Hvað gera lífeyrissjóðir við verðbætur fasteignalána?

Hafa verðbæturnar skilað sér til lífeyrisþega?

Á meðan stjórnendur tala um hag sjóðsfélaga eru illa fengnar verðbætur fasteignalána notaðar í áhættufjárfestingar og vafasöm fyrirtækjakaup ásamt því að breiða yfir gegndarlaust fjármálasukk og spillingu innan lífeyrissjóða kerfisins.

Minnir á vítahring spilafíknar frekar en almenna skynsemi.

Mér finnst athyglisvert hversu forsvarsmenn lífeyrissjóða rjúka nú upp til handa og fóta og tala um HAG sjóðsfélaga, sem var ekki til staðar þegar sjóðsfélögum var lánað úr eigin veski, sjóðsfélagalán, með 100% lágmarks veði, lánsfjárhæð sem takmarkast við 65% af markaðsvirði og sjálfskuldarábyrgð.

Þetta hljóta að vera öruggustu útlán jarðkringlunnar. Á meðan sjóðsfélagar taka sjálfir lán sem tryggð eru út í hið óendanlega keyptu sömu stjórnendur sömu sjóða undirmálslán viðskiptabankanna sem lánuðu 90-110% af stórlega ofmetnu markaðsvirði. 

Áhyggjurnar hljóta að vera enn meiri af þeim sjóðsfélögum sem eiga fasteignalánin  í skuldabréfavöndli Seðlabankans sem afhentur var lífeyrissjóðunum á vildarkjörum til að lagfæra hörmulega tryggingafræðilega stöðu þeirra.

Voru áhyggjurnar til staðar þegar útrásarfélögin fengu ótakmörkuð skuldabréfalán án nokkurra veða annarra en bréfsefnið og blekið sem upphæðirnar voru skrifaðar á? Það þarf ekki að fara mörgum orðum um heimtur þeirra lána.

Ábyrgðin á ástandinu er fjármálafyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna.Hverjir njóta góðs á ábyrgðaleysinu, útlánaþenslunni og þar af leiðandi hækkun verðbóta?

Ég tek fasteignalán hjá viðskiptabanka mínum fyrir 9 árum,samið var um vaxtakjör og verðbólgumarkmið og innsiglað með lánasamningi. Á ég að sætta mig við ofur verðbæturnar sem færast á eignareikning bankans sem fór gróflega gegn tilraunum ríkisins og seðlabankans við að slá á útlánaþenslu til að standa við yfirlýst verðbólgumarkmið sem notuð voru til hliðsjónar í lánasamningnum mínum?

Með því að bjóða ólögmæta gengistryggða lánaafurð þegar útlán bankanna drógust saman, fóru bankarnir gróflega gegn hagsmunum viðskiptavina sinna og almennings. 

Get ég treyst stjórnendum lífeyrissjóðanna til að verja framtíðar lífeyri minn í blindbil spákaupmennsku og sérhagsmuna? Get ég treyst stjórnendum lífeyrissjóða til að verjast framtíðar sveiflum í völundarhúsum kerfisvillunnar sem kom okkur á hausinn og valdahafar reisa nú við á sama sandi? Getum við treyst stjórnendum sjóðanna fyrir lífeyri okkar í kerfisbundnu markaðs hruni og valdabrölti viðskiptalífsins?

Ég treysti ekki Jóni Jónssyni forstjóra Stóra lífeyrissjóðsins til að geyma fyrir mig kerfisbundna eignaupptöku á mikilvægasta lífeyri mínum þegar hann sjálfur ber ábyrgð á eignatilfærslunni.

Illa fegnar verðbætur á fasteignalánum verða notaðar sem eldiviður á bálköst valda og til endurreisnar sama kerfis og kom okkur á hliðina.

Af hverju dettur ríkisstjórninni ekki í hug að skattpína fjármálafyrirtækin og jafnvel lífeyrissjóðina með sama hætti og almenning.

Hvað eiga lífeyrissjóðirnir eftir að tapa framtíðarlífeyri og framtíðarskatttekjum ríkissjóðs mörgum sinnum áður en þeir þurfa að losa vonlausar bréfaeignir til að standa undir framtíðarskuldbindingum sínum?

Lífeyriskerfið er nú þegar hrunið.Það vita allir sem því stjórna en engin þorir að segja það upphátt.

Þegar að lífeyrissjóðirnir geta ekki lengur notað inngreiðslur til að standa undir útgreiðslum verður stærð bréfaeigna kerfisins líklega á bilinu 4000-6000 milljarðar eða tvö til þrefalt stærra en það er í dag. Hver á að losa sjóðina við öll þessi bréf með öllum þessum tölum á?

Væri ekki nær að leyfa fólki að eignast eitthvað á lífsleiðinni og minnka þannig framtíðarbirgði framtíðarskattgreiðenda, sem þurfa annars að kaupa út vonlausar bréfaeignir sjóðanna til að slá húsaskjóli yfir skuldaþrælana sem ekkert eiga.

Höfundur er stjórnarmaður í VR.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Mjög góð grein hjá þér og þú spyrð réttu spurninganna. Ég er sammála þér í einu og öllu.

Það er eitt sem mig langar að benda á:

Verðbólga þýðir launalækkun! Verðgildi peninga minnkar þannig að sá sem fær verðbætur verður fyrir engri skerðingu (er öruggur). Sá sem þarf að borga hækkandi vöruverð og verðtryggingu minnkar hins vegar í verðgildi (þarf taka á sig tjónið).

Íslenskur starfsmaður var verðfelldurum a.m.k. 50% strax við hrunið. Þessi blekkingarleikur með gengisskráningar, verðtryggða krónu vs. venjulega krónu er einmitt leið yfirvalda til þess að deyfa tilfinninguna hjá almenningi um hversu mikið hann lækkaði í launum.

Þetta er svona eins og að hita vatnið sem froskurinn er í - froskurinn skynjar ekki breytinguna og situr sem fastast þar til að vatnið sýður hann lifandi. Þá er það líka orðið of seint.

Þetta er með öllu óréttlátt, siðlaust og þekkist hvergi út í hinum stóra heimi nema á Íslandi.

Sumarliði Einar Daðason, 15.10.2010 kl. 10:09

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég treyst stæðifræðiformúlum sem eru innan síns skilgreininga mengis. Útkomurnar eru staðreynir sem komu mönnum til tunglsins. Þeir sem kunna ekki að reikna segja oft að sé með skoðanir og hugmyndir í framhaldi.  Þetta segir mikið um tossann, sem skilur greinlega ekki það sem hann greinir ekki vegna vanþekkingar.  Ég trúi ekki lengur á almenna séreignlífeyris raunvaxta kröfu 3%, 5% 8%, því hún byggir á langtíma forsendum sem ganga aldrei upp í ríkjum þar sem fífl eru út um alla stjórnsýsluna og fjármálageirann.  Mér verður oft hugsað til þess með hrylling hvað ábyrgir einstaklingar erlendra ríkja ríkja hugsa þegar fjármálgeira fíflin hér opna munninn á alþjóða vetfangi.

Erlendis þegar verð á hráefnimörkuðum  hækka almennt skila það sér eftir nokkra mánuði út í hverfaverslun því allir hækka um sína prósentu á leiðinni. Hagfræðingarnir eru hinsvegar tilbúnir að staðfesta þetta einu ári of seint. Almennur samdráttur er í rétt hlutafalli við magnið sem fer á hauganna. Hagfræðingarnir staðfesta það ári of seint. Hér skilja menn ekki fjármál stundum er í  lagi að vera fljótur en til lengri tíma litið er þetta spurning um þolinmæði.

Ef þessi hækkun veldur minni almenna greiðslubyrði af fasteignalánum og lækkun húsaleiga er þessi bólga raunverlegur almennur velferðavöxtur: Friedmann talar um 1% að meðaltali á 100 árum. Til að hækka kjör almennnings um 30% sem er læs og komin niður trjánum eða upp úr jörðunni  sýnir reynslan, sem eftir á allir eru sammál um að hafi verið hið besta mál, að þurfi að taka fallöxina til að losna við óværuna.

Verðtrygging á jafngreiðslu sem kallast íbúðalán er lygi  því láninu er vísvitandi fölsuð og annutetið fasta jafngreiðslan er skert með neikvæðum vexti til að byrja með til að hækka raunvirði heildar veðskuldar um 30% að upphaflegu raunvirði í verðbólgu sem er eðlileg um 3,0% eins og í annarflokks evru ríkjum að mati þjóðverja og Frakka með minni kauphallar viðskipti en USA og UK . Þetta er þess vegna hvorki jafngreiðslulán eða verðtryggt. Heldur lögbrot það svindl sem engin hefur samið um. Vertygging á láni sem er fastrar mánaðagreiðslu er það sem alstaðar kemur fram á útgáfu degi.

Hinsvegar er hér greining á því hversvegna jafngreiðslu lán með föstum vöxtum hefur svona mikið gildi erlendis til verðtrygginga og að veita fjármálamarkaðnum eðlilegt aðhald svo hann komi ekki verðbólgunni út fyrir öll velsæmis mörk einmitt með því að valda hækkun húsaleigu eða húsavaxtaleigunni. Árinni kennir illur ræðari: þá er almenningur árin.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1106386/

Svona lífeyrissjóð vil ég fá  og útborgaður grunn lífeyrir getur vel verið aðeins lægri en útborguð laun, til að tryggja eyslu eða sparnað á starfsævinni.  Bein greiðsla er grunnurinn í þýsklandi og skapa ekki sjóðavandamál: þörf til að taka áhættu vegna skorts á veðum. Áhættu lífeyrissjóði á ekki að banna þeir geta verið viðbót í samkeppni við hagnað í virðisaukaskapandi rekstri skemmtilegra fyrirtækja almennt.  Alfarið á kostnað sinna félgsmanna eins og þeir öruggu.

Júlíus Björnsson, 15.10.2010 kl. 16:17

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ragnar, viltu fella athugasemd Mason hún átti að vera í mínu nafni.

Spilafíkn lífeyrissjoðanna hefur á sér ýmsar hliðar.  Um síðustu mánaðar mót lokaði ég eigin atvinnurekstri sem var verslun með flísar og gólfefni, sem ég hefði átt að gera fyrr.  En ég hafði ekki hugmyndaflug til að sjá fyrir að gjaldþrota company yrðu rekin út í eitt á kostnað skattgreiðenda og þegar það bryti í bága við "samkeppnislög" þá hlypu lífeyrissjóðirnir "okkar" undir bagga. 

Eða eins einn "málsvari verkalýðsins" sagði við mig "öll ættum við að geta verið sammála um það að bönkum í okkar eigu ber að hámarka verðmæti eigna sinna".   Ef það á að gera það svona er mér gert að fjármagna eigið gjaldþrot í gegnum skatta og lífeyrisgreiðslur.   

Hversu örugg eru svo eftirlaunin mín sem þessir spilafíklar segjast vera að verja? Það vill þannig til að lífeyrissjóðirnir eru tveir sem ég hef greitt í um ævina.  Sá fyrri hét Lífeyrissjóður Austurlands og er ekki til lengur, hann fór flatt á fjárfestingum í Stoke á tíunda áratug síðustu aldar.  Þar fauk lífbyrssparnaður minn og konunnar fram að fertugu.  Seinni lífeyrissjóðurinn heitir Lífeyrissjóður Íslands og er vistaður í Landsbankaum.  Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem þar var með "eftirlaunin" í ávöxtun að hann rýrnaði um 30% við hrunið.  

Núna situr þjóðin uppi með það að spilafíklarnir eru komnir inn á heimilin, af afli sem aldrei fyrr, og hafa rænt mest öllum okkar eignarhlut í því.  Það eina sem beðið hefur verið um með almennum aðgerðum er að stjórnvöld drullist til að sjá það að ekki er rétt að verðtryggja aðeins spilapeninga banka og sjóða, heldur verða sömu reglur að gilda um eigur almennings.

Magnús Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 08:23

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1106754/

Er exel bilaður hjá Íbúðalánsjóði eða fikta fífilinn sem vinna  þarna í jafngreiðslu lánum eftir útgáfu bréfa sem segir að þau séu jafngreiðslu verðtryggð? Hver einast greiðsla hækkar að raunvirði meir því sem styttra er í loka greiðslu.  8% er raunvaxta karfa í 3 % verðbólgu. Er í lagi með Exelinn hjá VR eða eru sömu tossarnir ennþá í vinnu þarna ég var næst hæstur í mínu árgangi [Aðallega vegna þess að ég tók tungumálinn með alvarlega] og hef rekið fyrirtæki með ágætum. Ég þekki tossanna  undir eins og  þeir eru ekkert líkir mér.  Fólk sem skilur ekki hefur skoðanir. Hinir segja staðreyndir þetta á við um í stærðfræði og bókhaldi. Ein hliða á málinu sú rétta. Kemur Besser Wisser heldur ekkert við.

Júlíus Björnsson, 16.10.2010 kl. 08:44

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tökum lífeyrinn strax út úr þessum sjóðum. Myndum grúppur og lánum hverjum öðrum . Einn lánar 100.000 í ár annar í 2 ár.  Þá geta allir haft það gott í ellinni.

8% raunvaxta krafa getur ekki gengið upp almennt til langframa 2% þykir almennt fínt eftir 30 ár. Eingin þjóð tvöfaldar þjóðartekjur sínar á 10 árum þannig að gangi jafnt til skiptanna í alla vasa. 

3 % 5 % 8% er sölutrykk gengur ekki upp á alþjóðamælikvarða almennt. ÉG var jafn heilþveginn og aðrir trúði ekki lengur því sem ég lærði sem barn af fjármála mönnum sem höfðu reynslu af Börssen  í Köben.  Frændur og forfeður mínir eru þaðan.

Júlíus Björnsson, 16.10.2010 kl. 08:53

6 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - sem aðrir gestir þínir !

Kann ekki að vera; að svarið liggi, í fyrirsögn ágætrar greinar þinnar ?

Stjórar sjóðanna; auk gæðinga veitu þeirra, stingi á sig mismunuinum, með alls konar feluleikjum, svo sem ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 14:03

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ragnar Þór takk fyrir góða grein.

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2010 kl. 02:13

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit Sumarliði,

Það er eins og að rekin séu tvö hagkerfi á íslandi, þ.e. almúga hagkerfi skuldarans og hagkerfi fjármagns og valda. Þeir sem ráða inni á alþingi sitja í umboði þess síðarnefnda og passa uppá að ekki verði skorið frá auðvaldinu þegar fjármagna þarf bullið sem hér var í gangi. Aðilar vinnumarkaðarins toppa svo bullið upp meðalgeru sinnuleysi.

Hvar í veröldinni greiða hlutfallslega fleiri í verkalýðsfélög? Hvar í veröldinni er meðvirknin og spillingin meiri? Frá hruni hefur verkalýðshreyfingin ekki haldi einn einasta samstöðu fund. Hún talar um ábyrgar kröfur.

Í Frakklandi spyr verkalýðshreyfingin ekki að því hvernig eða hvar við eigum að fá peninga til að ná þessu eða hinu fram. Það er hlutverk stjórnvalda að leysa það. Þegar til stóð að hækka mjólkurlítra var hraðbrautum lokað og verkalýðshreyfingin  

Þetta fólk talar um að nálgast málin með ábyrgum hætti. Af hverju skattpínir ríkisstjórnin ekki fjármálafyrirtækin um hið minnsta 60% af hagnaði og framtíðar hagnaði sínum til að standa undir leiðréttingum húsnæðislána. 

Af hverju er ekki settur á sérstakur hrunskattur/neyðarskattur sem gerir ríkinu mögulegt að ná til baka megin þorra þess fjármagns sem útrásaraularnir hirtu með sér úr gjaldþrota einkahlutafélögum sem við borgum nú skuldirnar af. Tala nú ekki um fyrrverandi ráðherra sem fóru úr ráðherradóm í ríkidóm á kostnað skattgreiðenda.

Við getum gert nánast allt sem okkur dettur í hug.þetta er aðeins spurning um vilja og að framkvæma.

Það var hægt aðs enda mann til tunglsins en það er ekki hægt að skattleggja séreignasparnað! 

Menn tala um að ekkert sé hægt að gera, þetta er löglegt,þetta er ólöglegt,við verðum skaðabótaskyld,lögin banna okkur osfrv.

Hingað til hefur ríkið getað sett alls kyns lög til að verja hagsmunahópa en þegar kemur að okkur sem raunverulega framleiðum og byggjum þetta land þá vandast málið. Það er ótrúlegt að horfa upp á samtryggingu valda í þessu samfélagi.

Hér voru sett á neyðarlög til að verja fjármagnseigendur, lög sem gaf lífeyrissjóðum auknar heimildir til fjárfestinga í óskráðum félögum og til að eignast fasteignir sjóðsfélaga sinna,reka sjóðina með enn meiri skekkju en áður hefur þekkst svo fátt eitt sé nefnt.

Ef við getum borað göng undir hvalfjörð,reist risa tónlistarhöll útí sjó,Búið til peninga úr þunnu lofti á kostnað allra þeirra sem fyrir eru í umferð,lánað vildar vinum ígildi 1000 ævistarfa sem aldrei verða greidd til baka án eftirmála,horft framhjá stjórnendum landsins skammta sér ríkiseigur án athugasemda en við getum ekki lyft litla fingri fyrir heimilin.

Það sem heimilin þurfa er vilji. Vilji í formi pennastrika og nokkurra setninga í lagafrumskóginn. Það er ekki verið að færa til fjöll,það þarf engar stórvirkar vinnuvélar,það þarf ekkert innflutt stál frá Kína, þetta snýst um að breyta forsendum sem skrifaðar eru með bleki á A4 blað.

Ragnar Þór Ingólfsson, 18.10.2010 kl. 09:59

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Erlendis eru markaði skipti í stöðugleika almennan langtíma um 90% íbúa og 10% markað áhættu og spennu.

Neytendaverðvísir CPI frá USA er miðaður við verð á neysluvarningi 80% íbúanna það er fjöldframleiðsunnar þetta eru launþegar 9 til 5 á flötum launum.  Yfirmenn og fjármáltengir búa í húsnæði og neyta varnings sem telst eðlilega upp og niður í verðum.

Einning er úrtakinu skipt í tvennt stóborgar og ekki stórborgar íbúar. Vegna þess að erlendis hafa skattar í stórborgum alltaf valdið því að verðlag er dýrara þar og meðlaun hærri.

Góður vísir eða vísar eru gulls í gildi. Heildar neysla og heildar laun og heildar fasteigna verð hljómar jafnaðarlegt en er í raun notað til að fela tekjumun og almennan kaupmátt.   

Í stöðugleika 80% launþega er meðaltals hækkun fasteignavísis, launavísi og neysluvísi það sama. Þess vegna er ekki betra að miða langtíma lán við launavísitölu eins og Tyrkir eða neysluvístölu eins og aðrir.

Aðrir miða verðbólgu vexti langtíma lána við max. 3,5%  Þess vegna ef vextir eru 2% þá eru verðtryggðir vextir 1,02x1,03 = 1,056 eða 5,6%.

Lærið að reikna viðskiptavexti áður en þið farið að eiga viðskipti við erlaenda ábyrga viðskiptamenn.

Júlíus Björnsson, 19.10.2010 kl. 06:08

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Magnús

Ekki batnaði ástandið þegar Ragnar Önundarson var skipaður í stjórn framtakssjóðs. En nafni minn var einmitt höfuðpaurinn í stærsta samkeppnislagasvindli íslandssögunnar sem kennt er við kreditkortasvindlið sem kostaði almenning milljarða.

Þeir sem stýra nú framtakssjóði hafa líklega aldrei lagt eigið fé í atvinnurekstur en nota nú almanna sjóði til að greiða niður tap og samkeppni við vel rekin fyrirtæki sem stóðust hrunið.

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.10.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband