20.5.2010 | 10:32
Voru lífeyrissjóðirnir þolendur eða gerendur?
Nú hafa komið fram yfirlýsingar frá lífeyrissjóðunum um að þeir hafi verið þolendur í hruninu og ætli að leitast við að fara í skaðabóta mál við gömlu bankana.
Hið rétta er að almennir sjóðsfélagar voru þolendur í þessu máli en ekki stjórnendur sjóðanna.
Það er átakanlegt að horfa upp á stjórnendur sjóðanna, sem bera ábyrgð á fordæmalausri áhættusækni og peningamokstri í svikamyllur skrúðkrimmana, ætli að stilla sér við hlið okkar sjóðsfélaga sem fórnarlömb er algerlega siðlaust.
Stjórnendur sjóðanna voru gerendur í þessu máli. Þeir bera ábyrgð lögum samkvæmt.
Það komu fram spurningar um hvort lífeyrissjóðirnir færu í mál við stjórnendur Glitnis á sínum tíma þegar Vilhjálmur Bjarnason stefndi stjórnendum bankans vegna sjálftöku þeirra.
Nokkrir þaulreyndir lögmenn töldu það hæpið þar sem lífeyrissjóðirnir áttu stjórnarmenn í bönkunum og þar af leiðandi komu að ákvarðanatöku um lánveitingar bankanna til tengdra aðila.
Sem dæmi sat Gunnar Páll fyrrv.stjórnarform. LV í stjórn og lánanefnd Kaupþings fyrir fjóra stærstu sjóðina.
Lífeyrissjóðirnir höfðu gríðarleg ítök í bankakerfinu og í fyrirtækjum útrásarvíkingana. Stjórnendur sjóðanna fjárfestu eins og engin væri morgundagurinn í þeim sýndarveruleika sem settur var á svið fyrir almenning.
Þetta var gert í skjóli bankaleyndar og þagnarskyldu.
Upplýsingar sem stjórnendur sjóðanna höfðu aðgang að en almenningur ekki.
Sjóðirnir keyptu skuldabréfaútgáfur útrásar krimmana í stórum stíl þó vitað væri að veldi þeirra væru á stórskuldum byggð.
Eftir að hafa lesið útboðslýsingar á skuldabréfaútgáfum Bakkavarar, Exista, Símans og fleiri fyrirtækja sést vel hversu glórulausar fjárfestingar þetta voru.
Þeir stjórnendur sem enn sitja við ketkatlana segja að auðvelt sé að vera vitur eftir á.
Hver er þá krafa sjóðsfélaga til þeirra sem þáðu boðsferðir, gjafir, tugmilljónir í laun, bónusa, lúxusbíla ofl.
Hvet alla að lesa hér útboðslýsingu á skuldabréfi Bakk 03-1 Bréf sem hefur verið í vanskilum síðan það féll. Þetta sýnir að Bakkavararbræður hefðu allt eins getað skrifað upphæðina á gulan post-it miða og lagt inn í sjóðina sem skuldaviðurkenningu. Post-it miðinn hefði líklega ekki fengist skráður í kauphöllinni en virði skuldabréfsins og Post-it miðans væri það sama í dag.
Höguðu stjórnendur lífeyrissjóðanna sér eins og meðvirkir alkahólistar sem neituðu að horfast í augu við drykkjuvandamál bankanna og útrásarfyrirtækjanna. Eða spiluðu þeir blindfullir með?
Vissulega voru einhverjir blekktir en einhverjir hljóta að hafa haft vitneskju um hvað var í gangi.
Við sjóðsfélagar höfum aðgang að öllum skuldabréfaútgáfum skráðum í kauphöll íslands. Stjórnendur sjóðanna neita að gefa upp hversu mikið þeir keyptu í þessum útgáfum.
Ef stjórnendur sjóðanna voru svo grandalausir gagnvart því leikriti sem sett var á svið fyrir almenning, að þeir keyptu allt sem að þeim var rétt, hljóta þeir í það minnsta að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu.
Ragnar Þór Ingólfsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
9.4.2010 | 09:12
GR Hvað?
Hverjar voru skuldbindingar Kópavogsbæjar vegna knattspyrnuakademíunnar ef það kostaði 1,6 milljarð að kaupa sig frá samningnum? Hvað þarf að skera mikið niður aðra þjónustu vegna þessa?
Ekki að ég spili Golf sjálfur en þekki allmarga sem stunda þessa íþrótt, aðallega iðnaðarmenn, og eru á meðal yfir 3.000 meðlima GR.
Veit líka að GR er með eitt umfangsmesta og fjölmennasta barna og unglingastarfið á meðal allra íþróttafélaganna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 13:52
Svar Stefaníu Magnúsdóttur.
P.s. Ég tek bjarka á þetta og sendi þennan póst á nokkra í bcc
Sent: 26. mars 2010 16:40
Viðtakandi:xxxxxxxxxxxxxxxxx
Efni: Kosningar í VR 2010
Frá: VR@VR
Sent: 24. mars 2010 15:19
Viðtakandi: Stefanía Magnúsdóttir
Efni: FS: Kosningar í VR 2010
Hæ, hvernig mælir þú með að þessu sé svarað ?
Með kveðju,
Þjónustuver VR
Kringlunni 7
103 Reykjavík
Sími: 510 1700
Fax: 510 1717
Á heimasíðu VR, www.vr.is, getur þú fengið upplýsingar um stöðu þína í sjóðum VR og yfirlit yfir greiðslu félagsgjalda og þá þjónustu sem þú hefur sótt til félagsins. Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um lykilorð sem veitir þér aðgang að Þínum síðum.
________________________________________
Frá:xxxxxxxx
Sent: 24. mars 2010 14:20
Viðtakandi: VR@VR
Efni: Re: Kosningar í VR 2010
Daginn gott fólk!
Hvern er mælt með að maður kjósi?
kv. xxxx
> ÁGÆTI VR FÉLAGI,
>
> nú standa yfir kosningar í VR til stjórnar og trúnaðarráðs
> félagsins. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er frá á vef VR, .
> Við minnum á kosningavef VR, , þar sem frambjóðendur kynna sig og
> áherslur sínar.
>
> Við hvetjum þig til að nýta kosningarétt þinn.
>
> Með kveðju,
> VR
Sent: 24. mars 2010 19:46
Viðtakandi: VR@VR
Efni: SV: Kosningar í VR 2010
Með kveðju
Stefanía
Tölvupóstur þessi og öll viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem hann er stílaður á og geta innihaldið upplýsingar sem falla undir ákvæði um þagnarskyldu og trúnað og/eða upplýsingar er varða höfundarétt. Öll notkun eða áframsending upplýsinga úr tölvupóstinum er með öllu óheimil aðilum sem ekki eru upprunalegir (og ætlaðir) viðtakendur póstsins skv. 47. gr. laga nr. 81/2003 og getur varðað bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. sömu laga. Þeir, sem ranglega berst þessi póstur, skulu eyða honum án tafar og tilkynna sendanda.
Stefanía Magnúsdóttir |
Sent: | 24. mars 2010 20:02 |
Viðtakandi: | xxxxxxx |
Sæll xxxxx,
Það er kosið á milli tveggja lista A-lista, sameinaðs VR, lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna og L-lista, lista opins lýðræðis í VR.
Á A-lista er fólk sem bauð sig fram til trúnaðarstarfa þegar VR auglýsti eftir fólki til starfa. Á þeim lista eru 42 konur og 40 karlar og fjórir til stjórnar VR (2 konur og 2 karlar).
Á L-lista eru 25 konur og 57 karlar sem fjórir stjórnarmenn í VR söfnuðu á listann og fjórir til stjórnar VR (1 karl og 3 konur).
Auk listanna eru 5 einstaklingar í kjöri - það þarf að kjósa 3 þeirra.
Það hallar á konur í stjórn en það er þitt að velja. Fyrst þú spyrð, þá mæli ég með A-lista og konunum þremur.
Gangi þér vel að kjósa :-)
Með kveðju
Stefanía Magnúsdóttir
fráfarandi stjórnarmaður í VR
Tölvupóstur þessi og öll viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem hann er stílaður á og geta innihaldið upplýsingar sem falla undir ákvæði um þagnarskyldu og trúnað og/eða upplýsingar er varða höfundarétt. Öll notkun eða áframsending upplýsinga úr tölvupóstinum er með öllu óheimil aðilum sem ekki eru upprunalegir (og ætlaðir) viðtakendur póstsins skv. 47. gr. laga nr. 81/2003 og getur varðað bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. sömu laga. Þeir, sem ranglega berst þessi póstur, skulu eyða honum án tafar og tilkynna sendanda.
Svona var nú það. Þessi voðalega setning sem ég litaði gula segi ég við alla sem ég næ til - í mínum frítíma. Auk þess stendur undir að þessi póstur sé aðeins til þess sem hann er stílaður á o.s.frv. og spurning um lögfræðiaðstoð.
Með ósk um góða helgi
Stefanía
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2010 | 10:54
Virðing og Réttlæti spillingarafla.
Þessi tölvupóstsamskipti eru frá stjórnarmanni úr röðum meirihluta VR sem fékk nóg af vinnubrögðum þeirra sem stjórnað hafa félaginu í áratugi.
Sæll Ragnar
Þér er óhætt að vitna í þetta ég á örugglega eftir að koma inn á þetta við tækifæri.
Það er greinilegt að ályktunin frá stjórninni sem svör við spurningum þínum var matreidd af VR stjórnarlimum innan ASÍ.
Einnig svörin sem Kristinn var að senda einhverjum um verðtryggingar. Ég hef margoft fengið að heyra að menn verði að vera fjármálalæsir til að koma til greina inn í LIWE og verðum að vara okkur á að hleypa ekki niðurrifs öflum að.Hvernig stóð á því að það var auglýst eftir umsækjendum en svo ekki notað spyr sá sem ekki veit. En fingraförin eru greinileg.
Ég er alveg búinn að fá nóg þessari mafíu.
Vonandi er eitthvað í gangi með nýjan lista.
Með kveðju
XXXXXXXXXXXXX
----- "Ragnar Þór Ingólfsson" <ragnar@xxxxx.is> skrifaði:
Sýring:
Stefanía Magnúsdóttir er miðstjórnarmaður í ASÍ, stjórnarmaður í VR, stjórnarmaður í Lífeyrissjóð Verslunarmanna, Starfsmaður VR og situr í fjölda nefnda og sjóðs stjórna á vegum aðila vinnumarkaðarins. Hún kallaði fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í VR, slys.
> Sæll xxxxxx
> Takk fyrir það.
> Ég hef eina mjög mikilvæga spurningu til þín.
> Má ég vísa í blaðagrein sem ég er að skrifa um stjórnarhætti núverandi
> meirihluta þegar Stefanía Magnúsdóttir hringdi í þig og bað þig um að
> mæta ekki á stjórnarfund þar sem þú varst ekki sammála núverandi
> meirihluta, sem neitaði að álykta gegn verðtryggingunni.Og svo varstu skammaður fyrir að
> skrifa ekki undir svörin þeirra.
>
Einnig þegar þú varst beðin um að haga störfum þínum í nefnd um
> verklag við skipun í Stjórn lífeyrissjóðsins þannig að farið yrði sérstaklega gegn
> einstökum stjórnarmanni og reglur settar með það sérstaklega í huga að
> halda honum frá Stjórn LV.
>
Ég mun ekki nafngreina þig en vil fá leyfi þitt fyrir að vitna í þessi samtöl ykkar Stefaníu. Stjórnarmeirihlutinn hefur marg brotið stjórnarsamþykktir sem ég ætla mér að kæra. Er með kæruna í undirbúningi. Þú ert að sjálfsögðu ekki á þeim lista.
Mér finnst mjög alvarlegt ef stjórnarmenn í verkalýðsfélagi fá ekki að hafa sjálfstæðar skoðanir.
Einhvern vegin svona verður tilvitnunin:
Dæmi: eru um að starfsmaður og stjórnarmaður félagsins hafa beðið stjórnarmenn sem ekki eru sammála stjórnarmeirihlutanum um að mæta ekki á Stjórnar fundi.
Dæmi: eru um að stjórnarmenn hafi verið beðnir um að vinna sérstaklega gegn öðrum stjórnarmönnum þegar vinna við verklagsreglur um stjórnarval í LV fóru fram.
Nú er ákaflega hart sótt að mér eftir að stjórnarmeirihlutinn fékk til liðs við sig bleklausan leigupenna til að níða niður þau mál sem ég hef barist fyrir af miklum heilindum.Þetta skiptir mig mjög miklu máli að vita af stuðningi þínum
Kær kveðja
> Ragnar
> Ragnar Þór Ingólfsson
Hér má svo sjá hvernig Stefanía barut gróflega gegn kosningareglum kjörstjórnar.
Póstur frá Birni Lárussyni frambjóðanda L-Lista lýðræðis.
Til: stefania@vr.is
Afrit: Kristinn Örn Jóhannesson <kristinn@vr.is>
Í ljósi neðangreinds tölvupóst er alveg ljóst að þú hefur unnið skemmdarverk á kosningunum til stjórnar og trúnaðarráðs VR. Hér eftir verður lítið að marka niðurstöðuna.
Í fyrra kallaðir þú niðurstöður kosninganna slys sem yrði að koma i veg fyrir. Nú ertu að hrinda því í framkvæmd.
Hvernig sem kosningarnar fara mun ég fara fram á að þú segir af þér öllum trúnaðarstörfum fyrir VR og segir starfi þínu lausu. Svona skemmdarverk á frjálsum og lýðræðislegum kosningum er jafnvel ekki liðið í einræðisríkjum. Opinberar eftirlitsnefndir koma í veg fyrir það. Vegna nærveru þinnar á skrifstofu VR væri líklega þörf á óháðri eftirlitsnefnd á skrifstofuna til að þú getir ekki misnotað þér aðstöðuna svona freklega.
Okkur á L listanum er freklega misboðið með framkomu þinni
Björn S. Lárusson ábyrgðarmaður L lista opins lýðræðis
Það er kosið á milli tveggja lista A-lista, sameinaðs VR, lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna og L-lista, lista opins lýðræðis í VR.
Á A-lista er fólk sem bauð sig fram til trúnaðarstarfa þegar VR auglýsti eftir fólki til starfa. Á þeim lista eru 42 konur og 40 karlar og fjórir til stjórnar VR (2 konur og 2 karlar).
Á L-lista eru 25 konur og 57 karlar sem fjórir stjórnarmenn í VR söfnuðu á listann og fjórir til stjórnar VR (1 karl og 3 konur).
Auk listanna eru 5 einstaklingar í kjöri - það þarf að kjósa 3 þeirra.
Það hallar á konur í stjórn en það er þitt að velja. Fyrst þú spyrð, þá mæli ég með A-lista og konunum þremur.
Gangi þér vel að kjósa :-)
Með kveðju
Stefanía Magnúsdóttir
Stefanía Magnúsdóttir er miðstjórnarmaður í ASÍ, stjórnarmaður í VR, stjórnarmaður í Lífeyrissjóð Verslunarmanna, Starfsmaður VR og situr í fjölda nefnda og sjóðs stjórna á vegum aðila vinnumarkaðarins. Hún kallaði fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í VR, slys.
________________________________________
Frá: xxxxxxxxx
Sent: 24. mars 2010 14:20
Viðtakandi: VR@VR
Efni: Re: Kosningar í VR 2010
Daginn gott fólk!
Hvern er mælt með að maður kjósi?
kv. xxxx
On 24 Mar 2010 14:04:08 +0000, vr@vr.is wrote:
> ÁGÆTI VR FÉLAGI,
>
> nú standa yfir kosningar í VR til stjórnar og trúnaðarráðs félagsins.
> Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er frá á vef VR, .
> Við minnum á kosningavef VR, , þar sem frambjóðendur kynna sig og
> áherslur sínar.
>
> Við hvetjum þig til að nýta kosningarétt þinn.
>
> Með kveðju,
> VR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2010 | 16:13
100% Svik.
Helsta kosningaloforð Formanns VR var að beita sér gegn verðtryggingunni sem hann sagði Krabbamein á íslensku samfélagi. Nú talar hann um kosti verðtryggingar.
Þann 23. febrúar 2009 11:44, skrifaði Olafur Gylfason <olafurgylfason@yahoo.com>:
Heil og sæl,Ég vil leggja eftirfarandi fyrirspurn fyrir frambjóðendur til formanns VR:Hyggst þú sjá til þess ef þú verður kjörin formaður VR að lífeyrissjóður VR birti eftirfarandi upplýsingarhálfum mánuði fyrir ársfund sinn á heimasíðu VR og LIVE?1. Nákvæman eignalista yfir öll hlutabréf, skuldabréf og aðrar eignir LIVE þann 1. janúar 2008 þar sem fram kemur nafn hlutafélags og skuldara (á við bæði innlendar sem og erlendar fjárfestingar).2. Samskonar lista yfir stöðuna 3. október 2008.3. Samskonar lista yfir stöðuna 1. janúar 2009.4. Allar hreyfingar á eignum á tímabilinu 1. janúar til 3. október 2008, hvað var selt og hvað var keypt.Einnig að fram komi á þessum lista allar þóknanir sem greiddar voru vegna viðkomandi eignatilfærslu.Nóg er að svara þessari fyrirspurn með einföldu JÁ-i eða NEI-i.kær kveðja,Ólafur GylfasonFrom: Kristinn Örn Jóhannesson <kristinnvr@gmail.com>
To: Olafur Gylfason <olafurgylfason@yahoo.com>
Cc: vefstjori@vr.is
Sent: Monday, February 23, 2009 12:10:04 PM
Subject: Re: Fyrirspurn til frambjóðenda til formanns VRHeill og sæll Ólafur,Svar mitt við þessum fjórum spurningum er einfalt: Já.Kosningakveðja,Kristinn ÖrnKristinn Örn hefur hafnað allri skoðun á fjárfestingum lífeyrissjóðsins í fyrirtækjum.Hann telur munnlegar skýringar þeirra sem báru ábyrgð á lánveitingum sjóðsins nægjanlega. þ.e. upplýsingar um fjárfestingar í opinberum skráðum skuldabréfum eru viðkvæmir viðskiptasamningar sem eiga ekkert erindi til sjóðsfélaga.Þess má geta að aðrir lífeyrissjóðir birta þessar sömu upplýsingar sem eru þá greinilega ekki eins viðkvæmar.Fyrir hvað stendur þessi maður?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2010 | 10:27
Thule Invest !
Er það rétt að lífeyrissjóðirnir greiði Dr. Gísla Hjálmtýssyni 400 milljónir á ári fyrir að eignastýra og fjárfesta í sprotafyrirtækjum í gegnum Thule Invest?
Heyrst hefur að sjóðirnir reyni eftir fremsta megni að komast út úr þessum pakka sem heimildarmaður minn segir, næsta stór skandal lífeyrissjóðanna.
Hversu miklir "Þolendur" voru lífeyrissjóðirnir?
Hvaða lífeyrissjóðir eiga þarna í hlut?
14. desember 2007,
Thule Investments, sem annast rekstur og umsýslu fjárfestingasjóðanna Brú Venture Capital, Brú II og Brú Framtak, hefur tekið upp nýtt merki og útlit. Samhliða því hefur félagið flutt aðsetur sitt úr Borgartúni 30 í Hús verslunarinnar, Kringlunni 7.
Í tilkynningu vegna nýja merkisins ítrekar Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Thule Investments, að ekki sé um nafnbreytingu að ræða enda hafi rekstur sjóðanna og starfsmannahald ávallt verið í nafni Thule Investments. Með þessu erum við í rauninni að skerpa ímynd okkar. Tímasetningin tengist því að nú höfum við að mestu lokið því verkefni sem við tókum að okkur fyrir þremur árum, að reka sjóðinn Brú Venture Capital, safn óskráðra félaga í eigu Straums, Alþjóðafjárfestingasamlags EFA, Lífeyrissjóðsins Stapa og Saxhóls. Í því fólst að koma eignum sjóðsins í verð.
Meginverkefnið framundan er rekstur fjárfestingasjóðsins Brú II, en hluthafar í honum eru Straumur, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Stapi lífeyrissjóður, Stafir lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Saxhóll hf., Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Tryggingamiðstöðin.
Okkar fyrirmyndir eru sambærileg fyrirtæki erlendis og kjarnastarfsemi félagsins mun framvegis snúast um fjárfestingar og umsýslu fjárfestingasjóða. Markmiðið er að vera stærsta íslenska félagið á sviði fjárfestinga í óskráðum og ört vaxandi fyrirtækjum, segir Gísli Hjálmtýsson í tilkynningunni.
Bloggar | Breytt 24.3.2010 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.3.2010 | 10:28
Hvað er að gerast í VR?
Þau eru brosleg svörin sem félagsmenn okkar fá þegar þeir spyrja um aðgerðaleysi VR og verkalýðsforystunnar á gríðarlegum skuldavanda heimilanna og kaupmætti sem er í frjálsu falli.
þessar hamfarir sem dynja á launa og fjölskyldufólki virðast engu skipta því meirihluti stjórnar VR hefur meiri áhyggjur af því að semja við Bakkavararbræður og koma í veg fyrir að lánabók sjóðsins til fyrirtækja verði aðgengileg sjóðsfélögum.
ASÍ sér svo um restina sem er Evrópusambandið sem eina lausnin á vandanum.
Svörin fyrir vítavert sinnuleysi meirihlutans eru yfirleitt þau að lítill minnihluti hóps haldi þeim sem öllu ráða "meirihlutanum" í gíslingu og ekkert verði úr verki. þetta gerir títt nefndan minnihluta að valda mesta minnihluta lýðveldissögunnar.
Staðreyndin er hinsvegar sú að meirihluti stjórnar VR og A-Listinn undir forystu formanns VR,hanga sem fastast í pilsfaldi ASÍ og hafa ekki bein í nefinu til að standa í hárinu á þeim sem stjórnað hafa verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðunum á áratugi. Þetta er þröngur hópur fólks sem öllu ræður. Þessi hópur hefur mismikin áhuga á skjólstæðingum sínum.
Forseti og varaforseti ASÍ koma úr VR og hafa bakland sitt þaðan.
Gylfi Arnbjörns VR - Ingibjörg R. Guðmunds - VR/LÍV eiga sæti í miðstjórn ASÍ. þau Stefanía Magnúsdóttir fyrrum varaformaður VR og Kristinn Örn Jóhannesson Formaður VR eiga bæði sæti í miðstjórn ASÍ.
Það sem meirihluti stjórnar VR þolir ekki er að við sem erum í minnihluta og hlutum yfirburðarkosningu félagsmanna í fyrra erum að mótmæla aðgerðarleysi verkalýðsforystunnar sem við sjálf tilheyrum og síðan ömurlegu úrræðaleysi stjórnvalda á skuldavanda heimilanna.
Ég hef ítrekað reynt að fá Kristinn Örn formann VR til að taka ákveðin mál á dagskrá stjórnarinnar en án árangurs. Hann var fljótur að pakka niður stóru orðunum og hoppa upp í Evrópulest ASÍ og samfylkingarinnar á business class.
Þetta eru baráttumálin okkar í minnihlutanum, baráttumál sem A-listi og núverandi meirihluti stjórnar undir forystu Kristinns, þola ekki að ræða og hafa alfarið hafnað:
Áskorun minnihlutans á meirihluta stjórnar VR.
Við skorum á meirihluta stjórnar VR að beita sér fyrir:
1.Afnámi verðtryggingar tafarlaust og þak verði sett á vexti.
3.Að mótmæla harðlega glórulausum neyslusköttum sem engu skiluðu nema hækkun á neysluvísitölu, húsnæðislána og aukinni kaupmáttar rýrnun.
4.Stuðningi við Hagsmunasamtök Heimilanna.
5.Áframhaldandi frest á nauðungarsölu.
6.Lagasetningu um að veð takmarkist við þá eign sem lánað var út á.
7. Lagabreyting leiði til þess að við gjaldþrot fyrnist eftirstöðvar skulda innan 5 ára og verða ekki endurvakin.
8. Að VR lýsi yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ og hafni stöðugleikasáttmála þeim er samþykktur var í vor enda allar forsendur hans löngu brostnar.
9.Að þessi áskorun verði birt á heimasíðu VR.
10.Að VR verði aftur sjálfstætt og leiðandi afl í kjara og hagsmuna baráttu launafólks.
Bjarki Steingrímsson fyrrverandi varaformaður VR fékk á sig vantraust og var vikið úr sæti varaformanns fyrir að krefjast þess í ræðu á Austurvelli, að verkalýðsforystan hysjaði upp um sig brækurnar og beytti sér fyrir þessum brýnu hagsmunamálum launþega. Sérstaklega í ljósi þeirra ömurlegu samninga sem sama forysta kvittaði undir f.h. launafólks ásamt gerð stöðugleikasáttmála sem tryggði betur hagsmuni auðvaldsins en launþega nokkurn tíma.
Þegar varaþingmaður framsóknarflokksins Ásta Rut Jónasdóttir tók svo við sæti hans, en hún hafði áður stutt okkur í baráttunni gegn spillingunni, sýndi hún og sannaði að nefndar og frama snuðið sem víðfrægt er, og notað er af valdhöfum til að þagga niður í fólki, reyndist of mikil freisting.
Nú er valdið í höndum félagsmanna. Viljum við sama meðvirka ástandið og sinnuleysið? Viljum við breytingar?
Ég styð L-Lista lýðræðis því ég vil gegnsæi í fjárfestingum lífeyrissjóðsins og opið lýðræði í félaginu. Ég vil félag með beittar tennur en ekki tannlaust.
Ég styð Hall Eiríksson í framboði í einstaklingskosningu.
Þetta er einstakt tækifæri sem félagsmenn VR hafa og mega ekki láta fram hjá sér fara.
Ragnar Þór Ingólfsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
9.3.2010 | 09:50
Fólkið í forgang !
Ef okkar helstu verkalýðsleiðtogar væru á árangurstengdum launum, væru þeir ekki með milljón á mánuði. Þeir væru að öllum líkindum á lágmarks taxtalaunum viðkomandi starfsgreina.
Við semjum um launin okkar sjálf í gegnum eitthvað sem verkalýðsforystan kallar markaðslaunakerfi þar sem framboð og eftirspurn ræður því hvað fólk er með í laun. Eina öryggisnetið sem grípur launafólk eru skammarlegir taxtar sem eru í flestum tilfellum svipaðir og atvinnuleysisbætur.
Það er fólkið sjálft sem mótmælir og stendur fyrir kröfufundum. Það erum við sjálf sem þurfum að semja við lánastofnanir vegna stökkbreyttra höfuðstólshækkana húsnæðislána. Við tökum á okkur stórfellda kaupmáttarrýrnun eftir vonlausan stöðugleika og kjarasamning, síðan launaskerðingar vegna duglausrar verkalýðsforystu sem segir, því miður það er bara ekkert sem við getum gert.
Hér er gott dæmi um hvað verkalýðshreyfingin gæti gert til að styðja við bakið á umbjóðendum sínum.
Sjá bréf sem ég fékk frá góðum baráttu félaga:
Sæll Ragnar
Þann 28 mars í fyrra vorum við í englandi ég og hún veiga mín.
þessar myndir eru þaðan og sýna nokkuð vel hvað verkalýðshreyfingar þar eru að hugsa.
Þar var um helgina heljarinnar kröfuganga sem við litum á og löbbuðum náttúrulega með.
Þessi hér: http://www.putpeoplefirst.org.uk/
Put people first.
We won't pay for their crisis.
People before profit.
Og svo framvegis.
Myndirnar eru bara frá litlum hluta göngunnar sem var margra kílómetra löng og ekki vantaði þátttöku verkalýðshreyfinga þarna.
kv. Baldvin Björgvinsson
ps. Þú mátt nota myndirnar að vild ef þú vilt máli þínu til stuðnings.
Takk kærlega fyrir það Baldvin og baráttu þína fyrir réttlæti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.3.2010 | 10:00
Er jörðin flöt hjá stjórnendum lífeyrissjóða ?
Nú er búið að semja við Bakkavararbræður um áframhaldandi yfirráð yfir Bakkavör.
Skuldabréfaútgáfurnar sem lífeyrissjóðunum er mikið í mun að semja um, minna óneitanlega á "I OWE YOU" post it miðana sem þeir Harry og Lloyd í myndinni Dumb & Dumber gerðu í skiptum fyrir peningana í töskunni góðu. Post it miðarnir eru skuldabréfaútgáfurnar og peningarnir eru eignir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna.
Þeir Harry og Lloyd fengu lánað úr töskunni til að kaupa "bara það allra nauðsynlegasta" eins og hótelsvítur,rándýra sportbíla ofl. Ekki ósvipað Bakkabræður sem keyptu lúxuseignir í hverju heimshorni, ferðuðust um á einkaþotum, lúxussnekkjum og dýrustu gerðum sportbíla ásamt því að fara hamförum í öðrum fjárfestingum. Ekki voru launin til að kvarta yfir.
Í dag hafa lífeyrissjóðirnir samið við bræðurna í þeirri veiku von að eitthvað fáist upp í vonlausar fjárfestingar sjóðanna í félögum þeim tengdum. Þetta er eins og að rétta spilafíkli, sem tapað hefur einbýlishúsinu þínu, innbúið til að vinna tapið til baka.
Bullandi meðvirkni eða yfirklór vegna vonlausra lánveitinga?
Bakkavararbræður hafa ekki staðið skil, samkvæmt skráningarlýsingum, á einni einustu skuldabréfaútgáfu sem þeir hafa gefið út fyrir félög þeim tengdum. Þær eru annað hvort í vanskilum,endurfjármögnuð eða breytt í hlutafé.
Hver er ábyrgð stjórna lífeyrissjóðanna sem lánuðu ævisparnað okkar á slíkum forsendum, með bréfakaupum án veða sem eru álíka verðlaus og "post it" miðar með skuldarviðurkenningu viðkomandi félags.
Félög þeirra bræðra hafa verið margsektuð af kauphöll íslands fyrir gróf brot á lögbundinni upplýsingaskildu, Exista, Bakkavör.
Og enn voru þeir sektaðir sektir hér og Hér.
Svo hafa þeir kerfisbundið hlunnfarið almenna hluthafa með því að selja sjálfum sér verðmætustu bitana á vildarkjörum og verið kærðir fyrir. Og hagað sér eins og Hýenur þegar kemur að almennum hluthöfum.
Ekki nægir rannsókn Serious Fraud Office (SFO) og Serious Organised Crime Agency (Soca) í Bretlandi á viðskiptagjörningum þeirra bræðra til að stöðva nauðasamningana sem lífeyrissjóður verslunarmanna og stjórnarmeirihluti VR vilja ólmir gera við þessa skrúðkrimma og það sem allra fyrst.
Hvað fær meirihluta stjórnar VR og stjórnarmenn okkar í lífeyrissjóðnum til að trúa því að þessir menn komi til með að standa við gerða nauðasamninga? Hvaða hagsmunir og sjónarmið liggja raunverulega að baki og hvað hafa þeir bræður gert til að verðskulda slíkt traust ?
Hvað í ósköpunum fær þingamann til að tala um ábyrgð lífeyrissjóða sem leggur um leið blessun sína á nauðasamninga við menn sem hafa tapað stórum hluta af ævisparnaði almennings og skilið eftir sig óvinnandi skuldaslóð eftir glórulaus útlán,fjárfestingar og lúxuslíferni sem íslenskur almenningur þarf nú að standa skil á.Hvað með ábyrgð stjórnenda sjóðanna ?
Sama fólkið semur um skuldina og lánaði peningana okkar.
Eiga Bakkavararbræður eftir að standa skil á skuldabréfi sem þeir gáfu út fyrir Skipti (síminn)? Bréfið heitir Simi 06 1 og er 15 milljarða kúlulán sem var búið að selja áður en það var gefið út í lokuðu útboði. Gjalddaginn er einn og er í apríl 2014. Sjá viðhengi.
Í viðhenginu má einnig sjá að óefnislegar eignir (viðskiptavild) félagsins er 58,5 milljarður.
Hverjar eru líkurnar á því að Skipti (Síminn) fari í nauðasamninga árið 2014 ?
Skuldabréfaútgáfurnar sem sjóðirnir fjárfestu í eru opinber gögn.
Engar tryggingar voru á bakvið þessar skuldabréfaútgáfur ef útgefandi stendur ekki í skilum eða fer í þrot.
Við vitum hvað útrásarfyrirtækin skulda en megum alls ekki vita hversu mikið stjórnendur sjóðanna lánuðu þeim af OKKAR eigin peningum.Hvað er verið að fela?
Forsendur nauðasamningana eru varlega áætlaðar, hlægilegar.
Er jörðin ennþá flöt hjá stjórnendum lífeyrissjóðanna.
Þessir menn hafa sýnt einbeittan ásetning í að hlunnfara kröfuhafa og almenna hluthafa m.a. með því að selja sjálfum sér Bakkavör úr Existu á vildarkjörum sem hvergi þekktust á þeim tíma. Ásamt því að margbrjóta leikreglur kauphallar Íslands.
Ég hef skoðað skuldabréfaútgáfurnar sem um ræðir mjög vel og óhætt að segja að engin veð né nokkrir fyrirvarar voru til staðar sem tryggðu heimtur lífeyrissjóðanna betur en almennra hluthafa.
Það er kanski ekkert skrítið að lífeyrissjóðirnir vilji loka þessu máli sem allra fyrst svo að sjóðsfélagar komist ekki að hinu sanna og dreifa tapinu yfir langan tíma.
Nú á almenningur að borga fyrir fylleríið. Það er ekki bara siðlaust að semja við þessa menn. Það er siðlaust að þeir skuli hafa samningsstöðu yfir höfuð.
Að þingmaðurinn Kristján Þór Júlíusson skuli verja þessa menn og líferyissjóðina sem neita að gefa upp hversu mikið þeim var lánað af okkar eigin peningum jafngildir falleinkun í mínum bókum.
Stjórnarmeirihluti VR hefur alfarið hafnað þeirri tillögu minni að skoða gjaldeyrissamninga og lánveitingar sjóðsins til félaga tengdum Bakkavararbræðrum. Formaður VR Kristinn Örn Jóhannesson telur þessi mál ekki koma okkur við.
Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna hefur einnig hafnað allri skoðun en Stjórnin er nú að ganga frá nauðasamningum við sömu menn og komu landinu okkar á hliðina.
Stjórnarmenn fyrir hönd félagsmanna VR eru: Ragnar Önundarson sem var annar höfuðpaurinn í einu stærsta og alvarlegasta samkeppnislagasvindli Íslandssögunnar sem kennt er við kreditkortasvindlið.
Ásta Rut Jónasdóttir varaþingmaður framsóknarflokksins, Varaformaður VR og stjórnarmaður í Flug-kef ohf.Sem barðist fyrir auknu gegnsæi fjárfestingum sjóðanna og gegn spillingunni í lífeyrissjóðunum, missti málið eftir að henni var boðin stjórnearsetu speninn.
Stefanía Magnúsdóttir Stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ og Benedikt Vilhjálmsson stjórnarmaður í VR.
Þau bera við þagnarskyldu og bankaleynd aðspurð um hversu mikið af lífeyri félagsmanna okkar var mokað í félög tengdum Bakkavararbræðrum. Stjórnarmeirihluti VR hefur einnig hafnað allri skoðun á málinu.
Það er svolítið skrítið í ljósi þess að sjóðurinn mátti aðeins fjárfesta í skráðum skuldasbréfum í kauphöll íslands en heildar skuldir þessara félaga er ekkert leyndarmál og eru aðgengilegar á netinu. Sjá viðhengi. En þar er hluti af skráningarlýsingum skuldabréfanna sem sjóðurinn fjárfesti í. Einu leyndarmálin eru hversu mikið þeim var lánað af peningum sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna.
Hvernig ætlast stjórnvöld til þess að almenningur taki á sig skuldaklafa þessara manna þegar þeim er rétt upp í hendurnar sömu félögin og þeir byrjuðu með eins og ekkert hafi í skorist.
Tengslin.
Meðal stærstu skuldara Kaupþings voru félög tengd tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Getur verið að félög þeim tengdum hafi fengið ótakmarkaðan aðgang að fjármagni í staðin fyrir að lána stærstu eigendum Kaupþings,Existu,Bakkavarar og Skipta sem voru langstærstu skuldrara lífeyrissjóðs Verslunarmanna
Stærstu skuldarar LV eru sem hér segir.
1.Skipti (síminn)
2.Bakkavör
3.Landsvirkjun
4.Exista ( búið er að afskrifa töluvert af skuldum Existu sem líklega útskýrir 4 sætið.)
Lífeyrissjóður Verslunarmanna gerir langstærstu kröfuna í Kaupþing af öllum lífeyrissjóðunum.
Krafan nemur kr. 13.537.201.848,- eða tæpir 13,6 milljarðar. Sem er helmingi hærri upphæð en kröfur næstu sjóða á eftir.
Tengslin:
Gunnar Páll Pálsson
Fyrrverandi:Formaður VR,Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.,Stjórnarmaður í Kaupþingi,Lánanefnd Kaupþings.
Eiginkona Gunnars Pals
Ásta Pálsdóttir
Er Lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi og er skráð á innherjalista hjá FME sem slíkur.
Fjölskylda hennar á og rekur Atafl, gömlu keflavíkurverktaka. Atafl samsteypan sem fékk 50 milljónir Evra eða yfir 9 milljarða lán í gegnum Íslandsverktaka og tengd félög fra Kaupþingi samkvæmt lánabók.
Ásta Pálsdóttir er systir Bjarna Páls stjórnarformanns Atafls sem er þá mágur Gunnars Páls sem sat í lánanefnd bankans, stjórn og var stórnarformaður LV og formaður VR.
Þorgeir Eyjólfsson
Fyrrv.forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Framkv.stjóri eða Managing Director, Nasdaq OMX Nordic Exchange group.
Eiginkona Þorgeirs er Sigríður Kristín Lýðsdóttir starfsmaður hjá Kaupþingi.
Sonur Þorgeirs Lýður Þorgeirsson er sérfræðingur á fyrirtækjasviði Kaupþings.
Dóttir Þorgeirs Guðrún Þorgeirsdóttir er framkv.stjóri áhættustýringar hjá Existu og vara stjórnarmaður hjá Lýsingu.Hún rukkar nú gömlu bankana f.h. Existu yfir 200 milljarða fyrir stöðutöku gegn íslensku krónunni og rukkar svo viðskiptavini lýsingar,en stjórnin ráðlagði viðskiptavinum sínum að taka stöðu með krónunni í formi myntkörfulána sem örugga fjármörgnun.
Fékk einhver þeirra niðurfellingu á ábyrgðum eða afskriftir vegna hlutabréfakaupa eða annara fjárfestinga?
Guðmundur B. Ólafsson Lögmaður VR starfaði frá 1989-2002 hjá VR en er í fullri vinnu sem verktaki fyrir félagið.
Eiginkona Guðmundar er Nanna E. Harðardóttir, forstöðumaður í Kaupþing banka.
Þau voru á lista morgunblaðsins yfir þá aðila sem fengu niðurfellingu á ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa.
Víglundur Þorsteinsson
Fyrrv.stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og eigandi BM-Vallár.
Fékk 62,2 mlljónir Evra eða um 11.2 milljarða í lán frá Kaupþingi samkv. Lánabók.
Það hlýtur að vera ein af forsendum lánshæfi fyrirtækja að skila inn ársreikningum ásamt því að þurfa að standa skil á slíkum gögnum samkv.lögum.
Er BM-Vallá í lánabókum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna?
Helga Árnadóttir Forstöðumaður Rekstrar- og fjármálasviðs VR er tengdadóttir Víglundar Þorsteinssonar. Hún er varamaður í stjórn lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Fyrirtæki sem tengjast tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna fengu tug milljarða fyrirgreiðslur frá kaupþingi,stærstu fjárfestingu lífeyrissjóðsins. Hver voru veðin?
Er þetta skýringin á því að lífeyrissjóður verslunarmanna vill með öllum tiltækum ráðum ganga til nauðasamninga við Bakkavararbræður um stjórn Existu og Bakkavarar.
Hvað er að finna í bókum félaganna og sjóðsins sem ekki þolir dagsljósið?
Með nauðasamningum verður bókunum lokað !
Fengu stjórnendur sjóðsins einhver hlunnindi fyrir að kaupa kúlu skuldabréf án veða af félögum tengdum Bakkavararbræðrum? Voru þetta skilyrðin fyrir lánveitingum til félaga þeim tengdum?
Stjórnendur Existu vildu 1 milljarð á ári fyrir umsýslu á brunarústum Existu. Í dag má ætla að það fáist aðeins um 1-7% upp í kröfur. Ekki hafa afskriftir LV verið í samræmi við þær heimtur svo mikið er víst.
Er skrýtið að eitt af skilyrðum nauðasamninga Bakkavarar var að bræðurnir færu úr stjórn Existu?
Hvaðan koma peningarnir? Ætluðu Bakkabræður að blóðmjólka fyrirtækin sem eftir eru í samstæðunni og setja rekstrarkostnað Existu og Bakkavarar að sjálfsögðu í forgang. Neytendur borga svo brúsan í formi hækkana á vöru og þjónustu viðkomandi fyrirtækja innan samsteypunnar. Síðan lengja þeir endalaust í skuldafréfaútgáfum sínum sem lífeyrissjóðirnir eiga, sem geta svo í framhaldi dreift tapinu smá saman yfir langan tíma? Það er útilokað að þetta reikningsdæmi gangi upp hjá þessum mönnum.
Hvað veldur því að Lífeyrissjóður Verslunarmanna hugleiði slíka samninga þegar klárlega liggur fyrir að mest fáist upp í kröfurnar með því að skera burt blóðsugurnar.
Hvernig í ósköpunum geta stjórnendur LV og meirihluti stjórnar VR samþykkt að gengið verði til nauðasamninga við ábyrgðamenn hrunsins.
Á hvaða forsendum,við hverja og á hvaða gengi gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldeyrissamninga upp á 93 milljarða? Af hverju er stjórnarmönnum VR og sjóðsfélögum neitað um þessar upplýsingar sem geta haft veruleg skerðingaráhrif á lífeyrisréttindi okkar.
Til að stærstu eigendur Kaupþings,Exista og kjalar sem gera kröfur í gamla kaupþing upp á 300 milljarða, fyrir það eitt að taka stöðu gegn krónunni, þurfti einhvern til að veðja á móti.
Ef Exista tók stöðu gegn krónunni sem skilar þeim vel á annan hundruð milljörðum en á sama tíma létu viðskiptavini sína,Kaupþings og Lýsingar, taka stöðu með krónunni með því að fjármagna húsnæði og bílasamninga í erlendri mynt sem örugga fjármögnun.
Í mínum bókum er þetta ekkert annað en stöðutaka gegn íslensku krónunni,almenningi og heimilum landsins.
Lífeyrissjóður verslunarmanna þvertekur fyrir að birta yfirlit yfir gjaldeyrissamninga og forsendur þeirra þrátt fyrir mikla óvissu um uppgjör þeirra sem getur haft veruleg áhrif á lífeyrisréttindi sjóðsfélaga.
Sjóðurinn hefur harðneitað að gefa upp hverjir voru útgefendur fyrirtækjaskuldabréfa sem sjóðurinn keypti fyrir á annan tug milljarða.
Sjóðurinn bar fyrst fyrir sig Bankaleynd en svo þagnarskyldu. FME sendi mér álit þess efnis að bankaleynd ætti alls ekki við og óskiljanlegt væri að upplýsingar sem þessar væru ekki aðgengilegar sjóðsfélögum.
Er ekki skrýtið í því samhengi að ég fékk þessar upplýsingar uppgefnar hjá Almenna lífeyrissjóðnum þó ég borgi ekki í hann? Hvað er verið að fela?
Var það hrein tilviljun að krafa sjóðsfélaga um breytingar og gegnsæi voru hafðar að engu þegar nýr framkv.stjóri sjóðsins var ráðin til starfa. En það var Guðmundur Þórhallson fyrrum framkvæmdastjóri eignastýringar sjóðsins sem bar meðábyrgð á fjárfestingum hans með Þorgeiri Eyjólfssyni sem þáði 34 milljónir í laun ásamt fríðindum fyrir árið 2008.
Var ráðningasamningur Guðmundar sem er leynilegur til 7 ára tilviljun? En í 7 ár þarf sjóðurinn að halda í bókhaldsgögn, eftir þann tíma má kveikja á pappírstætaranum. Með nauðasamningum Bakkavarar og Existu lokast bækur þessa félaga.
"Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfuhafarnir treysti ekki núverandi stjórnendum Exista til að upplýsa um raunverulega stöðu félagsins. Kröfuhafarnir sem um ræðir eru skilanefndir gömlu bankanna þriggja auk Nýja Kaupþings. Saman hafa þessir aðilar myndað óformlegt kröfuhafaráð innlendra kröfuhafa Exista ásamt þremur lífeyrissjóðum; Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórnendum Exista við stýrið. Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu."
Á góðri íslensku á að dreifa tapinu yfir eins langan tíma og hægt er til þess eins að fegra stöðuna tímabundið.
Þar sem innstreymi iðgjalda er margfalt hærra en útgreiðslur lífeyris þurfa sjóðirnir ekki að selja eignir til að standa við lífeyris skuldbindingar sínar vegna mikillar söfnunar sem á sér stað næstu 10-15 árin.
Ef þetta reynist rétt þá eru sjóðsfélagar sem greiða í Lífeyrissjóð Verslunarmanna að greiða lífeyri þeirra sem taka út í stað þess að safna réttindum sjálfir.
Sjóðsfélagar eru varðir fyrir þessu með lögum og ættu því að leita réttar síns eins og ég ætla að gera.
Það er útilokað að almenningur taki á sig þær drápsklifjar sem sukklíferni útrásarvíkinga hefur skilið eftir, á meðan stjórnvöld leggja blessun sína yfir gerða nauðasamninga.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður VR
Bloggar | Breytt 9.3.2010 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.3.2010 | 10:39
Vanheill á geði ?
Þeir sem hafa skoðanir innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki þóknast þeim sem stjórna eru taldir vanheilir á geði og öllum ráðlagt að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá slíku fólki.
Það er eitt að þóknast ekki verkalýðs elítunni sem öllu stjórnar innan hreyfingarinnar. En að verða vitni að skítlegum vinnubrögðum þeirra sem þola gagnrýni svo illa er með ólíkindum og er eitthvað sem ég átti alls ekki von á þegar ég fór í þessa baráttu.
Sem dæmi má nefna gagnrýni mína á lífeyrissjóðina þar sem verið er að semja við sama fólkið og kom þjóðinni í þessa ömurlegu stöðu og baráttu minni fyrir sjálfsögðu gegnsæi i fjárfestingum sjóðanna hafa stjórnarmenn svarað því við að ég gangi ekki heill til skógar.
Þegar ég tók sæti í nefnd um verklag við skipun í stjórn lífeyrissjóðsins fékk einn nefndarmanna símtal frá Stefaníu Magnúsdóttur starfsmanni og stjórnarmanni VR og miðstjórnarmanni í ASÍ þess efnis að regluverkið yrði að vera til þess gert að ákveðnir aðilar gætu ekki átt möguleika á setu í stjórn lífeyrissjóðsins.
Á stjórnarfundi VR þar sem ég lagði fram tillögu um að VR myndi beyta sér fyrir afnámi verðtryggingar tafarlaust og þak verði sett á vexti, sendi stjórnarmeirihlutinn frá sér þessa yfirlýsingu. Í framhaldi tók einn stjórnarmaður úr meirihlutanum þá ákvörðun að samþykkja ekki sameiginlega yfirlýsingu meirihlutans því hann taldi sig ekki geta, með nokkru móti, stutt verðtrygginguna.
Í framhaldi hafði Stefanía Magnúsdóttir VR/ASÍ samband við viðkomandi stjórnarmann og bað hann um að mæta ekki á stjórnarfundinn ef hann myndi ekki skrifa undir og samþykkja sameiginlega yfirlýsingu meirihlutans.
Hann stóð með sinni sannfæringu og samþykkti ekki yfirlýsinguna og er komin út í kuldan, eins og hann sjálfur orðar það, það eru allir hættir að hafa samband við mig.
Það var einmitt Stefanía Magnúsdóttir sem kallaði niðurstöðu síðustu og einu lýðræðislegu kosningarnar í VR, Slys.
Virðing og Réttlæti eru stór orð.
Nú fer formaður VR á milli vinnustaða og lætur stór orð falla í garð minnihlutans sem hann rægir niður í svaðið í nafni félags sem kennir sig við Virðingu og Réttlæti.
Það er auðvelt að sanna með fundargerðum félagsins að við í minnihlutanum höfum eingöngu unnið að þeim málum sem við lofuðum kjósendum okkar fyrir síðustu kosningar.
Er ekki komin tími til að Kristinn Örn Jóhannesson formaður VR fari að dusta rykið af kosningaloforðunum í stað þess að skítkastast út í minnihlutan sem engu ræður en hefur gert sig sekan um að standa við sinn hluta samningsins við félagsmenn sína.
Ég hef unnið hjá sama fyrirtækinu í rúmlega 18 ár, er 3 barna faðir og mikill fjölskyldumaður. Ég á frábæran vinahóp sem ég hef vanrækt nokkuð vegna baráttunnar í VR. Fjölskyldan er og verður alltaf í fyrsta sæti og hef ég því fórnað mikilvægum tíma með góðum vinum vegna þessa.
Ég byrjaði að gagnrýna lífeyrissjóðakerfið eftir vinamissi haustið 2007. Ég er að gagnrýna kerfi sem er rotið að innan og utan. Ég mun halda þeirri gagnrýni áfram þangað til kerfið er reiðubúið til að breyta sér í þágu okkar sem eigum þessa peninga og byggjum félögin og sjóðina.
Að ég sé vanheill á geði eða gangi ekki heill til skógar við það eitt að verja þau grunngildi sem mér voru kennd í æsku segir meira um fólkið sem ég er að takast á við.
Núverandi meirihluti mun reyna allt til þess að gera störf okkar tortryggileg. Þau geta hinsvegar aldrei falið sig fyrir aðgerðaleysinu, ákvörðunarfælninni og sviknum loforðum.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR
Tölvupóst samskipti eru aðgengileg öllum þessu til staðfestingar og verða birt innan skamms, samtöl við fréttamenn, samskipti og hroki innan miðstjórnar ASÍ gagnvart fólki sem ekki kóar með forystunni, staðfestar af aðilum tengdum miðstjórn ASÍ.
Fyrirspurnir sendist á ragnar.ingolfsson@live.com
Einnig ef félagsmenn hafa áhuga á að fá einhvern úr minnihlutanum í heimsókn á vinnustaði til að heyra hina hlið málsins. Höfum farið á nokkra vinnustaði nú þegar við mikla ánægju þeirra félagsmanna sem við ræddum við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)