Ætla lífeyrissjóðirnir að fjármagna MP banka?

Heyrst hafa fréttir af viðræðum forsvarsmanna MP banka við lífeyrissjóðina, í gegnum framtakssjóðinn, um endurfjármögnun bankans.

Hver eru þolmörk okkar sjóðsfélaga á fjárfestingaleikjum lífeyrissjóðanna sem nú hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum skuldugra félaga sinna.

Það er algerlega siðlaust að nota illa fengnar verðbætur á fasteignalánum okkar í enn eitt bullið.

Þorgeir Eyjólfsson sem var áður forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna starfar nú sem Framkvæmdastjóri Eignastýringarsviðs MP banka. Þorgeir fékk greiddar tæpar 33 milljónir frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna í fyrra.

Þorgeir tók allar meiriháttar ákvarðanir fyrir hönd sjóðsins árin fyrir hrun og gerði rannsóknarnefnd alþingis alvarlegar athugasemdir við náin tengsl í fjárfestingum. Undir stjórn Þorgeirs gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldmiðlasamninga upp á rúmlega 93 milljarða króna. Ekki sér fyrir endan á tapi sjóðsins á þeim gjörningi.

Hér getum við rifjað upp tengslin.

Hvenær segjum við Stop við þessari vitleysu sem virðist engan endi ætla að taka.

Tap MP banka voru 2 milljarðar á fyrri helmingi ársins.

  

Bloggfærslur 30. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband