ASÍ, Hagsmunagæsla alþýðunnar?

ASÍ,VR og LV.....
Hvar á maður eiginlega að byrja..
Ingibjörg varaforseti ASÍ og stjórnarmaður í LV með skrifstofu hjá VR, kvittaði undir ofurlaun Þorgeirs forstjóra með bros á vör og hefur setið við hlið Gunnars Páls sem sat fyrir þeirra hönd í stjórn gamla kaupþings.

Sem stjórnarmaður undanfarinna ára í LV fyrir hönd alþýðunnar hefur hún því athugasemdalaust kvittað undir vafasama kaupréttarsamninga, ofurlaun stjórnenda, niðurfellingu ábyrgða vildarvina og lykilstjórnenda.

það er því alltaf frekar broslegt að sjá ASÍ skötuhjúin Gylfa og Ingibjörgu mótmæla eigin gjörningum enda eru þau strengjabrúður Samtaka Atvinnulífsins frekar en málsvarar réttlætis.


Veit ekki hvort Ingibjörg skilji þá ábyrgð sem felst í því að vera stjórnarmaður, eitt er víst að hún er í fleiri stjórnum og nefndum en fingur beggja handa geta talið og í ljósi þess kanski skiljanlegt að hún hafi ekki tíma né krafta til að sinna smærri málum eins og réttindabaráttu launafólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ragnar og gleðilegt ár, takk fyrir þau gömlu.

Þetta er athyglisverð færsla en nöturleg. Það væri athyglisvert að sjá lista yfir þær nefndir sem hún Ingibjörg á sæti í.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.1.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll gunnar og Gleðilegt ár sömuleiðis

Hér eru Dæmi um Núverandi stjórnar og nefnda setu hennar.

Listin er ekki tæmandi þannig að ég hætti leit minni þegar ég var komin rétt yfir tuttugu. 

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,

Varaforseti ASÍ

Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna Stjórnarmaður

Formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna

Trúnaðarráð VR

Samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi: Staða: Aðalmaður

Alþjóðanefn Formaður (Fastanefndir ASÍ)

Mennta og Útbreiðslunefnd (Fastanefndir ASÍ)

Lífeyrisnefnd varamaðaur (Fastanefndir ASÍ)

Skipulags og starfsháttanefnd formaður (Fastanefndir ASÍ)

Laganefnd (miðstjórn ASÍ)

Launanefnd (miðstjórn ASÍ)

Starfs-og Fjárhagsnefnd (miðstjórn ASÍ)

Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

Sóknarnefnd Neskirkju Formaður

Skólanefnd félgasmálaskóla alþýu (Ríkið)

Starfsmenntaráð Varamaður (Ríkið)

Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs Stjórnarmaður(Ríkið)

Stjórn Vinnumálastofnunar Varamaður (Ríkið)

Stjórn Starfsmenntasjóðs Verslunar og Skrifstofufólks Stjórnarmaður

Skólanefnd Verslunarskóla Íslands, Varaformaður

Stjórn Evrópufræðiseturs á Bifröst Stjórnarmaður

 

Hér er samantekt á því helsta.

Einnig sinnir hún fleiri nefndar og trúnaðarstörfum m.a. fyrir VR.

 

Ragnar Þór Ingólfsson

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.1.2009 kl. 10:34

3 identicon

Sæll Ragnar,

Nú ert þú búinn að kynna þér spillinguna og starfsemi VR og LV mjög vel. Nú vantar fólk til þess að bjóða sig fram á móti Gunnari Páli sem formann VR. Hefur þú íhugað að bjóða þig fram? Það vantar góða og klára menn/konur!

Ókunnug (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Takk fyrir það ókunnug.

Barátta mín gegn Lífeyrissjóðunum,VR,ASÍ og SA hefur aðallega snúist um að vekja fólk til umhugsunar hvað er verið að braska með ævisparnað okkar og þau gríðarlegu völd sem því fylgja að stjórna lífeyrissjóði og verkalýðsfélagi.

Ég hef reynt að varpa ljósi á tengslanetið sem er meira en lítið vafasamt.

Ég er himinlifandi yfir viðtökunum sem ég hef fengið.

Varðandi framboð þá er hópur að bjóða sig fram á móti VR stjórninni sem hefur m.a. staðið fyrir mótmælum fyrir utan VR osfrv. Ég tel það samfélagslega ábyrgð okkar allra að koma núverandi stjórn frá og ég mun styðja það framboð heilshugar. Ef krafta minna reynist þörf í verki mun ég ekki skorast undan ábyrgð og bjóða mig fram.

Ragnar Þór Ingólfsson, 4.1.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband