkeppnisaðilana er skoðaður, þé er það val engu að síður.


mbl.is Sagt upp og samningi rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VR og Kaupþing.

Guðmundur B. Ólafsson lögmaður VR er giftur forstöðumanni Útlánaeftirlits Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.

Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.

Eru skýringar Gunnars Páls formanns VR og stjórnarformanns Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, sem sat í stjórn gamla Kaupþings og samþykkti að fella niður ábyrgðir lykilstjórnenda, trúverðugar?

þegar tengslanetið er skoðað vakna fleiri spurningar en svör.

 


Yfirlýsing frá LV ásamt svari.

Yfirlýsing í tilefni umfjöllunar Stöðvar 2 í fréttum 28. desember 2008

29.12.2008

Viðmælandi Stöðvar 2 í fréttatíma 28. desember 2008 kaus að blanda fjölskyldum forystumanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á miður smekklegan hátt inn í málflutning sinn gegn stjórnendum og starfsemi lífeyrissjóðsins.

Því er alfarið vísað á bug að fjölskyldutengsl hafi haft áhrif á fjárfestingar sjóðsins í Kaupþingi en eiginkona mín hóf störf í Búnaðarbanka Íslands árið 1997, þ.e.a.s. þegar bankinn var enn í eigu ríkisins og eiginkona Gunnars Páls var ráðin til almennra starfa í Kaupþingi áður en hann tók sæti í stjórn bankans. Að starf sonar míns sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins er fullkomlega fráleitt.

Er fráleitt að spyrja eftirfarandi spurninga? 

Er Þorgeir, sonur hans og kona í hópi þeirra lykilstarfsmanna sem fengu ábyrgðir niðurfelldar vegna hlutabréfakaupa? Eru þessir aðilar í hópi Vildarviðskiptavina bankans sem fengu samninga sem ekki var hægt að tapa á?

Og dóttir Þorgeirs sem er á fruminnherjalista hjá Exista (kaupþing)sem varastj.maður á einhvern hátt tengd inn í þetta?

Hvert er eignarhald þessara aðila sem ofan er talið í gegnum ehf. fyrirtæki osfrv?

Það er í versta falli fullkomlega eðlilegt að spyrja þessara spurninga og ennþá eðlilegra að forstjórinn geri grein fyrir þessum tengslum og svari þeim spurningum sem að ofan eru.

Þar sem verið er að gera eignarhlut Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í Kaupþingi tortryggilegan vegna fyrrgreindra tengsla ber að árétta að hann var svipaður og annarra stórra lífeyrissjóða. Þannig átti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 3,56% í Kaupþingi í apríl 2008 en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 3,61% og Gildi lífeyrissjóður 3,22% á sama tíma.

Þarna er vísað í hlutabréfastöðu í apríl 2008. Hver var staðan rétt fyrir hrun bankanna ?

Hver var staða LV í Kaupþingi vikurnar fyrir hrun bankanna. Hver var hluturinn þá ?? Eru þá allir fjármálaséfræðingar að ljúga um mjög óeðlilega stöðu sjóðsins með Kaupþingi á kostnað hinna bankanna? Hvert var eignarhald bankans í stærstu eigendum Kaupþings þ.e. Bakkavör, Exista ofl. vikurnar fyrir hrunið ? Og hver var skuldabréfaeign sjóðsins í Kaupþingi og í þeim félögum sem tengjast kaupþingi eins og ofan er talið ?

3,56% hlutur í Kaupþing hljómar ekki há tala en staðan á hlut LV í kaupþingi árslok 2007 með beinum og óbeinum hætti í gegnum Bakkavör exista ofl. var um  33 milljarðar. Ef við áætlum skuldabréf í bönkum og fyrirtækjum má áætla að heildar fjárfestingarstaðan í Kaupþingi í árslok 2007 hafi veri um. 55-60 milljarðar með beinum og óbeinum hætti. 

Tjón sjóðfélaga LV sem og annarra lífeyrissjóða var tilfinnanlegt við hrun bankanna. Engu að síður er rétt að halda til haga að hlutabréfasafn LV sýndi 19,5% árlega raunávöxtun yfir 28 ára tímabil til ársloka 2007. Eftir fall bankanna var raunávöxtun hlutabréfaeignar lífeyrissjóðsins reiknuð og sýnir safnið nú 8,5% árlega raunávöxtun yfir tæplega 29 ára tímabil. Þannig liggur fyrir að þrátt fyrir að mikil verðmæti hafi glatast er hlutabréfaeign lífeyrissjóðsins sú eign hans sem bestri ávöxtun hefur skilað á síðustu áratugum. Eignastýringardeild sjóðsins hefur tekist einkar vel upp á síðustu 11 árum með því að ná 102% uppsafnaðri ávöxtun umfram Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á þessu tímabili.

Alltaf jafn broslegt að lesa tölulegar framsetningar þessarra manna. Af hverju tala menn ekki íslensku ?

Með þessari yfirlýsingu er Þorgeir að segja að sjóðurinn undir hans stjórn hafi tapað 11% raunávöxtun 29 ár aftur í tíman.( það er ávöxtun +verðbætur) síðustu 29 árin á þessu hlutabréfabraski undir hans stjórn.

Er hann að nota uppsafnaða ávöxtun sjóðsins síðustu 29 ára til að réttlæta eigin taprekstur.

Meðalraunávöxtun LV síðustu 5 árin var 10,6% í árslok 2007 og síðustu 10 árin var meðalraunávöxtunin 6,9%. Sjóðurinn hefur sýnt aðra hæstu ávöxtun meðal lífeyrissjóðanna síðustu árin. Þessi árangur hefur gert sjóðnum kleyft að hækka lífeyrisréttindi sjóðfélaga um 21,1% umfram verðlagsbreytingar frá árinu 1997.

Síðustu 10 árin er meðalraunávöxtun sjóðsins 6,9% eða rétt yfir meðallagi hefðbundinna verðtryggðra innlánsreikninga.

Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,05% í hlutfalli af eignum á árinu 2007.

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

0,05% sem hlutfall af 269 milljörðum sem var eignastaða sjóðsins í lok árs 2007 er 135 milljónir.

Hvernig getur rekstrarkostnaður verið 135 milljónir þegar launakostnaður er 270 milljónir og rekstrar,skrifstofu,launa og fjárfestingarkostnaður er skráður í ársskýrslu samanlagt 424,5 milljónir á 27,5 stöðugildi.

Er þorgeir að búa til rekstrartekjulið í efnahagsreikninginn til að lækka rekstrarkostnað og setja fram sem hlutfall af heildareignum sjóðsins?

Hvað er verkamaður með í laun eftir skatta og afborganir lána sem hlutfall af þjóðarframleiðslu ?  Líklega er það með því lægsta sem gerist.

Kveðja

Ragnar


Enn ein rósin í hnappagat LV.

Maður spyr sig í ljósi þess að lífeyrissjóður verslunarmanna, tók óeðlilega sterka stöðu í fjárfestingum  í Kaupþingi og tók á sig gríðarlegt tap á falli bankans, hvort Þorgeir Eyjólfsson, Börn hans og Kona sem tengjast Kaupþingi beint og óbeint hafi tengst þessum viðskiptum eða niðurfellingum á ábyrgðum lykilstjórnenda.

Gunnar Páll Formaður VR og stjórnarformaður LV tók ákvörðun sem stjórnarmaður  gamla Kaupþings að fella niður ábyrgðir  lykilstjórnenda  vegna hlutabréfakaupa.

Það væri fróðlegt að vita hvort þessi mál tengjast á einhvern hátt. 


mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fer lífeyrissjóður verslunarmanna ekki í mál við Kaupþing?

Niðurfelling ábyrgða hlýtur að skerða það sem eftir verður til að greiða kröfuhöfum.

Enda lífeyrissjóður verslunarmanna ekki búinn að tapa nema 60-70 milljörðum á þroti bankans.

Æ! nú man ég Gunnar Páll formaður VR og stjórnarformaður LV var í stjórn Kaupþings og samþykkti þennan gjörning, konan hans vinnur þarna eins og Kona og sonur Þorgeirs Eyjólfssonar Forstjóra LV en sonurinn starfar samkvæmt enska starfsheitinu  VP - Investment Banking at Kaupthing Bank.

Eða svo segir hann sjálfur.  http://www.linkedin.com/in/lydur

Spurning hvort eitthvað af þeim sjálfum muni njóta góðs af niðurfellingum ábyrgða. Einhvern vegin efast ég um að það komi fram í dagsljósið meðan þessir aðilar eru við stjórn.

Ég vona að þeir sem vinna dag og nótt fyrir framan pappírstætarana og tæta í sundur ábyrgðir Elítunnar eins engin sé morgundagurinn, eigi eftir að koma fram og segja hið sanna.

Kanski er ég of dómharður, kanski voru þeir Þorgeir og Gunnar með mína hagsmuni að leiðarljósi allan tímann þó ég sjái það ekki. 

Kanski er það ekki merki um Valdahrokan í Þorgeiri að neita að tjá sig um þessa ömurlegu stöðu sjóðsins og sendir þess í stað skósveina á borð við Gunnar til að taka skellinn.

Kanski er ég bara svo barnalegur í eðli mínu að standa í þessu "skítkasti".

Kanski eru þetta hinir mestu sómadrengir. "kanski" ???? 

 


mbl.is Niðurfelling til stjórnenda Kaupþings tekjuskattskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krókódílatár!

 „Þeir lifa í óvissu um sinn persónulega fjárhag og fjárhag fjölskyldna sinna og það er auðvitað mjög óþægileg staða,“ segir Finnur.

Það renna krókódílatár niður mínar kinnar. 

Velkomin í hóp meirilhluta þjóðarinnar sem þið eruð gott sem búin að setja á hausinn. Við höfum lifað í mikilli óvissu um fjárhag okkar frá hruni bankanna.

Meðan séreignasparnaður okkar tapaðist þegar almenningur var látin súpa seiðið af þessu glórulausa fjármálasukki, meðal annars með því að láta peningamarkaðssjóðina fjárfesta í vonlausum bréfum sem " Elítan vildi losna við " vöru lánin okkar yfirtekin með öllum veðum,vöxtum og vaxtavöxtum.

Niðurfelling Ábyrgða!

Af hverju voru bankarnir ekki skikkaðir til að draga tap séreignasjóðanna frá höfuðstól skuldanna sem mikill meirihluti fólks glímir nú við enda með allt sitt í sama bankanum?


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengsl fjárfestinga LV í Kaupþingi.

Vegna viðtals við mig í Reykjavík Síðdegis 18/12 vil ég koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Mér fannst ég hafa hikstað svolítið á spurningum varðandi fjárfestingar sjóðsins og hvernig lögin væru til þess fallin að verja okkur fyrir spillingu og valdabrölti.

Lögin: Lögin um lífeyrissjóði eru að mörgu leiti mjög góð og eiga að vera til þess fallin að sjóðirnir dreifi áhættunni eins og kostur er þ.e. fjárfesti visst mikið í skuldabréfum og visst mikið í hlutabréfum osfrv.

Lögin kveða á um hámark hverrar fjárfestingar fyrir sig og eins hámark heildarfjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum osfrv.

Það sem stjórnendur Lífeyrissjóðanna hafa hinsvegar gert og þá sér í lagi LV er að fara í kringum þessar reglur og lög.

Dæmi:

Staða hlutabréfa LV í árslok 2007

Kaupþing 21,3 milljarðar

Exista og Bakkavör (aðaleigendur kaupþings) 11 milljarðar.

Félög tengd fjármalageiranum (kaupþing) eins og Teymi, Alfesca ofl.félög  1-2 milljarður.

Skuldabréfaeign sjóðsins í bönkum og fyrirtækjum ( Meðal annars Kaupþingi og fyrirtækjum sem tengjast Kaupþingi á nákvæmlega sama hátt og ofan er talið ) 35 Milljarðar.

Árið 2008 Styrkti LV stöðu sínu til muna í Kaupþingi og félögum honum tengdum á kostnað Landsbankans. Tölur allt að 14 milljarðar hafa verið nefndar

Fjármálasérfræðingar telja þann gjörnung einan hafa verið til þess fallin að halda uppi gengi bréfa Kaupþings á kostnað Landsbankans.

Því er Hugsanlegt Tap LV Á falli Kaupþings eitt og sér um 60-70 Milljarðar eða um 25% af heildareignum sjóðsins séu skuldabréfaeignir teknar með í reikninginn

Ég get ekki sagt til um hvort lög hafa verið brotin en hvaða fjármálasérfræðingur sem er getur staðfest að fjárfestingar sem þessar flokkast undir fjárhættuspil af verstu gerð.

 

Lögin í sjálfu sér mættu taka Betur á svona krosseignatengslum en ábyrgðin hlýtur að vera þeirra sem stjórna sjóðnum.

Formaður VR var í stjórn gamla Kaupþings og er stjórnarformaður LV.

Forstjóri LV og formaður VR eiga báðir sterk fjölskyldutengsl í Kaupþingi og félögum þeim tengdum þó aðallega Forstjóri LV. 

Sjóðirnir hafa sett siðareglur og samþykktir um góða viðskiptahætti sem hafa verið þverbrotnar.

Sjóðirnir hafa kvartað sáran eftir hrunið að erfitt hafi verið að fjárfesta á svo litlum markaði.

Það eina sem sjóðirnir hafa gert undanfarin ár til að breyta lögum um fjárfestingar, er eftir hrun bankanna, og með þeim hætti að geta fjárfest sem aldrei fyrr í hlutabréfum gjörspilltra fyrirtækja með sama fólkið í brúnni og áður. Einnig fengu þeir í gegn eignaupptökurétt á fasteignum sjóðsfélaga.

 

Hvar í þessum Dæmum sem ég nefni eru hagsmunir Sjóðsfélaga hafðir að leiðarljósi?


Hvernig er þetta hægt?

Hvernig getur Landsbankinn tapað séreignasparnaði mínum á gjaldþroti gamla Landsbankans og í sömu færslu tekið íbúðarlánið mitt yfir óskert og rukkað með öllum mögulegum álögum og veðum?

Væri ekki lágmarks sanngirni að draga tapið frá höfuðstól skuldanna?


Ákall til fjölmiðla !

Á að flytja/fela tap LV yfir á skattgreiðendur ?

Ég hef fengið tölur mínar um stöðu LV sem ég hef birt á Bloggi mínu að mestu staðfestar og það sem meira er að staðan er jafnvel enn verri.

Það lítur út fyrir að tap sjóðsins sé vel yfir 110 milljarðar eða yfir 40% af öllum eignum.

Þetta er ekki eitthvað bókfært pappírs tap í skúffufyrirtæki fjárglæframanns. Þetta eru alvöru peningar, Peningarnir okkar sem eiga að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld.

http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/740332/ 

Helstu hlutabréfaviðskipti LV á árinu 2008 voru til að styrkja stöðu sjóðsins í Kaupþingi á kostnað Landsbankans.

LV vill ekki gefa upp hrikalega stöðu sjóðsins opinberlega fyrr en fullreynt er hvort þeir fái skuldajöfnun á skuldabréfum vegna hruns bankanna og hugsanlega endurskoðun á því þegar sjóðurinn tók stöðu með krónunni.

Með öðrum orðum verður reynt með öllum tiltækum ráðum að færa/fela/flytja Tap LV yfir á skattgreiðendur.

Það verður að koma þessum málum upp á yfirborðið áður en þessir aðilar ná að hvít þvo af sér mesta tapið á kostnað skattborgara.

Ég skora á alla fjölmiðla að ráðfæra sig við óháða sérfræðinga í fjármálageiranum til að fá þessar hrikalegu tölur staðfestar ásamt áætluðu tapi á erlendum fjárfestingum og innlendri skuldabréfaeign Sjóðsins einnig að fá staðfest vanhæfi forstjórans til að gegna þessari stöðu vegna fjölskyldutengsla hans við stærstu fjárfestingar sjóðsins í hluta og skuldabréfum.

Ég vil ekki trúa því að þessir sömu aðilar sem bera ábyrgð á þessu gríðarlega tapi fái óútfylltan tékka á sparifé okkar til að gambla með í gjörspilltu atvinnulífi.

Fyrst var tapið 14% af heildareignum ” kom fram á heimasíðu live.is og á Borgarafundi í Háskólabíói”

Viðtalið við mig í Reykjavík Síðdegis þann 10.Des eftir að ég birti samantekt á tapi LV var Tapinu breytt í 23,4% af heildareignum á live.is 11 des.

Ég skora á fjölmiðla að nota þessar upplýsingar og koma ævisparnaði okkar til bjargar.

Það er alveg óskiljanlegt að Þorgeir Eyjólfsson Forstjóri LV Skuli geta óáreittur fjárfest með ævisparnað okkar í fyrirtækjum sem Kona hans og börn gegna lykilstöðum í ef sögusagnir þess efnis eiga við rök að stiðjast.

Hvað þarf að gerast svo fjölmiðlar vakni til lífsins ?

Ársskýrsla LV 2007.

http://www.live.is/media/arsskyrslur/Arssk2007.pdf

Bls.15 Verðbréfaeign, Skipting eigna. Bls.28 Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 424,5 milljónir. Bls 33 Skipting verðbréfa og skuldabréfa (hvaða fyrirtækjum voru lánaðar 17-18 milljarðar ? Bls.34 Hlutabréfaeign sjóðsins árslok 2007  Bls. 35 Erlend Verðbréfaeign sjóðsins. Sjá neðst þar sem sjóðurinn hefur skuldbundið sig til að fjárfesta 12,3 Milljörðum í erlendum áhættufjármagnssjóðum. Bls.36 Launakostnaður á 27,5 stöðugildi 270 milljónir.


Lífeyrisþjófnaður?

Lífeyrisþjófnaður?

Grein eftir Sigurð Oddsson sem birtist í Blaðinu, desember 2005.

Frábær Grein eftir Sigurð sem er einn af baráttumönnum gegn sinnuleysi lífeyrissjóðanna gagnvart eldri borgurum þessa lands.

Viljum við enda ævikvöldið á margra ára biðlista eftir  kústaskáp á yfirfullu elliheimili þar sem varla er hægt að hella sér upp á kaffi, hvað þá að taka á móti ástvinum ? 

Greinin: 

Ég fékk mikil viðbrögð við grein minni “Til hvers eru lífeyrirsjóðir”.  Ekkert heyrðist þó frá forsvarsmönnum lífeyrissjóða.  Samt notaði ég stór orð. Kallaði þá þjófa. Það hefði ég ekki sett á prent nema ég gæti staðið við það og geri það hér með:

Að loknu námi starfaði ég í Sviss.  Þar var frjálst val að vera í lífeyrissjóði og nokkrir í boði.  Ég valdi lífeyrissjóð opinbera starfsmanna og var í honum á þriðja ár.  Skömmu eftir að ég flutti heim kom yfirlit frá bankanum úti, sem launin mín voru jafnan lögð inn á.  Það var komin stór innborgun. Lífeyrissjóðurinn hafði endurgreitt mér allt, sem ég hafði borgað í hann.  Allir geta verið sammála um að samanborið við þetta, þá er maður rændur hérna  heima.  

Ég hef mikið velt fyrir mér, hvort það standist landslög, að lífeyrssjóðir slái eign sinni á inneign sjóðsfélaga, þegar þeir kveðja þennan heim.  Vonandi verður einhver lögfróður til að svara því með tilliti til eftirfarandi dæmis.:

Flestir ganga í lífeyrissjóð um leið og þeir byrja að vinna.  Oft barnungir. Síðar þegar gengið er í hjónaband eru hjónin eitt frammi fyrir guði og mönnum.  Eiga saman börn, innbú og íbúð. Allt er sameign nema þau geri kaupmála.  Taki annað hvort eða bæði lán með veði í sameiginlegri eign, þá skal makinn skrifa samþykki sitt á skuldaviðurkenninguna.  Svo kemur að því að annað fellur frá. Þá erfir sá sem lifir allt nema lífeyrissjóðsréttindin.  Sé lífeyrissjóðslán í búinu skal hann eða hún borga af því þar til það er upp greitt.  Á sama tíma fær hann eða hún tímabundið skertar bætur úr lífeyrissjóði makans.

Það eru aðallega konur, sem hafa farið illa út úr þessu.  Bæði lifa þær lengur og svo hafa þær fram til þessa verið meira það sem kallað er heimavinnandi. Fyrir það starf fást ekki lífeyrissjóðsréttindi.  Sama hversu stórt heimilið er og börnin mörg.  Merkilegt að þeir, sem mest berjast fyrir jafnrétti hafi ekki fengið þetta leiðrétt.

Ég geri mér grein fyrir að upp úr miðri síðustu öld jafnaði verðbólgan misréttið. Fasteignir hækkuðu í verði á meðan lánin brunnu upp á verðbólgubálinu og hjónin eignuðust óbeint lífeyrissjóð í búinu. 

Upptaka lífeyrissjóðsréttinda, þegar óðaverðbólgan geysaði, hefur eflaust bjargað mörgum sjóðnum frá því að fara á hausinn. 

Nú eru breyttir tímar. Nýtt og áður óþekkt vandamál.  Fjármagnið streymir svo skart inn að til vandræða horfir.  Yfirlýsingar um ónóg tækifæri til fjárfestinga innanlands koma frá sjóðunum. Þeir allt að því neyðast til að auka fjárfestingar í erlendum verðbréfum.  Á sama tíma er ekkert lát á fréttum um lakan aðbúnað eldri borgara, sem flestir eru stofnfjáreigendur lífeyrissjóðanna.

Til er einföld lausn á verðtryggingu fjármagns lífeyrissjóða, sem um leið bætir aðbúnað eldri borgara.  Lausnin felst í því, að lífeyrissjóðirnir stofni sameiginlegt byggingafélag “LÍFBYGG”, sem byggir leiguíbúðir eldriborga. Stofnfé gæti verið “ránsfengur” síðustu 25 ára. 

Fjármagn sem fer í byggingar er verðtryggt um leið og framkvæmt er fyrir það.  Sama er að segja um kaup sjóða á íbúðunum.  Um leið og greiðsla fyrir íbúð er yfirfærð til “LÍFBYGG” er hver einasta króna verðtryggð. Allir vita að fjárfesting í steinsteypu á Íslandi er góð. Ekki áhættufjárfesting líkt og hlutabréf.  Í viðbót við verðtrygginguna bætast við leigutekjur af íbúðinni frá fyrsta degi. 

Um leið gjörbylta þessar leiguíbúðir kjörum þeirra, sem eru að ljúka starfsaldri.  Allir ættu að geta leigt sér íbúð við hæfi.  Þeir sem eiga íbúð fyrir geta selt hana í rólegheitum og notið söluverðssins.  Leigt sumarhús af lífeyrissjóðnum á sumrin og ferðast til heitari landa á veturna.

Lífeyrissjóðirnir myndu losna við að sitja einhverja stjóra á aðalfundi verðbréfasjóða eða hlutafélaga erlendis með tilheyrandi dagpeningum og kostnaði.

Sigurður Oddsson 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband