Geta stjórnendur fyrirtækja keypt sér óflekkað mannorð 2 hluti.

Stærsta samkeppnissvikamál Íslandssögunnar. Kortafyrirtækin greiddu 735 milljónir af almannafé til að kaupa sig frá dómi.

Það voru ódýr svör hjá Ragnari Önundarsyni að hann hafi ekki verið aðili málsins.  En það sem hann gerir er athyglisvert, hann segir að samkeppnislagabrotin hafi verið á vegum og ábyrgð eigenda og stjórnarmanna.  Ef við skoðum það aðeins nánar, þá er hann með þessu að ásaka og beina ábyrgðinni á þessum viðurkenndu samkeppnislagabrotum að fyrrum stjórnarmönnum Borgunar hf. (áður Kreditkort hf.), sem voru m.a. þessir:
Birna Einarsdóttir  (núverandi bankastjóri Íslandsbanka), sat fyrir Glitnir árið 2007 og tók þ.a.l. þátt í samkomulaginu við Samkeppniseftirlitið
Finnur Sveinbjörnsson  (núverandi bankastjóri Nýja Kaupþings), sat fyrir Landsbanka Íslands á árinu 2008
Haukur Oddsson  (núverandi forstjóri Borgunar), var stjórnarformaður árið 2006, sat fyrir Glitnir.

Spurning hvort það væri tilefni fyrir Blaðamenn að skoða þessi svör aðeins nánar, hvort þessir aðilar eru á sama máli varðandi hver stóð á bakvið og beri ábyrgð á þessum viðkurkenndu samkeppnislagabrotum.  Það eitt að Ragnar Önundarson er að beina ábyrgðinni frá sér,og að þessum aðilum þarfnast nánari skoðun.  Ef Ragnar Önundarson hefur rétt fyrir sér, þá eru þessir aðilar vanhæfir í sínum núverandi störfum og það er í sjálfu sér stórmál.  Mér finnst þó líklegra að þessir aðilar verjist þessum ásökunum og beini ábyrgðinni aftur að Ragnari…, þar sem Ragnar Önundarson var gerandinn í þessu máli og hugsanlega án vitundar stjórnarmanna.

Málið endaði með sátt, eins og Ragnar Önundarson segir í grein sinni í Mogganum 29 sept., en hann nefndi ekki að sáttin fól í sér að félögin viðurkenndu samkeppnislagabrot, sem skv. Samkeppniseftirlitinu voru langvarandi og víðtæk ólögmæt samráð, eða mjög alvarleg brot á 10. og 11. gr. samkeppnislaga sem voru til þess fallin að valda verulegri röskun á samkeppni, brotin voru framin af ásetningi og höfðu það m.a. að markmiði að koma keppinauti út af markaði, brotin náðu yfir langt tímabil’. 

Eins og forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir var þetta mál fast á eftir olíufélagamálum í alvarleika.  Þá fól sáttin í sér að málið yrði ekki sent áfram til ríkissaksóknara, en þar hefði Ragnar Önundarson orðið formlegur málsaðili og fengið sinn andmælarétt (og væntanlega fengið sinn dóm fyrir).  Þetta er kannski það alvarlegasta í þessu máli, að kortafélögin og eigendur þeirra borguðu fyrir að málið yrði ekki sent áfram til ríkissaksóknara, en það er ótrúlegt að það sé hægt að semja um slíkt. 

Það mætti því segja að kortafélögin hafi greitt fyrir það að Ragnar Önundarson héldi sínu frelsi og yrði ekki persónulega refsað.  Það að Ragnar Önundarson teljist fyrir vikið ekki vera málsaðili, þrátt fyrir að hafa verið annar höfuðpaurinn og gerandinn í þessum lögbrotum, staðfestir það að fyrirtæki geti brotið af sér án þess að framkvæmdastjóri beri neina ábyrgð af því.  Þetta eru mjög hættuleg skilaboð og ég efast um að menn sætti sig við að hafa mann, ekki bara með slíkan bakgrunn, heldur sérstaklega með slíkt mat sem stjórnarformann lífeyrissjóðs Verslunarmanna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Horfði á Truman show með Jim Carrey á disknum í kvöld í Kópavoginum. Jim lifði í draumaheimi án þess að vita af því. Góð flétta hjá leikstjóranum. agust1

Helst dettur mér í hug að Ágúst Guðbjartardóttir sé einn af leikendum í myndinni. Ágúst sem fór mikinn í að gagnrýna ASí og vildi VR útúr ASí er kominn sem varamaður í miðstjórn hjá ASí. Beinið sem Ágúst fékk í kjammann er einmitt týpiskt um þá sem standa ekki á sínu eftir kosningar og þá sem munu kóa með hirðinni. Ágúst er akkúrat  einn þeirra, hann kýs einsog hundurinn minn Homer J. Svensson að kóa með hirðinni, að því það hentar. Ágúst er ekkert annað en tækifærissinni sem á ekki að fá að fara í stjórn hvorki hjá VR né ASí.

Launafólk þetta er ein  ástæða þess að ekkert hefur áunnist um bætt kjör. Varðhundarnir eru að fjölgja sér. Ágúst velkominn inn, þú átt pantað í skapgerðarmat á mánudag. Mundu að fasta fyrir matið.

 

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 27.10.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Yfirlýsing Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ

Í framhaldi af umfjöllun Stöðvar 2 um tengsl mín við félag í Lúxemborg sem stofnað var í gegnum tvö skúffufélög á Tortola og áskorunar Ágústs Guðbjartssonar, stjórnarmanns í VR, um afsögn mína sem forseti ASÍ vegna meintra tenginga minna við þessi sömu fyrirtæki er rétt að upplýsa eftirfarandi. Hér er hægt að sjá yfirlýsinguna alla http://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-2009/

Ágúst Guðhjartarsson var með þessa áskorun, Ágúst er nýr í stjórn VR eitt af hans baráttumálum fyrir stjórnarkosningu í VR var að VR færi úr ASÍ þetta lagði Ágúst mikla áheyrslu á .

Hann hefur nú svikið kjósendur sína og gert betur en það því til að róa Ágúst þá var honum boðið sæti í miðstjórn ASÍ svona svo hann væri ekki með frekari læti.

Hvað er Ágúst að gera í miðstjórn ASÍ , er það fyrir þá sem kusu hann? nei það getur ekki verið því hann fór mikinn þegar hann vildi VR úr ASÍ, ÞETTA ERU BARA HREIN OG KLÁR SVIK VIÐ ALLA ÞÁ SEM KUSU Ágúst.

Svona gerir maður ekki Ágúst þó það sé gaman vera með aðal KLANINU.

Lúðvík Lúðvíksson, 27.10.2009 kl. 10:59

4 Smámynd: Birna Jensdóttir

Góðar greinar hjá þér Ragnar og haltu ótrauður áfram,hefur þú eitthvað athugað með uppfærslu tekjuhliða þeirra sem fá greitt úr lífeyrissjóðum á móti greiðlunni sem fólk fær.Af hverju eru það bara gömlu skattasýrslurnar eða réttara sagt gamla tekjuhliðin sem er uppfærð en ekki greiðslan úr sjóðnum.Í dag munar það hjá mér 10000 á mánuði en samt var ég búin að taka á mig kreppu skerðingu uppá 4000.Mér finnst einhvernveginn að greiðsan ætti líka að uppfærast en ég er kannski bara svona vitlaus.Ef þú gætir frætt mig er það vel þegið.

Birna Jensdóttir, 27.10.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Flott hjá þér Ragnar að standa ávalt vaktina, þú spyrð: "Ef Ragnar Önundarson hefur rétt fyrir sér, þá eru þessir aðilar vanhæfir í sínum núverandi störfum og það er í sjálfu sér stórmál." Í mínum huga eru þau ÖLL vanhæf, en þetta eru vinnubrögðin á Íslandi.  Siðferði hérlendis er & hefur verið í tugi ára á mjög lágu plani.  Ég er síðan talsmaður þess að félag mitt VR yfirgefi ASÍ og það er auðvitað VIÐBJÓÐUR að horfa upp á SVIKIN loforð Ágúst í þessu máli öllu.  Enda spyr Lúðvík Lúðvíksson réttilega: "HVAÐ er Ágúst að gera í miðstjórn ASÍ???"  ASÍ og þetta lið er ótrúlega sniðugt að "múta & afvegaleiða fólk" - þeir sem ekki vilja spila með ASÍ valdaklíkunni, sbr. til dæmis Aðalsteinn Árna Baldursson formaður Framsýnar (Húsavík) þá er allt set á fullt til að bola honum út úr nefndum.  Innviðir ASÍ eru svo sannarlega fúnir, og ótrúlega mikilvægt að verkalýðsfólk rísi UPP og komi burt núverandi stjórn ASÍ.  Gylfi er í vasanum á Samspillingunni & SA.  Það á auðvitað EKKI að vera aðalstefnumál ASÍ að troða Íslandi inn í EB, gegn 60% af vilja þjóðarinnar, hvers konar steypu vinnubrögð eru eiginlega í gagni inn í þessum verkalýðs- & lífeyrissjóða kerfi???  Forza Ragnar, ekki gefast upp á því að standa vaktina gegn þessu spilta liði sem hefur að mínu áliti ítrekað brugðist skjólstæðingum & verkalýðshugsjónum þeim sem það á að berjast fyrir.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 27.10.2009 kl. 12:36

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er auðvelt í jakkafötum, að ræða fjálglega um annara fé.

Kristbjörn Árnason 23. október 2009

www.visir.is Landsvirkjun í eigu lífeyrissjóðanna
  • Það er einnig auðvelt að róða því í ýmis fyrirtæki, því ekki eru það þessir menn sem taka áhætunna af því ef illa tekst til. Atvinnurekendur eiga ekki þessa peninga.
  • Það er ekki tilgangur lífeyrissjóðanna, að vera aðili að atvinnulífinu, þeir hafa aðeins einn tilgang sem er að greiða sjóðfélögum út eðlilegan lífeyri, þegar sjóðsfélagar þurfa á því að halda.
  • Venjulegir launnamenn eru að greiða til þessara lífeyrissjóða með vinnu sinni 12% af heildar-launum sínum. Það er upphæð sem hleypur á 400 þús til 550 þús kr. árlega. Það eru engir smáaurar.

Fram hefur komið sú undarlega hugmynd frá stjórnarformanni Lífeyrissjóðs verslunarmanna að lífeyrissjóðirnir kaupi „Landsvirkjun“ Margar hafa þær komið hugmyndirnar um aðkomu lífeyrissjóðanna að uppbyggingu íslenskts atvinnulífs. Í gegnum tíðina hefur mátt heyra margar undarlegar kröfur og tillögur frá stjórnmálamönnum um þátttöku lífeyrissjóðanna í stofnun fjölmargra fyrirtækja. Þeir sem svona hafa talað hafa verið þeir sem litla hagsmuni hafa haft að gæta varðandi lífeyrissjóðina.

  • Aldrei áður, svo ég muni hefur stjórnarformaður í lífeyrissjóði sem jafnframt er þar fulltrúi launamanna flutt tillögu sem þessa. Að lífeyrissjóðirnir kaupi eitt mesta áhættufyrirtæki á Íslandi sem er Landsvirkjun , sem auk þess stendur frekar höllum fæti. Eða önnur fyrirtæki í áhætturekstri.
  • Þessi aðili sem heitir Ragnar Önundarson og fyrrverandi forstjóri hjá einu kortafyrirtækinu og varð að hætta störfum þar.
  • Ekki ríkir sátt um þennan Ragnar Önundarson í stjórn VR eins og sjá má af skrifum Ragnars Þórs Ingólfssonar. En Ragnar Þór er sá stjórnarmaður VR sem hefur langflest atkvæði á bak við sig.
    Ragnar Þór Ingólfsson, Blogg síða
  • Þeir geta verið margir skrautlegir sem stjórna lífeyrissjóðunum.
  • Þessi umræða fór fram á fundi hjá Viðskiptaráði.
  • En hlutverk lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu var til umræðu á fundi Viðskiptaráðs í gær-
    morgun. En þessir aðili hefur haft sérstakan áhuga á þessum peningum launamanna í
    landinu árum saman.
  • En viðskiptaráðið er „prímus mótor“ frjálshyggjunnar í íslensku atvinnulífi.
  • En lífeyrissjóðirnir eiga ekki að hafa neitt hlutverk í atvinnulífinu.
  • Eina hlutverk lífeyrissjóðanna er að standa undir lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga.

Í tengslum við þessa umræðu er vert að benda á, áhyggjur alþingismanna vegna Landsvirkjunnar og var Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins með fyrirspurn til fjármálaráðherra um Landsvirkju á dögunum, það mál tekið sérstaklega fyrir í fyrirspurnartíma á Alþingi.

Fjámálaráðherrann var ekkert sérstaklega ánægður með stöðu Landsvirkjunar. Hann sagði stöðu fyrirtækis góða miðað við önnur íslensk fyrirtæki.

Þar sem staða íslenskra fyrirtæka er afspyrnu slæm um þessar mundir, þýðir þetta svar í mínu huga að staða Landsvirkjunar sé ekki góð.

Af sinni alkunnu og stóiskri ró sagði um hugmundur Ragnars Önundarsonar: „Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir vert að skoða það að lífeyrissjóðirnir kaupi Landsvirkjun. Það sé óskoðað mál en engum hugmyndum í þá veru að létta skuldabyrði af ríkinu sé hafnað“.

  • En það verða þessir jakkaklæddu menn að átta sig á, að þeir eru þarna að ræða fjálglega um peninga sem þeir eiga ekkert í og hafa ekkert umboð til að ráðstafa.
  • Það eru launamenn sem eiga þetta fé og ekki er víst að þeir hafi áhuga á þessum umræðum.

Kristbjörn Árnason, 27.10.2009 kl. 14:14

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Ragnar ég sendi þér kveðjur frá bloggi mínu blogg.visir.is/krissi/

Kristbjörn Árnason, 27.10.2009 kl. 14:17

8 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Sæll Ragnar, er ekki hægt að fá erlenda tryggingafræðinga til landsins, til að fara ofaní kjölinn á fjárfestingum Lífeyrissjóðsins? Ég get googlað góðan tryggingafræðing til að koma í rannsókn á LIVE. Væri ekki ráð að fá sjóðsfélaga með í það ? Við getum staðið fyrir undirskriftarlistum um að svo verði gert. Þetta snýst bara um að framkvæma. Ég líð það ekki að þessir menn spúi féinu mínu hingað og þangað. Ég krefst þess að sjá þetta svart á hvítu. www.lifiderlan.is Lúðvík Lúðvíksson og ég erum búnir að opna undirskriftarlista um að við fáum að sjá bókhald LIVE. Ef það tekst ekki setjum við allt á fullt við að fá erlenda aðila hingað og hættum ekki fyrr en við komumst í bókhaldið.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 27.10.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband