18.5.2011 | 13:33
Kjarasamningur – já eða nei?
Kjarasamningur já eða nei?
"Verkalýðsforystan elur alþýðuna á uppgjöf og aumingjaskap. Lausnin gegn kúgun er samstaða launafólks og raunhæfur valkostur til að sniðganga valdið."
Greinin var birt í mogganum þann 14 maí.
Það er ekkert í þessum samningi sem tryggir að kaupmáttur skili sér til launafólks annað en fyrirvarar um að haldnar verði nokkrar aukasýningar á þeim farsa sem birtist þjóðinni í formi kjaraviðræðna.
Það er ekkert sem tryggir millitekjufólki hækkanir og að atvinnurekendur geti ekki sniðgengið hækkanir með uppsögnum og endurráðningum á sömu gömlu kjörunum.
Það eina sem er tryggt í nýgerðum samningum er 10% verðbólga næstu 3 árin og telst það varlega áætlað þar sem verðbólguspár seðlabankans og hagdeildar ASÍ hafa aldrei staðist.
Lausn verkalýðshreyfingarinnar á skuldavanda heimilanna er að efla leigumarkað og félagslegt húsnæðiskerfi, styrkja hugmyndafræðilegt gjaldþrot ríkisstjórnarinnar og algjört úrræðaleysi.
Samningurinn tryggir fjármagnseigendum það litla sem eftir er af eiginfjárgrunni almennings ásamt því að fyrirtækin munu að öllum líkindum skila hækkunum samningstímans fljótlega út í verðlagið, ekki ósvipað og olíufyrirtækin eru fljótari að hækka en lækka.
Í lífeyrismálum hafa aðilar vinnumarkaðarins náð saman um að skrúfa lífeyirisiðgjöld í 15,5% fyrir árið 2020. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa skattgreiðenda að sömu aðilar geri grein fyrir því hvernig sjóðirnir ætli að standa af sér kerfisbundin áföll fjármálamarkaða áður en þeir hækka iðgjöldin sem voru hækkuð síðast um 20% árið 2006 eða úr 10 í 12%. Ekki hefur spurningum verið svarað eins og um 500 milljarða halla á opinbera kerfinu sem skattgreiðendur þurfa að brúa næstu árin og þeirri lykilspurningu hvort þetta sjóðsöfnunarfyrirkomulag gangi á annað borð upp.
Þó að verkalýðshreyfingin tali niður verkfallsvopnið með hræðsluáróðri og samstöðuleysi eru aðrar leiðir færar til árangurs.
Það á að hafna þessum samningum og krefjast þess að samhliða launahækkunum verði launafólki tryggður stöðugleiki vegna húsnæðisskulda í formi breytinga á neysluvísitölugrunni eða þaki á vexti og verðbætur. Áætlun um afnám verðtryggingar hlýtur að vera krafa í því samhengi.
Frá því að verðtrygging launa var afnumin á sínum tíma hafa fjármagnseigendur, sem stjórna stöðugleikanum, haft beinan hag af óstöðugleika í formi verðbóta.
Hvernig væri að dreifa þessari ábyrgð þannig að stöðugleiki yrði allra hagur og ábyrgð þeirra sem eiga fjármagn eða stýra fjármagni í umferð yrði jöfnuð við hag almennings af stöðugu verðlagi?
Hvernig náum við slíku fram?
Ein af lífæðum fyrirtækja er aðgangur að eftirlaunasjóðum launafólks. Við getum komið í veg fyrir frekari fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu þar til framtíð launafólks og heimila verður tryggð. Það er með öllu óábyrgt að fjárfesta í atvinnulífi eða á markaði þar sem óstöðugleiki og verkföll eru yfirvofandi.
Verkalýshreyfingin á að stofna banka til að vinna gegn mismunun, okurvöxtum og kúgun sem venjulegt vinnandi fólk þarf að þola á hverjum einasta degi. Það þarf að veita skjól frá fjármálastofnunum sem lofa viðskiptavinum sínum endalausu einelti vegna forsendubrests, skrifi þeir ekki undir afarkosti eins og broslegar 110% leiðir sem verða orðnar 130% hið minnsta á samningstímabili kjarasamninga.
Helsta vopn fjármálafyrirtækja er samstaða gegn fólkinu til að hafa sem allra mest út úr þegar töpuðum kröfum. Með því að koma í veg fyrir að venjulegt fólk geti flúið til annarra banka ef því ofbýður ofbeldið.
Verkalýðshreyfingin er að velta yfir 10 milljörðum á ári og rekstrarkostnaður er ríflega 2-3 milljarðar. Okkur sem finnst uppskeran rýr og sú staðreynd að þeir sigrar sem hafa náðst í lánskjarabaráttunni hafa verið fyrir tilstilli einstaklinga sem hafa leitað réttar síns gegn grímulausu óréttlætinu á meðan verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin horfir á úr fjarlægð og kemur með hvert úrræðaleysið á fætur öðru sem yfirleitt er úrelt og úr sér gengið áður en það kemur til framkvæmda.
Nú er ljóst að forystusveit ASÍ ætlar að nota verðtrygginguna sem skiptimynt fyrir atkvæði inn í Evrópusambandið og ýta þannig alþýðunni til kosninga um aðild með byssustinginn í bakinu.
Svo rætnar eru pólitískar tengingar og pólitískar skoðanir æðstu ráðamanna verkalýðshreyfingarinnar að stórskaði mun hljótast af fyrir alþýðu þessa lands.
Atvinnurekendur kvarta sáran undan því að það séu engar fjárfestingar í atvinnulífinu á meðan lífeyrissjóðirnir kvarta undan því að lítið sé um fjárfestingakosti.
Þeir einstaklingar sem kvarta mest yfir þessu ástandi eru í forsvari fyrir báða þessa hópa. Er aðgerðarleysið og uppgjöfin meðvituð leið til að tryggja sérhagsmunahópum völd og til að tryggja aðilum vinnumarkaðarins, sem eru orðnir ríki í ríki, sífellt stærri hluta af heildarlaunum og launakostnaði einstaklinga og fyrirtækja með því að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði og með stofnun endalausra sjóða innan SAASÍ.
Við höfum sýnt ábyrgð og umburðarlyndi og tryggt valdhöfum og fjármagnseigendum allt það svigrúm og allan þann stöðugleika sem innistæða er fyrir. Ég segi nei.
Höfundur er sölustjóri og stjórnarmaður í VR.
Athugasemdir
3,3% meðaltalsverðbólga er það ekki það sem gildir í UK venjulega. 16,5% á 5 árum.
Það er hægt að reikna út að ef verðlistar til smásölu hækka um 3,0% þá er hægt að lækka smásölu vsk. um 2,0% án þess að það auki verðlagið. Þessi 3,0% hækkun nægir risastórum Íslenskum lálauna fyrirtækjum til að greiða persónu afslátt allra starfsmanna, það sem útlendingar kalla grunn samfélgsskatta sem almennir launþegar eru látnir skila í stað atvinnuveitenda. Í framhaldi leggst svo þess viðbót á unnar tekjur almennra starfsmanna til að taka af aftur án af þess að skerða um samdar tekjur almennra starfsmanna. Þetta er tæknileg útfærsla sem skilar um 550.000 x 158.000 á ári í þetta grunn skattþrep samneyslunnar. VSK lækkun á móti minnkar undaskot á honum að móti. Laun hér verða samanburðar hæfi milli stétta og milli annarra Ríkja. Persónuaflátturinn er frá UK, til að lækka allan launkostnað þar á sínum tíma, nema þeirra sem skammta sér hann sjálfir. Launakostnaður fyrirtækis eru launatekjur fyrir unna vinnu og launaskattur vegna starfsmanna. Mjög gott er fyrir fyrirtæki að fasti launskatturinn liggi fyrir á hverjum tíma. Vel rekin stöðuleika fyrirtæki. VSk. % er mælkvarði á vanhæfi stjórenda á hverjum tíma. Eykur undanskot og eflir siðspillingu. Hér má líka banna með lögum sameiginlega verðtrygginu á raunvaxtavæntingum útlána á lengri tíma en 5 ár. Áður en samið eru við aðal óvini almennra launa manna 80% Íslendinga síðustu öld. Lækka skyldu lífeyrir í 25.000 kr á mánuði til beingreiðslu 200.000 kr á mánuði til þeirra sem er frá vinnu vegna elli. Byggja hér upp AAA+++ verðtryggingarsjóði sem lána til 30 ára með 1500 til 5000 kr mánaðar rekstragjaldi og láta sér svo nægja ófalsaða verðtryggingu eina saman. Almenn marksvæðing með yielding kröfu á almennar fastlauna tekjur mistókst , eðlilgt að afnema óþverra sem þekkist ekki erlendis.
Júlíus Björnsson, 18.5.2011 kl. 22:24
Ég vil leiðrétt aðila hér sem segja útlendinga ekki skilja Íslensku verðtrygginguna, þetta er algjör þvæla. T.d. geta menn kynnt sér málin á netinu. Þar er allir fjármálatengdir aðilir í USA sammála um að langtíma veðlánsjóðkerfið með föstum vöxtum þar sem heildskuld með fjármagnsleigu og max fyrirfram reiknaðri verðbólgu er skipta niður á jafnar greiðslur á lánstíma bréfs hafa tryggt að hruni hafi orðið síðan 1920 heldur samfellur efnahagslegur stöðugleiki. Lán breytilegra mánaðarvaxta byggja líka á sama afskriftareglugrunni. Þar er líka Baaloon heimils langtíma lánaforminu hér mest kennt um það sem illa fór þar vestra. Þeir skilja að þetta kerfi skilar ekki raunvirði litið lengra fram í tíman en 5 ár. Þeir skilja að hér hefur aldrei verið almenn verðtryggin í framkvæmd. Þetta þýðir á mannamáli að þeir telji sérfræðinga Íslendinga í rekstri langtíma verðtryggingar sjóða, Þeir eru Prime AAA+++ í veðsöfnum erlendra ríka, óábyrgra vanhæfa sem kunni ekki að skila eigendum raunvirði höfusðstóls eða eiginfjár til baka. Ég vil að hér verði eignir lífeyrissjóða seldar og síðan tekið upp grunnlífeyeis kerfi allra landsbanna þar sem allir borgi fasta upphæð 25.000 kr. á mánuði og allir sem ekki vinna vegna elli fái 200.000 kr. á mánuði til að viðhalda eftirspurn innanland. Síðan í framhaldi geta allir tryggt sér séreignalífeyri á eigin forsendum á eigin ábyrgð. Þetta skapar fullt af sjálfstæðum lífeyrsjóðum, eykur eftirspurn eftir hlutbréfum í stöðugum vsk rekstri. Eykur eftirspurn eftir örggum fasteignveðbréfum.
Eyðir öllu þessu kjaftæði í framhaldi og einfaldar núvernandi kerfi.
Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.