Stjórn VR langþreytt?

Já það er orða sönnu að stjórn VR er langþreytt.

Hvernig getur stjórn VR verið langþreytt á einhverju lagabulli sem ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir að séu undan þeim sjálfum runnar. Stjórnin hefur nú ekki látið mikið að sér kveða þegar svo hart er sótt að félagsmönnum að það á sér vart fordæmi.

Ég hef undir höndum gögn m.a. frá Lögfræðingi VR um túlkun kosningalaganna sem er á þá leið að heildarframboð gegn sitjandi stjórn sé löglegt. Einnig hefur Gunnar Páll Formaður VR tjáð sig opinberlega um þessi mál þar sem hann telur mjög líklegt að mótframboð kæmi gegn uppstillingalista trúnaðarráðs VR.

Það var svo aðili innan ASÍ sem sér um framkvæmd kosningarinnar sem benti á að hin flóknu kosningalög VR stæðust ekki og heilt mótframboð því ekki löglegt.

Var þetta flétta frá Gunnari Páli og hans fólki til að ljúga sig áfram til valda eða er forysta VR og stjórn ekki betur inní málunum en þetta?

Var niðurfelling ábyrgða starfsmanna Kaupþings í þágu félagsmanna VR og LV eins og Gunnar sver við.

Gunnar Páll Pálsson Formaður VR og Sjórnarformaður LV (Lífeyrissjóðs Verslunarmanna) kona Gunnars vinnur í Kaupþingi.

Guðmundur B. Ólafsson Lögmaður VR   Nanna E. Harðardóttir, forstöðumaður í Kaupþing banka, er eiginkona Guðmundar hún starfar við útlánaeftirlit Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.

Þorgeir Eyjólfsson Forstjóri LV Kona hans er starfsmaður Kaupþings og sonur hans Lýður Þór starfar á fyrirtækjasviði Kaupþings. Dóttir hans var á fruminnherjalista hjá Exista sem varastj.maður en Exista var stærsti eigandi Kaupþings.

Talið er að tap Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og VR á falli kaupþings sé á bilinu 60-70 milljarðar.

Einnig er talið að Þorgeir og Gunnar hafi tapað um helmingi af öllum eignum VR og LV með braski sínu. Peningar sem áttu að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld.

Vita þessir 9 stjórnarmenn fyrir hverja þeir eru að vinna?

  


mbl.is Stjórn VR langþreytt á rangfærslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

takk fyrir þetta. Fer í gagnabankann minn.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.1.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Takk sömuleiðis.

Ragnar Þór Ingólfsson, 4.1.2009 kl. 22:04

3 Smámynd: Sigurbjörg

Þessi og næsta grein á undan, frábær vitneskja um tengsl, takk !

Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 22:51

4 identicon

Af hverjum er talið að helmingur eigna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna hafi tapast?  Eru það öruggar heimildir eða er verið að skjóta út í loftið?  Getur verið að gengishagnaður vegna erlendra eigna og verðmæta aukning í skuldabréfasafni sjóðsins hafi orðið til þess að tapið sé minna en ella? Þetta eru bara spurningar sem er eðlilegt að spyrja sig þegar svona tölum er fleygt fram.  Hafi 50% eigna sjóðsins tapast þá er það grafalvarlegt mál.  Hefurðu eitthvað fyrir þér í þessu?

Blahh (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 13:00

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Takk fyrir athugasemdina Blahh.

Ég myndi kjósa að þeir sem hér skrifa gerðu það undir nafni en allavega er svar við spurningu þinni hér að neðan.  

Ég hef verið að vinna í að taka tap sjóðsins saman og notað til þess Ársskýrslur félagana ásamt því að fá upplýsingar frá verðbréfamiðlurum og upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins á árinu 2008 frá sérfræðingum úr fjármálageiranum.

í byrjun Des tók ég saman lauslega tapið sem þá var á bilinu 35-40% af heildareignum staðan versnaði ef eitthvað er m.a. vegna styrkingar krónunnar þannig að nánari samantekt og áætlun er væntanlega eftir 1-2 daga en ég  gæti áætlað að heildartapið sé á bilinu 40-50% af heildareignum.

Allar heimildir er hægt að sannreyna í ársskýrslum sem nálgast má á heimasíðum félagana og svo hringja í miðlara og fá stöðu eigna í dag miðað við árslok 2007. Hinsvegar er snúnara mál að áætla fjárfestingar sjóðsins 2008 en með hjálp góðra sérfræðinga á markaðnum hef ég fengið nokkuð góða mynd af þeirri stöðu.

Sjá eldri áætlun. 

 http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/740332/

Kv.

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 5.1.2009 kl. 18:16

6 identicon

Þetta er fróðleg lesning, sér í lagi þegar skoðað er hvernig "raðast" í stjórnir sjóðana því ekki koma að þessu eigendur sjóðana þ.e. hinn almenni félagsmaður. Yfirleitt eru það síðan alskonar misvitrir karlar sem eru sýnt og heillagt að verja sína stóla.

Jóhann Sævar Kristbergsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:12

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Jóhann og takk fyrir innlitið.

Ég vona svo sannarlega okkar allra vegna, að þessum mönnum verði komið frá hið fyrsta.

kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 5.1.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband