Af hverju að velja Tal?

Í stað þess að borga meira fyrir samninginn við Vodafone gerir hann betri samning við símann. Klárlega til hagsbóta fyrir félagið og viðskiptavini þess.

Eru stjórnendur Teymis sem er eigandi Vodafone að brjóta samkeppnislög með því að þvinga stjórnendur Tals til að gera samning við Vodafone þó hann sé óhagstæðari fyrir félagið og neytendur. 

Ég er nokkuð viss um að eiga ekki viðskipti við Tal eða Vodafone í framtíðinni. Ég vil ekki versla við fyrirtæki sem telur sig selja ódýra og góða þjónustu til viðskiptavina þegar markmiðið er klárlega annað. 

Það er hið yndislega val sem ég hef sem neytandi þó svo hinir valkostirnir séu nú ekki ýkja merkilegir ef eigendasamsetning samkeppnisaðilana er skoðaður, þé er það val engu að síður.


mbl.is Sagt upp og samningi rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Þetta er bara auðhringur að tryggja stöðu sína, samkeppni er ekki til í þeirra orðabók sem góður hlutur.

Hermann hefur talið sig vera að gera betri samning en hann visi alveg hverjir ættu fyrirtækið að meirihluta svo ég skil ekki alveg að hann skuli hafa gert þetta nema til að storka þeim.

Ágúst Guðbjartsson, 31.12.2008 kl. 09:57

2 identicon

Mögulega hefur hann trúað því að fjárfesting Teymis í Tali hafi verið gerð á viðskiptagrundvelli en ekki verið strategísks eðlis.  Hann veit þá væntanlega betur núna, en þetta er helvíti ljótt.

Blahh (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband