22.1.2009 | 09:12
Lögreglumenn eru í nákvæmlega sömu stöðu og við!
Það er ekki mikið af fyrrverandi útrásarvíkingum og bankabröskurum sem standa fyrir utan Alþingi gráir fyrir járnum, á meðal launum. Lögreglumenn verja málstað og eignir sem þeir hafa mis mikla trú á, til þess eins að brauðfæða fjölskyldur sínar rétt eins og við hin.
Við skulum ekki gleyma því að fólkið sem við grítum er í nákvæmlega sömu stöðu og við.
Það eru hlutfallslega jafnmargir sauðir í lögreglunni og í hópi mótmælenda enda hafa einstakir aðilar úr hvorum hópi gengið of langt í hita leiksins.
Stundum hugsa ég, þegar fúkyrðin og fokkmerkin fljúga á laganna verði, hvort þetta sé fólkið sem olli ástandinu. Ég hef ekki nokkurn mann séð fyrir utan felustaði þjófanna, sem allt settu á annan endan, og maka sig í vellystingum þýfisins skellihljæjandi og spikfeitir meðan við, sauð svartur almúginn ráðumst á lögguna.
Mér fannst við hafa kastað steinum í eigið glerhús í gær. Sýnum fólkinu sem fyrir framan okkur stendur og vinnur fyrir meðallaunum eins og við, smá virðingu, köstum frekar á þá kveðju.
Ofbeldið verður á endanum óumflýjanlegt en hvern á að berja?
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Tengslanet Valda á Íslandi. Skyldulesning allra íslendinga sem þjást af frjálsri hugsun.
Efni
Bloggvinir
- ak72
- andreskrist
- annamargretb
- arijosepsson
- arikuld
- arnthorhelgason
- axelaxelsson
- agustg
- ahi
- reykur
- baldvinj
- berglist
- kaffi
- h2o
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- dullur
- bjornbjarnason
- gattin
- gleymmerei
- borkurgunnarsson
- ding
- dofri
- dunni
- doggpals
- egill
- einarborgari
- einaroddur
- jaxlinn
- einarorneinars
- sunna2
- ea
- eg
- lillo
- fridrik-8
- fridaeyland
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- gingvarsson
- neytendatalsmadur
- bofs
- mummij
- hreinn23
- bellaninja
- gullvagninn
- gunnaraxel
- gun
- skulablogg
- gunnsithor
- gullistef
- gylfithor
- doriegils
- hallgrimurg
- cigar
- haddi9001
- skessa
- hlf
- diva73
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- hjorleifurg
- holmfridurge
- don
- hordurt
- kreppan
- jakobsmagg
- fun
- jenfo
- jennystefania
- jensgud
- johanneliasson
- joiragnars
- jp
- jsk
- jaj
- jamesblond
- jonasphreinsson
- jax
- jonfinnbogason
- jonsullenberger
- ninaos
- jonmagnusson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- jonthorolafsson
- juliusbearsson
- ktomm
- katrinsnaeholm
- ksh
- kolbrunerin
- leifur
- egoplot
- kristbjorn20
- vrkristinn
- stjaniloga
- krissi46
- galdur
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikludviksson
- mberg
- maggiraggi
- vistarband
- martasmarta
- mortenl
- nhelgason
- litli-jon
- olii
- alvaran
- olofdebont
- os
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- pallvil
- iceland
- hafstein
- raggibjarna
- ragnarborg
- riddari
- raggig
- raksig
- runaringi
- undirborginni
- salvor
- samstada-thjodar
- sibba
- duddi9
- sigurbjorns
- siggi-hrellir
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggith
- sigurjonth
- kalli
- skuldlaus
- hvirfilbylur
- sp
- solthora
- stebbifr
- must
- summi
- svanurg
- spurs
- sveinni
- stormsker
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- valdemar
- valdimarjohannesson
- vefritid
- vesteinngauti
- vg
- viggo
- vignir-ari
- vilberg
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- kermit
- tolliagustar
- valli57
- totinn
- tbs
- torduringi
- thorgisla
- thj41
- thorsaari
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt, en vonandi verður fólk bara barið orðum og fyrirlitningu
Gestur Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 09:16
Þróun þar sem lögreglumenn eru grýttir við störf sín er algerlega óviðsættanleg. Lögreglan hefur fram til þessa sýnt einstaklega mikla færni í að nálgast þessi mótmæli á mjúkan og hefur gert það svo meistaralega vel að mótmælendur hafa nánast enga ögrun skynjað af hálfu þeirra. Andlegt álag þeirra sem í lögreglubúningi standa er gríðarlegt og þó ýmsir virðist ekki átta sig á því, þá eru snagar í lögreglustöðinni og að vakt lokinni þá hangir búningurinn þar. Lögregluþjónar eru að vinna erfitt starf og ekki léttist það nú á tímum mótmæla.
Berum virðingu fyrir þessu frábæra fólki.
Haraldur Baldursson, 22.1.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.