Útför heimila í boði lífeyrissjóða.

Eignir lífeyrissjóðanna voru í árslok 2007 um 1.647 milljarðar. Af þeim voru rúm 25% í verðtryggðum húsnæðislánum almennings eða um 420 milljarða. Frá árslokum 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 30% eða úr 282,3 stigum í 365,3 stig. Sem þýðir að varlega áætlað hafa sjóðirnir hagnast á verðbótum fasteignalána almennings um ríflega 126 milljarða frá ársbyrjun 2008.

Það vill gleymast hvað raunverulega lagar eignastöðu lífeyrissjóðanna þegar þeir birta mánaðarlega stöðu sína, mat sem einkennist af veruleikafirrtu verðmæti eignasafna.

Gríðarleg eignatilfærsla frá fasteignum almennings til sjóðanna hefur myndast vegna ástands sem sjóðirnir sjálfir eiga stóran þátt í að skapa.

Nú hafa lífeyrissjóðirnir bætt um betur og keypt skuldabréfavafning af seðlabankanum upp á 88 milljarða með 7,2% vöxtum. Hverjir borga þessa vexti sem eiga að rétta við tryggingafræðilega stöðu sjóðanna um 1-2%?

Þessir vafningar eru skuldabréfaútgáfur íbúðarlánasjóðs. 

Þetta staðfestir að ekkert er í pípunum um almennar leiðréttingar á stökkbreyttum höfuðstól húsnæðislána. Þvert á móti ætla sjóðirnir og ríkið að hagnast umtalsvert á okurvöxtum sem heimilin og fjölskyldurnar þurfa að standa undir og bera um ókomin ár. Sem dæmi um okurvexti má benda á að verðtryggt húsnæðislán á 5% vöxtum miðað við 3,5% verðbólgu jafngildir rúmlega 14% vöxtum í 40 ár.

Hver eru þolmörkin?Eru lífeyrissjóðirnir að jarðsyngja heimilin í skjóli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins?

Hér er verið að viðhalda sömu kerfisvillunni og kom okkur í þá stöðu sem við stöndum frami fyrir í dag, sömu stöðu og fjölskyldur og einstaklingar lentu í eftir að verðtrygging launa var afnumin árið 1982 sem færustu hagfræðingum okkar telja verstu hagstjórnarmistök íslandssögunnar.

Ætlum við virkilega ekkert að læra af þessu hruni?

Í stað breytinga í viðskiptalífinu, er gefið upp á nýtt. Sama spillingin, ný andlit.

Hér er ennþá bankaleynd og þagnarskylda, gegnsæi er ekkert.

Hér hefur ekkert breyst og ekkert virðist ætla að breytast.

Samkvæmt Þessari samantekt verður áfram rekið hér hagsmunasamfélag fjármagnseigenda á kostnað þeirra sem minna mega sín. Nú hafa ungar fjölskyldur og millistéttin bæst í hópinn.

Það hlýtur að vera lágmarks krafa fólksins að jafnræðis sé gætt. Jafnræðis þannig að fjármagnseigendur taki að minnsta kosti hálfa byrðina sem venjulegt fólk tekur nú á sig vegna aðstæðna sem það átti engan þátt í að skapa.

Mig dreymdi um að hér væri hægt að reisa samfélag á grunni hrunsins þar sem þjóðin sem heild gæti lifað í sátt og haft sameiginlegan hag af stöðugleika. Ekki bara skuldarar heldur fjármagnseigendur líka. Mig dreymdi um gegnsæi í fjárfestingum lífeyrissjóða og í rekstri hins opinbera. Ég vonaðist eftir breytingum í stjórnsýslunni þar sem hæfni verði tekin fram yfir frændsemi.Ég vonaðist til að geta kosið einstaklinga en ekki flokka og ég vonaði að fólkið sem byggir þetta land yrði sett í fyrsta,annað og þriðja sæti.

Nú virðist stefna í að sá draumur sé í álíka fjárlægur og sólin þrátt fyrir fögur loforð.

Stjórnendur lífeyrissjóða hafa talað um kosti kerfisins við að hlífa komandi kynslóðum byrgði sem ríkið þarf að bera vegna lífeyrisskuldbindinga framtíðarinnar. Miðað við ástandið í dag og fréttir um kaup sjóðanna á skuldabréfavafningum seðlabankans á að knésetja nokkra árganga af fólki.

Árgangar sem verða sendir eignalausir eða stórskuldugir á lífeyri.

Getum við treyst sjóðunum sem hafa kerfisbundið tapað eignum okkar í kerfisbundnum eignabólum og markaðshruni. Getum við treyst fámennum hópi fólks til að standast freistingar um skyndigróða í leikhúsum braskara og skrúðkrimma.

Hvað kostar ríkið að halda uppi eignalausu fólki ef sjóðirnir standa ekki undir þeirri ábyrgð og væntingum sem til þeirra eru gerðar?

Hvað kostar samfélagið að afnema ekki verðtryggingu?

Í dag stöndum við frami fyrir einstöku tækifæri til að breyta þessu kerfi í eitt skipti fyrir öll, til mikilla hagsbóta fyrir samfélagið í heild.

Af hverju ekki að fækka sjóðunum úr 37 í 1 og af hverju getur hlutverk sjóðanna ekki verið að sjá sjóðsfélögum fyrir hagstæðum fasteignalánum og vera í forystu hlutverki stöðugleika í stað sérhagsmuna, þenslu og okurvaxta.

Hver er mikilvægasti lífeyrinn og hvað er mikilvægast fyrir framtíðina?

Hvernig ætla sjóðirnir að fjárfesta margfaldri landsframleiðslu á íslenskum mörkuðum og viðhalda stöðugleika í leiðinni?

Hlutverk sjóðanna er að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sinna. Það felst í því að kaupmáttur okkar verði sem mestur eftir að vinnuskyldu líkur í stað þess að gera okkur að skuldaþrælum í 40ár til að hafa það þokkalegt í 5 eða 10 ár. Saga sjóðanna í fjárfestingum er þyrnum stráð og því ekki sögulega líklegt að þeim takist að geyma þau verðmæti sem þarf til að halda uppi eignalausum almúganum.

Ábyrgðin er því mikil sem hvílir á herðum stjórnenda því við megum svo sannarlega ekki við fleiri áföllum en orðið hafa þó sjóðirnir hafi söguna svo sannarlega ekki með sér. 

Í gegnum starf mitt í smásöluverslun hef ég séð miklar breytingar á markhópum sem halda uppi neyslu umfram helstu nauðsynjar.

Neyslunni er haldið uppi af fólk sem tekist hefur að eignast eitthvað og skuldar lítið. Þessi hópur sem um ræðir kemur til með að geta lifað á lágmarks framfærslu og verið virkir neytendur á sama tíma, fyrirtækjum og atvinnulífinu til góða. Hópurinn sem um ræðir er á fimmtugs og sextugs aldri.

Framtíðin er því ekki björt hjá ungum fjölskyldum. Tækifæri breytinga eru svo sannarlega til staðar en það er undir okkur sjálfum komið hvernig við spilum úr þessu.

Hvernig framtíð viljum við? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér eru allar aðgerðir stjórnvalda miðaðar út frá forsendum fjármagnsins og hagsmuna þeirra sem stýra fjármagninu. Það er ekkert leyndarmál að valdið er alltaf í höndum þeirra sem sýsla með annara fé.

Það sem flestir óttast nú mest er hinsvegar altæk yfirráð AGS og mótþróalaus undirlægjuháttur ríkisstjórnarinnar.

Fólk óttast í dag fyrst og síðast söfnuðinn í Stjórnarráðinu.

Ég held að fáir treysti sér til að hugsa til næstu mánaða og hryllingsins sem hrundar fjölskyldur munu þá standa frammi fyrir.

Þetta held ég að allir sjái nema ríkisstjórnin.

Árni Gunnarsson, 4.6.2010 kl. 22:25

2 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - og þið Árni Skagfirðingur, sem og aðrir !

Ætli sé ekki hyggilegast; að ég segi sem minnst, hér á síðu þinni, um nokkra hríð, svo ''siðgæðis'' vitund þeirra Hádegis móa manna (Mbl. manna), sé ekki ögrað, að nokkru, Ragnar minn ?

Lífeyrissjóða kerfið; er jú ýmsum, hér á Fróni, heilagra en hinn helgi Graal, og önnur tákn, liðinna alda, eins og þú veist, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; úr öskustó Árnesþings /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 13:33

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland sker sig úr hvað varðar þroskuð ríki. Hér kann enginn að lána langtíma1 veðréttar veðbandlán til búsetu launþega, hvers vinna skapar innri eigin hangs hvers ríkis.

Sigur Jón Árnason segir í fréttablaðinu að fasteigna lánin hafi verið á allt of  lágum vöxtum hér. Á hann þá við lán til bygginga kostnaðarbygginga?

Því rannsóknir mínar sanna að í tilvikum 30 ára lána 1. veðréttar í hornsteinum eru öll ríkin sem teljast þroskuðu ánægð með 20-30% raunvexti þá miðað við allan lánstímann. 3% hluti þeirra vaxta [5%-7%] fer alltaf í að mæta verðbólgu næstu 30 ára.   Hér er hinsvegar stundað NegAm lánastarfsemi sem tryggir í meðaltalsverðbólgu um það bil 120% raunvexti þegar verðbætur hafa verið teknar af.

Þegar búið er að semja um verðtryggingu eftir á liggur ljóst fyrir hver raunávöxtun verður þegar um er að ræða áhættu laus 1. veðrétta veðbandalán í heimilum.

420 milljarðar skila hjá þroskuðu ríkjum um   8 til 12 milljaraða raun hagnaði á ári. Veðbréfum sem bjarga lausafé að verða verðbólgu að bráð og eru þessi bréf því hinn raunverulegi  þrautarvarasjóður sem aldrei er veðsettur nema á stríðstímum.

Hér skila þessir 420 milljarðar sannanlega miðað við þinglýsta samninga um 33 til 60 milljörðum í hagnað á ári.  Við erum að tala um 1650  til 3000 20.000.000 lán. 

Hinsvegar er ríkisvædda NegAm lánsformið hér víðast hvar undir ströngu eftirliti og á mörkum að vera löglegt hvað varaðar saklausan almenning.

Miðað  við 3,2% verðbólgu næstu 30 ár eins og í UK og USA  þyngist greiðslubyrði svo lána og er orðinn 30% hærri en verðbólga í lokin.

Hér var logið að fólki og reyndar starfsmönnum IMF líka að stærðfræðilega væri þetta gert til að auðvelda almenningi þak yfir höfuðið.

Best til þess er að koma 30 ára kröfunni úr 120% niður í 20% að mínu mati og annarra þroskaðra.   

Síðan sýnd greiðsluáætlun án verðbólgu sem er líka sölublekking því allir vita að verðbóla verður ekki minn hér en í Hollandi og UK t.d. Grunnformið á alltaf að miða minnstu hugsanlegu verðbólgu.  Ásmundur í Nýja LB sem engan vita um verðbólguna í framtíðinni. Sem er ekki rétt því hún er minnst aðeins hærri en í UK og Þýskalandi.   

Svo vita NegAM krimmarnir erlendis að þegar uppfasteigna markaður fer upp þá er best að selja bréfin með lágu vöxtum fyrst og væntanlegur kaupandi telur seljanda neyðast til að selja fasteigina þar sem veitir byrjenda afslátt af vaxtagjald.  Haldi markaður áfram að rísa í 5 ára fær selja hinsvegar allt sitt til baka og gott það.

Það er svo einfalt að reka 1 .veðréttar lánastarsemi að 1 starfsmaður á 450.000 krónur getur getur afgreitt 1200 20.000.000 kr. lán á ári.

Þetta er nú Alþjóða þroskaða vitneskjan sem hefur aldrei borist til Íslands. Sem enn er að lána öllum með ráðherra og aflakónga álagning eins og fyrir 100 árum.

Hrunnið var orðinn veruleiki 2002 Þegar fasteigna verðið fór upp, 30% yfir nýbyggingarkostnað  og skýrsla 2005 starfsmanns IMF. Segir á háðska hátt að ungu bankastjórnanna vanti veð og reynslu í langtíma veðbandalánastarsemi og Íbúðalánsjóður geti kennt þeim fyrir myndar rekstur  hann þá með 5,1% raunvaxtakröfu að sögn.

Þetta þarf ekki að kenna erlendis. Svo segir IMF að fræðingar séu að stúdera í Seðlabankanum og séu með kenningar í þessum efnum sem vegi fyllilega upp á móti ráðum IMF. Þetta er lesið með Alþjóða þroskuð skilningi að hér búi fífl. Það þarf ekki að stúdera íbúðalánstarfsemi í þroskuðum ríkum

Fyrstu lánin eftir verðtryggingu um 1982 15-25 ára báru um 8% raunvexti. 1997 -2002 vor þau að skila sinni hámarksverðbótatryggingu. Kallað snilld reynslulausu Bankastjórnanna og hluthafa arður.

Maður sem verður að borga greiðslu erfiðleika lán til æfloka þarf heldur betur góðan ellilífeyrir.  Þetta heitir að skjóta sjálfan sig í fótinn.

Ég var að bæta gröfum inn.http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Ég tel Íbúðlánasjóð og lífeyrissjóði vera skaðbóta skilda vegna falslána á 1 veðrétti í heimilum fólks undir 600.000 á mánuði sem fór til kaupa á íbúðinni.

NegAM formið hámarkast við 5 ár og sumarhús, snekkjur og fl.

Júlíus Björnsson, 7.6.2010 kl. 04:10

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er alltaf gott að lesa bloggið þitt og orna sér við eld réttlætisins sem þú elur í brjósti þér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.6.2010 kl. 19:40

5 identicon

Því miður er þetta rétt sem þú skrifar Ragnar.

Mikilvægasta setningin er þessi: "Hlutverk sjóðanna er að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sinna."

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:47

6 identicon

Hér er afar athyglissverð grein á ferðinni sem og útleggingar Júlíusar. Ég má til með að bena þér (Ragnar Þór)  á afstöðu Þorvalds Gylfasonar varðandi krónukaup lífeyrissjóðanna í umfjöllun DV í dag.

Jóhann Hauksson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 07:04

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vegna NegAM veðbanda húsnæðislánkerfisins með 203% vöxtum minnst á 30 árum í 3,2 verðbólgu [30 ára verðbólga í UK og USA], mátti króna ekki veikjast sem hefði kostað hrun lífeyrssjóðakerfisins m.a. sem tekjufærir og eignfærir áhættuvexti vegna verðbólgu og greiðsluerfiðleika.  Kallar þetta raunvexti. Í USA og UK eru sömu 30 ára heildarvextir 93%.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Júlíus Björnsson, 9.6.2010 kl. 14:24

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://frontpage.simnet.is/uoden/negam/index.htm

Almenningur hér sem lagði fram 1. veðrétt og samþykkti 80% raunvexti til 25 til 40 ára á ekki að borga eyri meiri samkvæmt alþjóðalögum.

Þessir raunvextir eru um 20%-30%  hjá öllum ríkjum þar sem stöðugleiki ríkir. 1 veðréttar jafngreiðslu lán til 30 ára eru 80% með föstum vöxtum þar 50% - 60% vaxtagjalda fara í að leiðrétta verðbólguna næstu 30 ár. Er ekki eignfært hér í formi m.a. lífeyrissjóðstekna.

Ólöglegi Negam verðbótaútreikningur hér er ekki til að auðvelda íbúðarkaup hann er til að koma lántaka taka í greiðslu erfið leika og hirða af honum eignirnar. Þetta er ekki vandi að sanna með einfaldri að mínu mati stærðfræði.  Þetta er kol ólöglegt almennt grunnlánsform á alþjóða mælikvarða sem skattmann heldur verndar hendi yfir hér.

Júlíus Björnsson, 13.6.2010 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband