Ríki í Ríki !

Eru lífeyrissjóðirnir ríku, ríki í ríki hinna ríku og ríkið og almenningur í gíslingu sjóðanna? Hvernig lifa fyrirtækin ef neytendur hverfa?

Fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi gerir ráð fyrir 87,4 milljarða halla. Niðurskurður útgjalda verður 43 milljarðar og skattahækkanir 61 milljarður.Hvernig eiga skuldsettar fjölskyldur að þola frekari álögur á meðan kaupmáttur launa er í frjálsu falli?

Nýtum fármagnið sem er komið inn í hagkerfið með skattlagningu lífeyrisiðgjalda fyrirfram.

12% iðgjöld lífeyris og séreignasparnaður verði skattlagðir strax (ekki afturvirkt) sem skilar ríkissjóði tekjum sem jafngilda um 6% hækkun á tekjuskattstofni frá fyrsta degi, án þess að nokkur taki eftir því, tímabundið í 5 ár með stofnun lífeyrisdeildar um skattlausan sparnað.

Þessir peningar eru komnir inn í hagkerfið og gera engum gagn eins og sakir standa, því er algerlega glórulaust af ríkinu að lána lífeyrissjóðunum þessa peninga til áratuga, þegar svo illa árar. Vafalítið eiga sjóðirnir eftir að tapa þeim margfalt áður en þeim verður skilað aftur í hagkerfið. Ef þeim verður þá einhvern tíman skilað!

þetta er miklu betri leið en frekari álögur á samborgara okkar og heimilin sem eiga nóg með sitt. Kaupmáttur er í frjálsu falli og úrræði ríkisins á skuldavanda heimilanna er til háborinnar skammar. Ætlum við að þurka út margar kynslóðir af virkum neytendum? Hvað verður um fyrirtæki án viðskiptavina?

Einn þáttur hrunsins var allt of mikið fjármagn á alltof litlum markaði. Of mikið framboð á fjármagni virkaði þenslu hvetjandi á gengi hlutabréfa osfrv. í bland við glæpsamlega meðferð fárra á þessum alltof miklu fjármunum. Ef lífeyrissjóðir hefðu minna fjármagn er líklegt að ávöxtun þeirra yrði betri.

Hingað til hafa varðhundar núverandi kerfis barist gegn öllum breytingum, barist gegn gegnsæi, afnámi verðtryggingar og talið fyrirfram skattlagningu lífeyris breyta kerfinu í gegnumstreymiskerfi með gríðarlegri birgði á þá sem greiða framtíðar skatta. Þessir sömu varðhundar vilja leggja sama ríki til fé vegna framkvæmda og auka þannig skuldabyrgðina enn frekar í formi ríkisábyrgðar. Þegar uppi er staðið er um nákvæmlega sama hlutinn að ræða nema að þeir sem stjórna sjóðunum vilja stjórna framtíðartekjum ríkisins líka.

Ekki voru þeir fáanlegir til að byggja íbúðir fyrir aldraða sjóðsfélaga sem hefði komið sér vel í dag. Þeir hefðu betur hlustað á menn eins og Helga í Góu og Sigurð Oddsson verkfræðing sem skrifaði um Líf-bygg og sýndi fram á arðsemi þess að fjárfesta í húsnæði fyrir sjóðsfélaga sem lokið hafa vinnuskyldu.

Hver verður tekjuskattur eftir 30 ár? Við höfum nú þegar fengið stóran hluta af framtíðar skatttekjum ríkissjóðs lánaðar sem hafa tapast að stórum hluta.

Ávöxtun lífeyrissjóða er lögbundin 3,5% raunávöxtun samkv. lögum um skyldutryggingu frá 1998. Síðan þá hafa sjóðirnir verið ávaxtaðir með tæplega 3% raunávöxtun miðað við þeirra útgáfu af tapinu sem er ótrúverðug í meira lagi. Ávöxtun verðtryggðra innláns reikninga með binditíma hjá stærstu bönkunum þremur var að meðaltali 5,96% síðustu 10 árin. Þetta þýðir að venjulegir innlánsreikningar gáfu 100% betri ávöxtun en lífeyrissjóðirnir, með alla ofurlaunaforstjórana sem keppast nú við að fela tapið og fegra bækur í skjóli ASÍ og SA.

Lífeyrissjóðirnir,SA og ASÍ (Almannavarnir Samfylkingarinnar á Íslandi) Hafa þvertekið fyrir þessar hugmyndir.Eina rökrétta skýringin á því eru völd á kostnað almennings. Hin skýringin er sú að lífeyriskerfið stendur á það miklum brauðfótum að ef þessi leið verður farin þurfa sjóðirnir að losa verðlausar "eignir" sínar mun fyrr en ella. Í dag geta þeir notað iðgjöldin til þess að greiða fólki lífeyri í stað þess að losa ”eignir”og geta það næstu 10-15 árin. Sem gerir þeim kleyft að afskrifa tapið á útrásarsukkinu yfir jafnlangan tíma.

Lífeyrissjóðirnir hafa gagnrýnt gegnumstreymiskerfið harðlega og talið það kerfi leiða af sér stórkostleg vandræði þegar fram í sækir.

Þessir sömu lífeyrissjóðir eru nú að undirbúa stórfelldar lánveitingar með því að fjármagna verkefni á vegum ríkisins.

Með þessu erum við að lána sjálfum okkur peninga sem við þurfum að borga í formi skatta þegar fram í sækir. Þessar framkvæmdir verða gerðar með bakábyrgð ríkisins og eru í raun fáránlegur feluleikur við raunveruleikan. Lífeyrissjóðirnir geta alveg eins lánað ríkinu peninga og ríkið framkvæmt.  

ASÍ vill ekki réttláta leiðréttingu höfuðstóls húsnæðislána nema setja á afskriftareikninga í nafni þeirra sem skulda. Þetta er gert svo að samfylkingin geti haldið sínum plönum við AGS í þeirri trú að við fáum flýtimeðferð inn í Evrópusambandið. Ekki hefur ASÍ gagnrýnt hundruð milljarða greiðslur ríkisins í peningamarkaðssjóðina og enn síður skattaálögur sem hækka höfuðstól húsnæðislána.Afskriftir skulda skekkja blekkingarmyndina sem stjórnvöld hafa málað fyrir AGS og ESB. 

ASÍ treystir því að lífeyrissjóðirnir nái góðri ávöxtun næstu 40 árin og leggja allt undir með töfralausnum evópusambandsins án þess að útskýra sérstaklega hvernig þær töfralausnir töfra okkur frá skuldavandanum. Geta evran og ESB látið erlendar skuldir okkar og jöklabréfavandan hverfa? Ríkið greiðir 5,5% vexti af Icesave en lánar lífeyrissjóðunum framtíðar skatttekjur á innan við 3%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eins og þú leggur þetta upp Ragnar þá er þetta svo einföld lausn að líklega verður hún hlegin út af borðinu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá nokkurn mann til að sleppa hendinni af peningum sem færa honum vald.

Árni Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér með að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslurnar strax, það verður ekkert til að skattleggja síðar.  Ástæðan er einföld, hún er sú sama um allan hinn vestræna heim, þetta kerfi verður hrunið í síðastalagi 2016 og til þess þarf ekki atburði að hætti Íslands.

Kvet þig til að kynna þér bókina Prophecy eftir Robert Kiyosaki sem skýrir það hvers vegna þetta kerfi er dauðadæmt.

Magnús Sigurðsson, 9.10.2009 kl. 17:10

3 identicon

Makaskipti á eignum

Innlent - föstudagur, 30. janúar, 2009 - 06:51

Forstjórar Existu skráðu eignir á maka fyrir bankahrunið. Bankamenn komu eignum í skjól

existaforstjr.jpgBáðir forstjórar Existu, aðaleiganda Kaupþings þar til bankinn féll, skráðu íbúðarhús sín á maka sína í kringum hrun fjármálakerfisins í haust. Hið sama gerðu þó nokkrir aðrir bankamenn um svipað leyti.

Nokkrum dögum fyrir bankahrunið eða 25. september afsalaði Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu og formaður Viðskiptaráðs, sér sínum hluta í húsinu við Auðarstræti og færði yfir á konu sína. Fáeinum vikum síðar, hinn 20. október, gerði hinn forstjóri Existu, Sigurður Valtýsson, það sama og afsalaði sér sínum hluta í húsinu í Iðalind og lét skrá á konu sína.

Fréttablaðið segir frá þessu í dag.Blaðið rekur fleiri dæmi um slíkt háttalag. Fram kemur að forstjóri MP verðbréfa , Styrmir Þór Bragason, hafi einnig skráð hús sitt og konu sinnar á hennar nafn. Það hafi hann gert sama dag og Geir Haarde forsætisráðherra bað guð að blessa Ísland í frægu sjónvarpsávarpi. Frá og með 6. október hafi hús þeirra við Bakkavör verið skráð á eiginkonu Styrmis.

Fréttablaðið segir að svo virðist sem fleiri sem tengist fjármálaumsýslu hafi viljað breyta eignarhaldi á íbúðarhúsum sínum í kring um fall bankanna. Um tveimur vikum fyrir hrunið hafi Stefán Hilmarsson fjármálastjóri Baugs skráð hús sitt á Laufásvegi á náinn ættingja. Hinn 18. september hafi hann fært húsið af sínu nafni á einkahlutafélagið Vegvísi. Skráður eigandi þess sé móðir Stefáns. Fréttablaðið nefnir í þessu sambandi að aðilar tengdir Baugi hafi haft mikil ítök í Glitni.

Í fréttum Sjónvarpsins í fyrrakvöld var upplýst að sjö millistjórnendur hjá Kaupþingi hafi um og eftir bankahrunið skráð hús sín á nafn makans.

Enginn þeirra manna sem Fréttablaðið nafngreinir treysti sér til að ræða við blaðið og úrskýra þessi viðskipti.

Rannsakar meint brot sonar síns!!!!!  

Auðarstræti 3 Reykjavík,
Hús í eigu fyrrverandi forstjóra Existu Erlends Hjaltasonar en nú í eigu eiginkonu hans. Á eigninni hvíla c.a. 6 milljónir króna, sérstakur kaupmáli var gerður 5. nóvember 2008. Bifreiðin VT-M36 er einnig veðbandalaus en þó skráður á fyrrverandi forstjóra Existu. Einnig má geta að jörðin Höfði II og allar fasteignir á umræddri jörð hafa verið afsalaðar á eiginkonu Erlends skv. FMR í maí 2009.

Iðalind 2 er nú í eigu eiginkonu Sigurðar Valtýssonar fyrrverandi forstjóra Existu. Einbýlishús í Garðabæ og engar áhvílandi skuldir eru á eigninni, sérstakur kaupmáli gerður 20. október 2008 rétt eftir bankahrunið mikla.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ragnar og takk fyrir að vilja vera bloggvinur. Ég var að vonast til að þú gæfir kost á þér í formann VR því mér leist svo vel á málflutning þinn um þau mál á sínum tíma. Þú átt framtíðina fyrir þér en við þessi eldri eigum ekki eins auðvelt með að bíða.

Ég er alveg sammála þessu með að taka bara skattinn strax og spara sér einhverjar lántökur með því. Ég tel það sársaukaminnst fyrir alla.

Ég hef líka löngu áttað mig á því að þjóðin á að kikna undan skuldaklafa og hörmungum til að hægt sé að svínbeygja hana inn í ESB. 

Þessi staða er bara sýnishorn af því sem koma skal ef við endum þar.

Takk fyrir góðan pistil kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.10.2009 kl. 20:22

5 identicon

En Kolbrún það er almenn ánægja með nýja formanninn, Kristinn Örn.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 10:37

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk fyrir góða grein og skelegga.

 Menn verða að fara að gera sér grein fyrir, að til þess, að byggja þjóðfélag, verða menn að hafa byggingakubba = Fjölskyldur.

Verið er að ráðast að hag fjölskyldna á landi okkar í hverri viku og stóð svangra hýena leggjast á veiklaða fyrirvinnur og naga að beini.

Breytinga er þörf og mín trú er, að stefnumið Sjálfstæðisflokksins eins og þau voru hér fyrrmeir með aðaláherslu á hag heimila er lykillinn.

Allt EES og shengen bull og félagsfræði allir eru vinir í skóginum á bara ekki við.

Takk aftur fyrir góað grein.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.10.2009 kl. 12:59

7 identicon

Ég sé ekki betur en þetta sé raunhæf hugmynd. Annarleg sjónarmið hljóta að ráða því að lífeyrissjóðirnir eru þessu andsnúnir.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:11

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit og athugasemdir.

Árni

Rétt, ætli þetta sé ekki of einföld hugmynd til að hægt sé að framkvæma hana.

Magnús

Sammála! Ég ætla að kíkja á þessa bók. Er að klára bók sem heitir a random walk down walstreet sem er mjög góð.

Sveinbjörn

Ágætis innlegg en sé ekki hvað þetta kemur skattlagningu lífeyris við.

Sæl Kolla

Takk sömuleiðis. Ég held að við séum sammála um það að núverandi stefna stjórnvalda og óbreytt afstaða þeirra varðandi AGS og ESB stefni okkur fram af klettabrúninni, framhjá öllum vörnum. Það á ekki einu sinni að taka af okkur mesta fallið.

Sæll Bjarni

þakka innlit. Þú ert einn þeirra sem skilur upprunalega,ómengaða hugsjón sjálfstæðisstefnunnar, ekki brenglaða túlkun efnishyggjuöfganna.

Sveinn

Hugmyndin er meira en raunhæf en verð því miður að taka undir með þér að annarleg sjónarmið munu ekki vinna henni brautargengi. Ég held að það sé útilokað að lífeyris varðhundarnir éti hatta sína úr því sem komið er.   

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.10.2009 kl. 14:02

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll Ragnar, ég roðna.

Innihaldið er ljóst og liggur fyrir í öllum skrifum okkar varkáru foringja sem fóru að grunngildum afar fornum og skildu innihald mennskunnar.

Þakka einnig frábæra frammistöðu í Silfrinu.

Haltu fast í hugsjónir um að verður sé sá sem vinnur að velferð sinna nánustu af heilindum og ósérhlífni. 

Hafi menn það að ljósi ferðar sinnar í gegnum lífið, er ekkert sem getur afflutt hina göfugu rikt.

Með virðingu

Miðbæjaríhaldið

óþekkur að vanda

Bjarni Kjartansson, 11.10.2009 kl. 21:12

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góð vísa er aldrei of oft kveðin.

ASÍ treystir því að lífeyrissjóðirnir nái góðri ávöxtun næstu 40 árin og leggja allt undir með töfralausnum evópusambandsins án þess að útskýra sérstaklega hvernig þær töfralausnir töfra okkur frá skuldavandanum. Geta evran og ESB látið erlendar skuldir okkar og jöklabréfavandan hverfa? Ríkið greiðir 5,5% vexti af Icesave en lánar lífeyrissjóðunum framtíðar skatttekjur á innan við 3%.


Enginn á meginlandinu veðjar á 40 ár,  30 ár að meðaltali hefur dugað hingað til.

Um 1980 fór verðbólga upp í um 20% í USA  og Ráðmenn heimsins eru búnir allt hvað þeir geta til tefja grundvöll allrar kauphallarstarfsemi.

6000 miljarðar skipta milli sín jarðarkringlunni á dag. Það fór ekki mikið fyrir ASÍU fyrir 20 árum þegar íbúatalan mun hafa verið 4000 milljarðar. Hvernig halda sumir Íslendingar að hægt sé að slíta Ísland úr samhengi við umheiminn þegar þeir eru að tala um ávöxtun. Allt bendir til að tekjur að meðaltali jafnist og lækki í heiminum. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að verðmætaþynna varning. 

Evrópska Sameiningin er samvinna um  samkeppnigrunn ofan á hverjum öll Meðlima-Ríkin bera ábyrgð á sínum Efnahag og er á fulli í innri samkeppni. 

Öll ríki EU vilja fjárfestingar þau sem eru ríkust hafa að sjálfsögðu forgang.  Allir þjóða fjármálageirar innan EU eru í Samkeppni engin þeirra er skyldugur til að byggja upp geira hinna þjóðanna. Lettar, Pólverjar, Albanir, Portúgalar eru allt meginlands Ríki með langasögu og standa nær í huga flestra EU íbúa en eysvæði utanútjaðars EU, með enga fulliðnarframleiðslu og kostnað af hlutfallslegast stæðasta fjármálageira eftir endurreisn.

Álverið er frumvinnslustaður fyrir Innflutning Þjóðverja og Hollendinga  sem kaup 94% framleiðslunnar til fullvinnslu. Alþjóðasamfélagið lítur ekki þennan rekstur upprunnin á Íslandi.   Þótt hann líti vel út í Íslenskum Hagtölum. Leiti Þjóðverjar og Hollendingar annað eftir bræddu áli þá er ekki víst að Álverið verði hér áfram. Viðgetum reynt að auka auka útflutningsverðmæti sjávar fangs sem er um 60% útflutnings þegar  Álið eða sem sem er talið um 95% iðnar er sleppt. Hinn 40% eru seldir notaðir bílar, flugvélar og Skip að mestu leyti.

Þegar EU stjóraskráin fer að virka að fullu, er allt sem þeir skilgreina uppstöðu hráefni og 1.vinnslustig þeirra hluti samkeppni grunns fullvinnslunnar ásamt orku. Miðstýring deilir svo út kvótum og lámarkar verð og bíður út dreifingu til stórborganna sem allar byggja á stórum heimamarkaði margra héraða í fullframleiðslu heildarinnar. Við erum að fara þarna inn þá verðum við að sætta okkar við þann stöðuleika sem okkur verður úthlutað.  Þjóð sem á enga  stór fullframleiðsu  á enga gróðavon í lokaðri innri samkeppni Meðlima ríkja EU. EU sjálft sem heild að berast í bökkum í samkeppni við USA, Kína, Indland, Kanada, Ástralíu, Rússland, Brasilíu, Nígeríu,.....

Þeir sem ekki geta bjargað sér sjálfir éta það sem úti frýsi það vita megnlandsríkin svo sem Lettar.

Gegnumstreymiskerfi er í Þýskalandi sem eru einna bestir í að gera 30 ára spár í EU. Það virkar best ef fólksfjöldi eykst ekki hratt og skilvirkni og afköst þeirra vinnandi við raunverulega verðmæta sköpun eykst. Fjölgun fullframleiðslna og tækni.   Nóg er af húsnæði hér næstu öldina. 

Hér hafa menn miðskilið EU og lagt ofurkapp á að fjölga íbúum til að búa til Hagtölur sem sýnast vera þroskað Hagstjórnarkerfi við fyrstu sín.

Frakkar og Þjóðverjar t.d. frá 1957 hafa lagt áherslu á sjálfbærni stöðva fjölgun í höfuðborg og styrkja undirhöfuðborgir og staði í héröðum til að fá fram sem mesta arð að landsvæðinu öllu segja þeir. Fjölga atvinnutækifærum og þátttakendum í samkeppni.

Málið er að fjarlægðin ein sér gerir kröfu um íbúatölu minnst 3 milljónar til að standa undir EU hagstjórnamódelinu.

EU eru sjálfstæðar efnahagslögsögur hver með sinn eigin ríkisborgarrétt og mikið sjálfstjórnarvald.  Stærðir rekstrareininga eru hér allof stórar í hlutfalli við efnahagslögsöguríki EU til þess að EU virkni heimamarkaðar skili sér.

Lúxemborg fékk hlutverk og henni var úthlutað Fjárfestingarbanki EU ásamt mörgum Enskum, Frönskum, Þýskum Bönkum. Menn segja það til höfuðs Sviss.  Hugmynd ráðmanna um tortóluna Ísland hún er dauð og tröllum gefin og ávöxtuninn sem átti að fylgja henni.

Júlíus Björnsson, 12.10.2009 kl. 19:31

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

með enga fulliðnarframleiðslu og kostnað af hlutfallslegast stærsta fjármálageira eftir endurreisn.

Júlíus Björnsson, 12.10.2009 kl. 20:07

13 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sveinbjörn!

Stundum átta ég mig ekki á því hvor ykkar bræðranna er að skrifa. Vinsamlega látið hann Águst í friði, ég skil ekki hvað hann hefur eiginlega gert ykkur.

Júlíus

Þó svo ég þurfi að lesa athugasemdir þínar (stundum) tvisvar yfir, þá eru sjaldnast merkilegri innlegg í bloggskrif. Hef alltaf sem fyrr ótrúlega gaman af pælingum þínum og röksamri sýn á hlutina.. 

Takk fyrir mig.

Kveðja

Ragnar  

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.10.2009 kl. 23:19

15 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Sæll Ragnar, S.Ragnar hér. Sveinbjörn er ekki að blogga, hann er á fullu í kristniboðsstarfi hjá veginum. Ef maður má ekki gera myndbönd til að lyfta sér upp, hvað má maður þá? Geturðu hringt í mig. Ég er hættur með öllu að næturblogga.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 15.10.2009 kl. 17:26

16 identicon

21.10.2009

Engin siðbót í VR-svik við kjósendur L-listans.


Ég sat fyrir framan tölvuna mína s.l. haust.   Í fréttum var það helst að íslenska bankakerfið var á leið á haugana og Gunnar Páll Pálsson formaður VR, hafði tekið þátt í afskriftum lykilmanna og stjórnenda Kaupþings banka,
vegna skuldbindinga þeirra við hlutabréfakaup í bankanum. Gat það verið að formaðurinn sjálfur sem stóð fyrir því að skapa nýtt slagorð fyrir stærsta verkalýðsfélag Íslands, VIRÐING-RÉTTLÆTI, hafði tekið þátt í að afskrifa skuldbindingar bankaklansins á Íslandi með undirskrift sinni 25. september 2008 ? Já svo reyndist vera.

"Kristófer, hvar fæ ég gjallarhorn ? " sagði ég við starfsfélaga minn, Kristófer Jónsson. Nokkrum klst. síðar vorum við komnir uppað húsi Verslunarinnar og kölluðum í gjallarhornið  Klanið burt .
 
Við kölluðum til stærsta félagsfundur í VR eða um 600 manns sem komu og vildu lýsa yfir mikilli óánæju með athæfi Gunnars Páls og hvernig forysta VR bakkaði upp formann VR.

Markmið okkar Kristófers  var að félagsmenn fengu kosningarétt í félaginu og stjórn og formaður yrðu að víkja.  Það hafðist að lokum.  Í fyrsta sinn í sögu VR, fengu félagsmenn kosningarétt !   Ég er stoltur af því sem við Kristófer náðum að gera.  Okkur tókst að fella VR klanið og koma hinum almenna  félagsmanni að í  VR.

Síðar áttum við báðir, (ég og Kristófer),  eftir að tapa vinnunni okkar hjá Steypustöðinni-Mest vegna okkar afskipta til forystu í VR. Við  settum saman lista sem var nefndur   L-listinn,  listi gagnsæis og siðbótar fyrir hag hins almenna félagsmanns í VR.  Við söfnuðum 90 manns á listann og buðum fram í nafni L-listans.  Ég var formannsefni, við buðum 7 aðila til setu í  stjórn og   82 aðila  í trúnaðarmannaráð VR.

Allir komust inn nema ég og Kristófer.  Markmið okkar voru m.a., opna félagið fyrir félagsmenn, opna bókhald félagsins og bæta kjör félagsmanna.  Kannski erum ég og Kristófer ekki nógu klárir til forystu hjá VR,  en hitt veit ég þó,  við hefðum ekki látið afvegaleiða okkur frá stefnunni og markmiðunum að opna félagið fyrir félagsmenn.     

Í dag er búið að loka félaginu og VR er enn lokaðra en áður.     Þar innandyra ríkir mikið kaós,  formaðurinn sem sagðist ætla að hafa fundi stjórnar á netinu  aðgengilegt fyrir félagsmenn VR, hefur lokað félaginu endanlega.  Jafnvel á hinu háu Alþingi Íslendinga er sjónvarpað beint frá fundum, en hjá VR er skrifað undir þagnareið stjórnarmanna, svo hinn almenni félagsmaður fái aðeins að sjá almenna dagskrá, þar sem ekkert er nema helst skrifað, afsakið hlé.

Í dag fylgist  ég með fyrrverandi og núverandi félögum  í L-listanum gjörsamlega kóa með VR klaninu. Loforðin  til að opna félagið og bjóða félagsmönnum uppá gagnsæi og siðbót er ekki til staðar.   Á þriðja fundi nýrrar stjórnar kvittuðu allir þeir sem voru á listanum mínum, L-listanum um að beita félagsmönnum engan aðgang og upplýsingar  að störfum stjórnar VR.  VR  er jafnvel lokaðra í dag en undir  stjórnartíð Gunnars Páls !

Þetta kalla ég svik við kjósendur L-listans.

Mín lokaorð til  L-listans eru: Þetta hafðist í kosningunum með mikilli vinnu og dirfsku. Margir unnu óeigingjarnt starf til að svo það mætti verða,  þetta voru jafnmargir aðilar og fingur vinstri handar minnar-ég er með fimm fingur.

Þess ber að geta ári eftir að við risum upp, hefur ekkert komið frá VR, stærsta verkalýðsfélagi landsins. Kjaraskerðing,  eignabruni eigna fjölskyldna er að rústum kominn og nýtt fólk í VR horfir á og kóar í átt til klansins.

Búið er að afvegaleiða upplegg L-listans frá markmiðum sem snérust um að opna VR fyrir félagsmenn.  L-listinn og gamla stjórnin í VR, hafa lokað félaginu og ákveðið að kóa með gamla VR klaninu , allt fyrir það að fá að sitja áfram í stjórn í VR og svíkja félagsmenn sína-skammist ykkar L-listi. 

Lúðvík Lúðvíksson.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband