Bravó!

Það er ekki að spyrja að því! Nú er kostningabaráttan byrjuð hjá Gunnari Páli.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði þessi yfirlýsing komið frá ASÍ en til að halda hinu nauðsynlega stöðuga lýðræði innan verkalýðshreyfingarinnar mun ASÍ elítan leyfa Gunnari að njóta góðs af athyglinni sem forsprakka allra hugmynda til að stiðja við bakið á auralausum almúganum á meðan vildarvinir hans úr Kaupþingi sólunda ókeypis fé sínu í lífsins listisemdir.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem myndu fá mitt atkvæði.

1.Samtök Atvinnulífsins frá sem ráðandi afl í lífeyrissjóðunum.

2.Afnám verðtryggingar. ( þarf ekki að vera einhliða )

3.Aukna ábyrgð lánveitenda í útlánum.

4.Endurskoðun á aðfararlögum.

þetta eru fjögur grunnmannréttindarmál alþýðunnar sem verður að endurskoða.

Vandamálið er að verkalýðsforystan er svo samtvinnuð SA að ómögulegt er fyrir mann eins og Gunnar að beita sér fyrir svo mikilvægum málum. Hann getur einungis gefið fólki að borða sem á ekki fyrir mat í stað þess að berjast fyrir raunverulegum hagsmunum alþýðunnar. 


mbl.is Skoða örlán til VR-fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ragnar Þór Ingólfsson.

Ekki ætla ég að blanda mér í deilur félaga í Verslunarmannaféagi Reykjavíkur.

Ég tel mig hafa nokkuð góða þekkingu á verkalýðfélögum og hvernig þetta gengur fyrir sig. Mér hefur ætíð fundist traustir og virtir formenn þessa félags sem þú ert í og hafa stjórnað félaginu með sóma og verið tekið eftir því hvar sem þeir stigu fæti.

Nýlega voru í kastljósi formannsefni Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Það sem vakti furðu mína að maður sem bíður sig á móti sitjandi formanni skuli ekki vera meira inn í málum félagsins. Því miður verð ég að segja þér ekki var hann traustur eða hafði þekkingu hvað hann var að fara út í Því miður.

Ef félagar vilja blanda sér í baráttuna þá verða menn að hafa rök og nýja stefnu til að bæta lífskjör félaganna. Þetta er ömurleg staða hjá þessum mótframbjóðenda hann hefur ekki þekkingu hvernig þetta gengur fyrir sig. það er mitt álit.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 11.1.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Jóhann Páll

Þakka innlitið og athugasemdina.

Ég horfði á Kastljósið og miðað við tíman sem viðmælendur höfðu er ómögulegt að gefa sér að Lúðvík hafi takmarkaða þekkingu á málefnum félagsins.

Við skulum sjá hvað setur og gefa honum tækifæri til að kynna sýn mál. Við skulum ekki gleyma því að hann er að stökkva ofan í djúpu laugina þar sem hann mætir hákörlum sem hafa svamlað í sama drullupollinum árum ef ekki ártugum saman. Ég hef sjálfur átt góð samtöl við Lúðvík og er þetta príðis náungi sem myndi sóma sér vel í starfi formanns VR.

Vandamálið liggur ekki endilega í persónulegum gjörningum Gunnars Páls heldur í kerfinu sem slíku. Kerfið sem um ræðir ættir þú að þekkja vel.Enda er Gunnar Páll uppalin undir dyggri leiðsögn Magnúsar L. fyrrverandi formanns VR.

Vandamálið við verkalýðsforystuna í heild sinni liggur í of miklum tengslum á milli hagsmunaaðila og lítils hvata í hagsmunagæslu félagsmanna. Tengslin eru augljós í gegnum lífeyrissjóðina, nefnda á vegum ríkisins og ASÍ,stjórnarsetu í fyritækjum og fjármálastofnunum svo aftur inn á Alþingi þar sem verkalýðsforingjar hafa setið og sitja.

Í nefndum,ráðum og stjórnum lífeyrissjóða eiga iðullega sæti til helminga SA og verkalýðshreyfingin þannig að hvatin til að vinna saman og halda friðnum (sætum sínum) er oftar en ekki yfirsterkari en upprunalegur tilgangur eins og hagsmunagæsla félagsmanna, sumir kalla þetta "stöðugt lýðræði" enda er algengt að stjórnir og formenn séu áratugum saman við völd. þegar á hinn vegin að stærð stéttarfélags ræðst ekki hversu vel viðkomandi félag hefur unnið fyrir félagsmenn heldur eftir því hvaða starfsstétt þú tilheyrir hvort sem þér líkar betur eða verr.

Ég ætla ekki að fara mikið frekar ofan í saumana á þessu enda erfitt mál og flókið að útskýra í fáum orðum.

Ég mun hinsvegar styðja heilshugar mótframboð Lúðvíks enda klárlega betur til þess fallin en Gunnar að hrista aðeins upp í þessu kerfi þótt fyrr hefði verið.

Kveðja

Ragnar Þór

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.1.2009 kl. 01:00

3 Smámynd: Skarfurinn

Það er krafa fólksins að Gunnar víkiji og nýr formaður taki við, Gunnari urðu ná stór mistök og hefur glatað tiltrú manna með sínum gjörningum og góðmennsku gagnvart auðmönnum, en hann hefur ekki staðið sig vel þegar kassadama er með 140 þ. á mánuði er það ? , ÞAÐ ER UNDIR ATVINNULEYSISBÓTUM.

Skarfurinn, 12.1.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband