Lífeyrissjóðir og verðtrygging.

Það hefur margoft komið fram í málflutningi forsvarsmanna lífeyrissjóðakerfisins að lífeyrir sé verðtryggður. Í almenna kerfinu er lífeyrir ekki verðtryggðari en svo að sjóðirnir hafa heimild og lögbundna skyldu til að skerða lífeyri einhliða reynist þeim erfitt að standa undir þeirri ávöxtunarkröfu sem loforð þeirra byggist á.

Í opinbera kerfinu er lífeyrir verðtryggður með ríkisábyrgð sem erfitt er að sjá hvernig skattgreiðendur geta staðið undir, eftir að sjóðirnir töpuðu stórum hluta eigna sinna í kerfishruni sem ekki sér fyrir endann á.

Verðtryggingin í lífeyriskerfinu gerir því lítið annað en að mismuna lífeyrisþegum gróflega eftir því hvort kerfið þeir greiða í eða eftir því hvort þeir skulda eða ekki.

Hversu vel er lífeyrir "verðtryggður" í almenna kerfinu?

Fæstir sjóðsfélagar ná upp í lágmarks viðmið þrátt fyrir yfir 40 ára tilvist kerfisins í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag.

Heimtur sjóðsfélaga, sem hafa greitt í kerfið í 40 ár eða meira, eru sláandi litlar þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi frá 1979 í stórauknum mæli fjárfest með verðtryggðum hætti. Nær allt launafólk sem greitt hefur í kerfið í 40 ár eða meira þarf viðbótargreiðslur frá ríkinu í gegnum Tryggingastofnun til að ná upp í lágmarks viðmið. Ríkið greiðir yfir 41.000 einstaklingum rúmlega 53,5 milljarða á ári í lífeyri eða helmingi meira en lífeyrissjóðirnir greiða út þrátt fyrir 60 ára tilvist. Nokkrir voru stofnaðir upp úr 1950, kerfinu komið á í núverandi mynd árið 1969 og lögbundið 1997. Þessar tölur eru fyrir utan opinbera kerfið.

Það er skiljanlegt að gamla fólkið klóri sér í hausnum yfir verðtryggða lífeyrinum sem hækkar ekki neitt. Því ef hann hækkar, skerðist það sem uppá vantar frá ríkinu til að ná lágmarks tryggingavernd.

Á meðan lífeyrissjóðir lána fyrirtækjum verðtryggð hávaxtalán út á kampavín og kavíar, þar sem eina tryggingin er verðlaus pappírinn sem upphæðin er skrifuð á, er sjóðfélögum lánað út á fasteignaveð með 65% hámarks veðhlutfall og sjálfskuldarábyrgð á fyrsta veðrétti eða með tryggu lánsveði. Sjóðsfélagar horfa svo á eigið fé sitt tekið eignarnámi af lífeyrissjóðum sem aftur fjárfesta iðgjöldum okkar og verðbótum í sama svartholið og kom þjóðarbúinu og samfélaginu á hliðina.

Það sem raunverulega lagaði eignastöðu lífeyrissjóðanna eftir hrun og til dagsins í dag eru rúmlega 130 milljarða verðbætur á fasteignalánum almennings. Þessi gríðarlega eignatilfærsla í gegnum verðtryggingu fjárskuldbindinga á okkar mikilvægasta lífeyri er afleiðing óráðsíu sjóðanna í fjárfestingum. Hverjir bera ábyrgð á fjármagni í umferð og óábyrgri útlánaþenslu sem aftur skapar verðbólgu?

Skilgreina þarf eignahlut almennings í fasteignum sem lífeyri.

Með því að skilgreina fasteignir okkar sem lífeyri gefst lífeyrissjóðum kostur á að lækka vexti til húsnæðislána með því að tengja áunnin lífeyrisréttindi eignamyndun í fasteign. Ef lánið rýrnar eykst eignarhlutur (lífeyrir) en áunnin réttindi skerðast á móti og öfugt. Þetta gerir lífeyrissjóðum skylt að taka tillit til gríðarlegra hagsmuna sem almennir sjóðsfélagar eiga með eiginfjármyndun í fasteignum og hefði sjóðunum verið lagalega skylt að taka afstöðu með almennum skuldaleiðréttingum hefði þessi skilgreining verið til staðar. Í þessu samhengi þurfa lífeyrissjóðir ekki að berjast gegn afnámi verðtryggingar af sömu hörku og þeir hafa þegar gert hingað til.

Aðrir kostir eins og að lífeyrissjóðir bindi frekar skuldbindingar sínar í eigin eignamyndun sjóðfélaga sinna hafa minni þensluáhrif á innlenda fjármálamarkaði og sjóðfélagar þurfa síður að eiga allt undir misgáfulegum ákvörðunum misviturra forstjóra. Lífeyrir er óaðfararhæfur og væri því ómögulegt að hirða þennan mikilvæga eignahlut okkar ef ófyrirsjáanleg áföll dynja yfir.

Þeir lífeyrisþegar sem standa best í dag fóru skuldlausir á lífeyri og höfðu þak yfir höfuðið sem árangur ævistarfsins í stað innihaldslausra loforða.

Frá ársbyrjun 2008 hafa lífeyrissjóðirnir eignafært yfir 130 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings.

Þetta eru tölur fyrir utan þá tryggingafræðilegu leiðréttingu sem sjóðirnir áttu að ná í gegnum húsnæðis skuldabréfavafninginn frá Lúxemborg sem SÍ kom yfir til lífeyrissjóðanna á vildarkjörum til að laga skelfilega stöðu þeirra á kostnað sjóðsfélaga sjálfra.

Það er ljóst að með þessum tölum sannast sú gríðarlega mismunun á milli sjóðsfélaga sem kerfið elur á vegna verðtryggingarinnar. Þeir sjóðsfélagar sem skulda taka á sig kerfisbundna eignaupptöku til að standa skil á lífeyri þeirra sem skuldlausir eru. Skýrasta dæmið eru sjóðsfélaga lánin þar sem flestir lífeyrissjóðir lána að hámarki 65% af fasteigna mati eða metnu markaðsvirði á fyrsta veðrétti á meðan fyrirtækjum er lánað með litlum sem engum tryggingum eða nokkrum fyrirvörum um hámarks skuldsetningu eða fyrirvörum um lágmarks eiginfjárstöðu.

Ætli skuldabréf símans simi 06 01 sem var klæðskerasaumað hávaxta kúlulán fyrir lífeyrissjóðina fáist nokkurn tíma greitt? Eða raunverulegt virði þeirra hlutabréfa sem lífeyrissjóðirnir hafa skuldbreytt úr töpuðum skuldabréfalánum til stórfyrirtækja þar sem N1 er nýjasta rósin í það óheilla hnappagat. 

Við þekkjum dæmi um verðtryggðar skuldabréfaútgáfur útrásarfélaga sem hafa farið í nauðasamninga nú þegar en heimtur af slíkum samningum eru afar hæpnar svo vægt sé til orða tekið, þrát fyrir að vera eignafærðar í botn í bókum sjóðanna.

Á meðan kerfið er uppfullt af innistæðulitlum verðtryggðum skuldabréfum sem ekki þarf að losa vegna gríðarlegrar sjóðsöfnunar sem nú á sér stað, geta sjóðirnir hagrætt eignastöðu sinni á kostnað þeirra sem greiða í kerfið, eða á meðan iðgjöldin standa undir útgreiðslum.

Nokkur dæmi eru um útgáfur sem voru klæðskerasaumaðar fyrir háa verðtryggða ávöxtunarkröfu sjóðanna og ólíklegt er að skili sér til baka að fullu eða nokkru leiti.

Ef við tökum skuldabréfaútgáfu Símans og förum yfir útboðslýsingu bréfsins sem var lokað útboð fyrir sjóðina, útgefið í ársbyrjun 2006, að nafnvirði 15 milljarða og verðtryggt á 6% vöxtum með einum gjalddaga á höfuðstólnum, sem er  komin yfir 20 milljarða, þann 2 Apríl 2014.

Í efnahagsreikningi símans sem fylgir útboðslýsingu skuldabréfanna sem heitir Sími 06 1 kemur fram að á árunum 2004 til 2005 er viðskiptavild félagsins hækkuð úr 970 milljónum í 58.5 milljarða og langtímaskuldir höfðu á sama tíma hækkað úr 4.7 milljörðum í 44.6 milljarða á einu ári.

Þegar lífeyrissjóðirnir veita svo kúlulán í formi skuldabréfakaupa án ofangreindra fyrirvara þegar fyrrgreindar upplýsingar eru að fullu ljósar í útboðsgögnum hljóta sjóðsfélagar að spyrja sig hvort sjóðirnir hafi farið eftir 36gr. Laga um samspil ávöxtunar og áhættu.   

36. gr. Stjórn lífeyrissjóðs skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu.

Sjá viðhengi með grein minni þar sem hægt er að skoða þessa ótrúlegu skuldabréfaútgáfu.

Mörg dæmi eru um útgáfur sem þessar og annað dæmi sem ég hef skrifað um eru lánveitingar lífeyrissjóðs Stafa til N1. Starfsmenn N1 eru skyldaðir til að greiða í Stafi og N1 er stærsti skuldari Stafa.

Í stjórn og varastjórn Stafa er svo starfsmaður N1 og stjórnarmaður í VR ásamt fyrrverandi formanni rafiðnaðarsambandsins, en launafólki til mikillar lukku varð einum sirkusapanum færra þegar hann lét af störfum.

Það væri áhugavert að vita hvert raunverulegt tap sjóðsins verður vegna falls N1. 

Þar sem lífeyrissjóðirnir hafa verið aftarlega á merinni varðandi heimtur af slíkum lánveitingum á kostnað verðtryggingar og hárra vaxta hlýtur að vakna sú spurning hvort megin tilgangur sjóðskerfisins sé að dæla óábyrgum og óöruggum útlánum út í atvinnulífið sem á helming stjórnarsæta í sjóðunum og í raun stjórnar kerfinu?

Þó stórt sé spurt er spurningin eðlileg vegna þess hversu mikilla trygginga sjóðirnir krefja eigin sjóðsfélaga sem aftur eiga að njóta góðs af ávinningi ævistarfsins eftir að vinnuskyldu líkur.

Með óskiljanlegri áhættusækni brutu nokkrir sjóðir lög um skyldutryggingar lífeyrisréttinda með gerð afleiðusamninga. Samkv.lögum nr.36 er sjóðunum heimilt að gera afleiðusamninga sem draga úr áhættu sjóðsins.

Raunin er að sjóðir eins og lífeyrissjóður verslunarmanna sem gerði afleiðusamninga á móti 40% af heildareignum  eða öllum erlendum eignum sínum þrátt fyrir að iðgjöld standi undir útgreiðslum næstu 15-17 árin. Þjónaði það sjóðnum engum tilgangi að gera gjaldmiðlasamninga (afleiðusamninga) til að verja framtíðarskuldbindingar sínar.

Erlendar eignir sjóðsins voru í raun verðtryggðar því sveiflur á gengi jafna sig út á mun skemmri tíma en framtíðar skuldbindingar sjóðsins gáfu til kynna. Það er því alveg ljóst að lífeyrissjóður verslunarmanna gerði mjög áhættusama afleiðusamninga þar sem gríðarlegir fjármunir töpuðust sem ekki sér fyrir endann á.

Til að setja þetta í samhengi var danska krónan 1 DK á móti 1 ISK við síðustu myntbreytingu. 

36gr.Lífeyrissjóður skal takmarka áhættu í erlendum gjaldmiðlum í heild við [50%]3) af hreinni eign sjóðsins.

Það merkilega er að með gerð gjalmiðlasamninga sáu sjóðstjórnir til þess að erlendar fjárfestingar báru eingöngu nafnávöxtun erlendra verðbréfasjóða eftir að gengis/verðtrygging erlendra eignasafna var samin burt. Sú ávöxtun er aftur töluvert undir gildandi viðmiði 3,5% raunávöxtunar reglunnar og því ljóst að sú regla var einnig brotin með gerð gjalmiðlasamninga.      

Það var því ekki að undra að rannsóknarnefnd alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við ótrúlega áhættusækni lífeyrissjóða við gerð gjaldmiðlasamninga.

Var sú áhættusækni svo ótrúleg í ljósi náinna tengsla sem æðstu stjórnendur höfðu við þau félög og fjármálafyrirtæki sem samningarnir voru gerðir við? Voru þetta meðvitaðar eignatilfærslur sem fóru úr böndunum?

Einnig er áhugavert að skoða opinber gögn úr kauphöll íslands, 20 stærstu, sem er yfirlit yfir tuttugu stærstu eigendur tuttugu stærstu fyrirtækja á markaði. Þar er hægt að sjá hvernig nokkrir stærstu sjóðirnir unnu náið saman í fjárfestingum árin fyrir hrun og einnig athyglisvert ef skuldabréfalán sjóðanna til fyrirtækja er skoðuð í því samhengi, hvaða sjóðir stóðu með hvaða viðskiptablokkum osfrv. Stafir voru með sterka stöðu í N1, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi unnu náið saman og tóku gríðarlega sterka stöðu með félögum tengdum Bakkavarabræðrum og Kaupþingi. Stapi fjárfesti duglega suður með sjó, Almenni lífeyrissjóðurinn sem var hýstur í Glitni tók sterka stöðu með Baugsfélögum og svo mætti lengi telja.

Tengslin eru nokkuð skýr en óskiljanleg þegar kemur að hag hins almenna sjóðsfélaga sem þarf að súpa seiðið af tapinu í formi skerðingar á lífeyrisréttindum og eignaupptöku í formi verðbóta.

Í samþykktum flestra lífeyrissjóða má finna klausu sem þessa: Ákvarðanir sem eru óvenjulegar eða mikils háttar skal framkvæmdastjóri aðeins taka með sérstakri ákvörðun stjórnar.

Flestar ákvarðanir um meiriháttar ráðstöfun á fjármunum lífeyrissjóða, hvort sem um lán til fyrirtækja eða afleiðusamninga, fara sjaldan eða aldrei fyrir stjórnir. Meiriháttar ákvarðanir eru oftast teknar af fámennum hópi bakherbergisstjórnenda,sjóðsstjóra og framkvæmdastjóra.

Fjárfestingar tengdar atvinnulífinu eru þær fjárfestingar sem sjóðirnir hafa tapað hvað mest á. Er ekki ráð að skoða þær staðreyndir áður en venjulegt fólk er sakað um óheilindi gagnvart gömlu fólki við það eitt að leita réttar síns vegna forsendubrests sem er á ábyrgð þeirra sem m.a. stjórna kerfinu og þykjast sitja í traustu umboði alþýðunnar.

Í ljósi þess að sjóðsfélagar sjálfir hafa lítið sem ekkert að segja um hverjir stjórna eftirlaunasjóðum okkar og stjórnirnar sjálfar koma sjaldnast að ákvarðanatöku um einstakar fjárfestingar, á hugtakið fé án hirðis einkar vel við. 

Það er ljóst að há ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna og verðtrygging skiptir engu máli um afkomu þeirra og hag sjóðsfélaga sjálfra, nema til hins verra. Nú þegar hafa sjóðirnir tryggt sér verðbætur upp í rjáfur af flestum verðtryggðum eignasöfnum sínum og er löngu farið að flæða yfir þá fötu.

Í lífeyrismálum hafa aðilar vinnumarkaðarins náð saman um að skrúfa lífeyirisiðgjöld í 15,5% fyrir árið 2020. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa skattgreiðenda að sömu aðilar geri grein fyrir því hvernig sjóðirnir ætli að standa af sér kerfisbundin áföll fjármálamarkaða áður en þeir hækka iðgjöldin sem voru hækkuð síðast um 20% árið 2006 eða úr 10 í 12%. Ekki hefur spurningum verið svarað eins og um 500 milljarða halla á opinbera kerfinu sem skattgreiðendur þurfa að brúa næstu árin og þeirri lykilspurningu hvort þetta sjóðsöfnunarfyrirkomulag gangi á annað borð upp. 

Atvinnurekendur kvarta sáran undan því að það séu engar fjárfestingar í atvinnulífinu á meðan lífeyrissjóðirnir kvarta undan því að lítið sé um fjárfestingakosti.

Þeir einstaklingar sem kvarta mest yfir þessu ástandi eru í forsvari fyrir báða þessa hópa. Er aðgerðarleysið og uppgjöfin meðvituð leið til að tryggja sérhagsmunahópum völd og til að tryggja aðilum vinnumarkaðarins, sem eru orðnir ríki í ríki, sífellt stærri hluta af heildarlaunum og launakostnaði einstaklinga og fyrirtækja með því að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði og með stofnun endalausra sjóða innan SAASÍ sem sjóðsfélagar sjálfir fá afar takmarkaðar upplýsingar um?

Það er ekki ávöxtunarkrafan sem tryggir sjóðsfélögum áhyggjulaust ævikvöld heldur gæði fjárfestinganna og að sjóðirnir taki virkan þátt í að tryggja örugga og góða eignauppbyggingu sjóðsfélaganna sjálfra og stuðli þar af leiðandi að sjálfbærni okkar eftir að vinnuskyldu líkur.

Lífið er til að njóta þess alla ævina. Ekki bara hugsanlega eftir 67 ára aldur ef sjóðunum tekst að sneiða hjá kerfisbundnum markaðsáföllum, sem er álíka líklegt og varanlegur alheimsfriður án skulda

Það er óskemmtilega tilhugsun að verða byrði á börnin sín í framtíðinni í stað þess að verða sjálfbærari og virkari þegn. Lífeyriskerfið bíður einfaldlega ekki upp á annað.

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er mögnuð samantekt hjá þér! Í raun ertu búinn að draga saman þarna staðreyndir sem mega ekki sjá dagsins ljós en eru þó opinberar þeim sem vilja bera sig eftir þeim. Ég vona svo sannarlega að einhverjir fjölmiðlar fari að kryfja þetta grafalvarlega vandamál með íslenska lífeyrissjóðskerfið.
Það má kannski bæta því við að Seðlabanki Íslands er að bjóða lífeyrissjóðum kaup á evrum með eigin skuldabréfaútgáfu (Sjá frétt hér). Þetta er ekkert annað en ríkisnýting á lífeyrissjóðum með "peningaprentun".

Sumarliði Einar Daðason, 21.6.2011 kl. 12:00

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lán byggingarsjóð verkmanna um 2000 voru einu lán sem fylgdu CIN, Íslenskrar neysluvísutölu sem miðar við við þann hluta heildar neyslu sem hækkar mest á hverjum tíma, í neytendakörfu Íslenskra almennra launþega. Alþjóðlega er miðað innlands við Neytendaverðvísi sem fylgir vsk. nótum tiltekinna neytenda [heimilsbókhaldi þeirra] þegar vextir til verðtrygginga er ákvarðaðir. Þar er sanna að þegar almenn laun hafa hækkað þá er í lagi að fasteign[veð] verð hækki í samræmi án þess að setja þrýsting og almennar kauphækkanir. Kauphækkanir er notaðir til að auka almenna eftirspurn starfsmanna eftir vöru þjónustu erlendis.

Hér er mjög gott lögfræðlegt álit á veðlánstarfsemi Íbíðlánsjóðs og Íslenskra lífeyrsissjóða.  Falssjóða sem nota félagslegt útborgunar lánform Í USA frá um 1983 í lengri tíma en 5 ár, til að koma greiðendum í greiðslu erfiðleika og falsa eiginfé hefðbundna langtíma verðtrygginga sjóða erlendis í alþjóðlegu samanburði.

http://stevebeede.com/2009/10/california-bans-negative-amortization-loans/

Kalifornía, hefur aldrei leyft frekar enn önnur ríki USA að kalla uppsveiflu verðtryggingar skammtíma áhættu lánformið Íslenska og USA félagslegajafngreiðluform: annuitet. Það er skjalafals.

Þeir sem eiga fyrir 20 % útborgun þurfa ekki slíkt útborgunalán í USA. Þar var liðið um 5,0% [lántaka] platað með lægri vöxtum til að byrja með til að taka slíkt lán og talið trú um að þeir myndu svo geta gert sér von um að fá eðlileg 30 ára [minnst áhætta] vertyggingar sjóða lán.

Erlendis fylgja útlánupphæðir þessara öruggu grunn veðlánsjóða almennum starfsmannahækkunum og í framhaldi aukinn eftirspurn og hækkun verðlags.

Þess vegna verður að vera lámkarks raunvaxtakrafa  á þessu sjóðum til að greiða reiðfé inn á eiginfé til að eiga tryggja framtíðar innstreymi reiðfjár.  ÖLL lán í sama sjóði=safni eru eins og nafnvaxta upphæð og aldri og fjölda og geyma reiðufé þanngað til eru greiddum upp veltusjóði=safni lokað. Þetta eru alþjóðlegu  Prime AAA veðsöfnin sem fundust ekki á Íslandi um 2004. Bakveð allrar skamtíma áhættu starfsemi áhættu fjámálstöfnanna, eða deilda stofnunnar.

Nóg er til að lögum og lögfræðiálitum í siðmenntuð ríkjum um veðsöfn Íslenska geirans.  

Hér er hneyksli að ekki skuli vera búið að banna þessi CIN veðlánform á Íslandi. Lánsform sem sanna fyrir útlendingum algjörf vanhæfi Íslendinga til að taka ákvarðinar um lánfshæfi og efnhagsmál almennt.

Algengast formið til verðtyggingar er með heildar eignverðbótum ráðgerðum og reiknuð fyrirfram til áköfðunnar Heildaskuldar sem er svo skip í jafnar greiðslur.

Ef um er samið að búið sé að greiða 5,0 % af láninun á gjalda X á stenst það  og þá hefur skuldarinn losað 5,0% af veðinu til sín. Hann getur þá líka veðsett það öðrum.  Veð eru eign erlendis.

Þar er næst algengesti lánaflokkur verðtryggð lán eftir á, kölluðum ARM[http://www.freddiemac.com/corporate/buyown/english/mortgages/what_is/adjustable_rate.html], þar eru fastir vextir á öllum 5 árum endurskoðaðir.  Sömu greiðslur gilda í fimm ár.

Hér þarf ekki að bíða eftir úttekt á sjóðstarfsemi hér. Því það er nóg að fara eftir reynslu og raunvísinum. Eingin þjóð utan Íslands verðtryggir 125% af þjóðarframleiðslu 2000 milljaraða á sínum neytendum, reiðfjárs eiga uppbætur í 5,0% verðbólgu kosta um 100 milljarða það árið í reiðufé.  Erlendis er ekki hægt að hækka verðmæti eigna með lögum og hér er það ekki hægt ef 80% Íaslendinga eru mér sammála um um það sé ekki hægt.

Hér á að vera val um 2 alþjóðlega grunnlánform financial investment: langtíma verðtyggingar starfsemi. Reka sjóði í samræmi við alþjóðlegar venjur ekki eins og einhverjar sjoppur út í loftið. 

Látum ekki illa mentað Íslenska Hákólamenn rugla okkur í ríminu. Hér vantar neytendverðvísi [við getum þann í USA þar sem hann notað við alþjólagan vertrygginga samanburð]  og langtíma veðlánsform.

Lögræði úttekt til að loka eignsöfnum er til staðar. Brenna 60 kr. og hverjum 100 kr. sem starfsmaður er skyldugur til að greiða í sjóða skatta er brjálæði. Hér er hægt að leggja 3% af þjóðframleíðu fyrir á hverju ári til að greiða beint í grunn elli tryggingar kerfi og hækka ráðstöfunartekjur almennt.   Lækka fasteignaverð til samræmis við nýbyggingakostnað, og hækka fasteigna  á öllum. Eftir lækkun fasteignaveðmats. Fær okkur til löglegar frjálshyggju  og frjáls markaðar. Fyrirtæki geta greitt niður vaxtaskuldir sínar og safnað svo niður í eigin sjóði.

Hér er ekki verið að hugsa um hag launfólks, hér verið að safna í falssjóð til að mismuna Íslendingum eftir fjölskyldutengslum, spilað með fáfræði menntamanna á langtíma efnahagreikningum og skorti á erlendum yfirstéttar orðforða.  ESB breytir ekki lánsformum hér eða vöxtum. Þeir tryggja að  sömu lánmarks tryggingar og vextir ríki í ESB. Öll Ríki mega hafa hærri tryggingar og vexti inn á sínum markaði, ef mismuna ekki keppendum. 

Júlíus Björnsson, 21.6.2011 kl. 12:53

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér þarf ekki að bíða eftir úttekt á sjóðstarfsemi hér. Því það er nóg að fara eftir reynslu og raunvísinum. Eingin þjóð utan Íslands verðtryggir 125% af þjóðarframleiðslu 2000 milljaraða á sínum neytendum, reiðfjárs eignaverðsuppbætur í 5,0% verðbólgu kosta um 100 milljarða það árið í reiðufé. Erlendis er ekki hægt að hækka verðmæti eigna með lögum og hér er það ekki hægt ef 80% Íaslendinga eru mér sammála um um það sé ekki hægt

Júlíus Björnsson, 21.6.2011 kl. 13:19

4 identicon

Sæll Ragnar,

Ég hafði það nú ekki af að lesa allan pistilinn en meinið er augljóst. Það væri hægt að skrifa heilu bókahillurnar af fræðibókum sem taka til afleiðinga verðtryggingar og verðbólgu á eignamyndun á Íslandi og aðferðir lífeyrisstjóðanna við að hafa sínum seglum í takt við það umhverfi sem þeim er skapað. En meinið er augljóst og það eru ekki stjórnun lífeyrissjóðanna.

Íslendingar hafa valið að halda úti örmynnt af stolti einu. Sennilega mundi enginn hagfræðingur í heiminum leggja það til við nokkra þjóð, sem telur 300 þúsund hræður, að halda úti eigin gjaldmiðli. En auðvitað fer mikið eftir því hverju Íslenskir fræðimenn svara sömu spurningu, allt eftir því hvar þeir eru í pólitík og hvaða hagsmuni þeir tala fyrir. það er nefnilega þannig að með einhliða verðtryggingu er þetta hægt og hún er ekki alslæmur kostur fyrir alla, þó hún sé það fyrir okkur almúgann.

En lausnin á þessu ósanngjarna meini er ekki sú að ráðast á lífeyrissjóðina (sparibaukinn okkar) heldur peningastefnu sjórnvalda. Það ætti að vera krafa okkar, sem eigum lífeyrissjóðina, að tekin verði upp sterkur alþjóðlegur gjaldmiðill á Íslandi eða Íslenska krónan verði fastbundinn mynntkörfu gjaldmiðla okkar helstu viðskiptalanda.  

Birgir Már (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 14:23

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gott að fá þessar upplýsingar hjá þér um heildar útborgaðar lífeyrisgreiðslu.  Miðað við CIP USA eða UK kostar hrein reiðufjáreign 2000 milljarðar um 70 milljarðar í verðtryggingavexti þar á hverju ári.  Hér er hægt að byrja beingreiðslu á grunn elllífeyri strax, Hætta rekstri glataðar fjáfestingasjóða.

Þjóðaframleiðsla er sögð um:  1600 milljarðar, 15% af því eru um 240 milljarðar. 

Sterkir gjadmiðlar byggja á sterkum veðum, öll aumingja ríki dreymir um sterkan gjaldeyrir. Þau þurfa fyrst að byggja um sín veð. Til að hafa efni á að kaupa sterkan gjaldeyri.

Hér er hægt að not CIP USA sem er notaður til alþjóða fjármála skuldbindga í stað vísutölu sem mælir það sem hækkar mest á Íslandi.  Ef tekjur hækka almennt hjá neytendum í USA þá hækka þær líka hér. Sannað er að þá hækka verðtygginga sjóðir útlán erlendis og fasteigna veð hækka líka þegar almenn greiðslugeta er til staðar. Íslenska verðtyggingar aðferðinn stendst ekki erlendis. Lámarksvextir fylgja raunhagvexti miðað við minnst ára tímabil þetta eru verðtyggingar vextir erlendis.  YTM skammtíma áhættu krafa eru aðalega hlutbréf í kauphöllum sem geta skilað raunvöxtum umfram raunhagvöxt.    IRR verðtrygginga form erlendis eru 100% örugg og fylgja langtíma raunhagvexti.

Lífeyrissjóðir hér eru með 50% of hátt eigiðfé í Alþjóðlegum samanburði. Ónauðsynlegir og brenna upp reiðfé. Það kostar reiðufé að hækka útlán og veð í framhaldi.

Júlíus Björnsson, 21.6.2011 kl. 15:17

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er ekki hægt að skrifa heilar bækur um verðtryggarsjóði í erlendum stöndugum ríkjum.  Þeir fylgja almennum raunhagsvexti efnahagslögsögu  og eru þrautavarsjóðir sem engin lokar til að ná út reiðsfé að gammi sínu. Þeir eru stundum veð fyrir YTM skammtíma áhættukröfu sem getur skilað raunvöxum umfram raunhagvöxt á skammtíma tímabilum. Flestir samt vilja ekki raunávexti heldur örugga ódýra verðtyggingu til lengri tíma litið. Ég vil minn lífeysissparnað strax. Hér er hægt að greiða almenna elli tryggingu af fjárlögum hvers árs. Gefa lífeyrisparnað frjálsan. Þetta er um 10% elliskattur á allar tekjur.  Þegar okkur vonandi fjölgar ekki þá er eru líka fleiri sem greiða þenna skatt, og heilsa betri og stafsævi lengri, og framfærsla ódýrari.  Fjárfestum í betri heilsu og lengri stafsævi strax. Gerum fulla vinnu almennt að raunverulegum valkosti til eiga góða elli.  

Júlíus Björnsson, 21.6.2011 kl. 15:32

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stöndug ríki eiga eitt sameiginlegt að þar eru allar efnahagsgrunn skilgreingar þær sömu og allar fjármálstærðir í hlutfallalegu samræmi. Á þessu byggja þeir fjármála og efnahagsraunvísindi.

Heima tilbúnar skoðanir hér eru bull og vitleysa utan Íslands.  Gjaldmiðill byggir á traustum veðum. Fjármálamentun á staðreyndum.   Skálskapur er þjóðar íþrótt Íslendinga, en takmarkaður geiri í stöndugum ríkjum erlendis. Ég tel ekki gott að bera Ísland saman við Kúpu, Norður-Kóreu, Möltu eða Eistland, t.d.

Í grunn koma USA, Þýskaland, Sviss, Frakkland, Kanada betur út. Jafnvel Austurríki og Holland, Danmörk og Noregur.

Júlíus Björnsson, 21.6.2011 kl. 16:09

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl félagi, það er vitað að lífeyrissjóðirnir eru ekki verðtryggðir og raunar ekki heldur lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna. Þeir eru allt annað kerfi.

Opinberir starfsmenn njóta eftirlauna eftir ákveðinni reglu. Það þýðir ekki að þeir séu verðtryggðir heldur ráðast eftirlaunin af ákveðnum hlutfalli af þeim launaflokki sem þeir væru að vinna eftir ef þeir væru við störf.

Það var einmitt sú krafa sem félög innan ASÍ hafði gert kröfu um árum saman af norrænni fyrirmynd.

Þetta almenna kerfi gengur ekki upp og það hefur þegar verið sannreynt. Það eina sem getur gengið er að í landinu sé bara einn lífeyrissjóður  sem staðsettur væri hjá Tryggingastofnun. Alli fái síðan sömu eftirlaun.

Kristbjörn Árnason, 22.6.2011 kl. 00:16

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Sumarliði, Þakka innlitið og góðar kveðjur.

Ég vona líka að fjölmiðlar taki áþessum málum. sérstaklega vona ég að sérstakur saksóknari kanni einstakar akvarðanir stjórnenda lífeyrissjóðanna fyrir hrun sem ég tel margar vera klár lögbrot.

Éf hef haft af því áhyggjur í dágóðan tíma að lífeyrissjóðirnir leyfi ríkinu að þjóðnýta hluta af eignasafni sjóðanna með skuldabréfafléttum sem þessum í skiptum fyrir afskiptaleysi stjórnvalda af þeirri gríðarlegu spillingu og mafíósa starfsemi sem grasserar í lífeyrissjóðakerfinu.

Ragnar Þór Ingólfsson, 22.6.2011 kl. 00:53

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Júlíus

Ég hef því miður ekki tíma til að lesa allar athugasemdirnar þínar að svo stöddu en mun gefa mér tíma í það síðar, þakka innlit.

Ragnar Þór Ingólfsson, 22.6.2011 kl. 00:54

11 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Birgir

Athugasemd þín ber skýran vott um að þú hefur ekki gefið þér tíma í að lesa greinina mína sem ég skil mæta vel þar sem þetta er heilmikil langlóka.

þar sem þú kemur inn á gjalmiðla málin vil ég benda þér á að kanski er vandamálið stjórnlegs eðlis en ekki gjaldmiðilsins sjálfs. Stjórnvöld eru fullfær um að reka hér hagkerfi með rassgatinu með hvaða gjaldmiðli sem er.  Ekki er evran físilegur kostur í dag svo ekki sé meira sagt. 

Þú lagar ekki sveifluna með nýjum driver og þú bætir ekki söngöddina með nýjum jakkafötum.  það sem máið snýst um og hvet ég þig til að lesa pistil minn er að kerfið gengur ekki upp. Lífeyrissjóðirnir sem þér þykr greinilega afar vænt um eru helsta ástæðan fyrir því að ekki hefur tekist að jafna ábyrgð fjármagnseigenda og skuldara. kerfið sem slíkt elur af sér gríðarlega mismunun og spillingu.

Ragnar Þór Ingólfsson, 22.6.2011 kl. 01:01

12 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Kristbjör, þakka innlit.

Ég kalla bakábyrgð ríkisins á B-deild LSR verðtryggingu sem er kanski full mikil einföldun á því kerfi, sem er allt önnur saga.

Annars algjörlega sammála þér um lausnina og að Kerfið gengur ekki upp.

Ragnar Þór Ingólfsson, 22.6.2011 kl. 01:08

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hver er hlutur lífeyrissjóða í Kauphöllinni á Ísland frá 1985. Þessi sem festir reiðufé á Alþjóðamælikvarða?

Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 01:11

14 identicon

Takk kærlega fyrir mjög mikilvægan pistil Ragnar. Það er greinilega brýnna en nokkurn tíma að ráðist verði í alvöru úttekt á starfsemi og stöðu lífeyrissjóðanna.

Þór Saari (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 09:28

15 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Júlíus

Sá hlutur er stór. Ef þú kallar eftir gögnum um tuttugu stærstu (tuttugu eigendur 20 stærstu skráðra fyrirtækja) hjá kauphöll Íslands síðustu árin þá er samanlagður eignahlutur lífeyrissjóða í atvinnulífinu einkar áhugaverð lesning. Þegar skuldabréfaeign lífeyrissjóðanna í sama samhengi er skoðað verður sú niðurstaða enn áhugaverðri.

Ragnar Þór Ingólfsson, 22.6.2011 kl. 10:08

16 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Þór

 Takk fyrir það. Vonandi sér Alþingi mikilvægi þess að rannsaka þátt lífeyrissjóðanna ofan í kjölin því þar sitja sömu kannónurnar í sömu stólunum og tóku flestar lykilákvarðanir sjóðanna í aðdraganda og í kjölfar bankahrunsins.

Þetta verður að rannsaka.

Ragnar Þór Ingólfsson, 22.6.2011 kl. 10:10

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

165/210 afföll 21 % fært sem tekjur og svo í ársuppgjöri til hækkunnar á hreinni eign. Viðskipti Lífeyrissjóða við Seðlabanka í evrum: Kauphöll milliliður. Við fáum bensín hækkanir.

Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 12:15

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kremlverjar áttu ítök í öll, það gekk ekki upp.  

Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 16:10

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rifjum um hvernig þjóðverjar  geta sýnt lága nafvexti á skuldbréfum 5 ára og lengri.   Þeir taka vexti til afskrifta meða afföllum.   Egjum þú fáir lánaðar 165 evrur, í fimm ár þá hljóðar bréfið upp á 210 evrur.

Mismunur 45 evrur er geymdur það eru að meðaltali 7 evrur á ári. Verðtygging í 4,2% verðbólgu af 165 evrum eru 7 evrur.  Vertygging af 132 í tveggja á bólgu 5,3% eru 7 evrur. Fasteignir geta hækkað í samræmi við CIP USA eða CIP UK hinsvegar getur reiðfé ekki gert það erlendis.

Þess vegna er ekki hægt að bóka eignverðbætur af skuldbréfum til hækkunnar hreinni eign fyrir en þær greiðast.

USA og UK reikna verðbætur á jafngreiðlu lánum fyrirfram taka ekki afföll fyrir framan viðskipta vin sína heldur afskrifa líka verðbætur í sínu bókhaldi þegar hann er farinn. Í Alþjóðasamfélaginu untan Íslands er ógreitt reiðufé aldrei bókað til uppfærslu hreinnar eignar.  Það er sannað að allir gjaldmiðar rýna. Hagvöxtur er færður niður í raunhagvöxt á fimm ára frest.   Það verðbólga er leiðrétt.

Hér komst ég að því mjög fljótlega að hrein eign er uppfærð í samræmi við CIN: Consumption Index Number sjálfvirkt, líka af reiðufé.

Lífeyrissjóðir eru nýbúnir að lána Seðlabanka [skattmann] evrur með 21% afföllum og 3,2% nafnvöxtum og til viðbótar okur vaxtabótum hér á lánstíma. Þetta er ekki einu sinn talið glæpur. Íslendingar eiga bágt. Þetta er raunvaxta krafa á bilinu 6,0% til 8,0% minnst. Mikið eiga sjóðirnir bágt. Allir gjaldmiðlar rýrna,  en almennt halda fasteiginir verði sínu miðað við raunhagvöxt ef tekjur almennings fylgja CIP USA eða UK.  Sannarlega  fylgir fasteignverið hér líka kaupmætti launþega [ef lög hins frjáls markaðar væru virt]. Hinsvegar gera eignverðbóta kröfur Kauphallar, íbúðalánsjóðs og lífeyrissjóða það ekki.  Spurning er afhverju Ísland er eina vestræna ríkið sem leyfir eignverðbótaupptöku á almenningi.   Eru það nýju bókhaldshefðirnar?

Júlíus Björnsson, 23.6.2011 kl. 00:59

20 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð ábending hjá þér Júlíus (23.6.2011 kl. 00:59). Ekki bætir svo úr skák að Fasteignamat ríkisins hækkaði fasteignamat á landinu verulega í morgun (23.06.2011). Sumstaðar hækkaði það yfir 10%. Skrípaleikurinn heldur áfram!

Sumarliði Einar Daðason, 23.6.2011 kl. 13:05

21 Smámynd: Ómar Gíslason

Aðalhagnaður lífeyrissjóða er að maður felli frá fyrir 67 ára aldur þá heyrðir hann allt!

Sem dæmi að sá sem er með 250.000 í laun á mánuði, þá fær lífeyrissjóðurinn 360.000 á ári til sín og á 20 ár er þetta 7,2 milljónir + vextir

Ómar Gíslason, 24.6.2011 kl. 01:19

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lífeyrissjóðir veklýðsfélaga hér voru stofnaðir að Danskri fyrirmynd sem bein greiðslusjóðir og byggðu upp veltu-þrautavarsjóði sem höfðu það hlutverka að lán félögum verðtryggðlán miðað við 30 ára raunhagvöxt. [þegar hér útlendingar er búnir að leiðrétta hann og við leiðrétta gengið]. Það að skuldlausa eign þegar starfsævi lýkur, reiknaðist sem 30% til 50% minni tekjuþörf  og talist kostur þá. Hér  breyttust lífeyrissjóðir í  svipaða og eru búnir svipta marga íbúa USA lífi.  Það er ekki hægt að geyma peninga hreinni eign [eiginfé], nema greiða í reiðufé á hverju ári því sem samsvarar raunhagvexti. Dollar rýnarnaði að verðgildi á árunum  1970 til 2000 um 4,5% á ári. 

Íslendingar eru fífl að eiga 2000 milljarða í hreinni eign, sem brennur upp meira en 4,5% af reiðufé á hverju ári. Þrautavarsjóðir eru stærðfræðilega ekki til lengri tíma litið ávöxtunarbærir og fest peninga þangað til bréfinn er greidd upp eða seld. Fasteingasparnaður kosta 2,0% í viðhald á ári, er þess vegna ódýrari en safna gjaldeyri í Sjóði.

Það er ekkert skrítið að öruggar veðlánstofnanir erlendis halda öllum þrautavarasjóðum: hreinu eiginé [bindiskyldu í lágmarki.

Júlíus Björnsson, 24.6.2011 kl. 02:55

23 identicon

Heill og sæll Ragnar Þór; líka sem og, aðrir gesta þinna !

Afsakaðu Ragnar; hversu seint ég kem til umræðunnar - en; kem þó.

Lífeyrissjóðunum; á einfaldlega að ÚTRÝMA, miðað við þær aðstæður, sem uppi eru í landinu - og iðgjaldendur fá tékka sendan heim, í samræmi við greiðslutíma - hvers og eins.

Þessir glerhalla kontórar, með Tugi - ef ekki Hundruð starfsamnna, eiga sér öngvan tilverurétt, framar. 

Punktur !

Með beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 14:48

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta Ragnar. Sannleikurinn er sagna bestur, og hér hefur þú sagt sannleikann á heiðarlegan og skýran hátt, um lífeyris-þjófakerfið, sem ekki er hægt að misskilja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.6.2011 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband