8.5.2011 | 21:16
Rökþrota verka-lýðskrumari.
Tók þetta af heimasíðu Guðmundar Gunnarssonar eins af forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar og guðföður nýs kjarasamnings.
Guðmundur um Þór Saari sem leyfði sér að gagnrýna hina háu herra verkalýðshreyfingarinnar í Silfrinu í dag:
Þeir hafa ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér innihald kjarasamninganna og þau forsenduákvæði sem þar eru og halda því fram að þeir séu ekki verðtryggðir, sem er óitruleg fáfræði. Hver myndi gera 3ja ára samnuign ef hann væri ekki bundin við verðgólgu og genguið. Líklega bara liðsmönnum Hreyfingarinnar, ef litið er til tillagna þeirra.
Guðmundur heldur því fram að kjarasamningar séu verðtryggðir. Hann er líka einn af þeim sem telur lífeyri sjóðsfélaga almennu lífeyrissjóðanna verðtryggðan þrátt fyrir að sjóðirnir hafi heimild til að skerða lífeyri ótakmarkað, eftir því hvernig þeim gengur að ávaxta sig, en landsmenn þekkja þá sorgarsögu vel af eigin raun.
Er ekki lágmarks krafa launafólks að þeir sem þykjast fara með umboð okkar og hagsmuni þekki mikilvæg hugtök eins og verðtryggingu? Hvað er tryggt og hvað ekki? Hvað eru markmið og hvað eru viðmið?
Það er morgunljóst að rafmagnshagfræðingurinn Guðmundur Gunnarsson er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni þegar kemur að því að skilgreina mikilvæg hagfræðileg hugtök.
Minnist ég þess þegar Þór benti GG í Kastljós þætti á þá staðreynd að lífeyrissjóðir hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings frá ársbyrjun 2008. Guðmundur sagði þetta rakalausan þvætting þrátt fyrir að Þór hafi stuðst við opinberar tölur frá Seðlabanka íslands.
Það er aðeins pláss fyrir eina skoðun hjá verkalýðshreyfingunni. Allar aðrar skoðanir eru lýðskrum af verstu sort, þekkingaleysi og órökstuddar dylgjur.
Það er kanski eðlileg skýring eftir allt saman á algjörum uppskerubresti launafólks.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR.
Athugasemdir
Er hann með svona þykka putta að hann taki tvo stafi í einu á lyklaborðinu? U og I.
Er þetta ekki ágætis tækifæri annars fyrir Þór að svara honum fullum hálsi og nudda honum upp úr hlandfroðunni og hrokanum? Hann er að saka Þór um eitthvað, sem hann er sekur um sjálfur og enn alvarlegra það, þegar hann er innsti koppur í búri í þessum samningum.
Go in for the kill Þór!
Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2011 kl. 21:39
Góð grein!
Sumarliði Einar Daðason, 8.5.2011 kl. 22:04
Það tekur tímana tvo að hreinsa til,þeir kyngja nú ekki rökstuddum staðreyndum,kanski kemur að því. Takk fyrir Ragnar Þór.
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2011 kl. 01:37
Sari gaeti audvellea rullad upp thessum frodusnakki honum Gudmundi
Takk fyrir goda grein Ragnar
Magnús Ágústsson, 9.5.2011 kl. 01:50
Málið er að sumt þarf engin fræði til að reikna út, frekar gott gagnfræðskóla próf.
Hér er dæmi um Jóa bílstjóra og hvað kemur honum best í elli lífeyrismálum hans.
Það sem hentar flestum þarf alls ekki að henta fáum.
Með lengri starfsæfi minnkar % hlutfallið að launum sem þarf að verðtryggja til að brúa bilið eftir starfslok þanngað til lagst er í kör. Menn geta haft aðrar skoðanir tryggingrfæðlegar eða hagfræðlegar, þett eru á sértækar skoðanir en ekki almennar.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1165464/
Ég vil ekki láta þetta lið bera ábyrgð á mér að nokkru leyti. Kann ekki að meta það að búa í samfélgi sem gengur út á það þurfi sérfræði menntun til að bera ábyrgð á venjulegu einföldu lífi sínu. Ég vil að þetta lið reki sinn eigin lífeyrisjóð fyrir sig og sína, við hin getum svo rekið lífeyrisjóð á svipaðan hátt og Lífeyrisjóður Danskra lækna rekur sinn. Hætta þessum þrætum og drottnunarsemi. Þetta lið sagði á sínum tíma hver kynslóð hugsar um sig, jafnvel sér lífeyrisþegi. Nú er einmitt tíminn til leyfa þessu lið að hugsa alfarið um sig. Þeir taka sinn hluta bara úr sjóðunum.
Júlíus Björnsson, 9.5.2011 kl. 04:13
Þykk
ir puttar? Drukkinn, Já það hlýtur að vera, svo langt frá raunveruleikanum er maðurinn að ég er hugsandi, hvernig í ósköpunum maðurinn náði til æðstu metorða í verkkaklýðshreyfingunni og hvernig hann breyttist á leið sinni á toppinn þar sem öllum gildum og allri hugsjón var kastað fyrir völd og metnað innávið. Þetta gera þeir með yfirlæti og hroka gagnvart umbjóðendum sínum og öllum þeim sem eru ekki tilbúnir að hoppa eins og sirkusapar í kringum pólistískar skoðanir þeirra.
þakka innlit,
Ragnar Þór Ingólfsson, 9.5.2011 kl. 09:18
Ég þekkti einu sinni manneskju sem hélt að LSD væri enn ein gerðin af video tækjum. Hún vissi ekki betur, sem betur fer.
GG heldur að fyrirvarar/endurskoðunarákvæði í kjarasamningum sé verðtrygging. Slík er vanþekkingin og lýðskrumið að það hálfa væri nóg.
Ef verðbólgan étur upp launahækkanir eins og hún mun sannanlega gera, geta verkalýðskóngarnir sagt upp samningum einhliða og sest aftur að samningaborðinu. Þá fáum við sama leikritið/farsan og almenningur hefur séð 100 sinnum áður og er orðin hundleiður á. Ef þetta eru raunverulegar hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar um verðtryggingu þá er fokið í flest skjól sem því miður er raunin.
Ragnar Þór Ingólfsson, 9.5.2011 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.