Nú verður launafólk að standa í lappirnar!

Nú verður launafólk að standa í lappirnar! Vegna þess að verkalýðsforystunni virðist fyrirmunað að gera það. Sá óskapnaður sem birtist launafólki í formi kjarasamninga sem undirritaðir voru í gær eru engu skárri en úrræðaleysið á skuldavanda heimilanna.

Þetta minnir óneytanlega á 110% leið bankanna sem verður orðin að minnsta kosti 130% á samningstímanum.

Þessi rúmlega 11% leið SAASÍ gerir ekkert nema að gulltryggja, til 3 ára, ömurlega stöðu launafólks í landinu og veita þeim sem með réttu áttu að gæta hagsmuna okkar eftir hrun syndaaflausn. Samningarnir undirstrika gríðarlega eignatilfærslu frá alþýðunni til fjármálastofnanna sem fá uppreisn æru með endanlegri uppgjöf launþegahreyfingarinnar gagnvart grímulausu óréttlætinu.


Það skiptir í raun engu hvort launahækkanir verði 5, 10 eða 15% ef launafólki verður ekki tryggður einhver stöðugleiki á þeim gríðarlega skuldavanda sem heimilin berjast við. Það er í raun ótrúlegt að SA skuli ekki taka á skuldamálum alþýðunnar, því eina lífæð margra fyrirtækja er aukin neysla.

Hvað er til ráða og hvað á að gera?

Það á að hafna þessum samningum og krefjast þess að samhliða launahækkunum verði launafólki tryggður stöðugleiki vegna húsnæðisskulda í formi breytinga á neysluvísitölugrunni eða þaki á vexti og verðbætur.

Hvernig náum við slíku fram?

Ein af lífæðum fyrirtækja er aðgangur að eftirlaunasjóðum launafólks. Við getum hæglega réttlætt það að launþegahreyfingin komi í veg fyrir frekari fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu þar til framtíð launafólks og heimila verði tryggð. Það er með öllu óábyrgt að fjárfesta í atvinnulífi eða á markaði þar sem óstöðugleiki og verkföll eru yfirvofandi.

Nú er ljóst að forystusveit ASÍ ætlar að nota verðtrygginguna sem skiptimynt fyrir atkvæði inn í evrópusambandið og ýta þannig alþýðunni til kosninga með byssusting í bakinu.

Nú er ljóst að umboðssvik verkalýðskónganna eru svo alvarleg í öllum skilningi að leitun er að öðru eins. Málflutningur þeirra einkennist af lýðskrumi og, er virðist, meðvitaðri uppgjöf. 

Það eitt að verkalýðshreyfingin ætli að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði úr 12 í 15,5% til að trekkja upp almenna lífeyriskerfið til jafns við það opinbera, sem nú þegar inniheldur 500 milljarða skekkju sem skattgreiðendur þurfa að standa skil á miðað við óbreytt ástand, er ákveðin veruleikafirra sem er efni í stóra grein.

Látum ekki blekkjast. Ef það er einhvern tíma nausynlegt að standa í lappirnar og krefjast raunverulegra breytinga á þeirri kerfisvillu sem alþýða þessa lands þarf að þola, þá er það nú.

Eigum við að skrifa undir og samþykkja þennan óskapnað? Eigum við að samþykkja grímulaust ofbeldi fjármálafyrirtækja? Eigum við að viðurkenna að hrun fjármálakerfisins var okkur sjálfum að kenna og engum öðrum? Eigum við að skrifa undir og klappa verkalýðskóngunum á öxlina og þakka frábæra framistöðu við að gæta hagsmuna okkar frá hruni?

Nei Takk.

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Orð í tíma töluð.  Svo lengi sem ég man eftir, sem er nú orðið nokkuð mikið, hafa samningaviðræður gengið út á það HVERSU LANGT FYRIR NEÐAN FÁTÆKRAMÖRK LÆGSTU LAUN ÆTTU AÐ VERA.  Ég hef oft sagt það og endurtek hér "hvernig getur maður sem er með langt yfir eina og hálfa milljón á mánuði samið um laun þeirra sem eru með um og yfir 150 þúsund á mánuði"????  Ef horft er á samninganefndir verkalýðsfélaganna, þá eru þar EINGÖNGU hálaunamenn finnst fólki líklegt að þeir hafi einhverja hugmynd um hvernig er að lifa af þeim launum sem þeir eru að semja um???  Enda hefur árangur þessara manna verið eftir því.  Lífeyrissjóðirnir eru alveg sérstakt málefni og hvernig þeir hafa komið sér fyrir í þjóðfélaginu í krafti "auðs", sem er nú svolítið á reiki hvort sé alveg raunverulegur eins og ríkidæmi margra fyrir og eftir hrun, þeir eru einhver mesta MEINSEMD þjóðarinnar nú um stundir (fyrir utan ríkisstjórnina).  Umfjöllun um þá myndi fylla heila bók og koma mér í verulega vont skap og þar sem helgin er framundan og FORMÚLAN ætla ég að sleppa þeirri umfjöllun núna og óska þér og öðrum góðrar helgar.

Jóhann Elíasson, 6.5.2011 kl. 09:25

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Mjög góð grein. Tek undir hvert einasta orð!

Sumarliði Einar Daðason, 6.5.2011 kl. 10:04

3 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já Ragnar ég er sammála flestu sem þú kemur inn á í þessu bloggi þínu sem er gott eins og venjulega. Það eru samt póstar í samningunum sem eru til bóta eins og verðtrygging á persónuafslátt sem hlýtur að vera ágætt skref þótt ég vilji verðtryggingu burt. Það er byrjað að taka skref til þess að hækka lægstu laun en það má reyndar alltaf gera betur en ekki er ég viss um að verslun og þjónusta þoli mikið í þeim efnum.

Það sem mér finnst ámælisvert er að það er verið að fara gömlu leiðina sem aldrei hefur tekist, að hækka laun en ekki að ráðast á kaupmáttinn og reyna að hækka hann með lækkun skatta, olíugjalds, vörugjalda og fl. það er nefnilega málið að það er ekkert mikið dýrara fyrir ríkið að fara þá leið og það hefur ekki jafn mikil verðbólguhvetjandi áhrif eins og beinar launahækkanir. Ég ætla að spá því að verðbólga verði hér um 10 til 15% um næstu áramót. Ríkisstjórnin er í slæmum málum varðandi þessa samninga að vera ekki búin að koma atvinnulífinu af stað og er ég mjög hræddur við að illa fari hjá þessari stjórn stöðnunar og allt fari á annan endann við fyrstu endurskoðun samningana. 

Hvað varðar lífeyrissjóðina þá hef ég verið fylgjandi því að hér á þessu litla landi sem er með fólksfjölda á við starfsmannafjölda í góðri bifreiðaverksmiðju í bandaríkjunum verði einn lífeyrissjóður sem hefur mjög ströng lög og reglur um ávöxtun og hvernig fjármagni er varið og að raun ávöxtunarkrafan sé einungis 3 til 4% og þá geta allir verið sáttir og treyst á að fá sína peninga til baka í ellinni, krafan þarf ekki að vera meiri. Spörum milljarða í rekstrarkostnaði og allir sáttir.

Tryggvi Þórarinsson, 6.5.2011 kl. 10:18

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Tryggvi, hvað heldur þú að verðtrygging á persónuafslátt verði lengi í gildi? Hún verður afnumin við fyrsta tækifæri.

Það er fullt af fyrirtækjum í landinu sem hafa það bara mjög gott. Þau sem fá greitt fyrir sína vöru í erlendum gjaldeyri. Álbræðslurnar, fiskvinnsla ofl. Þau hafa vel efni á því að leiðrétta laun til samræmis við afkomu fyrirtækjanna. Þegar þeir fjármunir fara að skila sér inn í samfélagið þá fer fullt af hlutum af stað og allskonar þjónustugeirar dafna og hjarna við.

Baldvin Björgvinsson, 6.5.2011 kl. 10:32

5 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Góður pistill

Birgir Viðar Halldórsson, 6.5.2011 kl. 10:50

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil sjá sameiginlegt grunn elllífeyriskerfieriskerfi fyrir alla sem hafa haft hér samfelda búsetu í 18  ár fyrir umsókn um lífeyri vegna starfsloka.

Þetta er gegn streymiskerfi því áhættulaust og 100 % óháð verðbólgu. T.d. gildir ef skylda er að setja fasta upphæða 30.000 kr á öllu mánaðarlaun. Þá skila 180.000 launþegar í kerfið  27.000 þúsund 200.000 kr lífeyrisskömmtum.  Í framhaldi eru allir núverandi áhættu lífeyrissjóðir lagðir niður . Allir launtaxtar lagaðir að breytingum.  Í framhaldi verði séreignar lífeyrisjóða kerfi gefin frjáls, inna eðlilegs regluverks. Þar sem allir geta að eigin vali fjárfest til ellinnar að eigin vali og skipt um sjóði hvenær sem er.

Ég vil líka að hér verði í framhaldi innleiddir prime Veðlánsjóðir til verðtrygginga að hætti útlendinga. Sjóðir sem lána með föstum vöxtum 4% til 7% eftir lengd lánstíma og úrborguna hlutafalli. Lánstími verði um 30 til 45 ár.  Skila að hámarki 2,0% raunvöxun að meðalatali.  Eitt ár geta vextir jafngilt 1,0% raunvöxtum og eitt ár geta vextir þessa árs safna skilað 3,0% raunávöxtun.  Árgangan jafngreislulánanna er 45 miðað við lánstíma. Hvert safn um  26 milljaraðr. Þessi söfn kallast varsjóðir erlendis og eru sjáfbærir og veðsetja ekki nema á stríðstímum.

Við erum að tala um að 80% launþega geta eignast eitt húsnæði skuldlaust fyrir töku ellilífeyris. Með láni sem gerir ráð fyrir 60 % viðhaldi [utan og innan] á 30 árum og 90% á 45 árum. Langtíma jafngreiðslu lán eins og eru í boði erlendis til að mynda vertrygginga veðsöfn. Veðlán sem eru lánuð millliðalaust , og brenna upp verðbólgu og greiðast niður vegna verðbólgu allan lánstíman. Á sínum tíma í USA um 1920 var Bönkum leyft að bóka mest af verðbótum vegna ráðgerðar verðbólgu mest á fyrstu greiðlum einstaksláns.  Þetta er ekki skattskyldur vaxtagróði , heldur aðferð til að byggja upp hratt varsjóði bankanna eftir kreppu. [Kreppuna Miklu.] 

Í sjóðsheild 45 árganga er hlutfall allra afborgana að veði allra lána að meðatali það sama.

Þessi breyting í átt til annarra vestræna ríkja lækkar hér húsnæðiskostnað um 50% á starfsæfinni. Gæti meira segja boðið upp á launlækkanir eða auðveldað sparnað og séreignarlífeyris sparnað.

Sparnaður merki erlendis, innlegg í banka, afborganir af eigin húsnæði, kaup á hlutabréfum eða veðskuldarbréfu, gulli og gimsteinum.     

Íslensku lánin frá 1983 gerðu ekki ráð fyrir viðhaldi, og voru greiðslur  jafnháar að meðaltali allan lánstíman. Enda var stór hluti komi í vandræði 12 árum síðar. Lánin um aldmótinn hinsvegar hækka að raunvirði allan lánstíman og engin erlendur aðili lánar út á slík veðsöfn [ef hann lánar] lengur en í 5 ár.  

Galdur felst í því að reikna ekki upp umsanda greiðslu, heldur  allar greiðslur og skipta niður aftur [þetta er ekki langtíma jafnvægissjóðsrekstur] þá skekkist  fyrsta greiðsla til lækkunar um aukastaf sem getur jafngilt 0,1 eyri. hinsvegar ef allar greiðslu eru 360 á hækkar þær sem eftir eru um 3,6 kr.  Því meir verðbólgu sveiflu milli mánaða auka þessa raunvirðshækkum eftirstandi skuldar höfuð stóls meira.  Hinsvegar sést hjá íbúðlánsjóði  að lán til 30 ára með 4,5 % vöxtum og 3,0% verðbólgu á hverju ári [getur verið 8 % í um mánuði].   Það heildar verðbætur eru um 50% hærri en heildar vextir á Íslenska forminu.  Þetta stenst ekki verðtryggingu samkvæmt barnlegri stærðfræði. Dæmi 100 kr skila 4,5 kr í 4,5% raunvexti ef verbætur eru 0,03x[ 1,045] =  3,1 kr.  4,5 > 3,1. Ef afborgun væri 10 kr. þá er næst höfuð stóll 90 kr. þá er verðbætur líka lægri. Og svo framvegis.

Hér var lántaka sýnt stacked framsetning og sagt að kosturinn við þessi lán væru [ekki sagt 1 greiðsla sú sama og erlendis]  væru verðtrygð og fyrsta greðsla væri gerir vegna greiðslugetu hans ódýriar en á möti yrðu síðar greiðlu aðeins hærri.

Þetta er ýkjur, í USA er verðbólga á 30 árum örugglega 90 % og í UK örugglega 115% , Ísland er ekki nógu agað til geta lofað 60 % max verðbólgu eins og þjóðverjar.  Þess veit ég að mín loka greiðsla mun verða 100 % hærri en sú fyrsta að raunvirði.     

Hér virst enginn Íslendingur með Mastergráðu geta metið raunvirði einstakra greiðslana jafngreiðslu lána.  Ísland um ekki tvöfalda raunvirði almennra lán hér á næstu 30 árum í samburði við til dæmis laun í UK.   Íslandi er ekki vsk fraleiðslu samkeppnifært með 62% hærri langtíma húisnæðiskostnsað launþega en aðrar þjóðir. Þetta er ástæðan fyrir þessari óeðlilegu lánsþörf í formi eftirspurnar fáfræði stjórnsýslu eftir handbæru skammtímreiðu fé á móti langvarandi gróða upptöku erlendra fjárfestinga aðila. 

Hér hlusta ég á hverjum degi, lið tala um að vilji losna við verðtryggingu, hinsvegar eru nýju lánsformin í dag alls ekki verðtryggð heldur ætlað að vaxa að raunvirði allan lánstíman. Um minnst 30 %  á á 30 árum.   Minnst fyrst og mest síðast. Þetta er viðbjóður. Hver hannaði þetta glæpaform.

Júlíus Björnsson, 6.5.2011 kl. 13:51

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit,

Gagnrýni mín á samninginn hefur í raun ekkert að gera með % hækkanirnar. Hún hefur að gera með það að launþegahreyfingin ráðist á rót vandans sem étur upp kaupmátt jáfnharðann og samningar hafa verið undirritaðir. Mein sem er svartur blettur á samfélaginu og virðist hreiðra um sig eins og krabbamein á alþýðu þessa lands. Leiðirnar eru þrjár. 1. að stöðva útbreiðslu meinsins með því að breyta neysluvísitölugrunninum. 2. að skera meinið burt með því að afnema verðtryggingu einhliða og setja þak á vexti í 3-5 ár. og leið 3. sem er að gera ekki neitt og leifa meininu að koma velferð og heimilum landsmanna í gröfina. 

SAASÍ völdu leið 3. 

Ef launafólk samþykkir svo kjarasamninginn mun hann endanlega ganga frá þeim stóra hópi heimila sem berjast nú í bökkum við að ná endum saman.

Ragnar Þór Ingólfsson, 6.5.2011 kl. 13:51

8 identicon

Algerlega sammála hverju orði, Ragnar.  Það er spurning hvað verkalýðskóngarnir fengu fyrir að skrifa undir þennan ósóma!!!???

Heba Gísladóttir (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 14:35

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kjarasamningar með þessum hefðbundnu markmiðum eru ódýr uppsetning á gömlu leikriti sem hefur fallið á öllum sýningum áratugum saman. Það vita allr núorðið að kjarabætur svonefndar verða eftir fáar vikur orðnar að hækkandi kröfum á afborgunum og ábatinn - krónurnar lenda beint hjá ríkinu í beinum sköttum og neyslusköttum. Það er ástæðan fyrir því að aldrei er léð máls á hækkun skattleysismarkanna sem er eina raunhæfa kjarabótin.

Ryki er slegið í augu þjóðarinnar með kröfu um að aflétta gjaldeyrishöftum til að sækja erlent fjármagn í framkvæmdir. Til hvers þurfum við erlent fjármagn? Ætla atvinnurekendur kannski að borga laun í erlendum gjaldeyri? Hvers vegna lána bankarnir ekki íslenskar krónur út úr bönkum sem eru að springa? Af hverju eru allir að blekkja alla á Íslandi og af hverju eru allir að ljúga að öllum á Íslandi. Það eru í það minnsta undarlegir mannasiðir að vefja alla umræðu í blekkingarvef.

Og nú er það undirliggjandi að í tengslum við kjarasamningana þurfi að hækka greiðslurnar í lífeyrissjóðina!

Eru virkilega allir að verða brjálaðir á Íslandi?

Árni Gunnarsson, 6.5.2011 kl. 18:06

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

5.000 króna hækkun er meiri en 10% í heildina litið. Hinvegar hafa nausynjavöru og kostnaður hækkað meira en 5.000 kr. síðustu 6 mánuði að mínu mati.   

Júlíus Björnsson, 7.5.2011 kl. 04:00

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gefum okkur að launþegi sé með 200.000 á mánuði [verðtryggt] frá 20 til 75 ára að meðaltali. Lífeyrir sé 10 % og sé verðtryggður[með engun [raun] vöxtum. Þá á hann 75  ára  66 200.000 kr innleg sem nægja honum til framfærslu til 80,5 ára.

Ef hann hann hefur borgað  borgað í 45 ár ein þriðja  í afborganir af eðlilega verðtryggðru alþjóðlegu veðláni.  þá hefur hann haft um 90 kr. í neyslu á mánuði. 45 ár. 10 á skila því 600.000 kr auka sparnaði.  69 x  200.000 kr innlegg.  Hinsvegar jafn gildir þetta  153 90.000 kr tekjum. eða framfæsrslu í 13 ár. Frá 75 til 88 ára. 

Það er engin þörf fyrir venjulega  launþega að eiga viðskiptir við afætu græðigisjóði. Til að verðtryggja innlegginn er hægt að lána á öruggum veðum  til félgsamanna, með verðtryggingu einni.  1.500 - 2500. kr mánaðargjaldi vegna kostnað við daglega rekstur sjóðsins. Sjómanna ekkjur eru að deyja út.  Eins heimavinnandi húsmæður.  10.000.000  með verðtryggingu einni í 45 ár eru 20.000 kr á mánuði allan lánstímann.  20.000.000 er 40.000 kr verðtryggðar á mánuði allan lánstímann. 10 þúsund lán skila 15 milljónum  á mánuði í rekstragjöld miðað við 1500 kr. Þetta er al ekki spurning um áhættu heldur greindarþroska að reka félagslegt samtryggingar elli kerfi.   

Júlíus Björnsson, 8.5.2011 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband