25.4.2009 | 08:53
Í dag ætla ég að kjósa fyrir börnin mín.
Í dag ætla ég að kjósa nýja framtíðarsýn byggða á almennri skynsemi og er laus við flokkshagsmuni, laus við hagsmuni útvaldra og laus við fortíðina.
Í dag ætla ég að kjósa fyrir börnin mín og framtíð þeirra.
Í dag ætla ég að kjósa Borgarahreyfinguna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.4.2009 | 07:07
Yfirtaka á Exista í uppnámi?
Brunaútsala!
Það er alveg á hreinu að stoppa þarf þessa yfirtöku.
Það væri afar fróðlegt að fá afstöðu lífeyrissjóðana við þessari yfirtöku þá sérstaklega Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem var meðal stærstu hluthafa Exista og tengdra félaga.Hlutur LV í Exista var 4,53% og í Bakkavör 6,77% þann 6. október 2008 rétt fyrir hrunið. Gildi var með rúm 4%, Lífeyrissjóðir Bankastræti 1,5% Stafir 0,9% aðrir mun minna. Ekki hefur heyrst hóst né stuna vegna þessa máls frá LV né öðrum lífeyrissjóðum. Óhætt er að áætla að lífeyrissjóðirnir hafi átt beint og óbeint yfir 15% hlut í Exista og því hagsmunir okkar gríðarlegir.
Það er klárt mál að svona samninga á ekki að gera við menn sem áttu stóran þátt í að koma landinu á hliðina. Hagsmunum okkar væri best borgið með því að láta þetta rúlla þó svo að lífeyrissjóðirnir tapi smávægilegum upphæðum í viðbót ,miðað við tilboð BBR 0,02 krónur á hlut, þá verður það klárlega minni birgði á okkur skattborgara ef bankinn tekur þetta yfir og hámarki það sem hægt er að fá fyrir eignirnar næstu árin.
Eru þetta þeir sömu og tala og mala um óseljanleika á mörkuðum og hversu glórulaust sé að selja eignir við núverandi aðstæður osfrv. Hlestu rökin eru óbilandi trú á að ástandið skáni og verðlaus bréf verði vermæt aftur.
Frétt af Visi.is
Stjórn Kaupþings mun á næstu dögum ákveða hvort að yfirtökutilboði Bakkabræðra á Exista verði tekið. Tilboðið gerir ráð fyrir að hluthafar fái 0,02 krónur fyrir hvern hlut. Rán segir hluthafi.
Í lok síðasta árs skráði BBR, félag í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona sig fyrir nýju hlutafé í Exista sem nam 50 milljörðum hluta. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings en auk þess á félagið VÍS, Lífís, Lýsingu og Skipti sem er móðurfélag Símans. BBR hefur nú sent yfirtökutilboð til hlutahafa í Exista. Með undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu var ákveðið að kaupverðið sé 0,02 krónur á hvern hlut. Kaupþing á 10,4% í félaginu en stjórn bankans hafnaði samskonar yfirtökutilboði í desember. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, segir að ákvörðun um hvort að gengið verði að tilboðinu verði tekin á allra næstu dögum.
Fréttastofa ræddi í dag við nokkra hluthafa sem eru mjög ósáttir við yfirtökutilboðið. Einn þeirra fjárfesti fyrir rúma eina milljón í félaginu yfir nokkurra mánaða tímabil. Honum eru boðnar 36.000 krónur fyrir sinn hlut. Hann segir þetta rán og að hann ætli ekki gefa hlutinn sinn. Hann vilji frekar tapa honum.Ekki er þó víst að af yfirtökunni verði þar sem fjárhagsleg endurskipulagning á Exista er nú í gangi. Um 20 erlendir bankar, lífeyrissjóðir og íslenskar fjármálastofnanir sem eiga kröfur á félagið koma að þeirri vinnu. Ekki liggur fyrir hvenær þeirri henni verði lokið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2009 | 17:20
Sannleikur eða Húmor ?
Ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá þetta fyrst... Svo áttaði ég mig á því að það er meiri sannleikur í þessu en húmor.
Fékk þetta sent frá bloggvini mínum Magnúsi Sigurðssyni.
Takk Magnús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.4.2009 | 13:13
Guðmundur blindi.
Engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá. Er máltæki sem prýðir forsíðu eyjubloggarans Guðmundar Gunnarssonar frænda míns og verkalýðsleiðtoga. Guðmundur hefur með skeleggum hætti varið lífeyrissjóðskerfið og má engu illu upp á það trúa, ekki frekar en Gunnar í krossinum á biblíuna.
Guðmundur segir meðal annars:
"Það er búið að skaða almenna lífeyriskerfið gríðarlega mikið með allskyns sleggjudómum. T.d hefur nokkrum sinnum komið fram í Silfri Egils ungur maður með fullyrðingar studdar með Ecxeltöflum um lífeyrissjóðina, sem bera þess merki að hann hefur nákvæmlega enga þekkingu á kerfinu. Egill hefur ásamt útvarpsstjóra algjörlega hafnað því að einhver með þokkalega þekkingu fái að koma og sýna fram á að hversu rangar forsendur eru í útreikningum hins unga manns. Hverra hagsmuna voru þeir að gæta?"
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðmundur kemur fram með fullyrðingar á borð við þessa þar sem hann segir þá sem gagnrýna lífeyrissjóðina, fyrir eitthvað annað en það augljósa, hafi nákvæmlega enga þekkingu á kerfinu. Af þessum ummælum að dæma mætti ætla að sá mikli fjöldi einstaklinga sem ég hef rætt við sem tengst hafa mörgum af þessum sjóðum,bæði beint og óbeint,innan úr bankakerfinu,osfrv. þjáist af sama þekkingaskorti og Guðmundur vísar til. Það virðist einnig fara rosalega í taugarnar á Guðmundi að sælgætissali sé að gagnrýna sjóðina. Sami sælgætissali selur líka kjúkling. Hvað með þá sem reka sjoppur eða bari, hamborgarabúllur, skyndibitastaði, eða jafnvel þeir sem reykja gætu fallið undir sömu skilgreiningu Guðmundar. Ég sé ekki hvað það komi málinu við enda setur Guðmundur málið upp þannig og alhæfir að Helgi í Góu ætli að taka eignarnámi sparifé okkar til að fjárfesta í hjúkrunarheimilum. Ég er nú ekki sérstakur talsmaður Helga í Góu en eg hef hlustað á karlinn og ekki heyrt betur en að hann sé að mælast til að sjóðirnir noti lítið brot af fjárfestingum sínum fyrir hag sjóðsfélaga í formi þjónustuíbúða. Guðmundur ætti að lesa hugmyndir manna á borð við Sigurð Oddsson verkfræðings um "Lífbygg" en trúlega er hann of blindur til þess.
Excell æfingar ofl.
Ég hef bent á gríðarlegan rekstrarkostnað sjóðanna og bent á að kerfið kosti okkur um 4 milljarða á ári. Ég hef fengið meðal annars ákúrur fyrir að taka fjárfestingargjöld inn sem rekstrarkostnað ofl. Ef við snúum orðalaginu og segjum kostnaður við rekstur sjóðanna og tökum fjárfestingargjöldin með í reikningin því Það er umtalað í bankakerfinu varðandi lúxusferðir almennu sjóðanna að það hafi margborgað sig að standa í þessum rándýru "vinnuferðum" fyrir forstjórana vegna þess að bankarnir fengu það margfalt til baka í formi umsýslugjalda vegna fjárfestinga þeirra. Úr hvaða vösum kemur þessi kostnaður Guðmundur ????
Allar tölur úr mínum útreikningum eru opinberar tölur og gögn úr ársreikningum,FME, Kauphöll Íslands ofl. og því gaman að fá frekari rökstuðning frá Guðmundi um málið. Hann telur mig t.d. ekki reikna með almannatryggingakerfinu osfrv. sem var jú ástæðan fyrir því að ég byrjaði að gagnrýna sjóðina á sínum tíma. Ég hef vissulega gefið mér ákveðnar forsendur því að kerfið er harðlokað eigendum peningana "okkur" og hvað eftir annað vísað á ársreikninga og upplýsingaskyldur samkv.lögum þegar ég hef reynt að fá t.d. sundurliðun á skuldabréfaeignum, upphæðir gjaldeyrissamninga osfrv.
Hafa ber í huga að Guðmundur er varastjórnarmaður lífeyrissjóðsins Stafa og því eðlilegt að hann verji sig og sína með kjafti og klóm enda þekktur baráttujaxl. Guðmundur talar um þekkingaleysi sjóðsfélaga á málefnum lífeyrissjóða og get ég tekið undir það með honum að kerfið er ákaflega óaðgengilegt og illskiljanlegt þeim sem borga í það. Það er því enn einn áfellisdómur á stjórnendur sjóðanna að kynna ekki betur starf þeirra fyrir sjóðsfélögum á þeirri íslensku sem við skiljum í stað þess að notast við þung og villandi hugtök og framsetningar á stöðu þeirra sem venjulegt fólk á í erfiðleikum með að skilja og rangtúlkar vegna þess að það þekkir ekki löggiltar forsendur á framsetningum samanborið við rekstrarkostnað sem hlutfall af eignum sem er í engu samræmi við raunverulegan heildar kostnað við kerfið osfrv.
Engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá. Og dæmi hver fyrir sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.4.2009 | 09:05
Exista, Vís og viðbjóður !
Lífeyrissjóður Verslunarmanna var og er einn stærsti hluthafi Exista sem er eigandi VÍS. Hlutur LV í Exista var í 4,53% og Bakkavör í 6,77% þann 6. október rétt fyrir hrunið.
Í boði hvers eru þessar lánveitingar til fyrrverandi forstjóra Kaupþings? Það er alveg merkilegt að ekki hefur heyrst hóst né stuna frá forstjóra LV né stjórn LV um þá vafasömu gjörnunga sem enn þrífast innan stærstu fjárfestinga sjóðsins. Bakkavararbræður hafa reynt að sölsa undir sig verðmætum úr rústum Exista og þurfti ríkið að skerast í leikinn. Nú eru Exista félög að lána þessum fjárglæpamönnum stórar fjárhæðir fyrir hinum og þessum ævintýrum sem þessir aðilar hafa verið í.
Þessi viðbjóður ætlar engan endi að taka. Maður getur aðeins ímyndað sér hvað fer fram á bakvið luktar dyr stjórnarherbergja þessara félaga í skjóli getuleysis fjármálaeftirlitsins sem starfar eins og höfuðlaus her.
![]() |
200 milljóna veð í sveitasetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)