Voru lífeyrissjóðirnir þolendur eða gerendur?

Nú hafa komið fram yfirlýsingar frá lífeyrissjóðunum um að þeir hafi verið þolendur í hruninu og ætli að leitast við að fara í skaðabóta mál við gömlu bankana.

Hið rétta er að almennir sjóðsfélagar voru þolendur í þessu máli en ekki stjórnendur sjóðanna.

Það er átakanlegt að horfa upp á stjórnendur sjóðanna, sem bera ábyrgð á fordæmalausri áhættusækni og peningamokstri í svikamyllur skrúðkrimmana, ætli að stilla sér við hlið okkar sjóðsfélaga sem fórnarlömb er algerlega siðlaust.

Stjórnendur sjóðanna voru gerendur í þessu máli. Þeir bera ábyrgð lögum samkvæmt.

Það komu fram spurningar um hvort lífeyrissjóðirnir færu í mál við stjórnendur Glitnis á sínum tíma þegar Vilhjálmur Bjarnason stefndi stjórnendum bankans vegna sjálftöku þeirra.

Nokkrir þaulreyndir lögmenn töldu það hæpið þar sem lífeyrissjóðirnir áttu stjórnarmenn í bönkunum og þar af leiðandi komu að ákvarðanatöku um lánveitingar bankanna til tengdra aðila.

Sem dæmi sat Gunnar Páll fyrrv.stjórnarform. LV í stjórn og lánanefnd Kaupþings fyrir fjóra stærstu sjóðina. 

Lífeyrissjóðirnir höfðu gríðarleg ítök í bankakerfinu og í fyrirtækjum útrásarvíkingana. Stjórnendur sjóðanna fjárfestu eins og engin væri morgundagurinn í þeim sýndarveruleika sem settur var á svið fyrir almenning.

Þetta var gert í skjóli bankaleyndar og þagnarskyldu.

Upplýsingar sem stjórnendur sjóðanna höfðu aðgang að en almenningur ekki.

Sjóðirnir keyptu skuldabréfaútgáfur útrásar krimmana í stórum stíl þó vitað væri að veldi þeirra væru á stórskuldum byggð.

Eftir að hafa lesið útboðslýsingar á skuldabréfaútgáfum Bakkavarar, Exista, Símans og fleiri fyrirtækja sést vel hversu glórulausar fjárfestingar þetta voru.

Þeir stjórnendur sem enn sitja við ketkatlana segja að auðvelt sé að vera vitur eftir á.

Hver er þá krafa sjóðsfélaga til þeirra sem þáðu boðsferðir, gjafir, tugmilljónir í laun, bónusa, lúxusbíla ofl.

Hvet alla að lesa hér útboðslýsingu á skuldabréfi Bakk 03-1 Bréf sem hefur verið í vanskilum síðan það féll. Þetta sýnir að Bakkavararbræður hefðu allt eins getað skrifað upphæðina á gulan post-it miða og lagt inn í sjóðina sem skuldaviðurkenningu. Post-it miðinn hefði líklega ekki fengist skráður í kauphöllinni en virði skuldabréfsins og Post-it miðans væri það sama í dag.

Höguðu stjórnendur lífeyrissjóðanna sér eins og meðvirkir alkahólistar sem neituðu að horfast í augu við drykkjuvandamál bankanna og útrásarfyrirtækjanna. Eða spiluðu þeir blindfullir með?

Vissulega voru einhverjir blekktir en einhverjir hljóta að hafa haft vitneskju um hvað var í gangi. 

Við sjóðsfélagar höfum aðgang að öllum skuldabréfaútgáfum skráðum í kauphöll íslands. Stjórnendur sjóðanna neita að gefa upp hversu mikið þeir keyptu í þessum útgáfum.

Ef stjórnendur sjóðanna voru svo grandalausir gagnvart því leikriti sem sett var á svið fyrir almenning, að þeir keyptu allt sem að þeim var rétt, hljóta þeir í það minnsta að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu.

Ragnar Þór Ingólfsson

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér  Ragnar, það er átakanlegt að fylgjast með hrunaliðið lífeyrissjóðanna ætla að fyrra sig ábyrgð með lögsóknum á útskúfaða bankamenn.

Formaður SI fer fremstur í flokki.  Formaður samtaka sem hafa birt heilsíðuauglýsingar í blöðum og sjónvarpi þar sem gefið er til kynna að helstu skattsvikarar Íslands séu verktakar, sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn og handverkskonur. 

Fjármagnið sem þessi samtök hafa úr að moða hefur verið fengið með meira en lítið vafasömum skylduaðildargreiðslum, sem nú hafa verið úrskurðaðar ólöglegar af mannréttinda dómstól Evrópu.  Framkvæmdastjóri SI telur vera um misskilning að ræða það þurfi að skýra betur út hvers vegna þeir eiga að hafa með þessa 400.000.000 gera.  Spurningin er hvort formaðurinn og bankaeigandinn fyrrverandi haldi útgáfu boðaðrar bókar um Hafskipsmálið til streitu með fjármunum úr þeim sjóðum sem ríghaldið er í.

Þetta lið sjóðasukksins berst um á hæl og hnakka við að halda sér þar sem aurarnir eru.  Þessi barátta kristallast í endurreisn Sjóvá, eftir að allir bótasjóðir höfðu verið tæmdir fékk félagið 16.000.000.000 frá skattgreiðendum og hefur eftir það notað hluta fjármunanna við að auglýsa skipulagningu "nágrannavörslu" þar sem reynt er telja fólki  trú um að þjófur sé hverju garðshorni. 

Magnús Sigurðsson, 20.5.2010 kl. 11:22

2 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Leikritið heldur bara áfram. Allir eru þolendur en ekki gerendur og syngja "ekki benda á mig". Stjórnendur lífeyrissjóðanna fengu gefins "haltu-kjafti brjóstsykur" eins og svo margir aðrir í þessu þjóðfélagi. Er ekki tími til kominn að þeir kyngi og játi að hafa brugðist eigendum sjóðsins?

Guðrún 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 20.5.2010 kl. 11:32

3 identicon

Þeir segja "Það er auðvelt að vera vitur eftir á" en þeim var væntanlega greitt fyrir að hafa vit á því sem þeir voru að gera og geta séð fyrir hluti sem aðrir gátu ekki.

Ef ég vissi ekkert hvað ég væri að gera í mínu starfi yrði ég væntanlega ekki lengi með vinnu.

Steinn Sig (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 12:36

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Einhverjir stjórnendur voru vissulega blekktir. Það er hinsvegar alveg ljóst að kerfið í heild sinni undir forystu Landsamtaka lífeyrissjóða, vissu alveg hvað klukkan sló. Miðað við þær upplýsingar sem fram hafa komið er útilokað að menn hafi ekki vitað hver staðan var. Nema um svo stórfellt gáleysi sé að ræða að menn hafi keyrt áfram í fjárfestingum með bundið fyrir augun. Hvor skýringin sem er, kalla ég sem sjóðsfélagi og stjórnarmaður i VR eftir ábyrgð og uppgjöri.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.5.2010 kl. 13:28

5 identicon

Þessir stjórnendur eru ótrúlegir koma fram sem fórnarlömb. Þetta fólk lánaði okkur og fór svo í að gambla með krónuna. Þetta hefur ekkert verið rannsakað og verður sjálfsagt ekki gert. Þeir sitja áfram,sömu laun og gæði. En við fáum að borga ofvaxinn höfuðstól lána.

Ég lít á þessa menn þannig að þeir réðust á allar fjölskyldur í landinu með okkar eigin peningum og skilja eftir sviðna jörð.

Það þarf að rannsaka,dæma og ef þetta reynist rétt þá þarf að leiðrétta höfuðstóla allra lána því ekki getum við byggt upp kerfið á ránsfeng. Síðan þurfum við að leigja pláss í Super Max fyrir alla þessa menn.

Ragnar þú hefur verið að gera góða hluti haltu þínu striki.

Sæmundur (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 13:32

6 identicon

Er þettað ekki bara sama , stór hluti þjóðarinar tók erlendlán þó að það sé ekkert annað enn spákaupmenska að vera með lán í annari mynt enn tekjur. Svo var nú búið að segja í lengri tíma að staða krónunar væri að minstakosti 20-30% of hátt skráð. Það erum nú bara við sjálf sem eigum stóranhlut af þessu, þó að bankamenn og aðrir gosar hafi átt þar hlut og hann ekki lítinn.

Simmi (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 14:13

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í sambambandi við lífeyrissjóði sjálftökum aðila un merkjum atvinnurekanda og launþegasamtaka þá er kominn tími til að leggja þá þá niður. Eiga sér enga hliðstæðu í þeim löndum sem kallast þroskuð. Á Íslandi eru um 52% þjóðarinnar starfandi á móti 12% eldri en 65 ára. Í Þýskalandi er um 48% íbúa starfandi á móti 20% starfandi. Í Færeyjum eru um 68% starfandi á móti 15 eldri en 65 ára vegna þess að þeir búa við okur fjármálamafíu. Tekjur á haus í Færeyjum líka 30% til 40% hærri en Íslendinga [við borgum fyrir að vera með hærri þjóðar tekjur með láni frá AGS, það gengur ekki endalaust].

Þjóðverjar eru með metri stærðfræðinga og hagfræðinga en Íslendingar. Þess vegna eiga Íslendingar að koma hér upp grunn jafnflæðislífeyriskerfi allra landsmanna samfara að þjóðanýta alla sukk sjóðina.

Það ganga hér upp allvarlega ranghugmyndir um jafngreiðslu lán með með í híbýlum almennings sjá: Pressan.

Á Íslandi tryggir verðtryggingin hins vegar að heimili verða ekki fyrir því lausafjáráfalli sem þau annars yrðu ef nafnvaxtakrafa, og þar með greiðslubyrði, íbúðalána myndi fylgja verðbólgu nákvæmar og í samræmi við raunvaxtakröfuna. Og svo lengi sem íbúðaverð hækkar nægilega hratt til að halda nafnverði áhvílandi verðtryggðra lána undir nafnverði viðkomandi íbúðar eru heimilin til í að borga af láninu, ellegar myndu þau missa af eigin fénu sem þau ættu í íbúðinni (og öðrum aðfararhæfum eignum samkvæmt íslenskum lögum). Þetta hefur gengið síðan 1997 þegar gólfið var sett en er hins vegar að bresta verulega í dag; greiðsluvilji, og greiðslugeta, heimila er á þrotum. Og þá er fjandinn laus.

Þetta er rétt í raunveruleika annarra þjóða. Hinsvegar er ég búinn að sanna með stræðfræðilegum útreikningum að þetta er algjör mótsögn

Í fyrsta lagi er nafnvextir Íslenskra húsbréfa reiknaðir á gjalddögum sem vaxtavextir og verðtryggðir fyrirfram og eftir á.

Raunvextir eru það allmennt sem skilar sér af Nafnvöxtunum þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu og greiðslu affalla.

Þess erum við að tala um vaxtavaxtaða raunvexti. Á Íslandi lámark 7,8%.

Svo kölluð Íslensk verðryggingarleiðréttingar formúla jafngreiðsluformúla byggir á jöfnu sem er upphafalega um 1930 nálgun. Segja má að skekkjan takmarkist við 48 gjaldaga, 2,5 verðbólgu og 2% raunvöxtunarkröfu. Þessvegna nota aðra þjóðir þessa sveiflujöfnugreiðsludreifing aðeins í skammtíman um 48 á gjaldaga [hámark 5 ár] eða í samræmi við stöðugaverðbólgu  milli gjalda. Til þess að verðtryggða fyrirframreiknaða fastagjaldið fylgi verðlagi og standist útgáfusamning bréfsins löglega.

Skekkjan er útreiknaleg fyrirfram og veldur alltaf hækkun á gjaldögum umfram útgáfusamning og þaraf leiðandi greiðslu erfiðleikum  lántaka. Stærðfræðilega er þetta algilt. Frá 1997 gekk þetta upp á móti styrkningu gengis og ódýrari innflutnings.

AGS og þroskuðu þjóðirnar vita um þetta leyndarmála Íslenku mafíunnar og þetta er það sem verið er að kúga Íslensk stjórnvöld með af hálfu erlendra hagsmuna aðila.

800 milljarðar við verðtyggða raunvaxta kröfu 8% í 30 ár skila 8000 milljörðum eða 7200 miljörðum í verðtryggðum gróða. Íslendingar standa ekki undir þessu og Alþjóðasamfélagið hleypir ekki svona pakki á sinn almenning nema í undatekningar tilfellum til byggja upp réttarfar. Verðtryggða Íslenska raunvaxtakrafan vex með verðbólgu í greiðslu útreikningum.

Sem sýnir okkur að ef lífeyrirssjóður sem blandar saman híbýlasjóð og erlendum eða íslenskum fyrirtækja áhættu sjóð skilar að meðaltali að 3,2% raunávöxtum þá hafa erlendir og íslensk grætt umtalsvert.

Útrásvíkingar eiga sér málstað þeir eru ekki nógu greindir til að gera sér grein fyrir skekkjunni. Verða því alltaf fjárfesta ofur gróðagreiðslurnar til að þær fuðri ekki upp í verðbólgu.

Finnið þá sem innleiddu þetta lánsform og þið finnið sökudólganna. 

          http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Júlíus Björnsson, 20.5.2010 kl. 15:29

8 identicon

Það er mikil einföldun að tala um blekkingar. Sjóðsfélagar hljóta að geta gert kröfur til stjórnenda um að það séu teknar faglegar ákvarðanir byggðar á fyrirliggjandi staðreyndum. Borguðum við ekki núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjórum kr. 53.000.000.-  í laun árið 2009?

Maður hreinlega spyr sig hvort sá blekkti uppfylli kröfur um hæfi?

Bjarki Steingrímsson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 16:27

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við eigum að hætta þessu kjaftæði um meðvirka þjóð og ábyrgðarlausa. Okkur hefur verið innrætt um áratugaskeið að fjármálastjórnun, hagfræði og viðskiptafræði séu fræðigreinar sem engir aðrir en sprenglærð gáfnaljós séu fæ um að skilgreina. Og þó ekki fyrr en eftir ströng og erfið próf úr Háskólum.

Þegar bankar leggja í herleiðangur gegn grandalausum iðnaðarmönnum, bílstjórum, húsmæðrum og sjómönnum og vélar þetta fólk til sín á fundi gerist eftirfarandi:

Þar tekur prúðbúinn og alúðlegur "sérfræðingur í fjármálum heimilanna" á móti viðskiptavininum og byrjar á því að vinna traust hans.

Síðan á réttu augnabliki fer árásin af stað og grandvar viðskiptavinurinn er orðinn fórnarlamb sérfræðingisins, ómeðvitaður um hvílík ógn honum stafar af þessari ófreskju.

Þetta eru þrautþjálfuð vinnubrögð og að baki þeim mörg námskeið í sölumennsku hjá sálfræðingum og markaðsfræðingum.

Með örfáum undantekningum eru örlög fjölskyldna ráðin þarna á 15 mínútum og þau dæmi örfá þar sem fólk sleppur óskaddað frá þessum kvikindum.

Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 16:31

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Magnús

Við borgum 38% í skatt.Við borgum 12% í lífeyrissjóð 8,5% í Tryggingagjald

Við borgum í Stéttarfélagög, Sjúkrasjóði, Orlofssjóði,Starfsmenntunarsjóði,endurmenntunar,símenntunar- og endurhæfingasjóði til SA/ASÍ.

Hvaða nöfnum sem þetta nú allt saman heitir borgar launafólk og atvinnurekendur yfir  60% af heildarlaunum sínum í einhvers konar skatt ef launatengd gjöld eru tekin með í reikningin.

Svo neitar verkalýðshreyfingin að berjast gegn verðtryggingunni því það kemur svo illa niður á lífeyrissjóðunum.

Þannig að við þrælum í vaxtaþennslu og kerfisbundinni eignaupptöku 40ára til að fá "hugsanlega" hærri lífeyri 5-10ár. ef við lifum svo langt.

Hærri lífeyri sem fer að mestu í að borga kostnað við þak yfir höfuðið því engar verða eignirnar.

Við verðum einfaldlega að fara að vakna gott fólk.

Guðrún 

Stjórnendur segja bókhaldið í lagi en vilja ekki sýna, stjórnendur telja aðra hafa brugðist eftir að hafa skilið peningaskápinn eftir galopin á meðan þeir voru í laxveiði og lúxusferðum.

Veruleikafyrra virðist vera bráðsmitandi þessa dagana, best að halda sér inni í kvöld.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.5.2010 kl. 18:23

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðtygging miðað við laun eða neysluv sem er rétt reiknuð út einu sinni á ári í breytilegum vöxtum er betri en treyst bönkum fyrir að ákvarða verðtryggingu í breytilegum vöxtum.

Hinsvegar er það sem kallast verðtrygging á öruggum langtíma veðvandalánum Íslenskra heimila orðaleikur og aðferð til að fela stórfelda óráðsíu okraranna.

Burt með falska vertrygginu eða svindlið.

Júlíus Björnsson, 20.5.2010 kl. 18:57

12 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Steinn

sammála.

Það alveg klárt að þeir sem voru í forsvari fyrir áhættustýringu sjóðanna höfðu alla þekkingu, menntun og burði til að afla sér nauðsynlegri upplýsinga um fjárfestingar.upplýsingar sem voru og eru sjóðsfélögum ekki aðgengilegar. Allt tal um blekkingar er kattaþvottur af metnaðarlausustu sort.

Sæmundur

takk fyrir það. ég laggði fram tillögu á ársfundi lífeyrissjóðs verslunarmanna um að skorað yrði á ríkisstjórnina að hefja opinbera rannsókn á fjárfestingum sjóðsins. Tillögunni var hafnað enda fann stjórnin henni allt til foráttu.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.5.2010 kl. 20:58

13 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Simmi

Bankastofnanir ráðlöggðu grandalausu fólki að taka myntkörfulán sem örugga fjármögnun. Á meðan tóku þær stórkostlega stöðu gegn íslensku krónunni og almenningi í landinu.

Hvað myndir þú gera ef að bílasali ráðleggur þér að kaupa bíl sem eyðir einungis 5 af hundraði og svo reynist hann eyða 20.

lífeyrissjóðirnir gerðu framvirka gjaldmiðla samninga árið 2008 fyrir upphæðir sem eiga sér enga hliðstæðu í íslenskri fjármálasögu.

Hef farið fram a það við stjórn sjóðsins að fá afrit af þessum afleiðuviðskiptum sem eru skilgreind sem óskiljanleg skammtíma áhættuviðskipti í rannsóknarskýrslu alþingis. Sjóðurinn heur hafnað sjóðsfélögum aðgang að þessum upplýsingum.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.5.2010 kl. 21:05

14 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Júlíus

Frábær samantekt að vanda.

Ef ég man rétt þá jafngildir 40 ára íbúðarlán á 5% vöxtum miðað við 4% verðbólgu. 40 ára láni á 15% vöxtum.

Að ætla nokkru samfélagi að standa undir slíkri okur vaxtabyrgði er verulega skert veruleikafirra.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.5.2010 kl. 21:14

15 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Árni

Engu við þetta að bæta annað en að þessi þjófnaður er lögvarinn og réttlættur af þeim sem þykjast sitja í okkar umboði.

Mér fannst sorglegt að sitja í hálftómum sal á ársfundi LV, hlustandi á hverja framsöguna á fætur annari þar sem stjórnarmenn dásömuðu verk sín og störf í þágu sjóðsins ásamt því að gagnrýna þá sem köfuðu dýpst í vasa okkur plötuðu upp úr skónum. Það voru margir þolendurnir saman komnir þetta kvöld.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.5.2010 kl. 21:21

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það Ragnar við verðum að vakna. 

Hef reyndar haldið því fram undanfarið ár að það er hagstæara að eiga veiðistöng, tvær hænur og kartöflugarð, en að hafa vinnu.  Auk þess sem það er svo mikið skemmtilegra, engir skattar, bara 5 - 20 föld ávöxtun á eigið fé. 

Það er á fleiri stöðum en Íslandi sem fólk er að vakana til nýs veruleika sem verður gjörólíkur veruleika "hrunaliðsins".  Sjáum hvað setur.

http://www.youtube.com/watch?v=eb1n1X0Oqdw 

Magnús Sigurðsson, 20.5.2010 kl. 21:59

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef þér hrís hugur við að skoða linkinn sem ég gaf upp vegna tímaleysis, þá er hérna örstutt myndskeið úr honum, sem segir allt um á hverju stjórnendur lífeyrissjóðanna voru á.

http://www.youtube.com/watch?v=mrNC0tIQov0&feature=related 

En fyrri linkurinn gefur innsýn um hvað framundan er "in general".

Magnús Sigurðsson, 21.5.2010 kl. 07:59

18 identicon

Ragnar. Þó að það sé hægt að segja að það hafi verið otað að fólki að taka elendlán þá er það þess sem tekur lánið að ákveða hvort hann vill. Ef það á endalaust að hafa vit fyrir fólki þá er frelsið farið fyrir bí. Við segjum vera velmentuð og upplýst þjóð, og þá er það okkar að taka ákvörðun og standa við hana enn ekki kenna alltaf öðrum um ófarir okkar. Mundu að við kusum þessa menn til valda aftur og aftur, eða ætlar þú að kenna einhvju öðrum um að við höfðum frjálshyggjuna og Davíð við völd í öll þessi ár ?. Enn með þessa samninga lífeyrissjóðana er nú þau gögn sem eiga kanski að vera opinn, ekki færðu að sjá allt þó svo þú eigir fyrirtækið samanber Eimskip, Hekla ofl ofl. Svo er það allt annað mál með það hvort stjórnendum sjóðana hafi verið boðið í einhverjar ferðir til að taka "réttar ákvarðanir " öll svoleiðismál eiga koma uppá yfirborðið. Auðvitað eigum við að hafa lífeyrissjóði í þeirri mynd sem þeir eru, enn ekki sjóði einsog voru reknir í bönkunum. Tel að þeir sem voru starfsmenn Búnaðarbanka hefðu viljað hafa sína peninga frekar í Lífeyrisjóði VR heldur enn bankans.

Simmi (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 11:25

19 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Magnús

Var búin að sjá þetta ásamt mörgum fantagóðum myndum um peningakerfið og þá sem að halda því uppi og berjast fyrir tilverurétti þess.

Skilduáhorf fyrir alla sem vilja víkka út sjóndeildarhringinn.

Simmi 

Sjálfur hef ég aldrei tekið bílalán né myntkörfulán.

Það sem ég er að benda á er að þeir sem lánuðu á ákaveðnum forsendum, tóku vísvitandi stöðu gegn sömu forsendum.

Þetta kallast markaðsmisnotkun og er klárt lögbrot. Annars er ég sammála þér hvað það varðar að allt eru þetta ákvarðanir okkar sjálfra. Það voru samt ekki allir, sem tóku erlend lán, sem voru kerfisbundið að drekkja sér í skuldum.

Þeir sem sjóðstýra sjóðum eins og lífeyrissjóðunum geta kallað eftir öllum þeim upplýsingum sem þeim sýnist, enda skilgreindir sem langtíma fag fjárfestar. Það sem ég hef metið út frá þeim gögnum sem ég hef undir höndum voru fjárfestingar t.d. LV allt annað en faglegar.

Gegnsæi er versti óvinur mafíunnar.

Hér hafa menn sópað að sér fjármunum í skjóli bankaleyndar og þagnarskyldu, snilldin var engin heldur aðgangur að upplýsingum umfram það sem almenningur hafði. Þessir kóngar gátu aldrei tapað eins og margoft hefur komið fram.

Lífeyrissjóðirnir eða stjórnendur þeirra voru virkir þáttakendur svo mikið er víst.

Lykillinn að lausn þessa vanda er stóraukið gegnsæi í fjárfestingum sjóðanna. Gegnsæi, þannig að við almenningur getum fylgst með hvað er í gangi.

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.5.2010 kl. 13:09

20 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ein stutt spurning Ragnar; miðað við þær upplýsingar sem liggja almennt fyrir, telurðu að lífeyriskerfinu sé viðbjargandi og að það sé verjandi að launafólki sé gert að láta 12% tekna sinna renna til þess?

Magnús Sigurðsson, 21.5.2010 kl. 13:38

21 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Magnús

Eins og kerfið er uppbyggt í dag gengur það engan vegin upp.

Fyrir það fyrsta er lögbundin ávöxtunarkrafa sjóðanna mjög þennsluhvetjandi og verðbólguskapandi. Það eitt að aðrir hagsmunaaðilar en þeir sem eiga þessa peninga skuli stjórna sjóðunum er eitt og sér galið.

Dæmi um það að verkalýðshreifngin getur ekki beitt sér fyrir afnámi verðtryggingar vegna lífeyrissjóðanna segir í raun allt sem segja þarf.

Almenninngur býr við kerfisbundna eignaupptöku í fromi verðbóta fasteignalána. Kerfið í raun skapar okkur lakari lífsgæði í 40 ár til þess eins að reyna að borga okkur hærri lífeyri eftir að vinnuskyldu líkur. Kerfið skilur hinsvegar ekki að þessi hugsanlega hærri lífeyrir sem við fáum fyrir áratuga verðtryggða hávaxtastefnu, kemur til með að senda okkur egnalitlum og stórskuldugum á lífeyri. Hvað verður þá eftir til lágmarks framfærslu eftir skuldir eða leigukostn.

Þak yfir höfuðið er okkar mikilvægasti lífeyrir.

Það að ætla sér að geyma margfalda þjóðarframleiðslu á íslenskum mörkuðum í formi bréfa er einnig galið. Hver á að leysa til sín allar þessar "eignir" ? Ríkið verður líklega að gera það sem aftur gerir kerfið að gegnumstreymiskerfi.

Framh. seinnipartinn.

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.5.2010 kl. 14:35

22 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Meginvandinn; sem upp kom, með tilurð Lífeyrissjóða kerfisins, er það smákónga fyrirkomulag, sem svo skjótt festist í sessi, að ekki sé nú talað um hjálparkokkana, í braskinu innan þeirra, sem voru/og eru launagreið endurnir; jafnframt.

Indversku Maharajarnir; (Lénsherrar; þar eystra), komust ekki í hálfkvisti, við hina íslenzku smákónga, í makræði og lúxus lifnaði, sem innan þessa andskotans kerfis, hafa leikið lausum hala, um áratuga skeið.

Segi því enn; sem fyrr. Burtu; með þessi bákn, og sjóðfélagar fái sjálfir ráðstöfunarrétt, sinna iðgjalda; ALLRA, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 15:03

23 identicon

Nurnberg réttarhöldin voru því marklaus, a.m.k  ef menn geta ætíð falið sig bak við greater evil !

Menn standa og falla með verkum sínum. Ég gæti illa varið fall í prófi með yrðingu um dapran kennara.

Menn þurfa að vera alvarlega bláeygðir ef menn kaupa boðskap yfirmanna lífeyrissjóðanna, jafnvel heimskir !!

Þessir menn stigu dansinn og uppskáru gull þegar vel gekk.

Þegar illa gengur og sannleikurinn er að verða skýrari, þá eiga þessir höfðingjar að hunskast í skuggann og grátbiðja sinn herra um það að sleppa við dvöl bak við rimla !

Þessir menn hafa leikið sér með MINN lífeyri og ALDREI skal ég fyrirgefa þeim sína spilltu brotalöm í starfi !

runar (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 15:55

24 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Magnús

Nú hafa sjóðirnir hagnast um yfir 100 milljarða vegna verðbóta á fasteignalánum landsmanna.

Þegar sjóðskerfinu var komið á eins árið 1969 var þetta kjarasamningsbundið og ekki skylda. Hver og einngat valið hvort hann greiddi í lífeyrissjóð eða ekki. margir sem greiddu í þessa sjóði sem voru 97 talsins þegar mest lét fengu svo það sama og þeir sem aldrei greiddu krónu í kerfið þar sem lífeyri þeirra sem greiddu náði ekki lágm.framfærslu. 

Lífeyrisgreiðslur voru svo lögbundnar árið 1997 og tóku gildi árið eftir.

Þá breyttust grundvallar forsendur kerfisins. þ.e. með lögbundnum greiðslum/skatti átti kerfið að minka framtíðar örorku og lífeyrisbyrgði ríkisins. Það eitt og sér er fín hugsun og ég styð það að menn skuli sýna ábyrgð með því að hugsa til framtíðar. Kerfið er hinsvegar ekki rekið þannig. við höfum 37 lífeyrissjóði í dag sem allir eru reknir með hagsmuni ákveðinna hópa að leiðarljósi. engin þeirra setur hinsvegar sjóðsfélaga í fyrsta sæti.

Ef við ætlum að reka þokkalegt kerfi sem gengur upp þurfum við aðeins einn sjóð sem eingöngu sinnir lífeyrissöfnun, iðgjald yrði í mesta lagi 8-9% og myndi tryggja almenningi hagstæð langtíma húsnæðislán. Ríkið á að sjá um samtryggingarþáttinn með hugsanlegri skattahækkun. 

Sjóðirnir ættu svo að fjárfesta yfir 60% af eignum sínum erlendis.

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.5.2010 kl. 16:08

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðtryggt jafngreiðslulán [annuitet] til lengri en 5 ára með örugguveði:  verðtryggir heildarvaxtarkröfu og heildarafborganir lánsupphæðar á umsömdu gjldadaga tímabili hér á mánuði. Þar sem greiðslur á gjaldaga er jafnar með tilliti  til neysluvístölu á gjaldaga.

Þetta er alþjóðalögskilngur að mínu mati.  Hinsvegar hækka greiðslur  undantekninga laust etir x tíma [fer eftir verðbólgu og nafnvöxtum] . Nokkuð sem sannar að reiknisaðferðar bankanna standa ekki við verðrtygginguna á langtímalánum Íslendinga. Það er samið um fastar verðtryggðar greiðslur. Ekki um að greiða ávöxtun af leiðréttingar vöxtum vegna verðlags eins og greiðslu yfirliti íbúðalánsjóð gefa til kynna.

Fasta gjaldið liggur fyrir við undirritun samnings. Líka að það á að fylgja neysluverðlagi allan lánstímann til að tryggja skil föstu raunvaxtakröfunnar.

Er einhver lögfræðingur sem getur skilið þetta öðruvísi. 

Svíar leiðrétta vegna greiðslu í þyngjandi mánaðar undantekninga verðbólguskota:  ekta með lækkun nafnvaxta eða falskt með fjölgun gjaldaga. Engin þjóð sem kann að reikna hækkar verðtryggða fasta gjaldið og brýtur samninga.  Ef verðbólga er 2,5% ári  varla svo í þyngjandi þá hækkar fastagjaldið samt upp fyrir verðlag. 80% verðtryggð raunávöxtum á 30 árum dekkar meir en nóg hjá öðrum þjóðum.

Erlendis líta lánstofnanir á híbýlaveð sem verðmæti og borga fyrir þau.

Júlíus Björnsson, 21.5.2010 kl. 16:13

26 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Rúnar

Sammála,

Vandin er sá að engin gerði neitt, allir voru fórnarlömb og þeir sem nú eru dregnir til ábyrgðar eru píslarvottar til að sefa reiði almennings.

Tek undir hvert orð Evu Joly.

Sæll Óskar ævinlega.

Þeir eru háir herrarnir í þessu kerfi og margir. Vonandi skilar þessi barátta einhverju. Dropin holar steininn.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.5.2010 kl. 17:16

27 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit Júlíus

Hvet fólk til að lesa áhugaverða og vel rökstudda grein bloggvinar míns Júlíusar.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

ATH. Það tekur lengri tíma en 5 mín að fara í gegnum hana.

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.5.2010 kl. 17:24

28 Smámynd: Hannes

Það er ótrúlegt hvernig þessir menn sem stjórna þurfa enga ábyrgð að bera á sínum gerðum. Það versta er að við sem eigum peningana erum það lítisl metnir að við megum ekki kjósa í stjórn og þurfum að láta glæpamenn hafa vit fyrir okkur.

Yfirlitið mitt frá Lífeyrissjóð VerslunnarManna fór beint þangað sem það á heima í ruslið í Húsi Verslunnarinna á 5 hæð.

Hannes, 21.5.2010 kl. 19:43

29 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er hægt að sanna stærðfræðilega að frávikið á Íslandi frá lögum annarra þjóða um annuitets lán, sem miða við gjald=greiðslu og lánstíma og heildar fasta ávöxtunarkröfu, er sagt jafna verðbótum út til að lækka greiðslubyrði til hagsbóta fyrir neytendur gildir kannski fyrstu 5 árin í lægri gjöldum undir verðlagsgrunni neyslu vístölu [Sérstaklega fyrstu 12 gjaldagarnir] [nokkra krónur] en skilar sér síðan á lánstímanum í miklu hærri gjöldum umfram verðlag stolin ávöxtun. Ég er að bæta fleiri gröfum.

Júlíus Björnsson, 21.5.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband