17.4.2009 | 07:07
Yfirtaka á Exista í uppnámi?
Brunaútsala!
Það er alveg á hreinu að stoppa þarf þessa yfirtöku.
Það væri afar fróðlegt að fá afstöðu lífeyrissjóðana við þessari yfirtöku þá sérstaklega Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem var meðal stærstu hluthafa Exista og tengdra félaga.Hlutur LV í Exista var 4,53% og í Bakkavör 6,77% þann 6. október 2008 rétt fyrir hrunið. Gildi var með rúm 4%, Lífeyrissjóðir Bankastræti 1,5% Stafir 0,9% aðrir mun minna. Ekki hefur heyrst hóst né stuna vegna þessa máls frá LV né öðrum lífeyrissjóðum. Óhætt er að áætla að lífeyrissjóðirnir hafi átt beint og óbeint yfir 15% hlut í Exista og því hagsmunir okkar gríðarlegir.
Það er klárt mál að svona samninga á ekki að gera við menn sem áttu stóran þátt í að koma landinu á hliðina. Hagsmunum okkar væri best borgið með því að láta þetta rúlla þó svo að lífeyrissjóðirnir tapi smávægilegum upphæðum í viðbót ,miðað við tilboð BBR 0,02 krónur á hlut, þá verður það klárlega minni birgði á okkur skattborgara ef bankinn tekur þetta yfir og hámarki það sem hægt er að fá fyrir eignirnar næstu árin.
Eru þetta þeir sömu og tala og mala um óseljanleika á mörkuðum og hversu glórulaust sé að selja eignir við núverandi aðstæður osfrv. Hlestu rökin eru óbilandi trú á að ástandið skáni og verðlaus bréf verði vermæt aftur.
Frétt af Visi.is
Stjórn Kaupþings mun á næstu dögum ákveða hvort að yfirtökutilboði Bakkabræðra á Exista verði tekið. Tilboðið gerir ráð fyrir að hluthafar fái 0,02 krónur fyrir hvern hlut. Rán segir hluthafi.
Í lok síðasta árs skráði BBR, félag í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona sig fyrir nýju hlutafé í Exista sem nam 50 milljörðum hluta. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings en auk þess á félagið VÍS, Lífís, Lýsingu og Skipti sem er móðurfélag Símans. BBR hefur nú sent yfirtökutilboð til hlutahafa í Exista. Með undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu var ákveðið að kaupverðið sé 0,02 krónur á hvern hlut. Kaupþing á 10,4% í félaginu en stjórn bankans hafnaði samskonar yfirtökutilboði í desember. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, segir að ákvörðun um hvort að gengið verði að tilboðinu verði tekin á allra næstu dögum.
Fréttastofa ræddi í dag við nokkra hluthafa sem eru mjög ósáttir við yfirtökutilboðið. Einn þeirra fjárfesti fyrir rúma eina milljón í félaginu yfir nokkurra mánaða tímabil. Honum eru boðnar 36.000 krónur fyrir sinn hlut. Hann segir þetta rán og að hann ætli ekki gefa hlutinn sinn. Hann vilji frekar tapa honum.Ekki er þó víst að af yfirtökunni verði þar sem fjárhagsleg endurskipulagning á Exista er nú í gangi. Um 20 erlendir bankar, lífeyrissjóðir og íslenskar fjármálastofnanir sem eiga kröfur á félagið koma að þeirri vinnu. Ekki liggur fyrir hvenær þeirri henni verði lokið.
Athugasemdir
Er ekki bara réttast að ganga að þessu og taka síman og allt þetta dót inn í ríkið aftur
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.4.2009 kl. 21:52
Lífeyrissjóðirnir eru svo hræddir við að þurfa að viðurkenna frekara tap á fjárfestingum sínum að þeir eru tilbúnir að spila áfram með þeim sem búnir er að skaða þá mest.
Að sjálfsögðu eiga lífeyrissjóðirnir að krefjast þess, bæði sem hluthafa og lánadrottnar að BB fari frá þessu fyrirtæki og lánadrottnar taki það yfir og meti sjálfstætt hvort eitthvað vit eru í það halda þessu fyrirtæki á lífi, áður en BB eru búnir að koma dótturfyrirtækjum Exista á hausinn.
Sigurbjörn Svavarsson, 22.4.2009 kl. 23:32
Ágæti hluthafi í Exista hf. Þessi upphafsorð í bréfi til sonar míns eru frá LOGOS þar sem BBR ehf. ber að gera hluthöfum í Exista yfirtökutilboð í samræmi við X kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Hann þarf að samþykkja á þar til gerðu plaggi og skila eigi síðar en 8mai 2009. Þetta er ekki neitt orðið. Varla telst það lögbrot að hunsa þetta, spyr fávís kona?
Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2009 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.