10 góðar ástæður til að leggja niður Lífeyrissjóði og byrja að vaska upp.

Í ljósi þess sem á undan er gengið er nauðsynlegt fyrir Ríkið "skattgreiðendur" að leysa til sin Lífeyrissjóðina.

Lífeyrissjóðirnir hafa verið staðnir að því að fjárfesta í félögum sem vísvitandi veðjuðu á fall krónunnar  með skelfilegum afleiðingum.

1. Lífeyrissjóðirnir hafa vísvitandi reynt að fela taprekstur sjóðanna þá sér í lagi á falli bankana til að hvít þvo sjálfa sig og viðhalda þeim gríðarlegu völdum sem sjóðirnir hafa í samfélaginu.

2. Lífeyrissjóðirnir hafa reynt að kúga fjármálastofnanir "Ríkið,skattgreiðendur" til að skuldajafna skuldabréfaeign sjóðanna í bönkunum á móti tapi á gjaldeyris samningum með því að neyta aðkomu að endurreisn þjóðarbúsins ef ekki verði gengið að kröfum þeirra.  Tapið er staðreynd, hverjir borga? Skattgreiðendur eða Skattgreiðendur.

3. Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa rekið þá sem sýna eigin með fjárfestingum sem hafa tryggt þeim mestu völdin í samfélaginu og ekki séð ástæðu til að vinna að grunnhagsmunum sjóðsfélaga sem eru fasteignir okkar,lífeyrir og þjónustuíbúðir þegar að vinnuskyldu líkur.

4. Gríðarleg mismunun sjóðsfélaga þar sem sumir fá greitt en aðrir fá ekkert ef þeir ná ekki að komast á lífeyrisaldur ógiftir og barnlausir.Ömurlegar aðstæður heimavinnandi kvenna sem misst hafa fyrirvinnu og fá einungis skerrtan makalífeyri í nokkur ár, Þrátt fyrir að vera hjón,vera eitt fyrir Guði og mönnum, þurfa að skrifa bæði upp á lánin hjá sjóðunum og borga alla upphæðina þó annað falli frá, vera samsköttuð osfrv. þá gætir engan vegin jafnræðis hvað þetta varðar.

5. Gríðarlegur rekstrarkostnaður sjóðanna enda eru þeir alltof margir. Í landssambandi lífeyrissjóða eru 33 lífeyrissjóðir og eru þeir ekki allir taldir. Hvað kostar að halda uppi  39 forstjórum á ofurlaunum á 39 lúxusjeppum með 39 starfslokasamninga sem sinna 39 mismunandi sérhagsmunum "ekki sjóðsfélaga" osfrv. í ljósi þess að fjárfestingastefnur og eignaskipting nokkra stærstu sjóðanna er nákvæmlega eins.

6. Sjóðirnir eru að verða enn valdameiri vegna þess að þeir eru einu aðilarnir á markaðnum sem eiga laust fé til að fjárfesta í gjörspilltu og siðblindu atvinnulífi. Eftir lagabreytingu lífeyrissjóðanna sem samþykkt var 16. desember síðastliðinn en þá skrifuðu ráðamenn þessa lands undir lagabreytingu sem veitir þessum aðilum nær ótakmarkaða heilmid til fjárfestinga þá sér í lagi á hlutabréfamarkaðnum og í óskráðum félögum. þar sem sjóðirnir hafa tapað nánast öllu hlutafé sínu er þetta eins og að rétta "dauðadrukknum manni bíllykla".

7. Sjóðirnir standa það illa að þeir eiga ekki fyrir lágmarks lögbundinni lífeyristryggingu þ.e. 56% af meðalmánaðarlaunum eftir 40 ára starf. Þannig að sjóðirnir eru í raun tæknilega gjaldþrota og alveg eins gott fyrir ríkið að nýta þá fjármuni sem eftir eru til að bjarga þjóðarbúskapnum ,enda ábyrgir fyrir þessari tryggingu hvort sem er, tímabundið þar til önnur leið er fær m.a. að skipta upp 12% iðgjaldi annars vegar í séreign og hinsvegar í almannatrygginguna "maka-barna- og örorkulífeyri" 0% rekstrarkostnaður myndi svo tryggja síðastnefnda hópnum mannsæmandi bætur.  

8. Sjóðirnir og bankar selja okkur séreignasparnað með því að telja okkur trú um að við verðum milljónamæringar á því að leggja 4% til viðbótar í séreign á meðan við þurfum að líftryggja okkur í bak og fyrir, því hvorki við né fjölskyldur okkar eigum möguleika á að lifa mannsæmandi lífi á þeim 12% sem við greiðum nú þegar.

9. Lífeyrissjóðirnir í þeirri mynd sem þeir starfa hafa gert verkalýðshreyfinguna óstarfhæfa vegna tengsla sinna við sjóðina, Samtök Atvinnulífsins og tengingar sjóðanna inn í Banka og fjármálakerfið þar sem verkalyðsforingjar sitja báðum megin borðs við ákvarðanatökur sem snúa að hagsmunum beggja, þá aðallega sinna persónulegu. Einnig er nær ómögulegt fyrir hinn hefðbundna sjóðsfélaga að komast til áhrifa hjá sínum lífeyrissjóði og útilokað ef hann gerir það á gagnrýninn hátt.

10. Tíunda atriðið ætla ég að fela þeim sem hér skrifa og vilja bæta við, því af nógu er að taka................................................................................................................................ 

 X. kafli. Umsjónaraðili, slit og samruni.
46. gr. Fullnægi lífeyrissjóður ekki lengur skilyrði laga þessara til þess að öðlast starfsleyfi, sbr. V. kafla, reynist lífeyrissjóður ekki gjaldhæfur að mati [Fjármálaeftirlitsins],1) brjóti hann gegn ákvæðum laga þessara, reglugerðum og reglum settum samkvæmt þeim, staðfestum samþykktum lífeyrissjóðs eða sé rekstri hans ábótavant og kröfum [Fjármálaeftirlitsins]1) skv. 44. gr. ekki sinnt er ráðherra heimilt að skipa lífeyrissjóði umsjónaraðila um tiltekinn tíma að fengnum tillögum [Fjármálaeftirlitsins].1)
Stjórn og framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs skulu víkja frá störfum þann tíma sem umsjónaraðili starfar. Tekur umsjónaraðili við réttindum og skyldum þessara aðila eftir því sem nánar er kveðið á um í erindisbréfi hans sem ráðherra gefur út. Kostnaður við starf umsjónaraðila greiðist af viðkomandi lífeyrissjóði.
   1)L. 84/1998, 7. gr. 

Kær Kveðja

Ragnar Þór Ingólfsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur nokkrum árum of seint. En jafn satt fyrir það.

Doddi (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Nákvæmlega!

Betra er seint en aldrei.

Þakka innlitið Doddi.

Kv.

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 14.1.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þetta er nú að mikluleiti bull lífeirsjóðirnir hafa farið að lögum varðandi fjárfestingar varðandi

lið 1. þá er ekki en kominn niðurstaða í suma sjóði bankanna það getur þú fengið staðfest hjá bönkunum.

liður 2. Ef þú kaupir tryggingu hvort það er hjá banka eða tryggingarfélagi þá reynir þú að fá bætur ef tryggingin hefði átt að bæta tjón. Ef ríkistjórnin hefði bannað bönkunum að taka gengistryggingar þá væri það þannig en allar þessar tryggingar voru með vitund og ábyrgð bankaeftirlitsins.

liður 3. Lífernissjóðir marka fjárfestingastefnu sem fjárfest er eftir og þar er reynt að dreifa áhættunni sem mest.

liður 4 Þá er það þannig að hjón geta skipt lífernisrétti sínum þannig að þau fá helming af hvorum sjóði þá tapast ekkert ef hjón hafa misjafnan rétt. þeir peningar sem verða til vegna ótímabærs dánardags eru nýttir í Örorkulífri en ef þú á miðjum aldri verður öryrki þá greiðir sjóðurinn örorkubætur  sem að hluta miðast við tekjur þínar fyrir örorku.

liður.5 þetta get ég tekið undir það mætti fækka sjóðum mikið og samræma greiðslur miðað við tekjur þeirra sem í þá greiða.

liður. 6 Sem betur fer er til fé í landinu sem er í eigu almennings það er nauðsynlegt að nota það skinsamlega til að koma atvinnulífinu til góða það er jú hagur sjóðanna að sjóðfélagarnir hafi vinnu en það þarf að fara mjög varlega til að ekki tapist fé. það er enginn drukkinn við stjórn sjóðanna.

liður 7. Það getur alveg þurft að skerða réttindi tímabundið þar eru byggingafræðingar sem reikna út sjóðina og réttindin eru ákveðin á þann hátt það er ekkert sem seigir hvaða prósentu sjóðnum ber að greiða en ef vel gengur þá hækkar réttur manna en þegar illa gengur lækka réttindin.

liður 8. Það er enginn neyddur til að greiða í séreignarsjóð og ég hef ráðlagt öllum sem skulda að greiða fyrst skuldir sínar og hefja svo greiðslur í séreign.sjúkdómatrygging getur verið eðlileg hjá ungu skuldsettu barnafólki

liður 9. það á að banna verkalýðsforingjum að sitja stjórnum í þeim félögum sem þeir eiga hlutabréf í það hefur enginn gert nema VR. Það voru flestir sjóðir búnir að selja hlutabréfin sín í bönkunum áður en þeir féllu það kom ábending erlendis frá til félaganna að selja en VR höfðu stöðu innherja og gátu ekkert gert.

liður 10. Ég ráðlegg þér að setja aðalfundi lífernissjóða þeir eru auglýstir í blöðum og öllum opnir og þar getur þú spurt að öllu þessu og fengið svör einnig getur þú farið í þinn sjóð og óskað upplýsinga um stöðu mála.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.1.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Jón

Þakka innlitið og athugasemdina.

1.Ég er ekki að varpa þessu út í loftið ég hef kynnt mér þessi mál nokkuð vel, farið yfir ársskýrslur undanfarinna ára, fengið upplýsingar frá kauphöll Íslands um hreyfingar á hlutabréfaviðskiptum sjóðanna milli mánaða, fengið upplýsingar hjá starfsmönnum banka og fármálastofnana um áætlun á tapi skuldabréfaeigna og gjaldeyrissamninga osfrv. ég hef einnig sent fyrirspurn til LV um sömu upplýsingar en var vísað í lögin. VR sendi mér hinsvegar greinargóðar upplýsingar um fjárfestingar félagsins. það er vissulega ekki komin niðurstaða í suma sjóði en það er klárlega hægt að áætla tap þeirra.

2. Ég er að benda á þá staðreynd að bankarnir eru farnir á hausinn. Á eitthvað annað yfir sjóðina að ganga en almenning þ.e. ég tapaði Séreignarsparnaði mínum en nýju bankarnir tóku skuldirnar og innheimta að fullu. Hefði þáekki verið nær að skuldajafna fyrir mig líka þ.e. draga tap af séreign frá höfuðstól húsnæðislánsins eða annarra skulda.

3. Lögin um lífeyrissjóði marka vissulega ákveðin hámörk sem sjóðirnir mega fjárfesta fyrir en taka ekki á krosseignatengslum eða til dæmis því þegar LV tapaði nær öllu eða yfir 95% af hlutafé sínu á falli bankanna enda fjárfesti sjóðurinn nær eingöngu í fyrirtækjum í fjármálageiranum eða honum tengdum. Það er kennt í grunnviðskiptafræði að geyma ekki öll eggin í sömu körfunni.

4.Ég benti á heimavinnandi konur og spyr hvert lífeyrinn fer þegar ókvæntur barnlaus maður fellur frá. Ég ætla ekki að fara frekar út í þessa sálma við þig þar sem ég þekki þetta frá fyrstu hendi og veit hvað gerist þegar fyrirvinna fellur frá og hvaða óréttlæti og smánarlegu bætur konan fær.

5. Erum þó sammála um eitthvað.

6.Treystir þú manni sem hefur tapað öllu á hlutabréfaviðskiptum fyrir aleigu þinni sem hann ætlar að nota til að kaupa meira af hlutabréfum. Nei segi ég.Ég notaði dæmið um ábyrgðaleysi stjórnvalda að gera ekki minnstu athugasemdir við þennan næsta gjörning sjóðanna.

7. þú meinar tryggingastærðfræðingar. Ég tek mátulegt mark á tryggingastærðfræðingu, ég veit nákvæmlega hvernig þessi stærðfræði gengur fyrir sig og allt of langt mál fyrir mig að byrja á því á þessum grundvelli. Hvet þig til að lesa lögin um lífeyrissjóði þar sem skerðingarréttur og grunntrygging lífeyrisréttinda er. þetta er strax á fyrstu blaðsíðu laganna.

8. Ég hef aldrei talað um skyldur í séreign. Aðeins bent á sölumennskuna hjá "ráðgjöfum bankanna" þegar þeir reyna að selja fólki séreignasparnað. Sammála þér að öðru leiti þar.

9. Þarna erum við algjörlega sammála. Heyr,heyr,,

10. Ég veit hvernig aðalfundir lífeyrissjóða fara fram. Ég hef sent fyrirspurnir til LV og verið vísað í ársskýrslur og lögin.

Þakka enn og aftur athugasemdir og innlit.

Kær Kveðja.

Ragnar Þór

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.1.2009 kl. 10:07

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Margi góðir punktar. Heyr!

Júlíus Björnsson, 16.1.2009 kl. 23:07

6 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir.

Kæri Spámaður.

Ef þú kemur einhverju af þessu í verk skal ég ekki bara vaska upp fyrir þig, ég splæsi í uppþvottavél.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 17.1.2009 kl. 12:40

7 identicon

Góð samantekt hjá þér, takk fyrir þetta.

(IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 13:47

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gríðarlegur rekstrarkostnaður sjóðanna enda eru þeir alltof margir

Fjöldi þeirra þarf ekki að kosta mikið ef allt annað er í lámarki. Klukkutími á dag og  aðgangur að tölvu í hverju þorpi landsins. Hinsvegar er ekki við hæfi í ljósi þeirra gífurlegu raunvaxta sem þeir leggja á að vera að braska með fjármuni. Því heimskir jafnt sem gáfaðir geta látið græðgina blinda sig þó það sé réttlætt með góðum tilgangi. Það er hægt að takmarka sig við langtíma fjárfestingar með lágri raunvaxtakröfu sem svo að endurlána með lágri raunávaxta kröfu til sjóðsfélaga og sveitarfélaga og Ríkissjóða. Þá þarf enga yfirbyggingu. 

Rökin sem siglt var upp með þjónuðu tilgangi sínum því þau hljóma skynsamlega.

Júlíus Björnsson, 17.1.2009 kl. 16:01

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Takk fyiri innliti og athugasemd Sigurlaug.

Sömuleiðis Júlíus og sammála þér í einu og öllu.

Ég skrifaði grein um hvernig lífeyrissjóður verslunarmanna vísvitandi setur tölur í ruglingslegt samhengi til að láta líta út eins og þeir séu að gera frábæra hluti.

Hægt að skoða þesar athugasemdir á live.is 

Dæmi 1.

Tekið af live.is eða http://www.live.is/sjodurinn/avoxtun/"Rekstrarkostnaður sjóðsins var einungis 0,05% af eignum eða 54 aurar fyrir hverjar 1.000 krónur.sem er með því lægsta sem þekkist."Af Hverju telur þú að rekstrarkostnaður LV sé settur upp með þessum hætti?

0.05% af 269 milljörðum er um 135 milljónir? Hvað er verið að fela ?

Við skulum sjá. Launakostnaður sjóðsins var 269 milljónir 2007 á 27,5 stöðugildi. Forstjórinn var með 30 milljónir í árslaun.Rekstrarkostnaður sjóðsins var 421 mlljón. þeir taka svo inn í töluna rekstrartekjulið sem er settur inn í efnahagsreikninginn til að lækka kostnað og setja þetta svo fram sem hlutfall af heildar eignum.

Hvað ertu með í laun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eftir skatta og afborganir húsnæðis gæti ég spurt ykkur?Heimildir eru ársreikningar LV 2007. þeir sem nenna ekki að lesa hann geta fengið þessar upplýsingar úr ársfundur 2007 ef þeir á annað borð ná að halda sér vakandi í gegnum þakkarræðurnar.

Dæmi 2.

"Meðal Raunávöxtun LV var 15,6% síðustu fimm árin" Ef við tökum meðalraunávöxtun síðustu 10 ára þá kemur inn í Dæmið hrun á hlutabréfamarkaði 2000-2001.

"Meðal Raunávöxtun LV var 6,9% síðustu Tíu árin" Sem er eðlilegra viðmið. Ath. þetta er ávöxtun fyrir hrun bankanna þ.e. árslok 2007 og fyrr. Þessi ávöxtun er rétt yfir meðalraunávöxtun síðustu 10 ára á verðtryggðum innlánsreikningum.

Svona halda þeir endalaust áfram með að henda fram tölum til að fegra sjálfa sig þegar staðreyndir eru allt aðrar.

Dæmi 3.

Svar LV við gagnrýni minni að þeir hafi tapað nær öllu hlutafé sínu á vítaverðu braski. Sjá á live.is  

"Tjón sjóðfélaga LV sem og annarra lífeyrissjóða var tilfinnanlegt við hrun bankanna. Engu að síður er rétt að halda til haga að hlutabréfasafn LV sýndi 19,5% árlega raunávöxtun yfir 28 ára tímabil til ársloka 2007. Eftir fall bankanna var raunávöxtun hlutabréfaeignar lífeyrissjóðsins reiknuð og sýnir safnið nú 8,5% árlega raunávöxtun yfir tæplega 29 ára tímabil. Þannig liggur fyrir að þrátt fyrir að mikil verðmæti hafi glatast er hlutabréfaeign lífeyrissjóðsins sú eign hans sem bestri ávöxtun hefur skilað á síðustu áratugum. Eignastýringardeild sjóðsins hefur tekist einkar vel upp á síðustu 11 árum með því að ná 102% uppsafnaðri ávöxtun umfram Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á þessu tímabili.

Hvað segir þetta um ruglið í þessum mönnum. Ég hef nú lesið marga steypuna í gegnum árin en þetta er með því svæsnara. Er Þorgeir að segja okkur að hann hafi tapað 11% raunávöxtun 29 ár aftur í tíman og setur það upp sem hrós eða afrek.

Ég get haldið endalaust áfram en bendi á að maður þarf að hafa sig allan við að halda í við þesa menn.

Takkk kærlega fyrir athugasemdirnar Júlíus. Við erum greinilega ammála um þessi mál.

Kær kveðja

Ragnar 

Ragnar Þór Ingólfsson, 17.1.2009 kl. 18:05

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það hefur engin getað lofað almennt meir en  2% raunávöxtun 30 ára fram í tíman áður í heiminum án þess að svíkja það. Þeir sem halda öðru fram komi með dæmi.

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 00:26

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta var fróðlegt,leiddi ekki hugann að þessum málum fyrr en í seinni tíð. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:19

12 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Júlíus.

Dæmi:

Spariskirteini ríkissjóðs voru og eru með mun hærri raunávöxtun, fer eftir binditíma.

Meðalraunávöxtun verðtryggðra innlánsreikninga bera mun hærri meðalraunávöxtun yfir 30 ára tímabil en 2%.

Þessi sparnaður er Ríkistryggður. Er ekki alveg með tölurnar á 100% hreinu en tölurnar eru 5%+ meðalraunávöxtun yfir 30 ára tímabil. Ég reikna með síðustu 15-20 árum. og spá næstu 10-15 ára á bundnum innlánsreikningum eða skirteinum (ríkisskuldabréfum).

Helga.

Þakka innlitið og takk fyrir póstinn.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.1.2009 kl. 09:24

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég sagði almennt [sem er hægt að lofa öllum og standa við það].

T.d. andvirði eins hús, 1 kg. af gulli [eitt Ísland] er höfuðstól sem er ávaxtaður] þá er greidd til baka eftir 30 ár. Samanber  töflu.

RaunávöxtunHús, gull eftir 30 ár
2%1,8
3%2,4
4%3,2
5%4,3
6%5,7
7%7,6
8%10,1
9%13,3
10%17,4 

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 14:47

14 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Ok, 

Skil hvað þú ert að fara.

Margir hafa bent á Gullfótinn sem möguleika á stöðugleika.

Hef ekki bestu svörin í þessum efnum enda ef við værum með stöðugri gjaldmiðil hér á landi væru raunvextir líklega ekki meiri heldur en 1-2%.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.1.2009 kl. 15:04

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

6% raunávöxtun. Við erum 320.000 hagvöxtur jafn, eftir 30 ár erum við 1.824.000- hvað lækka þá þjóðartekjur á mann um mikið ef náttúrulegar auðlindir aukast ekki.?  Þetta er spurning um jafnvægisstjórnun, ekki græðgi. ósérhlífni og tækifærimennsku. Havað eru þetta margar verksmiðjur eða háskólar?

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 15:13

16 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Júlíus

Þetta er mjög góðir punktar hjá þér sem vert er að taka til skoðunar.

Í raun nauðsynlegt að hafa þessa þætti til grunvallar ef við ætlum einhvern tíman að ná okkur upp úr þessum ósköpum. Við gerum það allavega ekki með annari einkavinavæðingardellu stjórnmálaflokkana. 

Jafnvægisstjórnun er eitthvað sem Íslensk stjórnvöld eru álíka fjarri og mannabyggðir á Mars.

Nærtækasta dæmið er óstjórnin í úthlutun lóða sem lagði fasteignamarkaðinn á hliðina. Engin vissi hve miklu var búið að úthluta eða hvað mikið var verið að byggja. 

Einnig hin gríðarlega þennsluskapandi framkvæmdagleði undanfarinna ára.   

Svo það sé alveg á hreinu þá hefur gagnrýni mín á lífeyrissjóðina að mestu snúist um meðferð þeirra til valda innan atvinnulífsins með tilheyrandi þensluáhrifum og braski í stað þess að koma á öruggri og áhættulítilli ávöxtun.

Ég er fullkomlega sammála því að þessi gríðarlega óraunhæfa ávöxtun fjármálafyrirtækja yfir ákveðin tímabil hafa skapað það ástand sem við höfum í dag.

Við þurfum stöðugleika = Róttækar breytingar á því kerfi sem við þekkjum í dag.

Ég hef lesið nokkrar fantagóðar greinar á blogginu þínu m.a. um verðtrygginguna og hnittin og rökviss svör við fréttatengdum.

Þakka innlit og athugasemdir.

Kær Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.1.2009 kl. 16:19

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þakka sér hugsandi maður!

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband