Hver eru þolmörk þjóðarinnar?

Hversu langt er hægt að ganga á umburðarlyndi almennings með þessum dæmalausa skrípaleik.

Ef almenningur sættir sig við þetta, þegjandi og hljóðalaust, þá er ekki von á frekari siðbót í þessu helsýkta og meðvirka samfélagi.

Er ekki dæmigert hve litla athygli þetta mál fær í fjölmiðlum.

Ekki verður siðbótin fengin með því að brotamenn dæmi sig sjálfir svo mikið er víst. Ef einn pólitískur gerandinn er ekki sammála hinum, þá fellur málið um sjálft sig ! 

Skjaldborg fjórflokksins !


mbl.is Borgarahreyfingin ósátt við skipun nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór !

Þakka þér fyrir; að taka á þessu máli. Ég hugðist sjálfur; skrofa um þetta í dag, en læt kyrrt liggja - þar sem þú setur þetta fram, á hnitmiðaðan hátt.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:32

2 identicon

skrifa; átti að standa þar.

OHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:33

3 identicon

Þetta er nefnd sem á að skoða hvernig sé hægt að fela aðkomu stjórnmálaelítunnar að öllu helvítis svínarríinu,en ekki að skoða hvað fór úrskeiðis,öll þessi svokallaða rannsókn er bara skrípaleikur og er til þess ætluð að slá ryki í augu almennings.

magnús steinar (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 12:22

4 Smámynd: Umrenningur

Við vinnufélagarnir vorum að tala um nákvæmlega svona mál í morgun og vorum sammála um að nánast allt sem stjórnvöld gera þessa dagana gera þau vitlaust. Það væri trúlega best að þau sætu heima við að telja baunir frekar en að rústa gjörsamlega trú fólks á stjórnmál almennt.

Íslandi allt

Umrenningur, 17.11.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að mér sé bara um megn að trúa þessu. Þetta hlýtur að vera einhver andskotans misskilningur. Verður áreiðanlega leiðrétt í kvöldfréttum.

Auðvitað á Alþingi ekki að fá að taka við þessari skýrslu nema undir eftirliti hlutlausrar nefndar.

Árni Gunnarsson, 17.11.2009 kl. 13:18

6 identicon

Vinnubrögðin undan farið segja manni nógu mikið, feluleikur um allt sem máli skiptir firrir okkur er haldið leyndu. þessir flokkar sem nú starfa eru engu betri en þeir sem þau hafa verið að deila á. Sóðaskapurinn er alveg með ólíkindum hjá Vg sem telja sig svo hreinna að annað eins þekkist ekki, ásamt spilltasta flokki landsins sem er Samfylkingin ásamt Ólafi R.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 13:58

7 identicon

Er ekki kominn tími til að fá óskemmt og vitiborið fólk

til að stjórna landinu?

axel (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 14:44

8 identicon

Miðað við nýjustu fréttir þá ætti aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Yngvi Örn Kristinsson að skilja smáfólkið.

Hann gerir 230 milljóna kröfu á Landsbankann væntanlega fyrir vel unnin störf.

http://www.visir.is/article/20091117/VIDSKIPTI06/56322936

Anna (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 16:16

9 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Ég sagði ríkisstjórninni og öðrum þingmönnum upp í dag, þeir þurfa ekki að vinna út uppsagnafrestinn.

kv,

Guðrún

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 17.11.2009 kl. 18:49

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum kærlega, innlit og athugasemdir.

Anna

Finnst þér ekki merkilegt að Yngvi Örn einn af spunameisturum greiðslujöfunarúrræðaleysunnar fyrir skuldsett heimili skuli gera slíkar kröfur.

Ein af forsendum þessa úrræða var sú að það væru ekki til peningar til að koma samborgurum okkar til hjálpar sem margir hverjir standa afar illa.  

Ég tala stundum um siðrof en svona menn gera mig einfaldlega kjaftstopp. Miðað við starfið sem hann sinnir þá er líklega um siðblindu að ræða og siðheyrnaleysi líka.

Guðrún

Gott framtak, fá þeir 3 eða 6 mánuði?

Ragnar Þór Ingólfsson, 17.11.2009 kl. 21:33

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við ættum öll, sem ekki höfum skrifað um málið, gera það og koma umræðunni á skrið.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.11.2009 kl. 22:22

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Bjóst einhver við öðru en að stjórnmálamenn rannsökuðu niðurstöður nefndar sem þeir skipuðu til að rannsaka sjálfa sig?

Elitan situr allt í kringum borðið enn, á kostnað skattborgarana.  Eins og komið hefur í ljós eru þeir ósvífnustu á mála ríkisstjórnarinnar við að hanna gjaldborgina.

Magnús Sigurðsson, 17.11.2009 kl. 23:59

13 Smámynd: Kama Sutra

Fólk er bjartsýnt ef það heldur að þessi pólitískt skipaða nefnd komist að þeirri niðurstöðu að einhver hátt settur innan íslenska stjórnkerfisins hafi gerst brotlegur.  Þ.e.a.s. ef hún mun þá einhvern tíma skila niðurstöðum - sem ég er farin að efast um.  Skipanin í þessa nefnd var reginhneyksli frá upphafi.

Ef nefndin á einhvern tíma eftir að skila niðurstöðum og ef svo ólíklega vill til að eitthvað saknæmt athæfi kemur þar fram mun það verða kallað tæknileg mistök eða óheppni.

Þetta verður Hvítþvottaskýrsla aldarinnar.

Eina von okkar er sú að erlendir aðilar (t.d. SFO í Bretlandi) taki það upp hjá sjálfum sér að rannsaka íslenska bankahrunið - þá væntanlega í óþökk íslenskra valdhafa.

Kama Sutra, 18.11.2009 kl. 06:25

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég sagði líka upp ríkisstjórninni og öðrum þingmönnum í dag, þeir þurfa því ekki að vinna út uppsagnafrestinn og vegna niðurskurðar fá þeir engin bi(lu)ðlaun. Öll gögn sem koma út úr þessu hruni skal sendast strax til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag því hér hefur verið framið stórkostlegur glæpur og landráð  og Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag tekur á því, ég treysti á það, það á enginn að sleppa undan ábyrgð og allir sem eiga sök á þessu fái langa dóma.

Sævar Einarsson, 18.11.2009 kl. 08:30

15 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Sammála Magnúsi og fleirum að þetta var svo sem fyrirsjáanlegt.

Tek undir áskorun AK um að við tökum höndum saman og skrifum um þetta mál.  

Ragnar Þór Ingólfsson, 18.11.2009 kl. 10:08

16 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

* Ég er ekki sammála Ragnari. Það er ekki hægt Ragnar að þú ráðist að fjórflokknum með þeim hætti sem þú gerir með blogg færslu þinni. Að vera neikvæður þegar menn verða að vera jákvæðir.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 18.11.2009 kl. 18:12

17 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Sveinbjörn

Ég skal hætta þessari neiðkvæðni í garð fjórflokksins.

Hvernig lýst þér á þá hugmynd að borga launakröfur Hannesar Smára og aðrar ofurkröfur Landsbanka forkálfa, með hlutabréfum og skuldabréfum í Baugi,Fl-group, stoðum og gömlu bönkunum. Þ.e. félögum sem þeir létu venjulegt fólk og peningamarkaðssjóði kaupa í og kynntu sem gull.

Hér þarf að skipta jafnt þ.e. þeir sem skipta kökunni fá síðastir að velja, ekki öfugt. Þetta var eina leiðin hjá okkur krökkunum í gamla daga til að forðast illindi og slagsmál. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.11.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband