Vanheill á geði ?

Þeir sem hafa skoðanir innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki þóknast þeim sem stjórna eru taldir vanheilir á geði og öllum ráðlagt að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá slíku fólki.

Það er eitt að þóknast ekki verkalýðs elítunni sem öllu stjórnar innan hreyfingarinnar. En að verða vitni að skítlegum vinnubrögðum þeirra sem þola gagnrýni svo illa er með ólíkindum og er eitthvað sem ég átti alls ekki von á þegar ég fór í þessa baráttu.

Sem dæmi má nefna gagnrýni mína á lífeyrissjóðina þar sem verið er að semja við sama fólkið og kom þjóðinni í þessa ömurlegu stöðu og baráttu minni fyrir sjálfsögðu gegnsæi i fjárfestingum sjóðanna hafa stjórnarmenn svarað því við að ég gangi ekki heill til skógar.

Þegar ég tók sæti í nefnd um verklag við skipun í stjórn lífeyrissjóðsins fékk einn nefndarmanna símtal frá Stefaníu Magnúsdóttur starfsmanni og stjórnarmanni VR og miðstjórnarmanni í ASÍ þess efnis að regluverkið yrði að vera til þess gert að ákveðnir aðilar gætu ekki átt möguleika á setu í stjórn lífeyrissjóðsins.

Á stjórnarfundi VR þar sem ég lagði fram tillögu um að VR myndi beyta sér fyrir afnámi verðtryggingar tafarlaust og þak verði sett á vexti, sendi stjórnarmeirihlutinn frá sér þessa yfirlýsingu. Í framhaldi tók einn stjórnarmaður úr meirihlutanum þá ákvörðun að samþykkja ekki sameiginlega yfirlýsingu meirihlutans því hann taldi sig ekki geta, með nokkru móti, stutt verðtrygginguna.

Í framhaldi hafði Stefanía Magnúsdóttir VR/ASÍ samband við viðkomandi stjórnarmann og bað hann um að mæta ekki á stjórnarfundinn ef hann myndi ekki skrifa undir og samþykkja sameiginlega yfirlýsingu meirihlutans.

Hann stóð með sinni sannfæringu og samþykkti ekki yfirlýsinguna og er komin út í kuldan, eins og hann sjálfur orðar það, það eru allir hættir að hafa samband við mig.

Það var einmitt Stefanía Magnúsdóttir sem kallaði niðurstöðu síðustu og einu lýðræðislegu kosningarnar í VR, Slys.

Virðing og Réttlæti eru stór orð.

Nú fer formaður VR á milli vinnustaða og lætur stór orð falla í garð minnihlutans sem hann rægir niður í svaðið í nafni félags sem kennir sig við Virðingu og Réttlæti.

Það er auðvelt að sanna með fundargerðum félagsins að við í minnihlutanum höfum eingöngu unnið að þeim málum sem við lofuðum kjósendum okkar fyrir síðustu kosningar.

Er ekki komin tími til að Kristinn Örn Jóhannesson formaður VR fari að dusta rykið af kosningaloforðunum í stað þess að skítkastast út í minnihlutan sem engu ræður en hefur gert sig sekan um að standa við sinn hluta samningsins við félagsmenn sína.

Ég hef unnið hjá sama fyrirtækinu í rúmlega 18 ár, er 3 barna faðir og mikill fjölskyldumaður. Ég á frábæran vinahóp sem ég hef vanrækt nokkuð vegna baráttunnar í VR. Fjölskyldan er og verður alltaf í fyrsta sæti og hef ég því fórnað mikilvægum tíma með góðum vinum vegna þessa.

Ég byrjaði að gagnrýna lífeyrissjóðakerfið eftir vinamissi haustið 2007. Ég er að gagnrýna kerfi sem er rotið að innan og utan. Ég mun halda þeirri gagnrýni áfram þangað til kerfið er reiðubúið til að breyta sér í þágu okkar sem eigum þessa peninga og byggjum félögin og sjóðina.

Að ég sé vanheill á geði eða gangi ekki heill til skógar við það eitt að verja þau grunngildi sem mér voru kennd í æsku segir meira um fólkið sem ég er að takast á við.

Núverandi meirihluti mun reyna allt til þess að gera störf okkar tortryggileg. Þau geta hinsvegar aldrei falið sig fyrir aðgerðaleysinu, ákvörðunarfælninni og sviknum loforðum.

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR

Tölvupóst samskipti eru aðgengileg öllum þessu til staðfestingar og verða birt innan skamms, samtöl við fréttamenn, samskipti og hroki innan miðstjórnar ASÍ gagnvart fólki sem ekki kóar með forystunni, staðfestar af aðilum tengdum miðstjórn ASÍ.

Fyrirspurnir sendist á ragnar.ingolfsson@live.com

Einnig ef félagsmenn hafa áhuga á að fá einhvern úr minnihlutanum í heimsókn á vinnustaði til að heyra hina hlið málsins. Höfum farið á nokkra vinnustaði nú þegar við mikla ánægju þeirra félagsmanna sem við ræddum við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það ert ekki þú sem ert vanheill Ragnar. Þetta er í líklega í eitt af fáum skiptum í mannkynssögunni sem maður getur sagt, "ég er ekki geðveikur heldur eru flestir aðrir búnir að missa vitið", og haft rétt fyrir sér! Það ber ekki vott um persónuleg vanheilindi þó einstaklingur falli ekki inn í samfélagsmynstur sem er sjúkt í eðli sínu.

En því miður þá er skilgreiningin á því hvað telst eðlilegt aðeins tölfræðilegt fyrirbæri, þannig að þegar allir eru geðveikir þá telst það í lagi samkvæmt fræðunum. Kannski þess vegna heldur ruglið áfram eins og ekkert sé.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2010 kl. 10:54

2 identicon

Gaman væri að vita hvaða tillögur þú varst með á stefnumótafundi ASÍ um lífeyrissjóðamál á Selfossi um daginn

Sæmundur (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 11:00

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞEtta er gamalt, að kalla andstæðinga sína geðveika.

Gulagið var fullt af ,,vitfirringum" og nú kv´ðau sjúkrahúsin í Kína vera að fyllast as svoleiðis fólki líka.

Þráinn Bert sagði þessa sem tóku þátt í könnun á Vísi um Listamannalaunin, bæði heiðurs og hin, fáráðlinga (85% þáttakenda vildu afnema kerfið) 

Sleggjudómar til að viðhalda sérréttindum og hyglun er þekkt, því er nauðsynlegt, að hvetja til enn fleiri almennra kosninga um hvaðeina sem kemur þjóðinni við og þarf að taka úr höndum sérhyglinga-greifana.

Vonandi verður Landsfundur fljótt því að mikið liggur við, að Flokkurinn fari að káfa eftir rótunum.

Stuðningur mun aukast mjög við þig og þessa baráttu GEGN Verðtryggingarskrímslinu, sem ég hef verið að vara við mjög lengi (þar sem hægt er að spila á forsendurnar eins og mandólín) og bent á hættuna af því að slakað væri á meðferð fjármuna í okkar eigu, svo sem Tryggingasjóðum, lífeyrissjóðum og þessháttar og bruðli sem auðvelt væri að fela með árásum á gegnið eða breytingu a´forsendum svo sem íbúðaverði og þessháttar.

Hittumst vonandi á vetvangi dagsins

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 2.3.2010 kl. 11:16

4 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Sikiley er það sem kemur upp í hugann á mér þegar þetta er lesið. Út með pakkið sem hefur stjórnað þessu allt of lengi og út með pakkið sem lofaði breytingum en hljóp strax í far spillingarinnar.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 2.3.2010 kl. 11:16

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Árinni kennir illur ræðari, og gagnrýni þín er í samræmi við ágætis hagstjórnarfræðinga Alþjóðsjóða samfélagsins sem gefa lítið út á ágiskanir Íslenskra ekki skoðanabræðra sinna sem byggja á einhverjum fræðastörfum í Seðlabankanum. Ég er að lesa skýrslur Starfsmanna AGS um Ísland síðustu 20 ár og þýddi smá sýnishorn frá 2005 sem sannar að margt er gert í skjóli leyndar.

Júlíus Björnsson, 2.3.2010 kl. 11:17

6 identicon

Mjög fróðlegt að skoða gömul blogg formannsins og stjórnarmanna sem vinna í meirihlutanum núna. Þakka ykkur fyrir að geyma þau. Það verður önnur sprengja þegar þau birtast.

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 11:25

7 identicon

“First they ignore you, then they laugh at you, then they fight you, then you win.” Mahatma Gandhi

sandkassi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 11:47

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Guðmundur, Takk fyrir það. Hefði varla getað orðað þetta betur sjálfur.

Sæmundur 

Velkomin aftur á bloggið mitt "Sæmundur". Ég var skráður á þingið góða en komst því miður ekki vegna vinnu. Þingið var haldið á fimmtudegi og föstudegi á Selfossi og ekki fyrir alla að komast á slíkt þing.

Ég er tilbúin með aðra færslu sem verður birt næstu daga og fjallar um skuldabréfalán sjóðsins til félaga tengdum Bakkavararbræðrum. Þar fjalla ég um þau mál sem ég hef lagt fyrir núverandi stjórn VR og LV ásamt fjölda ábendinga og áskorana til stjórnenda VR og LV. í umræddri færslu koma störf formanns og meirihlutans mjög skýrt fram. Ég mun einnig koma inn á kæru mína til FME.

Hvet þig eindregið til að fylgjast vel með. Reikna með að birta hana á fimmtudag eða föstudag. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.3.2010 kl. 12:06

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Bjarni 

Ævinlega fyrir góð innlegg og stuðning.

Guðrún 

Þú ættir að vita vel hvernig það er að berjast við vindmyllur.

Júlíus

Þakka innlit og frábær innlegg í athugasemdakerfið hjá mér. Nú er lag að berja á kerfisvillunni.

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.3.2010 kl. 12:13

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Björn

Sammála.

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögðin þegar gömlu bloggin þeirra verða birt. Mér finnst persónulega óborganlegt að horfa á Ástu Rut veifa húslyklunum sínum á opna Borgarafundinum og sjá hana svo í dag...

Gunnar 

Þakka frábæra tilvitnun. Það eru akkúrat þessi innlit og orð sem stappa í mann stálinu og hvetja mann áfram í þessari baráttu. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.3.2010 kl. 12:17

11 identicon

Ykkur VR baráttufólki til heiðurs: Speninn og gleðin við að sjúga hann

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 13:59

12 Smámynd: Kristján Logason

Að synda gegn straumnum er ekkert gaman mál og að vanda verða öll meðöl þraut reynd þegar menn fara að rugga báti á lygnum sjó.

Það eru engin nýmæli að menn eru vændir um ýmislegt ef þeir leggja sig eftir því að berjast fyrir rétti sínum, hvað þá ef þeir ganga svo langt að berjast fyrir rétti annarra líka.

Þeir sem eru ráðandi öfl í þjóðfélaginu sýna daglega sinn skíta karakter sem því miður hefur fengið að grassera svo lengi að menn eru farnir að líta á hann sem norm.

Þessu verður erfitt að breyta og menn verða drullugir upp fyrir höfuð áður en yfir líkur.

En skít má skola burt

Kristján Logason, 2.3.2010 kl. 14:33

13 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka Gullvagni frábæra færslu,  Speninn og gleðin við að sjúga hann. Óborganlegur titill og frábær færsla.

Kristján

Rétt er það, skítinn má skola og það er vel hægt ef einfaldur vilji fólksins er fyrir hendi. Minni á orð Gunnars Waage en við erum einmitt stödd á þriðja og næst síðasta stigi baráttunnar. Nú er framhaldið í höndum félagsmanna og það skiptir mestu máli.

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.3.2010 kl. 17:04

14 identicon

Réttlætið sigrar alltaf að lokum, svo lengi sem þú heldur umræðunni á opinberum vettvangi og gefst ekki upp, þá klárarðu þetta.

Réttlætið er sterkara en ranglætið.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 17:19

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Réttlætið er bara ekki sterkara en ranglætið; það er nú verkurinn. En réttlætið á alltaf möguleika í seiglunni og þráanum við að gefast ekki upp.

Verst er þó að samfélagið er farið að skammast sín fyrir sannleikann og tilhugsunina um eigin þáttöku sem á sér rætur í ábyrgð þagnarinnar.

Árni Gunnarsson, 2.3.2010 kl. 18:00

16 identicon

Ég minntist á það eitt sinn við systur þína að nú munu kerfiskarlarnir ráðast gegn þér sem persónu, ekki boðskapnum sem þú hefur fram að færa, heldur þér sem persónu.

Það er nokkuð ljóst að líf elítunnar hér á Íslandi hefur verið frekar þægilegt frá 1944 til 2008.

Menn, réttir  menn, voru fæddir inn í vissar stöður, einnig fundust  einstaklingar sem náðu sínu léni með brúnnefja starfi innan stjórnmálaflokkanna.  

Það er ekki fyrr en um haustið 2008 sem umhverfi þessara einstaklinga fór að ókyrrast, þessir herramenn beittu þá þeirri einu aðferð sem þeir kunna, svara með engu, treysta á gullfiskaminni kjósenda, leggja verk sín undir í kosningum...etc.

Málið er, að þegar almenningur þarf ekki einungis að sætta sig við verulega kjararýrnun, heldur einnig þarf að borga fyrir sukk séð og heyrt glansgæjanna sem ekki aðeins voru myndaðir án klæða heldur voru þeir einnig verr vaxnir en áður var haldið, þá er ekki nóg að beita 50 ára gamalli þokutækni gegn þegnum Íslands.

Ég er kominn á þá skoðun að engir einstaklingar á Íslandi séu eins blindir á hið nýja umhverfi eins og valdaelítan er. Þeir hafa engu breytt í PR starfsemi sinni, þeir nota öll gömlu trikkin og raunverulega trúa því að þau virki í dag eins og þau hafa alltaf gert.

Þetta er líkt og kommúnistaflokkurinn í Moskvu hefði reynt að flagga Lenín árið 1990 einungis vegna þess að það hafði alltaf virkað vel undanfarin 70 ár.

Verk þessa liðs í dag eru aðeins dauðakippir deyjandi spillingarpésa og þú átt heiður skilinn fyrir hugrekki þitt og dugnað Ragnar.

Menn eins og þú eru einmitt þeir sem munu rífa Ísland upp úr soranum !!

runar (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 19:34

17 Smámynd: Hannes

Þetta er ótrúlegt félag sem ætti að heita LÞ en ekki VR.

Það er vonandi að kosningar verði haldnar aftur fljótlega svo að það sé hægt að henda þessum afætum út

Svo er fólk hissa á að ég sé brjálaður út í Vr og lífeyrissjóðin og vilja sjá stjórnarmenn hans í fangelsi.

LÞ stendur fyrir löggiltir þjófar.

Hannes, 2.3.2010 kl. 20:46

18 Smámynd: Þór Saari

Sæll Ragnar.

Mér finnst VR og ASÍ vera komin alveg út úr kortinu.  Það er spurning hvort við ættum ekki að fara taka upp málið í þinginu með t.d. umræðu utan dagskrár og e.t.v. frumvarpi í kjölfarið. Það er ekki hægt að krefjast félagsgjalda af fólki með lögum vegna aðildar að félagi sem vinnur beinlínis gegn hagsmunum félagsmanna. Hafðu samband.

Með bestu kveðju,

ÞS

Þór Saari, 2.3.2010 kl. 21:40

19 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka stuðninginn og góð orð.

Gunnar, þetta er rétta hugarfarið.

Árni, við þurfum viðhorfsbreytingu með því að gefa fólki von um að einhverjar raunverulegar jákvæðar breytingar verði.

Rúnar, Þetta er einmitt málið að stjórnendur þessa lands reyna að matreiða ofan í almenning sömu kerfisvillunni eins og ekkert hafi í skorist. Það skal aldrei takast. Við verðum að nýta þetta einstaka tækifæri og breyta þessu ástandi.

Ragnar Þór Ingólfsson, 2.3.2010 kl. 23:54

20 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Hannes, Það eru margir brjálaðir út í vítavert sinnuleysi stjórnvalda og vekalýðsforystunnar á vanda þeirra er verst koma út úr hruninu sem eru þeir lægst launuðu og öryrkjar.  fjöldamörg heimili eru að leysast upp og þeir sem fá ríflega greitt fyrir að sinna hagsmunagæslu fyrir okkar hönd sitja með hendur í skauti.  

Þór, Þakka innlitið kærlega, ég mun hafa samband fljótlega. Það verður eitthvað að gerast í þessum málum. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 3.3.2010 kl. 00:03

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, ég hugsaði nákvæmlega sama þegar ég las þetta! þetta er með ólíkindum rotið epli og ef ég væri í VR þá væri ég búinn að smala saman liði og reka þetta hyski með þessum orðum:

"Þér er hér með sagt upp störfum af virðingu og réttlæti við alla VR félaga, þú hefur 5 mín til að yfirgefa þína starfsstöð og mun lögreglumaður fylgja þér út, uppsagnafresturinn er 3 mánuðir og enginn biðlaun eru í boði, skráðu þig bara atvinnulausan ef þú ert ekki komin/n á annan spena að þeim tíma liðnum"

Sævar Einarsson, 3.3.2010 kl. 02:07

22 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Því miður er það frekar að vera hefð en undantekning að fólk með fá rök og slæman málstað að verja fer út í persónuróg um andstæðinginn.

Þetta eru svona rottu vinnubrögð sem felast að mestu í að draga geðheilsu andstæðingsins í efa og breiða út róg til að draga úr trúverðugleika.

Haltu þínu striki því þetta lýsir ákveðinni örvæntingu andstæðinga og er það sem kemur þeim sjálfum um koll seinna.

Líf stéttarfélaga virðist orðið snúast um að ná inn félagsgjöldum fyrir rekstri og launakostnaði forustunnar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.3.2010 kl. 10:01

23 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Ég hygg; að ég muni láta kyrrt liggja, um stund, að tjá þær hugsanir mínar, sem með mér bærast, á þinni ágætu síðu, fornvinur góður.

Fyrst; verzlunar- og skrifstofu blækur, óþjóðhollar og sérgóðar, fá að láta okkur þjóðernissinna gjalda viðhorfa okkar, er bezt, að segja sem fæst, um hríð, að  minnsta kosti, Ragnar minn. 

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 19:49

24 identicon

Haltu þínu striki, ekki veitir af að einhver vinni vinnuna sína hjá VR. Það er illa komið fyrir Verkalýðshreyfingunni og að mínu mati ekki margir sem virkilega eru að vinna fyrir fólkið. Ég hélt nú satt að segja að þetta "apparat" hefði upphaflega verið til að standa vörð um félagana. Það er ekki vel þegar orðið "SPILLING" tengir mann við stéttarfélög og lífeyrissjóði. Ég hef sjálf verið formaður stéttarfélags og veit að baráttan er erfið, en ég vil meina að réttlætið sigri að lokum. Baráttukveðjur.

Ásta Steingerður (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 09:30

25 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gangi þér vel Ragnar.  Það er gott að vita af mönnum eins og þér, það eykur bjartsýni á framtíðina.  Ég hafi aldrei í verkalýðsfélagi verið, hef ekki greitt meira til lífeyrissjóða en ég hef verið neyddur til og hef lengi undrast að ekki hafi komið fram menn þína framsýni innan stéttarfélagana.  En samkvæmt þessum vinnubögðum þarf mig ekki að undra, það eru fáir sem hafa úthald gegn svona áróðri.

Hér er eitt heillaráð frá Gandhi í baráttuna.

Whenever you have truth it must be given with love, or the message and the messenger will be rejected.

Magnús Sigurðsson, 4.3.2010 kl. 09:38

26 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með baráttu ykkar Ragnar.  Ég hef aldrei verið í verkalýðsfélagi, hef ekki greitt meira í lífeyrissjóði en ég hef verið neyddur til samkv. lögum.  Mig hefur undrað að ekki hafi komið fram fyrr framsýnir menn innan stéttarfélaganna því um langan tíma hefur það mátt vera ljóst hvað þrífst í skjóli þeirra.  En það þarf svo sem ekki að undra miðað við þessar trakteringar.  Eins og þú bendir á má nota tímann í áhugaverðri málefni.

Hérna er eitt heillaráð í baráttuna. 

Whenever you have truth it must be given with love, or the message and the messenger will be rejected.
Mahatma Gandhi

Magnús Sigurðsson, 4.3.2010 kl. 09:46

27 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum kærlega fyrir innlit og allan stuðningin. Ekki veitir af þegar maður berst við vindmyllur.

Von bráðar fá félagsmenn í VR einstakt tækifæri til að velja á milli raunverulegra breytinga eða sama ástands og undanfarna áratugi. 

Nýr hópur af fólki er komin fram sem vill ná fram raunverulegum breytingum og því mikilvægt að sem flestir taki afstöðu í komandi kosningum.

Þakka fyrir mig

Kær kveðja

Ragnar. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 4.3.2010 kl. 12:53

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ragnar, þú stendur þig vel í baráttunni. Tel samt að þú sért að berjast við meira en vindmyllur því spillingarklíkan í VR er að skaða tugþúsundir manna. Má kannski að segja að þeir séu að mala okkur eins og myllur sem mala (þreskja) korn og samlíkingin þannig rétt.

En ég vil þó segja að mitt félag SFR er að gera ágætis hluti fyrir meðlimi hvað félagsgjöldin varðar. Ég hef fengið mörg hundruð þúsund í námsstyrki sem félagi og talsvert meira en ég hef borgað í félagsgjöld.

Vandamálið er hvað erfitt er að fá fólk til að vera virkt í félögunum. Ég þekki það frá því að ég var trúnaðarmaður í SFR. Þess vegna komast afæturnar upp með að fleyta rjómann af afrakstri félaganna.

Theódór Norðkvist, 4.3.2010 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband