Skólafrí !

Það er ekki hægt að bjóða upp á öll þessi endalausu skólafrí. Fólk sem á börn á grunnskólaaldri þarf orðið að nota stóran hluta af sumarfríinu sínu í þetta og endar með að eiga einhverjar 3 vikur í sumarfrí á meðan kennarar fara í sumarfrí í einhverja mánuði.

Á meðan eru foreldrar í sífelldum reddingum hjá ættingjum, rándýrum leikjanámskeiðum o.s.frv. Það vantar nýja hugsun í þetta. Hættum að láta kjarabáráttu kennara bitna á foreldrum sem þurfa að taka sér sumarfrí vegna endalausra frídaga kennara.

Það á ekki að taka út kjarabætur til kennara með því að ganga á sumarfrí foreldra.

Þetta er algjört bull eins og þetta er í dag og þjónar hvorki hagsmunum barna né foreldra. Getum við ekki bara hætt þessum feluleik, hækkað laun kennara og fengið þá til að skipuleggja sína vinnu og vinnutíma eins og annað fólk?

Og úr því að við erum að tala um nýja hugsun; hefur einhver pælt í því að láta íþróttafélögin og aðrar tómstundir taka við börnum strax eftir að skóla líkur? Þá þyrfti ekki að vesenast með ÍTR sem millilið í skólaseli eða frístund sem yfirleitt eru rekin á lágmarks mannskap og örvun fyrir börnin.

 

Foreldrar þurfa að sækja börnin í hendingskasti eftir vinnu og koma þeim í tómstundir. Fjölskyldan er svo komin heim 18-19 og allir búnir á því. Væri ekki nær að hafa tómstundirnar í þessum steindauða tíma eftir skóla og gefa börnum og foreldrum tækifæri á að eyða meiri tíma saman þegar vinnu, skóla og tómstundum líkur?

 

 

Fékk þennan pistil sendan og þar sem ég á 3 börn, tvö á grunnskólaaldri, tek ég undir þetta. Það getur stundum verið ansi snúið á annasömu heimili að stilla þetta saman með tómstundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Sæll Ragnar,

Ég tek undir þetta hjá þér. Þetta kerfi virkar ekki fyrir fólk í sambúð/hjónabandi og hvað þá hjá einstæðu foreldri. Það búa ekki öll börn við það að hafa báða foreldra til að annast þau og þá gengur þetta stærðfræðidæmi ekki upp.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 19.11.2009 kl. 10:30

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er athyglivert, að á sama tíma sem fjármunir til reksturs ,,menntakerfisins" hefur farið fram ú r öðrum þjóðum í Evrópu,-jafnvel Dönum, hefur staða okkar í könnunum PISA könnunum, --sem meta gæði kennslu og meta stöðu okkar nemenda miðað við önnur lönd,--- farið hríð lækkandi og þarf að líta tilannarra heimsálfa til að finna jöfnuð.

Ef eitthvert vit væri í ráðamönnum þessara málaflokka, væri krafan um árangur ríkari og ekki hlustað á vælið um ,,álag" sem sífrað er með í tíma og ótíma.

Ef svona liðist í einkarekstri, væri skuldahali allra fyrirtækja líkir þeim sem Baugsmenn drattast með og fá að klippa af svona reglulega.

Ef litið er til fjármagns og stöðu í PISA könnunum hefur ekkert orðið þjóðinni jafn dýrt og að setja KEnnaranámið á Háskólastig.

En þá umræðu verða menn að fara að þora að fara í, því ekki hefur árangur batnað, frekar farið hratt niður á við.

Afsakaðu langhundinn en mér varð heitt í hamsi. (var eitt sinn Kennari í Raungreinum)

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.11.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband