31.3.2009 | 12:12
Þorgeir Eyjólfsson telur fólk vera fífl !
Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna heldur því fram að tap sjóðsins sé ekki eins mikið og menn vildu vera láta. Umfjöllun um fegrun bókhalds eigi ekki við um LV. Hann telur sjóðinn hafin yfir þá gagnrýni sem er í þjóðfélaginu, og að tap LV vegna hrunsins sé óverulegt miðað við ástandið hér heima og erlendis. Hann segir ekki þurfa að koma til skerðingar lífeyrisréttinda. Gagnrýni á lúxus boðsferðir eiga heldur ekki við rök að styðjast um starfsemi LV þar sem einungis hafi verið um 14 slíkar ferðir að ræða hjá sjóðnum.
Kjarni málsins er samt hin 11,8% neikvæða ávöxtun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna.
Á heimasíðu sjóðsins er reynt að sannfæra almenning um að búið sé að reikna með öllum afskriftum á skuldabréfa eign sjóðsins, sem er rakalaus þvættingur að mínu mati enda vantar allar upphæðir inn í rökstuðning þeirra, og hver sem er getur lesið úr þessari samantekt að staðhæfingar hans standast engan veginn.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þekktar stærðir úr ársreikningi Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna frá 2007.
Tekið skal fram að upplýsingar um verðbréfaumsýslu LV árið 2008 eru frá kauphöll Íslands tuttugu stærstu en þá var hlutur LV í Exista komin í 4,53% og Bakkavör í 6,77% þann 6. október rétt fyrir hrunið. Staða Kaupþings 4 sept.2008 var 3,2%. Það er því ekkert sem bendir til þess að Þorgeir hafi með einhverjum undraverðum hætti gert ráðstafanir vegna slæmrar stöðu bankanna rétt fyrir hrun.
Kanna þarf vel hverjum var selt og af hverjum var keypt mánuðina fyrir hrunið enda er skyndileg aukning í t.d. Exista bréfum grunsamleg svo ekki sé meira sagt. Enda slíkar fjárfestingar ekki til þess fallnar að vera ráðstafanir gegn slæmri stöðu bankanna eins og Þorgeir Eyjólfsson forstjóri LV komst að orði.
Er það tilviljun að Guðrún Þorgeirsdóttir dóttir Þorgeirs er framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista?
Eftirfarandi upplýsingar eru teknar úr grein sem ég skrifaði 12 Des.2008 og versnaði staðan lítillega til áramóta og enn meira til dagsins í dag með falli Straums og Sparisjóðanna svo lítið eitt sé nefnt.
Innlend Hlutabréfaeign LV |
| Bókfærð eign | Lækkun í % |
| Staða 9.12 2008 |
| Hlutur í % | árslok 2007 | frá áramótin. | Núvirði. | Tap |
Alfesca HF | 0,9 | 369.533.000 | 42 | 214.329.140 | 155.203.860 |
Bakkavör Group | 5,6 | 7.055.553.000 | 93 | 493.888.710 | 6.561.664.290 |
Century Alumnium Company | 0,8 | 1.086.113.000 | 76 | 260.667.120 | 825.445.880 |
Exista HF | 1,8 | 3.970.085.000 | 99 | 39.700.850 | 3.930.384.150 |
FL Group HF | 0,6 | 1.138.976.000 | 100 | 0 | 1.138.976.000 |
Flaga Group HF | 2,2 | 12.750.000 | 0 | 12.750.000 | 0 |
Glitnir Banki HF | 0,8 | 2.470.348.000 | 100 | 0 | 2.470.348.000 |
Eimskipafélag Íslands | 0,6 | 362.126.000 | 96 | 14.485.040 | 347.640.960 |
Icelandair Group HF | 1,2 | 322.347.000 | 53 | 151.503.090 | 170.843.910 |
Kaupþing Banki HF | 3,3 | 21.334.515.000 | 100 | 0 kr. | 21.334.515.000 |
Landsbanki Íslands HF | 3,2 | 11.612.675.000 | 100 | 0 | 11.612.675.000 |
Marel HF | 2,4 | 988.063.000 | 21 | 780.569.770 | 207.493.230 |
Straumur Burðarás HF | 1,7 | 2.586.952.000 | 81 | 491.520.880 | 2.095.431.120 |
Teymi HF | 0,3 | 62.311.000 | 100 | 0 | 62.311.000 |
Össur HF | 2 | 775.223.000 | 2 | 790.727.460 | 15.504.460 |
Verðbréfaþing ehf | 12,9 | 1.556.000 | 0 | 1.556.000 | 0 |
Skipti ehf. Tap því bréfunum var skipt í bréf Existu. | 8 | 2.475.000.000 | 100 | 0 | 2.475.000.000 |
VBS Fjárfestingarbanki H.F. | 3,3 | 258.552.000 | 0 | 258.552.000 | 0 |
|
| 56.882.678.000 |
| 3.510.250.060 | 53.372.427.940 |
Hlutfall af heildareignum sjóðsins |
| 21,70% |
|
| 19,80% |
Heimildir |
|
|
|
| Tap |
Euroland.com |
|
|
|
|
|
Landsbankinn.is |
|
|
|
|
|
Tap LV 2008 á innlendum hlutabréfum voru rúmir 53 milljarðar eða 20% af heildareignum sjóðsins.
Tap LV 2008 á gjaldeyrissamningum/afleiðusamningum var 15,7 milljarðar eða um 6% af heildareignum.
Þessir tveir liðir þurkuðu út 26% af öllum eignum sjóðsins.
Í þessar tölur vantar upplýsingar um tap á skuldabréfaeignum sjóðsins í hálfgjaldþrota atvinnulífi og skuldabréfaeign sjóðsins í gjaldþrota bönkum sem voru samtals 35 milljarðar. Lífeyrissjóður Verslunarmanna á líklega eftir að afskrifa um 15-17 milljarða á tapaðri skuldabréfaeign sjóðsins í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þeir segjast hafa skrifað niður tap á skuldabréfaeign sjóðsins í fyrirtækjum en hafa klárlega ekki skrifað niður verðlaus bréf í bönkunum.
Tap LV 2008 á Skuldabréfaeignum sjóðsins gæti hæglega numið 26 milljörðum eða um 10% af heildareignum.
Með þessum þriðja lið gætu um 36% af öllum eignum sjóðsins hafa þurkast út.
Einnig vantar trúverðuga úttekt á erlendum eignum sjóðsins sem eru líklega verðlitlar miðað við spár sérfræðinga á borð við Robert Wade hagfræðiprófessors ofl. sem telja að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé tapaður.
Það kæmi mér ekki á óvart að tap LV sé að lágmarki 30-40% af heildareignum sjóðsins eða 80 - 110 milljarðar króna að nafnvirði.
Eignastaða sjóðsins í árslok 2007 var 269 milljarðar.
Eignastaða í árslok 2008 ætti því að vera um 326 milljarðar með 3,5% Raunávöxtunarkröfu með mismun á iðgjöldum og útgreiðslum.
Eignastaða samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sjóðsins þegar búið er að reikna inn mismun á greiddum iðgjöldum og útgreiðslum er 249 milljarðar í árslok 2008.
Samkv. 11,8% neikvæðri nafnávöxtun þýðir það rýrnun frá 269 milljörðum í 237 milljarða. Mismunurinn á 249m og 237m eru greidd iðgjöld sjóðsfélaga 2008.
Þetta er mismunur upp á 77 milljarða ef við uppreiknum með ávöxtunar kröfu en er aðeins 32 milljarðar að nafnvirði. Þegar búið er að reikna inn iðgjöld sjóðsfélaga 2008 fer eignarýrnun í aðeins 20 milljarða sem er tala sem mikið er notuð í auglýsingaherferðum sjóðsins.
Það hljóta allir sem þjást af rökhugsun og almennri skynsemi að sjá að þessar tölur eru úr öllu sambandi við það sem gerst hefur á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis.
Raunveruleg eignastaða sjóðsins í árslok 2008, uppreiknuð af almennri skynsemi er í besta falli 188-195 milljarðar. Sem gerir mismun frá ætlaðri stöðu um 135 milljarða Neikvæða raunávöxtun.
Tap LV 2008 á gjaldeyrissamningum/afleiðusamningum var 15,7 milljarðar eða um 6% af heildareignum.
Voru gjaldeyrisskiptasamningar óþarfa áhættusækni eða varnir?
Af hverju var verið að gera slíka samninga sem mótvægi við gengis hagnað/tap sem erlendar fjárfestingar áttu að bera umfram ávöxtunar kröfu í ljósi þess að innlend ríkisskuldabréf báru mun betri raunávöxtun en almennt þekkist.
Af hverju voru slíkir samningar gerðir við bankana sem allir veðjuðu gegn krónunni? Bankarnir voru helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna.
Til að Ólafur Ólafsson & co. Kjalar hf. hafi getað tekið framvirkan gjaldeyris afleiðusamning gegn krónunni (að krónan lækkaði), sem Kjölur gerði 190 milljarða kröfu á að væri uppfylltur, þá þurfti einhver að veðja á móti þeim sömu upphæð með krónunni (að krónan hækkaði). Lífeyrissjóðirnir tóku það hlutverk að sér - Gunnar Páll stjórnarformaður LV og formaður VR var einnig í stjórn Kaupþings og sat þar líka í lánanefnd.
Annað hvort var Gunnar Páll með í gjaldeyris svikamyllu Ólafs Ól eða GP var nytsami LV skósveinnin, sem Kjalar hf. þurfti á að halda til að geta nýtt sér fyrirfram vitneskju bankans um yfirvofandi hrun krónunnar. Allt saman bakkað upp af Þorgeiri Eyjólfssyni forstjóra LV enda góður vinur Bakkabræðra,Hreiðars, Sigurðar og Ólafs Ó.
Það er með öllu óskiljanlegt að nokkur maður hafi veðjað á hækkun krónunnar vegna gjalddaga jöklabréfa haustið 2008. Vitað var með löngum fyrirvara að krónan mundi hrynja á þeim tímapunkti miðað við hvað henna var haldið hátt uppi sem vekur upp ákveðnar spurningar.
Það má því ætla að Þorgeir Eyjólfsson hafi ekki hlustað á helstu ráðgjafa sína, starfsmenn áhættustýringar bankanna sem hafa þurft að reikna út áhættuna og vitað fyrirfram að fé LV í stöðutöku með hækkun krónunnar á jöklabréfa gjalddögum væri glatað fé.
Er það tilviljun að Guðrún Þorgeirsdóttir dóttir Þorgeirs Eyjólfssonar forstjóra LV er framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista?
Af hverju hafa Bakkavararbræður gengið óáreittir til verks með að sölsa undir sig helstu verðmætum Exista og tengdra félaga meðan Þorgeir Eyjólfsson lýtur undan. Það þurfti aðra til að stoppa þá gjörninga af.
Er Þorgeir Eyjólfsson snillingur sem á meira undir en hagsmuni sjóðsfélaga eða gjörsamlega vanhæfur í starfi?
Hvað eru menn að sýsla bakvið tjöldin og hvað er það sem þolir ekki dagsljósið? Gæti það tengst Kaupþing Lúxemborg?
Hvers vegna þessi feluleikur með raunverulega stöðu sjóðsins? Hvað er raunverulega verið að fela?
Óhætt er að fullyrða að tap LV á Kaupþingi,Bakkavör og Exista. hafi ekki verið undir 70 milljörðum króna ef með eru talin áætlað tap á skuldabréfaeign, innlendu hlutafé, afleiðusamninga og erlendra verðbréfasjóða þeim tengdum.
Úr yfirlýsingu frá Landssamtökum Lífeyrissjóða:
Tillögur um fyrirframgreiðslu á séreignarsparnaði þurfi að taka mið af því að ekki sé hægt að greiða séreignarsparnað út nema búið sé að selja verðbréf sem fjárfest hefur verið í. Til þess að hægt sé að selja fjárfestingar og breyta í laust fé þurfi einhver kaupandi að vera til staðar. Í dag sé seljanleiki á verðbréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóðanna.
Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfestingum í laust fé sé hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki, þó að ekki takist að selja nema lítinn hluta þeirra. Raunveruleg hætta sé á að eignaverð myndi lækka verulega og ekki væri hægt að greiða sjóðfélögum séreign sína út. Inneign allra sjóðfélaga myndi skerðast, óháð því hvort þeir óski eftir fyrirframgreiðslu.
Úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2009 eftir þá Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, Marinó Örn Tryggvason, forstöðumann eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi og Tryggva Guðbrandsson, framkvæmdastjóra íslenska lífeyrissjóðsins,
Þetta eru sömu mennirnir og segja okkur að tap lífeyrisjóðanna séu í mesta lagi 2,3% að nafnvirði á meðan eignir gömlu bankanna ná um 25-30% upp í skuldir. Hafa ofmetnar eignir þeirra þá rýrnað um minnst 75-80%? Bankarnir voru jú helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna og voru staðnir að stórfelldu ofmati á eignum sínum. Fjárfestingar sjóðanna voru ekki aðskildar fyrir séreignina að öðru leiti sem reikningslykill í bókhaldi. Þannig að ætla má að verðmæti heildareigna sjóðsins falli undir sömu verðmætagreiningu.
Endurskoðunarfyrirtækin hafa verið uppvís um að kvitta án athugasemda undir bókhald banka og Stór fyrirtækja sem svo skemmtilega hafa komið okkur inn í framtíðina með bókhaldsbrellum og svindli.
Hver sem er getur lesið út úr þessum tölum að heildartap LV er ekkert í líkingu við yfirlýsingar sjóðsins.
Ósmekklegast við þetta allt saman er hversu einhliða fjárfestingarstefna LV var í fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir ofurlaun, glórulausa kaupréttar- og starfslokasamninga, innherjaviðskipti á dökkgráum svæðum, fjöldaframleiðslu á eigin fé og mútur sem síðan má krydda með einkaþotum, þyrluferðum, skemmtisnekkjum, sögusögnum um rándýrar skemmti- og fótboltaferðir með góðum slatta af dýrustu og flottustu hótelum heims.
Það sem verra er, er að verkalýðsforystan gekk fylktu liði með bros á vör og kvittaði undir þetta glórulausa bull enda nokkrir verkalýðsforkálfar í stjórnum stærstu lífeyrissjóðanna.
Það sem ergir mann samt mest er þegar stærstu lífeyrissjóðirnir með SA fremst í flokki hlaupa eins og hræddar rottur frá sökkvandi skipi fjármálageirans inn á Alþingi til að fá auknar heimildir til fjárfestinga í hálfgjaldþrota atvinnulífi, sem þeir áttu góðan þátt í að skuld setja upp fyrir haus með stjórnarsetu í bönkunum og glórulausri útlánastarfsemi til eigenda og vildarvina.
Hvernig í ósköpunum getur ríkisstjórn Íslands fært sama fólki og hefur sturtað niður stórum hluta lífeyris okkar ofan í klósett fjármálgeirans, auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Þetta er eins og að rétta dauðadrukknum manni bíllykla.
Steininn tekur síðan úr þegar ríkisstjórnin og ASÍ kvitta undir næsta ævintýri þessara sömu aðila með bros á vör og ætlast til þess að við tökum því þegjandi og hljóðalaust að gefin verði út óútfyllt ávísun á ævisparnað okkar. Síðan á að skella inn eignaupptökuliðnum í kaupæti svo hægt sé að leigja okkur fasteignirnar eftir að við missum þær.
Hvernig í ósköpunum getur þetta kerfi sem kostar okkur sjóðsfélaga um 4 milljarða á ári gengið upp?
Það er ömurlegt til þess að vita að flestir þeir sem koma að eftirliti og fjárfestingum LV vita að staðan er margfalt verri en Þorgeir hefur lýst yfir en þegja yfir því. Þegar Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta og gerir ekki athugasemdir er fokið í flest skjól.
Þeir ættu að segja frá fundi sem var haldin með lífeyrissjóðunum og var boðaður til að fá sameiginlega várúðarniðurfærslu á tapi sjóðanna en Þorgeir Eyjólfsson sagði það ekki koma til greina og rak menn á dyr.
Hverjir borga brúsan meðan bókhaldið er fegrað?
Á hvaða pláhnetu er stjórn sjóðsins sem ekkert heyrist í?
Í umboði hvers starfar þetta fólk?
Fyrir hverja vinna stjórnendur lífeyrissjóðanna?
Þeir eru a.m.k. ekki að vinna fyrir mig!
Er ekki kominn tími á að ríkistjórnin nýti sér lagalegan rétt sinn og bjargi því sem eftir er af sparifé okkar úr höndum þessara aðila?
Athugasemdir
Hverjir borga brúsan meðan bókhaldið er fegrað?Á hvaða pláhnetu er stjórn sjóðsins sem ekkert heyrist í?Í umboði hvers starfar þetta fólk?Fyrir hverja vinna stjórnendur lífeyrissjóðanna?Þeir eru a.m.k. ekki að vinna fyrir mig!
Er ekki kominn tími á að ríkistjórnin nýti sér lagalegan rétt sinn og bjargi því sem eftir er af sparifé okkar úr höndum þessara aðila?
Eins og talað frá mínu HJARTA - fyrir löngu síðan tímabært að breyta "lögum & reglum" þessara lífeyrissjóða og auðvitað verður að skipta út flest öllum stjórnendum & stjórnum þessara sjóða, þetta lið sem tengist sjóðunum er & hefur alltaf verið til háborinnar skammar! Sjálftökulið og algjörlega óhæft að skila af sér góðri vinnu.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 12:26
Var ég búin að segja þér hvað mér finnst þú sérlega frábær að nenna að standa í þessu? :)
Heiða B. Heiðars, 31.3.2009 kl. 13:24
Það er spurning hvort Þorgeir hefur ekki ástæðu til að halda að hann hafi rétt fyrir sér, með það að fólk sé fífl, á meðan það lætur þrátt fyrir allt, 12% tekna sinna renna inn í þessa hýt? án þess svo mikið sem að mótmæla.
Magnús Sigurðsson, 31.3.2009 kl. 13:39
Óttarlegur einfeldningur ert þú Ragnar Þór, ég segi ekki annað.
Þú skellir fram rakalausum fullyrðingum, veður í einu og annað þannig að úr verður samhengislegt rugl. Það er ótrúlegt að einhver nenni að hlusta á þessa vitleysu í þér.
Þórhallur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:05
samhengislaust, átti að standa í skilaboðunum að ofan.
Þórhallur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:17
tek undir með Heiðu:)
Birgitta Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 15:43
Þakka innlit og athugasemdir.
Sæll Þórhallur
Alveg er það hreint makalaust hvað menn koma alltaf fram í skjóli nafnleyndar alltaf hreint með svona komment.
Ég er sammála þér "Þórhallur" ef það er þitt rétta nafn að ég er einfeldningur og asni líka.
Einfeldningur að því leitinu til að hafa borgað í þessa sjóði allto,alltof lengi án þessa að fylgjast betur með hvernig þessir gæðingar fara með peningana okkar og Asni að trúa ekki því sem forstórarnir segja, sérstaklega í ljósi þess að forstjórar almennt hafa komið mjög heiðarlega fram í rekstri stórfyrirtækja og fjármálastofnana.
Sammála þér líka að Það er alveg ótrúlegt að fólk nenni að hlusta á þetta rakalausa bull og lesa tölurnar sem eru teknar beint upp úr ársreikningum sjóðsins og settar yfir á íslensku.
Þórhallur !
Með rökstuðningi þínum og málefnalegri umræðu um málið hef ég ákveðið að segja það gott í baráttu minni gegn lífeyrissjóðunum.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 31.3.2009 kl. 15:49
Hahaha...ég er í kasti hérna! Brilliant svar til "Þórhalls" :)
Heiða B. Heiðars, 31.3.2009 kl. 15:58
Þú ert nógu heimskur til að svara þessu, kjáninn þinn. Sýnir bara hversu ofsafenginn þú ert. Ég ætlaði að hringja í þig, en þú ert ekki í símaskránni. Ertu eitthvað að fela þig ?
Ég heyri bara í Guðbjörgu í staðinn og læt hana bera þér boð.
Þórhallur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:19
Komið þið sæl; Ragnar Þór, líka sem þið önnur, hver síðu hans geyma og brúka !
Kerskni Birgis Más; er þó ekki því marki brennd, að vera með persónulegar aðdróttanir, í garð okkar mæta baráttumanns og merkisbera réttlætis, gegn lyginni; Ragnars Þórs, sem forkastanleg skrif Þóhalls nokkurs.
Þórhallur (hvers föðurnafn, eða þá ættar nafn/ skortir) ! Enn; sem komið er, á síðu Ragnars, má telja þig fremur lítilla sanda, hvað þá sæva. Ferst þér lítt, að kalla Ragnar síðuhafa, eða þá aðra hér, heimska, svona blákalt, hvar þú ert það bleyðimenni, að vilja ei koma fram, undir fullu nafni.
Sæmd Ragnars Þórs; sem skrif hans og athuganir allar, standa jafnrétt eftir.
Með beztu kveðjum; sem fyrr, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:08
Takk fyrir góð komment Heiða og Birgir.
Birgir ég vona svo sannarlega okkar vegna að ég hafi rangt fyrir mér. En ég er bara ansi hræddur um ekki.
Þórhallur
Þar sem þú tókst þá vafasömu ákvörðun að angra konuna mína vegna bloggskrifa minna hef ég ákveðið í fyrsta skipti síðan ég byrjaði á þessu að útiloka IP töluna þína frá þessu bloggi og hika ekki við að kæra þig ef þú reynir eitthvað slíkt aftur.
Ég hef aldrei farið í felur með mínar skoðanir og mun aldrei gera það.
Þér hefði verið nær að spyrja mig um símanúmerið hjá mér sem er 847-7419 í stað þess að fara þá leið sem þú kaust.
Ragnar Þór Ingólfsson, 31.3.2009 kl. 17:09
Heill og sæll Óskar
Þakka ævinlega innlit og athugasemdir.
Þær stappa nú alltaf í mann stálinu kveðjurnar úr Árnesþingi.
Kær kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 31.3.2009 kl. 17:39
Takk Ragnar.
Ég var að leita eftir þessum viðbrögðum. Með þeim sýndir þú og staðfestir hversu ofsann í skapi þínu. Þú hefur vaðið uppi með óhróður, ranfgærslur og dónaskap og ekki hikað við að draga fjölskyldumeðlimi aðila inn í málið og leikið þér að því að troða á því án nokkurra sannana. Svo pikka ég aðeins í þig og þú hleypur upp með hótanir um kærur og útilokanir. Svona er þinn innri maður og það er gott að það er nú komið upp á yfirborðið hér.
Far vel kjáninn minn. Verst að þú þekkir mig ekki þegar við hittumst næst.
Doddi.
Doddi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 18:45
Sæll Ragnar,
takk fyrir þá frábæru vinnu sem þú hefur lagt í þessi mál. Kann að meta heila menn með hreina samvisku sem nenna að standa fyrir réttlæti og heiðarleika. Ætla að taka þig til fyrirmyndar og vona að fleiri geri slíkt hið sama.
Kær kveðja
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:27
Þakka innlit og athugasemdir.
Takk fyrir mig Björn
Doddi
Nafnleysi þitt segir kanski mest um þann málstað sem þú reynir að verja.
Það að stærstu fjárfestingar forstjóra LV tengjast nánum fjölskylduböndum er mál sem þarf klárlega að skoða. Að áreita konuna mína er mál sem tengist þessu ekki á nokkurn hátt.
Ég er hinsvegar hjartanlega sammála þér "Doddi" að ég er algjör kjáni. Kjáni að vera að svara svona nafnlausum sandkassaleik sem þú ert að reyna að draga umræðuna niður á.
Lifðu heill Doddi minn mér er alveg sama hver þú ert.
Ragnar Þór Ingólfsson, 31.3.2009 kl. 19:39
Komdu sæll Ragnar.
Takk kærlega fyrir þína vinnu. Ég er ekki í VR og greiði ekki í lífeyrirsjóð VR. Hins vegar eru margir í fjölskyldunni sem borga eða ætti maður að segja hafa borgað í sjóð VR. Þess vegna er ég forvitin um þessi mál(reyndar líka til að fylgjast með hvað er að gerast í samfélaginu).
Nú hef ég ekkert stórkostlega mikið vit á hlutabréfum en þó hlýtur hver meðal skussi í þeim fræðum að sjá að tap sjóðanna er mikið. Bara með því að skoða í hvaða félögum þeir hafa verið að "fjárfesta". T.d. þá er það litla sem dóttir mín átti í Kaupþingi horfið, varla er þá mikið eftir af fjárfestingu VR nema að þeir hafi verið að kaupa bréf í einhverju örðu Kaupþingi en hún ?
Sumt flokkast bara undir heilbrigða skynsemi og það er því miður ekki hægt að segja það um hegðun stjórnenda VR né lífeyrissjóða VR.
Es. verð að segja að það sem Þórhallur/ Doddi þessi segir hér á opnum vef segir margt um hann og nú ekki er ég hissa að Sölvi á skjá einum hafi fengið hótanir því mér finnst sumt hér geta flokkast undir einskonar hótanir.
Sbr:
"Far vel kjáninn minn. Verst að þú þekkir mig ekki þegar við hittumst næst".
Haltu áfram þínu góða starfi.
Ásta B (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:15
Komið þið sæl; sem fyrr !
Vel stendur Hersirinn (bardagamaðurinn) Ragnar Þór vaktina, okkur öllum til heilla - nafnleysingjarnir Þórhallur og Doddi mega halda sínum prakkara hætti áfram, þókt hvimleiðir séu.
Ekkert mun bíta; á eljumanninn af gamla skólanum, Ragnar Þór Ingólfsson, gott fólk.
Það eru einmitt; hann og hans líkar, sem við þyrftum að sjá meira af, í náinni framtíð, í leiðtoga hlutverkum hér, á Fróni.
Og munið ! Burtu; með liðleskjur, eins og Steingrím og Jóhönnu - álíka dauðyfli og grínarar, sem Haarde klíkan var öll, samanlögð, gott fólk !
Með beztu kveðjum; sem hinum fyrri, öllum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:56
Takk Ragnar Þór Ingólfsson.
Maður eins og þú vekur upp fólk til vitundar um leynimakkið og svínaríið sem hefur átt sér stað.
Ég ber virðingu fyrir þér og hvet þig áfram til góðra verka og beittra skrifa.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:42
Ég tek undir með þeim sem hrósa þér fyrir þín frábæru skrif og alla vinnuna sem þú leggur í þetta! Þú mátt vita það að þú ert ein af hetjunum mínum þessar vikurnar.
Þvílík óeigingirni liggur ekki í þessari miklu vinnu sem þú hlýtur að leggja á þig fyrir þessar vönduðu greiningar. Enda getur draugurinn sem hefur verið að þvælast hér um ekki fært fram ein einustu rök á móti því sem þú dregur fram hér. Eina sem hann hefur til málanna að leggja er sóðalegur hræðsluáróður. Ætli ástæðan sé hræðsla hans sjálfs...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.3.2009 kl. 21:44
Góður Ragnar, láttu ekki einstaklinga eins og Þórhall/Dodda hræða þig frá því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem þú hefur óumbeðin tekið að þér og sinnir vel. Mættum við hin taka frumkvæði þitt til fyrirmyndar en við erum samt flest alla vega að leggja eitthvert lið.
kv, að norðan
Arinbjörn Kúld, 31.3.2009 kl. 22:07
Haltu áfram, Ragnar, við þurfum á þér að halda.
Laurent Somers, 31.3.2009 kl. 22:36
Ragnar: Því hafa margir haldið fram að við þurfum erlenda sérfræðinga í spillingamálum til að hreinsa frá sannleikanum í mörgum vafasömum viðskiptum. Það er að sönnu rétt. Hitt er þó ekki síður mikivægt að nákunnugir og hagsmunatengdir einstaklingar leggi vinnu í að upplýsa sem mest svo þeir utanaðkomandi hafi vísbendingar um hvar leita þurfi.
Mér sýnist þú vera að upplýsa margt sem þörf er að skoða nánar. Enda er ekki einleikið hvað þessi vinna þín gengur nærri jafnvægi einhverra sem gleymst hefur að gefa nafn.
Árni Gunnarsson, 31.3.2009 kl. 22:49
Eftirftöld atriði eru velþekkt varnarviðbrögð víkinga og fjármálagosa, um hverja blása nú norðanvindar og fárviðri. (í stíl Óskars )
1. Svara öllum rökum: þvættingur, bull, dylgjur.
2. Nær undantekningalaust koma þeir úr leikfangalandi eða undir öðrum dulnefnum.
3. Þegar að þeim er þrengt er svarað: Sannaðu þennan ábyrgðarlausa þvætting eða ég lögsæki þig fyrir brot á mannréttindum.
Um þessa ágætu samantekt þína Ragnar Þór vil ég segja;
Er ágætlega læs á tölur, þegar þessi bráðabirgðauppgjör lífeyrssjóða fóru að berast datt mér helst í hug að sálfræðingar og æðstu herrar hafi beinlínis "bannað" uppgjörsriturum að segja sannleikann. Því æðstu herrar telja að fólk geti ekki höndlað sannleikann, m.ö.o. telur að fólk sé fífl. Tel að þessi "tíund" lífeyrissþega hafi rýrnað stórkostlega og í sumum tilfellum sé hún gjörsamlega horfin.
Afhjúpun hins bitra sannleika á greinilega að bíða "betri tíma, með blóm í haga".
Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.4.2009 kl. 05:26
Ég vil byrja á því AÐ ÞAKKA RAGNARI ÞÓR fyrir stórkostleg skrif, þar sem hann vekur athygli á einni af okkar STÆRSTU meinsemd í kerfi launamanna á Íslandi sem er lífeyrissjóðakerfið eins og það leggur sig. Það er fyrir löngu síðan orðið að meinsemd í Íslensku þjóðfélagi, það hefur ekki tekið neinum BREYTINGUM til aðlögunar á þjóðfélaginu síðan það var sett á fót og það sem VERRA er almenningur HELDUR að það sé verið að leggja fyrir til efri áranna.
Jóhann Elíasson, 1.4.2009 kl. 18:46
Það er augljóst á hlutfallinu á kommentunum að þorri fólks kann að meta viðleitni Ragnars til að fletta ofan af sukki og svínaríi; þeir sem óttast að missa spón úr aski sínum, við flórmoksturinn sem er óhjákvæmilegur í framhaldinu, eru þeir einu sem hreyfa við andmælum. Skítkast þeirra er allt á sömu bókina lært; engin rök, engin orðræða, bara persónulegar aðdróttanir og leiðindi. Og alltaf skulu viðkomandi vega úr launsátri nafnleysis. Merkilegt!
Téðir skuggabaldrar ættu að hafa látið sér skiljast þegar hér er komið sögu að Ragnar brýnist enn frekar til góðra verka og ósérhlífinnar framgöngu við slíkt drullukast og víkur ekki af sínum vegi frekar en fyrri daginn.
Ragnar Þór er einfaldlega ein af hvunndagshetjum okkar daga, alltént í mínum bókum. Hafðu bestu kveðjur og þakkir fyrir skrif þín og störf í það heila fyrir lífeyrissjóðsgreiðendur. Sá dagur kemur að þér verða að fullu færðar þakkir þær sem þú átt skilið.
Jón Agnar Ólason, 2.4.2009 kl. 01:02
Þakka öllum þeim sem hér skrifa stuðning og hlýhug í minn garð.
Það var heldur óskemmtileg reynsla að fá símhringingu frá konunni sem var áreitt af nafnleysingja sem hér skrifar.
Þessi framkoma er ekki til þess fallin að draga úr baráttu minni gegn þessu kerfi heldur drífur mig áfram af enn meiri krafti.
Það hefur verið lagt nokkuð hart að mér að ganga hægt um gleðinnar dyr þegar við tökum við stjórn VR í kvöld og vera ekki með nein óþarfa læti og uppistand þar sem félagið er í sárum.
Viðtalið/greinin sem birtist við Þorgeir Eyjólfsson í morgunblaðinu á mánudag fyrir neðan gagnrýni blaðamanns á lífeyrissjóðina þar sem Þorgeir reynir að hvít þvo sjálfan sig með broslegum hætti í boði morgunblaðsins.
Eftir þetta viðtal við Þorgeir ásamt því sem á undan er gengið ákvað ég að nú væri nóg komið.
Ég get fullvissað fólk um það og sér í lagi þá sem kusu mig að ég mun ekki Kóa með því fólki sem hefur í meðvirkni sinni ekki viljað rugga bátnum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að ná fram nauðsynlegum breytingum í þágu okkar sem eigum þessa sjóði.
Ragnar Þór Ingólfsson, 2.4.2009 kl. 08:59
Ragnar, þú ert snillingur. Það er bara svo einfalt. Fáir nenna þessu og enn færri geta sett þetta fram á mannamáli.
Takk fyrir mig.
Baldvin Jónsson, 2.4.2009 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.