21.12.2010 | 13:27
Opið bréf til félagsmanna VR.
Nú hefur komið í ljós hvernig gamla VR klíkan ætlar að viðhalda völdum sínum í félaginu.
Margir muna eflaust eftir máli VR skugganna sem var hópur fólks sem varð undir í hallarbyltingu félagsmanna VR árið 2009. Í kjölfarið byrjaði hópurinn ásamt nokkrum starfsmönnum félagsins að plotta um hvernig svona slys eins og niðurstaðan úr fyrstu lýðræðislegu kosningum félagsins sýndi, endurtaki sig ekki.
Ég birti þessa tölvupósta á sínum tíma þar sem markmið hópsins var skýrt. Að beita öllum ráðum til að loka félaginu og koma því fólki sem kom óvelkomið inn í leyniklúbbinn í burtu sem allra fyrst.
Við sem komum ný inn í stjórnina í apríl 2009 var gert ljóst frá byrjun að við værum í minnihluta og ekki stæði til að vinna með okkur. Hefur það gengið svo langt að hópurinn hefur loks viðurkennd að geta ekki stutt fjölda góðra mála sem við höfum lagt fram vegna þess eins að þau séu frá okkur komin. Þessi virki meirihluti sem hefur stýrt félaginu undanfarna áratugi sem einskonar prívat einkavinafélag fékk til liðs við sig Kristinn Örn, formann VR. En Kristinn Örn ákvað að vinna með þessu fólki í von um að fá stuðning þeirra til góðra verka, þrátt fyrir viðvaranir okkar um að hann yrði stunginn í bakið við fyrsta tækifæri sem nú er raunin.
VR skuggarnir bera þar af leiðandi alla ábyrgð á vísvitandi aðgerðarleysi félagsins í kjölfar hrunsins þar sem öll orkan hefur farið í að viðhalda klíkunni og finna eftirmann Kristins á bakvið tjöldin og koma okkur sem höfum hafnað þessum vinnubrögðum út úr stjórninni.
Þeir sem standa fremstir í flokki skugganna sem kerfisbundið hafa unnið gegn hagsmunum félagsins og félagsmanna VR með þaulskipulögðu aðgerðarleysi og leynimakki eru í innsta koppi verkalýðsmafíunnar og lífeyrissjóðunum þar sem valdasirkusinn kemst sjaldnast fyrir augu almennings.
Stefanía Magnúsdóttir gætir hagmuna hópsins á skrifstofu VR en hún er í stjórn lífeyrissjóðs verslunarmanna, miðstjórn ASÍ og gegnir fjölda trúnaðarstarfa fyrir mafíuna.Sigurður Sigfússon stjórnarmaður í VR og stjórnarmaður í Stöfum lífeyrissjóði er einn þeirra og eru tengsl hans og lífeyrissjóðsins Stafi athyglisverð. Hann og Óskar Kristjánsson varastjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna og miðstjórnarmaður ASÍ fara fyrir hópi sem ætlar að fella formann VR í næstu kosningum og koma í veg fyrir að hann hreinsi út rotnu eplin á skrifstofu félagsins með því að svipta hann framkv.stjóra stöðu sinni á fundi sem verður haldinn þann 29.12 næstkomandi.
Formannsefni VR skugganna er athyglisvert en það er engin annar en Stefán Einar Stefánsson Siðfræðingur. Sami siðfræðingur og stóð fyrir frægri smölun í sjálfstæðisflokknum ekki alls fyrir löngu. Þetta er líka sami siðfræðingur og lagði blessun sína á vinnubrögð VR skugganna með úttekt, sem meirihlutinn keypti af honum með peningum félagsmanna, sem staðfesti að hópurinn byrjaði á samsærisplottinu gegn nýja fólkinu áður en við tókum formlega sæti í stjórn félagsins.
Nú stefnir hann á formanns framboð undir forystu VR skugganna.
Það var því aldrei ætlunin að fara að vilja félagsmanna og hleypa nýju fólki að með nýjar hugmyndir.
Meðfylgjandi er síðasti tölvupóstur hópsins þar sem siðfræðingurinn og VR skuggarnir boða til leynifundar í Hallgrímskirkju, af öllum stöðum. Vonandi er siðfræðingurinn betur að sér í guðfræðinni.
Ég mun svo birta ítarlega úttekt á málinu og aðdraganda þess í fleiri færslum þar sem ég fer yfir þátt hvers og eins í þessu máli sem verður vonandi til þess að félagsmenn VR fái að vita hvað raunverulega gerist á bakvið tjöldin þegar hvað harðast er sótt að launafólki.
Það skal tekið fram að sá sem þetta skrifar er ekki í kosningabaráttu.
Það skal einnig tekið fram að með þessum pistli fylgir ekki stuðningsyfirlýsing á formann VR þvert á móti mun ég að öllum líkindum leggja fram vantrausttillögu ef hann sýnir ekki félagsmönnum þann sóma að standa við eitthvað af því sem hann lofaði þegar hann náði kjöri á sínum tíma og fer að fara eftir stjórnarsamþykktum félagsins.Formaður VR ásamt ríkjandi meirihluta hafa hafnað allri skoðun á Lífeyrissjóði Verslunarmanna.
Það skal einnig árétta að hjá félaginu er mikið af frábæru starfsfólki sem þarf að lýða fyrir viðbjóðinn sem kraumar inní bakherbergjum verkalýðsmafíunnar.
Nú reynir hópurinn eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að félagsmenn fái beinan kosningarétt í félaginu. En til þess þarf að halda auka aðalfund þar sem allir félagsmenn geta mætt og kosið um lagabreytingarnar sem framundan eru á kosningalögum félagsins, vonandi fer sá fundur ekki undir ratar þeirra félagsmanna sem hafa áhuga á að geta notið grundvallar mannréttinda sem er kosningaréttur.
Ragnar Þór Ingólfsson,Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Bjarki Steingrímsson.
Stjórnarmenn í VR.
Úr tölvupósti:
From: Óskar Kristjánsson [mailto:oskark@xxx.is]
Sent: 21. desember 2010 09:05
To: 'Bergur Steingrímsson'; birgir.gudmundsson@xxxxx; Jón Magnússon - Stjórn VR; bv@xxxxx; 'Asta Rut Jonasdottir'; Guðrún Helga Tómasdóttir; i.birgisdottir@xxxxx; Sigurður Sigfússon - Stjórn VR; Bjarni Þór Sigurðsson; 'hildurmo@xxxxxx.i'; Jóhanna Rúnarsdóttir; Bjarni Þór Sigurðsson
Cc: 'Stefán Einar Stefánssson'
Subject: Fundur
Sæl öll
Eins og áður hefur komið fram var meiningin að hittast og ræða málin ásamt Stefáni Einari.
Vonandi komast sem flestir svo að fundurinn verði sem bestur og málefnalegastur.
Fundarstaður er Hallgrímskirkja farið er inn að norðanverðu sem sagt Tækniskólamegin á gaflinum þar er inngangur og upp á 2 hæð í fundarsal.
Mæting kl.18:00
Kv.
ÓK
Athugasemdir
Virðing? Réttlæti? Þetta er óþolandi!
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 21.12.2010 kl. 13:39
Sæll Ragnar,
ég er alltaf jafn ánægður með viðleytni þína á að stinga á þessum ógeðslegu kýlum þó oft virðist þau stór og mörg.
En er ekki mál að yfirgefa þetta sökkvandi skip og stofna nýtt verkalýðsfélag sem fólk getur þá byggt upp með Virðingu og réttlæti að leyðarljósi?
Þá geta þeir sem vilja láta hafa sig að féþúfu bara haldið áfram með þessum spillingarpésum sem ráða ríkjum þarna.
Steinn (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:53
Þakka innlit Guðrún
Steinn
Það má vel vera að það verði á endanum þannig. Ég hef skiljanlega ekki mikinn áhuga á að vinna með þessu fólki.
Besta leiðin til að fella valdið er að sniðganga það. En hitt er svo annað að manni er alls ekki sama um hvað verður um félagið.
Kveðja Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 21.12.2010 kl. 15:03
Stefán Einar! Hann er svo málefnalegur, eða þannig... Verst að hann er búinn að fjarlægja flest af því sem hann hefur skrifað um menn og málefni af vefnum. En sjá: http://skodun.is/2003/10/31/motmaelandi-islands/. Frekar orðljótur og dæmandi maður af siðfræðingi að vera...
Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 17:07
Sæll Sigurður
Stefán hagar sér eins og einhver sjálfskipaður siðapostuli íslands.Hún er sérkennileg sýn hans á eigið siðferði miðað við siðferðið sem hann boðar.
Ragnar Þór Ingólfsson, 21.12.2010 kl. 17:32
Sæll Ragnar.
Er það alveg á hreinu að það sé til fólk sem ekki vill vinna með þér? Mér hefur sýnst gegnum tíðina að þú og þínir þolið illa að verða undir. Meirihlutinn ræður er það ekki?
Valmundur Valmundsson, 21.12.2010 kl. 18:54
Það er aldeilis að þú og ,,Skuggarnir" nennið að standa endalaust í einhverju svona veseni.
Er alveg sammála þér og þínum um að Kristinn Örn sé vanhæfur formaður, en þú ert á sama tíma enn vanhæfari sem stjórnarmaður og restin af ,,Skuggunum" er það líka að mestu leyti.
Held að þið ættuð að sjá sóma ykkar í því að segja ÖLL af ykkur og fá algjörlega nýja stjórn, því að þið eruð að leggja félagið í rúst með þessu andskotans smábarna-klíku kjaftæði.
Sama hvað þú segir um Kristinn Örn þá er vanhæfi hans á sama plani og þín.
Auðveldara að sjá flísina hjá öðrum manstu...
Ónefndur Háskólanemi (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 21:42
Ég held að það ætti að skipta um nafn því Virðing og Réttlæti eru öfugmæli miðað við þessar sögur og klíkur sem þú lýsir R P væri nær það er Rógur og plott
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.12.2010 kl. 22:29
Sæll Valmundur
Ég mun á næstunni fara yfir þau mál sem ég hef barist fyrir innan stjórnar VR og ekki hlotið erindi sem erfiði, félagsmenn VR munu svo dæma hverjir hafa skaðað félagið og hverjir ekki. Meirihlutinn ætlaði sér aldrei að breyta neinu innan félagsins og var byrjaður að leggja á ráðinn gegn mér og öðrum stjórnarmönnum daginn sem ég hlaut kosningu eins og tölvupóstsamskitpi þeirra sanna.
Ragnar Þór Ingólfsson, 21.12.2010 kl. 22:44
Sæll Ónefndur Háskólanemi,
Ef þú vilt að ég svari þér skaltu byrja á því að koma undir nafni.
Hvernig þú færð það út að vanhæfi mitt sé meira en þeirra sem eru að leggja nafn félagsins í rúst, með því að gera félagsmönnum grein fyrir bullinu sem í gangi er innan stjórnar segir kanski mest um nafnleysið.
Ragnar Þór Ingólfsson, 21.12.2010 kl. 22:51
Sæll Jón
Það sem ég er að skrifa um eru tölvupóstar sem stjórnarmönnum hafa borist og þeim boðið að taka þátt í plottinu, þeim misbuðu vinnubrögðin og áframsendu póstana á mig þar sem ég hef verið óragur við að segja skoðanir mínar og birta póstana.
Eins og ég hef sagt þá á slagorð félagsins ákaflega illa við í dag. Gleymum því samt ekki að innan félagsins starfar frábært starfsfólk sem þarf að líða fyrir nokkur rotin epli.
Þakka öllum innlit og athugasemdir.
Ragnar Þór Ingólfsson, 21.12.2010 kl. 22:56
Menn ætla seint að skilja.
Það er ekki góð pólitík að brenna húsið sem mann langar að búa í.
Endalaust skítmak minnihluta og/eða "skugga" á sitjandi formann og meirihluta skaðar allt félagið til frambúðar.
Það er ekki bara verið að skemma fyrir þeim sem í stjórninni eru heldur og öllum félaagsmönnum.
Hvern heldur fólk að langi að bjóða sig fram í að starfa fyrir félag sem stendur í endalausu skítkasti á allt og alla???
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 15:55
Sæll Óskar
Ég er búin að sitja undir þessum gæðingum í eitt og hálft ár og hef oftar en einu sinni, eins og ég mun sína fram á með tölvupóstum, reynt að fá stjórnina saman í mikilvægum hagsmunamálum félagsmanna. Þetta er aðeins eitt dæmi þar sem ég reyni að fá fólkið til að taka hausinn út úr eigin nafla og hugsa um félagið.
Meirihlutinn ákvað að stíga skrefið til fulls í vor og henti okkur út úr þeim nefndum sem við höfðum unnið í, af miklum heilindum. Við höfum þar af leiðandi verið útilokuð frá öllu starfi innan stjórnar.
Ég er hinsvegar alveg sammála þér varðandi skaða félagsins. Ég gat ekki lengur orða bundist yfir þessum vinnubrögðum. Og satt best að segja væri farsælast fyrir félagið að ÖLL stjórnin og formaður segðu tafarlaust af sér og biðji félagsmenn sína afsökunar á þessari ömurlegu stöðu.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 22.12.2010 kl. 16:09
Það er ekki skrýtið að það gusti sífellt um þig Ragnar enda virðistu eiga auðveldara með að blogga um vandamálin frekar en að leysa þau. Það er aldeilis virðing og réttlæti fólgin í því að þú birtir stanslaust tölvupósta sem ekki eru stílaðir á þá sem þetta blogg lesa.
Ætlarðu svo að halda áfram þessari baráttu með því að birta enn fleiri tölvupósta? Það er deginum ljósara að þú ert í bullandi baráttu og ákveður að heyja baráttuna í fjölmiðlum og á bloggi en ekki með eðlilegum samskiptum við samstarfsfólk þitt.
Þið ættuð öll að segja af ykkur í stjórninni og leyfa félagsmönnum VR að kjósa sér nýja forystu. Þú virðist strax vera kominn í baráttu með að halda þínu.
Gunnar Þ. Ásmundsson (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 16:19
Sæll Gunnar
Ég er ætla eingöngu að birta tölvupósta sem ég hef sjálfur skrifað og leggja fram helstu baráttumál mín síðastliðið eina og hálfa árið. Svör meirihlutans við þeirri baráttu geta félagsmenn nálgast í fundargerðum félagsins.
Vandamálið er að ekkert hefur breyst í þessu samfélagi til hins betra eftir hrunið og hafa verkalýðsfélögin í gegnum lífeyrissjóðina og stjórnvöld í gegnum fjórflokkinn, tryggt að almenningur situr eftir í súpunni og valdhafar og auðvaldsklíkur halda sínu og rúmlega það.
Stjórn VR hefur hafnað allri skoðun á lífeyrissjóðnum, hafnað að álykta gegn verðtryggingunni og svo mætti lengi telja.
Það er alveg á hreinu Gunnar að þetta mál snýst ekki um mig eða Stefán Einar heldur valdabaráttu þeirra sem stýrt hafa félaginu áratugum saman.
Hvort ber meirihlutinn eða minnihlutinn ábyrgð á óbærilegri þögn félagsins þegar hvað harðast er sótt að launafólki?
Ég er hinsvegar hjartanlega sammála þér að við í stjórn VR ættum öll að segja af okkur tafarlaust og boða til kosninga.
Ragnar Þór Ingólfsson, 22.12.2010 kl. 17:10
Og Gunnar lestu nýjustu færsluna mína, en þar sérðu tilraunir til sátta innan stjórnar og segðu mér hvað þér finnst.
Ragnar Þór Ingólfsson, 22.12.2010 kl. 17:21
Hvernig í fjáranum á landið okkar að rísa á nýjan leik út úr einhverju mesta efnahagslega klúðri sögunnar. Þegar að pakk eins og þetta hugsar bara um það að komast í áskrift að launum og að geta komist í þá stöðu að lána sér og vinum sínum peninga og útvega sýndarverkefni?
Nógu erfitt var að átta sig á því hverjir og hvernig fólk var að veljast í stjórnir þessarra félaga sem að við erum skylduð til að vera í en nú þegar loksins var einhverskonar opið og gegnsætt ferli þá er það fellt af ráðandi elítunni svo að hún komist aftur til valda vegna þess að það var "slys" að tapa lýðræðislega í kosningum.
Ykkur í þessum "gömlu" stofnunum er ekki lengur viðbjargandi, bara sama pakkið og venjulega í einhverskonar sandkassaleik með fjármuni almennings og hagsmuni þeirra. Sem að sjálfsögðu er fórnað bara til að halda völdum.
Það á að fara bara í það að leggja niður þessi gömlu félög, stofna ný og banna aðkomu fyrrum stjórnenda og stjórnarmanna...
Skaz, 24.12.2010 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.