21.3.2011 | 14:30
Aumingjaskapur eða ásetningur Alþýðusambandsins?
Skilyrðislaus stuðningur ASÍ við verðtryggingu fjárskuldbindinga hlýtur að gera sambandið vanhæft til að fjalla um hagsmuni launafólks.
Er það ekki ótrúlegt að stærstu hagsmunasamtök launafólks skuli verja fjármagnseigendur sem stjórna stöðugleikanum og hafa beinan hag af óstöðugleika í skjóli verðtryggingarinnar?
Hvernig væri ástandið ef að þeir sem stjórna stöðugleika hefðu allt undir með stöðugleika en ekki öfugt?
Sama Alþýðusamband og segir ógerning að afnema verðtryggingu taldi fullkomlega eðlilegt að allar innistæður án takmarkana væru tryggðar upp í topp þó svo að stór hluti þeirra innistæðna sem ríkið gekkst fyrir, án lagalegrar skildu, væri sama þýfið og almenningur þarf að standa skil á í formi skatta.
Hversu stór hluti af þessum "tryggðu" innistæðum voru arðgreiðslur og bónusar úr gjaldþrota eignarhalsfélögum sem ekkert eru í dag nema ábyrgðalausar skuldir sem bíða barna okkar og barnabarna?
Hvernig í ósköpunum má það vera að ALÞÝÐU sambandið skuli verja verðtrygginguna og styðja innistæðutryggingar umfram lögbundin viðmið sem tryggðu mestu mismunun íslandssögunnar, að innan við 5% þjóðarinnar sem eiga meira en helming allra innistæðna fengu allt sitt á meðan almenningur var gerður að öreigum.
Stór hluti almennings, sem hafði bundið allt sitt sparifé í fasteign, er á góðri leið með að missa aleiguna og gott betur því líklegt er að flóðgáttir greiðsluþrota munu nú opnast upp á gátt.
Hvert er svar lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingarinnar við þessari þróun? Svar þeirra er að búa til leigufélög "miðstýrðum leigumarkaði" til að taka á móti fasteignum umbjóðenda sinna svo hægt verði að leigja þær á sem hæsta verði þ.e. að hámarka arðsemi lífeyrissjóðanna á slíku félagi.
Ekki er horft til þeirrar staðreyndar að ávöxtun lífeyrissjóða á verðtryggðum eignasöfnum sínum er sú lélegasta á eftir hlutabréfum, ef gríðarlegt tap vegna gjaldmiðlasamninga og verðbætur á fasteignalánum almennings væru ekki tekin með í reikninginn. Nauðsynlegt yrði að reikna raunverulegt virði skuldabréfa í þessu samhengi.
Þeir lífeyrisþegar sem standa best í dag fóru skuldlausir á lífeyri og höfðu þak yfir höfuðið sem árangur ævistarfsins í stað innihaldslausra loforða.
Kjarasamningar hafa verið lausir í 113 daga. Verkalýðshreyfingin hefur ekki haldið einn einasta samstöðufund frá hruni en samstaða launafólks hlýtur að vera beittasta vopn alþýðunnar.
Nú tala vopnlausir smákóngar verkalýðsins um ábyrgar kröfur og að lítið sé til skiptanna, að skammarlegir kjarasamningar séu bundnir því að ábyrgjast Icesave skuldir einkafyrirtækis því ekki sé hægt að mismuna innlendum innistæðueigendum og þeim erlendu. Allt annað er lýðskrum og populismi.
Ef ég tek augun af baksýnisspeglinum og horfi í gegnum sótsvarta framrúðuna er ekki mikið til að gleðjast yfir. Verðtrygging fjárskuldbindinga mun ganga af hverju heimilinu dauðu með hverju verðbólguskotinu á fætur öðru. Afnám gjaldeyrishafta, almenn verðbólga í hinum vestræna heimi með hækkandi erlendum framleiðslukostnaði, olíuverð, fasteignamarkaður sem er að taka við sér sem er stór hluti af neysluvísitölu grunni og margt fleira.
Er aumingjaskapur Alþýðusambandsins gagnvart umbjóðendum sínum tilviljun eða vilji hinna útvöldu í að viðhalda sömu kerfisvillunni og hrundi á haustmánuðum 2008 á kostnað alþýðunnar? Er það tilviljun að þeir sem stýra viðbrögðum almúgans við gegndarlausu óréttlætinu eru hálaunamenn með gríðarleg ítök og völd í samfélaginu.
Aumingjaskapur eða ásetningur?
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR.
Athugasemdir
Ætli þetta sé ekki fyrst og fremst aumingjaskapur. Ég efast um að þetta lið gerir sér til dæmis grein fyrir hversu sjúk 3,5% raunávöxtunarkrafa er - sérstaklega þar sem lífeyrissjóðirnir eru með meiri tekjur en öll sveitarfélögin til samans, en aðeins brot af þeirra útgjöldum. Ef ekki værir fyrir fjölbreytta tekjustofna ríkissjóðs þá væri lífeyrissjóðskerfið mun sterkara en ríkið sjálft - þá erum við bara að tala um tekjur. Það segir sig sjálft hverjir hafa völdin hér á landi - sérstaklega þar nær ómögulegt er að hafa áhrif á þetta lið með lýðræðislegum hætti.
Ég mæli einnig með ágætri grein eftir Már Wolfgang Mixa í Fréttablaðinu í dag: Raunvextir í fjötrum. Þar kemur hann með góða punkta um hvernig lífeyrissjóðskerfið ruglar fjármálakerfið.
Sumarliði Einar Daðason, 22.3.2011 kl. 09:23
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1152519/
Í erlendum samburði er þetta skortur á prinsippum: grunnforsendum. Barnaleg staðreynda rök hér að ofan hjá mér, sanna að þótt hlutir séu hugsanlegir þá þurfa þeir ekki að vera raunverulegir eða viti. Aumur er sá sem stendur ekki undir nafni. Kerfið hér mun aldrei ganga upp því þetta kallaðist klepparavinna í gamladaga. Útlendingar vita um aumingjanna hér. Þetta er til skammar.
Júlíus Björnsson, 22.3.2011 kl. 15:10
Sammála þér Júlíus.
Sumarliði Einar Daðason, 22.3.2011 kl. 15:18
Slíta hluti úr samhengi og skálda í gloppunar. Menn eiga ekki að blanda einkalífinu inn í ákvörðunar fyrir heildarhagsmuni. Raunvaxtar markið koma fram í haus veðlánabréfa sem eru þinglýst. Uppgjör við og við eru sannanir til að refsa aðliðum erlendis, ekki raunvaxta markmið.
Júlíus Björnsson, 22.3.2011 kl. 15:31
Sæll Sumarlið, ævinlega.
Sammála færslu þinni sem og viðbótar athugasemdum á fésbókinni.
Svo veruleikafirtir eru forsvarsmenn lífeyrissjóðanna að þeir halda það virkilega að hægt sé að geyma yfir 12% af öllum launum vinnandi fólks og ávaxta 3,5% að raunvirði í 40ár+ og sneiða hjá kerfisbundnum áföllum á fjármálamörkuðum eftir viðreisn sömu kerfisvillunar og hrundi, sneiða hjá kreppum, uppskerubrest, náttúruhamförum, hráefnisskorti og stríðum.
Það kann að vera að þeim hafi tekist að lágmarka skaðan eftir síðasta hrun. En hvernig var það gert? það var gert með eignaupptöku á mikilvægasta lífeyri sömu sjóðsfélaga og lífeyrissjóðirnir eiga að tryggja áhyggjulaust ævikvöld og síðan með stjarnfræðilegum væntingum á skuldabréfalánum sem einskis eru virði.
Kerfið í núverandi mynd er hrunið. Afneitun verkalýðshreyfingarinnar á vandanum er að ganga frá heimilum landsins. Og á eftir að skila sér í stórkostlegum vanda þegar fram í sækir. Vanda sem við höfum ekki séð áður.
Ragnar Þór Ingólfsson, 22.3.2011 kl. 16:26
Þakka innlit Júlíus
Sammála.
Ragnar Þór Ingólfsson, 22.3.2011 kl. 16:47
Alveg sammáli ykkur lífeyrissjóðskerfið á Íslandi er til skammar. Við erum að greiða hluta af okkar launum til einhverja einkaklúbba og höfum síðan ekkert ráð yfir því hvað þessir einkaklúbbar gera. Launþegar geta ekki ráðið yfir því hvar þessi lífeyrir safnast saman, ég vil geta valið það sjálfur.
Og besta er að ef við deyjum fyrir 67 ára aldur þá tekur lífeyrissjóðurinn allt, maki fær makalaun í allt að 3 ár (VR: 50% ár 1 og 25% ár 2 og 3). Í raun er þetta ekki lífeyrissjóðir heldur tryggingarsjóðir til greiðslu eftirlauna
Ómar Gíslason, 23.3.2011 kl. 09:28
Góð ábending hjá Ómari!
Sumarliði Einar Daðason, 23.3.2011 kl. 12:01
Meðal aldur fyrir hrun þeirra sem þáðu útstreymisgreiðslur var 5 til 6 ár. Það vor nánast allir á launskrá til 75 ára. Við vitum vel að lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin 30 ár farið út í áhættu erlendar fjárfestingar, og þau söfn hafa skilað eitt árið 4,0% raunávöxtun 3,0%. Hinsvegar voru búðlánin um 1987 eftir verðtrygging um allt 8,% raunvaxtakröfu í haus þinglýstra bréfa : veðbanda til 25 ára: Í skýrslu AGS 2005 er bent á samhengi: greiðslur erfiðleikar hér 1995 til 1998 vegna veðsafna sem eiga að vera örugg með til til innstreymis reiðufjár fyrir stofnun íbúðalánasjóðs leiddu til verðbólgu þrýstings, lántakar vildu auka tekjur sínar og það tengist alltaf hækkun á verðlagi. Þarna um aldamótin voru mikið gefið út af nýjum veðsöfnum til að koma greiðsluerfið leikum niður. Einnig fór íbúðalánasjóður að selja lífeyrisjóðum og bönkum veðsöfn til að fjármagna sín lána til einstaklinga. [milliliða kostanaður?] Er þetta til plata erlenda matsmenn? Hinsvegar breyttist líka verðtryggingin hætt var að rukka um vertrygging á greiðslu á gjalddaga á jafngreiðslu lánum: heldur voru allar greiðslur fram í tíman hækkaðar til að hækka allt eigin fé lánadrottins fyrir fram. Vertryggð lánið breytist því þannig að veðlosun verður hægari og heildar bókuð eftirstandi skuld [eign lándrottins] hækkar með aldri safni um fram raunvaxtakröfuna í nafni bréfa hans. Þetta lánform flokkast erlendis til skammtíma [5 ára medium term] Balloon eða kallað líka Negam. Formið mun tengjast félagslegum 5 ára útborgunar láum í USA [5,0% lántaka á sínum tíma] fyrir þann hóp sem áttu ekki fyrir 30% til 20% útborgun það er áttu ekki veð. Þessi lán voru til fimma ár með lægri greiðslum að raunvirði frá byrjun og síðan uppsveiflu. Þetta í heildina litið er skuldar [greiðslu] dreifing sem hækkar ekki heildargreiðslu ef þetta væri jafngreiðu lán á fimmárum innan 3,0% meðala verðbólgu hámarka á tímanum. Hinsvegar er ólöglegt að kalla þetta jafngreiðslu lán og plata lántakendur. Þessi 5 ára útborgunar lán mun svo tengjast samning við einkabanka um jafngreiðslulán, fyrir 70% til 80% sem upp á vantar, til 30 ára ef lántakinn lendir ekki í greiðsluvandræðum á útborgunar tímabilinu. Þetta raunvaxtahækkandi form bauð upp á mikla misnotkun í USA sér í lagi Kaliforníu. Mun hugmynd um [skammtíma] markaðavæðingu á öllum fasteignum hér og útfærslu hennar sótt til USA. Síðan var sagt beint framan í fólk þú getur séð greiðslu eru léttastar að raun virði fyrst og svo lækka þær.
Í eðlilegri öruggri Jafngreiðslu er greiðsla að raunvirði hæst fyrst og lækkar svo allan lánstímann.
Vertryggð Jafngreiðsla eftir á þá eru allar greiðslur jafnháar að raunvirði.
Til að lækka fyrstu greiðslu í öllum tilvikum er nafnvextir [raunvaxtakrafa] lækkaðir eða það sem algengast er lánstími lengdur á lánunum.
Ég er að tala um þessi lán eins og útlendingur, til að sýna Íslendingum að hér tala aðilar um lánstarfsemi á allt annan hátt með allt öðrum áherslum, sem segir sitt. Allir falssjóðir mun halda áfram að hrynja hér vegna lánformsins og afskrifta hefðanna hér [eigin fjár falsins].
Júlíus Björnsson, 23.3.2011 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.