Tengsl fjárfestinga LV í Kaupþingi.

Vegna viðtals við mig í Reykjavík Síðdegis 18/12 vil ég koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Mér fannst ég hafa hikstað svolítið á spurningum varðandi fjárfestingar sjóðsins og hvernig lögin væru til þess fallin að verja okkur fyrir spillingu og valdabrölti.

Lögin: Lögin um lífeyrissjóði eru að mörgu leiti mjög góð og eiga að vera til þess fallin að sjóðirnir dreifi áhættunni eins og kostur er þ.e. fjárfesti visst mikið í skuldabréfum og visst mikið í hlutabréfum osfrv.

Lögin kveða á um hámark hverrar fjárfestingar fyrir sig og eins hámark heildarfjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum osfrv.

Það sem stjórnendur Lífeyrissjóðanna hafa hinsvegar gert og þá sér í lagi LV er að fara í kringum þessar reglur og lög.

Dæmi:

Staða hlutabréfa LV í árslok 2007

Kaupþing 21,3 milljarðar

Exista og Bakkavör (aðaleigendur kaupþings) 11 milljarðar.

Félög tengd fjármalageiranum (kaupþing) eins og Teymi, Alfesca ofl.félög  1-2 milljarður.

Skuldabréfaeign sjóðsins í bönkum og fyrirtækjum ( Meðal annars Kaupþingi og fyrirtækjum sem tengjast Kaupþingi á nákvæmlega sama hátt og ofan er talið ) 35 Milljarðar.

Árið 2008 Styrkti LV stöðu sínu til muna í Kaupþingi og félögum honum tengdum á kostnað Landsbankans. Tölur allt að 14 milljarðar hafa verið nefndar

Fjármálasérfræðingar telja þann gjörnung einan hafa verið til þess fallin að halda uppi gengi bréfa Kaupþings á kostnað Landsbankans.

Því er Hugsanlegt Tap LV Á falli Kaupþings eitt og sér um 60-70 Milljarðar eða um 25% af heildareignum sjóðsins séu skuldabréfaeignir teknar með í reikninginn

Ég get ekki sagt til um hvort lög hafa verið brotin en hvaða fjármálasérfræðingur sem er getur staðfest að fjárfestingar sem þessar flokkast undir fjárhættuspil af verstu gerð.

 

Lögin í sjálfu sér mættu taka Betur á svona krosseignatengslum en ábyrgðin hlýtur að vera þeirra sem stjórna sjóðnum.

Formaður VR var í stjórn gamla Kaupþings og er stjórnarformaður LV.

Forstjóri LV og formaður VR eiga báðir sterk fjölskyldutengsl í Kaupþingi og félögum þeim tengdum þó aðallega Forstjóri LV. 

Sjóðirnir hafa sett siðareglur og samþykktir um góða viðskiptahætti sem hafa verið þverbrotnar.

Sjóðirnir hafa kvartað sáran eftir hrunið að erfitt hafi verið að fjárfesta á svo litlum markaði.

Það eina sem sjóðirnir hafa gert undanfarin ár til að breyta lögum um fjárfestingar, er eftir hrun bankanna, og með þeim hætti að geta fjárfest sem aldrei fyrr í hlutabréfum gjörspilltra fyrirtækja með sama fólkið í brúnni og áður. Einnig fengu þeir í gegn eignaupptökurétt á fasteignum sjóðsfélaga.

 

Hvar í þessum Dæmum sem ég nefni eru hagsmunir Sjóðsfélaga hafðir að leiðarljósi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Manni rennur bara kalt vatn milli skinns og hörunds...

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.12.2008 kl. 00:53

2 identicon

Þetta er athyglisverð lesning.  En gaman væri að fá staðfest dæmi um eftirfarandi (maður heyrir svo mikið af allskonar sögum þessa dagana):

Hvaða fjölskyldutengsl eiga Forstjóri LV og Fomarðu VR (konan hans starfar hjá Kaupþing) hjá Kaupþing?

Hvaða samþykktir hafa verið brotnar um góða viðskiptahætti og hvernig?

Bara svo maður sé á sömu blaðsíðu og ekki að eltast við einhverjar "sögur" út í bæ.

Lífeyrisgreiðandi (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sammála lífeyrisgreiðanda.

Ég hef reynt að rökstyðja mál mitt með beinum tilvísunum í ársreikninga osfrv.

Ég hef reynt að fá fjölmiðla til að skýra betur hvaða tengsl eru þarna á milli enda ekki fundið það hjá mér hingað til að nafgreina þessa tengdu aðila. Þessar upplýsingar eiga eftir að koma fram en ég skal senda þér tvo linka sem útskýra hvað ég er að tala um. Konur þeirra beggja vinna í kaupþingi, það getur þú fengið staðfest með því að fara í símaskrána og hringja svo í Kaupþing.

Börn forstjóra LV gegna lykilstöðum m.e. á fyrirtækjasviði Kaupþings og svo á innherjalista hjá Exista veit ekki hvaða stöðu en ef þú ert skráður fruminnherji hjá fjármálaeftirlitinu þá ertu klárlega ekki í uppvaskinu.

http://www.linkedin.com/in/lydur

http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4191

hér að neðan er smá dæmi um brot á samþykktum og siðareglum.

 Varðandi samþykktir.

5.7.

Stjórnarmaður eða forstjóri má ekki taka þátt í meðferð máls, ef hann hefur hagsmuna að gæta, sem kynnu að fara í bága við hagsmuni sjóðsins. Sama gildir ef um er að ræða ákvarðanir, sem tengjast fyrirtæki, þar sem stjórnarmaður kann að eiga umtalsverðra hagsmuna að gæta sem eigandi, stjórnarmaður eða starfsmaður. Skylt er þeim, sem í hlut á, að upplýsa um aðstæður, sem valda kunna vanhæfi skv. framansögðu.

5.8.

Stjórn, forstjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd sjóðsins, mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru til þess fallnar að afla ákveðnum sjóðfélögum, fyrirtækjum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna umfram aðra aðila eða á kostnað sjóðsins. Stjórnarmenn, forstjóri, og aðrir starfsmenn, svo og endurskoðendur sjóðsins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um í störfum sínum fyrir sjóðinn og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.

Lögin 

VII. kafli. Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða.
36. gr. Stjórn lífeyrissjóðs skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Stjórn lífeyrissjóðs er heimilt að móta sérstaka fjárfestingarstefnu fyrir hverja deild í deildaskiptum sjóði. Lífeyrissjóði er heimilt að ávaxta fé sitt með eftirfarandi hætti:
   1. Í ríkisvíxlum, ríkisskuldabréfum og skuldabréfum sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs.
   2. Í skuldabréfum bæjar- og sveitarfélaga.
   3. Í skuldabréfum tryggðum með veði í fasteign að hámarki [75%]1) af metnu markaðsvirði nema þegar um er að ræða sérhæft atvinnuhúsnæði þá skal hámark þetta vera 35%.
   4. Með innlánum í bönkum og sparisjóðum.
   5. Í skuldabréfum og víxlum banka, sparisjóða og annarra lánastofnana sem lúta eftirliti [opinbers eftirlitsaðila].2)
   6. Í hlutabréfum fyrirtækja.
   7. [Í hlutdeildarskírteinum eða hlutum verðbréfasjóða eða fjárfestingarsjóða samkvæmt lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, en verðbréfasafni að baki skírteinunum eða hlutunum skal skipt á aðra töluliði þessarar málsgreinar með tilliti til takmarkana í 2.–6. mgr.]3)
   [8. Í hlutdeildarskírteinum eða hlutum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.]3)
   [9. ]3) Í öðrum verðbréfum.
   [10. ]3) Með gerð afleiðusamninga sem draga úr áhættu sjóðsins.
[Verðbréf skv. 1., 2., 5., 6., 8. og 9. tölul. 1. mgr. skulu hafa skráð kaup- og sölugengi á skipulegum markaði.]4) Með skipulegum markaði er átt við skipulegan verðbréfamarkað innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) [og Liechtenstein]5) sem starfar reglulega, er opinn almenningi og viðurkenndur með þeim hætti sem [Fjármálaeftirlitið]6) metur gildan. Sé markaðurinn utan ríkja OECD [eða Liechtenstein]5) skal [Fjármálaeftirlitið]6) hafa viðurkennt hann.
[Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er heimilt að fjárfesta fyrir allt að 10% af hreinni eign sjóðsins í verðbréfum sem falla undir [1., 2., 5., 6., 8. og 9.]3) tölul. 1. mgr. og ekki eru skráð á skipulegum markaði, enda séu verðbréfin gefin út af aðilum innan aðildarríkja OECD [eða Liechtenstein].5) Fjárfestingar í óskráðum hlutabréfum eru þó eingöngu heimilar ef engar hömlur eru á viðskiptum með hlutabréfin og ársreikningar hlutafélaganna öllum aðgengilegir. [Nú greiðir bakábyrgðaraðili lífeyrissjóðs, sem nýtur bakábyrgðar ríkis, sveitarfélaga eða banka, inn á skuldbindingu sína við sjóðinn með verðbréfum skv. 1. tölul. 1. mgr. sem ekki eru skráð á skipulegum markaði, og skal sjóðnum þá heimilt að eiga slík verðbréf óháð takmörkunum skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar.]7)]2)
[Eign lífeyrissjóðs í einstökum tegundum verðbréfa skv. [2., 5., …1) 8. og 9.]3) tölul. 1. mgr. skal ekki vera meiri en 50% af hreinni eign sjóðsins.]2) [Eign lífeyrissjóðs í hlutabréfum fyrirtækja skv. 6. tölul. 1. mgr. skal ekki vera meiri en 60% af hreinni eign sjóðsins.]1) [Þó skal samanlögð eign skv. 6. og 8. tölul. 1. mgr. ekki vera meiri en [60%]1) af hreinni eign sjóðsins. Eign lífeyrissjóðs skv. 8. tölul. 1. mgr. í sjóðum sem lúta ekki opinberu eftirliti skal þó aldrei vera meiri en 10% af hreinni eign sjóðsins.]3)
[Samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum skv. 2.–9. tölul. 1. mgr. útgefnum af sama aðila eða aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni skal ekki vera meiri en 10% af hreinni eign sjóðsins. Þessi takmörkun skal vera 5% fyrir verðbréf skv. 9. tölul. Samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum skv. 1. málsl. og innlánum skv. 4. tölul. 1. mgr. skal ekki vera meiri en 25% af hreinni eign sjóðsins. Eigi er lífeyrissjóði heimilt að eiga meira en 15% af hlutafé í hverju fyrirtæki eða í hlutdeildarskírteinum eða hlutum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu né meira en 25% af hlutdeildarskírteinum eða hlutum útgefnum af sama verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði eða einstakri deild hans. Þó er lífeyrissjóði heimilt að eiga stærri hluta en 15% í fyrirtæki sem eingöngu sinnir þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðina sjálfa. Lífeyrissjóði er óheimilt að binda meira en 25% af hreinni eign í innlánum sama banka eða sparisjóðs.]3)
Lífeyrissjóður skal takmarka áhættu í erlendum gjaldmiðlum í heild við [50%]2) af hreinni eign sjóðsins.
[Með hreinni eign í 3.–6. mgr. er átt við hreina eign lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris samkvæmt síðasta uppgjöri sem hefur verið kannað eða endurskoðað af endurskoðanda.]1) Takmarkanir í 3.–6. mgr. skulu halda á hverjum tíma.
[Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. er þeim lífeyrissjóðum sem keyptu óskráð bréf tengd húsnæðislánum Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna á árunum 1972 til 1994 heimilt að flokka þau sem skráð bréf skv. 1. tölul. 1. mgr.]2)
[Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að fjárfesta eða eiga í fjárfestingarsjóðum skv. 7. tölul. 1. mgr. sem fjármagna sig með lántöku eða skortsölu.]3)

 Sjóðurinn á að fjárfesta eftir siðereglum OECD ríkjanna um góða viðskiptahætti. Það mætti því spyrja af hverju sjóðurinn var að fjárfesta í bréfum FL-Group.

Vonandi svara þetta spurningu þinni að einhverju leiti, er komin í smá Jólagír og þar af leiðandi ekki alveg með hugan við þetta.

Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar frekari spurningar. 

Kveðja

Ragnar. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 23.12.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband