Geta stjórnendur fyrirtækja keypt sér óflekkað mannorð?

Eftir að við gerðum athugasemdir og kærðum til FME, skipun Brynju Halldórsdóttir í Stjórn Lífeyrissjóð Verslunarmanna, eftir að hún sat í stjórn gamla Kaupþings og bar þannig ábyrgð á einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar, hefur hún í kjölfarið sagt sig úr stjórn LV..

Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Kristinn Örn formaður VR lagði mikla áherslu á að Ragnar Önundarson yrði skipaður stjórnarformaður LV. Við vorum nokkur í stjórninni sem töldum þessa skipan vera glórulausa enda vissum við ekkert um manninn né áherslur hans og afstöðu til bankaleyndar svo fatt eitt sé nefnt, í ljósi þess að krafa félagsmanna var gegnsæi í fjarfestingum sjóðsins.

Hver er Ragnar Önundarson?

Ragnar Önundarson var áður framkvæmdastjóri Kreditkort hf, sem varð svo Borgun hf.  Hann, ásamt Halldóri Guðbjarnasyni, voru höfuðpaurarnir í stærsta viðurkennda samkeppnislagabroti Íslandssögunnar og gæti verið vafasamt að maður með þennan afbrotaferil sé ráðinn eða skipaður sem formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.  Auðvitað er batnandi mönnum best að lifa, en það er rétt rúmlega ár síðan hann var látinn víkja sem framkvæmdastjóri frá Borgun vegna samkeppnislagabrotana. 

Þar sem samkeppnislagabrotin voru viðurkennd lögbrot, setur það spurningarmerki við hæfi stjórnarformannsins.  Sáttin sem náðist við Samkeppniseftirlitið fólst í því að kortafélögin greiddu 735 mkr. sekt, m.a. gegn því að Samkeppniseftirlitið sendi málin ekki áfram til ríkissaksóknara, að öðrum kosti hefði ríkissaksóknari líklega ákært stjórnendur og ábyrgðarmenn, sem hefðu yfir höfði sér hugsanlega fangelsisvist.  Með því að viðurkenna brotin og greiða háar sektir, sem voru greiddar úr sjóðum fyrirtækjanna og eigenda þeirra (viðskiptabankanna), fengu einstaklingarnir aflausn synda sinna og geta nú komið sér fyrir á ný í ábyrgðarstöðum. 

Geta stjórnendur fyrirtækja notað almannafé til að kaupa sig frá persónulegum ákærum og dómum og fengið óflekkað mannorð í kaupbæti?

Það sem vekur upp spurningar, er að Kristinn Örn formaður VR treysti þessum manni 100% til að fara með eftirlaunasjóð okkar og gerir enn. Kristinn vissi af þessu máli þegar hann skipaði Ragnar Önundarson sem stjórnarformann LV en lét stjórn VR ekki vita af vafasömum bakgrunni hans.

Ragnar Önundarson hefur neitað sjóðsfélögum um sjálfsagðar upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins og telur okkur vera að biðja sig um að fremja lögbrot, þrátt fyrir álit FME sem styður þessa upplýsingagjöf og telur hana þjóna hagsmunum sjóðsfélaga fyrst og fremst. 

Það er greinilega ekki sama hver biður Ragnar Önundarson um að brjóta lög! 

Upplýsingar um sáttina sem gerð var eftir samkeppnislagabrot Ragnars eru hér:

http://www.samkeppni.is/samkeppni/upload/files/samkeppniseftirlit/akvardanir/2008/akvordun4_2008_brot_greidslumidlunar_hf.-_kreditkorts_hf._og_fjolgreidslumidlunar_hf._a_bannakvaedum_samkeppnislaga.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Er búið að endurtaka beiðnina eftir að úrskurður FME var birtur.  Ef svo er, er augljóst að leggja á fram skriflega úrskurð FME og ósk um að Ragnar geri grein fyrir því hvaða lög hann telji að hann sé að brjóta með því að upplýsa sjóðfélaga um fjárfestingar sjóðsins.     Maðurinn er augljóslega gersamlega vanhæfur og ætti að sitja inni - 350 milljónir er ekki nóg fyrir mannorðið og hreint sakavottorð.       Ef hann kæmist á þing og fengi uppáskrift Ólafs forseta  til viðbótar væri e.t.v. hægt að samþykkja að þarna færi afreksmaður sem mætti hvítþvo!!!

Ragnar Eiríksson, 27.9.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ragnar Þór Ingólfsson.

Ég hef sagt það áður ég mun ekki skipta mér af þessum sjóð ykkar því þetta er ekki minn sjóður og hef ekki kynnt mér þau mál til hlítar. Hinsvegar er það alvarlegt mál þegar sjóður eins og lífeyrissjóður Verslunarmanna skuli tapa hundriði miljóna króna á viðskiptum við bankana sem þá voru starfandi.

Ragnar Þór Ingólfsson þú verður að svara þínum erindum sem formaður sjóðsins segir og þinn formaður tekur undir í blaðagreinum sem segja að þú farir með rangt mál. Þjóðin þarf á þessum upplýsingum að halda hvernig hefur verið farið óvarlega með sjóðinn ykkar.

Ég hef sjálfur sent erindi inn til FME það þurfti opið bréf til að svör bærust. Enn svarið sem ég fékk var ekki viðunnandi því skrifaði ég annað bréf það bréf er nú til umsagnar hjá FME.

Ég vara við sleggjudómum um mál og málefni enn það rétta verður að koma í ljós það er mál sem þjóðin þarf að vita um. Hvort að menn brjóti lög og reyni síðan að hylja þá niðurstöðu það eitt er mjög alvarlegt að mínu áliti.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.9.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Sæll Ragnar, S.Ragnar hér. Er möguleiki á að þú birtit kæruna á blogginu þínu, í heilu lagi?

 Hvað eruð þið að kæra nákvæmlega?

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 27.9.2009 kl. 21:33

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli svona aflátsbréf séu seld eftir viðurkenndri verðskrá?

Árni Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 22:45

5 identicon

Sæll Ragnar.

Þetta er flott barátta hjá þér. Auðvitað að Ragnar Önundarson ekki að koma nálægt peningum eða stjórn fyrirtækja eða sjóða.

Við skulum ekki heldur gleyma því að Halldór Guðbjarnarson er tengdapabbi Jónasar Fr.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:55

6 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll Árni,

Ja, hér í eina tíð voru þau mæld í skattfrjálsum flöskum af árgangsvínum - eða var það fyrir tíð Johnsens - ég hef alla vega þá trú að Ólafur verði erfiðari viðfangs en 3 gegnbláir sjálfstæðismenn, hann gæti jú misst mannorðið forsetinn!!!!!!!!!!!!

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 28.9.2009 kl. 00:34

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Maður er ávalt sammála því sem kemur frá þér & t.d félaga Árna sem segir réttilega: "Þetta er flott barátta hjá þér. Auðvitað að Ragnar Önundarson ekki að koma nálægt peningum eða stjórn fyrirtækja eða sjóða."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 28.9.2009 kl. 09:10

8 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Það, hve ástand Íslands er orðið flókið, stafar af því að stjórnmálaflokkarnir krefjast stöðugt tryggingar fyrir því að almenningur ráðist ekki á samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna. Því brenna eignir almennings upp, gjaldborg fjármagnseigenda var tryggð í boði fjórflokksins. Gerendur geta og vilja ekki borga skaðann, almenningur skal greiða fyrir sukkið, sama hvað það kostar, nema ef vera skyldi að fjórflokkurinn myndi missa völdin. Því er verkið ærið, leggja þarf fjórflokkinn að velli. Það verður gert með óeirðum og byltingu. Það er eina von almennings að hér verði stokkað upp og gefið á garðana af sanngirni. Stefnum á að það verði afgreitt fyrir árið 2010.

Útaf hverju vilja fjórflokkarnir semja um Icesave, sama hvað það kostar Íslendinga? Þá komast þeir hjá því að hingað streymi inn eftirlitsaðilar og rannsóknateymi frá Bretum og Niðurlendingum. Fjórflokkurinn að X-V undandskildum, þolir þá skoðun og rannsókn ekki.

Banka eigendur og vissir útrásarvíkingar væru þá fljótlega benslaðir fyrir aftan bak og leiddirfyrir dómara og dæmdir. Fjórflokkurinn vill það ekki. Þá er hættan við því að fjórflokksmúrinn hrynji.

Íslenska bankakerfið var notað af peningaelítiunni Evrópu, síðan voru íslensku bankarnir hent út af sporinu á miðri leið. Bankarnir voru komnir í skortstöðu, þess vegna fara menn og bankar í ólögleg viðskipti, því enginn trúði því að þeir gætu fallið. Margir íslenskir bankamenn hafa þó stórefnast á falli þeirra, en leika sig illa farna fyrir framan íslenska þjóð. En þjóðin situr uppi með skuldir þessara óreiðumanna. Þeir sömu óreiðumenn hafa tangarhald á fjórflokknum og þess vegna er rannsóknin vonlaus og bitlaus og án allra markmiða, sem ættu að vera,  þeir sem frömdu glæpi, fara á bakvið lás og slá og peningum sem undan hafa verið komið, skulum við ná í.

Því þarf að fá hér erlent rannsóknarteymi, sem koma að eigin verðleikum að rannsaka svindlið og leita þeirra peninga sem búið er að stinga undan og fangelsa gerendur.

Ekki greiða Icesave, fáum rannsakendur frá Evrópu til að velta við hverjum steini, þá fyrst verður hægt að segja og standa við, You aint seen nothing yet.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 28.9.2009 kl. 17:51

9 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - sem og, þið aðrir hér á síðu !

Lífeyrissjóða kerfinu; á að farga, í eitt skipti fyrir öll, og iðgjaldendur fái sína fjármuni endurgreidda, til ráðstafana, á eigin forsendum - ekki gengur, að stríðala Lénsherra fígúrur þær, sem sjóðunum veita forstöðu - og; hafa frumstæðari þankagang til að bera, en þeir Indversku Maharajar, hverjir bornir voru á gullstólum, á sinni tíð, af hálfu lágstéttanna, austur þar.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 01:26

10 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Hér er beitt ritskoðun. 

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 6.10.2009 kl. 14:25

11 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

En samningaklan Icesave?

Helst dettur mér í hug að samninganefndin á vegum Samfylkingar og Vinstri Græna hafi á  fundum við Breta og Niðurlendinga fallið í "ástandið". Talað var um að íslenskt kvenfólk hafi lekiðasdisran.jpg niður af hamingju og hrifningu við Bretann á stríðsárunum og síðar við Kanann, sumt kvenfólk hafi fallið í "ástandið" og ekki litið við íslenskum karlmönnum eftir þau kynni. Aðrir töluðu síðar um kanamellur. Mér dettur helst  í hug að Svavar Gestsson sé einhverskonar samningamella fyrir hönd Samfylkingar og Vinstri Græna. Féll Svavar og samningaklanið  í "ástandið" ?

Hvers vegna að senda uppgjafa stjórnmálafólk út að semja um eigin afglöp.  Almenningur þarf síðan að  borga brúsann? Þarf Jóhanna ekki að biðjast afsökunar?

Hefði samninganefnd sbr. Kári Stefánsson og Ásdís Rán  ekki barið í borðið og sagt, nei við borgum ekki ? Ég spyr.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 6.10.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband