3.3.2009 | 12:20
VR félagsmenn! Kjósum.
Kæru VR félagar.
Í fyrsta sinn í 118 ára sögu VR geta félagsmenn kosið sér forystu í almennri kosningu.
Látum ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá okkur fara. Kjósum og virkjum alla sem við þekkjum með okkur.
Hópur fólks hefur barist fyrir þessum mikilvæga lýðræðislega rétti okkar.
Viljum við breytingar? Eða viljum við núverandi stjórn?
Tökum afstöðu og kjósum!
Hægt er að nálgast lykilorð VR til kosninga á eftirfarandi hátt:
* Heimasíðu www.vr.is á Mínar Síður. Hægt er að fá lykilorðið sent í heimabanka viðkomandi sem rafrænt skjal.
* Þau birtast undir heitinu Lykilorð VR sem hér segir.
Glitnir/Íslandsbanki lykilorðið undir Yfirlit > Netyfirlit > Öll netyfirlit
Kaupþing og Landsbanki undir Rafræn skjöl
Sparisjóðunum má finna lykilorðið Yfirlit-Rafræn skjöl.
Hægt er að óska eftir lykilorði í pósti með því að hringja i VR í síma 510-1700 eða með því að senda tölvupóst á vr@vr.is
Munið að nýta kosningarétt ykkar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Tengslanet Valda á Íslandi. Skyldulesning allra íslendinga sem þjást af frjálsri hugsun.
Efni
Bloggvinir
- ak72
- andreskrist
- annamargretb
- arijosepsson
- arikuld
- arnthorhelgason
- axelaxelsson
- agustg
- ahi
- reykur
- baldvinj
- berglist
- kaffi
- h2o
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- dullur
- bjornbjarnason
- gattin
- gleymmerei
- borkurgunnarsson
- ding
- dofri
- dunni
- doggpals
- egill
- einarborgari
- einaroddur
- jaxlinn
- einarorneinars
- sunna2
- ea
- eg
- lillo
- fridrik-8
- fridaeyland
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- gingvarsson
- neytendatalsmadur
- bofs
- mummij
- hreinn23
- bellaninja
- gullvagninn
- gunnaraxel
- gun
- skulablogg
- gunnsithor
- gullistef
- gylfithor
- doriegils
- hallgrimurg
- cigar
- haddi9001
- skessa
- hlf
- diva73
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- hjorleifurg
- holmfridurge
- don
- hordurt
- kreppan
- jakobsmagg
- fun
- jenfo
- jennystefania
- jensgud
- johanneliasson
- joiragnars
- jp
- jsk
- jaj
- jamesblond
- jonasphreinsson
- jax
- jonfinnbogason
- jonsullenberger
- ninaos
- jonmagnusson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- jonthorolafsson
- juliusbearsson
- ktomm
- katrinsnaeholm
- ksh
- kolbrunerin
- leifur
- egoplot
- kristbjorn20
- vrkristinn
- stjaniloga
- krissi46
- galdur
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikludviksson
- mberg
- maggiraggi
- vistarband
- martasmarta
- mortenl
- nhelgason
- litli-jon
- olii
- alvaran
- olofdebont
- os
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- pallvil
- iceland
- hafstein
- raggibjarna
- ragnarborg
- riddari
- raggig
- raksig
- runaringi
- undirborginni
- salvor
- samstada-thjodar
- sibba
- duddi9
- sigurbjorns
- siggi-hrellir
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggith
- sigurjonth
- kalli
- skuldlaus
- hvirfilbylur
- sp
- solthora
- stebbifr
- must
- summi
- svanurg
- spurs
- sveinni
- stormsker
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- valdemar
- valdimarjohannesson
- vefritid
- vesteinngauti
- vg
- viggo
- vignir-ari
- vilberg
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- kermit
- tolliagustar
- valli57
- totinn
- tbs
- torduringi
- thorgisla
- thj41
- thorsaari
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 147856
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll ragnar,
Getur þú sagt mér á bak við hvaða frambjóðanda stendur þú? Ég vil kjósa það lið sem þú stendur á bak við þar sem ég vil þessa kunnáttu í stjórnina.
Aldís (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:29
Sæl Aldís
Þakka innlitið.
Ég kýs breytingar og nýtt fólk með nýjar hugmyndir.
þeir frambjóðendur sem ég styð til forystu eru:
Formaður:
Lúðvík Lúðvíksson
Í Stjórn koma fjórir til greina sem ekki styðja núverandi forystu, en kjósa má þrjá:
Ágúst Guðbjartsson
Kristófer Jónsson
Hallur Eiríksson
Ragnar Þór Ingólfsson
Ég mun svo kjósa L-Lista.
Kær kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 4.3.2009 kl. 12:09
Þú velur Bjart í Sumarhúsum atkvæði þitt er þá ekki meira virði en autt og ógilt þau verða nokkur hundruð.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.3.2009 kl. 22:45
Sæl Sigurbjörg
Þakka innlitið. sammála þér! það er nauðsynlegt að hafa valkost.
Sæll Jón
Þakka innlit og athugasemd.
Ég fagna því að félagsmenn geta kosið sér forystu almennri kosningu, ég hvet alla félagsmenn til að taka afstöðu til málsins enda hvert einasta atkvæði mikilvægt. sérstaklega í ljósi þeirrar ólgu sem er innan félagsins og því mikilvægt að taka af allan vafa og fá skýran vilja félagsmanna hver sem hann verður. Ég get ekki verið sammála þér að atkvæði mitt sé einskis virði. ekki frekar en atkvæði þeirra sem kjósa með sitjandi forystu. Hefði viljað fá nánari skýringu á athugasemd þinni.
Ragnar Þór Ingólfsson, 5.3.2009 kl. 21:33
Sæll nafni, ég er búin að kjósa og gekk óbundin til kosninga annað en þeir sem hafa notið bitlinga frá Gunnari Páli. Það að skila auðu er að sjálfsögðu ekkert betra en að kjósa Gunnar Pál áfram, ég hefði viljað að sjá fleiri í framboði þar enda vel launað djobb.
Þú fékkst að sjálfsögðu mitt atkvæði og gangi þér vel í þessu.
Ragnar Borgþórs, 7.3.2009 kl. 08:47
þakka stuðninginn Nafni og 100% sammála þér að alltof fáir gefa þessu gaum.
Ragnar Þór Ingólfsson, 7.3.2009 kl. 16:40
Nokkrir pistlar um lífeyrismál m.a.
Niðurstöður leitar - "lífeyrissjóðirnir"
Ekkert að gerast í húsnæðismálunum
- Á að keyra allt í gjaldþrot??
Á 10. Síðu í Fréttablaðinu í dag 19. feb. 2009 fara fram umræður um greiðsluaðlögun. Samt er þessi grein gjörsamlega óskiljanleg öllum nema, að sá sem les hana sé vel að sér um þetta málefni fyrirfram. *****En samkvæmt þessu er verið að fjalla um „greiðsluaðlögun“ fólks eins og það er kallað. (vegna fólks sem getur ekki greitt af lánum sínum) M.ö.o. ekki er verið að ræða um neinar kerfisbundnar breytingar á húsnæðislánum heldur lengingu í hengingarólinni. *****Það er eins og þessi annars ágæti þingmaður Árni Páll Árnason, for-maður allsherjarnefndar átti sig alls ekki á vanda fjölmargra fjöl-skyldna í landinu. Það eru þúsundir manna í landinu sem ekki geta greitt af húsnæðislánum sínum og munu að óbreyttu missa húsnæði sitt. Bara til þess að þetta fólk fari ekki á hliðina og raunar lánadrottnarnir þá einnig með, verður að taka upp kerfisbreytingar og ákveðin neyðar úrræði. Ekki eitthvert hálfkák. *****Lánadrottnar verða að afskrifa stórann hluta af þessum lánum svo þeir falli ekki sjálfir í annað sinn. Það hlýtur að vera skynsamlegra að afskrifa stórann hluta af þessum uppskrúfuðu lánum svo fólk geti þá staðið undir því sem eftir stendur.*****Það er beinlínis fyndið að lesa þetta eftir Hrafni Magnússyni framkvæmdastjóra Landsambands lífeyrissjóðanna.Sjá eftirfarandi:
Það er auðvitað einnig lífspursmál fyrir lífeyrissjóðina að þeir séu með í þessum pakka svo sjóðirnir fari ekki einnig á hliðina. Hrafn gerir síðan kröfu um að Landsamband lífeyrissjóðann eigi tryggða aðkomu að endurskoðun á fasteignamati svo sjóðirnir geti verið tilbúnir að taka þátt. Afar merkileg krafa og beinlínis bara út í loftið.„Lífeyrissjóðirnir setja sig ekki á móti því að lán þeirra falli undir ákvæði um greiðsluaðlögun segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en Hrafn fundaði með allsherjarnefnd í gær“.
- Það er auðvitað mjög margt sem þarf að laga.
- Tryggja verður að jafnræði ríki milli lántökufólks og lánara í þessu landi.
- Einkum milli þeirra sem lána peninga til íbúðakaupa og lántökufólks.
- Það á við m.a. lánskjörin og hvernig verðbætur og vextir eru reiknaðir á húsnæðislán.
- Þessi kjör eru ekki gegnsæ í dag en þau verða að vera það.
- Afborganir og verðbætur verða að vera fast hlutfall af verðmæti eignanna frá upphafi til enda.
- Aukist verðmæti eigna er eðlilegt að lánin fylgi með, en ef verðmæti minnkar fylgja lánin einnig með í sama hlutfalli niður á við.
- Inn í lántökukostnað er eðlilegt að gera ráð fyrir réttmætum föstum afföllum fasteignanna.
*****- Ef til endurskoðunar á fasteignamati og öðrum viðmiðunum um verðmæti íbúðarhúsnæðis kemur, verða einnig samtök lántakanda að koma að málinu.
- Ekki væri óeðlilegt að slík samtök væru vistuð t.d. innan Neytendasamtakanna og kostnaður að skynsömum rekstri væri kostaður af ríkissjóði. Það er nauðsynlegt að slík samtök séu til.
- Þessi málefni geta ekki verið nein einkamál lánastofnana.
Á sama tíma og um leið er nauðsynlegt að farið sé yfir allann rekstur lífeyrissjóðanna og bótakjör sjóðfélaga og hvernig hann er reiknaður út. Einnig hvernig réttindávinnslan er og hvernig sjóðirnir hafa varið því vörslufé sem þeir eiga að vera ábyrgir fyrir.- Að því verkefni þurfa að koma aðilar sem eru sjóðfélagar og algjörlega óháðir bæði samtökum atvinnurekenda og stéttarfélaga.
- Þessum aðilum er einfaldlega ekki treyst lengur af almenningi.
Þessar 10 – 12% greiðslur af öllum launum launamanna eru ekki látnar í té af frjálsum og fúsum vilja. Þessar skattgreiðslur til lífeyrissjóðanna eru í raun nauðargreiðslur, sem launamönnum er gert skylt að greiða í lífeyrissjóð með lögum. Þetta er hrein valdníðsla og hefur alltaf verið það.Efnahagur, Stjórnmál, Trúarbrögð, Umræðan | 19.02.2009 17:42 | Engin ummæli BreytaE.t.v. er hægt að kæra íslenska ríkið!
- * Það verður að kæra íslenska ríkið vegna
- * Það verður að hnekkja þessum ólögum frá 1983.
- * ASÍ og lífeyrissjóðirnir munu verða andstæðingar
Ég hef verið að fylgjast með verðtryggingarumræðunni undanfarnar vikur og hef dáðst að Bensa fyrir mikinn og góðan baráttuanda. Ég hef nú verið að nöldra um þetta mál allar götur frá því í maí 1983. Eða frá þeim tíma, þegar ríkisbankarnir og aðrir bankar tvölduðu vexti sína með einu handtaki og þeim fyrirskipað að hafa fulla verðtryggingu á útlánum samkvæmt þeirri reglu sem enn er við lýði. Einnig voru verðtryggingar um leið afnumdar af öllum launum launamanna. Þó svo að verðtryggingar væru að öðru leiti leyfðar í samfélaginu.verðtryggingamálanna
almennings í málinu
- Allt var þetta gert með lögum sem enn eru í gildi, a.m.k. efnislega.
- Samningsréttur launamanna var með þessum einstaka hætti skertur
En ég hef oft velt því fyrir mér og sérstaklega nú undanfarið, að ef stór hópur manna (þúsundir manna ) leituðu til evrópudómsstólsins eða til mannréttindadómstóla þar sem íslenska ríkið væri einfaldlega kært fyrir mannréttindabrot og mismunun vegna lánakjara. Því það er augljóst að lög í landinu mismuna aðilum í þessum lánamálum. Þá finnst mér að ríkið geti ekki verið hlutlaus aðili í þessari umræðu þar, sem það á nú bankanna.Það myndi vera mjög erfitt fyrir íslenska ríkið að þola það ef þúsundir fjölskyldna færu í mál við það, á alþjóðlegum vettvangi vegna þessara ólaga. Efnahagur, Stjórnmál, Trúarbrögð, Umræðan | 15.12.2008 23:32 | Engin ummæli BreytaEnn er reynt að lappa upp á lífeyrissjóðakerfið
Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir til þátttöku í endurreisnarsjóði atvinnulífsins
- Greinilegt er að forráðamenn lífeyrissjóðanna eru á fullu við að semja
- Væntanlega til að minnka skaðann.
,,Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, telur að boð ríkisins til erlendra kröfuhafa um hlut í bönkunum upp í kröfur eigi líka við um lífeyrissjóðina”. (Fréttablaðið, 03. des. 2008)við ríkisvaldið um hvernig sjóðirnir fara út úr bankahruninu.
Áfram segir Hrafn:
,,Lífeyrissjóðirnir geta tekið þátt í endurreisnarsjóði ríkisstjórnarinnar ef fleiri verða með og viðunandi samkomulag næst við skilanefndir bankanna um gjaldmiðlavarnasamninga lífeyrissjóðanna”.
- Það væri e.t.v. gott að við almennir sjóðfélagar vitum t.d. hvað gjaldmiðlavarnasamningar eru. Þá segir frá ýmsum samningaviðræðum og kröfum lífeyrissjóðanna og hvað lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að gera ef gengið er að kröfum þeirra.
Þegar tillögupunktar ríkisstjórnarinnar eru skoðaðir frá því í gær þar sem lífeyrissjóðirnir koma við sögu sem hljóta þá að taka mið af viðræðum sem gengið hafa á milli aðila. Það er ljóst að forráðamenn lífeyrissjóðanna eru tilbúnir að ganga til samstarfs þó það kosti breytingar á lögum.- Spurningin er einnig um raunverulega lagaheimild sjóðanna til að taka þátt í starfsemi fjármálafyrirtækja með eignaraðild, sem þurfa að fjármagna starfssemi sína með lántökum.
Menn sem hafa valist til að stýra störfum þessara lífeyrissjóða einatt af fámennum hópi manna, verða að gera sér ljóst að þeir eru að sýsla með eigur almennings sem eru þarna í sjóðum með lögþvinguðum hætti. Langflestir launamenn telja, að þeir fái aldrei þessar eigur sínar til baka. En sjóðfélagar eiga þessar eignir og þær eru persónubundnar- Það hefur marg sýnt sig að þetta sjóðakerfi gengur ekki upp og bráðnauðsynlegt er að loka þessu fyrirkomulagi sem fyrst, til að hægt verði að taka upp nýtt eftirlaunakerfi.
- Sem er bæði réttlátt og gegnsætt.
Efnahagur, Fjölmiðlar, Stjórnmál, Umræðan | 3.12.2008 9:42 | 2 ummæli BreytaSiðlaus ákvörðun
Aðgerðaáætlun til bjargar fyrirtækjum kynnt
Ég sá rétt í svip að Ráðherrarnir voru að kynna einhver bjargráð fyrir atvinnufyrirtækin í landinu og hluti af þessum ráðum áttu að vera að lífeyrissjóðirnir ættu að eignast húsnæði fyrirtækja Sjá þessa 5. og 9. grein,,5. Ríkisstjórnin mun liðka fyrir stofnun endurreisnarsjóðs, öflugs fjárfestingasjóðs atvinnu-lífsins með þátttöku lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta, þar á meðal erlendra. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir lagasetningu sem rýmkar heimildir lífeyrissjóða til að taka þátt í slíkum fjárfestingum innanlands.9. Stjórnvöld greiði með lagasetningu fyrir langtímaeign lífeyrissjóða á fasteignum sem þeir hafa lánað fyrir. Þannig má bjóða einstaklingum og fyrirtækjum sem missa fasteignir sínar að búa eða starfa áfram í fasteigninni með því að leigja hana af lífeyrissjóðunum”.
- Þetta er auðvitað alveg ótrúleg ósvífni og með svona siðblindu ætlar ríkisvaldið enn eina ferðina að ráðast á lífeyrissjóði landsmanna.
- Rétt eins og gert var 1997 og afleiðingarnar þekkja jú allir, margra tuga milljarða tap lífeyrissjóðanna nú vegna verðlausra hlutabréfa sem lifeyrissjóðirnir áttu í gjaldþrota bönkum.
Ég hef nú verið þvingaður til þess með lögum að greiða í lífeyrissjóði í nær 40 ár. Ég reikna aldrei með því að fá þá peninga til baka. Ég óttast að þessir sjóður sem ég greiddi í árum saman sé þannig gjaldþrota, að ef hann ætti að t.d. greiða út allt það fé sem launamenn hafa greitt í hann með fullum verðbótum og á fullum lánavöxtum nú 1. janúar 2009 gæti þessi lífeyrissjóður það ekki.- Þetta er auðvitað gjörsamlega siðlaus ákvörðun
- Þetta er megin ástæðan fyrir því að ég vil að lífeyrissjóðir verði lagðir niður og fénu verði skilað til þeirra sem eiga það, á fullum verðbótum og með fullum útlánavöxtum allar götur frá 1. janúar 1970.
- Ég vil ekki að ríkisvaldið geti hvenær sem því þóknast, ráskast með spariféið mitt og rýrt það eftir eiginn geðþótta.
Efnahagur, Fjölmiðlar, Stjórnmál, Umræðan | 2.12.2008 15:00 | Engin ummæli BreytaMismuna lífeyrissjóðirnir fólki?
Ekki vænlegt að hleypa fólki fyrr á eftirlaun
- Eru lífeyrissjórnir að neyða fólk til að vinna lengur?
- Eru þeir að narra það til að vinna eftir 67 ára aldur?
Í þessari frétt er tryggingafræðingurinn Pétur Blöndal að segja að réttinda ávinnslan í lífeyrissjóðunum fari fram, að mestu á síðustu árunum sem greitt er í lífeyrissjóðina. Sjá eftirfarandi:„ Tekjur manns skerðast mismunandi mikið eftir því hvenær hann hættir. Ef viðkomandi hættir 62 ára, fær hann um 35% minna en maður sem hættir 67 fær, og munar þar um minna. Ákveði hins vegar viðkomandi að vinna lengur og hætta um sjötugt fær viðkomandi 27% meira en sá 67 ára“. Það er að segja að fyrir þessi 5 ár fær hann liðlega þriðjung af lífeyrisbótum sínum. Ef hann vinnur 3 árum lengur fær hann nær 30% meira. Hér eru einkennilegar reiknireglur á ferðinni.
-
Efnahagur, Fjölmiðlar, Stjórnmál, Umræðan | 30.11.2008 22:28 | 1 ummæli BreytaASÍ „forsetinn“ ??
Ég er ekki lengur í ASÍ og það er varla mitt verk að gagnrýna forystumenn þar, nema þegar þeir fara að kássast um mín mál. Ég hrökk dálítið við þegar ég heyrði í hinum nýkrýnda „forseta“ ASÍ í örstuttu frétta innskoti í kvöldfréttum þegar hann sagði ríkistjórnina rúna öllu trausti. Að ríkistjórnin verði að vinna á ný traust þjóðarinnar.- Mér fannst nú Gylfi Arnbjörnsson vera kasta grjóti út úr glerhúsi.
- Ekki nýtur Gylfi trausts hjá almennum félagsmönnum ASÍ.
- Það var aðeins fámennur hópur verkalýðsrekenda sem kaus hann.
- Ekki hafa forystumenn úr ASÍ eða frá öðrum stéttarfélögum
- Þeir hafa ekki staðið með sínum félögum, en það geta þeir sem einstaklingar
- Þeir eru ekki að brjóta neina friðarskyldu þó þeir mæti á
- Eða eru þeir e.t.v. ósammála þessu fólki, sjálfum umbjóðendum sínum?
Gylfi hafði stór orð um lífeyrisréttindi stjórnmálamanna og um að þeir hefðu ekki gengið alla leið til leiðréttingar á þessu misrétti er varðar lífeyriskjör þingmanna samanborið við lífeyriskjör almennings í landinu. Það er rétt að eftirlaunaréttur almennra launamanna er hörmulegur og eiga vonlausir lífeyrissjóðirnir sinn þátt í því. En það er auðvitað algjört „tabú“ að ræða það innan ASÍ. Fyrir allmörgum árum ræddu menn það í alvöru hver væru lífeyriskjör hjá forystu-mönnum hjá fjölmörgum helstu forystumönnum hjá verkalýðshreyfingunni. Þá kom í ljós að lífeyrisréttindi þeirra voru algjörlega sambærileg við það sem gerðist hjá alþingismönnum.sést með launamönnum á Ausurvelli síðustu 7 vikurnar.
almenna fundi með launafólkinu í landinu.
- Hver ætli lífeyriskjörin hjá Gylfa verði, meðan hann er forseti ASÍ?
- Eru það e.t.v. ráðherrakjör eða kanski betri?
Efnahagur, Fjölmiðlar, Stjórnmál, Umræðan, Óflokkað | 24.11.2008 23:56 | 6 ummæli BreytaASÍ menn eru grimmustu verðtyggingapostular landsins
- –Forysta ASÍ er grimmasti kröfuaðilinn fyrir verðtryggingu á lánum.
- –Þeir taka ætíð hagsmuni lífeyrissjóðanna fram yfir hagsmuni
Almenningur á ekki bandamann í forystu ASÍ varðandi vexti og það verðtryggingarfyrirkomulag sem er fyrir hendi á lánum. Gylfi forseti ASÍ er ekkert einn um þá skoðun í forystu þessara heildar-samtaka launamanna á „frjálsum vinnu markaði“ . Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreina-sambandsins hefur einnig látið í ljós svipuð sjónarmið er varðar verðtryggingar á lánum lífeyrissjóðanna. Þessir aðilar taka ævinlega hagsmuni lífeyrissjóðanna sem aðila fram yfir hagsmuni launafólks er þetta varðar. Þ.e.a.s. þeir segja að ef lífeyrissjóðalanin eru ekki verðtryggð myndu lífeyrissjóðirnir brenna upp í verðbólgunni. Þetta segir mér allt sem segja þarf um vandamálið lífeyrissjóðina. Þessi sjóðamyndun er í raun helsi á launafólki og hefur alltaf verið. Þeir sem hafa hampað ágæti sjóða síðustu árin eru einmitt ævintýraprinsarnir ósnertanlegu sem hafa kollsteypt íslensku þjóðinni.Enda hafa þeir valsað með sjóðina og skutlað þeim í hvert ævintýraverkefnið á fætur öðru undanfarin ár. Það er fullkomlega tímabært að rannsaka nú þegar hvernig farið hefur með þessa sjóði og hvað er raunverulega eftir í þeim. Eru þeir e.t.v. gjaldþrota líkt og ríkissjóður virðist vera?launamanna í þessum efnum.
- Ekki veit ég, hvers vegna Gylfi var valinn til að stýra þessari nefnd Jóhönnu Sigurðardóttur.
- Er hann þarna til að gæta hagsmuna lífeyrissjóðanna?
- Ekki er hann að gæta hagsmuna skuldara í hópi launafólks?
Efnahagur, Fjölmiðlar, Stjórnmál, Umræðan | 13.11.2008 16:57 | 5 ummæli BreytaOg nú eru allir svo vondir, við litla Ísland
Hér á árum áður var sagt í gamansömum tón, að ef við villumst í íslenskum skógi þá stöndum við bara upp og hristum af okkur hrísið og sjáum þá strax rétta leið. Þetta var á þeim tímum að nánast engir skógar uxu á íslandi. Þetta var bara hrís og kjarr. Þá voru bankarnir einnig bara litlir með lítil fjárráð og lentu í lausafjárþröng á 10 ára fresti eða svo. Engar viti bornar þjóðir lánuðu okkur peninga. Okkur voru bara gefnir peningar. Það var svo á viðreisnarstjórnartímanum í kreppunni sem við fengum peninga að láni frá gjaldeyrissjóðnum í þrjú skipti.Nú vorum við skyndilega þjóð með þjóðum og fengum lán. Við urðum einnig að sækja um inngöngu í EFTA og einnig að fórna íslenskum iðnaði í staðinn. Allt bara til að vernda að útgerðina og bændur.Útgerðarmenn og bændur eru svo góðir og fágætir að þeir voru strax settir á náttúruminjaskrá. Hafa þeir síðan verið friðaðir og ekkert má gera sem getur spillt búsvæðum þeirra.Nú er þetta ekki hægt lengur, því nú er víða sprottinn hávaxinn skógur þar sem ekki dugir lengur að standa upp og hrista þig ef maður hefur villst. Þar sem íslendingar eru að upplagi heldur óvanir að rata í hávöxnum skógum peningatrjánna er staðan orðin sú að fjöldi íslendinga eru villtir í þessum skógum. Þeir m.ö.o. lifa villtir í skógunum og þrífst ýmilegt þar sem illa þolir bjart sólarljósið. Nú uxu þar bankar í rökkurbirtu skóganna og tútnuðu þeir og túttnuðu á alla kanta og þeir aðilar sem lifðu villtu lífi í þessum skógum urðu nú smátt og smátt að lúta vilja bankanna í einu og öllu. Voru þeir þjálfaðir til útrásar á öllum vígstöðum. Fyrst þefuðu þeir uppi alla mögulega sjóði sem hægt var að fénýta innanlands , þ.m.t. lífeyrissjóð-irnir. Að lokum voru lífeyrissjóðirnir með lögum neyddir til að kaupa hlutabréf án valda í bönkunum. Allir aðrir sjóðir atvinnulífsins, íbúðarlánasjóður var í innlimun, jafnvel var börnum smalað og þau plötuð í sparnað og það ekki dugði lengur sendu þeir postula til nágrannalandanna þar sem almenningur var narraður til að leggja inn á voða fína innlánsreikninga. Síðan gerðist það einn skínandi bjartan dag í haustsólinni að bankarnir voru skyndilega vaxnir upp úr skóginum og þá fór fyrir þeim eins og öðrum tröllum að þeir steinrunnu í dagsbirtunni. Skyndilega var allt líf dautt í þessum stóru bönkum og þeir raunar dóu drottni sínum og fóru á sjálfan hausinn. Maurar skógarins sem áður gengu svo hnarreistir að það rigndi upp í nefið á þeim er þannig viðraði, skríða nú með rótum trjánna og láta lítið fyrir sér fara.Frá útlöndum komu nú vondir aðila og vildu að sú þjóð sem leyfði sér að láta svona gerast endurgreiddi til baka til þess fólks létu ginnast af fleðurlátum skógarmauranna.- Og nú eru allir vondir við litla Ísland
- Ísland farsældar frón
- Vík burt Davíð
Efnahagur, Fjölmiðlar, Stjórnmál, Umræðan | 10.11.2008 17:05 | Engin ummæli BreytaKomdu fagnandi Jón
í eftirlitinu góða.
Ekkert argandi níð
ekkert misindisklíð
um Davíð okkar góða.
Lifeyrissjóðum er óheimilt að eiga hlut í fjárfestingasjóðum
- –Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að fjárfesta eða eiga í í fjárfestingarsjóðum
- –Forsætisráðherra sagði fyrir örstuttu síðan að íslenskir bankar væru mjög
Árum saman hefur Ögmundur Jónasson verið með umræður um nauðsyn þess að aðskilja venjulega bankastarfsemi hér innanlands og fjárfestingabanka. Hefur hann flutt um þetta frumvörp árum saman. Ögmundur hefur einmitt verið þeirrar skoðunar að fjárfestingabankar væru mjög áhættusamur rekstur. Bara fyrir örstuttu síðan reyndi forsætisráðherra að gera lítið úr þessum hugmyndum Ögmundar. Sagði hann að íslenski bankar voru mjög traustir og þeir stæðu einmitt miklu betur af því að þeir væru með blandaða starfssemi og benti á fall hreinna fjárfestingabanka í Bandaríkjunum. Taldi hann það einmitt vera aðalsmerki íslensku bankanna að þeir væru með svona blandaðann rekstur. Væru bæði venjulegir innlánsbankar og fjárfestingabankar.Þetta er mjög athyglisvert vegna þátttöku íslenskra lífeyrissjóða í rekstri þessara banka en eins og fram hefur komið eiga lífeyrissjóðirnir stóra hluti í bönkunum. Eins og t.a.m.í Kaupþingi.sem fjármagna sig með lántöku eða skortsölu (beint lögunum um lífeyrissjóði)
traustir og þeir stæðu einmitt miklu betur af því að þeir væru með
blandaða starfssemi. Þ.e.a.s. bæði innlánsbankar og fjárfestinabankar.
- En samkvæmt Lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða segir í 7. kafla um fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna grein 36 :
- Síðar neðar í þessari 36. grein eru ýmsir fyrirvarar og takmarkanir á þessum heimildum. Við 7. tölulið er gerður þessi fyrirvari og takmörkun:
Ég fæ ekki betur séð að íslenskum lífeyrissjóðum hafi verið óheimilt að eiga hlut í fjárfestingabönkum samkvæmt þessum fyrirvara og takmörkun. Íslensku bankarnir voru allir fjárfestingabankar sem fjármögnuðu sig með erlendum lántökum. Það er mjög mikilvægt að það fáist svör við þessu hvort lífeyrissjóðunum hafi verið þetta heimilt. Þetta er í þriðja sinn sem ég vek athygli á þessari grein í lögunum um líeyrissjóðina.„Stjórn lífeyrissjóðs skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Stjórn lífeyrissjóðs er heimilt að móta sérstaka fjárfestingarstefnu fyrir hverja deild í deildaskiptum sjóði. Lífeyrissjóði er heimilt að ávaxta fé sitt með eftirfarandi hætti:
1. Í ríkisvíxlum, ríkisskuldabréfum og skuldabréfum sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs.
2. Í skuldabréfum bæjar- og sveitarfélaga.
3. Í skuldabréfum tryggðum með veði í fasteign að hámarki [75%]1) af metnu markaðsvirði nema þegar um er að ræða sérhæft atvinnuhúsnæði þá skal hámark þetta vera 35%.
4. Með innlánum í bönkum og sparisjóðum.
5. Í skuldabréfum og víxlum banka, sparisjóða og annarra lánastofnana sem lúta eftirliti [opinbers eftirlitsaðila].2)
6. Í hlutabréfum fyrirtækja.
7. [Í hlutdeildarskírteinum eða hlutum verðbréfasjóða eða fjárfestingarsjóða samkvæmt lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, en verðbréfasafni að baki skírteinunum eða hlutunum skal skipt á aðra töluliði þessarar málsgreinar með tilliti til takmarkana í 2.–6. mgr.]3)
[8. Í hlutdeildarskírteinum eða hlutum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.]3)
[9. ]3) Í öðrum verðbréfum.
[10. ]3) Með gerð afleiðusamninga sem draga úr áhættu sjóðsins.
Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að fjárfesta eða eiga í fjárfestingarsjóðum skv. 7. tölul. 1. mgr. sem fjármagna sig með lántöku eða skortsölu“.
- Það er einnig ljóst að það fer ekki saman með starfssviði formanna stéttar-félaga að vera í stjórnum fyrirtækja. Um þessi mál ræddi ég á ASÍ þingi 1992 og flutti lagatillögur um að miðstjórnarmenn í ASÍ sætu ekki í stjórnum fyrirtækja. Þessari tillögum var algjörlega hafnað. Enda staðan þannig þá að margir miðstjórnarmenn ASÍ voru í stjórnum fyrirtækja.
Efnahagur, Fjölmiðlar, Stjórnmál, Umræðan | 6.11.2008 0:26 | 2 ummæli Breyta1983, 130% verðbólga og 20 prósentustiga lækkun umsaminna launa
Verðtrygging
- –100% hækkun á vöxtum bankanna og lán vísitölutryggð
- –20 prósentustiga launaskerðing með bráðabrigðalögum
- –þúsundir fólks misstu húsnæði sitt
- –fjölmargar fjölskyldur hafa aldrei náð sér eftir þessar hörmungar
- –þetta hefur kostað fjölmarga hjónaskilnaði og sorgir fyrir þúsundir barna
- –þetta má Sjálfstæðisflokkurinn gjarnan hafa á samviskunni
Það er rétt að fram komi að þessi hörmungaratburður átti sér stað í maí 1983. Þá hafði verið ríkjandi ríkisstjórn undir forsæti Gunnars Thoroddsens úr Sjálfstæðisflokki með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og þriggja annarra þing-manna Sjálfstæðisflokks. Þetta var niðurstaða eftir stjórnarkreppu. En frá nóvember 1982 varð þessi stjórn óstarfhæf vegna þess að Sjálfstæðismennirnir brugðust þessari stjórn og var þeim síðan fjarstýrt úr „Valhöll“ í kjölfarið geysaði hér mesta óðaverðbólga sem um getur eða um 130% verðbólga.Gunnar Tómasson segir hér frá í grein sinni:
Í þessu sambandi er nauðsynlegt að fram komi, að í maí áttu laun að hækka um tugi prósenta en ekki man ég nákvæmlega hvað það átti að vera mikið, en líklega um 25%. Sett voru lög á kjarasamninga og launataxtar voru aðeins hækkaðir um 5%. Er þýðir að laun hækkuðu 20 prósentustigum minna en þau áttu að gera samkvæmt samningum og allar vísitölutryggingar afnumdar með lögum.„Árið 1983 var vísitölutrygging launa afnumin til að koma böndum á óðaverðbólgu sem keyrð var áfram af útlánaþenslu bankanna og tvíefld með samspili vísitölutryggðra launa og verðtryggðra lána. Hins vegar var ekki snert við verðtryggingunni. Þá um haustið spurði ég þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, hvers vegna verðtrygging lána hefði ekki verið afnumin. Albert svaraði að ráðgjafar stjórnvalda hefðu mælt gegn því þar sem verðtrygging væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa!“
Óflokkað | 3.11.2008 17:14 | 1 ummæli Breyta
Kristbjörn Árnason, 8.3.2009 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.