Af hverju fer lífeyrissjóður verslunarmanna ekki í mál við Kaupþing?

Niðurfelling ábyrgða hlýtur að skerða það sem eftir verður til að greiða kröfuhöfum.

Enda lífeyrissjóður verslunarmanna ekki búinn að tapa nema 60-70 milljörðum á þroti bankans.

Æ! nú man ég Gunnar Páll formaður VR og stjórnarformaður LV var í stjórn Kaupþings og samþykkti þennan gjörning, konan hans vinnur þarna eins og Kona og sonur Þorgeirs Eyjólfssonar Forstjóra LV en sonurinn starfar samkvæmt enska starfsheitinu  VP - Investment Banking at Kaupthing Bank.

Eða svo segir hann sjálfur.  http://www.linkedin.com/in/lydur

Spurning hvort eitthvað af þeim sjálfum muni njóta góðs af niðurfellingum ábyrgða. Einhvern vegin efast ég um að það komi fram í dagsljósið meðan þessir aðilar eru við stjórn.

Ég vona að þeir sem vinna dag og nótt fyrir framan pappírstætarana og tæta í sundur ábyrgðir Elítunnar eins engin sé morgundagurinn, eigi eftir að koma fram og segja hið sanna.

Kanski er ég of dómharður, kanski voru þeir Þorgeir og Gunnar með mína hagsmuni að leiðarljósi allan tímann þó ég sjái það ekki. 

Kanski er það ekki merki um Valdahrokan í Þorgeiri að neita að tjá sig um þessa ömurlegu stöðu sjóðsins og sendir þess í stað skósveina á borð við Gunnar til að taka skellinn.

Kanski er ég bara svo barnalegur í eðli mínu að standa í þessu "skítkasti".

Kanski eru þetta hinir mestu sómadrengir. "kanski" ???? 

 


mbl.is Niðurfelling til stjórnenda Kaupþings tekjuskattskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ragnar og gleðileg jól.

Ég hef eitthvað misst af fréttum því ég vissi ekki um þessa niðurfellingu. Þú ættir að skýra það betur í annarri bloggfærslu. Ég efast um að þú sért of dómharður, lífeyrir okkar á að vera varðveittur ekki spilagaman.

Ef þú veltir fyrir þér afskriftum Milestone upp á 55 milljarða og hvað hefði verið hægt að gera fyrir þá fjármuni. Heilan nýjan Landspítala með öllu, ekkert smáræði eða hvað??

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.12.2008 kl. 02:08

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Gunnar Páll var stjórnarmaður í Kaupþingi og eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ákvað stjórn Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir lykilstarfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga.

Ragnar Þór Ingólfsson, 26.12.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Takk kærlega fyrir það.

Ég stend að mestu einn í þessu en vantar sárlega hjálp til að fara yfir ýmis mál þessu tengdu sem ég hef ekki haft tíma til að fara ofan í saumana á.

Þetta er svona eins manns lúðrasveit eins og er, maður reynir að básúna boðskapin og vonast til að fólk taki við sér. 

Markmiðið er einfalt, búa til myndarlega lúðrasveit gegn þessum aðilum sem svo frjálslega fara með ævisparnað okkar og koma fjármunum okkar í öruggt skjól.

Samtök Atvinnulífsins úr stjórnum lífeyrissjóða og Þorgeir Eyjólfsson af sem forstjóri LV eru lykilkröfur í þessari baráttu minni.  

Ragnar Þór Ingólfsson, 29.12.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband