Brandari dagsins!

ASÍ vill ríkisstjórnina burt!

Auðmanna Samtök Íslands halda sínu striki og eru c.a. tveimur mánuðum á eftir raunverulegum skjólstæðingum sínum í baráttunni fyrir réttlæti. 

Gylfi Arnbjörnsson samfylkingarmaður iðar í skinninu eftir að komast á þing enda Samfylkingin búin að gefa grænt ljós á stjórnarslit og þess vegna gat hann loksins ælt út úr sér "Brandara Dagsins".

ASÍ forystan er brandari ársins.

Ég sem hélt að auðvalds og eiginrassa stefnan sem Ásmundur Stefánsson verkalýðsforingi og bankamaður stóð fyrir væri liðin tíð en svo er nú aldeilis ekki.

Gylfa á þing sem fyrst og fáum hann líka í bankaráð Landsbankans við hlið Ásmundar Stefánssonar þar sem hann á heima. En í guðanna bænum hlífðu almenningi við þessum falsettum og því sem þú þykist standa fyrir. Það vita allir þitt rétta eðli.


mbl.is ASÍ vill nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vald eru Peninga.  Peningar vald. Tilgangurinn helgar meðalið. Deila og Drottna. Orð eru til alls fyrst. 

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nú er búið að opna fyrir undirskriftir við áskorun til forseta og Alþingis um utanþingsstjórn og boðun sjórnlagaþings á vefsíðunni Nýtt lýðveldi, slóðin er  www.nyttlydveldi.is

Kristbjörn Árnason, 23.1.2009 kl. 00:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Finnska leiðin hefur búið lengi í hausnum á mér.

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband