Það er ekki hægt !

Er hægt að fara í almennar leiðréttingar á húsnæðislánum almennings?

Stjórnvöld í skjóli aðila vinnumarkaðarins hafa fullyrt að svigrúm sé ekkert og það komi allt niður á okkur sjálfum í formi skattheimtu verði slíkar leiðir farnar.

Slagorð ráðamanna eru mörg og þreytt.

Það er ekkert hægt að gera fyrir heimilin!

Það er ekkert svigrúm!

Þetta var allt ykkur að kenna!

Áhættan var augljós!

Hvar á að fá peninga!

Forystumenn verkalýðsfélaganna velta fyrir sér populistakröfum fólksins um engar skattahækkanir-engan niðurskurð og allar skuldir afskrifaðar.

Raunin er sú að almenningur er reiðubúin að takast á við vandann og vill borga sínar skuldir. Krafan er eingöngu að lágmarks sanngirnis og jafnræðis sé gætt.  

Það gæti svo sem verið rétt að þetta lendi allt á okkur þegar allt kemur til alls.

En til hvers er ríkið og hverjum á það að þjóna? Sú stjórn sem nú situr kenndi sig við velferð,fólkið og heimilin. Það átti að vera forgangsverkefni að koma fjölskyldunum og heimilunum til bjargar.

Það fyrsta sem stjórnin gerði var að semja frá sér allan rétt til almennra leiðréttinga með því að koma húsnæðislánunum okkar á niðursprengdu útsöluverði til nýju bankanna og gerðu ríkið væntanlega skaðabótaskylt ef um frekari niðurfellingar yrði að ræða eftirá.

Þetta var svo allt saman skreytt með stöðugleikasáttmála,greiðsluaðlögun og pakkað inn í innantóma pappírs skjaldborg.

Hvað er til ráða og er eitthvað hægt að gera?

Ef stjórnvöld geta skattpínt almenning út í hið óendanlega gætu stjórnvöld hæglega kallað lífeyrissjóði,fjármagnseigendur,banka og fjármálastofnanir á sinn fund og lagt til að farin verði sanngjörn leið um leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstól húsnæðislána, að öðrum kosti verði þeim refsað með sanngjörnum refsisköttum til að standa undir kostnaði við endurreisn heimilanna.

Sama leið valin fyrir almenning og þá sem komu þjóðinni á hliðina.

Ríkið gæti lagt til að bankar borguðu 50% skatt af hagnaði sínum sem nota mætti í almennar leiðréttingar, lífeyrissjóðsiðgjöld væru skattlögð strax og af hverju ekki að hóta skattlagningu á innistæður yfir 10 milljónum. Við gætum svo skellt fram lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur í kaupbæti.

Ef raunverulegur vilji er hjá stjórnvöldum til að skapa sátt í samfélaginu, með því að gera virka neytendur úr þúsundum samborgara okkar í stað þess að gera þá að heimilislausum skuldaþrælum, þá þarf að framkvæma og þora.

Ég held að hljóðið og viðhorfið í bönkunum og fjármagnseigendum muni breytast ef stjórnvöld tækju upp nýja og áður óþekkta siði með því að skattleggja hið raunverulega fjármagn í stað þess að berja endalaust á þeim sem minnst mega sín.

Hvað kostar að fara í þessar aðgerðir? Hvað kostar að gera það ekki?

Hvað kostar að koma upp félagsbústaðakerfi sem er nægilega stórt til að taka á móti þúsundum heimila sem eru á leið í þrot? Hvað kostar það hagkerfið og fyrirtækin að drepa niður heilu kynslóðirnar af virkum neytendum með þeirri skuldþrælkun og ofbeldi sem bankarnir og stjórnvöld í skjóli aðila vinnumarkaðarins predika fyrir? Hvað kostar að breyta þúsundum skattgreiðenda í bótaþega?

Það kostar örugglega miklu minna að leysa vanda heimilanna strax.

Hver verða næstu úrræði stjórnvalda á skuldavanda heimilanna?

Verða það raunverulegar lausnir eða bragga hverfi?

 

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Magnús Sigurðsson, 7.10.2010 kl. 16:58

2 identicon

Heill og sæll Ragnar Þór; æfinlega, auk Magnúsar og annarra gesta þinna !

Svörin liggja; í augum uppi. Það þarf að byrja á; að svæla út : Banka sorann - stjórnmála og embættismanna klíkurnar, og vinna að ÚTRÝMINGU þeirra draslara, sem kenndir voru við útrás nokkra, ágætu drengir.

Með; ÖLLUM tiltækum ráðum !

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Kröftugur og góður pistill!

Sumarliði Einar Daðason, 7.10.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Hannes

Góður pistill hjá þér. Vona að þeir sem hafa völdin taki þetta til sín.

Hannes, 7.10.2010 kl. 22:41

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Kominn tími til að kíkja hér inn ,ekki kemur maður að tómum kofanum. Lifi ég þann draum að sjá þessa ömurlegustu andþjóðlegu ríkistjórn falla!! "Skal ég dansa og daganna njóta,elda dýrindis rússínugraut",eins og segir í dægurlagi Ólafs Gauks. Kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2010 kl. 22:59

6 identicon

Það væri nú lag ef ríkistjórnin hætti að hugsa hvað þetta kostar og færi að hugsa hvað kostar það ef ekkert er gert. Hver vill búa á landi þar sem bara lífeyrisþegar og öryrkjar búa? Væri þá ekki betra að flytja til Florida?

Takk fyrir greinina:-)

Guðrún (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 23:14

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Flestar aðgerðir hingað til hafa verið bundnar við þá sem fæddir eru á hlaupársdag þau ár sem ekki er hlaupár. Eðlilega hafa því fáir nýtt sér þau, eiginlega bara sveitungar Steingríms sem fengu hann til að losa Saga kapital við skuldir þess banka.

Einar Guðjónsson, 8.10.2010 kl. 00:50

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel mig hafa sannað að hér er enginn 100 % Íslendingur í dag sem veit hvað jafngreiðsluveðskuldar lán merkir samkvæmt alþjóða lagahefðum. Eða hvað forsendur liggja að baki þeim.  Þess vegna eru samskipti við erlenda lánadrottna svo hægfara. Þeir nenna ekki að þræta við tossa að þeirra mati.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1103893/

Check this out!

Ég er með innbyggðan í heilanum Exel eins liðið í gamla daga. Þessi vegna læt ég ekki hafa mig að fífli. Allar formúlur hafa forsendu ramma. Sem gott er kunna utan að.  

Júlíus Björnsson, 8.10.2010 kl. 02:30

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Magnús

Já maður er enn að reyna, það fer vonandi fljótlega að koma uppskera þeirrar vinnu sem útskýrt hefur pistlaleysið undanfarna mánuði.

Þakka innlit og tengilinn á David Icke. Það er afar hollt að hlusta á David og það væri reyndar ekki vitlaust að spila þetta í grunn og framhaldsskólum fyrsta mánudag hvers mánaðar.

Heill og sæll Óskar

Dropinn holar steininn!

Þakka innlit og góða kveðju Sumarliði.

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.10.2010 kl. 09:17

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Hannes

Já það vona ég svo sannarlega því flest allt er hægt að gera, bara spurning um vilja og forgangsröðun.

Takk fyrir það Helga, hjartanlega sammála þér, ég skal koma með rúsínurnar.

Þakki innlit Guðrún 

Ég er hræddur um að ástandið sem núverandi ríkisstjórn ber ábyrgð á og hefur kuklað saman úr rústum þeirrar er síðast var hafi breytt sviða í stórbruna.Dómínóáhrif þess ástands sem nú hefur skapast hlýtur að vera öllu rökhugsandi og skynsömu fólki ljóst. En því miður er ekkert af svoleiðis fólki í Ríkisstjórn.

Sæll Einar, þakka innlit. 

Mjög góð samlíking, við ættum að kalla þessa ríkisstjórn hlaupaársríkisstjórnina og úrræðin 29 febrúar f.h.úrræðin.

Góður!

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.10.2010 kl. 09:25

11 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Júlíus

Þakka innlit og athugasemd.

VR lét gera skýrslu um verðtrygginguna þar sem niðurlag skýrslunnar var að skuldarar hafa almennt notið betri kjara á verðtryggðum lánum miðað við óverðtryggð lán. Þessu er hent fram af forystumönnum verkalýðsfélaga án þess að taka með í reikningin hvaða áhrif verðtrygging hefur á vaxtastig.

Skýrsluhöfundur kemur að vísu inn á þetta atriði ásamt mörgum öðrum punktum sem eru áhrifavaldar þess ástands sem við stöndum frami fyrir í dag. 

Þetta eru peningar launafólks notaðir í.Þ.e. búa til skýrslu um verðtryggingu, til þess eins að skrumskæla útkomuna og mistúlka hana vísvitandi til að geta talað um kosti verðtryggingar og hversu vel hún hefur reynst fólkinu. 

Sjá skýrsluna.

http://www.vr.is/Uploads/VR/utgefid_efni_vr/Verdtrygging%20fjarskuldbindinga.pdf

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.10.2010 kl. 09:36

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lánsformið hér er skilgreint of vertryggt miðað að við löglega aþjóðlega  jafngreiðsluskuldarverðtryggingarformið, 63.000.0000 kosta 20.000.000 á Íslandi í 30 ár en á sígildaforminum kostar 20.000.000 útborgun  aldrei meira en 36.000.000 til 40.000.000 og tryggir lánadrottininn fyrir verðbólgu að upp að 3,5% að meðaltali  á 30 árum. 105%/ 30 eru 3,5%.

Hér er þetta glæpalánsformi ekki notað erlendis vegna þess að t.d. í USA og UK er almenningur undir 5.000.000 ekki talin geta greitt hærri upphæð fyrir 20.000.000 útborgun en 36 til 40 milljónir. Erlendir lándrottnar er ágættar dómarar og komast að sömu niðurstöðu.

Íslendingar ættu að skammast sín fyrir að kunna ekki að reikna eða bera saman jafngreiðsluveðskuldarlán milli ríkja. Á þessu sviði skiptir engu máli hvað tossar telja að sé best fyrir fólk. Það er ekki fræðlegur möguleiki að veðrbólga verði minni hér í 30 ár en í UK ea USA. Þess vegna hækka laun umfram verðbólgu ekki almennt um 30%.    

Verðrtygging miða við neyslu vístölu virkar ekki ef fórnadýrið er látið borga skertar jafnskuldarveðgreislur til að byrja með   og stigvaxandi hraðar en verðbólgan í framhaldi. 

Fífl blanda verðtyggingur og okurvaxtalánsformi saman. Venjulegt jafnveðskuldararlánsform  er besta verðtrygginarar lánsformið í augum fræðinga alþjóðasamfélagsins og mín.  Bullið eða fjárólæsið hér í H.Í sem annarstaðar er á heimsmælikvarða. VR er skipað liði sem notar Exel þar kemur ekki fram að negam lán er mikið óhagstæðara en jafngreiðsluveðskuldarform eftir 5 ár í ríkjum þar sem verðbólga er yfir 2,5% á 30 árum.  Enda fellur það undir áhættu fjárfestingar og ætti að bera þetta þetta lánsformið undir Seðlabanka EU, máli mínu til staðfestingar.  Negamlánsform enda með hruni almennings í skýrslu reynslunnar og það þarf ekki að deila um það. Viðhaldskostnaður 7,5 miljjónar kostar 24.000.000 ef teki að láni. 85.000.000 vegna 20.000.000 úrborgunar hvað kostar það í tekjur á starfsæfinni? 

Júlíus Björnsson, 8.10.2010 kl. 12:06

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tölfræðin sannar að fimm árum eftir 1985 fór greiðslu erfiðleikar launþega undir 5.000.000 árstekjum vaxandi og fasteigna verð dýrari fasteigna vegna eftirspurnar rýnaði. Stærstur hluti þessa hóps hefur síðan 1994 neyðst til að skipta eldri lánum fyrir fyrir ný glæpalán lægri til að byrja með. Falskur kaupmáttur þessa hóps eftir 1994 var greiddur niður með erlendum lántökum meðan ábyrgir erlendar lánadrottnar trúðu því að veðskuldarsöfn Íslensku þjóðarlánadrottnanna væru lögleg alda hefðbundin jafngreiðsluveðskuldarlán til 30 ára. Þar sem útborgaður lánhöfuð stóll er í minsta lagi 50% af heildarveðskuldinni í þeirra eigin 30 ára verðsbólgu næstu 30 árin. Hér er sami útborgaði lánshöfuðstóll mest 33% og minnkar þegar verðbólgu meðaltalið fer yfir 3,0%. Þetta þarf ekkert að rífast um staðreyndir eru staðreyndir og fjámál er einföld í augum þeirrra sem eru læsir á grunninn.         VR skýrslurnar sanna vanhæfi þeirra sem sömdu, þá ætti að reka strax.

Júlíus Björnsson, 8.10.2010 kl. 12:31

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvenær ætli dómsmálaráðherra sýni það þor að skora skilanefndir gömlu bankanna og forystu lífeyrissjóðanna á hólm og setja í gang opinbera rannsókn á starfsemi þeirra? Sem og aðra þá sem höndluðu og höndla enn með fjármuni almennings í skjóli vafasams umboðs.

Allri þeirri forarvilpu spillingar sem þessi spurning mín tengist verður viðhaldið hér þar til - ef - einhver djarfhuga stjórnmálamaður tekur af skarið og semur við erlenda sérfræðinga í efnahagsbrotum hvítflibba um að taka þau mál að sér.

Árni Gunnarsson, 8.10.2010 kl. 14:16

15 identicon

Hvar hefur þú verið Ragnar ??

Þín skrif eru nauðsynleg í baráttunni !

Gott að þú sért kominn aftur !!

runar (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 14:31

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kæri félagi og stjórnarmaður Ragnar!

Ég krefst þess að eftirfarandi útreiknar á upplýsingum Íbúalánsjóðs séu hraktir af sem höfundum þessar fávita skýrslu. Þjóðverjar væru löngu búnir að henda sínu verðtryggingarformi ef glæpaformið Íslenska væri löglegt og kæmi betur út. 

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1104285/

Hjörleifur Guttormsson mætti skoða þetta líka. Það er engin glæpur að treysta embættismönnum og meintum sérfræðingum þangað til flett hefur verið ofan af fölsurunum.

Júlíus Björnsson, 9.10.2010 kl. 04:01

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það var gerð úttekt á jafngreiðsluveðskuldarsjóðum hér 2004 og þá uppgötuðu útlendingar um svindlið hér, þeir skilja hinsvegar fáir hverskonar apar stjórna hér.   2005 var gefið upp að bankarnir væru að lána hvor örðum enda búið að loka flestum  lánalínum.  Vafalaust hafa stjórnmálaleg og viðskiptaleg sambönd hjálpað til tefja hrunið svo sem stofnun Icesave reikninga til borga factora [aðilar sem búa við rýmri reglur en ábyrgar bankastofnanir]  út.  Heimskur maður byggir hús sitt á sandi.

Gjaldeyristryggingarveðskuldbréf Glitnis áttu að mynda veðsöfn til að reyna ná í reiðu fé út fyrir ábyrgalánstofnanir í EU. 

Allir sem hafa verið lánadrottnar eins og ég þekkja falsara um um leið einkennin eru alltaf þau sömu. Fávísir sanna sig með því að koma ekki heiðarlega fram gangvart lánadrottnum þegar leikun á verða lokið og halda áfram að afskrifa skuldir áhættu fjárfesta og tefja málin.  Undanskot líður enginn.

Júlíus Björnsson, 9.10.2010 kl. 04:18

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skerðing á jafngreiðslu  360 gjalddaga 38 milljóna veðskuldláns til að hækka raunvirði veðskuldurnar er lúmsk því þetta örlæti er ekki nema  4kr til 27 kr  í verðbólgu á milli 3% og 8%. Hinsvegar reiknast verðbætur í framhaldi á 359 x sinnum 27 kr eða 9.570 á síðari tíma gjaldaga þetta  sinnum 12 eru 144.000 ári á fyrstu 12 mánuðunum. Til hækkunar raunvirðs mats veðlánsjóðanna.  Fals sem hækkar raunvirði mánaðar gjalds umfram verðbólgu á síðasta gjalddaga um 300% er ekki til að bæta lögleg jafnskuldaveðbréf ríkja sem  búa við efnahagslegan stöðuleika  hvað varða launþega hóp undir 5.000.000 í árstekjum síðustu 30 ár. Það er ekki verðtryggt með tilliti til greiðslu eins og lög kveða á um frá 1982.  Því er ætlað verðtryggja væntingar um verðbólgu eða vöxt raunvaxtanna á lánstímanum. Sem gekk upp og verður aldrei endurtekið til gang upp. Alþjóðleg fyrirmyndar form er það sem þarf hér. 

10% erlendis takmarkast við áhættu og skammtíma að liði sem hefur efni á því.

Júlíus Björnsson, 9.10.2010 kl. 22:48

19 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þú hefur vonandi boðið þig fram til stjórnlagaþings?

Ævar Rafn Kjartansson, 10.10.2010 kl. 00:38

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sem gekk ekki upp og verður aldrei endurtekið til ganga upp.

Júlíus Björnsson, 10.10.2010 kl. 01:49

21 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir.

Júlíus 

Það er átakanlegt að horfa upp á félag launafólks moka peningum í að réttlæta lögvarða þrælkun. 

Okkar næsta verk er að búa til ramma utan um hið sjúka valdasamfélag sem við búum í. Þá fyrst getum við vonast eftir einhverjum sem hefur kjark og þor að hugsa út fyrir hann. Allar lausnir sem frá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum koma virðast miða að því að halda valdastrúktur óbreyttum og kerfisvillunni sem, bakkar hann upp, gangandi. 

Það er í raun alveg stórmerkilegt hvað lítið hefur breyst frá einu messta kerfishruni alheimssögunnar. Munurinn er kanski sá að byggja á nýtt kerfi með sama sandinum, nema nú ætla stjórnvöld að prófa mýrina sem næstu undirstöðu.

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.10.2010 kl. 10:05

22 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Árni

Þetta er nú eitt af stóru vandamálunum að þeir sem hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir er fara gegn fjórflokkavaldinu og ríkjunum tveimur sem stjórna þessu landi komast aldrei í aðstöðu til að taka þær. Það er eitt að til eru þingmenn og einstaklingar sem væru vel til þess fallnir að stjórna. Það er einfaldlega séð til þess að halda þeim í hæfilegri fjarlægð frá raunverulegum ákvarðantökum.

Dropinn holar steininn og hlutirnir breytast ekki að sjálfu sér svo mikið er víst. Þess vegna þurfum við að spyrja sömu spurningana aftur og aftur eða þangað til að við fáum svör sem við sættum okkur við.

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.10.2010 kl. 10:24

23 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Rúnar

Hvar hef ég verið? Ég hef verið að vinna í næstu skrefum í báráttu minni við kerfið. Vonandi sést árangur þeirrar vinnu fljótlega.

Er hvergi nærri hættur, rétt að byrja :)

Þakka hlý orð.

Sæll Ævar

Nei, ég hef ekki boðið mig fram til stjórnlagaþings. Hef reyndar ekkert velt því fyrir mér, Þakka hinsvegar traustið.

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.10.2010 kl. 10:30

24 identicon

Sæll Ragnar

Gott að þú ert kominn á stað eftir sumarfrí.

Skrifin þín eru góð og vona að þú haldir áfram á þinni braut að halda vörð um kjör launafólks.

Þorlákur (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 11:49

25 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Þorlákur

Geri mitt allra besta í þeim efnum og reyni að standa við það sem ég lofaði félagsmönnum VR að gera fengi ég umboð þeirra. Eitthvað sem margir meðstjórnendur mínir í stjórn VR mættu taka til fyrirmyndar. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.10.2010 kl. 13:46

26 Smámynd: Vignir Ari Steingrímsson

takk fyrir enn einn dúndur pistilinn meistari.

hlakka til að sjá uppskeruna af því sem þú ert búinn að vera að vinna að ;) 

Vignir Ari Steingrímsson, 14.10.2010 kl. 15:26

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Alli verða að kunna að reikna raunvirði greiðsluraðar jafngreiðslu skuldabréfs eins og er gert þegar um ófölsuð jafngreiðslu lán er að ræða.

EXEL hjá íbúðlánsjóði gefur miðað 16,0% verðbólgu á ári næstu 30 ár að ef jafngreiðsla [annutetið] sem samið eru um er fast 107.439 á mánuði þá verði lokagreiðsla 9.217.289 kr. hinsvegar eru  16,0% x 30 = 480% og greiðslan verðtryggð ætti því að vera að raunvirði  515.717 kr.  Þetta er talverð skekkja á falsað forminu sem einskorðast við almenna tekjuþega.  Verðbólga mælist nú um 16,6% frá 1988 að meðaltali. 18,7% frá 1992.

Það hlýtur að almenn krafa hjá öllum hagfræðingum launþegasamtak Íslands að falsaða formið verði lagt niður og tekið upp ófalsað verðtryggt jafngreiðslu form.  

Lækkun á fyrsta gjalddaga er hinsvegar ekki nema um 439 kr.

Ég set ?merki við hverjir skulda hverjum.

Júlíus Björnsson, 15.10.2010 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband