Er ekki einhver sem getur farið í mál við stjórn Kaupþings?

Alveg er það með ólíkindum að lífeyrissjóðirnir fari ekki mál við stjórn og stjórnendur bankanna.

Það vita jú allir af hverju þeir gera það ekki enda áttu þeir sjálfir stóran þátt í þessu braski. 

Það geta allir verið sammála um að lánveitingar sem þessar, þegar aðstæður á markaði voru með þeim hætti að laust fé var erfitt að fá eða nánast ómögulegt,hefðu bankarnir átt að halda í hverja krónu. 

Að því gefnu er annað hvort um stórfellda vanrækslu að hálfu bankans eða það sem líklegast er að menn hafi hagnast á þessum gjörnungum persónulega.

Hverjir voru seljendur þessara eigna og á hvaða markaðsvirði var keypt? Kaupþing banki var búin að spá mikilli lækkun fasteigna bæði hér heima og í Bretlandi og voru fasteignir byrjaðar að lækka mikið á þessum tíma en áttu samt langt í land miðað við spár bankans. Að þessu gefnu ásamt því að bankinn var í lausafjárkreppu er eðlilegt að krefjast svara og fara nánar ofan í saumana á þessum viðskiptum enda veðin fyrir lánunum að stórum hluta töpuð.

Þetta er enn ein rósin í hnappagat stjórnar og stjórnenda, alveg ótrúlegt að þessir menn skuli óáreittir stunda viðskipti sem aldrei fyrr, hvað þá að gegna lykilstöðum í þjóðfélaginu.

mbl.is Lánin mögulega lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þessir ósnertanlegu-eðalprinsar töldu sig ekki skulda neinum neitt og neituðu að telja sig ábyrga til hluthafa, sem með hlutabréfakaupum sínum eru að lána fyrirtækinu pening...

Haraldur Baldursson, 26.1.2009 kl. 09:21

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þessir menn eru svo gjörsamlega veruleikafirtir að þeir sjá bara ekkert athugavert við þessa gjörnunga. Þeir eru bara steinhissa á þessu nöldri í fólkinu sem situr eftir í súpunni á meðan þeir sjálfir kunna ekki aura sinna tal.

Ragnar Þór Ingólfsson, 26.1.2009 kl. 09:27

3 identicon

En getum við bara ekki sem einstaklingar farið í mál við   fyrrum stjórnendur bankanna og jafnvel fleiri ??? á grundvelli þess að landráð hafi verið framin, og að ekki hafi verið farið rétt með almannafé????

Mér finnst einhvern veginn að löglærðir menn þessa lands allt í einu voða hljóðir.... það skildi þó ekki vera að þeirra stétt eigi hér all mikinn hlut að máli???

(IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:07

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Sigurlaug

það er spurning sem lögfróðir menn verða að svara. Eitt er víst að ég get ekki farið í mál á þeim forsendum að hafa tapað lífeyri mínum vegna þess að Lífeyrissjóður verlunarmanna þyrfti að gera það fyrir mína hönd. Vandamálið við það er að LV er í sömu stöðu og Stoðir hjá Glitni þ.e. þeir samþykktu gjörnungana og geta þar af leiðandi ekki lögsótt Kaupþing þess vegna. Hins vegar geta aðrir lífeyrissjóðir sem ekki áttu sæti í stjórn Kaupþings og áttu hlut, hugsanlega höfðað mál, en þar sem sjóðirnir og verkalýðsforystan eru svo undursamlega samtvinnuð að ekki tel ég líkur á réttlætisbaráttu þar frekar en fyrri daginn.

Ragnar Þór Ingólfsson, 26.1.2009 kl. 16:17

5 identicon

Sæll Ragnar, getur þú staðfest að stjórn Kaupþings hafi þurft að samþykkja löggerningana sbr. við þessa ljótu Indlands bræður Tzxdseengin bræður eða hvað þerir nú heita. Hvað með aðra vafasama gjörninga þetta Araba dæmi, Ragnar það væri gaman að fá strúktor á þessu. Frábært framtak þú þarft að sýna betur fram á þetta á visi.is og mbl.is

Sven Ragnar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband