Skyndilegur áhugi stjórnenda á högum sjóðsfélaga lífeyrissjóða.

Mér finnst athyglisvert hversu forsvarsmenn lífeyrissjóða rjúka nú upp til handa og fóta og tala um HAG sjóðsfélaga.Ekki er hann til staðar þegar sjóðsfélögum er lánað úr eigin veski, sjóðsfélagalán, með 100% lágmarks veði, lánsfjárhæð sem takmarkast við 65% af markaðsvirði og sjálfskuldarábyrgð. Þetta hljóta að vera öruggustu útlán jarðkringlunnar. Á meðan sjóðsfélagar taka sjálfir lán sem tryggð eru út í hið óendanlega keyptu sömu stjórnendur sömu sjóða undirmálslán viðskiptabankanna sem lánuðu 90-110% af metnu markaðsvirði. 

Áhyggjurnar hljóta að vera enn meiri af þeim sjóðsfélögum sem eiga fasteignalánin  í skuldabréfavöndli Seðlabankans sem afhentur var lífeyrissjóðunum á vildarkjörum til að lagfæra hörmulega tryggingafræðilega stöðu þeirra.

Voru áhyggjurnar til staðar þegar útrásarfélögin fengu ótakmörkuð skuldabréfalán án nokkurra veða annarra en bréfsefnið og blekið sem upphæðirnar voru skrifaðar á? Það þarf ekki að fara mörgum orðum um heimtur þeirra lána.

Á meðan stjórnendur tala um hag sjóðsfélaga eru illa fengnar verðbætur fasteignalána notaðar í áhættufjárfestingar og vafasöm fyrirtækjakaup ásamt því að breiða yfir gegndarlaust fjármálasukk og spillingu innan lífeyrissjóða kerfisins.

Það er rétt að stjórnir lífeyrissjóða hafa ekki umboð til að semja niður höfuðstólslækkun húsnæðislána en þær hafa ótakmarkaðar heimildir til að færa niður lífeyri og áunnin réttindi sjóðsfélaga, sé glóruleysið í fjárfestingum þeim mun meira. Þær heimildir urðu rýmri með lagabreytingum sem fóru með ljóshraða í gegnum alþingi desember 2008.

Hverjir taka á sig skellinn?

Til að breiða yfir fordæmalaust fjármálasukk lífeyrissjóðanna eru farnar eftirfarandi leiðir til að lagfæra bækurnar.

1.Skerðing lífeyris og áunna réttinda.

þ.e. skerðing á lífeyri þeirra sem nú taka út, til jafns við skerðingar áunna réttinda þeirra sem nú greiða inn í kerfið.

2.Hækkun lífeyrisaldurs í 67ár. 

Bætir tryggingafræðilega stöðu sjóðanna mikið á kostnað allra þeirra sem nú greiða í kerfið og eiga eftir að fara á lífeyri.

3.Breytingar á réttindaávinnslu lífeyrissjóðanna. 

Þ.e. Iðgjaldagreiðendur fá minni réttindi fyrir hverjar greiddar 10.000kr. sem skerðir réttindi og framtíðarréttindi framtíðariðgjalda þeirra sem nú greiða í kerfið.

4.Tryggingafræðileg staða sjóðanna er í flestum tilfellum í hæstu leyfilegu neikvæðu mörkum sem þýðir að stór hluti iðgjalda þeirra sem nú greiða í kerfið og safna fyrir framtíðar lífeyri eru notuð til að greiða lífeyri þeirra sem nú taka út.

5.Verðbætur á  fasteignalánum (okkar mikilvægasta lífeyri) hafa hækkað höfuðstól íbúðalána sjóðsfélaga um 30% frá 1/1 2008.Og skert þannig framtíðar lífeyri flestra þeirra sem nú greiða í kerfið.

6.Gríðarleg óvissa um raunverulegt verðmæti eigna kemur í bakið á þeim nú safna sér lífeyri.

Það vill oft gleymast hverjir það eru sem raunverulega borga brúsann.

HH hafa talað fyrir leiðréttingum á forsendubresti og þjóðarsátt um lausnir.

Það hefur aldrei verið minnst á afskriftir skulda. Við viljum borga til baka það sem við fengum lánað með sömu fáránlega háu vöxtunum og við skrifuðum undir að greiða miðaða við forsendur lánanna þegar þau voru tekin.

Þeir eru ófáir sem fengu fasteignir sínar á silfurfati sem tala nú gegn almennum leiðréttingum.

Ábyrgðin á ástandinu er fjármálafyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna.Hverjir njóta góðs á ábyrgðaleysinu, útlánaþenslunni og þar af leiðandi hækkun verðbóta?

Ég tek fasteignalán hjá viðskiptabanka mínum fyrir 9 árum,samið var um vaxtakjör og verðbólgumarkmið og innsiglað með lánasamningi. Á ég að sætta mig við ofur verðbæturnar sem færast á eignareikning bankans sem fór gróflega gegn tilraunum ríkisins og seðlabankans við að slá á útlánaþenslu, til að standa við yfirlýst verðbólgumarkmið, sem notuð voru í lánasamningnum mínum? Með því að bjóða ólögmæta gengistryggða lánaafurð þegar útlán bankanna drógust saman, fóru bankarnir gróflega gegn hagsmunum viðskiptavina sinna. 

Get ég treyst stjórnendum lífeyrissjóðanna til að verja framtíðar lífeyri minn í blindbil spákaupmennsku og sérhagsmuna? Get ég treyst stjórnendum lífeyrissjóða til að verjast framtíðar sveiflum í völundarhúsum kerfisvillunnar sem kom okkur á hausinn og valdahafar reisa nú við á sama sandi? Getum við treyst stjórnendum sjóðanna fyrir lífeyri okkar í kerfisbundnu markaðs hruni og valdabrölti viðskiptalífsins?

Ég treysti ekki Jóni Jónssyni forstjóra Stóra lífeyrissjóðsins til að geyma fyrir mig kerfisbundna eignaupptöku á mikilvægasta lífeyri mínum þegar hann sjálfur ber ábyrgð á eignatilfærslunni.

Jón og þeir sem á undan honum voru hafa einfaldlega ekki unnið sér inn traust mitt á þeim rúmlega 40 árum sem kerfið hefur starfað í núverandi mynd. Saga sjóðanna í fjárfestingum er þyrnum stráð og meðan ekkert virðist ætla að breytast úr því leyndarhyggju,vensla og eiginhagsmuna kerfi sem hrundi fyrir framan nefið á okkur haustið 2008 eru sjóðirnir ekki líklegir til frekari afreka í langtíma fjarfestingum. Nú koma nýjar blokkir í stað þeirra gömlu, sama bullið í nýjum jakkafötum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Ragnar. Öll aðkoma lífeyrissjóðanna að lánakjörum vegna húsnæðislána er forvitnileg - ekki síst ef lánakjörin verða leiðrétt. ASÍ heldur því fram að 75% íbúðalána séu á ábyrgð lífeyrissjóða. Ef satt reynist, þá er Íbúðalánasjóður ekki á ábyrgð ríkisins heldur hinna almennu lífeyrissjóða.

Nú í dag var upplýst að Íbúðalánasjóður hafi nú þegar eignast 892 íbúðir með nauðungaruppboðum. Ef hinir almennu lífeyrissjóðir standa í raun að baki íbúðalánum Íbúðalánasjóðs, má telja má víst að lífeyrissjóðirnir eigi þessar íbúðir en ekki Íbúðalánasjóður.

En veistu hver er staða Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins? Hefur sá lífeyrissjóður stundað áhættufjárfestingar viðlíka þeim sem hinir almennu lífeyrissjóðir gerðu? Eða er sjóðurinn algjörlega stikkfrí, og þar með þeir opinberu starfsmenn sem þangað greiða sín iðgjöld - sem eru reyndar 3,5% hærri en gerist á hinum almenna vinnumarkaði?

Kolbrún Hilmars, 20.10.2010 kl. 17:53

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég get ekki betur séð en ávöxtun í glæpaverðbótakerfinu sem var tekið hér i nafni verðtyggingar augljóslega til að stunda svarta skattaheimtu að hluta með Íbúðalánsjóð sem peninga þvættara: sem AGS kallar 2 flokks veðskuldarabréfa höndlara í skýrslu um 2005: þessir sem sérhæfa sig í uppum í USA t.d. þar sem tískubreytingar henda verðum upp og niður.  Verstu braskararnir "the scams" í fréttunum áttunda  áratugnum og aftur í Kaliforníu um aldamótin 2000. Markað settu veðskuldarbréfa lán af negam lána ætt [5 ára sem tengjast index:vísir tengist tveimur tölum: t.d. útgáfudegi og viðmiðunardegi: vísitala skilja þeir sem hafa ekkert vit á þessu, eða indexum í sambandi oft við mjög flóknar stærðfræði formúlur  versta formið var fyrst notað í milliríkja lánum  og kallast Baaloon, sem á að leiða hugann að ristórum belg fullum af helíum, þýðingin á þessu myndmáli  líkt og vísitala verða lít sætt tyggjókúla, eða golfkúla og kallast á ábyrgðarlausu felumáli kúlulán.  Þessi kúlu lán bera mjög litla prósentu nafnvexti í haus bréfs og örugglega gott að taka þau skömmu fyrir kosningar og segja " Lán með mög hagstæðum vöxtum svipuðum sem gagna og gerast"  líka er gott að fyrir nýjan framkvæmda stjóra að útvega handbært reiðufé með slíkum lánum og hækka aðra yfirmenn í laun og hlunnindum og endurráða almenna starfsmenn og borga út arð. Undirbjóða aðra á samkeppni markaði [100 þátttakendur],... galdurinn er að hafa réttu samböndin. 

Falsararnir í USA töldu almenning trú um að vísistengd lán með lægri vöxtum en hefðbundinn jafngreiðslu lán með föstum vöxtum væri betri kostur vegna þess að byrjunargreiðslur væri lægri en skuldunautur og myndu hækka ef húsnæði myndi hækka og  þá myndi líka skuldunautur græða því fasteignin hans myndi hækka í verði.   Þetta tengist þegar verið er að byggjaný hverfi þá fær bygginga verktaki kúlu lán sem hanna borgar innan fimm ára og getur þá vísirinn tengst hækkun á fasteignum í því hverfi.  

Fyrsti koma fyrstir fá fasteignirnar ódýrastar svo kemur uppsveifla eftir 5 ár er valt selt og nýbólu verðið fellur niður í langtímaverð. Þá setur skuldunautur upp með 30 ára feitan höfuðstól sem hann ræður ekkert við, því eðlileg langtíma jafngreiðslu þar borgar maður hlutfallslega mest af vöxtum fyrst en um 2/3 af heildar vöxtum eru verðbætur: þess vegna léttast jafnháu greiðslur skuldunautar strax frá útgáfu degi.

1 flokks veðskuldarsjóðurinn er rekinn til að velta lánum kynslóð frá kynslóð og þess vegna notar hann fyrirfram greiddar verðbætur til að jafn á móti síðustu greiðslum eldri lána í sama sjóði. Þessi sjóður er mjög einfaldur í rekstri og kostar engan sérfræðing. Lítið Exel forrit og einn starfsmaður í tölvutækninni í dag gæti rekið hann fyrir allt Ísland. Raunvextir lágir og lengd  fastverðtryggða jafngreiðsluformsins tryggja greiðslu getu lántakans allan lánstímann.   

30% almennt lægri húsnæðiskostnaður fyrir almenn launþega eykur frjálsan sparnað þeirra og gefur þeim meira val að velja hagkvæmt en ódýrt fals.

Kostur við að borga verðtryggingarvexti fyrirfram er að viðhald vex og krakka verða dýrari í rekstri. Þegar skuldunautur fer að eldast á hann skuldlausa fasteign sem hann getur skipt fyrir minni eða notað til greiðslu fyrirumönnum í ellinni. 

Verðtryggja verðbólgu og klessa á skuldnaut til að borga með vöxtum einhvern tíma seinna gera heimskir af græðgi eða hreinræktaðir glæpamenn til að græða á því.  Ég vildi hvorugt vera.

2005 kom alls ekki í fréttum hér [sem eru ritskoðar eins og í USSR forðum daga] setti Arnold ríkistjóri Kaliforníu lög þar sem annarflokks veðskuldarbröskurum er  bannað að bjóða almennu neytendum negamlán. Annarstaðar er bannað að lán þau lengur en 5 ár þegar tengjast CPI vegna þess að þá verða þau hærri að raunvirði en ef tekið væri jafngreiðu lán til 30 ára.  Ábyrgar lánstofnar í öllum ríkjum mega ekki taka áhættu með greiðslugetu á lánstímanum og veð eru tekin til tryggingar ef hið óhugsanlega myndi gerst að ekki væri hægt að greiða hagstæða lánsformið sem til á hverjum markaði.

Áhættu aðilar: viðskiptatengdir fá hærri vaxtakröfu vegna þess að þeir geta farið á hausinn. Þess vegna fá þeir stundum afskrifað.

Reynslan sýnir að þeir sem hafa haldið kjafti um negam formi geta alls ekki haldið áfram í þjónustu almennra neytanda. Aðferðafræðin á 25  ára trausttíma er neikvæð. Fólk hlýtur að læra af reynslunni  það getur engin lofað almennt hærri raunávöxtun til 30 ára en 2%. Þeir sem halda öðru fram hljóta að hafa fæðst í gær.  

Ef lán með föstum vöxtum er verðtryggt þá vex það ekki ný rýnar að raunvirði. Raunvirði er það sem stendur eftir þegar verðbæturnar eru teknar frá. Hér er þær breytilegar og sunnuliðaðar og er því afar einfalt fyrir hvern sem er hæfur að sanna að hér var logið að lánin væru annuitets og verðtryggð.

Virðing er alltaf gagnkvæm. Maður ávinnur sér virðingu með að virða aðra. 

Júlíus Björnsson, 20.10.2010 kl. 21:28

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ragnar, takk fyrir ágætan pistil.  Ég hjó m.a. eftir þessu þó svo í öðru samhengi sé en þú setur það í;

"Áhyggjurnar hljóta að vera enn meiri af þeim sjóðsfélögum sem eiga fasteignalánin  í skuldabréfavöndli Seðlabankans sem afhentur var lífeyrissjóðunum á vildarkjörum til að lagfæra hörmulega tryggingafræðilega stöðu þeirra."

Mér Kolbrún og Júlíus koma inn á athygliverða punkta sem setja má í víðara samhengi.  Í USA hafa íbúðaeigendur átt hörmulega tíma og hafa þurft að verja sig með ýmsu móti og staða þeirra er ekki ólík íslenskara heimila. 

Mig langar til að benda á eftirfarandi video um hvað fjölmiðlaumræðan snýst um í USA.

http://davidicke.com/headlines/39877-mortgages-were-fraudulently-pledged-to-multiple-buyers-at-the-same-time 

http://www.youtube.com/watch?v=9yhZBgi5NOg&feature=player_embedded#!

Magnús Sigurðsson, 20.10.2010 kl. 23:14

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir góða grein Ragna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.10.2010 kl. 00:45

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA er ekki bara Íbúar í Kalforníu og Newada. Hinsvegar hafa síðustu 20 ár vörufalsanir og endingar minni vörur og næringarminna innhald í matvöru per brútto kíloverð af stykki, ruglað heimilisbókhald millistéttarinnar að mínu mati. Manna átti kannski sömu flíkurnar jafn fínar alla  ævi og handklíði og sængurfatnaður entist kannski 10 sinnum lengur.  Ryksugur og Ísskápar,... með eilífðar endingu. Hinsvegar taka 80% venjuleg jafngreiðslulán þar vextir eru hæstir fyrst vegna þess að væntanleg verðbólga er yfirleitt  2/3 þriðju hlutar heildar vaxta fyrir dreifingu samkvæmt Irving Fisher  lækka lánin eins og hér fyrir verðtryggingu ofan á verðtryggingu í alþjóða samanburði og kenningar um að lífeyðisjóðir væru reknir á sjálfselsku forsendum hver hugsar um sig.

Nú hinsvegar tekur millistéttin eftir að getur minna sparað en Pabbi og Mamma og kennir stóru mánaðargreiðslunni um. Erlendis vilja allir hugsandi eiga til "the rainy days".

Þau lækka yfirleitt þannig að ef verðbólga er lögleg t.d. EU undir 3,5% á ári að meðaltali næst 30 ár, þá er síðasta greiðsla um 10% af raunvirði þeirra fyrstu. 

Ég er búinn að skamma föður minn fyrir að hafa aldrei uppgötvað að þetta er eðlilegt. Vegna aldurs hans tel ég að aðeins lykilmenn í fjármálgeiranum hafi vitað þetta allan tímann.  80 ár.    

Ekki var nóg að verðtryggja verðbólguvextina heldur þurfti að gera þetta ennþá meira spennandi og láta reikna verðbætur af öllu gjalddögum  líka þeim sem eru ekki gjaldfallnir. Það færir eignar hlutann hægar yfir til skuldara en samið var um og fer svo að greiða vexti af verðbótum eftir smá tíma. Þetta á að auka vaxta raunvirði 3 sinnum hærra en annarstaðar  fyrir um 30% í eðlilegri verðbólgu. Nánasta sömu upphæð eða um 10.000.000 sem verðbæturnar í ágúst miða greinleg við.    Þetta tel ég hafa verið leiðréttingu á fals forminu gagnvart þeim sem kaupa mest ódýrt.  

Þar sem þetta [ljúga því að þetta séu verðtryggð jafngreiðslulán] brýtur í bága við stjórnaskrá annarra lýðræðis ríkja þá ætti það að gilda hér líka.

Allir vita að almennt hækkar fasteignaverð ekki um  30% á nokkrum mánuðum og svo ennþá hraðar frá 2004 til 2007. Þetta virkar þannig að veðsöfnum sjóðanna er ætlað að fitna til að plata meira reiðufé út úr erlendum lándrottnum.  Þess vegna má segja að úttektin 2004 á þessum söfnum hafi verið þúfan sem velti hlassinu. Íslenskir fjárfestar fóru að fá lánað meira utan EU.  Ef eitt lán í einsleitum sjóði hækkar um 30% að raunvirði  á 30 árum þá hækkar allur sjóðurinn bókhaldslega.

Erlendir lándrottnar hafa fyrir löngu staðfest að raunvirði var miklu lægra.  

Íbúalánasjóður var látin fjármagna sig með útgáfu 5 ára negamlána, aðal kaupendur mun vera lífeyðisjóðirnir. Svo vildu einkabankarnir fá að kaupa slatta líka.

Þetta er svo klikkað þegar um langtíma örugg lán er að ræða það er alveg ótrúlegt að enginn starfandi í þessu allan tíman hafi sagt orð.

Raunvirði er það sem stendur eftir þegar verðbætur eru teknar af. Alþjóðreglur um tengingu jafngreiðsluskuldarbréf eru hér í bankakerfinu að reikna verðbætur á greiðslu eins og hún er höfuðstóll dráttarvaxta. 

Hinsvegar er þetta ekki gert um íbúðalán.    Raunveruleikin er sá að það gengur ekki upp að endurreisa fjármálakostnaðinn. Almenningur verður ennþá fátækari á næstu 30 árum en á þeim sem eru liðinn. Útlendingar láta ekki scams féflétta sig að því kennitalan er Íslensk lengur. Við erum kominn á leiðarenda í svona almennri raunvaxtakröfu. Lögfræðingar hafa aldrei haft það betra svo ekki opna þeir skilningarvitin fyrir önnum.

http://stevebeede.com/tag/negative-amortization-loans/

Verðbólgu áhætta er ekki verðtrygging, brotið hér er að ljúga að neytendum og halda því áfram eftir hrunið. CPI verðtryggin er að leiðrétta gjaldfalna  skuld um vöxt verðbólgunnar.

36%  verðbólga er 3% verðbólga á mánuði. Þá er eðlilegt að syna skuldunaut á greisluseðli gjaldi 10 jafgreiðsluláns greiðsla [með vöxtum fyrirfram reiknuðum] 100.000 kr. verðbætur 3.000. kr

ef verðbólga er 3,6% á ári eru verðbæturnar 300 kr á sömu skuld.  Þetta vilja allrir borga í stað þess að fá lánað til að hækka höfustól til dæmis.

Hinsvegar eru fórnarlambinu sýndar. 300 x 300 =90.000 kr og kvartar ekki. Því það kann ekki að reikna verðbætur. gjalddagi 1 af 300.

Lilja M. og Pétur B. eru nógu menntuð til að staðfesta þetta, en geta þau réttlætt þetta?

Júlíus Björnsson, 21.10.2010 kl. 02:11

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.facebook.com/profile.php?id=1521397042#!/photo.php?fbid=1640853978135&set=a.1516531310146.69343.1140387149

Í skýrslu starfsmanna AGS 2005 um vandamál innan Ísland er 2 flokks veðskuldarmarkaðurinn hér tekin fyrir. Þá vekja þeir athygli á að almennt fasteignaverð hafi hækkað hér um 30% [ekki hverfabundið: almennt]  uppfyrir nýbyggingarkostnað. Erlendis er 30% söluálagning ekki almennt eðlileg á fasteingum óbreyttra launþega.

Hinsvegar má sjá hjá Pétri að AGS skiptir engu máli, fasteigna verðið eftir 2004 rauk enn hraðar upp.

Pétur setur þetta í sérlífeyrissjóðssamhengi. Skuldararnir sem keyptu fyrir 2004 stórgræddu miðað við þá sem keyptu eftir 2004.  Gengis hrunið eða verðbólgan [nýbyggingarkostnaður mun innhalda innskatt af vertkaleigu sem er með erlenda verkamenn á sínum snærum og drasil sem fer í byggingar hér hækkar örugglega í hafi]  komið af full þunga um leið og hrunið um 2007.

Þeir sem keyptu eftir 2004 að mínu mati stórgræddu  kannski í ljósi þess að þeir losna við 8% til 15% raunvaxtakröfu eftir 2 ár.  

 Það platar enginn mig í að leika sér með hlutföll á myndum. Mér nægir tölurnar og þekkja forsendu grunninn.    Þetta er sannanlega mælt sem IQ. Ég á líka gott með greina þá sem hafa minna IQ en ég : þeir skilja mig ekki.  Alveg eins og ég get ekki greint hvursu mikið meira IQ þeir hafa sem hafa meira IQ en ég.

Það er fullt af formúlum sem ekki eru í EXEL þess vegna er gott að að lært frá barnsaldri að smíða þær sjálfur. 

Ég trúði að íbúðalán væru vertryggð á sínum tíma [uppeldið treysta hinu opinbera]  fannst þau samt dýr og gerði ráð fyrir þjóðarsátt aftur um: 30% kjarskerðingu og lækkaði mitt láns  fyrir 2004 um 30%. Svo fannst mér eðlilegt að geta sparað og eiga fyrir viðhaldi síðar og dýrar útigjöldum þegar sonur minn yrði eldri. Ég hef aldrei tekið yfirdrátt persónulega nota kreditkort til að verðlaun ekki söluaðila fyrir að veita ekki staðgreiðslu afslátt.

Mjög ósáttur við að fá ekki kauphækkun á sínum tíma en í stað séreignalífeyrissparnað, ég var var að safna fyrir útborgun.  Hann er allur farinn í lífeyri þeirra sem aldrei hafa unnið handtak.

Rauður ráðgjafi lifir en kongurinn fellur. Ekkert er nýtt undir sólunni. 

Júlíus Björnsson, 21.10.2010 kl. 03:16

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

  • Negative amortization. This is now illegal in many states and should be in all of them, but lenders can usually get away with selling 'neg ams' to uninformed borrowers with little risk of prosecution. With a neg am, the borrower is required to pay less than the amount due each month, the balance being tacked on to the principal. Obviously, at some point, that swollen principal will come due.
  • http://www.mortgagenewsdaily.com/10182004_Mortgage_Fraud3.asp
  • Allir sem græða á þessu koma fram opinberlega  og lofa þetta af því að þetta er svo Íslenskt. Hugmyndin er samt stolin. Tilgangurinn er augljós. Hér er þetta mjög Nastý því raunvextir undir falskri verðtyggingu eru til að byrja með ekki 1,77-1,99% eins og í UK , ekki 1,74% -3,2% eins og í USA hedlur 4,5% -5,0%. Þetta gekk ekki upp í 25 ár, hversvegna er þetta ekki mál málanna hér eins og USA .4,5/2x 100% = 180% hærri raunvaxtar upphæð á úgáfudegi sem hækkar síðan í framhaldi. Hverjir fengu launa Bónusa snilllingar? Að mati hverja?

Júlíus Björnsson, 21.10.2010 kl. 05:24

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir,

Sæl Kolbrún 

LSR er töluvert frábrugðin öðrum sjóðum þar sem lífeyrisréttindi B-deildar eru ríkistryggð þ.e. að tap sjóðsins er upp á skattgreiðendur komin. Varðandi fjárfestingar þá fór LSR hrikalega illa út úr hruninu en stærsta vandamálið er að sjóðurinn á útistandandi hjá ríkinu mörg hundruð milljarða sem ríkið hefur ekki lagt til hliðar heldur bókfært sem framtíðarskuldbindingar "Skuld" við sjóðinn. Svo er aftur spurning ef ríkið hefði verið búið að greiða þetta inn hvort stjórnendurnir hefðu tapað því öllu. LSR fjárfesti með sambærilegum hætti og aðrir sjóðir, hef skoðað eignasafn LSR úr ársreikningum 2006-2009. Það var svo sem ekki á margra færi að verjast glæpahyskinu sem stýrðu útrásinni.  

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.10.2010 kl. 08:04

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í USA segja menn að glæpalánin hér hefðu valdið efnhagsluhruni ef þau hefðu ekki verið bönnuð með lögum. Þar sem 80% hafa alltaf valið fastvexti sem tryggja 2% raunvexti og 3,5% verðbólgu á lánstíma. Þá má gera ráð fyrir hinnir féfléttu hafi verið um 5% fasteignakaupenda.

Ef fasteignasalar í USA  ráðleggja almenningi að borga meira en 2,6% milljónir í raunvexti fyrir 10 milljónir og kaupmáttur almennt mikið hærri en hér. Hvernig á þá Íslendingur að borga minnst 8 milljónir fyir 10 milljónir í raunvexti. En sennilega miðað við lánformið rukkaður um 16 milljónir í raunvexti miðað við verðtrygginu og ávöxtun verðbólgu.  

Nú er þeygjandi samkomulag um sama atvinnuleysi og í EU er þá ekki þeygjandi samkomulag um jafn langan vinnudag og starfsævi allra skuldara framtíðarinnar?

Er eðlilgt að kalla venjulegt fólk sem vill viðhalda eigin húsnæði skuldara?

Júlíus Björnsson, 21.10.2010 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband