Þetta kallar maður að vinna fyrir kaupinu sínu!

VR greiðir ASÍ 75 milljónir á ári.  Félagsmenn VR greiddu 737 milljónir í félagsgjöld á síðasta ári.

Við hljótum Öll að vera afar stolt með verkalýðsforystuna og þann merka áfanga að ná lágmarkslaunum upp fyrir atvinnuleysisbætur. 

Ætli þetta fari í sögubækur ASÍ og VR ? 

Hvað gerir aðalklappstýra samfylkingarinnar og strengjabrúða SA, Gylfi Arnbjörnsson fyrir 75 milljónir á ári. Fresta kjarasamningum fram yfir kosningar og langt fram á sumar. Þetta eru nú meiri andskotans ræfils hagsmunasamtök alþýðunnar.


mbl.is Samið um frestun kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ragnar.

Ég tek heilshugar undir með þér.

Maður spyr sig. Hverra erinda gengu Gylfi ?

Valdemar Ásgeirsson, bóndi Auðkúlu. LÍF OG LAND........

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:59

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þó ekki sé ég félagi í VR, þá vekur þessi grein þín áhugaverðar spurningar um hvað er verið að verja peningunum í. Er það vilji meirihluta VR meðlima (eða annarra félaga) að fjármagna áróður ASÍ fyrir ESB ? Er það kappsmál félagsmanna að fjármagna svoleiðis starfsemi, eða vilja meðlimirnir að þau hagsmunasamtök sem þeir standa að vinni að bættum starfskjörum ?

Haraldur Baldursson, 25.2.2009 kl. 23:31

3 identicon

Enn einu sinni afhjúpar handónýt verkalýðsforusta sig. Fyrir utan hvað fréttin er illa unnin. Hvergi kemur fram það sem mig grunar, að þessi hækkun kosti atvinnurekendur nánast ekki krónu þar sem mjög fáir séu á þessum lægstu töxtum.

Alla vega kemur ekki fram að aðrir taxtar séu hækkaðir.

Sem sagt, aftur á að nota verkalýðinn sem gólftusku til að þrífa upp óstjórn og ólifnað yfirstéttarinnar.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 08:28

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Valdemar

Það hefur lengi verið ljóst hvert Gylfi stefnir. Fyrsti stafurinn er Alþingi. 

Sæll Haraldur

ASÍ og ESB = ÁVS  ( Áróður af Verstu Sort ) að maður skuli þurfa að horfa upp á þetta. Ef við göngum inn í Evrópusambandið þá verður það í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki í gegnum helstu hagsmunasamtök launþega sem virðast vera lengra frá upprunalegum tilgangi sínum en oft áður og þá er nú mikið sagt. Gylfi hefur svo álíka nánd við umbjóðendur sína og sjálfur karlinn í tunglinu.

Theodór

Þetta hefur örugglega verið mikill átakafundur!!!!  ASÍ  og SA eru að vinna saman í lífeyrissjóðunum, í gegnum ótal nefndir á vegum ríkisins þannig að hagsmunir þessara aðila liggja fyrst og fremst í eigin valda stöðugleika enda báðir að fiska úr sama hylnum sem eru launþegar. Þeir vilja svo sannarlega ekki kasta grjóti í stútfullan og friðsælan hylinn..

Ragnar Þór Ingólfsson, 26.2.2009 kl. 09:31

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Varðandi Ísland+ESB, þá er það orðinn krafa hjá Atvinnuveitendum líka. Þeir vilja fá að njóta jafnræðis við samkeppnisaðila sína í Evrópu.
Það er rangt !
Þeir vilja njóta forskots við samkeppnina, því samkeppni þeirra býr ekki við jafn sveigjanlegann vinnumarkað og á Íslandi. Þó ég telji sveigjanleikann kost, þá segi ég á móti að ef við viljum inn...tökum á upp sama rétt og í Þýskalandi, svo ekki sé talað um Frakkland, að fyrirtæki geti ekki sagt upp fólki eftir 10 ára starf, nema með bæði sterkum rökum og stórum starfslokasamningum. Það verði ekki bæði sleppt og haldið, sveigjanleikanum og jafnræði við samkeppnina.

Haraldur Baldursson, 26.2.2009 kl. 10:51

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslendingar eiga Ísland með þeir gefa ekki upp þjóðarréttin sem stefnir hratt í ljósi stefnunnar í alþjóðamálum að verða eftirsótt forréttindi. Segjum 2050 eina sjálfbæra dvergefnahagsþjóðin sem eftir er með lokuð landamæri og selur aðgang að gamladrauminum með stimpli í vegbréf á 1.000.000 kr. Galdurinn er bara að vera nógu rík almennt og skuldlaus og þá standa Íslendingum allar dyr opnar. Hátekjumarkaðir lúta ekki lögmálum tollamúra og kreppu en kosta gífurlegan virðisauka Innanlands. Í formi víðfeðmari og fjölbreyttari viðskiptahátta, minni fyrirtækja og fjölbreyttari framleiðslu.

Verkalýðssamtök eru úrelt sem reka einskonar starfsþrælaleigu.

Reynslan sínir nú að hækkun  atvinnuleysisbóta er eina ráðið til að veita lélegum afætum aðhald.   Íslensk fyrirtæki gera hvort sem er út á lánafyrirgreiðslur en ekki heilbrigð samkeppnislaun.   Verða fljótt útdauð í ljósi smæðar sinnar þegar mælikvarði 400000000 íbúa svæðis fær að njóta sín. Forgangsatriðin í að taka um stjórnarskrársamfélagskerfi Evrópusamningarinnar að hálfu þeirra sem hafa leynt og ljóst samfært Framkvæmdarnefnd [ fasta ráðherranefndin ekki almennir fulltrúaráðherrar sem hittast tvisvar á ári] Evrópu Sameiningarinnar um að eftir nokkrar kosningar og efnahagsþrengingar þá þeir greitt með þegnum og tækifærum. Virðist orðin regla í sambandi við útvíkkunarferli ES.  

100.000 tonn af íslensku fresku grunnvatni kosta 38 milljarða út úr búð í Dubæ.  Vöruskiptasamningur milli Íslenska Ríkisins og höfuðs fjölskyldunnar sem á 98% af öllu í viðkomandi Arabaríki gæti örugglega skilað okkar 500.000 tonn af olíu til baka. Þarna þyrfti engar hefðbundnar mútur og lítil eða engin gjaldmiðilskostnaður.  Höfðinginn lætur svo einhvern frænda sinn um að koma vatninu í umferð.  Sinn er siðurinn í hverju landi. Íslendingar eiga ekki eyða sínu fólki í afleita vinnu.

Svo fávísir Íslendingar fái að vita það í fyrsta sinn þá eru mútur kurteisisskylda og leti forréttindi [latur maður er ríkur og virðingin fer eftir því] í Afríku og Litlu-Asíu.  Þess er gaman að fá að vita hvað sumir hafa fengið í mútur til að fullnusta viðskiptasamninga. Það er eins gott að við séum öll jöfn að siðspillingu hér í framtíðinni, nýir siðir með nýjum stjórnarháttum. Það voru kjafta sögur í gangi að ákveðin skötuhjú hefðu fengið dýrindis armbandsúr í krafti virðingar en uppruni eiginkonunnar fór eitthvað fyrir brjóstið á innfæddum og þeirra bræðraþjóðum.

Íslendingar verða að fara að taka málin í sínar eigin hendur og reka þessa auðlindaperlu sem eina einingu eða 300.000 manna smá hlutafélag á alþjóðamælikvarða.

Júlíus Björnsson, 1.3.2009 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband