1998 og Haga í greiðslujöfnun !

Hvernig væri að miða allar skuldir Haga/1998 við greiðslugetu á 40 ára láni með breytilegum markaðsvöxtum og setja eftirstöðvarnar umfram greiðsluþol á greiðslujöfnunarreikning sem er svo vísitölu bundin veðurfari á vesturlandi.

Það sem fæst upp í skuldirnar verður notað til að greiða upp óreiðuna sem þessir menn skyldu eftir sig. Þetta gætum við gert við fleiri fyrirtæki fyrrverandi útrásarkónga og kúlulánabraskara. 

Eina úrræðaleysan sem í boði er fyrir almenning og heimili í greiðsluvanda er greiðslujöfnun.

Þessi ömurlegu úrræði voru samin af fólki sem þiggur margföld lágmarks laun af umbjóðendum sínum, sem margir hverjir þurfa á slíkum úrræðum að halda. Það versta af þessu öllu er að samhliða greiðslujöfnun var búin til ný vísitala sem tengd er launaþróun og atvinnustigi.

Við hljótum að krefjast sambærilegra úrræða til þeirra sem komu okkur í þessi vandræði. Þessi hugmynd gæti komið í veg fyrir að bestu bitunum verði komið, skuld litlum, í hendur útvaldra vildarvina þeirra sem nú stjórna. Af hverju að afskrifa þegar við getum eyrnamerkt almenningi heimturnar næstu 40 árin?


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held að greiðslujöfnun almennings miðist líka við veður á Vesturlandi og þá er sérstakt tillit tekið til þeirra sem fæddir eru á hlaupársdag þau ár sem ekki eru hlaupár.

Einar Guðjónsson, 16.11.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Stjórnvöld geta ekki boðið almenningi einungis lengingu í hengingaról á meðan það er verið að deila út nýjum spilapeningum til þeirra sem ollur hruninu.

Sigurjón Þórðarson, 16.11.2009 kl. 13:14

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Skemmtileg pæling.

Birgir Viðar Halldórsson, 16.11.2009 kl. 13:19

4 identicon

Er kröfur þjóðfundarins um að gildi þjóðarinnar allrar verði

Heiðarleiki, Jafnrétti, Virðing og Réttlæti

Einungis beint til almennings? Hef trú á að þessi frábæru markmið eigi ekki að ná til þeirra sem eru á launum hjá okkur almenningi.

Bjarki Steingrímsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 13:33

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Almenningur verður víst að borga fyrir þessa menn þar sem þeir hafa alla stjórnmálamenn í vasanum því þeir eru án efa búnir að moka pening í þeirra kosningarmaskínu ásamt því að veita þingmönnum og þeim tengdum lán á kjörum sem almenningur getur aðeins dreymt um. Ég held að Ísland sé spilltasta land í heimi. Ótrúlegt hvað Lára Hanna getur grafið upp með tengsl, sjá mynd hér

Þið standið ykkur lang best í að fjalla um þessi mál og hafið bestu þakkir fyrir.

Sævar Einarsson, 16.11.2009 kl. 13:57

6 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Sævar

Auðvitað er almenningur látin borga, gerum þá lágmarks kröfu um að allir geri það á sömu forsendunum. Það er óþolandi að horfa upp á þann hóp samfélagsins sem verður hvað verst úti, þurfa að taka á sig mestu byrgðina. Þessi sami hópur ber minnstu eða enga ábyrgð á því hvernig fór.

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.11.2009 kl. 14:10

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Mín er alltaf ánægjan Ragnar, þið standið ykkur stórkostlega í að upplýsa okkur um gang mála. Ef einhver getur bjargað Íslandi frá þessum hörmungum þá þarf að skipta út öllum á þingi, 63 að tölu og fá inn utanþingsstjórn sem er ríkisstjórn skipuð fólki sem hafa aldrei setið á alþingi og það sé sprenglært fólk í bland við fólk sem er lífsreynt og ekki gerspillt inní flokkapólitík, þá fyrst er hægt að snúa þessu við. Einn vinur minn sagðist vilja fá alla útrásarvíkingana á þing því þeir væru snillingar í að fá afskriftir og niðurfellingar af lánum.

Sævar Einarsson, 16.11.2009 kl. 14:30

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð ábending Ragnar, það er merkilegt að þessi hugmynd hafi ekki komið upp áður, eins og ríkisreknu hagfræðingarnir eru hugmyndaríkir þegar kemur að björgunaraðgerðum fyrir almenning. 

Einar Guðjónsson hittir naglann á höfuðið með það hverjum greiðslujöfnun gagnast best.

Sammála Sævarnum; "Ef einhver getur bjargað Íslandi frá þessum hörmungum þá þarf að skipta út öllum á þingi, 63 að tölu og fá inn utanþingsstjórn sem er ríkisstjórn skipuð fólki sem hafa aldrei setið á alþingi og það sé sprenglært fólk í bland við fólk sem er lífsreynt og ekki gerspillt inní flokkapólitík, þá fyrst er hægt að snúa þessu við".

Magnús Sigurðsson, 16.11.2009 kl. 15:37

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á meðan sægreifarnir sitja að mikilvægustu þjóðarauðlindinni í boði stjórnvalda og stanga gullbrasaðar krásir úr tönnunum verður ekki horft til jöfnuðar í þessu landi. Á Alþingi sitja 63 fulltrúar okkar og þar koma af og til upp atvik þar sem einhver gengur í ræðustól og minnir á sig sem þjóðkjörinn fulltrúi. Svo sjaldgæft er þetta að það vekur nokkurra daga umræðu í fjölmiðlum.

Árni Gunnarsson, 16.11.2009 kl. 17:10

10 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Sæll Ragnar þú stendur þig en nú geta bloggarar farið frá tölvunni og tekið þátt í mótmælum . 

  Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 þriðjudag...

Nýtt  Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 n.k. þriðjudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu.


 Sveinbjörn Ragnar ÁrnasonVið mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur.  Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna.

Bankarnir taka yfir  húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum.

Verðtrygging  afnumin strax.  Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur  að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu,  að þeim verði bjargað strax.

Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008.  

FJÓRFLOKKINN BURT, KLANIÐ BURT, ÍSLAND ÁN STJÓRNMÁLA.

Mynni ykkur á.

Íslendingar, ÞRIÐJUDAGINN.17.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið. Mætum öll. 

Lúðvík Lúðvíksson, 16.11.2009 kl. 19:25

11 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Ragnar.Vissulega er þessi tillaga um greiðslujöfnun  góðra gjalda verð. En mér verður hugsað til þess að almenningur verður þá,að borga skuldir þeirra.

1.Allar vörur fyrirtækja,munu hækka.Sem kemur mest niður á stórum fjölskyldum.

2.Verðhækkun á vörum skapar skilyrði til hækkunnar á verðtryggingu.Sem kemur beint niður á skuldurum íbúðahúsalána.

Því miður, virðast vera annmarkar,á hverri þeirri tilraun,til bjarga verðmætum,sem og framtíðaráformun þjóðarinnar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.11.2009 kl. 20:24

12 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - sem og, aðrir hér á síðu !

Ragnar !

Þakka þér; sem áður, afbragðs góðar hugmyndir - sem orðgnótt, án tæpitungu nokkurrar, sem vænta mátti, af þinni hálfu, sem jafnan.

Varnaðar orð; Ingva Rúnars, sem Lúðvíks og fleirri, þarf reyndar að skoða - í víðu samhengi, eigi að koma til þeirra bjargráða, sem dygðu.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 21:01

13 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

15.11.2009

Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 þriðjudag...

Nýtt  Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 n.k. þriðjudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu.


 Sveinbjörn Ragnar ÁrnasonVið mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur.  Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna.

Bankarnir taka yfir  húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum.

Verðtrygging  afnumin strax.  Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur  að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu,  að þeim verði bjargað strax.

Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008.  


Lántakendur nú stöndum við saman, þannig náum við réttlætinu fram. Mætum og stöndum saman.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 16.11.2009 kl. 21:03

14 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Af hverju ekki?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.11.2009 kl. 22:57

15 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit og athugasemdir.

Ingvi Rúnar

1.Það er vissulega áhyggjuefni þegar þessir menn ætla að koma með fjármagn "að láni " sem nemur einhverju broti af heildarskuldum og fá svo restina lánaða. Vissulega borga neytendur brúsan á endanum. Það sem skilur á milli aðferða er að þessir menn sem myndu að öllum líkindum blóðmjólka reksturinn í leðinni, kæmu ekki nálægt rekstrinum.

Það sem ég bendi á er greiðsluþol, rekstur félagsins með hæfilegri álagningu, án fjárglæframanna sem skrifa eigin neyslu á reksturin eða blóðmjólki með öðrum hætti, myndi vafalaust skila ágætis framlegð. Það myndi svo ráðast á EBITDA félagsins hvert greiðsluþolið væri. Ég myndi svo sannarlega versla við félag sem velgengni byggðist á heimtum upp í skuldirnar mínar. Með þessu færi hagnaðurinn í vasa almennings.

Það eru tvær hliðar á öllum teningum, vandamálið hér er að sama hliðin kemur alltaf upp.

Með langtíma láni er hægt að lækka greiðslubyrgði félags til mikilla muna og milda þannig áhrifin út í verðlagið með auknum heimtum skulda í leiðinni. Það verður hinsvegar aldrei þjóðfélagsleg sátt um að gera slíka samninga við ábyrgðamenn hrunsins.

2.Varðandi verðtrygginguna þá er hún krabbamein á samfélaginu sem er löngu tímabært að skera af.

Hér hefur orðið kerfisvilla í okkar samfélagi og við getum ekki leyft okkur að þramma í sama farinu og reyna að lagfæra villuna með plástrum, eingöngu til að börnin okkar þurfi að taka sambærilegan skell síðar. Við þurfum nýja hugsun, almenningur hefur engu að tapa.  

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.11.2009 kl. 23:09

16 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Ragnar,ég vil ekki slá hugmynd þína út af borðinu.Hún er góð.

Upphaf þessara samsteypu var Bónus.Þar var verpt gulleggi.En sonurinn var ekki sáttur,hann vildi meira og meira.Enda viðurkenndi hann það í sjónvarpsviðtali,að honum fannst ekkert gæti stoppað sig.Maamon og græðgin hafði náð tökum á honum.

Versta við þetta að hann setti öll eggin í körfuna með gullegginu.Þar afleiðandi er karfan full af eggum,flestum brotnum en önnur heil.

Spurningin,hvort væri fært að veiða þau egg,sem enn eru heil,og setja hvert af þeim í eina körfu.Þá meina ég að skipta einingunum,t.d.Bónus sér og Hagkaup o.s.fr.Það er kannske rekstragrundvöllur fyrir sum þeirra,en ekki öðrum.Eftir þessa aðgerð væri hugsanlega hægt að grípa til aðgerðar sem þú leggur til, við hverja einingu fyrir sig.

Bara ein hugmynd

Ingvi Rúnar Einarsson, 17.11.2009 kl. 00:27

17 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Ingvi

Ég er alveg sammála þessum athugasemdum frá þér, og því að krifja þarf þessi félög og skera burt blóðsugurnar, ekki bara þá sem taka aldrei upp veskið og lifa eins og kóngar fyrir almannafé heldur líka handónýtar rekstrareiningar sem engu skila nema tapi. 

Hugmynd mín var sett fram í meiri alvöru en hitt, að binda umframskuldir greiðsluþols við útrásarvísitölu sem bundin er við veðurfar á suðvesturhorninu var meira kaldhæðni og átti kanski að lýsa úrræðaleysi stjórnvalda á skuldavanda heimilana.

Að búa til nýjar og nýjar vísitölur er til marks um þá ringulreið og óstjórn  sem í landinu er.

Ragnar Þór Ingólfsson, 17.11.2009 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband