Hver lánaði hverjum og hvað mikið?

Endurbirti hér grein um lánveitingar Lífeyrissjóðs Verslunarmanna til Skipta, Móðurfélags Símans. Greinina skrifaði ég í júlí 2009, meðfylgjandi eru skuldabréfaútgáfurnar í þessum verðlausu félögum. 

Sama fólkið semur um skuldina og lánaði peningana okkar.

Eiga Bakkavararbræður eftir að standa skil á skuldabréfi sem þeir gáfu út fyrir Skiptum (síminn)? Bréfið heitir Simi 06 1 og er 15 milljarða kúlulán sem selt var í lokuðu útboði. Gjalddaginn er einn og er í apríl 2014. Sjá viðhengi.

Í viðhenginu má einnig sjá að óefnislegar eignir (viðskiptavild) félagsins er 58,5 milljarður.

Hverjar eru líkurnar á því að Skipti (Síminn) fari í nauðasamninga árið 2014 ?

Stjórnarmeirihluti VR hefur alfarið hafnað þeirri tillögu minni að skoða gjaldeyrissamninga og lánveitingar sjóðsins til félaga tengdum Bakkavararbræðrum. Formaður VR Kristinn Örn Jóhannesson telur þessi mál ekki koma okkur við.

Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna hefur einnig hafnað allri skoðun en Stjórnin er nú að ganga frá nauðasamningum við sömu menn og komu landinu okkar á hliðina.

Stjórnarmenn fyrir hönd félagsmanna VR eru: Ragnar Önundarson sem var annar höfuðpaurinn í einu stærsta samkeppnislagasvindli Íslandssögunnar sem kennt er við kreditkortasvindlið.

Ásta Rut Jónasdóttir varaþingmaður framsóknarflokksins, Varaformaður VR og stjórnarmaður í ISAVIA.Stefanía Magnúsdóttir Stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ og Benedikt Vilhjálmsson stjórnarmaður í VR.

Þau bera við þagnarskyldu og bankaleynd aðspurð um hversu mikið af lífeyri félagsmanna okkar var mokað í félög tengdum Bakkavararbræðrum. Stjórnarmeirihluti VR hefur einnig hafnað allri skoðun á málinu.

Það er svolítið skrítið í ljósi þess að sjóðurinn mátti aðeins fjárfesta í skráðum skuldasbréfum í kauphöll íslands. Heildar skuldir þessara félaga eru ekkert leyndarmál og eru aðgengilegar á netinu. Sjá viðhengi. En þar er hluti af skráningarlýsingum skuldabréfanna sem sjóðurinn fjárfesti í.

Við vitum hvað fyrirtækin skulda en megum ekki vita hversu mikið VIÐ lánuðum þeim af OKKAR peningum.

Hvað er verið að fela?

Bakkavararbræður hafa ekki staðið skil a einni einustu skuldabréfaútgáfu sem þeir hafa gefið út. Þær eru annað hvort í vanskilum,endurfjármögnuð eða breytt í (verðlaust) hlutafé.

Félög þeirra hafa svo verið margsektuð af kauphöll íslands fyrir gróf brot á upplýsingaskildu, Exista, Bakkavör.

Og enn voru þeir sektaðir sektir hér og Hér.

Hvað fær stjórn VR og stjórnarmenn okkar í lífeyrissjóðnum til að trúa því að þessir menn komi til með að standa við gerða nauðasamninga? Hvaða hagsmunir og sjónarmið liggja raunverulega að baki.

Sama fólkið semur um skuldina og lánaði peningana okkar.

Eiga Bakkavararbræður eftir að standa skil á skuldabréfi sem þeir gáfu út fyrir Skiptum (síminn)? Bréfið heitir Simi 06 1 og er 15 milljarða kúlulán sem selt var í lokuðu útboði. Gjalddaginn er einn og er í apríl 2014. Sjá viðhengi.

Í viðhenginu má einnig sjá að óefnislegar eignir (viðskiptavild) félagsins er 58,5 milljarður.

Hverjar eru líkurnar á því að Skipti (Síminn) fari í nauðasamninga árið 2014 ?

 

Tengslin.

Meðal stærstu skuldara Kaupþings voru félög tengd tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna. 

Getur verið að félög þeim tengdum hafi fengið ótakmarkaðan aðgang að fjármagni í staðin fyrir að lána stærstu eigendum Kaupþings,Existu,Bakkavarar og Skipta sem voru langstærstu skuldrara lífeyrissjóðs Verslunarmanna

Stærstu skuldarar LV eru sem hér segir.

1.Skipti (síminn)

2.Bakkavör 

3.Landsvirkjun

4.Exista ( búið er að afskrifa töluvert af skuldum Existu sem líklega útskýrir 4 sætið.)

Lífeyrissjóður Verslunarmanna gerir langstærstu kröfuna í Kaupþing af öllum lífeyrissjóðunum.

Krafan nemur kr. 13.537.201.848,- eða tæpir 13,6 milljarðar. Sem er helmingi hærri upphæð en kröfur næstu sjóða á eftir.

Tengslin:

Gunnar Páll Pálsson

Fyrrverandi:Formaður VR,Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.,Stjórnarmaður í Kaupþingi,Lánanefnd Kaupþings.

Eiginkona Gunnars Pals

Ásta Pálsdóttir

Er Lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi og er skráð á innherjalista hjá FME sem slíkur.

Fjölskylda hennar á og rekur Atafl, gömlu keflavíkurverktaka. Atafl samsteypan sem fékk 50 milljónir Evra eða yfir 9 milljarða lán í gegnum Íslandsverktaka og tengd félög fra Kaupþingi samkvæmt lánabók.

Ásta Pálsdóttir er systir Bjarna Páls stjórnarformanns Atafls sem er þá mágur Gunnars Páls sem sat í lánanefnd bankans, stjórn og var stórnarformaður LV og formaður VR.

Þorgeir Eyjólfsson

Fyrrv.forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Framkv.stjóri eða Managing Director, Nasdaq OMX Nordic Exchange group.

Eiginkona Þorgeirs er Sigríður Kristín Lýðsdóttir starfsmaður hjá Kaupþingi.

Sonur Þorgeirs Lýður Þorgeirsson er sérfræðingur á fyrirtækjasviði Kaupþings.

Dóttir Þorgeirs Guðrún Þorgeirsdóttir er framkv.stjóri áhættustýringar hjá Existu og vara stjórnarmaður hjá Lýsingu.

Þau voru á lista morgunblaðsins yfir þá aðila sem fengu niðurfellingu á ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa.

Víglundur Þorsteinsson

Fyrrv.stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og eigandi BM-Vallár.

Fékk 62,2 mlljónir Evra eða um 11.2 milljarða í lán frá Kaupþingi samkv. Lánabók.

BM-Vallá hefur ekki skilað inn ársreikningum til ríkisskattstjóra síðan 1995 og er komið í greiðslustöðvun.

Sjá ársreikningaskrá.

Er BM-Vallá í lánabókum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna?

En það hlýtur að vera ein af forsendum lánshæfi fyrirtækja ásamt því að þurfa að standa skil á slíkum gögnum samkv.lögum.

Helga Árnadóttir Forstöðumaður Rekstrar- og fjármálasviðs VR er tengdadóttir Víglundar Þorsteinssonar. Hún er varamaður í stjórn lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Fyrirtæki sem tengjast tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna fengu tug milljarða fyrirgreiðslur frá kaupþingi,stærstu fjárfestingu lífeyrissjóðsins. Hver voru veðin?

Er þetta skýringin á því að lífeyrissjóður verslunarmanna vill með öllum tiltækum ráðum ganga til nauðasamninga við Bakkavararbræður um stjórn Existu og Bakkavarar.

Hvað er að finna í bókum félaganna sem ekki þolir dagsljósið?

Fengu stjórnendur sjóðsins einhver hlunnindi fyrir að kaupa kúlu skuldabréf án veða af félögum tengdum Bakkavararbræðrum? Voru þetta skilyrðin fyrir lánveitingum til félaga þeim tengdum?

Stjórnendur Existu vildu 1 milljarð á ári fyrir umsýslu á brunarústum Existu. Í dag má ætla að það fáist aðeins um 1-7% upp í kröfur. Ekki hafa afskriftir LV verið í samræmi við þær heimtur svo mikið er víst.

Hvaðan koma peningarnir? Ætla Bakkabræður að blóðmjólka fyrirtækin sem eftir eru í samstæðunni og setja rekstrarkostnað Existu og Bakkavarar að sjálfsögðu í forgang. Neytendur borga svo brúsan í formi hækkana á vöru og þjónustu viðkomandi fyrirtækja innan samsteypunnar. Síðan lengja þeir endalaust í skuldafréfaútgáfum sínum sem lífeyrissjóðirnir eiga, sem geta svo í framhaldi dreift tapinu smá saman yfir langan tíma? Það er útilokað að þetta reikningsdæmi gangi upp hjá þessum mönnum.

Hvað veldur því að Lífeyrissjóður Verslunarmanna hugleiði slíka samninga við aðila þegar klárlega liggur fyrir að mest fáist upp í kröfurnar með að skera burt blóðsugurnar.

Hvernig í ósköpunum geta stjórnendur LV og meirihluti stjórnar VR samþykkt að gengið verði til nauðasamninga við ábyrgðamenn hrunsins.

Á hvaða forsendum,við hverja og á hvaða gengi gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldeyrissamninga upp á 93 milljarða? Af hverju er stjórnarmönnum VR og sjóðsfélögum neitað um þessar upplýsingar sem geta haft veruleg skerðingaráhrif á lífeyrisréttindi okkar.

Til að stærstu eigendur Kaupþings,Exista og kjalar gera kröfur í gamla kaupþing upp á 300 milljarða, fyrir það eitt að taka stöðu gegn krónunni.

Það þurfti samt einhvern til að veðja á móti.

Ef Exista tók stöðu gegn krónunni sem skilar þeim vel á annan hundruð milljörðum en á sama tíma létu viðskiptavini sína,Kaupþings og Lýsingar, taka stöðu með krónunni með því að fjármagna húsnæði og bílasamninga í erlendri mynt sem örugga fjármögnun.

Í mínum bókum er þetta ekkert annað en stöðutaka gegn íslensku krónunni,almenningi og heimilum landsins.

Lífeyrissjóður verslunarmanna þvertekur fyrir að birta yfirlit yfir gjaldeyrissamninga og forsendur þeirra þrátt fyrir mikla óvissu um uppgjör þeirra sem getur haft veruleg áhrif á lífeyrisréttindi sjóðsfélaga.

Sjóðurinn hefur harðneitað að gefa upp hverjir voru útgefendur fyrirtækjaskuldabréfa sem sjóðurinn keypti fyrir á annan tug milljarða.

Sjóðurinn bar fyrst fyrir sig Bankaleynd en svo þagnarskyldu eftri að FME sendi mér álit þess efnis að bankaleynd ætti alls ekki við og óskiljanlegt væri að upplýsingar sem þessar væru ekki gefnar sjóðsfélögum.

Er ekki skrýtið í því samhengi að ég fékk þessar upplýsingar uppgefnar hjá Almenna lífeyrissjóðnum þó svo ég borgi ekki í hann? Hvað er verið að fela? 

Var það hrein tilviljun að krafa sjóðsfélaga um breytingar og gegnsæi voru hafðar að engu þegar nýr framkv.stjóri sjóðsins var ráðin til starfa. En það var Guðmundur Þórhallson fyrrum framkvæmdastjóri eignastýringar sjóðsins sem bar meðábyrgð á fjárfestingum hans með Þorgeiri Eyjólfssyni sem þáði 34 milljónir í laun ásamt fríðindum fyrir árið 2008.

Var ráðningasamningur Guðmundar sem er leynilegur til 7 ára tilviljun? En í 7 ár þarf sjóðurinn að halda í bókhaldsgögn, eftir þann tíma má kveikja á pappírstætaranum. Með nauðasamningum Bakkavarar og Existu lokast bækur þessa félaga.

"Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfuhafarnir treysti ekki núverandi stjórnendum Exista til að upplýsa um raunverulega stöðu félagsins. Kröfuhafarnir sem um ræðir eru skilanefndir gömlu bankanna þriggja auk Nýja Kaupþings. Saman hafa þessir aðilar myndað óformlegt kröfuhafaráð innlendra kröfuhafa Exista ásamt þremur lífeyrissjóðum; Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórnendum Exista við stýrið. Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu."

Á góðri íslensku á að dreifa tapinu yfir eins langan tíma og hægt er til þess eins að fegra stöðuna.

Þar sem innstreymi iðgjalda er margfalt hærra en útgreiðslur lífeyris þurfa sjóðirnir ekki að selja eignir til að standa við lífeyris skuldbindingar sínar vegna mikillar söfnunar sem á sér stað næstu 10-15 árin.

Ef þetta reynist rétt þá eru sjóðsfélagar sem greiða í Lífeyrissjóð Verslunarmanna að greiða lífeyri þeirra sem taka út í stað þess að safna réttindum sjálfir.

Sjóðsfélagar eru varðir fyrir þessu með lögum og ættu því að leita réttar síns eins og ég ætla að gera.

Stærstu fjárfestingar lífeyrissjóðs Verslunarmanna voru í Kaupþingi, Skiptum,Existu og Bakkavör.

Tapið

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar úr grein sem ég skrifaði 12 Des.2008 og versnaði staðan lítillega til áramóta og enn meira til dagsins í dag með falli Straums og Sparisjóðanna svo lítið eitt sé nefnt.

Innlend Hlutabréfaeign LV

 

Bókfærð eign

Lækkun í %

 

Staða 9.12 2008

 

Hlutur í %

árslok 2007

frá áramótin.

Núvirði.

Tap

Alfesca HF

0,9

369.533.000

42

214.329.140

155.203.860

Bakkavör Group

5,6

7.055.553.000

93

493.888.710

6.561.664.290

Century Alumnium Company

0,8

1.086.113.000

76

260.667.120

825.445.880

Exista HF

1,8

3.970.085.000

99

39.700.850

3.930.384.150

FL Group HF

0,6

1.138.976.000

100

0

1.138.976.000

Flaga Group HF

2,2

12.750.000

0

12.750.000

0

Glitnir Banki HF

0,8

2.470.348.000

100

0

2.470.348.000

Eimskipafélag Íslands

0,6

362.126.000

96

14.485.040

347.640.960

Icelandair Group HF

1,2

322.347.000

53

151.503.090

170.843.910

Kaupþing Banki HF

3,3

21.334.515.000

100

0 kr.

21.334.515.000

Landsbanki Íslands HF

3,2

11.612.675.000

100

0

11.612.675.000

Marel HF

2,4

988.063.000

21

780.569.770

207.493.230

Straumur Burðarás HF

1,7

2.586.952.000

81

491.520.880

2.095.431.120

Teymi HF

0,3

62.311.000

100

0

62.311.000

Össur HF

2

775.223.000

2

790.727.460

15.504.460

Verðbréfaþing ehf

12,9

1.556.000

0

1.556.000

0

Skipti ehf. Tap því bréfunum var skipt í bréf Existu.

8

2.475.000.000

100

0

2.475.000.000

VBS Fjárfestingarbanki H.F.

3,3

258.552.000

0

258.552.000

0

  

56.882.678.000

 

3.510.250.060

53.372.427.940

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

 

21,70%

  

19,80%

Heimildir

    

Tap

Euroland.com

     

Landsbankinn.is

     

Tap LV 2008 á innlendum hlutabréfum voru rúmir 53 milljarðar eða 20% af heildareignum sjóðsins.

Tap LV 2008 á gjaldeyrissamningum/afleiðusamningum var 15,7 milljarðar eða um 6% af heildareignum. Sjóðurinn gat með neyðarlögunm bjargað sér fyrir horn með því að skuldajafna þessu tapi (losna við að greiða samninginn) á móti tapi á skuldabréfaeign í bönkunum upp á sömu upphæð. Gríðarleg óvissa ríkir hinsvegar um uppgjör þessa samninga sem voru upp á 93 milljarða króna. þessir 15,7 milljarðar eru hinsvegar túlkun sjóðsins á tapinu sem verður afgreitt fyrir dómstólum því skilanefnd gömlu bankanna tók ekki í mál að afgreiða málin með þessum hætti.

Þessir tveir liðir þurkuðu út 26% af öllum eignum sjóðsins.

Í þessar tölur vantar upplýsingar um tap á skuldabréfaeignum sjóðsins í hálfgjaldþrota útrásarfyrirtækjum og skuldabréfaeign sjóðsins í gjaldþrota bönkum sem voru samtals 35 milljarðar. Lífeyrissjóður Verslunarmanna á líklega eftir að afskrifa um 15-17 milljarða á tapaðri skuldabréfaeign sjóðsins í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þeir segjast hafa skrifað niður lítin hluta taps á skuldabréfaeign sjóðsins í fyrirtækjum en neyta að gefa upplýsingar um stöðu þessara eigna,útgefendur og bókfært verðmat í dag, sem væri algerlega ástæðulaust ef ekkert væri verið að fela.

Tap LV 2008 á Skuldabréfaeignum sjóðsins gæti hæglega numið 26 milljörðum eða um 10% af heildareignum.

Með þessum þriðja lið gætu um 36% af öllum eignum sjóðsins hafa þurkast út.

Einnig vantar trúverðuga úttekt á erlendum eignum sjóðsins sem eru líklega verðlitlar miðað við spár sérfræðinga á borð við Robert Wade hagfræðiprófessors ofl. sem telja að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé tapaður.

Það kæmi mér ekki á óvart að tap LV sé að lágmarki 30-40% af heildareignum sjóðsins eða 80 - 110 milljarðar króna að nafnvirði.

Eignastaða sjóðsins í árslok 2007 var 269 milljarðar.

Eignastaða í árslok 2008 hefði átt að vera um 326 milljarðar með 3,5% Raunávöxtunarkröfu sem er lögbundin ávöxtunarkrafa, með mismun á iðgjöldum og útgreiðslum.

Eignastaða í árslok 2008 samkvæmt uppgjöri sjóðsins þegar búið er að reikna inn mismun á greiddum iðgjöldum og útgreiðslum var 249 milljarðar.

þetta þýðir 11,8% neikvæða nafnávöxtun sem er eignarýrnun frá 269 milljörðum í 237 milljarða. Mismunurinn á 249m og 237m eru greidd iðgjöld sjóðsfélaga 2008.

Ef við reiknum raunverulegt raun-tap sjóðsins miðað við framsetningu ársreikninga sjóðsins þá var raunávöxtun neikvæð um 77 milljarða uppreiknað með ávöxtunar kröfu fyrir árið 2008 en aðeins 32 milljarðar að nafnvirði. Þegar búið er að reikna inn iðgjöld sjóðsfélaga 2008 fer eignarýrnun í aðeins 20 milljarða að nafnvirði sem er tala sem mikið er notuð í
auglýsingaherferðum sjóðsins.

Það hljóta allir sem þjást af rökhugsun og almennri skynsemi að sjá að þessar tölur eru úr öllu sambandi við það sem gerst hefur á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis.

Raunveruleg eignastaða sjóðsins í árslok 2008, uppreiknuð af almennri skynsemi er í besta falli 188-195 milljarðar. Sem gerir mismun frá ætlaðri stöðu um 135 milljarða Neikvæða raunávöxtun.

Ósmekklegast við þetta allt saman er hversu einhliða fjárfestingarstefna LV var í fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir ofurlaun, glórulausa kaupréttar- og starfslokasamninga, innherjaviðskipti á dökkgráum svæðum, fjöldaframleiðslu á eigin fé og mútur sem síðan má krydda með einkaþotum, þyrluferðum, skemmtisnekkjum, sögusögnum um rándýrar laxveiði,skemmti- og fótboltaferðir með góðum slatta af dýrustu og flottustu hótelum heims.

Það sem verra er, er að verkalýðsforystan gekk fylktu liði með bros á vör og kvittaði undir þetta glórulausa bull enda nokkrir verkalýðsforkálfar í stjórnum stærstu lífeyrissjóðanna.

Tekjurnar

Lífeyrissjóðirnir hafa stórlagað eignastöðu sína með verðbótum húsnæðislána. 

Sjóðirnir hafa fengið um 100 milljarða í formi verðbóta af fasteignum landsmanna sem er ekkert annað en lögvarinn þjófnaður.

Hver er okkar mikilvægasti lífeyrir? Hvað kostar það samfélagið þegar stórskuldugir árgangar fara á ellilífeyri. Hvernig geta eldri borgarar framtíðarinnar orðið virkir neytendur ef stærstur hluti lágmarks framfærslu þeirra fer í skuldir. 

Lífeyrissjóðirnir voru og eru stærstu eigendur íbúðabréfa þ.e. bréfa íbúðarlánasjóðs,íbúðabréfa bankanna og síðast en ekki síst sóðsfélagalánin sem eru líklega ein öruggasta fjárfestingin á jarðkringlunni.

Lífeyrissjóðirnir hafa notað mismun á eignastöðu á milli ára sem framsetningu á uppgjöri til sjóðsfélaga. það sem fólk áttar sig almennt ekki á að inn í þessum tölum eru verðbætur. Verðbætur þessara lána rýrir eignahlut okkar í eigin fasteignum í bland við lækkandi fasteignaverð, gerir það að verkum að sjóðirnir stórbæta stöðu sína með því að hirða einn mikilvægasta lífeyrin okkar sem er þak yfir höfuðið.

Það er ömurlegt til þess að vita að sjóðirnir sjálfir áttu stóran þátt í því ástandi sem við okkur blasir, sjóðirnir okkar.

Rekstrarkostnaður

Rekstrakostnaður Lífeyrissjóðanna með innlendum fjárfestingagjöldum er varlega áætlaður um 3,2 milljarðar á ári. Í þessar tölur vantar erlend fjárfestingagjöld sem eru yfirleitt hluti af fjárfestingunum sjálfum og gæti hæglega tekið heldarkostnað við kerfið og fjárfestingar þess í 5 milljarða árlega.

Dæmi um rekstrarkostnað með innlendum fjárfestingagjöldum fyrir árið 2007´.

Hér er dæmi um rekstrarkostnað nokkurra stærstu lífeyrissjóðanna.

 

Rekstrarkostn.

Launakostn.

Stöðugildi

Forstj.laun

Lsj. starfsmanna ríkisins

815.281.000

245.000.000

38,4

19.771.000

Lífeyrissj. Verslunarmanna

424.426.000

269.000.000

27,5

30.000.000

Gildi lífeyrissjóður

367.750.000

188.373.000

23

21.534.000

Sameinaði Lífeyrissjóðurinn

237.346.000

135.463.000

16

16.768.000

Stapi Lífeyrissjóður

173.494.000

86.000.000

11,6

12.917.000

Stafir

153.420.084

94.290.790

10,5

19.048.011

     

Samtals.

2.171.717.084

1.018.126.790

127

120.038.011

Þetta eru 6 af 37 sjóðum sem taka við iðgjaldi. Hafa ber í huga að margir þeirra eru smáir og umsýsla þeirra í höndum banka eða fjármálafyrirtækja sem taka veglegt umsýslugjald fyrir.

 

Hvað hafa sjóðirnir gert eftir hrunið?

ASÍ og SA stjórna sameiginlega lífeyrissjóðum okkar í gegnum landsamband lífeyrissjóða og hafa þvertekið fyrir að skattleggja lífeyrisgreiðslur fyrirfram sem gæti skilað ríkissjóði tekjum sem jafngilda um 5% hækkun á tekjuskattstofni frá fyrsta degi án þess að nokkur taki eftir því. Nema lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að losa vonlausar bréfaeignir mun fyrr til að standa undir lífeyrisskuldbindingum. Þá fyrst kæmi raunverulegt eignaverðmæti sjóðanna í ljós enda stórlega ofmetnar.Lífeyrissjóðirnir voru ekki með neinar sólarvarnir fyrir útrásarsólinni sem skilið hefur eftir sig rjúkandi brunarústir allstaðar sem hún skein og hún skein glatt á sjóðina svo mikið er víst.

Lífeyrissjóðirnir neituðu að koma að uppbyggingu og endurreisn samfélagsins eftir útrásarsukkið sem þeir áttu stóran hlut í að skapa og fjármagna. Þeir kúguðu Ríkið til að fallast á skuldajöfnun með neyðarlögunum til að breiða yfir eigin skít og reyndu ennfremur að fá ríkið til að ganga að kröfum þeirra um eigið mat á uppgjöri gjaldeyrissamninga sem síðar varð til þess að samkomulag náðist um að fara með samningana fyrir dómstóla. Það breytir þeirri staðreynd ekki að ef við greiðum ekki fyrir samningana með skertum lífeyri þá gerum við það í formi aukins kostnaðar sem fellur á ríkið.

Tapið er staðreynd úr hvorum vasanum kemur tapið.

Við vitum þó hverjir töpuð peningunum og við vitum líka hverjir eiga að borga. Við viljum hinsvegar vita hverjir eru ábyrgir. Þú skammar lítið barn sem komst í sælgætisskálina á stofuborðinu,einhver hlýtur ábyrgð þess sem skyldi skálina eftir að vera enda fékk barnið skyndilega óheftan aðgang að sælgæti, án eftirlits.

Sjóðirnir þvinguðu í gegn lagabreytingu í desember 2008, á hraða sem á sér vart fordæmi á alþingi, um breytingar á tryggingafræðilegum útreikningum vegna fráviks á eignum og skuldbindingum úr 10% í 15% sem þýðir að lífeyrissjóðirnir þurfa síður að skerða réttindi sjóðsfélaga og fá meira svigrúm til að vinna tapið til baka á kostnað þeirra sem nú greiða inn. Einnig fá lífeyrisjóðirnir miklu rýmri heimildir til að fjárfesta og þá sérstaklega í óskráðum félögum.

Þessar breytingar á tryggingafræðilegri úttekt sjóðanna er annaðhvort gerð til að kaupa sér tíma meðan sjóðirnir standa afar illa eða rennur stöðum undir þær gagnrýnisraddir m.a.greinarhöfundar um að við séum að fá allt of lítið úr kerfinu miðað við það sem við greiðum í það.

Tryggingastærðfræðingar hótuðu mér málsókn fyrir að halda því fram að við sjóðsfélagar fáum of lítið fyrir okkar snúð. Það er undarleg stærðfræði á bak við það að raunávöxtun sjóðsins hafi verið neikvæð um 77 milljarða eða um 27% á síðasta ári og ekki þurfi að koma til skerðingar. Ekki skrítið að títtnefndir tryggingastærðfræðingar séu afar viðkvæmir fyrir gagnrýni á sjóðina enda hafa þeir til hnífs og skeiðar vegna þeirra.

Þeir einfaldlega setja nægilega mikið af forsendum í formúluna til að fá út áunnin réttindi uppá 1.341 krónu fyrir hverjar greiddar 10.000kr. tryggingastærðfræði verður aldrei flóknari en forsendurnar í jöfnunni. Það er hægt að líkja þessu við vinningslíkur í spilakössum, það fer ákveðin hlutfallsleg upphæð út á móti því sem fer inn eftir þar til gerðum forsendum.

Ég vona svo sannarlega að tryggingastærðfræðingar standi við stóru orðin og fari í mál við mig. Hverjar forsendurnar verða er mér hulin ráðgáta.

Rétt eins og nafntoguð endurskoðendastórfyirtækin sem kvittuðu svo upp á allt saman og okkur sauðsvörtum almúganum talin trú um að blekið í pennum þeirra sé álíka heilagt og jesús kristur. Annað hefur nú komið á daginn.

Þeir voru séðir þegar greiða átti út séreignasparnaðinn. þ.e. þeir fengu ríkisstjórnina á einu sunnudagskvöldi til að setja þak á greiðslurnar. Hámark 1 milljón á mann, greitt út yfir 10 mánaða tímabil. Sjóðirnir gátu með þessu notað iðgjöldin til að greiða okkur út í stað þess að selja vonlausar bréfaeignir sínar.

Úr yfirlýsingu frá Landssamtökum Lífeyrissjóða:

„Tillögur um fyrirframgreiðslu á séreignarsparnaði þurfi að taka mið af því að ekki sé hægt að greiða séreignarsparnað út nema búið sé að selja verðbréf sem fjárfest hefur verið í. Til þess að hægt sé að selja fjárfestingar og breyta í laust fé þurfi einhver kaupandi að vera til staðar. Í dag sé seljanleiki á verðbréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóðanna.

Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfestingum í laust fé sé hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki, þó að ekki takist að selja nema lítinn hluta þeirra. Raunveruleg hætta sé á að eignaverð myndi lækka verulega og ekki væri hægt að greiða sjóðfélögum séreign sína út. Inneign allra sjóðfélaga myndi skerðast, óháð því hvort þeir óski eftir fyrirframgreiðslu."

Úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2009 eftir þá Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, Marinó Örn Tryggvason, forstöðumann eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi og Tryggva Guðbrandsson, framkvæmdastjóra íslenska lífeyrissjóðsins,

Þetta eru sömu mennirnir og segja okkur að eignarýrnun lífeyrisjóðanna séu í mesta lagi 2,3% að nafnvirði.

Í dag greiða sjóðirnir út lífeyri með inngreiðslum.

Stóra spurningin er: Ef sjóðirnir eiga erfitt með að koma eignum í verð miðað við markaðsaðstæður í dag, hvernig verður það eftir 25 ár þegar sjórðirnir þurfa að selja frá sér eignir í stórum stíl til að standa undir skuldbindingum sínum. Það er aðeins einn aðili sem á möguleika á því að leysa til sín svo mikið af eignum. Það erum við sjálf!  Ríkið.  


 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ok

Viktoría Áskelsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 15:14

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit. 

Afsakaðu Viktoría en ég steingleymdi að vara fólk við því að hér fer ein mesta langlóka sem ég hef nokkurn tíma skrifað.

Ákvað að birta þessa samantekt sem mig minnir að ég hafi svo sent frá mér í nokkrum smærri greinum. Þessi grein var unnn fyrir einu og hálfu áro síðan og því hafa einhverjar forsendur breyst lítillega, en þá frekar til hins verra fyrir sjóðsfélaga.

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.12.2010 kl. 15:40

3 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Bíddu, bíddu nú við - já mikil langloka - EN WTF!!!!!!!!!!

Er ekki í lagi með þetta lið? Djöfull er þetta blóðugt!

Andrea J. Ólafsdóttir, 2.12.2010 kl. 16:24

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Getur Lífeyrisjóðurinn okkar bara hent laununum - ellilifeyri okkar í sukk ?

 Þurfa þeir enga heimild ????

Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.12.2010 kl. 20:54

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Það sorglega við þetta allt saman er að staða Skipta var nákvæmlega sú sama og í dag, þegar lífeyrissjóðirnir ákváðu að fjármagna kaup Bakkabræðra.

Andrea, Nákvæmlega WTF!!!

Erla, Þeir hafa lögvarið leyfi til að henda lífeyri okkar í svarthol áhættubrsks og frjálsar hendur til að skerða ævisparnað okkar ef glóruleysið í fjárfestingum er þeim mun meira.

Umboðið er óljóst en það er búið að koma því þannig fyrir að við höfum ekkert um þetta að segja.

Ragnar Þór Ingólfsson, 3.12.2010 kl. 08:26

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð samantekt en sjokkerandi lesning. Það sorglega við þetta allt saman er að hver og einn einasti launþegi (fyrir utan opinbera starfsmenn) eru skyldaðir að borga þetta.

Það má setja þetta upp þannig:

Ef ég neita að greiða í taprekstur Húsasmiðjunnar þá má senda lögregluna heim til mín og hirða eignir mínar til þess að halda Húsasmiðjunni gangandi. Það má nota lögregluvald til þess að láta Múrbúðina greiða niður tap Húsasmiðjunnar.

Ps. ég tengist ofangreindum fyrirtækjum ekkert og tek þau bara fram sem dæmi um ruglað kerfi sem er komið í mótsögn við sjálft sig.

Sumarliði Einar Daðason, 3.12.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband