VR Samsærið: Nýr Kafli.

Mér hafa borist hótanir um lögsóknir með fimm daga millibili frá tveimur meðlimum “VR-Skugga” sem er félagsskapur sem stofnaður var til að vinna kerfisbundið gegn 6 nýkjörnum stjórnarmönnum félagsins, nýju trúnaðarráði og formanni.

Þær sem hyggjast kæra mig og tvo aðra stjórnarmenn heita Rannveig Sigurðardóttir fyrrverandi stjórnarmaður VR og Jóhanna E Vilhelmsdóttir fyrrverandi stjórnarmaður í VR og starfsmaður félagsins.

Í fyrsta skipti í sögu VR fengu félagsmenn að kjósa stjórn í opinni,almennri kosningu. Hingað til hafa stjórnarmenn verið handvaldir af þröngum hópi trúnaðarráðs sem hafði á að skipa handvöldu fólki af stjórnendum félagsins.

Þegar úrslit kosninga og vilji félagsmanna var ljós sem var yfir allan vafa hafin og var þeim sem þrásetið hafa félagið undanfarin ár og áratugi, hafnað með miklum meirihluta.

Í kjölfarið voru stofnuð samtök “VR-Skugga” sem er félagsskapur aðila sem komið hafa að stjórn félagsins í áratugi ásamt nokkrum starfsmönnum og trúnaðarráðsmönnum sem kosnir voru frá.

Þessi vinna gegn okkur var hafin ÁÐUR en við tókum við í stjórn félagsins enda átti aldrei að gefa okkur færi á að sanna okkur í starfi, vinna fyrir félagið og hagsmuni félagsmanna , heldur koma okkur frá hvað sem það kostaði eins og tölvupóstarnir gáfu glögglega til kynna.

Hér eru nokkur sýnishorn á ummælum þeirra sem ég tel hafa brotið gegn skyldum sínum sem stjórnarmenn og eða starfmenn sem ég tel hafa brotið af sér í starfi.

Tekið úr tölvupóstum VR-Skugga:

Stefanía Magnúsdóttir er fyrrverandi varaformaður VR og núverandi Starfsmaður VR. Hún á sæti í stjórn félagsins. Hún var starfandi varaformaður félagsins þegar hún skrifaði samskuggum sínum þetta bréf sem er dagsett daginn eftir að við tókum formlega sæti í stjórn félagsins:

Ég er líka með hugmynd um málefnahóp sem færi í þá vinnu að endurskoða lögin þannig að svona slys gerist aldrei aftur. Fyrst þurfum við að fá inn heilt og almennilegt trúnaðarráð en á næsta aðalfundi verður að breyta lögunum -- en þá verðum við búin að fá "okkar" fólk inn -- þótt það kosti aðrar allsherjarkosningar.

Þarna vísar Stefanía á úrslit fyrstu VR kosninga til stjórnar ,þar sem hinn almenni félagsmaður gat greitt atkvæði, sem slys og réttkjörið trúnaðarráð sem skipað er fullgildum félgasmönnum sem óheilum. Þetta svar Stefaníu er við pósti Gunnars Böðvarssonar fyrrverandi stjórnarmanns VR sem hér segir:

Jæja, þá er dælan farin að slá hægar ! ...en það er komin fram

> > frábær hugmynd um að "viðhalda VRfjölskyldunni" -og ekki síst

> > vinskapnum og samheldninni.

 

Tillaga frá Stefaníu um formann og varaformann Skugga. Hún ritar þetta sem Varaformaður VR:

Það væri mjög gott ef við skipuðum formann Skugga og ég sting upp á Gunnari Bö og Hildi í Varaformann.

Undir þetta tekur og samþykkir Sigurður Sigfússon núverandi stjórnarmaður VR og meðlimur Skugga en hann hefur í öðrum pósti hrósað framlagi Skugga gegn réttkjörnum stjórnarmönnum.

hann segir:

Styð Gunnar og Hildi. Kveðja Siggi

Rannveig Sigurðardóttir er fyrrverandi stjórnarmaður VR. Hér tekur hún af allan vafa um þáttöku sína í félagsskap Skugga en hún er þar ásamt nokkrum starfsmönnum VR og eldri armi núverandi stjórnar á póstlista VR-Skugga.

Sæl öll,það má koma listum til mín á 4 hæð,Ingólfsstræti 5 Reykjavík eða hringja í mig í síma xxxxxxx og þá er hægt að mæla sér mót. Kv.Rannveig

4 hæð, Ingólfsstræti 5 Reykjavík er heimilsfang Lag lögmanna þar sem hún starfar en það er lögmannstofa unnusta hennar Atla Gíslasonar þingmanns vinstri grænna.

Rannveig er önnur þeirra sem hafa í undirbúningi meiðyrðamál gegn nokkrum nýjum stjórnarmönnum sem ekki hafa sama aðgang að lögfræði aðstoð og hún.

Hildur Mósesdóttir varaformaður Skugga er einmitt systir Lilju Móses þingmanns vinstri grænna sem er skemmtileg tilviljun.

Jóhanna E Vilhelmsdóttir var ráðin til starfa fyrir félagið um síðustu áramót án þess að staðan hafi verið auglýst sérstaklega. Hún hefur setið í stjórn félagsins í áratugi. Hún tekur hér þátt í kosningu formanns Skugga sem starfsmaður VR.

Hún er ein þeirra sem hafa hótað mér málsókn.

Blessuð SAMÞYKKT GBÖ og Hildur MÓ –við náum ekki ÖLL að tala saman ef við verðum á almennum stað eins og Perlunni.Líst vel að hittast hjá XXXXX. Þar getum við haldið betur utan um hópinn og talað –frjálslega-ekki satt??   

Þarna vísar hún í fundarstað sem hópurinn fær að virðist endurgjaldslaust vegna viðskipta sem VR á við viðkomandi aðila og greinilega til þess fallin að vera undir Radar eins og kemur fram í einum póstana.

 

Þetta eru þau vinnubrögð sem lýðræðislega kjörnum félagsmönnum til trúnaðarstarfa fyrir félagið er boðið uppá í einu stærsta verkalýðsfélagi landsins.

Ég mun birta þessi bréf á bloggi mínu fljótlega að fengnu lögfræðiáliti.

Ég mun ekki beygja mig undir kúganir af neinu tagi frá þessu fólki og mæta þeim hvar sem er, í réttarsal eða á félagsfundum hvað sem það kann að kosta mig. Ég hef einfaldlega fengið nóg af vinnubrögðum þessara aðila.

Kveðja

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR.

 

Úr lögum félagsins.

 

Lög VR

 

7. gr. Brottvikning

Stjórn félagsins getur vikið úr félaginu hverjum þeim, sem að hennar áliti brýtur lög félagsins, samninga þess við vinnuveitendur eða vinnur gegn hagsmunum þess. Ákvörðun stjórnar er heimilt að vísa til úrskurðar trúnaðarráðs. Til samþykkis slíkrar brottvikningar þarf 2/3 greiddra atkvæða, hvort sem er á trúnaðarráðsfundi eða stjórnarfundi. Brottvikningu skal ekki beitt nema sakir séu miklar eða brot sem áminnt hefur verið fyrir verið ítrekað. Áður en til brottvikningar kemur skal félagsmanni gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum skriflega á framfæri við stjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líta Vinstri grænir á lýðræðið sem slys?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef hún kærir þig þá eru hún líka að kæra mig sem ég er ákaflega ósáttur við - en tek á því þurfi ég þess

Jón Snæbjörnsson, 15.7.2009 kl. 16:17

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með kreppukarlinum.. ja hérna...

Óskar Þorkelsson, 15.7.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þetta "skuggalið" ber nafn með réttu - nú er það SVART og þið eigið alla mína SAMÚÐ og STUÐNING...!  Ekki láta þetta lið "kúga & hræða ykkur burt" - haldið áfram að vinna að framgangi VG - það er þess vegna sem við völdum ykkur til að sinna störfum fyrir okkur félagsmenn.  Maður verður "leiður & reiður" þegar maður horfir upp á vinnubrögð þessa "skuggaliðs" sem lítur á VR sem FJÖLSKYLDU fyrirtæki fyrir "sig & sýna" - því miður er þetta lið til skammar - ég segi bara "lifi nýja Ísland - gangi ykkur VEL að moka út spillingu þarna út hjá VR" - það verður eflaust margt lið sem vinnur GEGN ykkur og reynir að halda í falin völd.  Ekki bugast - sækja fram af "kraft & þori" fyrir ALLA félagsmenn VR..-..takk fyrir að standa vaktina fyrir VR!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 15.7.2009 kl. 17:19

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sendi þér stuðningskveðjur en verð að viðurkenna að þó ég hafi fylgst nokkuð vel með blogginu þínu þá skil ég engan veginn hvað þeim gengur til sem láta svona gegn þér. Er það bara það að þú hugsar ekki eins og þau/þær???

(Ég vona að þú áttir þig á því að þú þarft ekki að svara. Ég held að ég viti svarið þó ég skilji það ekki

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.7.2009 kl. 17:55

6 identicon

Baráttukveðjur að austan, þú stendur þig vel.

Kveðja.

(IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 19:25

7 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Vá skuggalegt lið!!!

Konráð Ragnarsson, 15.7.2009 kl. 19:42

8 identicon

Ég ætla rétt að vona að Ragnar verði að standa fyrir því að birta prívat tölvupósta sem hann hefur birt.  Svona gera menn ekki.  Og heldur ekki að birta svona á blogginu sínu sem hann hefur þó tekið út, enda fráheyrð skrif en sýna best innræti Ragnars.

Hvað hefur Ragnar fram að færa til hagsmuna félagsmanna VR?  Hef ekki séð að annað en hann er að ata út Lífeyrissjóð verzlunarmanna sem þó tapaði einna minnst á síðasta ári.

Hér eru skrif Ragnars sem þið eruð væntanlega hrifinn af eða hvað:

Hvolpurinn Gunnar er búinn að skíta á

stofuteppið?<http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/764650/>

Það kom á óvart í viðtali við Gunnar Pál á Bylgjunni í morgun hversu

snjall pólitíkus hann er. Hann náði að stýra umræðunni sér í vil og

sneiddi afar nett framhjá vandræðalegum og óafsakanlegum afglöpum sínum í

starfi.

Það lá við að tárvot hvolpa augun sæust í gegnum útvarpið. Hvolpurinn

Gunnar hefur bæði pissað og kúkað á stofuteppið og það er engin til að

þrífa upp hlandið og skítinn nema trúnaðarmenn og VR stjórnin, enda lyktin

orðin óbærileg.

Hvar í fjandanum hefur verkalýðsforystan og Gunnar Páll verið síðustu þrjá

mánuði þegar hvað harðast hefur verið sótt að launafólki að það á sér

vart hliðstæðu?

Launalækkanir, uppsagnir, atvinnuleysi, verðhækkanir, verðbólgan, Vaxtastigið,

Ríkisstjórnin.

Ekki hefur heyrst hóst né stuna frá Gunnari Páli.

Þessum tíma hefur Gunnar varið í baklandskönnun fyrir áframhaldandi

formannssetu með köku- og matarboðum trúnaðarmanna eftir að upp komst um

glórulausa gjörnunga hans sem stjórnamanns í Kaupþingi.

Viðtalið á Bylgjunni í morgun:

Hann telur að tap VR vegna bankahrunsins sé ekki nema 5% af heildareignum.

“En það er það sem bankarnir segja mér” voff,voff,grátur! sagði hann.

“Bankarnir sjá um fjárfestingar sjóðsins”voff,voff, snuff...

Gunnar er viðskiptafræðingur að mennt ,formaður VR, stjórnarformaður LV og

stjórnarmaður gamla Kaupþings.

Veit hann ekki hvernig bankarnir fjárfestu peningum VR? Veit hann ekki í hvaða

hlutabréfasjóðum var fjárfest í fyrir 550 milljónir? Veit hann ekki í hvaða

bönkum, fjármálastofnunum og fyrirtækjum VR átti 3,3 milljarða

skuldabréfaeign?

Gunnar segir tapið 5% og verið sé að bíða eftir “hugsanlegri

skuldajöfnun” á skuldabréfaeign félagsins.

Það er líklegra að Davíð Oddson biðji þjóðina afsökunar og segi af sér

sem seðlabankastjóri heldur en að tap VR sé einungis 5%.

“Skuldajöfnunin” sem á aldrei eftir að koma, þýðir að bankarnir bæti

tjón VR vegna tapaðra skuldabréfalána og færa tapið yfir á skattgreiðendur

sem þurfa þar af leiðandi að taka á sig stærri skell vegna skuldbindinga

gömlu bankanna með t.d. greiðslum á ríkistryggðum innlánum að viðbættum

afkriftum skulda lykilstarfsmanna og vildarvina Kaupþings sem Gunnar sjálfur

kvittaði undir með bros á vör sem stjórnarmaður gamla kaupþings.

Gunnar er að segja okkur að bankarnir séu að skoða tapflutning VR yfir á

skattgreiðendur.

Tapið er staðreynd, Hver á að borga?

Þegar Gunnar tekur við sem formaður VR breytist verkalýðsfélagið í

þjónustumiðstöð fyrir VR félaga, þá sem vilja sumarbústað á leigu,

niðurgreidd líkamsræktarkort osfrv.

Félagsmenn skulu sjá um að semja um sín laun sjálfir enda ekki í verkahring

Gunnars Páls??’ Halló !!!

Vitanlega eru markaðslaun hærri hjá stórum hópi félagsmanna sem skýrist af

framboði og eftirspurn eftir vinnuafli en ekki af einka afrekum Gunnars Páls.

Gunnar skilur ekki að stór hópur félagsmanna er ekki í aðstöðu til né hefur

bein í nefinu til að semja um sín laun sjálfir enda hafa margir félagsmenn

setið eftir með sárt ennið í launaskriði undanfarinna góðæris ára.

Hvað með þetta fólk.

Hvar í andskotanum hefur Gunnar Páll verið eftir að kreppan skall á, þegar

hvað harðast er sótt að launa og fjölskyldufólki.

Gunnar Páll hefur verið að sýsla ýmislegt frá bankahruninu eins og að fá

auknar heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fárfesta í hlutabréfum sem

aldrei fyrr, fá í gegn eignaupptökulið til að geta leigt sjóðsfélögum

íbúðir sínar þegar búið er að hirða þær upp í skuldir sem

lífeyrissjóðirnir áttu stóran þátt í að stofna til og að lokum hefur hann

reynt sem aldrei fyrr að þegja af sér Kaupþingsskandalinn og styrkja sína eigin

stöðu innan félagsins.

Meðan félagsmönnum blæðir og er ýtt til hliðar hugsar Gunnar um eigin rass.

Ég held að flestir VR félagar, einstaklingar og fjölskyldufólk séu með sín

mál nokkuð á hreinu t.d. séreignasparnað, líftryggingar og barnatryggingar,

barnakaskó,brunatryggingar, brunakaskótryggingar,innbústryggingu og

innbúskaskótryggingar og kaskó-kaskó tryggingar eða hvað þetta nú alltsaman

heitir.

Ég er sjálfur tví líftryggður og með séreignasparnað því að

Lífeyrissjóðurinn sem ég greiði 12% af launum mínum í alla ævi getur ekki

séð mér fyrir mannsæmandi lífs viðurværi eftir að vinnuskyldu minni er

lokið.

Ég held að ég vilji ekki borga í VR lengur þar sem tryggingar mínar dekka

flest allt það sem Gunnar telur VR standa fyrir í dag. Það eru eflaust til nóg

af lögfræðinum sem telja sig geta sótt mál á atvinnnurekendur fyrir mína

hönd eins og að sækja slysabætur þar sem viðkomandi greiðir fyrir

þjónustuna ef árangur næst með samkomulagi eða málssókn.

Er VR orðin enn einn milliliðurinn í velferðarkerfinu því ekki getum við

flokkað VR sem verkalýðsfélag við núverandi aðstæður.



Hlöðver Örn Ólason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 19:45

9 identicon

Er það ekki réttur þeirra sem telja á sér brotið að leita til dómstóla . Það eru sem betur fer fólk hér á landi sem lætur ekki bjóða sér allt .  ég hef séð ýmislegt á bloggi þínu sem í það minnsta jaðrar við meiðyrði .  

Svo væri nú gaman að heyra frá þér um kjarabaráttu VR á hvern hátt þið mótmælið þeim kaupmáttarrýrnun sem yfir ykkar félagsmenn dynja 

Þú virðist gleyma því að þú varst kjörin til stjórnarstarfa í VR og það eru fjöldamörg mál þar sem snerta félagsmenn önnur en LV.

Ég hef ekki heyrt neitt frá stjórn VR um þau mál hvað þá að hætg væri að lesa fundargerðir stjórnar eins og lofað var 

sæmundur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:37

10 Smámynd: Hannes

Þetta er nú meira ruglið að starfsmenn og stjórn VR sé að eyða orku í skítkast og innbyrðisdeilur sem allir tapa á í staðinn fyrir að vinna að hag félagsmanna.

Týpískir Íslendinga hugsa um eigið rassgarr númer 1.

Hannes, 15.7.2009 kl. 20:41

11 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór, æfinlega !

Gangi þetta illþýði; nærri þér og þinni fjölskyldu, persónulega, skaltu gera mér orð, til liðveizlu nokkurrar, þá þér liggur við.

Meðan; við Kveldúlfs niðjar (úr Hrafnistu), drögum lífs anda þann, hver okkur var í brjóst blásinn, á sínum tíma, hljótum; að koma vinum okkar til þess liðs, sem duga mætti, til þess að hrinda ásókn þessarra illu fjenda.

Með; hinum beztu kveðjum, sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:36

12 identicon

Er ekki alveg öruggt að Kristinn og Ágúst eru að meika það í VR. Báðir baráttumenn og þekktir fyrir að standa á sínu.

S.Ragnar (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:19

13 Smámynd: Einar Guðjónsson

Skuggalegur félagsskapur, hljómar eins og frásögn úr sopranos. Vg Banki er þarna líka og allir fundirnir virðast eiga að vera á skrifstofu verðbréfa og þingbréfastofu VG banka.Þarna eru komnar systir og eiginkona þingmanna VG og staðfestir að VG Nomenklatúrunni finnst sér misboðið að hafa ekki náð að komast yfir sjóði VR.Það að almenningur í VR skuli hafa ´´náð´´ félaginu af klíkunni

sem taldi sig eiga félagið þýðir að mati þeirra Hildar og Rannveigar að hljóti að koma til uppgjörs.Spilling er það þegar klíkunni er boðið að hittast á veitingastað ´´ frítt ´´ vegna þess að Vr kaupir veitingar reglulega af húsinu.

Þetta sýnir æ betur að skipta þarf um ALLA  stjórnmálastéttina. 

Einar Guðjónsson, 15.7.2009 kl. 22:27

14 Smámynd: Vilhjálmur Sveinn Björnsson

VG er úlfur í sauða gæru, vona að þú látir þetta fólk ekki bola þér í burtu. En svona er þetta í öllum félögum t.d lífeyrissjóðnum Gildi og fleirum.

Baráttukveðjur

Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 15.7.2009 kl. 23:29

15 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit,stuðning og hlýuhug í minn garð.

Hlöðver,

mér þykir miður að hafa líkt Gunnari páli við hund osfrv. þar sem ég tel mig hafa farið yfir velsæmismörk í skrifum mínum. Ég hafði reyndar beðist afsökunar á þessum ummælum mínum en stend að öllu öðru leiti við allt annað í greininni fyrir utan ósmekklegar samlíkingar mínar. Ég harma það að þú skulir taka þetta mál upp hér en það er þitt lögbundna frelsi að gera svo.

það er athyglisvert að til sé fólk sem tekur túlkun sjóðanna á eigin tapi sem heilagan sannleik.

óska þér alls hins besta í ellinni.

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.7.2009 kl. 01:00

16 identicon

Stundum er nú hundi út sigandi þó þeir eigi til að mótmæla, en þeir verða eins og við hin mannlegu að þekkja sín takmörk, nú og ef ekki ....að skílja þá hvenær þeirra tími er komin ...liðinn ....búinn. 

(IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 01:15

17 identicon

Segi við þig aftur sem ég sagt við þig áður , þú veist að þú ert ekki að kljást við einhverja félagsmenn VR !

Þú ert að kljást við sjálfstæðisflokkinn !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

VR er og hefur verið sagt eign sjálfstæðisflkokksins , þú getur ef til vil breytt því með aðstoð góðra manna !

JR (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 01:23

18 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Sæmundur

Ég hef reyndar barist af miklum krafti gegn " stöðugleikasáttmála " ASÍ sem ég tel vera ein mestu umboðssvik í sögu verkalýðshreyfingarinnar.

Af hverju beinir þú ekki reiði þinni og gagnrýni á ASÍ?

Í áætlun þeirra til ársins 2013 er ekki minnst einu orði á verðtrygginguna ! Það er akkúrat ekkert í áætlun þeirra sem tekur á þeim raunvörulega vanda sem íslenskar fjölskyldur standa frami fyrir eins og erlend lán,verðtrygging, launalækkanir,uppsagnir,tekjutap,örugg búseta þeirra sem lenda í fjárhagsáföllum osfrv.  EKKERT! enda marklaust væntingaplan frá A-Ö.  

Hvað heldur þú að launahækkanir upp á 6500 kr. skili sér fyrir launafólk? Hvað heldur þú að húsnæðislán og verð á nauðsynjavörum eigi eftir að hækka á næstu tveimur árum.

Með samþykki á þessum stöðugleikasáttmála hefur verkalýðsforystan fyrirgert sér öllum rétti til að verja raunvörulegan hag umbjóðenda sinna til ársloka 2010.

Ég laggði til að henda þessum samningi í ruslatunnuna þar sem hann á heima og byrja upp á nýtt, verið er að verja samninga sem gerðir voru árið 2007. 

Við þurfum að bjarga fjölskyldum og einstaklingum þessa lands, fara á teikniborðið og hugsa málin upp á nýtt út frá þeim forsendum sem við stöndum frami fyrir í dag en ekki fyirir tveimur árum.

Fólkið sem þú styður kokgleypi tillögur ASÍ til að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði. Hvaða Vinnumarkað??? Stöðugleika fyrir hvern??? Inngöngu í Evrópusambandið???  

Hverra hagsmuna er þetta fólk að gæta?

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.7.2009 kl. 01:25

19 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Til að taka af allan vafa varðandi tölvupósta VR-Skugga.

Ég fékk þessa pósta senda frá Guðmundi Inga Kristinssyni hversdagshetju og öryrkja sem hefur með ótrúlegri seiglu náð fram mörgum mikilvægum málum í þágu öryrkja þessa lands og á mikið lof og hrós skilið fyrir baráttu sína í þeirra þágu.

Hann var á þessum póstlista en blöskraði svo framgöngu hópsins að hann sendi okkur tölvupóstsamskiptin og gaf samþykki sitt fyrir birtingu þeirra og hefur aldrei farið í felur með þá ákvörðun né skoðanir sínar.

Takk Guðmundur Ingi.  

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.7.2009 kl. 01:44

20 identicon

Vá, mér blöskrar þessi skrif "skugga" hópsins. ROTIÐ !

Í þeirra huga þá er VR þeirra eign, ég er búin að greiða í þetta félag í fjölda ára og var á þeirri skoðun að allt væri eðlilegt innan þessa félags en greinilega hefur verið hópur af heimaríkum hundum þar innan borðs sem er alls ekki að hugsa um hag félagsmanna heldur vill bara "viðhalda VR fjölskyldunni".

Gangi þér vel í baráttunni !

Ása Egilsd (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 08:49

21 identicon

Takk Ragnar Þór fyrir að berjast fyrir okkur VR félaga.

Vonandi verða þessar upplýsingar nýttar til að rannsaka hvort aðkoma þessa fólks að lífeyrissjóðnum var glæpsamleg, þótt manni finnist það liggja í augum uppi miðað við hróplega mikil hagsmunatengsl.

Um VR Skugga og tölvupósta er aðeins eitt að segja, þetta fólk dæmir sig sjálft.  VR félagar vilja ekki sjá þetta fólk aftur til valda í félaginu.

Vona að þú haldir baráttunni áfram - þú gefur okkur von.

Whatsername (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 01:34

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Um 149.000 kr. sem nútíma atvinnuleysisbætur miðast við greiddar 11 mánuði ekkert orlof, kemur aldrei fram í samanburði. Þess markmiðhópur hjá VR vinnur yfirleitt 50% vinnu með námi í framhaldskólum. Þetta eru svo kallaði skertir fullorðins taxta í gamla daga. Fölsun genginsins eða Evru lánin voru liður í útvíkkun EU á sínum tíma og byggjast á lögunum um eflt samstaf við nágranna ríki. Umboðsnefndin í Brussel veit 1995 að  við eigum að ganga inn 2011 [skapgerðar einkenni Íslendinga lík Írum] þá verðum við að gera stjórnsýslu breytingar og ýmsar aðrar einkavæðingarbreytingar til að uppfylla lögin um samhlutfallslega samleitni.   Kostnaður sem við fengum lánað fyrir með sölu krónubréfa fyrir evrur til að skapa samkeppni grundvöll á svæðum [fjármála] þar flutningskostnaður skiptir ekki máli. Það er aðal samkeppni hindrun milli stórborga EU  með lámarks heimmarkað til fullframleiðslu og hátækniframleiðslu. Til þess að gengishagnaðurinn lent ekki í vasa almenning var honum m.a. sóað í samningalipra Utanríkisþjónustunnar.   Þegar aðildar skattarnir verða teknir upp þá verður utanríkisþjónustan skorin niður. Enginn verður var við neitt. Í þessum aðildarstuðning lánum komust miður fjárglöggir í feitt og fóru að fjárfest og efla hagvöxt í ríkjum EU sem EU er alveg sátt við. En að koma hluta evra EU í felur með því að skipa á þeim og væntingabréfum kann EU ekki að meta.  Sá hluti regluverks eða laga EU sem snúa að innri málum hafa aldrei verið ræddir hér. Þeir skýra nú margt.

Þegar strikamerkingarnar komu um svipað leyti og í síðustu þjóðarsátt þá sá  ég meðal annars um að hanna strikamerkingar fyrir framleiðslu vörur en vigtirnar sem ég var með þóttu mjög nýjar og leiðbeingarnar voru á þýsku. Það var hægt að búa til allskonar merkimiða sem sýndi afslátt á pakka í krónum ekki í pc. 

Þá gengu sölumenn um og sögðu strika merkingarnar eru allstaðar að borga sig því að nú þarf engar kröfu að gera til kassafólks það er jafnvel hægt að ráða þroskahefta sem skilar sér í mikið lægri launakostnaði keðja og markaða.  

VR er þekkt fyrir að styðja framframfarir sem auka útflutning fjármagns.   

Hvað ætli loforðin um inngöngu 2011 hafa tryggt sumum Íslendum mikið kass. Það hefði komið kreppa hér 2007 óháð USA því að samruni og aukið samstarf undantekninga laust kemur í kjölfar þrenginga sagði einn ráðamaður EU við Boga Ágústson. Seðlabanki EU getur alltaf látið aðra Seðlabanka EU loka lánalínum vaxi skuldir eins meðlima ríkis eða ríkis í efldu samstarfi of mikið.Hann er ekki óháður Umboðsnefndinni í EU eða Evrópska Leiðtogaráðinu. 

Slökun á eftirliti og gæðum samningalipra getur þjónað þeim tilgangi  að réttlæta lokun lánalína á Íslands í fyllingu tímans. Óeðlileg lánafyrirgreiðsla EU gekk út um alla yfirbygginu Íslands þó almenningur hefði aldrei freistast þar sem honum var ekki boðið með. Hann fékk skuldir þegar gengið var leiðrétt og lægri kaupmátt.

Júlíus Björnsson, 29.7.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband