Guðmundur blindi.

Engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá. Er máltæki sem prýðir forsíðu eyjubloggarans Guðmundar Gunnarssonar frænda míns og verkalýðsleiðtoga. Guðmundur hefur með skeleggum hætti varið lífeyrissjóðskerfið og má engu illu upp á það trúa, ekki frekar en Gunnar í krossinum á biblíuna.

Guðmundur segir meðal annars:

"Það er búið að skaða almenna lífeyriskerfið gríðarlega mikið með allskyns sleggjudómum. T.d hefur nokkrum sinnum komið fram í Silfri Egils ungur maður með fullyrðingar studdar með Ecxeltöflum um lífeyrissjóðina, sem bera þess merki að hann hefur nákvæmlega enga þekkingu á kerfinu. Egill hefur ásamt útvarpsstjóra algjörlega hafnað því að einhver með þokkalega þekkingu fái að koma og sýna fram á að hversu rangar forsendur eru í útreikningum hins unga manns. Hverra hagsmuna voru þeir að gæta?"

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðmundur kemur fram með fullyrðingar á borð við þessa þar sem hann segir þá sem gagnrýna lífeyrissjóðina, fyrir eitthvað annað en það augljósa, hafi nákvæmlega enga þekkingu á kerfinu. Af þessum ummælum að dæma mætti ætla að sá mikli fjöldi einstaklinga sem ég hef rætt við sem tengst hafa mörgum af þessum sjóðum,bæði beint og óbeint,innan úr bankakerfinu,osfrv. þjáist af sama þekkingaskorti og Guðmundur vísar til. Það virðist einnig fara rosalega í taugarnar á Guðmundi að sælgætissali sé að gagnrýna sjóðina. Sami sælgætissali selur líka kjúkling. Hvað með þá sem reka sjoppur eða bari, hamborgarabúllur, skyndibitastaði, eða jafnvel þeir sem reykja gætu fallið undir sömu skilgreiningu Guðmundar. Ég sé ekki hvað það komi málinu við enda setur Guðmundur málið upp þannig og alhæfir að Helgi í Góu ætli að taka eignarnámi sparifé okkar til að fjárfesta í hjúkrunarheimilum. Ég er nú ekki sérstakur talsmaður Helga í Góu en eg hef hlustað á karlinn og ekki heyrt betur en að hann sé að mælast til að sjóðirnir noti lítið brot af fjárfestingum sínum fyrir hag sjóðsfélaga í formi þjónustuíbúða. Guðmundur ætti að lesa hugmyndir manna á borð við Sigurð Oddsson verkfræðings um "Lífbygg" en trúlega er hann of  blindur til þess.     

Excell æfingar ofl.

Ég hef bent á gríðarlegan rekstrarkostnað sjóðanna og bent á að kerfið kosti okkur um 4 milljarða á ári. Ég hef fengið meðal annars ákúrur fyrir að taka fjárfestingargjöld inn sem rekstrarkostnað ofl. Ef við snúum orðalaginu og segjum kostnaður við rekstur sjóðanna og tökum fjárfestingargjöldin með í reikningin því Það er umtalað í bankakerfinu varðandi lúxusferðir almennu sjóðanna að það hafi margborgað sig að standa í þessum rándýru "vinnuferðum" fyrir forstjórana vegna þess að bankarnir fengu það margfalt til baka í formi umsýslugjalda vegna fjárfestinga þeirra. Úr hvaða vösum kemur þessi kostnaður Guðmundur ????

Allar tölur úr mínum útreikningum eru opinberar tölur og gögn úr ársreikningum,FME, Kauphöll Íslands ofl. og því gaman að fá frekari rökstuðning frá Guðmundi um málið. Hann telur mig t.d. ekki reikna með almannatryggingakerfinu osfrv. sem var jú ástæðan fyrir því að ég byrjaði að gagnrýna sjóðina á sínum tíma. Ég hef vissulega gefið mér ákveðnar forsendur því að kerfið er harðlokað eigendum peningana "okkur" og hvað eftir annað vísað á ársreikninga og upplýsingaskyldur samkv.lögum þegar ég hef reynt að fá t.d. sundurliðun á skuldabréfaeignum, upphæðir gjaldeyrissamninga osfrv.

Hafa ber í huga að Guðmundur er varastjórnarmaður lífeyrissjóðsins Stafa og því eðlilegt að hann verji sig og sína með kjafti og klóm enda þekktur baráttujaxl. Guðmundur talar um þekkingaleysi sjóðsfélaga á málefnum lífeyrissjóða og get ég tekið undir það með honum að kerfið er ákaflega óaðgengilegt og illskiljanlegt þeim sem borga í það. Það er því enn einn áfellisdómur á stjórnendur sjóðanna að kynna ekki betur starf þeirra fyrir sjóðsfélögum á þeirri íslensku sem við skiljum í stað þess að notast við þung og villandi hugtök og framsetningar á stöðu þeirra sem venjulegt fólk á í erfiðleikum með að skilja og rangtúlkar vegna þess að það þekkir ekki löggiltar forsendur á framsetningum samanborið við rekstrarkostnað sem hlutfall af eignum sem er í engu samræmi við raunverulegan heildar kostnað við kerfið  osfrv.

Engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá. Og dæmi hver fyrir sig.

Hér eru einfaldar hugmyndir um betra kerfi, hugmyndir ungs manns sem nákvæmlega enga þekkingu hefur á líferyissjóðunum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er venja rökþrota manna að saka þá sem eru á öndverðum meiði um heimsku, vanþekking, villandi málflutning, ............ og yfirleitt allt sem þeim dettur í hug en að fjalla um kjarna málsins dettur þeim ekki í hug sérstakleg ef þeir vita að ekki  er allt með felldu.

Jóhann Elíasson, 3.4.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Sæll Ragnar

Ef málflutningur eyjubloggarans í flestum málum tengdum lífeyrissjóðum eða verkalýðsforustunni er skoðaður.Þá kemur í ljós að orð hans eru keimlík Gylfa og fleiri forustumönnum verkalýðsforustunnar.

Guðmundur kann reyndar eitt meira en aðrir það er að hljóma reiður þegar tjáir sig, og þá gera flestir ráð fyrir að hann sé að tjá sig fyrir hönd verkalýðsins með réttlæti að vopni.



Hann er trúr sínu og það má hann eiga.

Ágúst Guðbjartsson, 3.4.2009 kl. 15:01

3 identicon

Sæll Ragnar.

Má ég leggja til að þið stórfrændurnir (mamma þín og hann eru víst þremenningar) takið ofan hagsmuna-gleraugun ykkar og skoðið hvað hinn er að segja ?

Ég sé ekki betur en að það er margt keimlíkt í fullyrðingum ykkar, annar notar gífuryrði í eina áttina máli sínu til stuðnings, en hinn kryddar í hina áttina...

Eruð þið ekki báðir að benda á hvað lífeyriskerfi okkar er rotið (eða þeir sem ráku sjóðina a.m.k.) ?

Fróðlegt væri ef "ungi maðurinn með excel-skjölin" fengi að vita svart á hvítu hvar rangfærslur hans eru, þannig að hann geti leiðrétt sig, eða sannað að hann hafi rétt fyrir sér.

Að koma af stað ritdeilu held ég að þjóni engum tilgangi.

Þorgrímur Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stéttarfélögin eiga sömu hagsmuna að gæta og samtök vinnuveitenda varðandi lífeyrissjóðina - ráðsmennska með þeim óskyldra manna fjármuni.

Takist stéttarfélögum að kría út launahækkun fyrir félagsmenn sína í kjarasamningi við launagreiðendur - segjum tveir-þrír þúsundkallar, þá er launþeganum frjálst að eyða þeim þúsundköllum að eigin geðþótta án ráðsmennsku samningsaðilanna. Hið sama ætti að gilda um lífeyrissjóðsgreiðslur.

Lífeyrissjóðseigendur eru alveg fullfærir um að stýra sínum fjármunum sjálfir og ráða til sín hæft fólk til þess að ávaxta þá og varðveita. Punktur!

Kolbrún Hilmars, 3.4.2009 kl. 17:38

5 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór, líka sem þið önnur, hver geyma síðu hans og brúka !

Það er rétt; sem fram kemur, hjá Ágúst Guðbjartssyni, að Guðmundur frændi þinn er einn, allt of margra kórdrengja Gylfa Arnbjörnssonar, og rétt er að ítreka; að hversu leiðinlegur, sem mér hefir fundist Guðmundur frændi þinn vera, Ragnar Þór, að þá velur þú þér ekki frændgarð, fremur öðrum, Ragnar minn.

Guðmundur Rafiðnaðar sambands Guð; er enn ein sönnun þess, að brýnt er, að brjóta upp, þetta andskotans lénsherra veldi, sem Lífeyrissjóðirnir eru, svo sannarlega, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 18:01

6 identicon

Sammála síðustu ræðumönnum, voða þægilegt að þurfa lítið að rita enda gott að láta meiri og betri penna um það. Takk fyrir mig.

PS, enn kemur engin með málefnaleg rök gegn Ragnari og það segir allt sem segja þarf.

(IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Flottur(':

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2009 kl. 23:28

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér þótti leitt að heyra um þær hótanir sem þú varðst fyrir á dögunum Ragnar minn. Það er óskandi að fólk læri að gæta meira hófs í málefnalegum umræðum.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 21:01

9 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Haltu áfram, pirringur þeirra segir meira en mörg orð. Það eru komnir brestir í Kristalhöllina. Svona lokaðar sjálfskipaðar valdaklíkur heyra fortíðinni til og ekkert er verra en samkrull verkalýðsforingja og atvinnurekenda saman í stjórnum lífeyrissjóða.

Sigurbjörn Svavarsson, 5.4.2009 kl. 23:08

11 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum kærlega innlit og athugasemdir.

Ekki var nú ætlunin að standa í einhverjum ritdeilum við Guðmund en í það minsta svara ég fyrir mig. 

Það verður fróðlegt að sjá hvernig móttökurnar verða innan og utan félagsins hjá verkalýðselítunni.

Magnús Sigurðsson 

Ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá þetta... Svo áttaði ég mig á því að það er meiri sannleikur í þessu en húmor.

Ragnar Þór Ingólfsson, 6.4.2009 kl. 17:15

12 identicon

Þú ræðst ekki á múrinn þar sem hann er lægstur.   Að takast á við "lífeyrissjóðskónga" sem "gæta svo vel" eftirlauna okkar er ekki lítið afrek.

Það eru þúsundir sem standa með þér og ég er einn af þeim.

Ég vil fá val um að ávaxta mín peninga sjálfur, þarf ekki rándýrt bákn til þess.  Ég vil fá að standa og falla með þeirri ávöxtun sem ég næ.  Eitt er víst að útrásarvíkingar, lífeyrissjóðsforstjórar og stjórnarmenn fengju ekki krónu af mínum aurum, hvorki í laun né brask.    

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband